Lögberg - 01.06.1950, Side 1

Lögberg - 01.06.1950, Side 1
Hin borgaralegu yfirvöld taka við umsjón flóðvarna af hernaðaryfirvöldunum Flóðunum í Winnipeg og Suðurfylkinu linnir nú óðum Tvær nefndir skipaðar til mats Q áflæðistjóninu Flóðsjóðurinn nálgast hálfa þriðju miljón dollara Sambandsstjórn hefir skipað tveggja manna, konunglega rannsóknarnefnd, Carswell- Shaw-nefndina, er hafa skal það hlutverk með höndum, að semja heildaryfirlit yfir það tjón, sem Winnipegborg, útjaðrahverfi hennar og Suðurfylkið, hafa sætt af völdum hins geigvæn- lega áflæðis; svo mun til ætlast, að á skýrslum þessarar nefndar byggi sambandsstjórn ákvörðun sína um þær fjárhæðir, sem hún, veiti fylkisstjórninni í Mani- toba til viðreisnarstarfsins inn- ^n áflæðissvæðanna; vitaskuld hefir nefnd þessi mikið vanda- verk með höndum, en vonandi er að hún skili áliti sínu eins fljótt og framast má auðið verða, því dráttur á viðreisnar- Ljúka prófi við Martifoba Hóskólann í síðasta blaði birtust nöfn 40 ^ámsmanna og kvenna af ís- lenzkum stofni, er luku á þessu ári prófi við Manitoba háskól- ann. Það er ekki auðvelt að greina Islendingana úr þeim mikla fjölda er útskrifaðist, alls 1,551, og var því fólk beðið að tilkynna blaðinu, ef einhvern námsmann íslenzkrar ættar, vantaði á listann. Hér bætast við nokkur nöfn: starfinu myndi aðeins hafa auk- in óþægindi í för með sér; hina nefndina, sem samsett er af þremur mönnum, hefir Camp- bell forsætisráðherra skipað, og er formaður hennar C. E. Joslyn framkvæmdarstjóri 1 þessari borg, en megin verkefni þeirrar nefndar verður það, að gerkynna sér allar þær skaðabótakröfur, er fylkisstjórninni berast og kveða á um réttmæti þeirra; er í þessu einnig fólgin mikil á- byrgð og ærinn vandi. Nú er flóðunum hér um slóð- ir svo farið að linna, að hin borgaralegu yfirvöld hafa tekið við flóðvörnum af hernaðaryfir- völdunum; um fimm þúsundir hermanna úr landher, lofther og flota voru að verki meðan á mestu ósköpunum stóð, og mun, því lengi viðbrugðið hve vel og röggsamlega þeim tókst til um hin margþættu og vandasömu störf sín.' Brigadier Morton hafði forustu flóðvarnanna með höndum og standa fylkisbúar við hann í djúpri þakkarskuld vegna forsjár hans og ágætrar háttlægni. Bráðabirgðaráætlun um fast- eignatjón í St. Vital, Fort Garry og East Kildonan gefur til kynna, að það nemi að minsta kosti 12 miljónum dollara; þar að auki er svo alt lausafjártjón- ið. Nú streymir daglega í hundr- aða tali fólk til baka, sem flúið hafði Winnipegborg, sem þegar er tekið að hagræða einu og öðru og búa um sig á ný, og fer sá straumur úr þessu hraðvax- andi, því flestir vilja komast heim. Viðreisnarstarfið er þegar hafið, og færist í auka frá degi til dags. Flóðsjóðurinn, sem á- ætlað er að skuli nema 10 miljón um dollara, er nú að nálgast hálfa þriðju miljónina, og má það vissulega mega kallast vel að verki verið á ekki lengri tíma, en liðinn er frá stofnun hans. Hið fegursta samræmi ein- kennir viðreisnarstarfið í öllum þess mörgu myndum, og allir líta björtum vonaraugum til framtíðarinnar; svo átti það líka að vera og varð að vera. Olíuleiðsla til Winnipeg Nú í ár verður fyrir atbeina Imperial olíufélagsins hafið verk að olíuleiðslu hingað til borgar, og mun kostnaðurinn við pípu- lagninguna nema hálfri þriðju miljón dollara. V.eitt verður hingað olíu frá Alberta, en inn í Manitoba kemur pípuleiðslan frá bænum Gretna, sem liggur um 75 mílur suðaustur frá Win- nipeg. Alvarlegir skógareldar Síðan um lok fyrri viku, hafa skógareldar gert mikinn usla í Austurfylkjunum, Ontario, Que- bec, Nova Scotia og New Bruns- wick, er brent hafa til ösku þús- undir ekra auðugs timburlands; mest hefir þó að tjóninu kveðið í New Brunswick, þar sem um tuttugu heimili hafa brunnið til kaldra kola; hvergi mun þó manntjón hafa orðið af völdum þessara skógarelda enn sem komið er. Dóir forustu Rauða Krossins Mr. Colin Herrie, einn af framkvæmdarstjórum Rauða Kross samtaka Bandaríkjanna, sem verið hefir í Winnipeg- borg nokkra' undanfarna daga, dáir mjög starfsemi og skipu- lagningu Rauða Krossins hér um slóðir í þeim mikla vanda, sem hér hefir að höndum borið. Mr. Herrie lét þess getið, að Rauði Kross Bandaríkjanna hefði oftar en einu sinni átt við stórkost- legri viðfangsefni að glíma en þau, er hér um ræddi; en þrátt fyrir það sagðist hann aldrei hafa komið auga á nánara sam- ræmi björgunarráðstafana, en hér ætti sér stað; samstarf Rauða Krossins og hernaðaryfirvald- valdanna væri slíkt, að óhjá- kvæmilegt væri, að aðdáun hvarvetna vekti; það væri meðal j annars eftirtektarvert og lær- dómsríkt, hversu fagurlega hefði tekist til um það, að flytja á brott úr ýmsum sjúkrahúsum borgarinnar alla sjúklinga með afar naumum fyrirvara, án þess að truflana eða nokkurs minsta áreksturs yrði vart. Mr. Herrie taldi það undrunarvert hversu frábærlega vel hefði tekist til um stofnun og starfrækslu þeirra margvíslegu líknardeilda, sem Rauði Frossinn hefði komið á fót í samkomuhöll borgarinn- ar. Víða pof-fur brotinn í norðevsturhluta Iranríkis hafa áflæði valdið geisilegum spjöllum og hátt á þriðja þúsund manna orðið til þess neyddir að flýja óðul; það er víðar en í Manitoba sem vatnavextir láta til sín taka í sumar. Um manntjón er ekki getið í síðustu fréttum frá Iran. Uoclor of Medicine George Johnson, sonur J. G. Johnson, deildarstjóra hjá T. Eaton Co., Ltd. hér í borginni og frúar hans; hinn ungi læknir er agætur námsmaður og líklegur til mikils frama. Hann er kvænt ur Doris Blöndal, dóttur þeirra ^r- Ágústs heitins Blöndal og eftirlifandi ekkju hans, frú Guð- rúnar Blöndal. Dr. Johnson hefir nú tekist á hendur læknisembætti á Gimli. fliploma in Music Associate in Music, Manitoba Gloria Olive Sivertson (Piano- forte, Performer). Miss Sivertson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer Street hér í borg; Marg- aret Helen MacKeen. Bachelor of Science Berta Solveig Andresson. Hiploma in Educaiion Gloria Andrey Johnson, Gloria Anne Marie Swanson, B-A. Krefjast sjólfsfjórnar Hálf önnur miljón Skota hefir Sent brezku stjórninni tilkynn- tngu um það, að þessi hópur ^anna krefjist þess að Skotland ái fult sjálfsforræði og sitt eig- ið þing; þó er það skýrt tekið ram, að Skotar vilji halda sam- andi sínu við krúnuna og rezka heimsveldið. R. K. í. stofnar Reykjavíkurdeild á morgun Á SÍÐASTA aðalfundi Rauða Kross íslands var samþykkt sú skipulagsbreyting, að stofnuð yrði sérstök Rauða Kross deild í Reykjavík. Stjórn Rauða Krossins skýrði fréttamönnum frá því í gær, að nú yrði þessu máli hrundið í framkvæmd, og er boðað til stofnfundar deildarinnar á morgun, fimtudaginn 27. apríl, kl. eitt e. h. í kennslustofu Háskólans. Þ e s s a r i Reykjavíkurdeild Rauða Krossins er ætlað að fara með þau mál, er aðallega varða Reykjavík. Verður í henni kos- in sérstök stjórn, er aftur kýs sína fulltrúa á aðalfund Rauða Kross Islands, svo sem aðrar deildir landsins, en fram að þessu hefir stjórn hans haft á hendi Reykjavíkurmálin og jafnframt verið yfirstjórn Rauða Krossins hér á landi. Slarfið hófst fyrir 25 árum Rauði Kross Islands var stofn- aður fyrir 25 árum í Reykjavík, og var starfsemi hans í upphafi deildir í helztu kaupstöðum og víðar úti um land, og er þeim fjölgaði, þótti nauðsynlegt að stofna sérstaka Reykjavíkur- deild og að stjórn hennar yrði skilin frá aðalstjórn Rauða Krossins á Islandi. Meðlimir Rauða Krossins í Reykjavík verða meðlimir þess- arar deildar, en þeir eru nú rúm lega 900 manns, og verður það að teljast fátt. Fjölmennasta deild utan Reykjavíkur er á Akureyri, sem hefir um 500 með limi, og er það, í samanburði við fólksfjölda , miklum mun meira. Meiðlimir innan við 2000 Rauði Krossinn er ekki fjöl- mennur hér á landi. Eru með- limir hans innan við 2 0 0 0 manns, og verður að þakka hið mikla starf hans því, hve dug- lega einstaklinga hann hefir átt í þjónustu sinni. Starfsemi Rauða Krossins er aðallega sjúkraflutningar, og a hann alla sjúkrabíla, sem not- aðir eru hér á landi, aðstoð við Islendinga erlendis, fyrir- greiðsla á gjafabögglum og sum- ardvalir barna. Hefir félagið nú í byggingu stórt sumardvalar- heimili að Laugarási. Er húsið um 1000 ferm. að flatarmáli og munu þar rúmast á annað hundrað börn. Mbl. 26. apríl BERGTHOR EMIL JOHNSON Fæddur 1. ágúst 1896 — dáinn 25. febrúar 1950. Eg þekti þig ungan með æskunnar bál: það yljaði hugsjónum mínum. Og vaxandi styrkur og stœkkandi sál þá stjórnaði draumunum þínum. Eg þekti þig ungan sem ástríkan son — Sem augastein föður og móður. Og seinna sem foreldrum fullrétta von, og Fjállkonu þjóðinni gróður. Sem trúfastan eiginmann þekti ég þig, og þú barst af öðrum sem faðir. Og „hús“ eins og þitt eiga þökk fyrir sig, því þau eru friðhelgir staðir. Og hún sem þér fölskvalaust unni og ann, á einverustundunum sínum, þig blessar sem góðan og göfugan mann og geislana‘ af kærleika þínum. Eg fann það var sál þinni samvaxin trú í sannleika skyldum að gegna, og því voru fáir eins fljótir og þú að finna til annara vegna. Þó lífið til athafna leiddi þig skamt með lögum og dulráðum sínum: þú lifir í íslenzku sögunni samt og sálrænu Ijóðunum þínum. SIG. JÚL. JÓHANNESSON Fred Ruppel Bachelor of Science in Pharmacy Vinnur þrenn heiðursverðlaun Við nýlega afstaðin háskóla- próf í Manitoba, lauk fullnað- arprófi í lyfjafræði með hæztu ágætiseinkunn Friðrik (Fred) Ruppel 1517 Jameswood Pl. hér í borginni og hlaut þrenn heið- ursverðlaun, gullmedalíu há- skólans í lyfjafræði, silfur- medalíu lyfjafræðingafélagsins ásamt verðlaunum formanns þess félagsskapar. Fred Ruppel er fæddur hér í borg, sonur þeirra Mr. og Mrs. F. W. Ruppel, 650 Home Street; móðir hans er íslenzk, Hildur, dóttir Magnúsar trésmiðs Magn- ússonar úr Hjaltastaðaþinghá og Gróu konu hans, sem bæði eru látin. Fred Ruppel var Sargeant í canadíska flughernum í síðasta stríði; hann er frábær námsmað- ur, og að sama skapi ástundun- arsamur og viljafastur. Bretar minnast Win- nipeg og Manitoba Brezka stjórnin hefir veitt þrjú hundruð þúsundir dollara til aðstoðar því fólki í Manitoba, er flóðin miklu hafa sorfið harð- ast að; varningur ýmis konar, fyrir fjárhæð þessa verður send- ur hingað einá fljótt og auðið má verða, og eru fyrstu birgð- irnar komnar hingað loftleiðis. Þess er vænst, að meginhluti birgðanna komi til Winnipeg fyrri part júnímánaðar; þá sendi stjórn Breta hinar og þessar nauðsynjar borgunum í Quebec, Rinouski og Cabano, er lögðust að miklu leyti í eyði af völdum nýlegra eldsvoða; meðal varn- ings þessa frá Bretlandi, er mik- ið af sængurfatnaði, handklæð- um, og barnafötum, auk nokk- urs af leikföngum; þá mun og nokkuð húsgagna og eldhús- áhalda verða innifalið í áminst- j um vörusendingum. Ennfremur hafa ýmis brezk verzlunar- og verksmiðjufyrir- tæki ákveðið að senda hingað gjafavörur. Ein hækkunin enn Samkvæmt fregnum frá Ot- tawa síðastliðinn fimtudag, hef- ir járnbrautarráðið í Ottawa heimilað járnbrautarfélögunum tveimur, Canadian Pacific Rail- ways og Canadian National Railwayls, eina fargjaldahækk- unina enn, sem nemur 3y2 af hundraði; áætlað er að þessi nýja hækkun auki tekjur á- minstra járnbrautarfélaga um 13 miljónir dollara á ári; hækk- Glaðnar yfir viðskiptalífinu Þó ekki sé enn langt um liðið síðan að vöxtur 1 Rauðá og flóð- systrum henna tók að réna, eru áhrifin auðsæilega farin að gera vart við sig hér í borginni, því nú er þegar tekið að glaðna mjög yfir viðskiptalífinu; verzl- unarbúðir, sem stóðu hálftómar dag út og dag inn, eru nú farnar að fyllast af viðskiptavinum, sem gera innkaup sín eins og í ekkert hefði skorist; þetta nær þó ekki til allra verzlunarbúða eða annara viðskiptastöðva enn sem komið er, þó hjartsláttur viðskiptalífsins sé smátt og smátt að færast í sitt eðlilega horf. Viðskiptaráð Winnipegborgar, undir forustu R. H. G. Bonny- castle, beitir sér af eldmóði fyrir um það, að endurvekja traust almennings á Winnipegborg og skilyrðum hennar til framtíðar- þróunar; vonandi eru þeir ekki margir, sem glatað hafa trausti á sinni fögru og friðsælu borg, því þó hún nú hafi um stundar- sakir sætt nokkurum ágjöfum, á hún eftir að verða borg mikillar framtíðar í miklu framtíðar- landi. Óverðskuldaðar hnútur Hon. Stuart S. Garson, dóms- málaráðherra sambandsstjórnar og fyrrum forsætisráðherra Manitobafylkis, kvað núverandi forsætisráðherra fylkisins, Mr. Campbell, hafa sætt úr ýmsum áttum óverðskulduðum hnútum vegna afskipta hans af flóð- varnaráðstöfunum í Manitoba. Mr. Garson kvaðst sannfærður um það, að hið eina, sem að Mr. Campbell mætti með nokkrum rétti verða til foráttu fundið, væri það, að hann hefði ekki skýrt almenningi frá því nægi- lega snemma, hve róttækar þær bjargarráðstafanir hefðu verið, sem hann hefði tekið löngu áður en flóðin í Winnipeg og suður- fylkinu ágerðust svo sem raun varð síðar á; að minsta kosti yrði það ekki hrakið, að hann hefði leitað til sambandsstjórnar um aðstoð hersins vikum áður en til þess kom, að slíkt yrði óhjá- kvæmilegt. Mr. Garson kvað stjórnina hafa varið hátt á annari miljón dollara til kaupa á sandpokum, dælum og öðrum nauðsynjum til flóðvarnanna, auk þess sem hún hefði unnið að því, að flytja hey í flugvélum til búpenings á flóðsvæðunum og hjálpað til að koma yfir 9 þúsund stórgripum til öruggra staða; og þetta væri aðeins byrjun á því mikla verki, sem stjórnin þegar hefði gert og væri að gera. un farmgjalda síðan 1948 nemur nú orðið 20 af hundraði. Sjö fylki af tíu höfðu fyrir löngu mótmælt hinni fyrirhug- uðu farmgjaldahækkun, sem nú er orðin að staðreynd, og má búast við að þau geri það enn. Quebec, Newfoundland og On- tario, hafa látið sig hækkun þessa litlu skipta. Hækkun farmgjalda kemur jafnan þyngst niður á Sléttu- fylkjunum og Strandfylkjunum eystra.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.