Lögberg - 23.03.1950, Side 4

Lögberg - 23.03.1950, Side 4
4 HogtJerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNXPEG, MANITOBA Utandakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg’’ is prínted ahd published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Bókmenfjr L Gísli Jónsson: Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, XXXI. árgangur. Þó skömm sé frá að segja, eins og K. N. myndi hafa orðað þaðs mintist Lögberg ekki einu orði á þrítugasta árgang Tímaritsins, án þess að blaðið ætti á því nokkra minstu sök; svo hjákátlega vildi til, að sá árgangur barst blaðinu ekki í hendur fyr en nálega ár var liðið frá útkomudegi hans. Stundum hættir okkur til, að hampa hinum og þess- um aöskotavarningi í bóka eða blaðaformi, og látum þá tíðum liggja í láginni eitt og annað, sem nær okkur stendur og býr yfir meiri verðmætum. Sé fullrar sanngirni gætt, veltur það naumast á tvennum tungum, að Tímarit Þjóðræknisfélagsins standi öðrum tímaritum íslenzkum fyllilega á sporði jafnt um efnisval sem málfar, og er þá ekki djúpt tekið í árinni. Áminstur árgangur Tímaritsins er næsta fjölbreytt- ur að efni og hefir til brunns að bera margvíslegt kjarn- gresi í bundnu máli og óbundnu; ritsmíðar J. P. Páls- sonar læknis hafa allmikið til síns ágætis þar sem snið- uglega er farið með efni, sem vekur til umhugsunar; hlýleg og raunsönn er ritgerð dr. Becks um hið streng- mjúka ljóðskáld Jakob Jóh. Smára sextugan. Jakob klýfur ekki háloftin með „arnsúg í flugnum", en hann er skáld hinnar innri fegurðar, sem lýsir upp umhverf- ið með kliðmjúku ljóðformi og fáguðum stíl; okkur vin- um og ferðafélögum skáldsins hlýnar um hjarta við lest- ur áminslrar ritgerðar og sýnishorn kvæðanna. „Tveir miklir íslenzkir rithöfundar sextugir“, er nafnið á ritgerð eftir dr. Stefán Einarsson, sem snýst um þá Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson; hér fjallar höfundur um tvo ólíka menn með ólík lífsvið- horf; hann er auðsjáanlega hrifinn af báðum, og gerir þeim sanngjörn og rækileg skil; ritgerð þessi er bráð- skemmtileg aflestrar, og svipmerkist af sérkennileg- um stílþrótti; dr. Stefán er sprettharður þegar honum tekst upp. Stórfróðleg og íhugunarverð er grein séra Valdimars J. Eylands „Borgarvirki“ og harla lærdóms- rík um margt, og ritgerð Gísla ritstjóra um Kristján S. Pálsson og kvæðabók hans er ágætlega samin. Sigurður Júlíus Jóhannesson læknir minnist einkar hlýlega Þorsteins Þ. Þorsteinssonar skálds sjötugs og vitnar í kvæði hans; er það vel viðeigandi að vakin sé athygli á ljóðum hans, því hann er í rauninni miklu merkara ljóðskáld, en fram að þessu hefir viðurkent ver- ið, og ekki ósennilega sterkastur á svellinu þar; þá minn- ist og séra Philip M. Pétursson séra Halldórs E. John- sonar látins nokkrum hlýyrðum. Gísli Jónsson minnist nokkurra nýlegra bóka, en kvæði í Tímaritinu eiga þeir Páll S. Pálsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Gísli Jóns- son og Einar P. Jónsson. Þjóðræknisfélagið þarf að verða margfalt fjölmenn- ara en það nú er og Tímaritið langt um útbreiddara; Það er ritstjóra og þeim öðrum, er að því standa til mikils sóma. II. Almanak Thorgeirson-bræðra, 56. árgangur 1950. Rit- stjóri Richard Beck. Auk hins venjulega mánaðartals, hefir Almanakið margvíslegan fróðleik til brunns að bera eins og við hefir gengist á undanförnum árum; það er enn sem fyr safnrit til sögu íslendinga vestan hafs þar, sem úr miklu er að moða fyrir þá, er sagnfræðilegum heimild- um unna; það var útgefendunum mikið lán, að fá jafn fjölvísan fræðimann og dr. Beck óneitanlega er, til að annast um ritstjórn Almanaksins, því slíkt krefst vand- virkni og engrar smáræðis yfirlegu, eins og kaflinn „Helztu viðburðir meðal íslendinga í Vesturheimi“ ber svo glögg merki um. Hér verður ekki út í þá sálma farið, að sundurliða efni Almanaksins út í æzar; slíkt er hlutskipti lesend- anna; þó verður eigi fram hjá því gengið, að minnast hins stórfróðlega innleggs þeirra Ólafs Ó. Magnússon- ar“; „Landnám íslendinga sunnan Quill vatnanna í Saskatchewan 1904—1907“, og H. J. Halldórssonar, „Landnám íslendinga sunnan við Quill vötnin“. Að báð- um þessum þessum köflum er mikill og góður fengur; þá er og að finna í Almanakinu prýðilegt erindi þó stutt sé, eftir hinn glögga og góðviljaða mann Thorstein J. Gíslason, sem flutt var á fimtíu ára afmæli Brown- bygðar 15. júlí 1949. Frú Rannveig K. G. Sigbjörnsson minnist ágætlega Ólafar Ragnhildar Sigbjörnsdóttur, en B. J. Hornfjörð skrifar um sérkennilegan kenni- mann, séra Jón Bergson í Einholti. Dr. Beck minnist fagurlega Franklíns T. Thórðarsonar skólastjóra, og segir jafnframt frá „Minnisvarða íslenzkra landnema í Norður-Dakota“; af þessu má ráða, þó hér sé aðeins stiklað á steinum, hve fjölbreytt efni Almanaksins er, og hve þakkarvert það er, að það haldist sem lengst við. Vel sé þeim Thorgeirsson-bræðrum fyrir þá miklu rækt, er þeir með útgáfu Almanaksins leggja við minn- ingu hins merka föður þeirra og íslenzkar menningar- erfðir. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950 Ljóðræn kvæði og hugþekk Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK Lárus Thorarensen: KVÆÐI. Argrímur Fr. Bjarnason bjó til prentunar. Helgafell, Reykjavík, 1948. Eg er þess fullviss, að margir í hópi eldri kynslóðar íslendinga vestan hafs minnast enn hlýlega séra Lárusar Thorarensen, og þá ekki síst fyrrv. sóknarbörn hans og sveitungar í Norður-Dakota. Þeim, sem íslenzkum ljóðavinum í heild sinni, má því vera það fagnaðarefni, að fyrir stuttu síðan er komið út safn kvæða hans, bæði þau, sem voru á við og dreif í blöðum og tímaritum, og hin, en það er meginhluti kvæða hans, sem í leitirnar hafa komið í handriti og koma nú í fyrsta sinni fyrir almenningssjónir. Arngrímur Fr. Bjarnason, kaupmaður og ritstjóri á ísa- firði, er var gagnkunnguur'séra Lárusi, hefir búið kvæðin undir prentun, og fylgir þeim úr hlaði með prýðisgóðri inngangsgrein um skáldið sjálft, náms-og ævi- feril hans og skáldskap; ber greinin því vitni, að hún er rit- uð bæði af miklum kunnugleika og glöggum skilningi á viðfangs- efninu.* Sú leið hefir verið farin um val kvæðanna, að birta sem flset af því, er náðst hefir til, með það fyrir augum að gefa lesandanum sem sannasta heild- armynd af skáldinu eins og hún lýsir sér í kvæðunum. Má vitan- lega margt um þá aðferð segja, með og móti. Annars eru það ættingjar séra Lárusar, sem frumkvæðið eiga að útgáfu kvæðasafns hans, og hafa með þeim hætti sýnt minn- ingu hans verðuga og lofsverða ræktarsemi. „Helgafell“ hefir annast útgáfuna, og er hún hin snyrtilegasta um allan frágang, prýdd ágætri forsíðumynd skáldsins. Séra Lárus Thorarensen sig beint í ætt um skáldgáfuna, því að hann var sonar-sonur bjóðskáldsins Bjarna Thoraren- sen amtmanns. Eftir að hafa út- skrifast af Prestaskólanum í Reykjavík 1905, var séra Lárus um fimm ára skeið kennari á ísafirði, en tók þá kalli sem prestur íslendinga í Norður- Dakota, vígðist þvínæst haustið 1910 og hélt síðan vestur um haf til safnaða sinna og var búsettur að Garðar, Norður-Dakota. Naut hans þó stutt við í prests- starfinu vegna heilsubrests; vildi hann, þá er svo var komið, óvægur komast heim til ættlands ins til þess að bera þar beinin, en andaðist á skipsfjöl snemma sumars 1912, og varð hafið hon- um hinzti hvílustaður. Prestsstörf séra Lárusar voru öll unnin meðal landa hans vest- an *hafs, og vel bar hann þeim söguna, eins og fram kemur í bréfi frá honum (dags. vestra 22. marz 1911), sem vitnað er til í innganginum að kvæðunum. Eigi að síður var hugur hans, eins og kvæði hans sýna degin- um Ijósar, löngum heima á ætt- jörðinni, og í þeirri von að líta hana enn að nýju lagði hann á hafið fárveikur. Hann hafði „mannheill mikla“, eins og Arngrímur Fr. Bjarna- son orðar það fallega, eigi aðeins árin, sem hann dvaldi á ísafirði, neldur einnig vestan hafs, og varð því mörgum harmdauði, er hann féll að velli ekki hálf- fertugur. Hann hafði þegar dreg- ið að sér athygli og eignast að- dáendur beggja megin hafsins með skáldskap sínum. í hópi að- dáenda hans og velunnara voru tvö íslenzk öndvegisskáld sam- tíðarinnar, sinn hvorum megin hafsins, þeir séra Ma^thías Jochumsson og Stephan G. Stephansson, sem báðir kvöddu hann eftirminnilega í fögrum kvæðum og snilldarlegum; eru pau bæði, eins og ágætlega sæmdi, tekin upp í innganginn að kvæðasafni hans. Þó að séra Lárus ætti eigi langt að sækja skáldgáfuna, er hann gjörólíkur þjóðskáldinu afa sínum í skáldskapnum. Bjarni Thorarensen er, eins og alkunnugt er, stórbrotið skáld og frumlegt í hugsun og mál- fari; séra Lárus, hinsvegar, létt- stígur og ljóðrænn, miklu skyld- ari Jónasi Hallgrímssyni en afa sínum í ljóðagerð. Hann er há- rómantískur og þjóðlegur, beinn arftaki hinna eldri íslenzku skálda, sem ortu í anda þeirrar skáldskaparstefnu. Séra Lárusi er laukrétt lýst í þessum orðum Arngríms Fr. Bjarnasonar. „Hann var fyrst og fremst hinn glaði söngvari, sem málaði fagrar myndir og sýnir og miðl- aði öðrum til ununar. Allt ljótt eða hrikalegt var honum fjarri, það var skapgerð hans og eðli að unna því fíngerða og fágaða.“ Hann unni ættjörð slnni heitt og fölskvalaust, og það var hon- um engin uppgerð, að hann vildi bera þar beinin. Ættjarðarkvæði og átthagaljóð fylla því mikið rúm í kvæðum hans, ,og eitt þeirra „lslandsóður“, skipar, eins og vera ber, öndvegið í heildar safni þeirra. Tvö hin kunnustu þeirra, og í flokki vinsælustu kvæða skáldsins, eru „Minni ís- lands“ („Vort ættarland með ís- og glóð, þú undraland!“) og „Is- land“, sem bregður upp einkar fagurri og aðlaðandi mynd í sex ljóðlínum, og er því tekið hér upp í heild sinni: „Þér skýla fjöll, þig faðmar haf, sor vort föðurland, sem drottinn gaf. Á brjóst þitt setti hann sumarrós, hann signdi þig við norðurljós. Og hjartakær vor ættjörð er. Vér aldrei, aldrei skulum gleyma þér.“ Annar meginflokkur kvæða séra Lárusar eru náttúrulýsingar hans; hann þreytist aldrei á að lofsyngja náttúruna í breyttum búningi hennar eftir árstíðum, eða í svipbrigðum dags og nætur. 1 slíkum kvæðum' hans njóta til- finninganæmleiki hans og feg- urðarást sín ágætlega. Eitt allra fegursta þeirra kvæða hans og vinsælasta er „Horfinn er dagur“: „Horfinn er dagur, himinn er fagur, ( hýrnar við náttfaðminn kvöld- stjarnan smá. Ljóröldur glitra, litgeislar titra, Ijósenglar vaka mér hjá. Þeir vaka mér hjá Blikar mjallvefur, blómgyðjan sefur, bundinn er fossinn og loftið er hljótt. Ofar en fjöllin eilífðar höllin opnast á tindrandi nótt. Á tindrandi nótt.“ Auðsætt er, að sá, sem þannig vrkir, hefir bæði opið auga fyrir ígeurð náttúrunnar og næmt hrgim-og brageyra að sama skapi. Séra Lárus unni einnig mjög söng, og hljóðfæraslætti, og leitaði sér þar tíðum hvíldar frá störfum. Ást hans á tón- menntum lýsir sér einnig fagur- lega í mörgum kvæðum hans, svo sem „Til söngsins“ og „Þú hljómsins guð,“ en þetta er fyrra erindi hins síðarnefnda: ,,Þú hljómsins guð, með víðtækt undraveldi, þinn vœngjamáttur lyftir þreytt- um hug, er flý ég til þín, inni — einn — á kveldi, þú afl mér glæðir við þitt tóna- flug Þú friðinn ber, ég fagna þér! Þú fylgir mér til hugsjónanna landa með himinsælu eilífðar í anda, —minn uppheims guð! Eg fagna þér!“ Ai sama toga spunnið er kvæði hans til Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, flutt í samsæti að Garðar, N. Dakota, 1. október 1911. Mörg önnur tækifæriskvæði, minni og erfiljóð eru í safninu, þýð og ljúf, og um allt í anda höfundar- ins. Bardagamaður var hann enginn í skáldskap sínum, enda prúðmenni hið mesta og hlédræg ur að eðlisfari; en þó að hann væri eigi ádeiluskáld, leynir sér ekki samúð hans með lítilmagn- anum. Áhugi hans á þjóðlegum fræð- um lýsir sér í kvæði hans um Hlina kóngsson, er græskulaus kýmni hans í gamankvæðunum, sem annars eiga sér einkum stundargildi, eins og verða vill um slíkan skáldskap. Af þýðingum í bókinni, sem bæði eru liprar og þræða vel frumkvæðin, má sérstaklega nefna þý^ingna á hinu víðkunna kvæði Hans Christian Andersen „Hið deyjandi barn“ og á hinu hreimmikla lofkvæði Anders Hovden til séra Matthíasar Joch- umssonar, „Þú, sterki sæörn, svefilar vængjum breiðum". Séra Lárus Thorarensen var mitt á þorskaskeiði, er hann lést, aðeins 34 ára að aldri. Má því ætla, að hann hefði ort stærri kvæði og tilþrifiameiri, hefði honum orðið lengra lífs auðið. Hvað sem því líður, þá orti hanh margt ljóðrænna og hugþekkra kvæða; lifa sum þeirra á vörum landa hans og eru ósjaldan sung- in. Háskólinn í Edin- borg fær gjöf frá Háskóla íslands Hinn 20. janúar afhenti Sigur- steinn Magnússon aðalræðis- maður, Edinborgarháskóla 200 binda bókagjöf frá Háskóla íslands. Við þetta tækifæri lagði aðal- ræðismaðurinn áherzlu á þá auknu menningarsamvinnu, sem tekizt hefir milli háskólanna og milli skozkra og íslenzkra menntamanna. Rektor háskól- ans, Sir Edward Appleton, þakk- aði gjöfina og gat þess, að bæk- urnar myndu verða ómetanleg stoð við íslenzku kennslu í há- skólanum og við málfræði rann- sóknir í Skotlandi, sem háskól- inn gengst fyrir. Afhenti hann aðalræðismanni eintak af öllum forlagsbókum háskólans handa Háskóla íslands. Reykjavík, 1. febr. 1950—Vísir Á frívaktinni Stórblað eitt sendi nýlega blaðamann einn út af örkinni til þess að ná í viðtal við stórglæpa mann, sem lék lausum hala í borginni. Hálftíma seinna kom blaða- maðurinn aftur. Ritstjórinn tók á móti honum. —Hvað hafirðu upp úr þessu ? Blaðamaðurinn benti á annað augað í sér, sem var blátt. —Það er ekki hægt að prenta það. Blaðamaðurinn tók ofan hatt- inn. Kom þá í ljós heljarstór kúla á hvirflinum. —Ekki er hægt að prenta það heldur, sagði ritstjórinn. Blaðamaðurinn yppti öxlum. —En sagði hann ekkert ? —Jú, en það er því miður ekki hægt að prenta það heldur . ☆ Jahas gamli í Tyddnan hafði það orð á sér að hann væri frem- ur rólyndur maður og ekki upp- næmur fyrir smámunum. Septembernótt eina lá Brita gamla konán hans vakandi og hlustaði á óveður, sem dundi á þakinu með þrumum og elding- um. En Jahas gamli skar hrúta svo undir tók í baðstofunni. Loks varð Brita frá sér numin af skelfingu og hnippti í Jahas gamla og sagði: —Farðu á fætur, ég held að dómsdgaur sé kominn. —Dómsdagur, segir þú, sagði Jahas og geispaði. —Láttu mig vita þegar þeir fara að blása í básúnurnar, þá skal ég fara á fætur. Svo sneri hann sér upp í horn og sofnaði Sjómanabl. Víkingur Weal*, Tired, Nervous, Pepless Men, Women Get New Vim, Vigor, Vitality Say goodbye to these weak, always tired feelings, depression and nervousness due to weak, thln blood. Get up íeeling fresh, be peppy all day, have plenty of vitality left over by evening. Take Ostrex. Con- tains iron, vitamin Bl, calcium, phosphorus for blood building, body strengthening. stimulation. Invigorates system; Tmproves appetite, digestive powers. Costs Uttle. New “get acquainted” size only 60c. Try Ostrex Tonic Tablets for new, normal pep. vim, vigor, this very day. At all drugglsts. JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG HOUSEHOLDERS - ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Sioker Coals in Various Mixiures Our Specialiy MC fURDY CUPPLY ro., LTD. V/ BUILDERS' |J SUPPLIES V/ AND COAL Erin and Sargeni Phone 37 251

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.