Lögberg - 14.09.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950
5
tl l < AViÁl
l>VI
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
BARNARÁNIÐ Á GRIKKLANDI
I siðuðum löndum, er það tal-
ið til verstu glæpa, að ræna
börnum, og við því liggur hin
þyngsta refsing, en kommúnist-
ar láta sér ekki fyrir brjósti
brenna að fremja slíka glæpi
fremur en aðra; vorið 1943
rændu kommúnista-skæruliðar
25 þúsundum grískra barna frá
heimilum þeirra í smáþorpum í
fjöllum Grikklands, ráku þau
eins og kindur í gegn um fjalla-
skörðin inn í Albaníu, Búlgaríu
og Yúgóslavíu, síðan var helm-
ingur þeirra fluttur til Rúm-
eníu, Póllands, Czechslóvakíu,
Austur-Þýzkalands og eitthvað
af þeim til Rússlands. Samein-
uðu þjóðirnar skárust í leikinn
og reyndu að fá börnin endur-
send til foreldra sinna, og Rauða
Kross-samtökin kröfðust einnig
þess, að börnunum yrði skilað
heim, en kommúnistar þver-
neituðu og fram að þessu hefir
ekki eitt einasta þessara barna
verið sent til baka.
Glæpur Heródesar, þegar
hann lét myrða „sveinbörnin“ í
Betlehem og nálægum héruðum,
var hryllilegur, en þó tekur þessi
glæpur honum fram að grimd.
Grátur og kveinstafir miklir
heyrast nú í fjöllunum á Grikk-
landi; grískar mæður gráta börn
in sín og vilja ekki huggast láta,
því þau eru ekki framar lífs —
hvað þær snertir; þær búast ekki
við að heimta þau aftur.
Nýlega ferðaðist fréttaritari
um þessi smáþorp í fjöllunum
og ritaði um ferð sína í ágúst
hefti Reader’s Digest. Hann
kom fyrst til Kotta, nálægt
landamærum Albaníu. Þar sá
hann tíu svartklæddar konur,
sem hnipruðu sig upp að hús-
vegg. Ein þeira gekk til hans:
„Horfðu á okkur“, sagði hún og
bandaði hendinni. „Við vorum
einu sinni kátar; höfðum gam-
an af að dansa, klæddumst rauð-
um sokkum, litfallegum treyj-
um og röndóttum svuntum.
Sjáið okkur nú! Föt okkar eru
myrk, hjörtu okkar eru myrk“.
Hinar konurnar tóku að gráta
hástöfum. Konan sem fyrst tal-
aði sagði: „Ég var móðir þriggja
barna, en nú á ég ekkert barn!“
Það var í marz og apríl mán-
uðunum 1938, að kommúnista-
skæruliðar fóru hús úr húsi og
námu burt öll börn á aldrinum
Þriggja til fjórtán ára. Venju-
lega komu þeir að næturlagi og
rifu þau úr rúmunum, frá kveld-
matarborðinu eða frá leikjum
þeirra á gólfinu. Að deginum
fóru þeir í skólana og tóku öll
börn þaðan. Þeir leituðu vand-
lega upp á heiðum eftir börn-
um sem voru að gæta sauðfjár.
50, 60 eða 100 í hóp voru börnin
rekin fótgangandi yfir fjöllin.
í Kotta höfðu verið 200 börn
en nú voru eftir aðeins 30; af
153 börnum í Nimfaion eru eftir
6. Eitt barn er eftir í Oxia. tíu í
Gavros. Sama sagan endurtekur
sig í öðrum smáþorpum. 1 smá-
bæjum, þar sem fyrrum voru
fimm kennarar, er ekki nóg að
gera fyrir einn kennara. 1 þess-
um fjallaþorpum sjást fleiri
hundar og kettir en börn.
Þegar foreldrarnir reyndu að
veita viðnám, þá börðu glæpa-
mennirnir þá í rot með kylfum,
bundu saman úlnliði þeirra og
hengdu þá upp á vegg, særðu þá
svo með hnífum.
Foreldrarnir reyndu ýms ráð
til þess að varna því að börnin
yrðu tekin. Sumir nudduðu þau
með brenninetlu til þess að þau
bólgnuðu og fengju blöðrur á
hörundið. í sumum tilfellum
varð það til þess að þeim var
|eyft að vera kyrrum. Ein kona
1 Alari sagði frá því, með tárin
1 ^ugunum, að hún hefði helt
heitu vatni á fætur drengsins
síns og brent hann með logheitu
járni. Þetta ráð dugði fyrst, en
seinna var hann numinn í burt.
Foreldrar reyndu að fela börnin
í holum, sem þau grófu undir
húsunum, í brunnholum; önnur
börn grúfðu sig út á engjum,
eða bak við runna. Nokkur börn
í Melanthion sluppu með því að
vefja um sig kindagærum og fela
sig meðal kindanna, sem voru
á leið upp hlíðina.
Kona í Vatokhorion hafði
þessa sögu að segja og er hún
álíka harmasögum fjölda ann-
ara:
Maður hennar, sem var þekkt-
ur fyrir að vera heitur andstæð-
ingur kommúnista, flúði þegar
kommúnistarnir komu; hún var
kyr með börn sín fjögur og
þrælaði með reku og höggjárni
við að byggja varnargarð fyrir
skæruliðana. Kveld eitt um tíu
leytið börðu fjórir vopnaðir
menn að dyrum. Börnin voru
sofandi. „Komdu með börnin“,
sagði einn þeirra. Hún reyndi að
mótmæla, en hann tók fram í
fyrir henni, „þetta væri gert
vegna barnanna, þeim til góðs“.
Það voru tveir drengir og tvær
stúlkur, öll innan 12 ára, yngsta
aðeins sex ára. „Kom þú líka“,
sagði foringinn.
Þau fóru öll út í náttmyrkrið.
Þar hafði verið safnað saman 40
öðrum mæðrum og um 70 börn-
um. Börnin voru grátandi, mæð-
urnar stynjandi og hljóðandi.
Það var rigning. „Komist af
stað!“ orgaði skæruliða-foring-
inginn, og þessi litla fylking
lagði af stað eftir götunni, sem
þau höfðu svo oft gengið áður
áhyggjulaus og glöð.
í tvær klukkustundir drógust
konurnar og börnin áfram, þá
var komið að stóru þorpi. Þar
var settur vörður um hópinn
það sem eftir var nætur. Um
morguninn var mæðrunum
fengin auð blöð og sagt að skrifa
nöfn sín á þau. Seinna var vél-
ritað fyrir ofan nöfnin: „Við
mæðurnar í Vatokhorion gefum
sjálfviljugar börn okkar til þess
að bjarga þeim frá enskum og
amerískum sprengjum og víg-
vélum“.
Börnin voru síðan rekin á-
leiðis til landamæranna en varð-
mennirnir héldu mæðrunum til
baka með byssum sínum.
„Þeir sögðu, að þegar sprengju
hernaðinum væri lokið myndu
börnin koma til baka“, sagði
móðirin. En nú eru meir en tvö
ár liðin og enn eru börnin ó-
komin.
Margt fleira segir þessi frétta-
ritari um harmana, sem komm-
únista glæpamennirnir leiddu
yfir þetta fólk. Hann birtir að
lokum stutt bréf, sem hann fékk
frá kennara í einu þorpinu.
Bréfið túlkar tilfinningar for-
eldranna. Það ersvona:
„Ég hefi misst lítinn dreng,
sem verður þriggja ára, einka-
son minn. Vegna þess hve hann
er lítill hefir hann meiri þörf
ástúðar og umhyggju foreldra
sinna, en fæðu og góðgætis. Við
erum vopnlaus. Sorgin er okk-
ar einasta vopn“.
Ægileg
umferðarslys
Á verkamannadaginn síðast-
liðinn, létu líf sitt af völdum
umferðarslysa með mismunandi
hætti í Bandaríkjunum 512
manns, en í Canada 56. Þetta er
hærri tala með báðum þjóðum
en nokkru sinni áður, ömurleg
og ískyggilega há.
MERK
Richard Beck: Hisiory of
Icelandic Poeis 1800—1900
Cornell Universiiy Press,
Ithaca, New York 1950 —
247 bls.
FYRIR tveimur árum kom út
merkilegt rit eftir próf. Stefán
Einarsson við háskólann í Balti-
more í hinu kunna Islandica-
safni og nefndist History of Ice-
landic Prose writers 1800—1940
(32. og 33. bd.), og hefir þessa
rits verið getið í blöðum og tíma-
ritum. Nú er bók Richards Becks
prófessors í Norður-Dakota há-
skólanum komin út í sama safni
(34bd.) og hefir hennar verið
beðið með óþreyju af mörgum.
Þeir félagar skiptu með sér verk
um, og tók Beck að sér að rita
um íslenzka ljóðlist á árunum
1800—1940. Það er vandasamt
verk að skrifa um ljóðagerð Is-
lendinga og lýsa höfuðstraum-
um og stefnum í bókmenntum
þessa tímabils, lýsa sérkennum
hvers skálds, viðfangsefnum
hans og braglist og draga fram
í dagsljósið þá þætti, er mest
ber á í fari hans, sýna hvernig
ytri lífskjör, meðfæddar gáfur,
áunnar lífsskoðanir hafa mótað
kvæði hans, rannsaka afstöðu
hans til fyrri skálda og sýna
fram á hver áhrif hann hafi haft
á samtíðarmenn sína, og loks að
meta þau ljóð og velja, sem lík-
legust eru til þess að öðlast var-
anlegan sess í bókmenntasögu
þjóðarinnar. En þar ræður hand
bragðið og listin sjálf mestu, því
„hið mikla geymir minningin,
en mylsnan og smælkið fer“. Er
því mikilsvert við samning slíks
rits að öðlast heildarsýn og
skipta því niður í þætti þar sem
höfuðeinkenni hvers tímabils
eru auðsæ. Slík skipting er
nauðsynleg fyrir lesandann, en
hún er aldrei í sínu eðli alsönn,
því að sama skáldið yrkir stund-
um að hætti rómantískra skálda
og stundum að hætti raunsæis-
skálda, yrkir heimspekileg
kvæði eða rímur o. s. frv. Tím-
ans straumur rennur lygn fram
og hvert skáld er barn síns tíma,
og þó að sérstök viðfangsefni
séu um eitt skeið kær og algeng
og segja megi um þau að þau
móti heil tímabil, eru hin þjóð-
félagslegu vandamál á hverjum
tíma hin mikilverðustu fyrir
mat á ljóðagerð einstakra
skálda.
R. Beck skiptir riti sínu í 7
kafla. í fyrsta kafla rekur hann
í stórum dráttum ljóðagerð ís-
lencfinga frá því í fornöld og
fram til 1800. Er þessi kafli mjög
ljós og skipulegur, enda hefir
hann getað stuðst við ágæt rit
þeirra Islendinga, sem bezt hafa
ritað um fornar bókmenntir vor-
ar og um samhengið í íslenzkum
bókmenntum. Próf. Beck hefir
gert sér far um, sem vera bar,
að lesa allt það merkasta, sem
ritað hefir verið um íslenzkar
bókmenntir að fornu og nýju,
enda hefir hann haft þessa bók
í smíðum í meira en 20 ár. Sjálf-
ur er hann vel skáldmæltur,
eins og kunnugt er af ljóðabók-
um hans tveimur og ýmsum
kvæðum, er birst hafa eftir hann
í íslenzkum tímaritum og blöð-
um.
I öðrum kafla ritar hann um
rómantísku skáldin. Bjarna
Thorarensen, Jónas Hallgríms-
son, Jón Thoroddsen, Grím
Thomsen, Ben. Gröndal, Gísla
Brynjúlfsson, Steingrím Thor-
steinsson, Matthías Jochumsson
og Kristján Jónsson.
I þriðja kaflanum nefnir hann
alþýðuskáldin Sigurð Breið-
fjörð, Bólu-Hjálmar, Pál Ólafs-
son, Sigurð Bjarnarson og Sí-
mon Bjarnarson.
Fjórði kafli er um trúarskáld
og heimspekinga (Björn Gunn-
laugsson, Brynjólf Jónsson,
Valdimar Briem, Helga Hálf-
dánarson, Pál Jónsson, Stefán
Thorarensen, Friðrik Friðriks-
son og Vald. V. Snævarr).
Fimmti og sjötti kafli eru um
öll höfuðskáld íslendinga á síð-
ari hluta þessa tímabils. Fimmta
BÓK
kaflann nefnir hann „frá raun-
sæisstefnu til nýrómantíkur“,
og er þar lýst yfir 30 skáldum,
allt frá Jóni Ólafssyni og Forn-
ólfi niður til Jakobs Smára og
annarra. Sjötta kaflann nefnir
hann „Samtíma straumar“, og
hefst á Stefáni frá Hvítadal,
Davíð Stefánssyni og Krist-
manni Guðmundssyni og lýkur
með yngstu mönnunum eins og
Guðmundi Böðvarssyni, Guð-
mundi Inga Kristjánssyni, Guð-
mundi Frímann o. fl.
Síðasti kaflinn um vestur-
íslenzk skáld er mikilsverður fyr
ir oss hér heima. Er þar lýst í
samfelldu máli yfir 30 skáldum
og hefir höf. þar meiri þekking
til brunns að bera, en íslenzkir
fræðimenn austan hafs.
Próf. R. Beck gaf út Icelandic
Lyrics 1930 og Icelandic Poems
and Stories 1943, en hann hefir
auk þess samið fjölda ritgerða
um einstök skáld, er hann hefir
áður birt í ýmsum tímaritum,
einkum í Scandinavian Studies
og Tímariti Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, en einn-
ig í Journal of English and
German Philology og öðrum
tímaritum vestan hafs og austan.
Þessar ritgerðir hans hafa verið
honum nauðsynlegur undirbún-
ingur til þess að geta samið
þessa bók. Á þennan hátt hefir
hann kynnst betur öllum hrær-
ingum og stefnum, er uppi hafa
verið í þjóðlífi íslendinga en ella
hefði orðið. En hann hefir auk
þess viðað að sér margskonar
upplýsingum frá núlifandi skáld
um, er hann hefir beðið þau um
og fengið og er enginn vafi á
því, að þessi bók nýtur mjög
góðs af.
Dómar Rich. Beck um einstök
skáld eru yfirleitt sanngjarnir
og réttlátir. Hann gerir sér far
um að benda á sérkenni hvers
skálds og halda því til haga, sem
einhvers virði er. Hann kemst
ekki hjá því, að benda á ýmsa
galla, en gerir það af slíkri
mannúð og nærgætni, að enginn
þeirra mun fyrtast við, þó þeir
sé honum eigi sammála. Megnið
af þessum ljóðum hverfur í
gleymskunnar djúp, þegar aldir
líða, en eftir standa þau ljóð,
er snilli og andagift hafa mót-
að og ætíð verða talin meðal
þess dýrasta, er þjóðin hefir
eignast. I þessum Mímisbrunni
endurnýjast íslenzk tunga frá
kynslóð til kynslóðar og þessi
arfur, skáldskaparlistin, er dýr-
astur alls, er íslenzk þjóð hefir
eignast. Einn meginkostur þess-
arar bókar er, hve skemmtilega
og fjörlega hún er samin. Maður
finnur að höfundurinn hefir
vald á efni sínu. Frásögnin
streymir fram eins og lifandi
elfa með hægum og jöfnum
þunga, unz marki er náð.
Alexander Jóhannesson
Svar norskra rifrhöfundo
Hundrað norskir riihöfundar svara bréfi Ilja Ehrenburg
varðandi Siokkhólmsávarp kommúnisia
Fyrir nokkru síðan sendi rúss-
neski rithöfundurinn Ilja Ehren-
burg bréf til rithöfunda í Vestur
Evrópu, þar sem hann skoraði
á þá að undirrita Stokkhólms-
ávarpið. Margir rithöfundar
hafa þegar orðið til þess að svara
þessu bréfi Ehrenburgs og yfir-
leitt á þann veg, að Stokkhólms-
ávarpið sé eingöngu áróðurs-
plagg, sem ekki fjalli um frið,
heldur feli í sér stríðsáróður,
þar sem það fordæmir aðeins
styrjöld, sem háð er með atom-
vopnum.
Af þeim svörum, er komið
hafa fram við bréfi Ehrenburgs,
hefir svar norskra rithöfunda
vakið einna mesta athygli, en
þegar hafa meira en hundrað
þeirra undirritað það og búist er
við að fleiri bætist í þann hóp.
Meðal þessara rithöfunda eru
Ejlert Bjerke, Johan Bojer,
Francis Bull, Peter Egge, Johan
Falkberget, Sigurd Hoel, Helge
Krog, Inge Krokkann, Gabriel
Scott, Arne Scouen og Arnulf
Överland. Áður höfðu tveir
norskir rithöfundar þeir Hans
Heiberg og Johan Borgen lýst
því yfir, að þeir myndu ekki
undirrita ávarpið.
Svar hinna 100 norsku rithöf-
unda er á þessa leið:
— Hinn rússneski rithöfund-
ur IIja Ehrenburg, hefir birt
opið bréf til rithöfunda Vestur-
landa, þar sem hann skorar á
þá að undirrita ávarp um bann
gegn atósprengjunni. Bréfi þessu
og ávarpinu hefir verið dreift
hér í Noregi af mönnum sem
kalla sig „norskar friðarhetjur“.
— IIja Ehrenburg sendir bréf
þetta handan yfir járntjaldið í
nafni mannúðar og biður „alla
heiðarlega rithöfunda í Vestur-
löndum“ að setja nafn sitt undir
þetta ávarp.
— Við höfum ekki undirritað
það og munum heldur ekki gera
það vegna bréfs Ehrenburgs og
það enda þótt Ehrenburg skrifi
fagurlega um mannlífið, menn-
ingu þjóðanna og bræðralags-
frið, og þótt hann segi, að hætta
sé á að útrýmt verði öllu, sem
okkur ^r kært.
— Við vitum þetta. Við vit-
um, að enn á ný er farið að spila
fjárhættuspil í sambandi við
yfirvofandi heimsstyrjöld. En
Ehrenburg minnist ekkert á fjár
hættuspilarana, og hann nefnir
ekki styrjöldina. Hann krefst
þess ekki, að vopnin séu lögð
niður. Hann fordæmir aðeins
eitt vopn, atómsprengjuna og á
sama hátt og í ávarpinu fordæm-
ir hann aðeins þá sem beita öðr-
um vopnum til að hefja árásar-
stríð. Á fimm vélrituðum síðum
hefir Ehrenburg ekki fengið
neitt rúm undir að afneita öðr-
um vopnum en atómsprengj-
unni.
I öllu ávarpinu er ekki ein
setning, sem beinist gegn stríði.
Það nefnir ekki einu ’ orði
neinar orsakir styrjaldar. Það
fordæmir ekki þann þjóðernis-
gorgeir, sem leiðir til stríðs,
ekki heldur heimsveldisstefnu
landvinningastefnu, sem leiðir
til styrjaldar,
ekki einræði, sem leiðir til
styrjaldar,
ekki vígbúnaðarkapphlaup,
ekki uppreisnir og upptök
borgarastyrjalda,
ekki neitunarvald eða skemd-
arverk í samstarfi þjóðanna,
ekki stjórnmálalegt, menn-
ingarlegt eða efnahagslegt of-
beldi gegn smáþjóðunum,
ekki fangelsun og aftökur
þeirra, sem hafa aðrar skoðanir
en valdhafarnir,
e k k i þrælkunarvinnu n é
hermdarfangabúðir,
ekki kynþátta ofsóknir og trú-
arofsóknir,
ekki það að valdhafar noti
sér skort og neyð þjóðar til að
kúga hana,
ekki höft á málfrelsi og ríkis-
hugsunum þjóða,
ekki heldur þau öfl, sem reyna
að lama fólkið með ótta um yfir-
vofandi stríðshættu og atóm-
stríð.
Það er slík styrjaldarstefna,
sem við hefðum verið viljugir til
að fordæma. Það er hana sem
við eigum að fordæma bæði í
austri og vestri.
Um það þegir plagg það, sem
Ilja Ehrenburg kallar friðar-
ávarp, og um það þegir líka bréf
hans.
I stuttu máli sagt falsar ávarp
ið og bréf Ehrenburgs sannleik-
ann um raunverulegar orsakir
að styrjöld og múgmorðum.
Búízt er við því, að rithöfund-
ar hinna vestrænu landa muni
almennt svara á líkan hátt og
hinir norsku rithöfundar hafa
gert. Yfirleitt virðist skilningur
vestrænna rithöfunda og skálda
fara mjög vaxandi á því, að
þeir verði að láta meira til sín
taka í hinum andlegu átökum
milli austurs og vesturs, enda
eiga fáir meira í húfi en þeir.
Ritfrelsið er helgasti réttur
þeirra manna, sem iðka orðsins
list, og þess vegna er það skylda
þeirra að skipa sér til varnar,
þegar þessum dýrmæta rétti er
ógnað.
Þessi skilningur vestrænna
rithöfunda kom einna greinileg-
ast fram á vestrænu rithöfunda-
þingi, sem nýlega var haldið í
Vestur-Berlín, en það var sótt
af þekktum rithöfundum víðs-
vegar að úr heiminum. Sérstak-
lega gætti þar þó áhrifa tveggja
heimsþekktra rithöfunda eða
Silone hins ítalska og Köestler.
Á þingi þessu mættu m. a. marg-
ir rithöfundar frá Austur-Ev-
rópu, sem eru nú landflótta.
Aðalmál þingsins var að ræða
um þá hættu, sem andlegu frelsi
í heiminum stafaði frá kommún-
ismanum, svo og hvern skerf rit-
höfundarnir gætu lagt til bar-
áttunnar fyrir andlegu frelsi.
Þinginu var valinn staður í
Vestur-Berlín til að sýna þann
vilja rithöfundana að þeir vildu
starfa í fremstu víglínunni.
1
CUT ff
St
Koma má að fleiri viðtölum yfir
símalínu — auk þess sem afgreiðsl-
an gengur greiðar, ef þér forðist
málalengingar, því þá verður línan
ekki eins oft upptekin og ella myndi
verið hafa.
Vegna hagkvæmrar firðsímunar
hringið milli 6 e. h. og 4.30 f. h.
og alla sunnudaga!
M.T.5.
mflniTOBfl TEIiEPHOIlE
SMSTEm