Lögberg - 27.04.1950, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. APRÍL, 1950.
Högberg
GeíiC út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "LögberR” is printed and published by The Columbia Presg Ltd.
69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa
Sumri fagnað
í þjóðháttum og lífi íslendinga á Fróni, hefir sumar-
dagurinn fyrsti jafnan talist til hátíðisdaga, og ber tíl
þess fleira en eitt; langur og strangur vetur hafði tíðum
beitt þjóðina uggvænlegum glímutökum jafnvel frá hin-
um fyrstu haustnóttum, þótt stundum væru á þessu
nokkrar undantekningar og vetrarríki eigi ávalt jafn
mikið; í austfirzkum innheiða og öræfabygðum, var
það í rauninni ekki teljandi fyrirbrigði, þó hinir fyrstu
frjóangar gægðust ekki upp úr moldinni fyr en liðið var
fram að Jónsmessu, eða jafnvel þar fram yfir, og var
þá sumardagurinn fyrsti vitaskuld fyrir löngu um garð
genginn; en hvernig svo sem viðraði á sumardaginn
fyrsta, þó grenjandi hríðarbylur spenti landið greipum,
var komið „sumar innra fyrir andann“, sumargjafir
gefnar og skiptst á óskum um gleðilegt sumar; þetta var
fagur siður, sem enn er við líði á íslandi, og hann er
heldur ekki aldauða hér, eins og ráða má af samkomum
þeim, sem haldnar eru árlega í tilefni af hinum fyrsta
sumardegi í íslenzku kirkjunum hér í borg og sennilega
víðar út um hinar íslenzku nýbygðir í þessari álfu.
Við sumardaginn fyrsta var jafnan tengdur sægur
mikill hinna fegurstu gróðrarvona, og víst var um það,
að slíkar vonir létu sér aldrei til skammar verða, jafn-
vel þótt uppfylling þeirra drægist tíðum nokkuð á lang-
inn, því þær áttu rætur í þeirri gróðrarvissu, sem er
eilífs eðlis og aldrei bregst.
Sumargjafir þær, sem gefnar voru, yrðu naumast
taldar verðmiklar á nútíma vísu; en þær voru gefnar
í þeim anda, sem gjafir eiga að vera gefnar, og þess-
vegna vöktu þær fögnuð og ógleymanlega þakkarkend.
Breitt er það djúp, sem aðskilur hélusálir vetrarríkis
og vonleysis frá sálum hinna, sem ganga fagnandi
sumrinu og gróðrareðlinu á hönd.
Þó enn andi svalt um bygðir þessa gróðursæla, vest-
ræna lands, verður þess nú eigi langt að bíða unz „sól-
bjarmans fang vefst um alt og alla“.
Gleðilegt sumar, hérna er hendin!
Þingslit
Síðastliðinn laugardag var fylkisþinginu í Manitoba
slitið, en það hafði setið á rökstólum síðan þann 14.
febrúar síðastliðinn, tekið mörg mál til meðferðar mis-
munandi að mikilvægi, og afgreitt að lokum um hundr-
að löggjafarnýmæli ásamt breytingum á eldri löggjöf;
störf þingsins gengu víst það, sem kallað er upp og
ofan; risaátaka varð naumast vart, enda fátt um veru-
lega stjórnmálaskörunga á þingi, þó margt sé þar góðra
meðalmanna; stjórnin nýtur um of einhliða þingstyrks,
en stjórnarandstaðan á hinn bóginn sjálfri sér sundur-
þykk og lítt máttug til framtaks; slíkt viðhorf er engan
veginn eins og það ætti að vera, og miðar síður en svo
til heillavænlegrar demókratískrar þróunar; vera má
að úr þessu ráðist að einhverju um það, er þing kemur
saman á ný.
Að þessu sinni afgreiddi þingið þau umfangsmestu
fjárlög, sem dæmi eru til um í þingsögu fylkisins, en
áætlað er, að útgjöldin á næsta fjárhagsári nemi frek-
lega þrjátíu og níu miljónum dollara, en þrátt fyrir það
má vænta nokkurs tekjuafgangs.
Fjárhagur fylkisins stendur á það traustum grunni,
að fylkið er þess fyllilega umkomið, að verja miklu fé
til þarfra fyrirtækja, svo sem bílvega, raflagna, og
hækkaðra útgjalda til heilbrigðis og mentamála; alt
þetta er gott og blessað og getur ekki undir neinum
kringumstæðum valdið ágreiningi.
Hækkun þingfararkaups og ráðherralauna, er í
sjálfu sér ekkert stóratriði, þó naumast geti hjá því
farið, að slíkt komi fjölda kjósenda hálfkynlega fyrir
sjónir meðan dýrtíðin hækkar von úr viti og ellistyrkur-
inn hjakkar í sama farinu.
Góð uppóstunga
ísraelsmenn koma
á eigin skipi
til íslands
HÉR í HÖFNINNI liggur flutn-
ingaskipið „Merkur“. Er það
eign 11 ungra Gyðinga, sem
tóku þátt í styrjöldinni í Gyð-
ingalandi, en keyptu skip þetta
í Danmörku og stofnuðu um það
samvinnufélag. Skipið keyptu
þeir fyrir peninga þá, sem þeim
voru greiddir er þeir gengu úr
herþjónustu og hugsa þeir sér
að gera skipið út til siglinga í
Miðjarðarhafi í framtíðinni.
Taka fisk á lslandi.
„Merkur“ er 1050 smálestir og
er það hingað komið til að taka
saltfisk og flytja til ítalíu, en
síðan fer skipið til Palestínu, þar
sem því verður gefið nýtt nafn.
I'engu hinir ungu Gyðingar lán-
að flagg hjá ræðismanni ísraels
í Kaupmannahöfn til að nota í
þessari ferð.
Norsk og dönsk áhöfn.
Skipstjórinn á „Merkur“ er
norskur, Alf Bergesen, stýri-
menn danskir, en eigendurnir
vinna sjálfir um borð við ýms
störf.
Talsmaður skipaeigendanna er
Kongreiki, ungur Gyðingur.
Segir hann að ísraelsmenn séu
ijú sem óðast að koma sér upp
kaupskipaflota.
Með skipinu er danskur og
amersíkur blaðamaður, Jörgen
Símonsen, sem ætlar að skrifa
fyrir dönsk blöð um ferðalagið
og Palestínu og Mr. Harris frá
Boston í Bandaríkjunum, sem
ritar fyrir blöð þar. Mr. Harris
er sá eini, sem komið hefir áður
til íslands. Hann var hér kap-
einn í her Bandaríkjanna á stríðs
árunum. —Mhl. 24. jan.
FJAÐRAFOK
Helgi Sigurðsson
(síðar prestur á Melum og
stofnanir Þjóðminjasafnsins) og
Þorsteinn málari voru þá í Höfn
(þ. e. fyrir 100 árum) og bjuggu
saman í útbyggingu við Krist-
jánsborgar-slot; voru þau her-
bergi ljót og leiðinleg og enginn
gluggi á svefnherberginu; ég
veit ekki hver leigði þeim eða
hvernig þeir fengu að vera þar.
Helgi hafði stundað læknisfræði
og samið verðlaunarit, sem raun-
ar ekki fekk sjálf verðlaunin, en
Helga hafði verið lofað styrk
sem viðurkenningu; en um þann
síyrk var hann svikinn, svo mik-
il kergja kom í hann, en hann
var þrályndur og sérvitur. Síðan
lagði hann sig eftir málaralist, en
var orðinn of gamall og stirður,
svo alt, sem hann málaði, varð
mjög stirt og mönnum varla líkt,
eins og sjá má dæmi til af mynd-
inni af Hannesi biskupi, framan
við 9. ár Félagsritanna (ég held
hann hafi og málað undir stein-
prentun myndina af Jóni Vídalín
7. ár; hún er einnig mjög stirð).
Seinna tók Helgi fyrir að dag-
uerotypera (Fotografía var þá
ekki fundin) í garði nokkrum
í Stóru-Kóngsinsgötu; þangað
fóru einu sinni nokkrir íslend-
ingar í hóp og létu hann mynda
sig, þar á meðal var Konráð
(Gíslasön). Hann lagði epla-
skurn yfir annað augað í sér, en
Helgi sá það ekki og skildi ekk-
ert í því er myndin kom þannig
afskræmd (Ben. Gröndal).
☆
Vikublaðið Saturday Night, sem gefið" er út í To-
ronto, og Mr. Sandwell er ritstjóri að, stingur nýlega
upp á þeirri nýbreytni, að Miss Agnes Macphail hljóti
sæti í efri málstofu þjóðþingsins í Ottawa, og munu
margir líta þannig á, að með því yrði stigið spor í rétta
átt; vera má þó, að einhverjum þeim, sem alveg eru
einsýnir í pólitík, finnist sem svo, að hér sé til ofmikils
mælst, þar sem vitað er að Miss Macphail hefir alla
jafna fylgt C. C. F.-flokknum að málum, átt sæti á
sambandsþingi fyrir hans hönd, en nú síðast á fylkis-
þinginu í Ontario, og getið sér í báðum tilfellum hinn
ágætasta orstír vegna hreinskilni sinnar og einurðar.
EJins og nú horfir við, er efri málstofan langt of ein-
hliða, og verður án efa áður en mörg ár líða, skipuð ein-
ungis Liberölum, er þótzt hafa átt tilkall til trúrra þjóna
verðlauna, nema aðrar ráðstafanir verði teknar von
bráðar.
Það yrði efri málstofunni gróði að Miss Macphail
fengi þar sæti.
Marglæti að steikja fisk.
Eggert Hannesson lögmaður á
Bæ á Rauðasandi tók oft vetur-
setumenn, eins og aðrir stór-
bændur. Eitthvert haust kom til
hans útlendur maður, Jón
Nesten að nafni. Hafði hann ver-
ið „fálkafangari“ undanfarin
sumur og bað nú Eggert að taka
við sér sem vetursetumanni.
Varð það úr að Jón fór til Egg-
erts. Latur þótti hann til vinnu,
en heimtaði þó óspart að vel
væri við sig gert og var matvand
ur mjög. Eggert krafðist þess að
hann tæki sér eitthvað fyrir
hendur, og skipaði honum að róa
með vinnumönnum sínum um
haustið. Jón fór í róður, en nauð-
QUEEN MARY AT MARLBOROUGH HOUSE
This informal picture of Her Majesty Queen Mary
engaged on tapestry work in the gardens of Marl-
borough House, has just recently been released.
Rúmlega tvö hundruð menn
eru nú atvinnulausir hér í bæ
ugur þó. Er þess ekki getið að
vinnumönnum hafi orðið mikill
stuðningur að liðsemd hans. Þeg-
ar úr róðri kom tók hann upp
á því að steikja fiskinn og
krydda á ýmsan veg, en það
þótti hin mesta nýlunda, og
gerðu menn óspart gabb að, ekki
síst Eggert. öðru sinni var það
að Eggert mætti Jóni með tvo
fiska. Sagði hann þá í háði:
„Sjóddu annan og steiktu hinn!“
(Frá ystu nesjum).
☆
Þuríður formaður
kom mjög oft að Litla-Hrauni
á heimili Þórðar sýslumanns
Guðmundssonar. Henni þótti
kaffi mjög gott og mæltist stund-
um til þess að fá kaffisopa. Gerði
hún það jafnan með þessum orð-
um: „Heitt, fljótt, sterkt, lítið“
(ísl. sagnaþættir).
☆
Þilskip í Hafnarfirði
1 eftirfarandi kvæði eru talin
þau þilskip, er gengu úr Hafnar-
firði árið 1884:
Úr Hafnarfirði þilskip þá
þjóta um karfagrund óslétta,
firðar oft skoða flotann netta;
yndi makalaust er að sjá.
Á borðum freyðir bólgin alda,
byrstur Hræsvelgur þenur falda;
en samt ei hræðast höldar hót,
hugdjarfir Ægi stríða mót,
,örninn‘ þá meður mannval best
mjallhvítar leysir sigluvoðir,
fleiri því dæmi fylgja gnoðir,
,Hafliði‘ brátt og ,Hannes‘ sést,
Jíebrides‘, ,Alpha‘, ,Einnig‘,
,Geysir‘,
,Auður‘, ,Sveinn‘, ,Lilja‘, ,Roker‘
þeysir
og ,Otto‘ bláum ýsumel.
öll skipin fiska mætavel.
(Saga Hafnarfjarðar).
f ☆
Ferming í Reykjavík 1810.
Sir G. W. Mackenzie, sem ferð-
aðist hér 1810, var við fermingu
í dómkirkjunni og lýsir henni.
Segir hann að stólræðan hafi ver
ið flutt með mikilli áherslu og
látbragði. Sönginn, eða réttara
‘sagt öskrið, hefði annast 10—12
menn, sem stóðu hjá altarinu.
Allir kirkjugestir hafi verið bún-
ir í sitt besta skart og hafi konur
setið öðrum megin í kirkjunni,
en karlmenn hinum megin. Eng-
ir Danir hafi verið viðstaddir,
því að það sé ekki vani þeirra að
vera við íslenzkar guðsþjónust-
ur. Biskupinn (Geir Vídalín)
hafi komið í kirkjuna rétt áður
en athöfnin hófst,, og sest við
altarið, en hann hafi ekki gert
annað en taka í nefið og tyggja
tóbak.
☆
Skólavörðustígur.
Á almennum borgarafundi í
Reykjavík 23. sept. 1835 var
Skólavörðustígurinn tekinn í
vegatölu bæarins og um leið á-
kveðið, að hann skyldi vera til
skemtigöngu fyrir bæarbúa, og
þess vegna var bannað að fara
með hesta um hann. Óvíst er að
því banni hafi nokkru sinni ver-
ið af létt formlega. —Lesb. Mbl.
Á sama tíma í fyrra 135
D áðningaskrif stof a Rey kj avík-
**' urbæjar, skýrði Mbl. frá því
í gær, að við atvinnuleysisskrán-
inguna, er fram fór dagana 1.—
3. febrúar síðastl., hafi alls 210
karlar látið skrá sig, en engin
kona. Af mönnum þessum höfðu
111 fyrir heimili að sjá. Af heim-
ilunum er 31 barnlaust, en hin
80 hafa á sínu framfæri alls nál.
170 börn. Af hinum atvinnulausu
mönnum, eru 80 fæddir hér í
Reykjavík, en 141 hafa fluttist
hingað.
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir sundurliðun umsóknanna,
er Ráðningaskrifstofan gerði, í
sambandi við atvinnuleysisskrán
inguna:
Verkamenn
Skráðir voru alls 135 verka-
menn, 87 þeirra einhleypir
menn, en 48 kvæntir. — Af þeim
höfðu 18 engin börn á framfæri
sínu, 10 voru með eitt barn hver,
tveir þeirra með tvö börn, fimm
með þrjú börn, þrír með fjögur
börn og tveir þeirra með fimm
börn. Verður barnafjöldinn því
alls 51.
Af þessum 135 verkamönnum
eru 99 á aldrinum 21 til 50 ára.
Sex þeirra eru 67 ára og þaðan af
eldri.
V örubilstjórar
Skráðir voru 63 vörubílstjórar,
þar af er 51 kvæntur og 12 ein-
hleypir. Af hinum kvæntu mönn
um eru níu þeirra, sem barn-
lausir eru, 14 með hver sitt barn-
ið á framfæri sínu, átta með tvö
barn, 13 með þrjú börn fjórir
með fjögur börn, tveir með fimm
börn og einn með sex börn á
framfæri. — Alls eru börn vöru-
bílstjóranna 101 talsins. Lang-
samlega flestir vörubílstjóranna
eru á aldrinum 31 til fimmtugs,
eða 35.
Sjómenn
15 sjómenn létu skrá sig og eru
átta þeirra kvæntir, er einn
þeirra barnlaus, en hinir sjö með
15 börn alls á framfæri sínu. Er
einn þeirra með fimm börn, fjór-
ir með tvö börn og tv<?ir með sitt
barnið hvor. — Tíu sjomannanna
eru á aldrinum 16 til 30 ára.
Verslunarmenn o. fl.
Þrír verslunarmenn létu skrá
sig og er einn þeirra kvæntur,
en barnlaus. — Hinir tveir
eru einhleypir menn. Einn múr-
ari er atvinnulaus, kvæntur með
tvö börn á framfæri sínu, sömu-
leiðis skósmiður og verkstjóri,
sem báðir eru kvæntir, en barn-
lausir og loks er einn trésmiður
atvinnulaus og er hann einheyp-
ur.
Innanbæjarmenn og utan.
Eins og sagt var í upphafi, eru
80 hinna atvinnulausu manna
fæddir hér í Reykjavík, en 141
hefir fluttist til bæjarins. Af
þeim voru 83 komnir hingað
fyrir árið 1939. Þrjátíu og þrír
þeirra flytjast hingað á árunum
1939 til ’45 og síðan 1946 til síð-
ustu áramóta 25 menn.
í fyrra
Við atvinnulaysisskráninguna
í febrúar 1948 voru alls skráðir
135 menn, þar af voru 104 verka
menn, átta sjómenn, 15 bílstjór-
ar sjö iðnaðarmenn og einn garð
yrkjumaður.—Af þessum mönn-
um voru 36 fæddir hér í bænum,
en 99 aðfluttir. — Af þessum
mönnum voru 65, eða tæpur
helmingur einhleypir menn.
—Mbl. 7. marz
Stórkostleg sýning
í London 1951
BRETAR hafa ákveðið að efna
til mikillar sýningar árið 1951
og verður hún haldin í London.
Kefir þingið þegar samþykkt
mikla fjárveitingu til hennar,
svo mikla, að talið er eins dæmi,
að ríki leggi fram svo mikið fé í
slíku skyni. Sýningin verður
bæði almenn vöru- og framleið-
slusýning og menningarlegs eðl-
is. Verður þar lögð höfuðáherzla
á að kynna brezka list. Sýningin
á að standa frá því í maí til sept-
emberloka. Verður henni komið
fyrir á auðum svæðum fram með
Thems-fljóti, en slíkar eyður
um við sprengjuárásir Þjóðver-
mynduðust margar á stríðsárun-
ja, og hefir ekki verið byggt í
þær enn. Mörgum öðrum þjóð-
um verður boðið að taka þátt í
sýningunni og verður þetta því
alþjóðleg sýning að ýmsu leyti.
Atvinnuleysis trygginga-
bækur þarf að endurnýja
VINNUVEITENDUR! — Gerið svo vel og
sendið allar atvinnuleysis tryggingabækur fyrir
1949—50 eða frá fyrri árum nú þegar til Nation-
al Employment skrifstofu, er þér skiptið við
nema slíkt hafi verið gert áður. Gömlum bók-
um þarf að skipta fyrir nýjar.
Áður en þér sendið oss Iryggingabækur fyrir
1949—50, skuluð þér veita aihygli dagsetningu
merkjanna til að fyrirbyggja tvítekningu í nýju
bókunum.
Endurnýjun bóka er mikilvæg fyrir yður,
vinnuveitendur og umboðsnefndina. — Gangið
greitt að þessu.
Til trygðra verkamanna! Hafið þér tryggingabók í v
fórum yðar? Sé svo, þá. sendið hana til næstu National
Employment skrifstofu til skjðtrar endurnýunar. Er þér
sendið bðk þá takið fram heimilisfang yðar, svo senda
megi greiðlega nýju bðkina.
UNEMPLOYMENT INSURANCE
COMMISSION
C. A. L. MTURCHISON J.G. BISSON R. J. TALLON
Commissioner Chief Commissioner Commissioner
U.I.C.