Lögberg - 01.06.1950, Síða 8

Lögberg - 01.06.1950, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINJSf, 1. JÚNÍ, 1950 Úfvarp frá Fyrstu lútersku kirkju Úr borg og bygð Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, send ist: Mrs. H. Halldórson 1014 Dominion Street Mrs. L. S. Gibson 4 Wakefield Apts. eða til The Columbia Press Lid., 695 Sargent Ave. Winnipeg ☆ Spilafundur „Bridge“ undir umsjón Kvenfélags Sambands- safnaðar verður haldinn í fund- arsal kirkjunnar á mánudags- kvöld 5. júní kl. 8 s.d. Kleinur (Doughnuts) og Ásta-bollur verða til sölu frá klukkan 10 um morguninn til kl. 3 og svo aftur að kvöldinu. — Allir boðnir og velkomnir. Húsmóðir: „Eru þessi egg al- veg ný.“ Kaupmaður: „Taktu á eggjun- um þarna, Jón, og vittu hvort þau eru orðin nógu köld til að selja þau“. ☆ Maður nokkur, nefndur Gorg Olsen, hafði látið líftryggja sig. Tryggingarstofnunin fékk ið- gjöldin borguð í fjögur ár, en þá hættu þau skyndilega að koma. Tryggingarstofnunin sendi nokk ur bréf, og fékk loksins eftir- farandi svar: „Kæru herrar; Ver ið svo góðir að fyrirgefa, að við getum ekki borgað iðgjöldin lengur fyrir Georg, því að hann dó í júní síðastliðnum. Frú Ol- sen“. • Chambermaids wanted 3005 O Strret, N. M. Washington 7, D. C. May 25, 1950. Consul Grettir L. Johannson. Dear Sir: Madame Thor Thors has kindly given me your.name and address and while I know the people in Winnipeg are occu- pied with more important and dangerous things at this moment af floods, it might so happen that my appeal to you would be a help. My husband has been named American Ambassador to Can- ada in Ottawa. I understand the embassy is not fully staffed. I remember the excellent Ice- landic maid you sent Mrs. Thors in Washington and I wonder if you know of two good Icelandic maids who could work for me in the American Embassy in Ot- tawa as chambermaids. I should be willing to pay their fare from Winnipeg to Ottawa and what- ever are the current wages in Ottawa. One of the maids should know how to sew and mend and the other should know simple cooking in order to help when the Embassy cook is off-duty once a week. I shall be at the above address until June 15, and from June 16th on at the American Em- bassy, Ottawa, Ontario, Canada. I shall appreciate any trouble you take over this. Sincerely, Shirley Woodward (Mrs. Stanley Woodward) (signed). Apply to G. L. Johannson, 910 Palmerstone Avenue, Winnipeg, Manitoba. ☆ Mr. Gísli Jónsson ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins, er nýlega lagður af stað austur til Montreal í heimsókn til dótt- ur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Hugh L. Robson. Á sunnudaginn kemur, 4. júní verður árdegisguðsþjónustunni frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg útvarpað frá stöðinni CKY. Sóknarpresturinn prédik- ar, en yngri söngflokkurinn syngur undir stjórn Paul Bar- dal. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er fluttur frá Winnipeg. — Utaná- skrift hans er: Box 991, Gimli, Manitoba. ☆ Ungmenni íermd í Selkirksöfnuði á Hvítasunnu dag: Andrey Grace Fiebelkoon, Laura Thorarinson, Marion Beatrice Bryan, Erna Lillian Light, Kenneth Wilbert Ingimund- son, Marino Rosand Sigurdson. ☆ Gefin saman í hjónaband í kirkju Selkirksafnaðar, þann 27. maí, Philip Eugene Sigurgeir Austman, og Phyllis Joan Mall, bæði til heimilis í Selkirk. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Joyce Doreen Longlois og Mr. Thomas Frederick ísfeld. ☆ Þrír íslandsfarar litu inn á skrifstofu Lögbergs á mánudag- inn til að kveðja ritstjórann, en það voru þeir Skúli Sigfússon frá Lundar, fyrrum þingmaður St. George kjördæmis í Mani- tobaþinginu, Friðrik P. Sigurðs- son úr Geysisbygð, og Ólafur Hallson kaupmaður að Eiriks- dale. Skúli Sigfússon er ættaður af Norðfirði, og kom hingað til lands 16 ára að aldri, en er nú að verða áttræður. Ólafur Halls- son er upprunninn af Seyðis- firði, en Friðrik P. Sigurðsson er fæddur í Nýja-íslandi, en á rót sína að rekja til Skagafjarð- ar; í för með honum verður yngsta dóttir hans; þau feðgin leggja af stað þann 7. þ. m., Ólafur þann 12. og Skúli þann 14. þ. m. Alt fer fólk þetta loftleiðis til íslands; árnar Lögberg því góðs brautargengis. ☆ — DÁNARFREGN — Guðný Stefanía Sigurðardótt- ir Árnasonar frá Hólalandi í Borgarfirði, ekkja Hávarðar Guðmundssonar, andaðist að heimili dóttur sinnar, Svövu, Mrs. Kenneth Dori, í Ashern, þriðjudaginn, 16. maí, á sjötug- asta og áttunda árinu. Hún var fædd 10. nóvember, 1872. Til þessa lands kom hún ár- ið 1903, og tveimur árum seinna giftist hún Hávarði Guðmunds- syni snikkara, Jónssonar frá Sveinsstöðum í Norðfirði í S- Múlasýslu. Hann er dáinn fyrir ellefu árum. Hún var þriðja kona hans og reyndist honum á- gæt eiginkona. Meðal annars tók hún börn hans af fyrri hjónaböndum hans til sín sem þau væru hennar eigin og ól þau upp. En sjálf eignaðist hún sjö börn, sem lifa öll. Þau eru: Soffía, ógift og til heimilis í Vancouver; Bjarni, býr í As- hern; Sigrún, Mrs. R. Johnson, við Wapah, Man.; Hjálmar í Ashern; Anna, Mrs. Walter Reykdal í Siglunes; Svava, Mrs. Kenneth Dori, í Ashern; og Mál- fríður, Mrs. Grettir Freeman í Siglunes. Auk þeirra eru sextán barnabörn. Systkini Stefaníu sál. eru, að því bezt er vitað, 4 á lífi, einn bróðir, Eyjólfur Anderson í Chicago og tvær bræður og ein systir á íslandi. Alls voru syst- kinin níu. í meira en fjörutíu ár bjó Stefanía sál. í Siglunes-bygðinni og eignaðist þar marga ágæta vini og reyndist þeim öllum góð. Þeir minnast hennar í kærleika nú þegar hún er farin. Síðustu mánuði ævinnar bjó hún hjá dóttur sinni, Mrs. Dori í Ashern. Hún fékk heilablóðfall í febrú- ar mánuði og náði sér ekki eftir það. Kveðjuathöfn fór fram í kirkj unni á Vogar föstudaginn, 19. maí að fjölda fólks viðstöddum. Útfararstjórnin var undir um- sjón Charlie Clemens útfarar- stjóra í Ashern. — Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjuorðin. ☆ From Victoria, B. C. The Victoria Women’s Ice- landic Club is holding it’s second annual picnic at the home of Dr. and Mrs. Pálsson, Langford, B.C. on June 18, 1950, starting at 2 p.m. • Icelandic residents of Victoria and distriet and visitors to the city are welcome to attend. Directions for reaching Dr. Páls- _son residence may be obtained by phoning the President, Mrs. Sigrún Thorkelson at Beacon 6912. Mrs. Fjola McLellan, Secretary. ☆ — ÞAKKARORÐ — til Lárusar Ólafssonar á Akranesi Kæri herra: Þjóðræknisdeildin FRÓN í Winnipeg, þakkar þér innilega fyrir hina óvæntu, en kærkomnu gjöf, bókina Móðir mín, sem bókasafnið hefir nýlega með- tekið, ásamt þeim hlýju óskum til Islendinga vestan hafs, er hana kunna að lesa, sem von- andi er að verði margir; okkur þótti vænt um að þú skyldir senda okkur þessa fallegu bók í tilefni af 75 ára landnámsafmæli íslendinga í Canada, er nú fer senn í hönd. Ég endurtek þakkir Þjóð- ræknisdeildarinnar til þín fyrir hugulsemina, og árna þér allrar blessunar. Fyrir hönd Þjóðræknisdeildar- innar FRÓN J. Johnson, bókavörður, 735 Home Street, Winnipeg, Manitoba. ☆ „Konan mín segir mér, að ég tali í svefni, læknir. Hvað á ég að gera?“ „Ekkert, sem þér eigið ekki að gera“. ■ír Húsbóndi (bendir gremjulega á sígarettustúf á gólfinu): „Eigið þér þetta, Jón?“ Jón (vingjarnlegur): „Allt í lagi, þér sáuð hann fyrst“. ☆ Þurfli ekki að ótlast „Segið mér í hreinskilni, lækn ir, hvað hef ég mikla von um að mér batni?“ „100% von. Staðreyndir sýna að aðeins níu af hverjum tíu deyja úr þessum sjúkdómi, sem þér hafið — og níu af sjúkling- unum mínum hafa þegar dáið úr honum, þér eruð sá tíundi!“ ☆ Gagnkvæmt „Yður fer prýðilega fram, frú“, sagði læknirinn, eftir skoðun. „Fótleggirnir á yður eru ennþá býsna bólgnir, en ég hef engar áhyggjur af því“. „Það er nú svo“, hreytti sjúkl- ingurinn út úr sér. „Ef fótlegg- irnir á yður væru býsna bólgnir myndi ég síður en svo hafa á- hyggjur út af því“. ☆ „Hæ, pabbi“, sagði sonurinn. „Hvernig gengur? Ég leit aðeins inn á skrifstofuna til þín, til að heilsa upp á þig“. „Það er ágætt, drengur minn“, sagði faðirinn. „En mamma þín og systir litu aðeins inn til að heilsa upp á mig, og þær fengu allt, sem ég hafði“. ☆ Birg verzlun Agreiðslumaður (við viðskipta vin): „Nei ,frú, það hefir ekki komið í langan tíma“. Kaupmaðurinn (kemur inn og grípur reiður fram í): „Við höf- um nóg af því í geymslunni, frú, heilmikið niðri“. Viðskiptavinurinn skellir upp úr og fer út úr búðinni. Kaupmaðurinn: „Hvað sagði hún við þig?“ Afgreiðslumaðurinn: „Þ a ð hefir ekki komið rigning lengi“. Matreiðslukona óskast fyrir sex vikna tíma á Sunrice Luth- eran Camp. — Upplýsingar fást hjá Mrs. S. O. Bjerring, 550 Ban- ning Street, Phone 31-760 og Mrs. A. S. Bardal, 843 Sher- brook Street, Phone 26-444. ☆ A. : „Eigum við að taka eitt spil eins og góðir vinir?“ B. : „Nei, við skulum spila bridge". ☆ Kona laxveiðimannsins „Heyrðu, góða! Léstu steikar- pönnuna líka í bakpokann. Mig lagar til að steikja eitthvað af laxinum, sem við veiðum, til að borða, ef okkur skyldi svengja". „Já, elskan, og ég lét líka nið- ur eina kjötdós og kex og ost“. * Skemmlileg gjöf „Hvað! Viljið þér fá fjögur pör af búxum með þessum jakka?“ „Já, sjáið þér til. Það er ný- búið að gefa mér St. Bernharðs- hund, se mhefir gaman af að leika sér“. Athugasemd Við undirritaðir teljum það skyldu okkar að gera athuga- semd við eitt atriði í grein Ár- manns Björnssonar er birtist í Lögbergi 4. maí, er hann nefnir „Galopið bréf til Davíðs Björns- sonar“. í sambandi við tilvon- andi kirkjubyggingu landa hér í Vancouver, kemst Ármann m. a. svo að orði: „Sólskin kvað fýsa að hafa fundi sína í kjall- aranum, en Ströndin spil og dans. Sólskini er búist við að verði hleypt inn, en um Strönd- ina segir mönnum alt þyngri hugur. Hafa Ströndungar hald- ið fram að kirkja væri dauður dráttur eins og hlass, eða bók- stafurinn o. s. frv.“ . . . Þar sem telja má víst að menn leggi þann skilning í ummæli þessi, að „Ströndin“, sem Þjóðræknisfé- lag sé í andstöðu við þá landa hér, sem hafa áhuga á því að byggja kirkju fyrir íslenzkan söfnuð hér í borg, — þá lýsum við undirritaðir yfir því, að um- mæli þessi eru algjörlega til- hæfulaus tilbúningur. Það hefir aldrei á fundum „Strandar“ með einu orði verið minst á kirkju- mál eða trúmál yfir höfuð, og okkur finst það furðulegt að kunningi okkar og félagsbróðir, — Ármann Björnsson, — sem alt fram að þessu hefir verið góður styrktarmaður félagsins, — skuli alt í einu finna köllun hjá sér til þess að bera óhróður á það félag, sem hann er sjálfur meðlimur í. Vancouver, B. C., 20. maí 1950. S. Eymundsson, forseti. Stefán B. Kristjánsson, skrifari. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 19017. —' Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Arborg-Riverton Prestakall 4. júní — Víðir, ensk messa og ársfundur kl. 2 e. h. 11. júní — Geysir, messa og safnaðarfundur kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa og safnað- arfundur kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Trínitatis hátíð. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson FERMINGARBÖRN í FYRSTU LÚT. KIRKJU, 1950. Furby Lorraine Allison, 1046 Downing St., Margaret Jean Anderson, 922 Sherburn St. Jon Garth Arnason, 885 Garfield St. Arthur Thomas Bartlett, 883 Sherburn St. Ronald William Bartlett, 883 Sherburn St. Thor- kell Brandson, 1033 Clifton St. Barbara Mira Einarson, 62 Springside Drive. June Shirley Ellison, 562 Victor St. Olivia Joan Garbutt, 382 Simcoe St. Carole Arlene Goodman, 519 Toronto St. Barry Magnusson, 1079 Spruce St. June Valdeen Magnusson, 1079 Spruce St. John Stephen Matthiasson, 782 Lipton St. Joan Andrea McDonald, 19 Hull St. Doreen Lois Johnson, 709 Simcoe St. Magnus Earl Johnson, 1029 Dominion St. Donald Rae. Marilyn Piggott. Carol Georgina Johnstone, 774 Lipton St. Carol Ann Simmons, 942 Garfield St. Robert Gordon Peterson, 692 Banning St. ☆ í glugga á húsi nokkru var sett auglýsing, sem á stóð. „Pí- anó til sölu“. í glugganum á næsta húsi birtist skilti með að- eins einu orði á: „Húrra!" KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVÍK NYKOMIN—EÁTON#S Sumarsölu Verðskrá Eitt hundrað blaðsíður kjörkaupa Stórgæði er vekja árstíðar hrifningu Ef þér hafið ekki fengið eintak þá fáið það í næstu E A T O N pöntunarskrifstofu, eða skrifið til Winnipeg, og verður það sent ókeypis. — Pantanir afgreiddar samkvæmt EATON nákvæmni. Kaupið og sparið nú þegar með- an úr nógu er að velja. ^T. EATON C?-™, WINNIPEG CANADA KIRKJUÞINGSBOÐ Hér með tilkynnist öllum hlutaðeigendum að 66. kirkju- þing Hins evangelizka lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið, ef Guð lofar, í Arborg-Riverton prestakalli í Manitoba, frá 22. til 26. júní 1950. Þingið hefst með guðsþjónustu og altarisgöngu í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, Manitoba, fimtudaginn 22. júní 1950, kl. 8. e. h. (Standard Time). Sæti á þingi eiga embættismenn kirkjufélagsins, prest- ar þess, og fulltrúar frá hinum ýmsu söfnuðum kirkjufélags- ins, einn fulltrúi fyrir hverja hundrað fermda meðlimi eða brot af hundraði. Þó má enginn söfnuður hafa fleiri en fjóra fulltrúa. Bandalagi lúterskra kvenna eru heimilaðir tveir fulltrúar. Ungmennasambandi kirkjufélagsins eru heimilaðir þrír fulltrúar: einn þeirra frá Manitoba-Saskatc- hewan héraði, einn þeirra frá North Dakota-Minnesota hér- aði, og einn þeirra frá Kyrrahafsstrandarhéraði. Söfnuðir eru beðnir að kjósa kirkjuþingsmenn og vara- þingmenn sem allra fyrst, og senda síðan nöfn þeirra tafar- laust til forseta og skrifara kirkjufélagsins. Samkvæmt lögum kirkjufélagsins, ber öllum prestum þess að sækja þing, og öllum söfnuðum þess ber að senda fulltrúa. Kjörbréfum skal framvísað á fyrsta þingdegi. Dagsett í Árborg, Man., 26. maí 1950. Egill H. Fáfnis, forseti B. A. Bjarnason, skrifari

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.