Lögberg - 27.04.1950, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. APRÍL, 1950.
5
II UGAMAI.
■ \INN\
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
INNRÆTTU BARNINU KURTEISI
Á FYRSTU ÁRUM ÞESS
Eftir ANGELO PATRI
Fjölskyldan hafði safnast sam-
an í setustofunni að máltíðinni
lokinni, og var að skrafa um á-
standið í landinu. Afi byrjaði
að útskýra sína skoðun á sam-
komulaginu milli þessa lands og
Rússlands.
„O, þetta er nóg, afi. Þú veizt
ekki hvað þú ert að tala um, þú
ert út á þekju!“
„Nú, bíddu augnablik, piltur
minn —“ byrjaði afi, en hinn
ungi piltur beið ekki. Hann greip
fram í fyrir afa og hélt áfram í
háværum róm að prédika fyrir
eldra fólkinu, um lífið í landinu,
pólitík og sögu. Kennslustundin
varð ekki löng því faðir hans
varð fjúkandi reiður, rak hann
út og hótaði honum að lemja
hann, ef hann sýndi svona rudda
mensku aftur.
„Það er naumast að þú hefir
alið son þinn vel upp!“ sagði
hann við móðurina.
„Mundu eftir því“, sagði afi,
„að hann hefir verið eins lengi
sonur þinn eins og móður sinn-
ar. Þú verður að gera eitthvað".
En það er fremur seint að
byrja að kenna barninu góða
siði, kurteisi við þá eldri og virð-
ingu fyrir skoðunum annara,
þegar það er komið á þann ald-
ur að mynda sér eigin skoðan-
ir. Það er fremur seint að byrja
að kenna börnum að búa með
eldra fólki, þegar þau eru komin
á unglingsár.
Barninu ætti að vera innrættir
frá fyrstu árum þess, góðir siðir,
virðing fyrir öðru fólki og kur-
teisi við gamalt fólk, ekki sér-
staklega munnlega eða með skip-
unum heldur með góðu eftir-
dæmi. Ef barnið heyrir talað ó-
virðulega um eldra fólkið og sér
að komið er fram við það með
ónærgætni og jafnvel ókurteisi,
þá breytir það sjálft á sama
hátt.
Þegar unglingar, piltar og
stúlkur, eru ókurteis og ónær-
gætin við foreldra sína og vini
þeirra, þá er lítið hægt að gera
til að bæta þau, nema að láta í
ljósi vanþóknun sína á fram-
ferði þeirra. Kennslan, sem á-
hrif hefði haft, hefði átt að vera
veitt þeim fyrir löngu síðan.
Þessi kennsla er mjög þýðing-
armikil, því ókurteisi og hávært
sjálfsálit, mun áreiðanlega koma
þeim mjög illa á lífsleiðinni. —
Prúð framkoma lýkur upp mörg
um leiðum en ruddamenska lok-
ar öllum leiðum.
C.-fjörefnið
Flestir hafa lesið frásagnir
um, hve hætt fólki var við því,
að veikjast af skyrbjúg, þegar
það var á hinum löngu ferða-
lögum yfir höfin fyrr á tímum.
Orsakaðist það af því að ekkert
uýmeti né grænmeti var til
neyzlu á skipinu, sérstaklega
yar það skorturinn á C-fjörefni
1 fæðunni sem orsakaði veikina.
Fólk fær sjaldan skyrbjúg nú
á dögum, en það getur fengið að-
kenningu af óeðlilegri þreytu
ef ekki er nægilegt C-fjörefni í
hinni daglegu fæðu.
Þetta fjörefni er aðallega að
finna í nýjum ávöxtum og garð-
meti; einkanlega í oranges
lemons, grapefruit og tomató-
safa. Heillaráð er að neyta ein-
hverra þessara ávaxta eða
drekka safa þeirra með morgun-
verðinum; það tryggir líkaman-
um nægilegt C-fjörefni.
Þrjár únzur af orange-safa
daglega nægir til þess að varna
skyrbjúg, en betra er, heilsunn-
ar vegna, að hafa skamtinn
stærri, bæta í hann safa af lem-
on og ofurlitlu af lemon-hýðinu.
í hýðinu er meira fjörefni en
í safanum. C-fjörefnið er einnig
í 'strawberjum og raspberjum,
bananas og kartöflum, en ef
kartöflurnar eru steiktar eða af-
hýddar, áður en þær eru soðnar,
tapa þær miklu af þessu dýr-
mæta fjörefni.
Kál er ríkt af C-fjörefni en
það tapast að mestu í suðunni,
þess vegna er salad úr hráu káli
hollara en soðið kál.
C-fjörefnið er og holt fyrir
blóðkerfið og eykur á fegurð
húðarinnar, það er þess vegna ó-
maksins vert, að sjá fjölskyld-
unni jafnan fyrir nægileg C-fjör-
efni í hinni daglegu fæðu.
Móðir, kona. meyja
í mörgum blöðum á íslandi
birtast kvennadálkar vikulega;
kvennadálkar Dags á Akureyri
eru sérstaklega fróðlegir og
skemtilegir. Ritstjóri þeirra er
ungfrú Anna Snorradóttir Sig-
fússonar skólastjóra. Hún nefnir
dálkana: „Móðir, kona, meyja"
Hafa stundum verið endurprent-
aðar úr þeim smágreinar í
kvennadálkum Lögbergs. Hér
eru þrjár:
Geíur laukur læknað kvef?
Það er mikið talað um lauk
sem lyf við öllu mögulegu. Þetta
á þó aðallega við um kvef, og
hefir laukurinn reynzt mörgum
hið ágætasta læknislyf við þess-
um leiðinlega kvilla.
Kvöld eitt, ekki alls fyrir
löngu, fann ég glöggt, að ég var
að byrja að fá kvef. Það sama
kvöld hitti ég kunningjakonu
mína, sem er mjög trúuð á lauk-
inn, og er hún heyrði í mér hóst-
ann og ræmuna, hvatti hún mig
eindregið til að borða hráan
lauk, áður en ég legðist til hvílu
um kvöldið. Sagði hún mér frá
reynslu sinni og ýmsar sögur í
því sambandi. Ég ákvað þegar
að reyna lyfið. Er heim kom
sótti ég mér stóran lauk, flysjaði
hann og borðaði hann hálfan.
Ég lét laukinn liggja nokkra
stund í munninum, eins aftar-
lega og ég gat, án þess að kyngja
honum strax. Morguninn eftir
voru engin sárindi í hálsi, engin
ræma, ekkert kvef. Nú veit ég
ekki, hvort þetta er tilviljun ein,
hvort þetta er að þakka trú
minni á lauknum, eða hvort lauk
urinn beinlínis læknaði kvefið.
Ég ráðlegg öðrum að reyna.
Skyrostur
Skyrost getur hver kona gert
heima hjá sér og er hann hið
ágætasta álegg. Skyrið þarf að
vera nokkuð gamalt, helzt
tveggja vikna. Það er hrært vel
með dálitlu af salti og rjóma.
Þá er sett saman við kúmen,
hrært vel saman og osturinn er
tilbúinn. Einnig má nota hráan
lauk, sem saxaður er smátt, í
stað kúmens, og á sumrum er
graslaukur það allra bezta. —
Þegar notað er kúmen, minnir
osturinn nokkuð á danskan
„Rygeost".
Osturinn er smurður ofan á
brauðið, og má eflaust spara
smjör undir þetta ágæta álegg.
Fyrsta saumavélin
Saumavélin var uppfundin af
Englendingi, Thomas Saint að
nafni, og var fyrsta saumavélin
gerð árið 1790. Þessi saumavél
var aðallega gerð til að sauma
leður, en hún náði engri út-
breiðslu, og uppfinningamaður-
inn hagnaðist ekkert á henni.
Um 1830 fann fátækur, franskur
skraddari upp saumavél, sem
líktist meir vélinni, eins og við
þekkjum hana í dag. Þessi vél
var nokkuð notuð í Frakklandi,
en verkamenn óttuðust að þeir
The lcelandic
Canadian Club
Concert
The icelandic CANADIAN
CLUB gave a concert in aid
of its Icelandic Chair fund, in i
the lower auditorium of the 1
First Federated Church, Monday <
evening, April 17th. The pro-
gram, which included vocal and
instrumental solos, a reading,
and ballet dancing, featured
exclusivley youthful performers.
The chairman, Mr. W. Kristjan-
son, in his introductory remarks,
stressed the importance of the
young performers identifying
themselves early with the activ-
ities of the Icelandic community.
The program was of a high
crder.
The following account of the
concert appeared in the Winni-
peg Free Press, April 18th:
ICELANDIC CONCERT
POPULAR EVENT
Youthful artists performed at
the Icelandic Canadian Club’s
concert held before an audience
of 150 at the First Federated
church, Monday night.
The evening was packed with
items of interest to the Icelandic
community and proud parents.
A father and son twosome with
piano and guitar by Neil Bardal
Jr. and Sr. was extremely popu-
lar. Dance to your Daddy, Little
Polly Flinders, Lullaby for Dolly
and Sigga litla systir min, an
Icelandic folk song sung by
Elaine and Joy Gislason, three
and six years old, were much
appreciated.
One very young vocalist,
Garry Stefanson, in dress suit,
showed a stage manner that
would be of credit to an adult
artist. He sang Praise the Lord
the Heavens Adore Him, When
Icicles Hang by the Wall, and
The Little Green Elf.
Other items were a recitation
in Icelandic by Lilja Eylands,
vocal solos by Dorothy Vernon,
Joyce Graham, Ethelwyn Vern-
on and Lorna Stefanson; piano
solos by Evelyn Thorvaldson,
Ingrid Gislason and Evelyn
Thorvaldson; tap and toe dances
by Margret Jonasson and violin
solos by Dorothy Jonason.
W. Kristjanson, president of
the Icelandic Canadian Club,
was master of ceremonies.
Verklegar fram-
kvæmdir fram
eftir vetri
ÍÐAST HVAR á landinu var
einmuna tíð fram í desember
svo að fé gekk úti og bændur
gátu unnið að margs kyns fram-
kvæmdum. Úr Bárðardal er
skrifað, að tíð þar hafi verið ein-
muna góð, og hafi það bætt mjög
fyrir hart vor og stutt og slæmt
sumar. Fé gekk úti fram í des-
ember og var þess mikil þörf,
þar sem hey eru víða með minna
móti. Mikill fóðurbætir var
keyptur í haust og fé þó fækkað.
Á s.l. vori varð að fresta ýms-
um brýnum framkvæmdum
vegna harðindanna og hefir nú
verið reynt að bæta úr því í
haust. Unnið hefir verið að bygg
ingum og landbroti til ræktunar
með jarðýtu og dráttarvél og
bömluðu frost ekki þeirri vinnu
fyrr en komið var fram í nóv-
meber. Einnig var unnið að
byggingum hér og þar fram und-
ir desemberbyrjun. —Tíminn
myndu tapa allri atvinnu, ef
þetta undur næði útbreiðslu, og
gerðu því aðsúg að vélunum og
verkstæðunum. — Þessi uppfinn
ingamaður dó líka í fátækt. Eft-
ir þetta komast Ameríkumenn í
leikinn, þar á meðal Isaac Sing-
er, sem fékk einkaleyfi á sauma-
vél sinni 1851. Singer-vélarnar
hafa náð geysilegri útbreiðslu og
eru þekktar um mestan hluta
heims.
CARPET TO AID EXPORT DRIVE
Vestur-íslendingur
ó framfarabraut
Her Majesty Queen Mary has given ot the nation
a needlework carpet of her own making. The work
has occupied mucli of Her Majesty’s time during the
past eight years, and it is her desire that the carpet
shall be sold for dollars for the benefit of the British
export drive. The carpet is of traditional English
eighteenth-century design and consists of 12 panels,
each containing birds and flowers on backgrounds of
beige of varying tones, surrounded by a border of
detached blossoms. All but one of the panels bear Her
Majesty’s signature, “Mary R.” with the year in which
they were worked.
The carpet measures 10 feet 2 inchse by 6 feet 914
inches. The carpet has been accepted by the Prime
Minister, and the sale has been entrusted to a
committee of three.
Nýlega hefir William Dinus-
son, sem mörgum er hér að góðu
kunnur frá því að hann dvaldi
hér sem liðsforingi í her Banda-
manna á styrjaldarárunum, hlot
ið prófessorsstöðu við landbún-
aðarháskólann í Fargo í Norður-
Dakota.
William lauk doktorsprófi í
landbúnaðarvísindum í febrúar
s.l. við Purdue University í Laf-
fayette, Indiana. Hlaut hann
mikið lof kennara sinna fyrir
rannsóknir sínar og doktorsrit-
gerð. Mun engum, sem þekkir til
hæfileika hans og mannkosta
koma það á óvart.
Að afloknu doktorsprófi starf-
aði William sem aðstoðarpró-
fessor við landbúnaðarháskól-
ann í Brookings 1 Suður-Dakota
og gegndi auk þess ýmsum trún-
aðarstörfum í þágu»landbúnað-
arins fyrir háskólann og Suður-
Dakota ríki.
Nú hefir William fengið tæki-
færi til að beita þekkingu sinni
í þágu æskustöðvanna. Er ég
sannfærður um að þar verður
ekki unnið með hangandi hendi,
ef honum endist líf og heilsa.
William er kvæntur Ingi-
björgu Hermannsdóttur (séra
Hermanns Hjartarsonar, skóla-
stjóra að Laugum). Eiga þau
eina dóttur.
Um leið og ég óska William
til hamingju með starfið vil ég
og nota tækifærið til að þakka
honum margar ánægjustundir á
heimili þeirra hjóna.
Sverrir Magnússon
— Mbli.
Ferðir útlendinga nauðsyn
rekstri samgöngutækjanna
12 305 manns ferðuðusl á vegum ferðaskrifstofu ríkisins
á síðastliðnu ári
Minnist
EETEL
í erfðaskrám yðar
Á síðasta ári var þátttaka í ferðum Ferðaskrifstofu ríkisins meiri
en nokkru sinni áður, — þó voru orlofsferðir innan lands færri.
Efnt var samtals til 173 ferða, og eru skíðaferðir og berjaferðir
með taldar. Þátttakendur voru alls 12 305 eða um 4 400 fleiri en
árið áður. í fargjöldum kom inn samtals kr. 758 246.
Skotlands
Hópferðirnar til
áttu miklum vinsældum að
fagna, og ferðirnar tókust vel.
Þátttakendur voru af öllum
stéttum, ungir og gamlir, og
munu fæstir þeirra hafa komið
til útlanda fyrr. Enn er ekki
ráðið hvort efnt verður til slíkra
ferða næsta sumar. Þá stendur
skrifstofan í sambandi við ein-
staklinga og stofnanir í öðrum
löndum um skipaferðir, og virð-
ist það eini möguleikinn fyrir
viðkomandi aðila að sækja land-
ið heim, vegna dýrtíðarinnar
hér.
Varðandi framtíð ferðamál-
anna hér, sagði forstjóri ferða-
skrifstofunnar í viðtali við blað-
ið, að framþróun þeirra strand-
aði einkum á tvennu: dýrtíðinni
og skorti á góðum gistihúsum.
Hins vegar hefir landið flest
skilyrði til þess að vera fjölsótt
ferðamannaland. Fyrir stríðið
gátu millilandaskipin ekki full-
nægt eftirspurninni að komast
til' íslands. Nú eru tímarnir
breyttir. íslendingar hafa eign-
ast og eru að eignast glæsileg
samgöngutæki, og geta flutt
ferðamenn að og frá landinu svo
þúsundum skiptir og innanlands
hafa allar samgöngur bæst. —
Hér er um fjárfestingu að ræða,
sem skiptir tugum miljóna, en
þessi tæki geta ekki byggt af-
komu sína á venjulegum tímum,
eingöngu á ferðalögum íslend-
inga, enda ekki til þess ætlast.
Þau eru keypt inn í landið með
það fyrir augum að stuðla að
hingað komu erlendra ferða-
manna, og þau hljóta að byggja
afkomu sína að verulegu leyti á
slíkum fólksflutningum.
En ef ekkert verður afhafst í
ferðamálunum, sagði forstjóri
ferðaskrifstofunnar ennfremur,
má fastlega búazt við því, að
sum af þessum ágætu samgöngu
tækjum hverfi aftur áður en
langt um líður úr eign lands-
manna. Ráðamenn þjóðarinnar
verða að taka þá staðreynd til
greina, að ferðamannaflutningar
til landsins eru möguleikar til
gjaldeyrisöflunar, og að bygg-
ing gistihúsa er engu síður ný-
sköpun en smíði mótorbáta. En
fyrsta skilyrði til þess að fá út-
lendinga til að koma hingað, er
að búa svo í haginn, að ferða-
menn geti dvalizt hér vegna dýr-
tíðar, svo að nýta megi þá mögu
leika, sem fyrir hendi eru, og
um leið verður að vinna að því,
að byggð verði vistleg gistihús,
smá og stór eftir ástæðum, þar
sem ferðamenn geta búið við
svipuð skilyrði og kjör og tíðk-
ast í nágrannalöndunum.
Alþbl. 15. febr.
HAGBORG FUCl
PHONE 2IS5I
JOHN J. ARKLIE
Optometnrt and Optician
(Eyes Examined)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HAHGRAVE
Bni. Phone 27 989—Rei. Phone M 151
Rovatzos Flower Shop
Our Speíialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlsi K. ChrUUe, Proprletreu
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Prepare NO W for
FLOOD CONTROL
with a
Lighl Weighi
Self Priming
High Capacity
PORTABLE
GAS ENGINE POWERED
PUMP
3 sizes in stock—
1%" with 1 H.P. engine—
2" and 3" with 4 H.P. engine.
ALSO: Automalic Electric Cellar Drainers. Sump Pumps, Gasoline
and Electric Driven Pumps of all Types—Available for
Quick Delivery.
For Prices and All Particulars — Phone 37 187
jyfUMFORD ]y[EDLAND J IMITED
576 WALL ST.
WINNIPEG