Lögberg - 27.04.1950, Page 1
Gífurlegir vatnavextir valda óumræðilegu
bæði í Canada og Bandaríkg
Um þrjú þúsund manns sianda uppi ráðþroia í
Norih Dakola. marháttuð spjöll í Minnesoia, smá-
bæir í Suður-Maniioba umfloinir vaini, og um
þúsund manns á láglendi umhverfis Emerson
hafa flúið heimili sín, en útjaðra bæir við Winni-
peg einangraðir. Rauði Krossinn iekur að sér
b j argarr áðasiar f semi.
tjóni
Um 90 bótar verða gerðir út
ó vetrarvertíð við Faxaflóa
I engi fram eftir vori sýndust
^menn vongóðir um það, að
snjóa myndi þannig leysa, að lít-
il sem engin hætta væri yfir-
vofandi að þessu sinni; að minsta
kosti gerðust ekki tíðindi á
þeim vettvangi, er kæmust í
hálfkvisti við þær mannraunir,
er vatnavextir ollu 1948. En hér
fór á annan veg, því fyrir
skömmu jókst svo vatnsmagnið
í Rauðá, að hún flæddi yfir
bakka sína, og er það síður en
svo, að enn sé séð fyrir endann
á slíkum hamförum; hið sama
hefir gerzt um ýmissar fleiri ár,
°g jafnvel sprænur urðu svo að
segja á svipstundu að skaðræðis
fljótum; fram að þessu er ekki
getið um víðtækt manntjón, þó
vitað sé að einn maður hafi
druknað skamt frá bænum
Elizabeth hér í fylkinu; eigna-
tjón er þegar orðið gífurlegt,
einkum sunnan landamæranna,
og engu vitanlega unt að spá,
hver leikslok verði; víða hafa
vatnsból eitrast, og þær varúð-
arráðstafanir verið teknar, að
bólusetja fólk á flóðsvæðunum;
járnbrautarfélögin flytja neyzlu
vatn til þeirra staða, sem verst
hafa orðið úti, og kemur slíkt að
miklu haldi; her og lögregla eru
boðin og búin til aðstoðar, og
Rauði Krossinn hefir sett þar
upp bækistöðvar sem þörfin var
mest.
Heilræði fré
Ottawa
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að nautakjöt er nú orð-
ið svo dýrt, að einungis hátekju-
menn geta lagt sér það til
munns; málsvarar landbúnaðar-
ráðuneytisins í Ottawa kváðust
hafa átt þess von, að um þetta
leyti árs myndi nautakjöt lækka
allverulega í verði, en nú er
komið annað hljóð í strokkinn,
eða með öðrum orðum, að ein-
hver hinna háu herra þarna aust
ur frá hafði misreiknað sig; og
nú er því kent um, að geypiverð-
ið stafi frá síaukinni eftirspurn
eftir canadísku nautakjöti í
Bandaríkjunum, og er það mjög
sennilegt að svo sé.
Og svo kemur heilræðið frá
Ottawa, sem á að koma þegn-
unum í skilning um það, að
neyta eggja í stað nautakjöts,
eða þá að sætta sig við hinar
ódýrari kjöttegundir, sem ekki
eru kaupanlegar heldur og langt
fyrir utan og ofan kaupgetu
þess fólks, sem elur aldur sinn
í borgum og bæjum.
Aukin umferðarslys
Þann 1. þ. m., var tala þeirra,
er látið höfðu lífið af völdum
umferðarslysa hér í fylkinu kom
m upp { þrettán, og er það þrem-
ur fleira en á hliðstæðu tímabili
í fyrra; það liggur því í augum
uppi, að alvarlegar ráðstafanir
þurfi að verða teknar af hálfu
þess opinbera til að ráða bót á
umferðarvandkvæðunum, því
við svo búið má ekki lengur
standa.
Hungur og
harðréffi
Herlæknir einn, L. Lavaliee
að nafni, sem búsettur er í
Churchill, skýrir frá því, að um'
500 mílur þar fyrir norðan búi
Eskimóar við hungursneyð og
séu haldnir hvers konar kvill-
um, svo sem skæðri lungnatær-
ingu og augnveiki; flaug læknir
þessi norður og kom til baka
með fimm sjúklinga til læknis-
aðgerða.
„íslendingadagur"
í Mulvey skóla
Mr. I. Gilbert Árnason, skóla-
stjóri Mulvey-barnaskólans hér
í borg, hefir tekið upp þann á-
gæta sið í skóla sínum að helga
morgunstund á árinu hverjum
þjóðernisflokki, en eins og kunn-
ugt er byggir Winnipeg fólk af
fjölda mismunandi þjóðernum.
Á fimtudaginn síðastliðna síð-
astliðna viku var íslendingadag-
ur skólans haldinn. Börnin —
um 600 að tölu, kennarar og gest
ir söfnuðust saman í samkomu-
sal skólans. Dagurinn hófst með
guðræknisathöfn .Að henni lok-
inni lék skólahljómsveitin,
Fósturlandsins Freyja. Skóla-
stjóri ávarpaði samkomuna; því
næst flutti Grettir L. Jóhanns-
son, ræðismaður, erindi um Is-
land. Séra Philip M. Pétursson,
skólaráðsmaður, flutti kveðju
fyrir hönd skólaráðs Winnipeg-
borgar. Mrs. Elma Gíslason söng
íslenzka þjóðsönginn, en Mr. C.
W. Johnson annaðist undirspil.
Að lokinni skemtiskrá var
framreitt kaffi fyrir gesti og
kennarana.
Þessi góði siður, sem Mr.
Árnason hefir innleitt í skóla
sínum, er vel til þess fallinn að
auka þekkingu og skilning barn-
anna á sinni eigin fortíð og for-
tíð allra hinna og skapar þannig
virðingu hjá þeim hvert fyrir
öðru og fagurt samræmi.
Mikilvægir
samningar
undirskrifaðir
Síðastliðinn mánudag gerðust
þau tíðindi í Ottawa, að sex
fylkjastjórnir af tíu, undirskrif-
uðu samninga við sambands-
stjórn varðandi lagningu bílveg-
arins Trans Canada Highway,
sem verður um 5,000 mílur á
lengd og kostar $300,000,000, að
því er sérfræðingum reiknast
til. Manitoba, Saskatchewan,
British Columbia, Ontario og
Alberta, undirskrifuðu samning-
ana möglunarlaust, en Nova
Scotia, New Brunswick og New-
foundland, vildu fá lengri um-
hugsunarfrest; vegamálaráð-
herra Quebecfylkis kvað stjórn
sína eigi við því búna að fallast
á samningana eins og sakir
stæðu með því að það yrði að
leita sér frekari upplýsinga um
það, hvort réttur fylkisins yrði
að fullu trygður.
Sambandsstjórn leggur fram
helming þess fjár, er lagning
þjóðvegarins þarfnast, en fylkin
hinn helminginn; skerfur Mani-
toba nemur 17 milljónum doll-
ara; gert er ráð fyrir að kostn-
aðurinn skiptist niður á sjö ár.
Lítilvægar
breytingar
Fjármálaráðherra Breta, Sir
Stafford Cripps, lagði fram í
þinginu fjárhagsáætlun stjórn-
arinnar fyrir 1950—1951 og
flutti við það tækifæri langa
ræðu um þjóðarbúskapinn, er
hann taldi jafnt og þétt vera að
breytast til hins betra, þó sýnt
væri að þjóðin yrði að spara og
leggja hart að sér við aukningu
framleiðslunnar; dollaraeignir
þjóðarinnar kvað Sir Stafford
hafa aukist til verulegra muna,
og mættu þær nú teljast viðun-
anlegar; hann lagði áherzlu á
það, að eins og ástatt væri,
mætti kaupgjald ekki hækka
fyrst um sinn því iðnaðarfram-
leiðsla þjóðarinnar þyldi ekki
slíkt; á skattalöggjöfinni voru
fáar breytingar fyrirhugaðar að
öðru leyti en því, að tekjuskatt-
ur lækkaði vitund á hinum allra
lægst launuðu skattþegnum.
Margir höfðu vonast eftir að
skattur á öli yrði lækkaður að
verulegum mun/ en þeim varð
ekki kápan úr því klæðinu; á
hinn bóginn lýsti Sir Stafford
yfir því, að áfengara öl yrði nú
þegar framleitt en við hefði geng
ist á síðustu árum.
Þá lýsti og Sir Stafford yfir
því, að úthlutun á benzíni til
skemtiferða yrði nokkuð ríflegri
en áður var, en þá fylgdi sá
böggull skammrifi, að mótor-
olía hækkaði í verði um tíu cents
á gallónu.
Ljóðkveðja
Herra ritstjóri Einar P. Jónsson:
Ef þú værir nú svo ríkur, að
eiga svo sem lófastóran blett ó-
prentaðan í blaiðnu þínu Lög-
bergi, þá bið ég þig svo vel að
gera að lána mér blettinn fyrir
fótstall undir nöfn þeirra nátt-
úruhjúanna, Þorra, Góu og
Vetrar, sem nú sýnast hafa lagt
niður völd og horfið út úr sjón-
deildarhringnum.
Kveðja, hagkveðlingsháttur
Þorri og góa flæmdust fjær,
fóru í sjóinn engum kær.
Vorið hló, það völdin fær,
veturinn dó og hvarf í gær.
Frumhenda
Vors á stóli fagurflos
framtíð megi gista.
Blessuð sólin sendir bros
sumardegi fyrsta.
Finnbogi Hjálmarsson
Úr borg og bygð
Lutheran Church Appeals For
Used Clothing
To date Lutherans in Canada,
through Canadian Lutheran
World Relief, have shipped 320,
000 lbs. of used clothing, shoes,
blankets and layettes for over-
seas relief. But the need for used
clothing is still the greatest
physical need of all. With house-
cleaning time at hand, put that
old, unwanted clothing to good
use by making it available for
the needy in Europe! Send clot-
hing, freight prepaid, to:
Canadian Lutheran World
Relief,
20 Derby Street,
Winnipeg, Manitoba.
Clifton L. Monk,
Executive Secretary
☆
Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá
Riverton hefir dvalið í borginni
undanfarna daga hjá syni sínum
og tengdadóttur.
Sumardags fyrsta samkoman
í Fyrstu lútersku kirkjunni á
fimtudagskvöldið var, var vel
sæmilega sótt, og skemtileg, og
á það ekki aðeins við skemti-
skrána, heldur líka við sam-
komugestina. Það var sumar-
blær og bragur á þeim öllum —
Sumarylur í orðum þeirra,, sum
arhreimur í söng þeirra og sum-
arhlýja í handtaki þeirra.
Það var líka sumarbragur og
blær yfir skemtiskránni. Mað-
ur fann hann leika um sig þegar
að frú Unnur Simmons söng svo
prýðilega „Úm sumardag er sól-
in skín“, og „Á vængjum vildi
ég berast“. Maður heyrði hann
þjóta 1 vel samda og vel flutta
erindi frú Laugu Jóhannesson,
um dvöl sína á íslandi og komu
sína og veru, á æskustöðvum
föðursins í hinni fögru Mývatns-
sveit, í lúðurhljómi Brósa Bar-
dal, en þó ekki sízt í píanóspili
Körlu Bardal, átta ára gamallar
stúlku, dóttur Karls Bardals og
Evelene konu hans. Það var
músik í hverju hennar hand-
taki. Hreyfimyndirnar sem sýnd
ar voru, þóttu allar góðar, eink-
um sú af „Jasper Park“. Um veit
ingarnar, sem fram voru bornar
eftir að skemtiskránni var lokið,
þarf ekki að fjölyrða, því risna
kvenfélagskvennanna í söfnuð-
inum er fyrir löngu þjóðkunn.
Og ekki heldur um það, með hve
mikilli rögg séra Valdimar J.
Eylands stjórnaði samkomunni.
J. J. B.
☆
— TILKYNNING —
Hið tuttugasta og sjötta árs-
þing Bandalags Lúterskra
Kvenna verður haldið að Lund-
ar, Manitoba, dagana 2., 3. og 4.
júní 1950. Þetta tilkynnist hér
með félögum og einstaklingum
tilheyrandi Bandalaginu.
Virðingarfylst,
Fjóla Gray, forseti
Breytt yiðhorf
í fyrri viku var sagt frá því í
Lögbergi, að amerísk flugvél á
leið frá Wiesbaden á Þýzka-
landi til Kaupmannahafnar
væri ókomin fram og hefði
sennilega farist með tíu manna
áhöfn; rússnesk stjórnarvöld
héldu því fram, að flugvélin
hefði verið vopnuð og flogið í
leyfisleysi yfir Latviu, sem er
eitt af leppríkjum Rússa; þessu
neituðu Bandaríkin sem hel-
berri staðleysu; þrátt fyrir langa
og ítrekaða leit, hefir ekkert til
flugvélarinnar spurst; en nú
tjást amerísk stjórnarvöld hafa
komist að þeirri niðurstöðu, að
Rússar hafi skotið vélina niður
og krefjast þess að þeir biðji
formlega afsökunar og greiði
fullar mannabætur í viðbót;
mælt er að Rússum þyki slíkir
kostir ekki sem allra aðgengi-
legastir.
TILKYNNING
Nefndin sem stendur fyrir
landnámshátíðarhöldum þeim,
sem væntanlega fara fram að
Gimli, 6—7 ágúst n.k., hefir hug
á því að sýna sérstakan sóma,
öllum hinum upprunalegu ís-
lenzku landnemum, sem enn
kunna að vera á lífi í Manitoba,
og öðrum sem fluttust til Mani-
toba fylkis, eða fæddust þar á
árunum 1875—80.
Neíndin mælist vinsamlegast
til þess að þeir sem hér kunna
að eiga hlut að máli, gefi sig
fram við einhvern eftirgreindra
manna sem allra fyrst.
Davíð Björnsson, Winnipeg,
Man. — Snæbjörn Johnson,
Arborg, Man. — Wm. Arna-
son, Gimli, Man.
RóÖrar fara að hefjast,
þó að óvissa ríki um
framtíðargrundvöll
bátaútvegsins.
I' ÖLLUM VERSTÖÐUM við
Faxaflóa hefir að undan-
förnu verið unnið að undirbún-
ingi vertíðarinnar, þó að enn sé
cvissa um starfsgrundvöll báta-
vegsins. Sjómenn una illa bráða
birgðaráðstöfunum og óska eftir
raunhæfum starfsgrundvelli, svo
að eðlilegt horf komizt á útvegs-
málin í landinu. Margir bátar
munu þó hefja veiðar strax og
kostur er, í von um að fljótlega
verði gerðar ráðstafanir, sem að
haldi megi koma.
Er ráðgert að gera ekki færri
báta út frá Faxaflóaverstöðvun-
um í vetur en í fyrra, og má gera
ráð fyrir að komizt bátarnir af
stað, verði útgerðin svipuð og
í fyrra.
Frá Akranesi munu 18 bátar
stunda línuveiðar. Eru margir
þeirra tilbúnir til að hefja veið-
ar. Eru það jafnmargir bátar og
þaðan voru gerðir út í fyrra.
Frá Reykjavík er óvíst hvað
margir bátar verða gerðir út á
vetrarvertíð. Líklega verða þeir
um 15 eða svipað og í fyrra.
Frá Hafnarfirði verða gerðir
út um 20 bátar. Eru margir
þeirra tilbúnir til að hefja veiðar
strax og gefur.
Frá Keflavík verður svipuð út-
gerð og í fyrra eða um 20 bátar.
Nokkrir aðkomubátar verða
gerðir út í vetur en í fyrra. Vítað
er þó um 14 báta, sem þaðan
verða gerðir út. Horfur eru því
á, að alls verði gerðir út um 90
bátar á vetrarvertíð frá Faxa-
flóaverstöðvum. Tíminn 15. jan.
Kemur á vettvang
Að fyrirmælum fylkisstjórnar
innar hefir lögreglan komið á
vettvang í Slocandalnum skamt
frá Nelson í British Columbia
vegna óspekta, sem þar hafa
verið hafðar í frammi af æstum
og æðisgengnum Doukhobors,
sem borið hafa eld að heimilum
ættbræðra sinna, er búa vilja
að sínu í friði, eins og aðrir sið-
aðir menn; þessi vinstri fylking
áminsts þjóðflokks nefnir sig
Sons of Freedom og þykir mikið
í það varið, að spígspora um með
svo sem enga spjör utan á sér.
Alvarlegt
hafnarverkfall
Fregnir frá Lodon í lok fyrri
viku herma, að 7 þúsund manna
hafnarverkfall standi þar enn
yfir og sé nú þannig komið, að
skip hlaðin lífsnauðsynjum, fái
ekki afgreiðslu; verkfallsmenn
krefjast styttri vinnutíma og
hækkaðs kaups; verkamálaráð-
herrann, George Tsaas, telur
kommúnista vera valda að verk-
fallinu og kveðst eigi sjá fram
á annað en kveðja verði herlið
á vettvang til þess að skakka
leikinn.
Krefst járnbrautar-
lagningar
Senator Warren Magnússon
frá Seattle, hefir skorað á þjóð-
þing Bandaríkjanna, að flýtá
fyrir lagningu járnbrautar um
British Columbia fylki til Al-
aska; telur hann að slíkt myndi
styrkja að mun varnaraðstöðu
Bandaríkjanna ef á þjóðina yrði
ráðist; taldi hann hervarnir í
Alaska næsta ófullnægjandi eins
og sakir stæðu, og varasamt að
draga nokkuð á langinn því við-
víkjandi.
Séra Halldór E. Johnson
Druknar af vélbátnum Helga vi8 Vestmannaeyjar
Asamt 9 manna áhöfn þann 8. janúar 1950.
Þú fluttir heim að forsjá móður-jarðar
Og farar-gleðin bjó í þinni sál:
í breiðum fjalla-faðmi Skagafjarðar
Þú flytja vildir hagnýt lífnáms-mál!
Þú fluttir kveðjur fyrir okkur héðan
Við flytjum þökk um minninganna heim —
Og viðurkenning:—„Vertu sæll á meðan“—
Það vilja margir, líka flytja heim!
Við hörmum að þú hlaust svo brátt að falla
Á hólmi þar sem engin lífsbjörg var!
Við eygjum þarna, óafmáða galla: —
Sem íslendinginn þrátt til heljar bar!
Hvað stoðar þjóð að stýra nýju skipi—
Ef stefnu þess er beint á heljar-sker?
Hún breytir mönnum brátt í dauðra svipi
Sem byggja fyrir lífstarf þeirra hér!
Hvað veldur því að vilji manns er blekking
Sem virðir hann að lokum eins og fis?
Við eigum trú:— Hún á að verða þekking
Sem afmáð getur svona dauðleg slys!
Að vísu hafa menn „ei afl við Ægir“—
Mun auðna þeirra sitja hér um lag:
Því hennar máttur hæstu „sjóa lœgir“
Og hann mun skapa bjartan friðar dag!
„Farðu nú sœll“, ég fylgi þér ei lengra!
Þú flytur kveðjur hinumegin samt?
Eg veit að aldrei verður um þig þrengra:
En var á stundum hér, og loftið rammt. —
Þú vildir lifa, helst í himnaríki —
Og hafa bæði sól, og mána-ljós!
Með æða-blóð — og yl í þínu líki—
Með afl í taug, og skyn sem bæri hrós!
Við þekkjum báðir þarna Helga kenning?
Hún þrengir sér í gegnum merg og blóð
Vill skapa samtíð eina alheims-menning
Og íslendinga fyrstu lífnáms-þjóð!
Við sjáum hér er afl-taug um að ræða,
Sem á að verða mannkyninu brú:
1 lífsnáms-för til þeirra háu hœða
Sem hér á jörðu birtast oss í trú!
JAKOB J. NORMAN
Helga kenning: ÞaS er kenning dr. Helga Pjeturss.