Lögberg


Lögberg - 14.09.1950, Qupperneq 1

Lögberg - 14.09.1950, Qupperneq 1
PHONE 21374 »v.^ed »*-!Sss»r ,tvCTs A Complele Cleaning Insiiiuíion PHONE 21 374 ciea,vCirs fLOff^^Sb* Liauri •f'VjB- ® A Compleie Cleaning ínsiiiuiion 63. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950 NÚMER 37 Varar við rússneskum óróðri Brúnkolalögin á Skarðsströnd rannsökuð í ór Verður unni að hefja brúnkolavinnslu? í fyrri viku héldu verkalýðs- samtökin brezku ársþing sitt í bænum Brighton, en þau telja nú um 8 miljónir meðlima; á þinginu mætti forsætisráðherr- ann, Mr. Attlee og flutti langa ræðu, þar sem hann varaði á- minst samtök við rússneskum á- róðri, er það markmið hefði, að veikja félagsskap verkamanna og gera forustu þeirra tortryggi- iega í augum almennings; hann lagði sérstaka áherzlu á það, að lýðræðisþjóðirnar yrðu að vaka á verði, og gæta vandlega þeirra réttinda, er þær nú byggi við; kommúnisminn væri grímu- klæddur nazismi, er hygði á ótakmarkaða heimsdrotnun. Mr. Attlee lét þess getið, að vegna hinnar ósvífnu árásar kommún- ista í Norður-Kóreu á Suður- Kóreulýðveldið, yrði það óhjá- kvæmilegt, að hækka til muna útgjöldin til landhers, sjó- og loftflota; en af þessu leiddi að sjálfsögðu það, að fólk yrði að spara við sig og bíða ýmissa þeirra kjarabóta, er stjórnin hefði ákveðið að hrinda í fram- kvæmd. Ekki verður annað sagt, en þingheimur tæki máli forsætis- ráðherra vel, og væri ánægður með málaforustu hans. Hlýfrur tvenn námsverðlaun Thor Thorgrímsson, B.A. Þessi gáfaði íslenzki náms- maður hefir nýlega hlotið tvenn námsverðlaun: Ruben Wells Le- onard fellowship scholarship frá Toronto háskóla og Manitoba Brewers and Hotelmen award. Hann fer senn til Toronto há- skóla, þar sem hann mun halda áfram rannsóknum sínum í mið- aldasögu. Að loknu fjögra ára námi þar, hefir hann í hyggju að takast á hendur háskóla- kenslu. Thor er sonur séra Adams heitins Thorgrímssonar og eftir- Bfandi konu hans, Sigrúnar; hann er fædur að Hayland, ^Æanitoba 1920; stundaði nám yið Lundar miðskóla, en gekk 1 herinn þegar stríðið braust út °g var í herþjónustu í fimm ár. -^ð stríðinu loknu hóf hann namið á ný og útskrifaðist síð- astliðið ár frá United College Bachelor of Arts stigi. Mr. Thorgrímsson er kvæntur Bamelu Thomas; þau eiga tvö ^ðrn, Stefán og Janet. Hær mæðgur frú Solveig Niel- s°n og ungfrú Jóhanna, Ste. 19 ^ccadia Apts., eru nýlega lagðar stað í mánaðarferðalag til ew York, Montreal og Ottawa. Úr borg og bygð Vegna þess, að enn er ófréíí um komu skipsins iil New York, sem Páll Kolka læknir er væni- anlegur með, er enn eigi uní að ráðsiafa fyrirlesirarferðum hans að sinni. ☆ Ferming — Þessi ungmenni voru fermd í Lútersku kirkjunni á Mikley, 13. ágúst s.l. af séra Skúla Sigur- geirsyni: Melvin Gustaf Williams, Þerrina Gladys Sigurgeirson, Marge Katrín Sigurgeirson, Helga Valgerður Linda Paul- son, Sesselja Margrét Doll. ☆ STRÖNDIN vill leiða athygli íslendinga að afmælis-samkomu Gamalmennaheimilisins HÖFN. Verður þar „Silver Tea“ og önn- ur skemtun sem stendur yfir allt eftir nón og fram eftir kveldi 1. október n.k. Mun sam- koma þessi verða auglýst á sín- um tíma, en setjið þetta á minn- ið! ☆ Mr. John Thorsteinson frá Steep Rock, var staddur í borg- inni í vikunni, sem leið. ☆ Fundir í stúkunni HEKLU I.O.G.T. hefjast aftur eftir sum- arfríðið, fimtudaginn 21. sept. á venjulegum stað og tíma. ☆ ~ LEIÐRÉTTING — Úr minningargrein minni um Jóhannes heit. Einarsson, Calder Sask., sem birtist í Heimskriglu og Lögbergi 30. ágúst s.l. hefir því miður fallið úr nafn eins af sonum hans — Halldórs Frank- líns, sem heima á í Prince Al- bert, Sask. Þetta er góðfús les- ari beðinn að athuga. J. J. B. ☆ Gefin voru saman í hjóna- band í Lútersku kirkjunni í Selkirk, laugardaginn 9. sept. Charles William Melind, Winni- peg, Man. og Myrtle Ione Pear- son, Selkirk, Man. Við gifting- una aðstoðuðu Mr. og Mrs. Don- ald FrederichChapman frá Win- nipeg. ☆ Sunnudaginn 3. september voru Jóna Fjóla Thorsteinson frá Arborg, Man. og Ernest Leslie Penwarden frá Winni- peg, Man. gefin saman í hjóna- banda á heimili Penwarden fjöl- skyldunnar við Matlock Beach. Rev. J. C.Mathieson gifti. Þau voru aðstoðuð af Jack Guinlan og Mrs. J. Halldorson, Arborg, Man. Að hjónavígslunni lokinni fór fram veizla að ofangreind- um stað. Samdægurs lögðu Mr. og Mrs. Penwarden á stað í skemtiferð til Ontario. ☆ — GIFTING — Þau Robert Kenneth Sparhes og Lillian Victoria Helgason, Foam Lake, voru gefin saman í hjónaband 3. þ. m., af séra Skúla Sigurgeirsyni, að heimili for- eldra brúðarinnar. Ted Gveritt aðstoðaði brúðgumann og brúð- urin var aðstoðuð af systur sinni, Mrs. G. Laxdal og Yuonne, systur brúðgumans. Mrs. S. Sig- urgeirson söng einsöngva; við hljóðfærið var Qlen Narfason. Delbert Narfason og Jónas Sig- urgeirson vísuðu til sætis. Brúð- guminn er af enskum ættum og brúðurin er dóttir þeirra Helga Helgasonar og konu hans Helgu Narfasonar. Helgi er stórbóndi i Foam Lake-bygðinni og odd- viti sveitarinnar. Að giftingunni afstaðinni var setin fjölmenn veizla. Séra Skúli mælti fyrir minni brúðarinnar; svo mælti brúðguminn fram vel- valin þakkarorð. Framtíðarheimili brúðhjón- anna verður fyrst um sinn í Saskatoon, þar sem brúðgum- inn stundar nám við háskólann. ☆ Dáinn er í Seattle 1. septem- ber, Skapti L. Johnson, 53 ára að aldri. Hann lifa auk ekkj- unnar og eins sonar, Haraldar Leo, háöldruð móðir, Ingibjörg að Oak Point, Manitoba, og þrír bræður: Kári áð Oak Point, Jón og Jónatan í Seattle. Skapta verður nánar minst síðar. A. E. K. ☆ ’ The Chartered Bus for Dele- gates to the Convention of The Lutheran Women’s League will leave from the First Lutheran Church on Friday morning sept. ,15th at 9.15 standard time — 10.15 Daylight Saving time — for Lundar. ☆ Frú Hrund Skúlason frá Geysi, var stödd 1 borginni seinnipart fyrri viku. Frá sambandsþingi Aukaþingið í Ottawa situr enn á rökstólum, þó líklegt þyki, að störfum þess verði senn lokið. í fyrri viku lagði Mr. Abbott fram fjárhagsáætlun sína, sem felur í sér $150.0000 aukningu vegna Kóreustríðsins og annara þarfa til hervarna; til þess að standa straum af þessum auknu útgjöldum, hafa skattar á mun- aðarvöru hækkað nokkuð, og einnig skattar stóriðjufyrir- tækja. Persónulegur tekjuskatt- ur verður óbreyttur. Bálfarir fara í vöxt hér á landi Úlfararkoslnaður lækkar að mun Síðan bálstofan í Fossvogs- kirkjugarði tók til starfa 1947 hefir 71 lík verið brennt þar, og fara bálfarir mjög í vöxt meðal íslendinga. Þar sem bálstofur hafa tekið til starfa erlendis hef- ir tala þeirra sem brenndir eru ekki vaxið jafn'ört og hér á landi. Um 70% allra jarðarfara i Reykjavík fara fram frá Foss- vogskirkju, enda sjást nú sjald- an líkfylgdir á götum bæjarins Til dæmis má geta þess, að í júlímánuði fóru fram 17 jarðar- farir frá Fossvogskirkju en ekki nema 7 frá öllum kirkjum bæj- arins samanlagt. Sú nýjung hefir verið tekin upp við jarðarfarir í Fossvógs- kirkju að öll útförin fer fram í kirkjunni sjálfri og þar er einn ig rekunum kastað og losnar fólk við þau óþægindi að standa við gröfina úti í garðinum þegar vond eru veður eins og oft er hér að vetrarlagi. Útfararkostnaður hefir einnig lækkað og kostar útför, þegar um greftrun er að ræða frá 1000 til 1300 kr. en bálför kostar um 800 til 900 kr. Fyrir sunnan kirkjuna er ver- ið að útbúa reiti þar sem duft- öskjum verður komið fyrir. Ef óskað er, fást þar reitir sem eru 40 sinnum 40 centimetrar að stærð og ætlaðir eru fyrir duft- öskjur. Einföld plata með nafni hins látna verður svo komið fyr- ir á leiðinu. TÍMINN, 16. ágúst Göfug kvenhetja látin Frú Valgerður Sigurðsson Síðastliðið föstudagskvöld lézt að heimili sonar síns og tengda- dóttur í Riverton, frú Valgerð- ur Sigurðsson 94 ára að aldri, ein af gagnmerkustu mæðrum landnámsins í Nýja-íslandi; hún var ættuð frá Svarfhóli í Borgar- firði hinum syðra, og ekkja eft- ir hinn stórbrotna athafnamann, Stefán Sigurðsson fyrrum kaup- mann að Hnausum hér í fylk- inu; útförin hófst með hús- kveðju á heimilinu, en síðar með kveðjumálum í kirkju Bræðra- safnaðar; kveðjumálum stýrðu þeir Dr. Rúnólfur Marteinsson og séra Bjarni A. Bjarnason, í kirkjunni söng Mrs. Bjarni A. Bjarnason, en við hljóðfærið var Mrs. S. A. Thompson; jarðsett var í Breiðuvíkur-grafreit í grend við Hnausa. Þessarar stórmerku konu verð ur frekar minst við allra fyrstu hentugleika. Átökin harðna . Herfylkingar sameinuðu þjóð- anna færast nú mjög í aukana upp á síðkastið í Kóreu, og sýn- ist nú svo komið, að miklu frem- ur sé um sókn en vörn að ræða af þeirra hálfu; liðssveitir frá Bretlandi eru nú komnar til víg- Stöðvanna og láta mikið til sín taka; þá hefir og flugflota hinna sameinuðu þjóða á áminstum vígstöðvum, aukist allverulega fiskur um hrygg. Frú Björg ísfeld Tekst á hendur organistastarf Svo hefir skipast til, að frú Björg ísfeld hefir nýlega tekist á hendur organistastarf við Fyrstu lútersku kirkju hér í borg, og mun því alment fagn- að verða; hún hafði áður haft um hríð þetta starf á hendi við kirkjuna, og sýndi í því, auk viðurkendra hæfileika, frábæra skyldurækni. Frú Björg stendur í fremstu röð hljómlistarkennara þessa fylkis, og var í vor, eins og Lög- berg þá skýrði frá, kosin forseti hljómlistarkennara sambandsins í Manitoba. Eins og kunnugt er eru á Skarðsströnd allmikið brún- kalalög í jörðu. Hafa kol stundum verið tekin þar til eldsneytis úr fjörunni og á styrj aldarárunum voru unn- ar fjögur hundruð lestir brúnkola úr námu í landi Skarðs á Skarðsströnd, og átta lestir í landi Tinda. Tíðindamaður frá Tímanum átti í gær símtal við Kristin bónda Indriðason á Skarði, og sagði hann, að nú um mánaða- mótin hefðu menn verið við bor- anir í Tindalandi og er búið að bora eina 45 metra djúpa holu, en verið að bora aðra. Fleiri hol- ur er fyrirhugað að bora. Kolalögin 2—3 m. þykk. Kolalögin á Skarðsströndinni eru upp frá flæðarmálinu, og verður vitanlega þykkara jarð- lagið ofan á þeim, er ofar dreg- ur. Á Skarði var kolunum skip- að út svo að segja beint úr opi kolanámunnar, þegar kolanám VEITIÐ ATHYGLI! Eins og undanfarin ár hefir Kvenfélagið „Eining“ á Lundar ákveðið að hafa haustboð fyrir aldraða fólkið, 60 ára og eldra, sem heima á norðan við Mani- tobavatn, í Lundarbæ og bygð- inni umhverfis og á Oak Point, með sama fyrirkomulagi og áð- ur, að hafa al-íslenzka skemti- skrá og kaffidrykkju. Fylgdar- mönnum, sem sumir þurfa að hafa, er einnig vinsamlega boð- ið og öllum þeim, sem áður hafa sótt þessi haustboð og hafa tæki- færi til að koma. Samkoman verður haldin sunnudaginn 24. sept. 1950, kl. 1.30 í Lundar-samkomuhúsinu. Við vonum að sjá sem flest af gamla fólkinu þennan dag. Fyrir hönd Kvenfélagsins Eining Vinsamlegast, Björg Björnsson, forseti Rannveig GuSmundson, skrifari Á sambandssvæði Búnaðar- sambands Borgfirðinga er ráðgert ^að reisa a. m. sjö votheysturna í sumar, og er byggingu fimm þeirra lokið. Tíðindamaður blaðsins hitti Hauk Jörundsson, kennara á Hvanneyri, en hann hefir haft umsjón með byggingu turnanna fyrir hönd sam- bandsins. Turnarnir hálfir í jörð. Turnar þessir eru byggðir því sem næst hálfir í jörð, sagði Haukur. Þeir eru sex metrar á hæð og gerðir úr mjög sterkri járnbentri steinsteypu. Þvermál þeirra er fjórir metrar og eiga þeir að geta tekið um fimm kýr- fóður. Þeir eru steyptir í mót frá S. í. S. Þarf ekki saxblásara. Höfuðkostur þessara turna er sá, að ekki þarf saxblásara til þess að koma heyinu í þá. Sax- blásarar eru dýrir, kosta líklega um 10 þúsund kr. Þar sem turn- arnir eru hálfir í jörð verður meirihluti heysins í jörðu að vetri og frýs því minna og má gera sér vonir um minni var stundað þar á stríðsárunum. Kolalögin munu á þessum slóðum vera tveggja til þriggja metra þykk, og rannsóknir hafa sýnt, að þetta eru góð brúnkol. Lokaþállur rann- sóknarinnar. Boranir þær, sem nú eru fram kvæmdar, eru lokaþáttur í rann- sókn á því, hvort vinnandi veg- ur sé að hefja þar kolanám á venjulegum tímum. Félag, sem stofnað hefir verið í því skyni, að hefja þarna námu vinnslu, ef fært þykir, stendur fyrir þessum rannsóknum, og er Haraldur Guðmundsson frá Háeyri framkvæmdastjóri þess. TÍMINN, 16. ágúst Skipaður prófessor Dr. T. J. Oleson Nú við byrjun yfirstandandi háskólaárs, hefir Dr. T. J. Oleson verið skipaður prófessor við sagnfræðideild Manitobaháskól- ans. Dr. Oleson hafði áður kent sagnfræði við Jon Bjarnason academy, Grandview Collegiate, British Columbia háskólann og United College í Winnipeg; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. G. J. Oleson í Glenboro, hefir hlotið mikilvæga námsstyrki og er lær- dómsmaður með ágætum. Dr. Oleson er varaforseti Þjóðrækis- félags Islendinga í Vesturheimi. skemmdir af þeim sökum. Hæð- in er heldur ekki meiri en svo, að víðast má koma fyrir ská- borðum af heyvögnunum upp í hliðarop turnsins og draga hey- ið inn af bifreiðum eða heyvögn- um. Hey mun verða sett í alla þessa turna í Borgarfirði í sum- ar. Margir biðja um iurna. Eins og fyrr segir er búið að byggja fimm turna, verið er að steypa hinn sjötta og einn er eftir. Efni er ekki til í fleiri turna, en fáist það, sem enn er óvíst, munu nokkrir fleiri verða steyptir í sumar áður en mótin fara í aðra landshluta. Margir hafa beðið um slíka turna en líkur til að þeir verði að bíða til næsta sumars. Turnar þeir, sem gerðir eru í sumar, eru á þessum bæjum: Tveir á Hæli í Flókadal, einn á Oddsstöðum í Skorradal, einn á Indriðastöðum í Lundar-Reykja- dal, einn í Ferjukoti og verið er að steypa turn á Lambastöðum en eftir er að byggja turn á Litlu-Brekku. TÍMINN, 16. ágúst Sjö votheysturnar byggðir í Borgarfirði í sumar Þeir eru sleyplir hálfir í jörð, og þarf ekki saxablásara til að koma heyinu í þá

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.