Lögberg - 14.09.1950, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950
3
Séra Jón Auðuns dómkirkjupreslur:
Biskupinn yfir íslandi, doktor
Sigurgeir Sigurðsson, sextugur
Við þeirri ósk Morgunblaðsins
að skrifa nokkur afmælisorð um
herra biskupinn sextugan vil ég
fúslega verða. Svo oft hafa leið-
ir okkar legið saman, frá því
er ég gekk til hans sem ferm-
ingardrengur, þegar hann var
nýorðinn prestur á ísafirði, og
fram til þessa dags.
En það er vandhæfni á að
skrifa um mann, sem enn stend-
ur í hita starfsdagsins, en virð-
ist eiga miklum starfskröftum
að fagna, og er einráðinn í að
leiða mikið dagsverk til lykta.
En svo er um herra biskupinn.
Ég veit heldur ekki hvort hon-
um er mjög að skapi, að á lofti
sé haldið þessum áfanga ævi
hans. Mér hefir aldrei fundist
hann kæra sig um slíkt.
Hann kom prestur til Isafjarð-
ar sama árið og hann lauk em-
bættisprófi frá háskólanum, og
hafði þar prestsþjónustu á hendi
um 22. ára skeið, og var prófast-
ur í Norður-ísafjarðarsýslu í
tólf ár, unz prestar landsins
kjöru hann til biskupstignar.
Á undan honum var prestur á
ísafirði séra Magnús Jónsson,
síðar prófessor, alkunnur hæfi-
leikamaður og einn glæsilegasti
kennimaður þjóðarinnar á þeirri
tíð. Eftir slíkan mann var ung-
um kandídat ekki vandalaust að
koma. En innan skamms átti
séra Sigurgeir frábærum vin-
sældum að fagna meðal sóknar-
barna sinna. Prúðmennska hans
gat verið öllum til fyrirmyndar.
Hin hátíðlega altarisþjónusta og
ljósar, hjartnæmar prédikanir
gerðu mönnum ljúft að sækja
til hans guðsþjþnustur. Af alúð
sinni og samúð með mönnunum
varð hann sálusorgari, sem
menn elskuðu. 1 félagsmálum
þar vestra vann hann stórmikið
starf, og þótt það gæti eðlilega
ekki orðið árekstralaust með
öllu, hygg ég að ævinlega hafi
furðu fljótt tekist fullar sættir
aftur með honum og þeim, sem
öðruvísi höfðu litið á málin en
hann. Þess vegna söknuðu menn
hans mjög, er hann hvarf frá
ísafirði.
Af vestfirskum prestum hafði,
hann miklar og verðskuldaðar
vinsældir, enda veitti hann for-
ystu félagsmálum þeirra, og all-
ir áttu þeir erindi við hann.
Frjálsmannlegt viðmót og hisp-
Urslaust frjálslyndi í skoðunum
féll stéttarbræðrum hans vel
þar vestra, enda kjöru þeir hann
til prófasts í fyrsta sinn, er til
slíkra kosninga kom eftir að
hann kom vestur.
Hann var ágætur æskulýðs-
fræðari, og stóð kristilegur æsku
lýðsfélagsskapur með miklum
blóma undir forystu hans, er
hann fluttist frá ísafirði.
Þegar að því kom að dr. Jón
Helgason legði niður biskups-
dóm var prestunum ljóst, að
mikill vandi var að velja honum
eftirmann, því að í hafróti
breyttra tíma var að verða æ
örðugra að stýra skipi kirkj unn-
f-r- En fyrir þessum vanda trúðu
þeir prófastinum á ísafirði, og
Var séra Sigurgeir vígður bisk-
Upsvígslu Jónsmessudag, 24
júní 1939.
Um biskupsdóm hans kann að
vera of fljótt að dæma enn, þar
sem vér vonum, að þar njóti
nans enn lengi við, en á þessum
timamótum blessa fjölmargir
Þann ellefu ára biskupsferil, sem
er að baki.
Er vér lítum til þess, sem ligg-
ur nasst, dylst ekki, að ólíkir
menn voru þeir um margt herra
nn og herra Sigurgeir, annar
i-ithofundurinn og fræðimaður-
lnn’ ^inn athafnamaðurinn og
atkastamaðurinn í praktísku
s arfi. Og engum er gert rangt
U af ágætum fyrri biskupum
P°tt fullyrt sé, að engum þeirra
afi betur tekist en honum að
Vlnna að velferðarmálum prest-
han„nt-FöðurIeg umhyggJa fyrir
gsbotum þeirra hefir lýst sér
Herra Sigurgeir Sigurðsson,
dr. iheol.
fagurlega í þrotlausu starfi, og
með dugnaði sínum og þeim
hyggindum að kunna að grípa
tækifærin, þegar þau gáfust,
hefir honum tekist að vinna
stórmikið fyrir prestana, sem
hann var settur yfir. Enda hefir
sumum þótt nóg um þá um-
hyggju, sem hann ber fyrir
prestsheimilunum og prestssetr-
unum, sem hann þráir að verði
að kristnum menningarmið-
stöðvum í hverri byggð.
En þetta er herra biskupinum
ekki annað en hin ytri umgerð
um það andlega líf, sem hann
þráir að kirkja íslands veki með
þjóðinni. Menn eru vitanlega
ekki allir á sama máli og hann
um það, hvernig kirkjan í land-
inu eigi að starfa. Á biskupa-
fundum erlendis, bæði á Norð-
urlöndum og í Bretlandi, hefir
einurð, drengileg og hispurslaus
framkoma hans vakið athygli.
Þar hefir hann reynst virðuleg-
ur fulltrúi íslenzku kirkjunnar.
Eins og eining íslenzku kirkj-
unnar inn á við er honum brenn-
andi áhugamál, svo er hann lif-
andi áhugamaður um kirkjulega
eining um heim allan. En hann
er sannfærður um, að vér Islend
ingar getum ekki farið að öllu
eftir því, hverja stefnu kirkjur
annarra landa kunna að taka um
starfsaðferðir sínar og háttu,
heldur verði íslenzk kirkja að
mótast eftir einkennum íslenzkr
ar þjóðarsálar og íslenzks skap-
ferlis, að öðrum kosti geti hún
ekki staðið djúpum rótum með
þjóðinni. Þess vegna mótast við-
horf hans mjög af því, að með
fullri gagnrýni eigum vér að
taka stefnum þeim, sem mótast
kunna í öðrum löndum, t. d. í
systurkirkj unum á hinum Norð-
urlöndunum. Að svo miklu leyti,
sem þjóðarsál vor sé ólík því
sem er með frændþjóðum vor-
um, verði kirkjan hér að bera
annan svip. Á íslandi verður að
vera íslenzk kirkja, þess vegna
sé það engan veginn víst, að það,
sem hæfi öðrum þjóðum í trú-
arefnum, hæfi oss.
Og herra biskupinn er sann-
færður um að á íslandi verði
kirkjan að vera frjálslynd
kirkja, að öðrum kosti geti hún
ekki staðið föstum fótum í ís-
lenzkri þjóðarsál. Guðfræðilega
mótun sína fékk hann hjá kenn-
urum sínum á háskólaárunum,
þeim prófessorunum Haraldi
Níelssyni, Jóni Helgasyni og
Sigurði P. Sívertsen. Þar hlaut
biskupshugsjón hans þá eld-
skírn, sem hefir mótað allt starf
hans í biskupssessi, og þessari
hugsjón er hann fús að þjóna
svo lengi, sem Guð gefur hon-
um kraft til.
Á yfirreiðum sínum um land-
ið, sem hann hefir rækt að beztu
biskupa hætti, hefir þessi skoð-
un hans á sambandi kirkjunnar
og þjóðarinnar styrkst, enda
hefir hann áunnið sér miklar
vinsældir úti um landið.
Ég er ekki viss um að í nokkru
öðru heimili í Reykjavík sé
gestkvæmara en í biskupssetr-
inu að Gimli, en þar stendur við
Business and Professional Cards
hlið húsbóndans biskupsfrúin
Guðrún Pétursdóttir. Heimilið
hefir .hún ekki aðeins gert dýr-
mætt eiginmanni og börnum,
heldur hefir hún nú um ellefu
ára skeið rekið heimili, þar sem
flestir ef ekki allir íslenzkir
prestar hafa notið frábærrar al-
úðar og rausnar, — og heimili
þar sem öllum hefir verið vistin
jafn ljúf, hinum tignu gestum,
innlendum og erlendum, og fá-
tæku umkomulitlu alþýðufólki.
Þar hefir hjarta húsfreyjunnar
dregið hið ólíkasta fólk saman
að breiddu rausnarborði.
Á prestsskaparárunum vestur
á ísafirði þjónaði séra Sigurgeir
um skeið Bolungarvík, auk
heimakirkjunnar. Er þangað út
eftir hinn erfiðasti vegur, hættu-
samur og torfær. Þangað fór
presturinn þrásinnis fótgang-
andi um vetur sem sumar og
söng messuna fyrir þakklátum
söfnuði eftir margra klukku-
stunda göngu um urðir, svell-
bungur og ófærur. Menn dáðust
þar vestra að þeirri þjónustu,
þeim lifandi áhuga, þeirri sívak-
andi samvizkusemi. Eftir nokkr-
ar vikur fer biskupinn þangað
vestur til að vígja nýjan bílveg
um þessa leið, og hann vígir þá
um leið stóran steinkross, sem
verið er að reisa á ófærunni
gömlu, sem hann hefir oft farið
sjálfur til að flytja fagnaðar-
erindið.
Ég þykist vita, að þetta verk
verði herra biskupnum sérstak-
lega ljúft, að þeirri beiðni gamla
sóknarfólksins sé honum kært
að sinna. Biskupshugsjón hans
er sú, að reisa kross í hverri
sókn og hveri byggð, merki
Krists um Island allt.
Allt starf hans er borið uppi
af lifandi sannfæring um, að
undir því merki muni þjóð vor
sigra alla erfiðleika og hættur:
IN HOC SIGNO VINCES.
Guð blessi þann biskupsdóm
og gefi íslenzkri kristni sigur
krossins.
Jón Auðuns
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Heykhftfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frð aö rjúka út
meö reyknum — Skrifið sfmið til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street, Wínnipeg
Just north of Portage Ave.
Simar: 33-744 — 34-431
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith Si. Winnipeq
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Soiicltor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrislers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 961
JOHN A. HILLSMAN,
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
QI FICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
8UITE « — 652 HOME ST,
Viötalstlmi S—5 eftlr hádegl
Bretar heiðra íslenzka
björgunarmenn
Hátíðleg athöfn hjá brezka sendiherranum í gær, er Slysavarna-
fél. voru færðar gjafir, en björgunarmenn hlutu viðurkenningu
/
1 gær voru heiðraðir íslenzkir menn, sem unnu að björgun skips-
hafnar af brezkum togara, er strandaði við Reykjanes í aprílmán-
uði síðastliðnum. Var haldin hátíðleg athöfn í brezka sendiherra-
bústaðnum í gær, þar sem gjafir og heiðursviðurkenningar voru
afhentar og ræður fluttar af hálfu Breta og íslendinga.
Strandaði í þoku
við Reykjanes
Nánari tildrög þessarar viður-
kenningar, sem íslenzkir björg-
unarmenn hafa orðið aðnjót-
andi eru þau, að hinn 24. apríl
síðastliðinn strandaði brezki tog
arinn Preston North-End í þoku
rétt við Reykjanes. Hvassviðri
var og var talið að allir menn-
irnir hefðu farízt, ef fljótlega
hefði ekki tekizt að bjarga.
Að björguninni unnu þrír vél-
bátar íslenzkir: Fróði, Jón Guð-
mundsson og Sæbjörg, auk
brezkra togara.
Giftusamleg björgun
„Góðar gjafir, en vináttan
meira virði"
Séra Jakob Jónsson þakkaði
fyrir hönd Islendinganna og
flutti stutta ræðu, þar sem hann
lagði áherzlu á það, að íslenzkar
björgunarsveitir ynnu ekki störf
sín í því skyni að fá viðurkenn-
ingar, heldur af einskærri hjarta
gæzku og ást til náungans. Þetta
væri hugsjónastarf og þess
vegna væru slysavarnasamtökin
í landinu svo sterk, sem raun
beri vitni. Hann lauk máli sínu
með því að vitna til orða Gunn-
ars á Hlíðarenda, er hann lof-
aði gjafirnar, en sagði að vin-
áttan væri þó meira virði.
íHlDQÍSIÍEfi
JEWELLERS
447 Portage Ave,
Also
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph, 926 886
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and lnsulated
.Sidine — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Denttst
506 SOMERSET BUILDINQ
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talslml 925 826 HelmiUs 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOinour t augna, eyma, nef
oo kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Björgun skipbrotsmannanna
gekk vel og varð hin giftusam-
legasta. Tókst íslenzku bátun-
um að bjarga 18 mönnum af 22
manna áhöfn. Aðrir aðilar björg
uðu hinum fjórum, en einn
þeirra lézt þó síðar af völdum
vosbúðar. Er talið fullvíst, að ef
ekki hefði tekist að bjarga svona
fljótt hefðu allir af áhöfninni
farizt, enda mátti skipið heita í
kafi morguninn eftir.
Fulltrúar Breta komnir
Bj örgunaraf rek þetta vakti
talsverða athygli í Bretlandi og
eru nú komnir hingað til lands
þrír skozkir menn til að verð-
launa og sýna þeim sóma, er
stóðu að hinni giftusamlegu
björgun. Tveir þeirra eru full-
trúar tryggingarfélagsins, en
einn fulltrúi útgerðarinnar, sem
átti togarann.
í gær hafði svo brezki sendi-
herrann boð inni, þar sem hinir
brezku gestir afhentu gjafir sín-
ar. Var það ávísun til Slysa-
varafélagsins, að upphæð 100
sterlingspund. Auk þess fá ein-
staklingar, sem þátt tóku í björg
uninni, 31 heiðursskjal, eða
skrautritað ávarp, sem þakk-
lætis- og viðurkenningarvott.
Tveimur þessara manna var í
gær afhent viðurkenningarávörp
in. Voru þeir báðir úr slysa-
varnadeildinni í Grindavík. Eru
það þeir Sigurður Þorvaldsson
og Árni Magnússon. Til fleiri var
ekki hægt að ná í gær, enda eru
flestir þeirra, sem heiðurinn eiga
að hljóta, bundnir við skyldu-
störf í öðrum landsfjórðungi,
nefnilega við síldveiðarnar fyr-
ir Norðurlandi.
Munu brezku fulltrúarnir fara
ti.l Norðurlands í dag og af-
henda þá viðurkenningar til
þeirra manna, sem hægt verður
að ná til.
TÍMINN, 27. júlí
Dánarfregn
Þann 12. ágúst s.l. andaðist að
heimili dóttur sinnar Mrs. Fjólu
McKay, Maryfield, Sask., Jakob-
ína Hallgrímsdóttir Símonarson
í hárri elli. Hún var fædd á
Kotamýrum í Ljótavatnshreppi
í Suður-Þingeyjarsýslu (og
samkvæmt manntalsbók séra
Friðriks Hallgrímssonar er hún
fædd í apríl 1854). Hún kom til
Vesturheims, og í Hólabygðina
í S. Cypress-sveitinni ári síð-
ar. Þar giftist hún Jónasi Snorra
syni, er var bróðir Símonar föð-
ur W. G. Simmons og Mrs. J. B.
Skaptason í Winnipeg. Jónas dó
1913. Síðan hefir hún verið á
vegum barna sinna, lengst í
þessu umhverfi, en nokkur síð-
ustu árin hjá dóttur sinni í
Sask.
Börn hennar: Elfcti sonur
hennar, Gestur Davidson, húsa-
byggingamaður í Souris, Man.;
Arilíus, dó 1942; Ingibaldur,
Hilton, Man., starfar fyrir
C.N.R.-járnbrautarkerfið; Odd-
ný Fjóla fullu nafni (Mrs. Mc-
Kay áðurnefnd); stjúpdóttir enn
á lífi; (Guðrún) Mrs. J. Benson
í Winnipeg.
Jakobína verðskuldaði virð-
ingu samferðafólksins, hún var
heilsteypt kona, skipti sér ekki
að þarflausu um annara hagi, en
vann sitt verk með trúmensku.
Hún var verklagin, iðjusöm,
sparneytin og ráðdeildarsöm;
hafði sterka sál og líkama og var
haglega greind, en lét lítið yfir
sér.
Hún var jarðsungin frá ís-
lenzku kirkjunni í Glenboro 16.
ágúst. Séra E. H. Sigmar jarð-
söng.
G. J. Oleson
Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h.
Phone 927 03S
H. J. H. Palmason. C.A.
H. J. PALMASON * CO.
Chartered Accountante
505 Confederatlon Ufe Bldg.
Wlnnipeg Manltoba
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selklrk. Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offtce 2« — Re«. 280
Offlce Phone Ree Phone
924 762 726 116
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDO.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
DR. H. W. TWEED
Tannlæknir
508 TORONTO GEN. TRUST8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIPKO
Office 933 587 Res. 444 389
S. A. THORARINSON
BARRISTER and SOLICITOR
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Main Street
WINNIPEG CANADA
SARGENT TAXt
Phone 722 401
FOR QUICK RKLIABLE
8ERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ WPQ.
Fastelgnasalar. Lelgja húa. Ot-
vega penlngal&n og eldsAbyrgB
blfreiCa&byrgC, o. 8. frv.
Phone 927 518
Andrews, Andrews.
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfræfjinoar
2093ANK OF NOVA SCOTIA B</
Portage og Oarrv 8t.
Phone 928 291
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fraah
and Frozen Flsh.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 72 917
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um ttt-
farir. Allur útbúnaCur s& beztl.
Ennfremur selur hann allskon&r
minnisvarOa og legsteina.
Skrlfstofu talslml 27 324
Helrnills talsiml 26 444
Phone 23 996 7«1 Notre D&me Ave.
Just West of New Maternity Hospltal
Nell's Flower Shop
Weddíng Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Nell Johnson Ruth Rowland
27 482 88 790