Lögberg - 23.03.1950, Page 6

Lögberg - 23.03.1950, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — LJóöin i þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Það var andi hennar aðeins sem hlustaði, en sjálf var hún sofandi. Var þaðmögulegt að nærvera hans í húsinu hafi snert einhvern gamlan endurminn- ingastreng, sem ósjálfrátt hafi komið henni til þess að yfirgefa sæng sína í þessu ástandi? Þetta næma hugskeyta- samband á milli undirmeðvitundar okk- ar, sem er engum lögum bundið, en stundum skýtur okkur skelk í bringu hafi náð að tilkynna Kathleen, án vak- andi meðvitundar hennar, nærveru per- sónu sem einu sinni var svo mjög hand- genginn í húsinu í mörg ár. Ósjálfrátt hafði hún í svefninum gegnt kalli Char- ley’s Steele að koma. Charley mintist þess, að hún hafði einu sinni áður geng- ið í svefni. Það var nóttina, sem að hann föðurbróðir hennar dó. Hann færði sig hljóölega nær henni. Hann sá í tungls- birtunni að hún var sofandi. Afstaða hans var óþægileg og hættuleg. Ef að hún skyldi vakna, þá gæti það haft ill áhrif á hana ef að hún sæi hann og ekki hægt að vita hvað fyrir gæti komið; Hann var nú orðinn rólegur, hugs- un hans var skýr og hann var dálítið eins og utan við sig, af því að mæta henni þannig búinni, — hin forna kynn- ingarkend ófst saman við þá tilfinningu í huga hans, að hún væri sér nú með öllu ókunn, og að, ef hún skyldi vakna, þá flýði hún í vandræðafáti frá honum, eins og að hann var albúinn til að flýja frá henni. Hann var í þann veginn að læðast til dyranna og komast í burtu áður en hún vaknaði, en þá snéri hún sér við, fór út um herbergisdyrnar og eftir ganginum fyrir utan, og hann á eftir. Hún hélt áfram að stiganum, sem lág upp á loft í húsinu, en sneri þar við og gekk út að glugga, í gegnum gang sem lág inn í morgunstofuna, út að glugga sem á henni var, á hjörum, út um hann og út í garðinn sem var fyrir utan húsið. Hann gekk á eftir, svo sem tíu fet. Honum var áríðandi að komast út úr húsinu og þangað sem að hann gæti falið sig á meðal viðarrunnanna, ef að einhver skyldi koma. Hún gekk hratt eftir grasfletinum, sem fyrir utan húsið var, en stansaði á honum miðjum, eins og að hún væri ó- ráðin í hvað gjöra skyldi, líkt og maður sem er að lesa og missir efnisþráðinn og leitar í huga sér að honum, fullviss þess, að hugboðið muni vísa sér veginn rétta. Hún hélt áfram eftir litla stund, og hélt beint að hliði á girðingu, sem lá eftir árbakkanum, sem þar var hár og þverhnýpt berg ofan í á. í tíð Charley hafði þetta hlið oft verið notað. Á bak við það áarmegin voru fjórar trétröpp- ur ofan á syllu, sem var í berginu, en frá syllunni lág kaðalstigi fimtíu fet á lengd ofan þverhnýpt bergið og niður að ánni. Hann hafði notað þennan kað- alstiga í mörg ár til þess að komast of- an að skemmtibát, sem hann átti, og fyrst eftir að hann giftist Kathleen, þá hafði hún farið með honum og horft á hann fara upp og ofan stigann, og enda farið ofan stigann sjálf fyrst eftir að þau giftu sig. En hann hafði tekið eftir því, þegar að hann kom um kveldið, að kaðalstiginn var horfinn, og að verið var að byggja nýjan stiga. Hann hafði einnig séð, að hliðið á girðingunni upp á bakkann var opið. Hann horfði á hana í svip ganga í hægðum sínum í áttina til hliðsins. Hann áttaði sig ekki undir eins á aðstæðunum. Allt í einu sá hann hættuna sem að hún var í. Ef hún skyldi fara í gegnum hliðið, þá hlyti hún að hrapa ofan fyrir bergið. Hann hélt lífi hennar í hendi sér. Hann gat hlaupið og lokað hliðinu, gjört aðvart og komist í burtu, áður en nokk- ur sá hann; og hann gat læðst í burtu, þaðan sem hann var. Hvað kom honum hún við? Dimmar raddir hvísluðu í eyra hans: „Þú ert ekki ábyrgðarfullur fyrir henni heídur fyrir stúlkunni, sem er þarna upp frá hjá sjúkrahúsinu og á heima í Chaudiere“. Ef að Kathleen væri úr vegi, hvað var þá því til fyrirstöðu að hann og Rósa lie næðu saman? Hvaða hlutdeild átti hann í þessum einkennilegu atburðum hlutanna? Kathleen fór alltaf í kirkju tvisvar á hverjum sunnudegi, og lét sér hugarhaldið um hag kirkjunnar alla hina daga vikunnar — hvað var að segja um hina persónulegu framsýni hennar á sama tíma? Ef að forsjónin leyfði að hún dæi? — Nú jæja, hún hafði búið saman við manninn, sem hún unni í tvö ár, honum ekki að kostnaðarlausu — það væri ekki ósanngjarnt, að Rósa- lie fengi að njóta síns hluta af lífsins gæðum. Hafði hann nokkurn rétt til að krefjast ótakmarkaðrar sjálfsfórnar, þar sem hann þurfti nú ekki annað en láta aftur augun, vera dauður, að því er Kathleen snerti og hættuna, sem hún var í, eins og hann var dauður umheim- inum, sem hann einu sinni þekti þó svo vel, ef hann gjörði það, þá var ekkert í vegi fyrir því, að hann gæti gifst Rósa- lie. Dauður, hann var dauður heiminum og Kathleen! Ætti svipur hans að fara að þrengja sér á milli hennar og dauð- ans, sem nú var ekki nema fáein fet frá henni. Hver gat vitað um það? Það var ægilegt og óskaplegt, en var þó ekki eitthvert ógnandi réttlæti í því? Hver var til þess að ásaka? Þetta voru hugs- anir hins fyrri Charley Steele, Charley Steele í réttarsalnum, sem með rökfimi sinni hreif menn frá þunga sektarinnar, með því, að sýna fram á hinn meðfædda rétt þeirra. En það var aðeins augná- bliks hik. Hugsanir þessar liðu hjá eins og ljósblik í draumi, og hugboð hins nýja Charley — mannúðarinnar Char- ley, hvíslaði að honum: ,Bjargaðu henni — bjargaðu henni!‘ Þó að Charley væri sér þess með- vitandi að einhver væri kominn á kreik í garðinum, þá hljóp hann á milli Kath- leenar og hliðsins, sem hún var nú ekki nema fimm fet í burtu frá, lét það aftur og lokaði því, leit sem snöggvast fram- an í hana sofandi, og skaust svo fram- hjá henni og inn á milli viðarrunnanna í garðinum. Maður, sem var minna en fimtíu fet frá honum kallaði til hans. „Hafðu ekki hátt — hún er sofandi“, svaraði Charley og hvarf. Það var Fairing sjálfur, sem sá, hvernig að Charley bjargaði lífi Kath- leen. Hann hafði vaknað og ekki fund- ið hana í rúminu, en leit út um glugg- ann og sá hana í húsgarðinum rétt í tíma til að sjá manninn bjarga henni — ókunnugan alskeggjaðan mann í bænda búningi. Hann sá andlit mannsins að- eins í svip, þegar hann sneri sér að hon- um og hafði andlitsmyndin einkennilega djúp og varanleg áhrif á hann, sem fylgdu honum lengi og stóðu honum fyrirhugskotssjónum eins og seið- andi magn einhverrar undraveru, sem hann vissi ekki hver, eða hvað var. Hljóði málrómurinn og þungi orðanna. „Þey — hún sefur!“ hljóm- uðu aftur og aftur í eyru honum. er hann tók í höndina á Kathleen og leiddi hana mótspyrnulaust, sofandi til herbergis þeirra. Fairing, sem þó að hann væri æstur í skapi réði við sig, að hafa ekki orð á þessu við Kathleen, eða neinn annan, svo að það bærist ekki til eyrna hennar og skefldi hana. Hann á- setti sér aftur á móti, að hafa strangt eftirlit á henni ofe líka manninum, sem bjargaði lífi hennar og endurgjalda hon- um ríkulega. Hann gat aldrei gleymt andlitinu skeggjaða, ekki einu sinni þeg ar að hann svaf. Charley flýtti sér í burtu frá húsinu á hæðinni og til gestgjafahússins niður undir ánni, þar sem að hann mætti öðr- um ferðamanni — Jó Portugais. Jó hafði ekki unað sér heima, eftir að Char ley fór og hafði komið tií að vitja um hann. Þeir tðluðust fátt við. „Hafa þeir þekt þig, monsieur?“ spurði Jó áhygjufullur. „Nei, en mér hefir liðið illa í nótt, Jó. Taktu saman hundana“. Litlu síðar, er Charley var að búa sig á stað til Chaudiere, sagði Jó: „Það lítur út eins og að þig hafi dreymt illa, monsieur“. Við nið árinnar og vindblæ morguns ins í toppum trjánna sagði Charley Jó hvað á daga hans hafði drifið. Morðinginn sat um stund, sat og hreyfði hvorki legg né lið, því stormur hugsana hans ætlaði að bera hanrx oí'ur- liði, svo laut hann niður, greip um hönd félaga síns og kysti á hana. „Ég hefði ekki getað gjört það, monsieur“, sagði hann klökkur. Þeir skildu, Jó varð eftir samkvæmt samkomulagi þeirra á milli, til þess að vera nálægt Rósalie, ef hún þyrfti; en Charley fór aftur til Chaudiere. L. KAPÍTULI Sorgarleikurinn mikli (The Passions Play) í Chaudiere Það var í fyrsta sinn/sem Chau- diere hafði vakið almenna eftirtekt. „Við verðum víðþektari eftir þetta“, sagði Filion Lacasse söðlasmiður við frú friðdómarans, er þau stóðu við pósthús- dyrnar og horfðu á hóp af bændafólki leggja af stað vestur á Fjögur f jöll til að æfa sig. „Ef að ráðum Dauphins hefði verið fylgt, þá værum við búin að fá gestgjafa hús fyrir löngu vestur á fjöllunum og bæjafólkið kæmi hingað í hópum til að eyða sumrinu!“ sagði madama Daup- hin með nokkrum reigingi. „Sussu!“ sagði málrómur fyrir aftan þau. Það var hestamaður signorsins með strá í munninum. Hann var oft úr- illur. „Það er ekki nokkurt hús hér í bæn- um, sem ekki hefir tekið á móti tveimur eða þremur borðgestum. Ég hefi þrjá“, sagði Filion Lacasse. „Þeir koma á morgun“. „Við höfum tíu á Manór heimilinu. En það boðar ekkert gott“, sagði hesta- maðurinn. „Ekkert gott! Hugsaðu um skradd- arann trúlausa!" sagði madama Daup- hin. „Hann útlagði allan leikinn. Hann gjörði uppdrætti af búningunum og þar að auki málaði hann hundrað myndir með blýant — þær eru allar þarna yfir frá hjá prestinum. „Hann hefði átt að leika Júdas“, sagði hestamaðurin nillyrmislega. „Það hefði hæft honum vel“. „Máske að þér falli ekki sorgarleik- urinn í geð“, sagði frú Dauphin fyrirlit- lega. „Við höfum nxx ekki séð fyrir endann á honum enn“, sagði hestasveinninn. „Það er göfugt verk og háleit köll- un“, sagði frú Dauphin. „Jafnvel Jó Portugais vann að leiknum nótt og dag, þangað til að hann fór til Montreal, og hann fer nú til kirkju á hverjum degi. Hann á að leika Pontíus Pílatus, þegar hann kemur til baka. Og Virginía Morris sette, sem reif augun úr honum bróður sínum, á að leika Maríu Magdalenu“. „Það er svo sem sjálfsagt. Þú hefðir sjálfur leikið Jóhannes, eða Krist sjálf- an!“ svaraði söðlasmiðurinn. „Ég hefði látið Paulette Dubois leika Maríu, syndugu konuna“. „Já, en María iðraðist og kraup við krossinn. Hún sá að sér og syndgaði ekki framar“, sagði kona friðdómarans með þykkju og í ávítunarróm. „Já, Paulette gjörði allt það líka“, sagði kúskurinn, sem var bæði þrjóskur og heimskur. Filion Lacasse sperti upp augun. „Hvern ig veistu að hún verði komin til baka?“ spurði hann. „Ég veit það af því, að hún kom í gærkveldi og með barnið sitt með sér“. „Barnið sitt!“ endurtók madama Dauphin stórhneyksluð og steinhissa. Kúskurinn kinkaði kolli. „Hún er ekki að fara í neinar felur með það. Drengurinn er sjö ára, eins myndarlegt barn og að ég hefi nokkurntíma séð“. „Marcisse — Marcisse!“ kallaði madama Dauphin til manns síns, þegar að hún sá hann koma eftir götunni, og undir eins og hann kom til hennar sagði hún honum fréttirnar, sem kúskurinn hafði verið að segja. Friðdómarinn stakk annari hend- inni í barm sér og sagði: „Já, já, kæra frú mín, þetta er alveg satt“. „Hvað veist þú um þetta — hver á barnið?“ spurði frúin í ísköldum fyrir- litningarrómi. „Sussu, sussu!“ sagði friðdómarinn, baðaði valdsmannslega frá sér með hendinni sem laus var: „Kirkjan opnar arma sína fyrir öllum — jafnvel henni, sem var hlaðin syndum, sökum hins mikla kærleika hennar, sem í gegnum fimm þungbær ár hefir leitað vítt og uppihaldslaust að barninu sínu, og fann það ekki, því að óheill og illgjarn mað- ur hafði falið það“ — og þannig hélt hann áfram í flóknu máli og sundur- slitnum setningum að segja þeim ævi- sögu Paulette Dubois. „Hvernig veist þú allt þetta?“ spurði söðlasmiðurinn. „Ég hefi vitað það í mörg ár“, sagði friðdómarinn djarft og mikilmannlega, því hann vildi heldur eiga reiði konu sinnar yfir höfði sér, en sleppa af tæki- færinu, sem honum bauðst til að mikla sjálfan sig. „Og þú sagðir konunni ekki frá þessu“, sagði söðlasmiðurinn. „Ef að ég hefði hagað mér svona við mína konu, þá hefði hún klórað úr mér augun“. • „Embættisleg skylda hamlaði mér frá því“, sagði friðdómarinn ákveðinn í að láta engan blett falla á embættistign sína. „Ég ætla að fara heim, Dauphin — ætlar þú að koma líka?“ sagði kona hans og sneri upp á sig. „Þú verður kyrr, til að heyra livað ég hefi að segja“, sagði kúskui’inn. „Þessi Paulette Dubois ætti að leika Maríu Magdalen, því —“ „Sjáið þið — sjáið þið! Hvað er nú þetta?“ spurði söðlasmiðurinn og benti með hendinni á vagn, sem var að koma hægt og rólega eftir veginum. Á undan vagninum var hundasleði með hundum fyrir, og á sleðanum var eitthvað, sem svört ábreiða var lögð yfir. „Það er lík- fylgd! Þarna er líkkistan. Og það eru hundarnir hans Jó Portugais og sleðinn hans“, bætti Filion Lacasse við. „Ó, Guð veri líknsamur, það er Rósalie Evanturel og frú Flynn og það er monsieur Evanturel, sem er í líkkist- unni!“ sagði frú Dauphin og hljóp að pósthúsdyrunum til að kalla á systir prestsins. „Það verða nú nóg not fyrir líksöngs lagið bakarans“, sagði M. Dauphin og hnepti að sér treyju sína, tók ofan hatt- inn og lagði á stað eftir veginum til að heilsa Rósalie. Rétt í því að hann fór á stað, kom Charley út í dyrnar á skraddarabúðinni. „Sjáðu mansieur“, sagði friðdómar- inn. „Þannig kemur Rósalie Evanturel heim með föður sinn“. „Ég skal fara eftir prestinum“, sagði Charley og fölnaði. Hann studdi sig við dyrastafinn dálitla stund til að jafna sig, svo flýtti hann hann sér upp eftir götunni í áttina til heimilis prestsins. Hann þorði ekki að mæta Rósalie, eða koma nærri henni eins og á stóð. Henn- ar vegna var það betra. „Þessi trúlausi skraddari er ekki til- finningalaus. Tárin hrundu af augum hans“, sagði friðdómarinn við Filion Lacasse, og fór af stað, til að mæta ferðafólkinu sorgbitna. LI. KAPÍTULI Þau mætast „Ef að ég aðeins gæti skilið það!“ sagði Rósalie aftur og aftur við sjálfa sig á meðan að hún lág veik og van- burða svo vikum skipti eftir að faðir hennar var jarðaður. Á því tímabili höfðu þau Charley og hún mæst aðeins einu sinni, þó að hún væri sér þess með- vitandi, að hann hefði vakandi auga á sér. Hún hafði séð hann daginn sem faðir hennar var jarðaður, standa einan sér, hryggan og niðurlútan. En fundum þeirra bar saman um kveldið, þegar að hún kom heim með lík föður síns, þegar friðdómarinn og Charley höfðu vakað yfir líkinu. Hún hafði farið inn í ganginn og lit- ið inn í herbergið, sem þeir og líkið voru í. Friðdómarinn steinsvaf í ruggustóln- um, sem hann sat í, en Charley sat þegj- andi og horfði ofan á gólfið. Hún nefndi nafnið hans, en þó að hún gjörði það svo lágt ,að hún sjálf naumast heyrði það, þá stóð hann undir eins upp og kom til dyranna, þar sem hún stóð sorg- bitin, en brosti þó við honum þegar að hann kom, í viðmótsþýðu trausti. Þeg- ar að hún rétti honum hendina og að hann tók í hana, gat hún ekki annað sagt — svo er hjarta konunnar einkenni lega úr garði gjört, að þegar að hún segir nei, meinar hún já, og þráir hina ævarandi fullvissu — að hún gat aðeins sagt: „Þú elskar mig ekki nú“. Þetta var svo lágt sagt, svo hljótt hugðarmál, að elskendum einum var unt að heyra. Hann svaraði engu, því hann varð hreyfingar var, á bak við Rósalie í myrkrinu, og í sama bili kom fyrirferðarmikil persóna út úr eldhús- dyrunum, en hann þrýsti að hendi henn ar og í hjarta sínu sagði hann til henn- ar: „Elska mín er ljós, sem aldrei deyr. Henni breytir hvorki tími né tár“. — Setningar úr lítilli brúnleitri bók, sem þau höfðu lesið saman sumarkveld eitt í búðinni hjá honum fyrir ári síðan. Setningar, sem komu í huga hans, eins og leiftur og bárust til hennar. Hún þrýsti hendi hans, en Charley sagði við frú Flynn, sem var að koma til þeirra: „Sjáðu um að hún komi ekki hingað aftur. Hún ætti að fara að sofa“, og og hann lagði hendina á Rósalie í hönd- ina á frú Flynn. „Vertu henni góð, eins og þú bezt getur verið“, sagði hann. Hann hafði unnið tiltrú frú Flynn á þessu augnabliki, og það er ekki óhugs- andi að hana hafi eitthvað groxnað, því hún svaraði í málrómi sem hún notaði aldrei, nema þegar hún talaði til Rósa- lie:

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.