Lögberg - 22.06.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.06.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374 /-> Clca'í' •’ndcreTS S A Complete Cleaning Inslilution PHONE 21374 Aot*. U*"!'e Clctt'*1' LaU •f'U^ ® A Complete Cleaning Institution 63. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚNÍ, 1950 NÚMER 25 Campbell lýsir yfir viðreisnartilhögun fylkisstjórnar vegna óflæðisins í Manitoba Risavaxið fyrirtæki, sem íslendingar standa að Síðastliðinn fimtudag gerði Mr. Campbell forsætisráðherra Manitobafylkis heyrinkunnar skaðabótaráðstafanir f y 1 k i s - stjórnarinnar vegna áflæðisins í Winnipegborg hinni meiri og Suðurfylkinu; var hér fram úr óvenjulegum vanda að ráða, sem tvísýnt er um hvort öðrum hefði tekist betur til um að leysa; mál þetta er þannig vaxið, að það á að vera, og má til að vera, utan °g ofan við pólitíska sérhags- muna streytu, og verður það vonandi unz yfir lýkur. Skaðabótaráðstafanir Mr. Campbells eru á breiðum grund- velli á þessa leið: Greiða skal eigendum heimila í Rauðárdal, er flóðskemdir surfu að, $3,000 til viðgerða og ondurbóta á heimilum þeirra, og alt að $1,000 vegna viðgerða á peningshúsum; í bæjum skal greiða $300 að auki, þar sem bílaskýli og því um líkt hafa gengið úr lagi. í engum tilfell- um er um eignakönnun að ræða Sen> skilyrði fyrir fjárveitingu, °g mun því alment fagnað verða. Nefnd sú, sem gengur undir Uafninu Red River Valley Hoard, undir forustu Mr. C. E. Joslyns, annast um allar greiðsl- ur> og hún hefir til þess heimild, að hækka framlög yfir $3,000 hámarkið, komist hún að þeirri niðurstöðu, að slíks sé þörf; þar sem svo hagar til, að heimili hafi raskast af grunni, greiðir nefndin þann kostnað, sem af því leiðir, að koma því aftur á sinn rétta stað; greiðslur fyrir aðgerðir a húsum bændabýla, annara en heimila og hlöðubygginga, sem þegar hefir verið skýrt frá, fara fram eftir mati. Þar, sem svo er ástatt, að heim iii hafi sætt slíkum skemdum af völdum flóðsins, að ekki sé unt að gera við þau, fer endtir- bygging fram eftir mati. Engar greiðslutakmarkanir koma til greina varðandi úrbæt- ur til ellistyrksþega, eða njót- endur mæðrastyrks, né heldur heimkomna hermenn, er fá 50 af hundraði í eftirlaun eða nieira, vegna heilsubilunar. Eigendur heimila, sem þurfa sðstoðar við, verða að æskja mats eins fljótt og þeir fá því viðkomið, en það fæst greiðlega með því, að leita til skrifstofu hlutaðeigandi áflæðissvæða í Winnipeg, eða með því að setja si§ í samband við skrifstofu hlutaðeigandi sveitafélaga í á- flæðishéruðunum. Þeir eigendur heimila, er vinna sjálfir að við- gerðum þeirra fá ákvæðiskaup greitt fyrir vinnu sína, eins og Þrennar Qukakosningar Síðastliðinn mánudag fóru fram þrennar aukakosningar til sambandsþings, og voru þær í Montreal-Cartierkjördæmi, Hali f&x og Annapolis-Kings kjör- d*mi í New Brunswick; úrslit urðu þau, að í tveimur fyr- nefndu kjördæmunum gengu Liberaiar slgrandi af hólmi, en 1 því síðastnefnda bar frambjóð- andi íhaldsins hærra hlut. C. C. H-sinnar höfðu frambjóðendur * hjöri í Montreal-Cartier og Halifax, er hlutu sáralítið fylgi, ng sama var um frambjóðendur ommúnista að segja í hinu fyr- nefnda kjördæmi. óviðkomandi menn að öðrum kosti hefðu fengið. Fylkisstjórn hefir mælt svo fyrir, að áminst nefnd flýti fyr- ir því svo sem framast má verða, jafnt í borg sem til sveita, að heimili, sem aðgerða, eða end- urbyggingar þurfa við, komist sem allra fyrst í viðunandi horf; nefndin blandar sér á engan hátt inn í það hverjir um við- geriðir heimila annist; slíkt er .eigendum þeirra í sjálfsvald sett; þeir geta keypt efni hvar, sem þeim sýnist, en verða jafn- framt að hafa á takteinum skrá yfir innkaupsverð; nefndin ann- ast um skaðabótamat og greiðsl- ur; verksvið hennar nær ekki til innanstokksmuna, en á því sviði kemur til kasta flóðsjóðs- ins. Með tilliti til kirkna, verzl- unarbygginga og samkomuhúsa, er tilkall vilja gera til aðstoðar vegna flóðskemda, verða allar slíkar stofnanir, að fá hlutað- eigandi umboðsvöldum umsókn- ir um úrbætur í hendur. Fyrst um sinn verður sömu reglu fylgt um fjölbýlishús og verzlunar- og viðskiptabygging- ar varðandi fjárhagslega aðstoð. Fullnaðarmati yfir tjón af völdum hins geigvænlega á- flæðis, er enn eigi lokið, og má vera að nákvæmari athuganir í þeim efnum breyti að einhverju leyti til; þó er nú kunnugt um Séra Valdimar J. Eylands prestur Fyrsta lúterska safnað- ar, er verður þingprestur á árs- þingi Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, sem tekur til starfa í Riverton í dag. Uppþot í Perú Það er nú í sjálfu sér engin ný bóla þó nokkurra óspekta verði vart í Perúríkinu, og gæti slíkt miklu fremur talist til daglegra viðburða. Venjulegast eru það hernaðarleg klíkuumbrot, er í þann og þann svipinn reyna að sölsa undir sil völdin, ein slík til- raun hefir staðið þar yfir síð- asta hálfa mánuðinn, og höfðu stjórnarandstæðingar, eða upp- þotsmenn, náð á vald sitt annari fjölmennustu borg landsins og hugðu vafalaust gott til kjöt- katlanna; en svo brást þeim bogalistin og fylkingar stjórnar- innar komu þeim að fullu og öllu á kné. Fó atkvæðisréfrt Samkvæmt nýlegum fregnum frá Ottawa, er nú víst talið, að sambandsþing gangi svo frá mál um, að Eskimóum í þessu landi verði veittur atkvæðisréttur; þá er þess og að vænta, að það dragist nú heldur ekki lengur, að Indíánum hlotnist sömu rétt- indi, sem þeir vitanlega áttu fult tilkall til að öðlast. höfuðdrættina, en einmitt þess vegna hefir líka reynst kleift að koma við áminstum úrbótaráð- stöfunum, er í flestum tilfellum virðast drengilegar og sann- gjarnar. Vel að verki verið Náttúrufríðinda ráðherra fylkisstjórnarinnar í Manitoba, Hon. J. S. McDiarmid, hefir ný- lega birt í fimm liðum uppá- stungur, er í þá átt miða, að glæða viðskiptaafl innan tak- marka fylkisins; í fyrsta lagi með auknum auglýsingum með- al iðjuhölda í Canada og Banda- ríkjunum, þar sem athygli sé að því leidd, hve margháttuð skil- yrði séu fyrir hendi varðandi arðvænlega verksmiðjufram- leiðslu í fylkinu> bæði vegna ó- þrotlegrar og ódýrrar raforku til iðnreksturs og greiðra og full- kominna samgangna; í öðru lagi, að verksmiðjuframleiðendur ut- an fylkisins séu hvattir til að kaupa og færa sér í nyt ýmis konar hráefni héðan, sem fylk- ið hafi meira en nóg af; í þriðja lagi, að bjóða hingað fésýslu- mönnum og iðjuhöldum til að kynna sér með eigin augum hin margvíslegu auðæfi fylkisins; í fjórða lagi, að fylkið sendi er- indreka á hina miklu iðnsýn- ingu, sem haldin verður í Chi- cago frá 10.—20. ágúst næst- komandi svo að þeim gefist þess kostur, að kynnast helztu nýj- ungum í iðnaðarframleiðálu Bandaríkjanna, og í fimta lagi, með því að leggja aukna áherzlu á ferðamannastrauminn inn í fylkið. Allar þessar uppástungur Mr. McDiarmids, eru þess verðar, að þeim sé fullur gaumur gefinn. Dr. Harald Gíslason látinn Síðastliðinn föstudag lézt snögglega á North West Army Command sjúkrahúsinu í Ed- monton, Dr. Harald Gíslason, 37 ára að aldri, góður drengur og hið mesta glæsimenni. Dr. Har- ald var útskrifaður í læknis- fræða af háskóla Manitobafylk- is; hann gegndi herlæknisem- bætti og hlaut Majorstign. Dr. Harald var sonur G. F. Gíslasonar lífsábyrgðarumboðs- manns, sem nú er búsettur í Vancouver og fyrri konu hans, frú Ingibjargar, sem látin er fyrir nokkrum árum; auk ekkju sinnar, föður síns og stjúpmóður, lætur Dr. Harald eftir sig tvær systur, Thoru og Beatrice, og margt annað nákominna ætt- ingja, er harma hið óvænta frá- fall hans. Lík þessa unga og gjörfulega læknis var flutt til Vancouver og jarðsett þar í gær. Séra Egill H. Fáfnis forseti Hins evangeliska lút- erska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, er setur ársþing félagsins í Riverton í dag, og flytur þá prédikun. Hert ó löggjöf Dómsmálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Hon. Stuart S. Garson, hefir borið fram í þing- inu þá breytingu á núgildandi refsilöggjöf, að hegning þeirra, sem rjúfa hollustueið og sekir gerast um það, að veita erlend- um þjóðum leynilegar upplýs- ingar, skuli hér eftir nema fjór- tán árum í stað sjö ára, svo sem núverandi löggjafarákvæði mæltu fyrir. Skip sekkur í Rauða hafi Á aðfaranótt síðastliðins þriðju dags sökk í Rauðahafinu brezkt flutningaskip hlaðið sprengiefni, sem átti að fara til Indlands; sprenging kom upp í skipinu, sem ekki er vitað hvernig or- sakaðist, og er sagt að það hafi sokkið í einni svipan; um sjötíu manns týndu lífi, flest Indverj- ar; forráðamenn skipsins voru brezkir. Rúðuneyfisbreyf- ingar í aðsigi Þær fregnir hafa nýlega bor- ist frá Ottawa, að um það, er sambandsþingi slítur, sem senni- lega verður fyrstu dagana í júlí, muni forsætisráðherrann til- kynna nokkrar breytingar á ráðuneyti sínu; þess er meðal annars vænst, að fiskiveiðaráð- herrann, Mr. Mayhew, hljóti sæti í efri málstofunni; hann á sæti á þingi fyrir höfuðborg British Colubiafylkis, Victoria, og verður eftirmaður hans senni lega valinn úr því fylki; þá er það og 'talið nokkurn veginn víst, að Mr. Ralph Maybank, þingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið syðra, verði áð- ur en langt um líður hafinn til ráðherratignar. Það er í rauninn kunnugra en frá þurfi að segja, hve frábærir athafnamenn þeir Stoneson- bræður Ellis og Harry eru, því svo lengi hafa þeir komið við sögu, og vakið á sér athygli vegna drengskapar og framtaks. Það er víst flestum í fersku minni hve mikið íslenzka elli- heimilið Stafholt í Blaine á þeim upp að unna, og hve stór- tækir þeir eru um stuðning við þau málefni, sem þeim eru hug- stæð; rækt þeirra við íslenzkar menningarerfðir hefir í mörg- um myndum komið fagurlega í ljós, eins og ráða má meðal ann- ars af framlagi þeirra til hins fyrirhugaða kenslustóls í ís- lenzkri tungu og íslenzkum bók- Mönnum standa enn í fersku minni áflæðin miklu í Fraser- dalnum í British Columbiafylki 1948, sem orsökuðu geigvæn- legt tjón og surfu hart að því fólki, sem á þeim stöðum bjó; vonuðust menn þá til, að slík ógnarsaga endurtæki sig ekki, að minsta kosti ekki fyrst um sinn; vonandi er og að annar eins óvinafagnaður þjaki aldrei aftur kosti fylkisbúa á svipaðan hátt, þó horfur þar vestra séu eins og sakir standa fremur uggvænlegar; í mörgum ám hefir hækkað all mjög, og eitt- hvað milli fjörutíu og fimtíu mílur austan við Vancouver, hefir allmargt fólk orðið til þess neytt, að flýja óðul sín; allmjög hefir Fraseráin færst í aukana þessa síðustu daga, þótt ekki stafaði þaðan stórhætta, er síð- ast fréttist. Forsætisráðherra fylkisins, Hon. Byron Johnson, hefir verið á ferð um þann hluta fylkisins, ásamt verkfræðingum sínum, þar sem mest er um vatnavext- ina, og tjáist hann þeirrar skoð- unar, að flóðvarnir við Fraserá muni standa af sér hvers konar ágjafir og strauma. Til Kirkjuþingsmanna Kirkjuþing Hins ev. lút. kirkju félags íslendinga í Vesturheimi byrjar með guðsþjónustu og alt- arisgöngu -í kirkju Bræðrasafn- aðar í Riverton, Man., fimtud. 22. júní 1950, kl. 8 e. h. (Standard Time). Máltíð verður til reiðu fyrir kirkjuþingsfólk í Riverton Com- munity Hall frá kl. 5.30 e. h. til kl. 7 e. h. Nefndarmenn verða þar staddir frá kl. 4 e. h. til að leiðbeina fólki og útvega veru- stað. Þeir, sem koma eftir kl. 7 eru beðnir að hitta nefndarmenn við kirkjuna. Hvað keyrsluvegi snertir, gild ir ekki lengur sú aðvörun, sem gefin var í síðasta blaði. Vegur- inn frá Gimli beina leið norður til Riverton er orðinn fult eins góður og aðrir vegir. Stuttur kafli milli Camp Morton og Ár- nes er nokkuð skorinn, en þar fyrir utan viðunanlega góð braut. Hillumsl heilir á kirkjuþingi! Flóðsjóðurinn vex Nú er svo komið, að flóðsjóð- urinn í Manitoba nemur liðlega fimm miljónum dollara, en svo var í fyrstu tilætlast, og það markmið sett, að hann yrði tíu miljónir; hvort það mark næst, er að vísu óráðið, þótt jafnt og þétt streymi nokkurt fé í sjóð- inn og komi víðsvegar að. mentum við Manitobaháskól- ann. Þessir merku Stonesonbræður eiga heima í hinni miklu mil- jónaborg, San Francisco í Kali- forníuríkinu, en þar hafa þeir árum saman rekið byggingar- iðnað í stórum stíl, og standa á þeim vettvangi í fremstu röð þeirra manna, er við slíkum iðn- aði gefa sig í áminstri stórborg. Nú alveg nýverið, hefir skipu- lagningarnefnd San Francisco- borgar, verið að kynna sér til fullnaðarafgreiðslu undirbúning að svo risavöxnu byggingar- fyrirtæki, að annað slíkt mun vart eiga sinn líka, þó þeir þarna suður í Kaliforníu kalli ekki alt ömmu sína þegar um stórbyggingar ræðir. Þeír Stonesonbræður veita nú forstoðu 30 miljón dollara fé- sýslustofnun í San Francisco, sem nú er í þann veginn að koma á fót einu því sérstæðasta byggingarfyrirtæki, sem sögur fara af; þetta byggingarfyrir- tæki verður í rauninni borg inn- an borgarinnar; þetta gímald nær yfir 35 ekrur af landi, og það innibindur meðal annars þriggja hæða deildabúð, leikhús með 1,800 sætum, tvö óvenju umfangsmikil sölutorg, bílastöð, skrifstofubyggingu, sem er 200, 000 ferfet að gólfmáli, lækninga- byggingu, tvo banka, en við höfuðgötuna verður fjöldi sér- munabúða; þá má og tilnefna gildaskála mikinn, búinn öllum þeim fullkomnustu þægindum, sem nútímatæknin ræður yfir; einnig verða til taks sex bíla- stæði, sem veitt geta viðtöku 3,000 bílum; alt verður þetta bákn undir átta, fegurstu og fulkomnustu aðliggjandi þökum, sem veitir þessu nýstárlega mannvirki samræmdan heildar- svip. Þessir mikilhæfu bræður fara ekki dult með hinn íslenzka upp- runa sinn; að slíkum mönnum er hinu fámenna þjóðarbroti okkar vestan hafs mikill og var- anlegur gróði. Fyrsta pósthús í Rauðórdal Hið fyrsta pósthús á þeim slóðum þar sem Winnipegborg nú stendur, tók til starfa 28. febrúar árið 1855 og gekk undir nafninu Red River Settlement Post Office of British North America; tekjurnar af því fyrsta árið námu liðlega 47 sterlings- pundum; pósthús þetta var rek- ið við álitlegum hagnaði, því við lok hins fyrsta starfræksluárs nam tekjuafgangurinn 24 ster- lingspundum; þá voru laun póst- meistara 5 sterlingspund um árið. TILKYNNING Nefndin sem stendur fyrir landnámshatíðarhöldum þeim, sem væntanlega fara fram að Gimli, 6.—7. ágúst n.k., hefir hug á því að sýna sérstakan sóma, öllum hinum upprunalegu ís- lenzku landnemum, sem enn kunna að vera á lífi í Manitoba, og öðrum sem fluttust til Mani- toba fylkis, eða fæddust þar á árunum 1875—80. Nefndin mælist vinsamlegast til þess, að þeir, sem hér kunna að eiga hlut að máli, gefi sig fram við einhvern eftirgreindra manna sem allra fyrst: Davíð Björnsson. Winnipeg, Man. — Snæbjörn Johnson. Árborg, Man. — Wm. Árna- son, Gimli, Man. HAFIÐ BRÚAÐ (Ort á leið á lýðveldishátíð að Mountain, N. Dakota, 16. júní 1950) Óskir, vonir og þakkir þrinnast þennan vorbjarta dag. Ljúft er árdegis æsku að minnast, œttarlandsins með sigurbrag. Brúar hafdjúpið hjartans lag. Hendur tengjast og hugir mœtast, hljómar fagnaðarmál. Draumar frændsemi fagrir rætast, fastar bindast nú sál við sál, bróðurþeli um breiðan ál. Heiður brosir þinn heilladagur, hjartkær feðranna jörð, söguvígður og sumarfagur sveipar Ijóma þinn dal og fjörð. Faðmi gœfan þig, feðrajörð! -RICHARD BECK Áflæði í British Columbia

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.