Lögberg - 14.09.1950, Síða 6

Lögberg - 14.09.1950, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950 Fimm dauðir menn Eftir ANTHONY STONE /. J. BlLDFELL, þýddi Eftir einn eða tvo klukkutíma af þessu hug- arangri, gafst hann upp við að gjöra sér grein fyrir þessu uppátæki hennar, og hugur hans snerist aftur að verkefnunum, sem fyrir lágu, og hann fór enn á ný til Cosmos sýningarhúss- ins í þeirri von að hitta stúlkuna, sem seldi skemtiskrárnar og leiddi til sætis. Þegar að hann kom þangað neRaði um- sjónarmaðurinn honum um inngöngu, og sýndi honum yfirlýsingu, þar sem tekið var fram, að forstjórar myndasýningarinnar tækju sér þann rétt, að neita hverjum þeim, er þeim sýndist, um inngöngu í myndasýningarhúsið án frekari greinargerða. Sútró gekk út á röðina á gangstéttinni til þess að líta sér eftir leigubíl. Hann var reiður örlögunum og sjálfum sér. Honum hafði mis- tekist, — var að mistakast, og dæmdur til mis- taka. Hvað gerði það til? Jessica var gift Ol- land, Það var það eina, sem nokkru skipti. Af einhverjum ástæðum sneri hann sér við. Umboðsmaður myndasýningarhússins hafði ver ið að horfa á bakið á honum, en þegar að Sútró leit á hann leit umboðsmaðurinn undan og augu hans hvörfluðu á glugga hinu megin í götunni, og Sútró leit ósjálfrátt í sömu áttina. Hann sá gluggatjöldin hinu megin í götunni hreyfast lítið eitt. Sútró færði sig skyndilega til hliðar og varð það honum til lífs. Glugginn, sem hann sá tjöldin hreyfast innin við, flaug allt í einu opinn og skothríð dundi á blettinn, þar sem Sútró hafði staðið. Hann hljóp í skjól á bak við dyrasúlur myndasýningarhússins. Sothríðin elti hann í gegnum súlnagöngin fyrir framan myndasýn- ingarhúsið og kúlurnar hrukku til baka aftur frá stálbitum og steinveggjum hússins. Umsjónarmaðurinn hafði fleygt sér niður á grúfu á gangstéttina og stundi 1 sífellu. Hvað gengur á! Hvaða ósköp eru þetta!“ Stúlkan, sem aðgöngumiðana seldi, hrópaði og grét. Sútró fann til þess, að bilið á milli dauðans og hans. hefði verið örstutt. Hann hljóp yfir göt una. Maður var að koma út úr hliðardyrunum á húsinu, sem skothríðin kom frá. Sútró sá, að það var einn af mönnunum, sem hjálpaði til að yfirstíga hann í vöruhúsinu við Batavia- höfnina. Sútró skipaði honum að stansa, kvaðst þurfa að hafa tal af honum. Maðurinn svaraði með því að skjóta á Sútró. Sútró skaut og á manninn, en hvorugur hitti. Maðurinn tók til fótanna. Fólk var nú farið að hrópa og kalla á göt- unni og pípublástur heyrðist frá lögregluþjón- um, sem komnir voru á vettvang. Allt var kom- ið í uppnám og margir menn voru komnir í lið með Sútró. Flóttamaðurinn komst inn á aðra götu, sem var við endann á götunni, sem lá meðfram hús- inu og tókst að komast inn í strætisvagn, sem kom eftir henni. Sútró hljóp á eftir honum og kallaði, en náði ekki í vagninn, sem maðurinn fór inn í, en tók næsta vagn sem fór í sömu áttina. Hann vonaðist eftir að hann mundi ná þeim sem á undan var. En í millitíðinni sætti hann sig við að taka sér sæti fremst á efra dekki vagnsins, sem hann náði í, og þar sem að hann gat haft auga á vagninum, sem á undan var og flótta- maðurinn fór inn í. Það var mikil umferð á götunni og mikill hraði á báðum strætisvögnunum. Eftir að þeir höfðu haldið þannig áfram nokkra faðma, vissi Sútró ekki fyr til, en að flóttamaðurinn kom ofan á palinn, þar sem umsjónarmaður vagns- ins stóð, og hljóp af honum ofan á götuna. Undrun Sútró varð enn meiri þegar að hann sá, að maðurinn var ráðinn í, að komast inn i vagninn sem að hann var í. Sútró fannst að hann skildi þetta tiltæki mannsins. Það var ekki óhugsandi að lögreglan hefði tekið sér far með vagni sem á eftir þeim kom, og ef svo skyldi vera, þá var hættulegt fyrir hann að vera í vagninum sem þau sáu hann fara inn í. En í vagninum, sem að Sútró var í, var hann nokkurn veginn óhultur fyrir þeim, nema að því er Sútró snerti, en um það vissi hann auðvita ðekki. „Þetta var heppni“, sagði Sútró við sjálfan sig. Þessir tveir vagnar fóru ekki sömu leiðina og vegir þeirra skiptust skömmu eftir að flótta- maðurinn fór út úr fyrri vagninum, og gaf það flóttamanninum betra tækifæri til að losna frá lögreglunni, ef að hún væri á hælunum á honum. En þessi tilbreyting hans hafði gjört Sútró hægar fyrir með að hafa gætur á hon- um, þar sem að hann var nú kominn inn í sama vagninn og Sútró var í. Sútró færði sig úr fremsta sætinu í það aftasta þar sem hann gat séð part af pallinum sem umsjónarmaðurinn eða vagnstjórinn stóð á. Maðurinn, sem hann var að elta hafði ekki látið sjá sig og það sýndist líklegt að hann hefði tekið sér sæti niðri í vagninum, eins og hann gerði í vagninum, sem hann fór fyrst inn í. Það voru aðeins tveir eða þrír farþegar á efra dekki vagnsins og þeir höfðu veitt Sútró litla eftirtekt. Hann hálfsneri sér í sæti sínu svo að hann gæti betur séð niður þangað, sem byssu-berserkurinn kæmi út ef hann færi burt úr vagninum og hugsaði ekki um neitt annað. Hann heyrði að einhver kom upp stigann á milli dekkanna í vagninum, sem var rétt á bak við hann, hann hélt að það væri vagn- stjórinn og rétti honum tvö pennies, án þess að snúa sér við. Vagninn var á leiðinni til Romford og fór fram hjá Bow, Stratford og Broadway. Sútró hélt að flóttamoðurinn mundi ekki halda lengi áfram í þá átt. Fótatakið hikaði við hliðina á honum og maðurinn settist niður í sætið, sem var næst honum. Það var maðurinn, sem að hann var að elta. Hann hafði vinstri hendina í treyju- * vasa sínum, og neðri faldurinn á henni var brotinn upp, svo að skammbyssan, sem hann hafði í vasanum, rakst í síðuna á Sútró. Byssuvargurinn hvæsti lágt út úr munn- vikinu rétt við eyrað á Sútró: „Ef þú lætur a þér bæra, þá skýt ég þig þar sem þú ert“. Sútró leit á manninn og efaðist ekki um að hann meinti það sem hann sagði. Andlitið var aflmikið, en andlaust, og dýrsæðið logaði í aug- um hans. Sútró hafði mætt mörgum leiknum manndrápurum um daga sína. Hann vissi með fullri vissu, að þessum manni var full alvara, og hann vissi líka, að ef hann reyndi að grípa byssuna eða slá manninn, að kúla þyti óðar í gegnum sig, og hann vissi og að morðinginn „ mundi þægilega geta komist undan í svip að minsta kosti. En hvort að lögreglunni mundi einhverntíma seinna takast að ná honum fyrir slíkt óvanalega dyrfsku illræði var Sútró ekk- ert óróaefni, því hann væri þá dauður. „Þetta er þá endirinn“, hugsaði hann. Hann þurfti ekki að láta segja sér, að fjandmaður hans ætlaði sér að halda honum í þessari prí- sund, þar til þeir kæmu á stað, þar sem honum væri óhætt að skjóta síðasta skotinu á hann og og leggja hann að velli. Slíkt var ekki óal- gengt í Bandaríkjunum. En á Englandi var það nálega einstætt, en það er eins mögulegt í báð- um löndunum, en hefnd laganna var vissari á Englandi. Það var eini mismunurinn. Engin óttamerki voru sjáanleg á Sútró. „Væri þér sama, þó að þú pressaðir ekki verkfærið svona fast í síðuna á mér. Það er óþægilegt?“ Maðurinn brosti, en það bros var eins og þegar varir úlfanna draganst frá tönnum þeirra áður en þeir festa þær í bráð sinni. „Þú ert ærið geðspakur“, sagði maðurinn lágt og bætti við, „þér er betra að hafa hægt um þig vegna þess, ef að þú lætur til þín heyra þá . . . .“ Hann lauk ekki við setninguna, en gerði sig skiljanlegan með því að pressa skamm- byssunni fastara að síðu Sútró. „Þú ert kominn á ferð með mér“, hélt maðurinn áfram, „og hefir borið krossmarkið nú um tíma. Nú er þér betra að kveðja lífið með kossi. En ef þú breytir alveg eftir boði mínu þá skal ég lengja lífsstundir þínar lítið eitt. Ef þú breytir út af því þá er úti um þig“. „Með þá skemtilegu fyrirætlun í huga, greiði ég að sjálfsögðu götu þína eins vel og mér er unt“. Stigamanninum virtist ekki vera nein glettni í huga. Hann svaraði: „Það er vissara fyrir þig að gjöra það“. Vagnstjórinn kom upp úr stiganum til að innkalla farbréfin og sessunautur Sútró borg- aði honum tvö pennie. Þegar vagnstjórinn var farinn tók stigamaðurinn til máls og sagði við Sútró: „Þessi vagnleið er einkar hentug fyrir mig og þig, því að hún tekur okkur nær tak- markinu“. Sútró spurði hann að hvar það takmark væri. „Þú kemst nú að raun um það“, hreitti stiga- maðurinn út úr sér og þagnaði svo. Sútró skildi nú hvernig að það mundi vera að vera kallaður til aftöku — skildi hugrenn- ingar þeirra ógæfusömu manna sem síðustu sporin ganga á milli fangelsisklefans og af- tökustaðarins. Hann vó hættuna, sem hann var staddur í, í huga sér og komst að þeirri niður- stöðu, að hann hefði ekki meira en eitt tæki- færi út af tuttugu til þess að komast lífs af. Glæpamaðurinn, sem sat við hliðina á hon- um, hafði þegar unnið til langrar fangelsis- vistar fyrir glæpi sína, jafnvel máske til heng- ingar, ef að umsjónarmaður myndasýningar- hússins skyldi deyja út af athöfnum launsát- ursmannanna. Og svo var ekki ólíklegt, að hann hefði framið aðra glæpi, sem vörðuðu dauða. En hvað sem um það var, þá var ekki um það að efast, að maðurinn var æfur og óður. Á andlit hans var skráður ósveigjanlegur ásetn- ingur og algjört kæringarleysi um allar afleið- ingar. Það var auðsjáanlegt, að hanrí mat manns lífið einskis. Hann mat það ekki meira, en líf býflugunnar, nema að því leyti, að það var hættulegra að eyðileggja líf mannanna, en þeirri hættu'ætlaði hann sér að mæta, þegar að hana bar að höndum, með hugrekki óþokk- ans og grimmd dýrsins. Vagninn hægði heldur á sér sökum umferð- arinnar og svo var fólk alltaf að koma á hann og fara af honum. Sútró spurði förunaut sinn aftur að, hvert þeir væru að fara. Stigamaðurinn svaraði að hann mundi kom- ast að því bráðlega. Hann tók aldrei augun af Sútró. Hann hafði auðsjáanlega ráðið við sig, að sjá um að Sútró veittist ekki minsta tæki- færi til að komast undan. Þegar vagninn, sem þeir voru í, var kominn fram hjá Bow-brúnni sýndi stigamaðurinn ferðasnið á sér. „Það sem þú verður að gjöra“, sagði hann, „er að fara ofan stigann og af vagn- inum. Ég kem fast á eftir þér. Reyndu ekki til að komast í burtu, því þú getur það ekki. Ég held um gikkinn á byssunni. Ef þú reynir nokkra útúrdúra, þá ertu dauður. Skilurðu það?“ „Þú hefir tekið tryggð við mig“, sagði Sútró. Stigamaðurinn rýtti eitthvað og ýtti skamm byssunni í bakið á Sútró. Sútró gekk ofan stigann, og hinn maðurinn fast á eftir honum. Vagninn, sem þeir voru í, var einn af eldri vögnunum og stiginn ekki þiljaður af. Sjálfsagt hefir Sútró séð, að nú var um síð- asta tækifæri hans að ræða, því að hann stökk úr stiganum og yfir handrið vagnsins, sem var að aftan og ofan á veginn sex til átta fet. Vagn- inn var á all-hraðri ferð, svo að hann veltist um þegar að hann kom niður. Byssuvargurinn, sem einnig hafði stokkið af vagninum nálega undir eins á eftir Sútró og komið standandi niður, sneri sér við og hljóp í áttina til Sútró. Á meðan að Sútró, sem var hálf dasáður eftir fallið, var að staulast á fætur, skaut hinn áhann og straukst kúlan við lærið á honum. Sútró endurgalt skotið með öðru frá sjálfum sér og slagaði áfram. Sútró var nú búinn að ná yfirhöndinni í bili. Fólkið, sem sá til þeirra og heyrði skotin, dreif að úr öllum áttum. Það hafði séð aðfarir þeirra og skilið að minsta kosti að nokkru leyti hvernig að í hlutunum lá. Þetta skildi stiga- maðurinn líka og tók til fótanna. Það var strax auðséð, að honum voru vegir ekki ókunnugir. þar sem að hann var staddur, því hann tók stefnu beint á gamalt vöruhús, sem stóð þar skammt frá og þegar að hann kom að dyrunum á því, fór hann strax inn í það og hvarf. Einhvers staðar heyrðist blásið í pípu lög- reglumanna. Maður, sem hafði meira áræði en vit, kom í veginn fyrir Sútró og spenti hand- leggina um herðar honum, og fór að spyrja hann hvert að hann ætlaði að fara. Sútró beygði sig áfram og maðurinn steyptist kollhnís fram af honum. Eftir mínútu eða svo var Sútró kom- inn inn í húsið, sem maðurinn er hann var að elta hvarf inn í. Það var stigi fyrir innan dyrnar sem lá ofan í niðamyrkur. Tvö skot riðu af rétt eftir að hann kom inn, sem komu neðan úr myrkrinu. Eitthvað sló hann illilega á brjóstið svo að hann hrökk til. Hann hélt áfram. Hurð var opnuð og hann sá í svip mann- inn, sem hann var að elta, stíga út úr dyrun- um og út á stíg, sem lá meðfram móleitri lækj- arsprænu. Sútró þekti lækinn. Hann var af- rensli frá Winchelsea ánni, sem er lítið þekt, en á sinn þátt í að hreinsa Hockney-keldurnar. Sútró veitti manninum enn eftirför, en hann var nú kominn nokkur skref á undan honum. Hinu megin við lækinn voru menn við bygg- ingavinnu. Þeir hættu vinnu og hrópuðu til þeirra. Byssuvargurinn sneri sér við og skaut. Sútró heyrði hvininn af kúlunni, en svaraði ekki í sömu mynt. Við endann á götunni var girðing, sem að flóttamaðurinn vatt sér yfir og hvarf. Hefði Sútró verið hygginn, þá hefði hann látið hér við sitja og hætt eftirförinni, en hæfi- leiki hans til að meta hættuna virtist hafa yfirgefið hann. Fötin, sem að hann var í, voru rifin og forug eftir byltuna á veginum, og hann bar tvö sár á sér eftir byssukúlu. Eltingarleik- ur hans við glæpamanninn, sem reynt hafði að skjóta hann hvað eftir annað varð honum nokk- urs konar einvígisákafi. Ásetningur hans, eins ófrávíkjanlegur eins og dómara, sem ákveðið hefir að senda mann í gálgann, augun eins log- andi og grimm eins og augu morðingjans, sem hann var að elta. Sútró vissi, að ef hann reyndi að klifa girðinguna á sama hátt og á sama stað og flóttamaður hans, að þá væri hann að offra sjálfum sér sem skotmarki fyrir fjand- mann sinn. Hann komst lífs af yfir girðinguna fyrir það eitt, að hann var æfður líkamsæfinga- maður og gat stokkið yfir hana í einu há- stökki og komið standandi niður hinu megin þar sem fjandmaður hans beið, og haldið ferð- inni áfram, án þess að hika. Flóttamaðurinn hafði beðið albúinn að skjóta, þegar að hann sá bóla á höfuðið á Sútró upp fyrir girðinguna. Hann hafði ekki tekið með í reikninginn að hann mundi stökkva yfir hana eins og að hann gerði. Hann skaut þegar að Sútró var kominn alveg að honum, en hitti hann ekki einhverra hluta vegna. Sútró sló til hans með hægri hendinni sem hefði lagt hann að velli og ent viðureign þeirra um sinn, ef hann hefði hæft hann rétt. En það var sem sé ekki hnefahöggið sem lenti a hon- um heldur framhandleggurinn, sem lenti á andlitinu á flóttamanninum. Hann steyptist um koll, en hélt öllum sönsum. Hann komst á fæt- ur aftur og hljóp yfir allstórt svæði, sem þurk- að hafði verið upp, sem allslags skrani var hlaðið á — ryðguðu járni og tómum kössum. Norð-Austur járnbrautarlest fór fram hjá, þar sem þessi leikur stóð yfir, með fjölda far- þega, og margir þeirra litu út um vagnglugg- ana til að sjá viðureignina, því að opið var og óbyggt þar sem að þeir áttust við. Stigamaður- inn var farinn að rasa og slaga og var auð- sjáanlega ekki fær um að halda sókn eða vörn mikið lengur uppi. Sútró, þó móður og marinn væri og í blóð- ugum nærfötum, fann til nýs móðs og nýrrar lyftingar. „Ég skal ná honum“, sagði hann við sjálfan sig. Á röðinni, sem fjær þeim var á uppþurkaða blettinum og rétt við lækinn sem var á bak við flóðgarðinn, stóð hátt og mjótt hús. Framan á því og á báðum hliðunum var auglýst, að það væri til leigu fyrir geymsluhús. Það varð undir eins ljóst, að flóttamaðurinn var á ferð eftir slóðum, sem að h*nn þekti. Það er mjög líklegt, að ef Sútró hefði verið fangi stigamannsins, að þá hefðu þeir farið eft- ir þessari sömu götu. Eins og að stigamaðurinn hafði vitað, að dyrnar á búðinni, sem hann kom fyrst að, eftir að hann fór af strætisvagn- inum voru opnar og að með því að fara í gegn- um þær, þá komst hann til Winchelsea árinnar, jafn viss virtist hann nú um að geta komist inn í þetta afdankaða og auða vöruhús. Hann fór rakleitt inn í það. Sútró var um tuttugu faðma á eftir honum, en flýtti sér að dyrnum og fór inn líka. Einu sinni enn bjargaði snör hreyfing eða lukka lífi Sútró. Stigamaðurinn beið eftir honum þar inni í dimmum neðanjarðargöngum og undir eins og Sútró kom inn úr dyrunum reyndi hann tvisvar til að skjóta á hann, en hann hafði áður eytt öllum skotunum úr byssu sinni. „Ég hélt“, sagði Sútró, „að þú hefðir ekki fleiri skot í byssunni“. Stigamaðurinn sneri sér við og hljóp að stiga, sem lá upp í bygginguna. Það var enn svo mikill flýtir á honum upp stigann þegar Sútró skaut á fæturna á hon- um. Fyrsta skotið virtist ekki hafa nein áhrif á hann, svo Sútró skaut aftur. Stigamaðurinn stansaði, féll á kné og valt ofan stigann og staðnæmdist meðvitundarlaus við fætur Sútró. Sútró dróg sig lítið eitt til baka upp að vegg hússins með skammbyssuna í hendinni og púðurreykinn frá skotunum í nösum sér. Hann var enn sár frá fallinu á veginum. Sárin tvö, sem að hann hafði fengið, annað á lærið og hitt á síðuna, gjörðu honum erfitt með hreyf- ingar. Maðurinn, sem hann hafði skotið, dróg þungt andann. Hann var auðsjáanlega meðvit- undarlaus. Að öðru leyti var steinhljóð í bygg- ingunni. Dálítil glæta af aftanskini braust inn uffl dimman og óhreinan glugga á byggingunni og féll yfir þveran stigann og á Sútró þar sem að hann stóð. Rykið, sem að fall stigamannsins hafði reist, var aftur lægt. Þessi þögn og athafnaleysi, eftir allt sem á hafði gengið, hafði einkennileg áhrif á Sútró. Ekki friðandi eða sefandi áhrif, heldur æsandi og ógnandi, eins og vindhlé á undan ofsa vindi- Sútró var ekkert vel við það. Hann hristi sig, leitaði að vindlingahylki sínu í vasa sínum- Það var nokkrum erfiðleikum bundið fyrir hann að ná því úr vestisvasa sínum. Þegar að hann ætlaði að opna það hikaði hann við. Hann sá, að við hjörur hylkisins var hylkið dalað og vissi að farið var eftir kúlu stigamannsins. Nú skildi hann hvernig að stóð á högginu, sem að annað skot stigamannsins veitti honum a brjóstið og síðusárið, sem því var samfara. Þeg- ar að hann horfði á hylkið varð honum ljóst hvernig og hversvegna að kúlan hefði breytt stefnu sinni og líka það, hversu nærgöngul kúlan hafði verið lífi hans. Hann fann allmikið til í síðusárinu og fötin límdust ofan í það, og blóðbletturinn á buxnaskálminni hans var alt- af að stækka. Hann reyndi að losa skyrtuna frá síðusári sínu, en það olli honum svo mikils sársauka að hann hætti við það. „Ég er kominn í þokkalegt ástand eða hitt þó heldur“, sagði hann við sjálfan sig- Hann náði sér í vindling og kveikti í honum, steig yfir meðvitundarlausa manninn til a^ komast í stigann, sem lá upp á loítið. En þo or vert að geta þess, að hann aðgætti sár fallna mannsins áður en hann gerði það, kannaði þaó eins vel og hann gat og bjó um það. En þvr miður, verður maður að segja, að Sútró la 1 léttu rúmi hvort að maðurinn lifði eða dó. Það, sem honum var umhugað um var, að han væri ófær til athafna.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.