Lögberg


Lögberg - 14.09.1950, Qupperneq 4

Lögberg - 14.09.1950, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950 lögterg Gefl6 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanátkrift ritstjórant: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um 4rið—Borgist íyrirfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Clasa Mail, Post Office Department, Ottawa Veglegt og verðskuldað minnismerki Á mánudaginn þann 4. yfirstandandi mánaðar var afhjúpaður veglegur minnisvarði í minningu um eitt höfuðskáld íslendinga að fornu og nýju, Stephan G. Stephansson, og var þá formlega tekinn til afnota nýr skemtigarður í Alberta fylkinu í grend við Markerville í heiðursskyni við hinn mikla andlega höfðingja, er þar bjó um langt skeið, orti máttug, ódauðleg Ijóð, en erjaði jafnframt jörðina og gerði hana sér undirgefna; það var Sögustaða- og Minnismerkjanefndin í Canada, er beitti sér fyrir um framkvæmdir málsins, form minnis- varðans og tilhögun, en hið opinberlega stóð straum af kostnaðinum; það er því canadíska þjóðin í heild, sem með áminstu minnismerki og hátíðahaldi í tilefni af af- hjúpun þess, heiðrar hið spaka og stórbrotna skáld, sem nú er alment talið að hæzt rísi meðal samveldis- þjóðanna brezku; þetta hlýtur að vera okkur íslend- ingum mikið fagnaðarefni, og það ætti að vekja hjá okkur hollan metnað, sem hvorki á skylt við þjóðernis legan gorgeir né mont. Prófessor Skúli Johnson, sem sæti á í áminstri Sögustaða- og minnismerkjanefnd, var aðalræðumað- ur við afhjúpunarathöfnina, og þarf eigi að efa, að ræða hans hafi verið íturhugsuð og mikið í hana spunnið, en vegna þess að líkur munu á að hann flytji ræðuna fyrir íslendingum hér í borg áður en langt um líður, hefir Lögberg enn, sem kqmið er, ekki farið fram á að fá hana til birtingar; það var okkur íslendingum lán, að prófessor Skúli skyldi verða valinn til áminsts ræðu- flutnings, því hann er manna kunnugastur ljóðum Stephans G. Stephanssonar, og sjálfur kunnur að skáld- skygni. Minnisvarðinn, að því er prófessor Skúla sagðist frá, er tíu feta hár og samsvarar sér vel að öllum hlut- föllum, og hann prýðir viðeigandi áletrun; hann stend- ur þárna fram í aldir eins og klettur upp úr sléttuhaf- inu, eins og „hreinskilnin klöppuð úr bergi“. Minnis- varðann afhjúpaði sonur skáldsins, Jakob K. Stephans- son; margmenni var viðstatt afhjúpunarathöfnina, er var um alt hin virðulegasta, en dásamleg veðurblíða faðmaði umhverfið allan daginn. Flokkur íslendinga, söng þjóðsönginn, Ó, guð vors lands, er vakti djúpstæða hrifningu veizlugesta; í at- höfninni, auk prófessors Skúla, og ýmissa annara, tóku þátt prófessor Long frá háskóla Alberta-fylkis, og Ó- feigur Sigurðsson frá Red Deer, aldavinur hins látna stórskálds, er átti að því frumkvæði, að skáldinu yrði reistur minnisvarði á býli þess; er Ófeigur um alt hinn mesti sæmdarmaður, vinfastur og hollráður. Af furðulegum ástæðum andaði um hríð kalt í garð Stephans G. Stephanssonar frá ýmissum samlöndum hans hér í álfu, er jafnvel sýndust fúsir ‘til að leggja á sig ómök til að misskilja hann og lífsskoðanir hans, en slíkt hrein ekki á honum til neinna muna, til þess var hann of stór, en hinir of smáir; en góðu heilli, var heimaþjóðin fljót að átta sig á Stephani G. Stephans- syni og meta snildarverk hans í ljóði, og það gerðu líka margir merkir menn vestur hér; í hugsjónalífi hans var hátt til lofts og vítt til veggja, og nú heíir að minsta kosti kjörþjóðin hans, canadíska þjóðin, auðsýnt hon- um meiri sæmd, en flestum hinna innfæddu sona henn- ar fram að þessu hefir hlotnast. GUÐ ( HJARTA ## ## eflir dr. RÚNÓLF MARTEINSSON Fimm kirkjuþings prédikanir, 1949. Gefnar út á 50 ára prestsvígslu afmæli höfundarins. — Kostnaðarmenn: Nokkrir vinir. Prédikana söfn eru yfirleitt ekki sú tegund bók- mennta sem fólk sækist eftir nú á dögum, fáir gefa sér tíma til að lesa langar ræður um kirkjuleg eða kristi- leg efni. En hér er aðeins um örstuttar hugvekjur að ræða sem hver um sig fjallar um ákveðið efni, og gera því skil á látlausu en fögru máli. Þrjár af hugleiðing- um þessum eru á íslenzku; er sú fyrsta þeirra „Guð í hjarta“ samin út af Orðskv. 4:23. „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru“. „Guð í fegurðinni“, Matt. 6:28—29, og „Hin mikla þörf á krafti Guðs í freistingum“, Matt. 6:13. Tvær eru á ensku: „Love in Deed“, John 15:1—10, og „Rejoice and Remember", Ecc. 11:9—10; 12:1—21. En fremst í ritinu er stutt ávarp á ensku sem séra Skúli Sigurgei^sson flutti í kirkjuþinginu í Argyle. um leið og fimmtíu ára prestskapar afmælis séra Rúnólfs var minnst. En það var á því kirkjuþingi að séra Rúnólfur flutti þessar hugleiðingar sem þingprestur. Þessar hugleiðingar hafa vakið athygli manna vegna efnis síns og anda. Hinn mikilvirki bókmennta- og fræðimaður dr. Beck, segir um þær í bréfi: „Las prédikanirnar þegar í einni lotu núna um helgina mér til ánægju og uppbyggingar. Þær eru markvissar, anda til lesandans djúpri trúartilfinningu og hjartahlýju“. Gunnar Björnsson skattstjóri í St. Paul segir: „These meditations are rich in worth-while thoughts, and it is nice to have them in the convenient form here pre- sented“. Bæklingur þessi var prentaður skömmu fyrir s.l. kirkjuþing sem haldið var í Norður Nýja íslandi, og var allmikið af upplaginu, sem er mjög takmarkað, selt þar. Nokkur eintök eru þó enn eftir og má panta þau hjá Mrs. B. S. Benson á skrifstofu Columbia Press. Verðið er aðeins 50c eintakið, og rennur það til höfundarins. Bókin er einkar hentug til tækifærisgjafa, auk þess sem hún varðveitir nöfn hinna mætu hjóna, frú Ingunnar og séra Rúnólfs, en góð mynd af þeim fylgir ritinu. V. J. E. Modern lcelandic Poets By Walson Kirkconnell Sömu laun til karla og kvenna fyrir sömu vinnu Fundin leið lil að koma á sællum í vinnudeilum Frá 33. þingi Alþjóðavinnumála- siofnunarinnar Tillag íslands til Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar er á þessu ári rúmlega 6000 dollarar, en verður á næsta ári eitthvað yfir þús. dollar- ar, eða sem næst 110 þús. ísl. króna. HISTORY OF ICELANDIC POETS, 1800-1940. By Richard Beck, 257 pp. Ithaca. N.Y. Cor- nell University Press. Afmæli biskupsins Á öðrum stað hér í blaðinu birtist fögur ritgerð um biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson sextugan; ritgerðin er samin af séra Jóni Auðuns, presti við dómkirkjuna í Reykjavík, víðsýnum ágætismanni, sem auk umsvifamikils prestsembættis, hefir gefið sig allmikið að ritstörfum, og meðal annars haft með hönd- um um nokkur undanfarin ár ritstjórn tímaritsins Morgun. Við, sem höfum átt því láni að fagna, að þekkja til margra ára herra Sigurgeir biskup og fylgjast með ævistarfi hans og þróunarferli, erum séra Jóni Auðuns þakklátir fyrir hans markvissu og vinsamlegu ritgerð um þenna hógværa og drengilega forustumann þjóð- kirkjunnar á íslandi, sem með hjartahreinleik sínum og prúðmensku hefir unnið sér varanlegan og virðu- legan sess í sögu íslenzkrar kristnimenningar; hann er auk þess manna þjóðræknastur, og við Vestur-íslend- ingar stöndum í mikilli þakkarskuld við hann fyrir margháttaða góðvild hans í okkar garð; við sexmenn- ingarnir að vestan, er heimsóttum herra Sigurgeir um sumarið 1946, munum seint gleyma ástúð hans og frú Guðrúnar, er umvafði okkur á heimili þeirra og hvar annars staðar sem fundum bar saman. Herra Sigurgeir Sigurðsson er víðsýnn kirkjuhöfð- ingi, er helgar líf sitt þeirri háu hugsjón, að kirkjan og þjóðin haldist í hendur á braut hinnar eilífu þróunar. Helgar vættir vaki yfir afmælisbarninu og fjöl- skyldu í bráð og lengd! LITERATURE, more than any other achievement, is the Ice- lander’s claim to fame, whether in Iceland or in Canada. The older legacy of saga and of Eddic and skaldic verse, going back to the early Middle Ages, has had its notable hifftorians in the Eng- lish language; but there has hitherto been no adequate sur- vey of the nation’s copious and distinguished output in the 19th and 20th centuries. That lack has now been met for modern Icelandic poetry by Dr. Richard Beck, professor of Scandinavian languages and literatures in the University of North Dakota, while a valuable companion volume on modern Icelandic writers was published last year by Dr. Stefan Einars- son of Cornell University. Canadians who have already been dimly aware of the poetic activity of their I c e 1 a n d i c fellow-citizens in their ancestral language will now be able, in Dr. Beck’s pages, to see Ice- landic-Canadian poetry as the striking projection west of the Atlantic of a poetic tradition that, coming from a little nation of 100,000 souls, is one of the most remarkable phenomena of modern times. As produced by a population one-third the size of that of Winnipeg, it may well seem. miraculous. Realislic Movemeni As Dr. Beck explains, the main tides of 19th century European thought and art came flooding into Iceland by way of Copenhagen, where Icelandic students of that period went to pursue their university studies. Thus the Romantic generation of Bjarni Thorarensen and Jonas Hallgrimsson, beginning in the 1840’s, was succeeded in due course in the 1880’s by the real- istic movement of Gestur Pals- son, Einar Hjorleifsson Kvaran and Hannes Hafstein, even as Leftist ideologies caught an un- derprivileged younger genera- tion in the 1930’s. The great mass of Icelandic poetry of all these periods, how- ever, does not lend itself to neat and explicit pigeon-holing in assorted categories. In the seventy-six poets analysed in detail by Dr. Beck there is a variety of thought and emotion as rich as life itself. The Tennyson and the Brown- ing of Iceland are Matthias Joc- humsson (1835-1920) and Einar Benediktsson (1864-1940). The former excels in poetry of re-( ligious faith and has given Ice- land the n o b 1 e s t national anthem in the world. The latter combines the metaphysical and psychological subtlety of a Browning with a much greater mastery of prosodic technique. Most Icelandic poetry reveals a deep awareness of long historic tradition, an urgent striving after the political independence from Denmark that became vir- tual in 1918 and absolute during World War II, a strong desire for social justice, and a consum- ing interest in intricate patterns of verse-structure. Literary Inheriiance This was the literary inherit- ance brought to Canada by those Icelandic pioneers who settled in Manitoba in 1875 and succeeding years and made Win- nipeg the centre of Icelandic cultural life in America. One whole section of the present volume is given over to a survey of the extensive and important mass of poetry that they in their turn have created in Canada in the Icelandic language. Their chief single protagonist, Stephan G. Stephansson (1853-1927), an Alberta farmer, overcame all handicaps of pioneer poverty to vindicate his intellectual gifts. Of him Dr. Beck says: “He was born to the great cul- tural heritage of the saga land, personified that inheritance in a rare degree, and was endowed by nature w i t h surpassing genius. At the same time it was his good fortune to live and work in the midst of a civiliza- tion richer and more varied than that of his native land. His poetry is the greater for it; it bears the stamp of universality. He is not only one of the great- est Icelandic poets but also one of the greatest Canadian poets ...” (Frh. á bls. 8) Vísi hefir borizt greinargerð frá Félagsmálaráðuneytinu frá 33. Alþjóðavinnumálastofnunar- innar, en þing þetta sat Jón Guðmundsson skrifstofustjóri fyrir íslands hönd. — Honum til aðstoðar var Haraldur Kröyer fulltrúi. Þau tvö mál þingsins, sem hvað mesta athygli vöktu voru annars vegar umræður um sam- ræmingu launa karla og kvenna við sams konar störf og hins vegar um vinnudeilur og verk- föll og hvernig koma megi í veg fyrir þau. Það mál þingsins sem áreið- anlega vakti mesta athygli var frumvarp að alþjóðasamþykkt um, að sömu laun skuli greidd konum og körlum fyrir sömu vinnu. Allt frá upphafi hefir Al- þjóðavinnumálastofnunin haft þetta mál á stefnuskrá sinni og talið það sjálfsagt réttlætismál, enda þóttr ekki hafi þar til nú þótt tímabært að gera um það alþjóðasamþykkt. í síðustu styrj öld sýndu konur það, að í mörg- um starfsgreinum standa þær körlum fyllilega á sporði og hef ir mönnum af þeim sökum orð- ið ennþá ljósara að óréttlátt sé að greiða þeim ekki sömu laun og körlum, þegar þær inna af hendi jafnverðmæt störf. Á þessu þingi fór fram fyrri umræða um þetta mál og var ákveðið að ljúka afgreiðslu þess á þingi stofnunarinnar næsta ár. Það mál, sem þó var mest um- deilt og áhugi manna á þinginu beindist mest að, var frumvarp að alþjóðaályktun um heildar- samninga milli verkalýðssam- banda og atvinnurekendasam- banda og sættir og gerðir í vinnu deilum. Hin miklu og tíðu verk- föll, sem orðið hafa í ýmsum löndum á undanförnum árum og sem mörg hver eru ólögleg og hefir orðið að brjóta á bak aftur með því að bjóða út her til að vinna störfin, hafa mjög ýtt undir þá skoðun, að nauð- synlegt sé, að heildarsamning- unum sé yfir leitt komið á í öllum löndum og sættir og gerð- ir í vinnudeilum fari fram sam- kvæmt lögum, til þess að fyrir- byggja að smáhópar geti stöðv- að allt atvinnulíf á stærri eða minni svæðum. Það ýtir einnig undir þá skoðun, að löggjöf um þessi efni sé nauðsynleg, að vit- að er að verkföll þessi eru oft pólitísks eðlis og gera launþeg- unum oft vafasamt gagn. En mál þetta er viðkvæmt mjög, bæði fyrir verkalýðs- og atvinnu rekendasamtökin og það er fyrst nú, eftir að málið hefir verið í þrjú ár á dagskrá, að útlit er fyrir að það takist að finna lausn, sem flestir sætta sig við. Ýmis fleiri mál voru rædd á þinginu. i VÍSIR, 17. ágúst Vinna við hina nýju Sogsvirkjun er byrjuð Byrjað er að byggja brú yfir Sogið og nauðsynlega vegi iil að- flulninga. Einnig er hafin bygg- ing húsa Sogsvirkjunin nýja stærsta mannvirki, sem Islendingar ráðast í til þessa. Heildar- kostnaður er áætlaður 140 milljónir króna. Áætlað er að verkinu muni ljúka seint á árinu 1952. Hin nýja stöð mun framleiða 32 þúsund kw., sem koma til viðbótar þeim 14300 kw., sem Ljósa- foss-stöðin framleiðir nú. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, skýrði blaðamönnum frá því í gær, að samningar um framkvæmd verksins væru þeg- ar undirritaðir og vinna hafin. Vélar og rafbúnaður verða keypt af tveim bandarískum fyrir- tækjum, Westinghouse og Inter- national General Electric. Samn ingar um kaup á túrbínum var gerður við sænskt fyrirtæki, Karlstad Mekaniska Werkstad. Samningur um byggingu neðan- jarðarstöðvar og neðanjarðar- ganga o. fl. var gerður við þrjú fyrirtæki í sameiningu, eitt danskt og tvö sænsk, A. B. Grav- maskinor, Östlunds Bygnads A. B. og E. Phil og Son. Samningur um byggingu tveggja íbúðar- húsa fyrir starfsmenn og eitt mötuneytishús var gerður við byggingameistarana Benedikt Sveinsson, Gissur Sigurðsson og Stefán Jakobsson. Fjáröflun. Til kaupa véla, rafbúnaðar, vinnuvéla og annara áhalda hef- ir verið veitt lán frá Marshall- stofnuninni, en 19,1 millj. kr. er gert ráð fyrir að fá annað hvort frá greiðslubandalagi Evrópu eða frá Alþjóðabankanum, en bráðabirgðalán hefir verið tek- ið í Danmörku og Svíþjóð vegna þeirra útgjalda sem til falla í ár. Innanlands fjársöfnun er með þeim hætti að Reykjavíkurbær leggur fram 12 millj. króna til fyrirtækisins en tilætlunin er sú að annanð innlent fjármagn verði fengið úr mótvirðissjóði Marshallframlaga. Mikil vinna. Gert er ráð fyrir að 150 til 160 manns fái vinnu við virkjunina þegar framkvæmdir eru komnar í fullan gang. Nú í vetur má gera ráð fyrir að 50 manns verði þar í vinnu og jafnmargir við húsabyggingar, vega- og brúar- gerð. Tala íslenzkra verkamanna- vörubifreiðarstjóra og iðnaðar- manna verður nokkurnveginn sú sama hverju tilboðinu sem tekið hefði verið. Aukin rafmagnsnotkun. Heildar raforkuaflið, sem Reykjavík hefir nú er um 25 þúsund kw. og er það langt fyrir neðan þörfina. Með nýju stöð- inni verður orkan 57 þúsund kw- Gert er ráð fyrir mikilli aukn- ingu á rafmagnsnotkun bæði á heimilum og til iðnaðar og má í því sambandi geta um hina væntanlegu áburðarverksmiðju. Áætlað er að um 15% af orku nýju stöðvarinnar fári til sveit- anna og nær kerfið yfir Suður- og Suðvesturland. —TÍMINN, 28. júlí Óvenjuleg auglýsing birtist ný lega í enska blaðin „The Times” í smáauglýsingadálki þeim, sem það birtir á forsíðu. Auglýsingin hljóðaði á þessa leið: Maður, sem er í þann veginn að gifta sig, óskar eftir hugmyndum, sem hann gæti notað í brúðkaups- ræðuna. Sendið bréf merkt „The Times“ í Box 1189, E. C. 4. JOHN J. ARKLIE Optometrvn and Optictan (Eyes Exarnined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.