Lögberg - 27.04.1950, Blaðsíða 6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN. 27. APRIL, 1950.
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þessari sögu eru
þýdd af Dr. Big. Júl. Jóhanneasyni-
Það var ákveðið, gegn mótmælum
Charley Steele, að geyma peningana ein
mitt þar, og sama kveldið um sólsetur
voru þrjátíu og tvö þúsund dollarar látn
ir inn í öryggisskápinn, sem var í stein-
veggnum á skraddarabúðinni, honum
svo lokað og innsigli þorpsins sett á
hann. Enginn vissi af þessu nema menn
irnir sem beint voru við það riðnir. En
kona friðdómarans hafði einhvern veg-
in veitt það up púr manni sínum og gat
ekki þagað yfir því. Hún sagði Maxi-
milian Cour það, en hann þagði yfir því.
Hún sagði líka frænku sinni konu Filion
Lacasse frá því, en hún sá enga ástæðu
til að halda því leyndu. Áður en tuttugu
og fjórir klukkutímar voru liðnir var
þetta komið út um allt.
Að kveldi annars dags var öðrum
tveimur þúsundum dollara bætt við upp
hæðina og innsiglið aftur sett á skáp-
inn með mestu leynd og allt saman skil-
ið eftir undir umsjá Charley hins trú-
lausa og morðingjans Jó Portugais, svo
þessir menn urðu því varðmenn friðar-
ins. — Bankamenn gjafafjársins, á-
byrgðarmenn framtíðar kirkjunnar í
Chudiere. Vopnin, sem þeim voru skilin
eftir, voru tvær eldgamlar skammbyss-
ur sem að signorinn lánaði.
„Peningarnir eru meistari þess ó-
vænta“, sagði signorinn um leið og hann
afhenti þeim skammbyssurnar og hlóg
lengi að fyndni sinni. Það sama kveld,
þegar að hann sneri sér í þriðja sinni í
rúminu, eins og að hann var vanur að
gjöra, áður en hann fór að sofa, datt
honum annað snjallyrðið í hug: — „Pen
ingarnir eru eina veiðin sem veiðimenn-
irnir sitja um nótt og dag“.
Sannleikur kjarnyrða M. Rossignol
hafði sýnt sig nokkrum dögum áður. Á
leið sinni til baka, með tuttugu þúsund
dollara, sem signorinn átti, hafði M.
Dauphin sýnt hina mestu fyrirhyggju
og dugnað eftir því sem hann sagði sjálf
ur og var allmikið upp með sér af fyrir-
hyggju sinni og fylgdarmanns síns í því
vandasama og þýðingarmikla ferðalagi.
En heppnin hafði verið með honum og
félaga hans, því honum hafði verið veitt
eftirför af fjórum mönnum alla leið frá
Quebec. En hann hafði haft fyrirhyggju
á að semja um lán á óþreyttum hestum
á öllum hvíldarstöðum á bakaleiðinni og
varð það honum og tuttugu þúsund doll
urunum til bjargar. Tveim klukkutímum
eftir að hann fór frá Quebec, höfðu fjór
ir ákveðnir menn veitt honum eftir för,
og það eina sem frelsaði hann frá að
falla í hendur þeirra var framsýni hans
með að semja um óþreytta hesta á leið-
inni til baka. Foringi þessara fjögra
manna var Billy Wantage, sem að hafði
frétt um þetta einkennilega fyhrirtæki
signorsins frá bakaraþjóni í .Quebec
Peningalegar kringumstæður Billy
höfðu ekki verið sem beztar upp á síð-
kastið, svo hann hafði ráðist í þetta of-
beldisverk út úr peningavandræðum, á-
samt tveimur fjárspilaglæpsmönnum
sem hann skuldaði, og alræmdum hesta
prangara, sem hann hafði komist í kunn
ingsskap við. Billy hafði komist hegn-
ingarlaust úr úr glæpsamlegu athæfi
sínu í viðskiptum sínum við Charley
Steele, sem allir héldu að væri dauður,
sem að var honum eggjan til að leggja
út í þetta glæpsamlega fyrirtæki, sem
var enn hættulegra en það fyrra.
Þeir riðu þessir fjórir eins hart og
hestar þeirra þoldu, en M. Dauphin og
félagi hans voru alltaf klukkutíma eða
meira á undan þeim, og síðast þegar
reiðménnirnir fjórir komu fram á hæð-
ina háu sem Chaudiere stóð undir, sáu
þeir hina tvo ríða inn í þorpið.
Þeir sem með Billy voru vildu snúa
aftur, því þeir voru orðnir matarlausir
og skjóllausir, því ekki var ráðlegt að
leita gistingar á gistihúsinu, eða hjá
bændum, því það hlyti að verða grun-
samlegt. En Billy vildi það ekki, en vildi
fyrir hvern mun að þeir reyndu að kom
ast að hvar peningarnir væru geymdir
og þverneiaði að snúa til baka. Hann
stakk því upp á, að þeir skiptu sér og
fóru sinn í hvora áttina, útveguðu sér
náttstaði, hvíldu sig í einn dag, og kæmu
svo saman á tilteknum stað næsta
kveld, og varð það að samningum, svo
þeir skildu.
Þegar að þeir komu saman aftur,
hafði Billy ekkert að segja, því hann
hafði veiktst um kveldið og því ekki get-
að komist inn í þorpið til að njósna.
Þeir skildu aftur. En þegar að þeir mætt
ust aftur næsta kveld var maður í fylgd
með Billy. Það var Jón Brown með mál-
aða vagninn sinn og marglita hestinn.
Jón Brown hafði fréttir að segja, því
hann hafði verið í þorpinu og heyrt fólk
segja, að peningarnir væru geymdir í
öryggisskáp í skraddarabúðinni. Og
hann sjálfur var eins fús á að skerast
nú í þennan leik með Billy eins og að
hann hafði verið áður til að eggja hann
á að að fremja fyrsta glæpinn sem Billy
framdi. Svo kjarnyrði signorsins urðu
að áhrínsorðum, þessir fimm menn, eft
ir að hafa komið hestum sínum fyrir í
hagkvæmum plássum, brutust alvopn-
aðir inn í skraddarabúðina. Þeir fóru
hljóðlega inn um glugga á eldhúsinu,
sem var brotinn, og fóru þaðan inn í
ganginn, sem var á milli eldhússins og
vinnustofunnar. Tveir urðu þar eftir og
stóðu vörð við stigann, sem lág upp á
loftið, en hinir þrír læddust inn í búðina.
Þessa nótt svaf Jó Portugais upp á
lofti í húsinu, en Charley á legubekk í
vinnustofunni. Charley heyrði að hurð
var lokið upp og fótatak sem hann ekki
þekti. Hann spratt á fætur, greip aðra
skammbyssuna, sneri bakinu að örygg-
isskápnum og kallaði hátt á Jó. Hann
sá í dimmunni, menn ráðast að sér og
skaut á þá. Byssukúlan hitti markið og
maður féll á gólfið dauður. En í sömu
andránni, var skriðbittu brugðið upp
rétt við andlitið á honum og skotið á
hann samtímis. Þegar Charley féll með
skot í gegnum brjóstið, rak maðurinn,
sem skriðbittunni hélt, upp hljóð. Hann
hafði séð svip tengdbróður síns. Með
óttasleginni aðvörun til hinna forðaði
Billy sér út úr húsinu eins fljótt og hann
gat. Hið sama gjörðu félagar hans, sem
með honum voru, og líka hinir tveir, sem
stigans áttu að gæta og komnir voru í
handalögmál við Jó Portugais, sem þeir
slitu sig af og flúðu.
Jó flýtti sér ofan í vinnustofuna og
sá Charley liggja á gólfinu og hélt að
hann væri dauður, líka sá hann innbrots
manninn dauðan á gólfinu. Þegar Jó sá
húsbónda sinn og vin liggja liðinn, eftir
því sem hann hélt, þá fanst hounm sem
að sínir dagar mundu líka taldir, og tími
kominn fyrir hann að gefa sig á vald
réttvísinnar, samt ekki á vald réttvísi
mannanna, heldur Guðs. Ræningjarnir
voru fjórir um einn, en hann ásetti sér
samt að hefna félaga síns, þó það kost-
aði sig lífið. Þetta flaug í gegnum huga
hans á einu augnabliki. Hann þaut út úr
húsinu og á eftir ræningjunum og kall-
aði hátt til að vekja fólkið í þorpinu.
Hann heyrði til ræningjanna á undan
sér og herti ferðina og náði þeim þegar
þeir voru að fara á bak hestum sínum
og skaut undir eins á þá, og eins og
Charley, feldi einn þeirra. — Skottu-
læknirinn, sem eins og Billy, nötraði á
beinunum út af því sem hann hafði séð
í skraddarabúðinni. Tveir af hinum
skutu á Jó í einu og hann féll á grúfu,
án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér, og
hann heyrði ekki hófatak hestanna þeg
ar þeir riðu í burtu, né heldur neitt ann-
að. Hann hafði fallið tilfinningarlaus við
hliðina á skottulækninum, sem aldrei
framar örfaði æðaslátt nokkurs manns
með meðulum sínum.
í þorpinu safnaðist fólkið óttaslegið
í kringum skraddarabúðina. En inni í
henni bundu þau frú Flynn og friðdóm-
arinn um sár Charley, en Rósalie lagði
höfuðið á honum upp við brjóstið á sér.
Með einkennilegri hugarró skipaði Rósa
lie, þeim frú Flynn og friðdómaranum
fyrir verkum. í augum hennar var blik,
óeðlilegt blik, — sem gaf til kynna, þrátt
fyrir fastan ásetning. Hönd hennar var
styrk, en mjúk, eins og móðurs við barn.
Hún þerraði svitann af enni hans og
dreypti víni á varir honum og á milli
tanna hans.
„Færið ykkur fjær — svo að hann
geti dregið að sér loft!“ sagði hún með
valdsmannslegum rómi við þá, sem voru
að troðast í kringum hana. Þeir færðu
sig til baka felmtursfullir.
Fólkið dróg sig felmtri lostið til baka,
því þrátt fyrir tár og bitra sorg, þá fylgdi
sannfærandi ró orðum þessarar stúlku.
Um það bil að búið var að binda um sár
Charley, voru menn sendir eftir prest-
inum og signornum, eftir fyrirskipun
Rósalie, og dauði maðurinn var fluttur
burtu úr vinnustofunni. Það var búið
um rúm Charleys upp á loftinu og eld-
ur kveiktur þar á arni og allir voru meira
en viljugir að hlýða hverju boði Rósa-
lie. Hún þreifaði á lífæð Charley af og
til og veitti öllum andlitsdráttum hans
nána eftirtekt. í þessari bitru sorg henn
ar var hún í hjarta sínu þakklát, að það
var hennar hjarta, sem að höfuð hans
lág upp við og að það var í hennar örm-
um, sem að hann hvíldi. Henni hafði
einu sinni enn verið gefið, að koma hon
um til hjálpar og með grátstaf í hjarta,
sem enginn heyrði, kallaði hún á hið
kæra nafn hans.
Fólkið í Chaudiere, sem vaknað
hafði við skotin, hafði þegar hér var
komið þyrpst í kringum þau; en þessa
einu mínútu átti hún sjálf, hvað sem svo
á eftir kom. Hún gerði sér engar tálvon-
ir — hún vissi að endirinn væri í nánd:
endir alls fyrir hann, og fyrir þau bæði.
Presturinn kom og leit í kringum sig.
Innsiglið á öryggisskápnum var óhagg-
að.
„Hann hefir látið lífið fyrir kirkj-
una“, sagði hann og skipaði svo öllum
að fara út, nema þeim sem þurfi til að
bera særða manninn upp á loft.
Samt var það Rósalie sem sagði fyr-
ir með flutning hans upp á loftið, hélt í
hendina á honum og sá um að hann væri
lagður varlega niður, hagræddi höfðinu
á honum í rúminu, hélt vörunum á hon-
um rökum og andlitinu svölu með blæ-
væng. Presturinn kraup niður, allur um
gangur og samtal hætti og þögn ríkti í
húsinu. Bráðlega heyrðist tal og fótatök
úti fyrir húsinu, en Rósalie fór ofan til
þess að þagga það niður. Hún mætti
mönnum sem komu með lík Jó Portu-
gais inn í búðina.
Upp á loftinu var presturinn að
flytja bæn: „Af miskun þinni, ó, herra,
heyr vora bæn. Gef að hann verði leidd-
ur inn í þína kirkju er stundin síðasta
kemur. Fyrirgef ó herra —“
Charley hreyfði sig og opnaði aug-
un. Hann sá prestinn krjúpa í bæn og
heyrði málróm hans sem titraði. Hann
lagði hendina á höfuð prestsins.
LIX. KAPÍTULI
Charley mætir ókunnum gesti
Presturinn reis á fætur glaður. „Mon
sieur — sonur minn!“ sagði hann og laut
ofan að honum.
„Er það allt á enda?“ spurði Char-
ley rólegur, nærri glaðlega. Dauðinn var
nú eina úrlausnin á viðfangsefnum lífs-
ins, og í rauninni var hann honum vel-
kominn.
Presturinn gekk að dyrunum á her-
berginu og læsti þeim. Hin dýpsta þrá
lífs hans, varð nú að vera borin fram,
hin helgasta von hans uppfyllt. „Sonur
minn“, sagði hann og gekk hljóðlega að
rúminu aftur, „þú hefir gefið okkur allt
sem þú áttir — gjafmildi þína, vísdóm
þinn og tækni. Þú hefir — það var þungt
að þurfa að segja það, því sár mannsins
var banvænt og það varð að vera sagt —
vígt nýju kirkjuna með blóði þínu. Þú
hefir gefið okkur allt; við viljum endur-
gjalda þér á sama hátt —“
Það var drepið hljóðlega á dyrnar.
Presturinn fór og lauk þeim upp ofur-
lítið. „Hann er með rænu, Rósalie“,
sagði hann lágt. „Bíddu — bíddu eina
mínútu“.
Svo heyrðist signorinn segja, að Jó
væri fallinn, og að stigamennirnir hefðu
allir komist í burtu, nema þeir, sem
Charley og Jó hefðu séð fyrir.
Presturinn sneri sér að rúminu einu
sinni enn.
„Hvað voru þeir að segja um Jó?“
spurði Charley.
„Hann er dauður, sonur, og skottu-
læknirinn líka. Hinir komust í burtu“.
Charley leit undan. „An revoir, Jó“,
sagði hann út í hina miklu fjarlægð.
Svo varð steinhljóð í eitt augnablik,
en fyrir utan herbergisdyrnar lág stúlka
á bæn í örmum aldraðrar konu.
Presturinn beygði sig ofan að Char-
ley aftur. „Eiga ekki sakramenti kirkj-
unnar að hlýja huga þínum á síðustu
stundum lífs þíns?“ sagði hann. „Þau
eru vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Þau eru mál friðarins, sem talar til
hjarta mannsins þegar það er órótt.
Vilt þú ekki heyra það mál? Vilt þú ekki
gefa okkur, sem heiðruðum þig rétt til
þess að telja þig í tölu okkar héðan í frá.
Vilt þú ekki koma í skaut kirkjunnar,
sem þú hefir offrað öllu fyrir?“
„Segðu þeim það“, sagði Charley og
benti á gluggann með hendinni þar sem
fólkið beið.
Presturinn flýtti sér glaður í huga,
út að glugganum, og talaði til fólksins
með hryggðarblöndnum rómi.
Charley gjörði upp reikninginn við
sjálfan sig. Hvað átti hann að gjöra, ef
honum skyldi batna? Ef það skyldi
koma fyrir, hvílík vandræði voru þá
ekki fyrir hendi! Því það var Billy —
bróðir Kathleen, sem hafði lagt hann
lágt. Ef að stigamennirnir og morðingj-
arnir yrðu teknir fastir, þá yrði hann
að láta dragast aftur inn í hið fyrra líf
sitt og með hvaða afleiðingum — að
ýfa upp á ný öll vandræðaviðfangsefn-
in. Og Rósalie, sem honum fanst ósjálf-
rátt að hefði verið hjá sér, á meðan að
hann lág í ómegin, og sem að honum
fanst að væri hjá sér nú. Hvað gæti hún
borið úr bítum? Hreint ekkert. Hann
hafði heyrt prestinn nefna nafn hennar
lágt við dyrnar. Hún var fyrir utan dyrn
ar að biðja fyrir honum. Hann rétti út
hendina eins og að hann sæi hana, og
nafn hennar var á vörum hans. En í veik
indum sínum og með lífsþróttinn þverr-
andi, fann hann ekki til neinna sárinda
í sambandi við hugsunina um hana. Líf-
ið og kærleikur hans til hennar var að
f jarlægjast, þó að hann ynni henni, eins
og fáir þeir sem lífi unna. Hann hafði
séð fyrir hinum nauðsynlegustu líkams-
þörfum hennar. Perlurnar og þúsund
dollararnir voru í öryggisskápnum, með
kirkjupeningunum og bréfi til prestsins,
síðasta testamenti hans, sem ákvað að
það skyldi til hennar ganga. Hann sjálf-
ur, þegar að hann væri sofnaður, ótt-
aðist engan f jandmann. En hún vakandi
á meðal þeirra lifandi mundi geyma
minningu hans í huga sér. Dauðinn var
bezta úrlausnin fyrir alla. Þá gæti Kath-
leen notið ánægju sinnar óhult, jafnvel
Billy gæti komist hjá hegningu, því hver
var nú til að þekkja hann, þegar Jó Portu
gais var farinn?
Hann heyrði prestinn segja við
gluggann. — „Ó, mínir elskanlegir, Guð
hefir gefið okkur hann að síðustu. Ég
fer nú að búa hann undir ferðina síð-
ustu til —“
Charley kildi, og það fór hrollur um
hann. Taka á móti sakramenti kirkj-
unnar? Undirbúningi prestsins undir
ferðina síðustu — enda allar sálrænu
spurningarnar, og leysa öll siðferðisleg
viðfangsefni með því að segja: „Ég
trúi“, játa syndir sínar og meðtaka af-
lausnina, leggjast niður í friði og deyja.
— Hann reisti sig upp við olboga og
henti sér til í rúminu. Umbúðirnar um
sár hans færðustu úr lagi og blóðið
flæddi úr sárinu og í snjóhvít rúmfötin.
„Rósalie!” stundi hann upp. „Rósalie,
elskan mín! Guð varðveiti. . . . .“
Þegar að hann féll aftur ofan á rúm-
ið, heyrði hann prestinn angistarfullan
kalla á hjálp. Hann brosti.
„Rósalie!” hvíslaði hann. Presturinn
hljóp til dyranna og opnaði þær og Rósa
lie, signorinn og frú Flynn komu inn.
„Fljótt! Fljótt! kallaði presturinn.
Umbúðirnar hafa færst“.
Umbúðirnar færðust óviljandi, eða
var ðað viljandi?
Eins og í illum draum og með sker-
andi angist í hjarta, kom Rósalie inn í
herbergið og gekk að rúminu. Blóði drif-
inn líkami hans vakti hana, og með nafn
hans á vörum, batt hún og frú Flynn aft
ur um sárið. Með móðurlegri viðkvæmni
snerti hún örið á brjósti hans — örið
eftir krossinn, sem Louis Trudel hafði
veitt honum fyrir löngu síðan, er hún
tók fram fyrir hendurnar á honum svo
ekki varð meira úr, og þó sorg hennar
væri sár gat þó enginn rænt hana minn
ingunni um það, og hugsuninni um að
hann nú dæi píslarvættisdauða. Það gat
ekki skaðað neinn héðan af. Hún var
sjálf albúin til að opinbera það öllum og
þeir sem sáu þau vissu, að þeir stóðu
frammi fyrir innilegu og órjúfandi kær-
leiksbandi.
Hann lág þannig í marga klukku-
klukkutíma, en svo færðist eitrið, sem
kúlan kveikti, út í blóðiö og rændi hann
ráði, bjó honum allslags ímyndanir og
óráð. Rósalie kraup allan þann tíma við
fótagaflinn á rúminu og tók ekki augun
af honum. Undir kveldið settist hann
upp í rúminu með undursamlegu þreki.
„Sjáið þið konuna þara í horninu“,
sagði hann. „Hún er komin til að sækja
mig. En ég ætla ekki að fara“.
Ein ímyndunin eftir aðra tók hann
á vald sitt.— ímyndanir, sem voru þó
einkennilega bundnar virkileikanum.
Nú var það Kat.hleen, þá Billy, Jó Portu-
gais, Jón Brown, Suzon Karlamagnús
og Cóte Dorion og aftur Jó Portugais.
Hann talaði til þessa fólks viðkvæmt og
einkennilega eins og það væri í herberg-
inu hjá honum. Að síðustu þagnaði hann
allt í einu, og horfði yfir höfuðið á Rósa-
lie eitthvað út í geiminn.
„Sjáið þið, sagði hann og benti, hver
er þetta? Hver? Ég get ekki séð framan
í hann, það er falið. Stór — og svo hvít-
ur! Hann breiðir út faðminn á móti mér.
Hann er að koma — nær — nær. Hver
er það?“