Lögberg


Lögberg - 28.09.1950, Qupperneq 4

Lögberg - 28.09.1950, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. SEPTEMBER, 1950 Högberg OefiB öt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA Utanáakrilt rltstjóram: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The ••Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Prese Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorised as Second Claas Mail, Post Office Department, Ottawa Þjóðkunnur fræðimaður í heimsókn Hingað kom til borgarinnar síðastliðinn mánudag einn hinna víðkunnustu fræðimanna íslenzku þjóðar- innar, dr. Alexander Jóhannesson, rektor við háskóla íslands, er aðeins dvelur hér um vikutíma; hann er sér- stakur brautryðjandi á vettvangi málvísindanna, gædd- ur skarpri rannsóknargáfu, og hefir í þeim efnum kaf- að manna dýpst. Frá því var fyrir alllöngu skýrt hér í blaðinu, að dr. Alexander kæmi í sumar vestur um haf í boði Banda- ríkjastjórnar og myndi ferðast þar um í fyrirlestra- erindum, og eins í því augnamiði að kynnast persónu- lega mentamálakerfi hinnar amerísku þjóðar; heim- boð dr. Alexanders vakti að sjálfsögðu fögnuð með okk- ur Vestmönnum, því enn rennur blóðið til skyldunnar, og enn finnum við næmlega til þess, að frami hins heim- alda íslendings, sé í vissum og viðkvæmum skilningi, okkar eigin frami líka. Með komu sinni hingað, lagði dr. Alexander hreint ekki svo litla lykkju á leið sína, sem hann vissulega þó mun ekki telja eftir sér, því hér á hann vinum og frændum að fagna. Dr. Alexander er hingað kominn vegna hins mesta þjóðræknis- og menningarmáls, sem íslendingar vest- an hafs hafa nokkru sinni haft á dagskrá, en með þessu er átt við stofnun kenslustóls í íslenzkri tungu og bók- vísi við Manitobaháskólann; skömmu eftir að Lögberg hafði sagt frá heimboði dr. Alexanders til Bandaríkj- anna, setti hinn mikli íslendingavinur, dr. Gillson, for- seti Manitobaháskólans, sig í bréfasamband við hann og lagði drög að því að hann kæmi til Winnipeg til skrafs og ráðagerða varðandi val prófessors við hina væntan- legu íslenzkudeild og skipulagningu hennar; þetta var viturlega ráðið, er í hlut átti jafn fjölmentur og víðsýnn skólamaður sem dr. Alesander er; hvort fundum þeirra háskólarektoranna ber saman að sinni eður eigi, er enn eigi vitað, með því að dr. Gillson er ókominn heim frá Englandi þar sem hann veiktist og varð að ganga undir uppskurð, þó nú sé hann í góðum afturbata að því er síðast fréttist; en jafnvel þótt slíkt farist fyrir, má víst elja, að dr. Alexander eigi viðtal við ýmissa for- ustumenn Manitobaháskólans og veiti þeim mikilvæga aðstoð í áminstu efni. Það er síður en svo, að vísindalegar málfarsrann- sóknir dr. Alexanders séu einskorðaðar við ísland, þær ná miklu lengra en það; þessu til sönnunar nægir að vitna í nýlega bók hans Origin of Language — uppruni mannlegs máls, sem vakið hefir almenna athygli mál- vísindamana þvert og endilangt um hinn enskumæl- andi heim; með þessu hefir dr. Alexander stækkað and- legt landnám íslenzku þjóðarinnar flestum samtíðar- manna sinna fremur, og verður slíkt afrek seint metið sem skyldi. í ritdómi um hina áminstu bók farast hinum kunna fræðaþul dr. Jóni Stefánssyni meðal annars þannig orð: „Áminst bók hefir til brunns að bera fjórar hávís- indalegar ritgerðir um uppruna mannlegs máls og þess getið til, að þar hafi fyrst komið til greina eftirhermur, sem átt hafi rót sína að rekja til látæðishreyfinga á tungu og vörum mannsins. Mannlegt mál er því í sínu insta eðli beint áframhald af pati og látæðishreyfing- um frummannsins“. Ennfremur kemst dr. Jón þannig að orði: „Dr. G. R. Driver, prófessor í semitískum málum við Oxford, hefir ritað formála að bókinni. Fór hann að halda fyrirlestra um hana nokkru áður en hún kom út. Má segja að hinn mentaði heimur hafi þegar veitt bókinni mikla eftirtekt. Er það sómi, ekki einungis fyr- ir höfund hennar, en líka fyrir alla íslendinga, að ís- lendingi skuli auðnast að gerbreyta skoðun menta- heimsins á öllu mannlegu máli“. — Dr. Alexander er fædduí þann 15. júlí 1888 á Gili í Borgarsveit í Skagafjarðarsýslu; foreldrar hans voru þau Jóhannes Ólafsson sýslumaður og Margrét Guð- mundsdóttir prests í Arnarbæli; hailn lauk stúdents- prófi árið 1907, en meistaraprófi í þýzkum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1913. Doktorsgráöu í heims- speki hlaut hann við háskólann í Halle á Þýzkalandi 1915; sama ár gerðist hann einkakennari við háskóla íslands, varð dósent 1925, en skipaður prófessor 1930 og gegnir því embætti enn. Það er ekki einasta að dr. Alexander sé mikill gáfu- og fræðimaður, heldur er hann sjaldgæfur fram- taksmaður; hann gerðist stofnandi Flugfélags íslands 1928 og hafði með höndum forstjórn þess í þrjú ár; hann átti frumkvæði að byggingu Stúdentagarðsins við háskólann og átti um hríð sæti í útvarpsráði; hann er heiöursfélagi í mörgum vísindafélögum víðsvegar um Norðurálfuna og hefir verið sæmdur mörgum heiðurs- merkjum; ber slíkt að sjálfsögðu órækt vitni þess trausts og þeirrar virðingar, er hann nýtur meðal vís- indamanna og vísindastofnana. Dr. Alexander er kvæntur Hebu, dóttur séra Geirs Áfram með héraðaljóðin ÞINGEYJINGAR urðu fyrstir til að gefa út safn héraðsljóða. Það var fyrir níu árum. Fyrir tveim árum fylgdu Borgfirðing- ar og Mýramenn í fótspor þeirra. Síðan hefur Akranes þráfaldlega hvatt önnur héruð til að gera hið sama. Og nú eru komin aust- firzk ljóð — mest, og í heild sinni líklega bezt, þessara ljóða- safna. Allt virðist framtakið vera þarna einum manni að þakka, Helga Valtýssyni. Er enginn efi, að fyrir það munu fleiri en Austfirðingar hugsa hlýtt og þakklátlega til hans. Enga bók hefi ég aðra lesið, er svo hlýjaði hug minn til Austur- lands sem þessi, og víst er ís- lenzkum bókmenntum fengur í henni. Þarna eru tugir manna, karla og kvennan, sem alveg ó- umdeilanlega eru skáld í ströng- um skilningi orðsins, enda þótt nöfn þeirra hafi til þessa verið almenningi ókunn. 1 sumum til- fellum er bersýnilega um skálda ættir að ræða. Þarna er t.d. átt- ræð kona sem kemur með gull- sjóðinn sinn, þar á meðal rímu, sem Ólína hefði verið fullsæmd af, en í spor gömlu konunnar fylgja bæði dóttir hennar, sonur og dóttursonur, öll með miklum sóma. Þá er og ekki skömm að framlagi systkinanna frá Múla- húsum, og augljóslega er gáfan þar ættarfylgja, því að móður- bróðir þeirra er með í leiðangr- inum. Sennilega er svona víðar, þó að ókunnugir greini ekki. Meðal þeirra, sem þarna eru á ferð, er ung kona, sem lifði að sjá bókina. Hún er af mesta skáldakyni landsins, enda yrkir hún sjálf af snild, en það er sérstakt við hennar kvæði, að hún yrkir fyrir okkur þessa lak- ari, sem teljast verðum til vondra manna. Hvað það er hresandi að finna slíkt innan um eilífan helgidóminn. Þvílík hersing af ljóðasmiðum, sem þarna eru á ferðinni, sjötíu, eða þar yfir. Hér er það, guði sé lof, ótvírætt sannað, að Yzt á nesjum, inn með vog, út á þorpsins mölum, syngur fólkið ennþá, og innst í fjalla dölum. Þetta hefði Einari Benedikts- syni líkað að sjá, því þarna er einmitt að ganga í uppfyllingu spádómur hans í hinum ódauð- lega formála fyrir Hrönnum. Fyrir eitt verðu ekki hjá því komizt, að víta Helga Valtýsson, en það er sá tilgerðarlegi, óheppi legi og ekkert-segjandi titill, er hann hefur valið bókinni. Hvern ig gat maðurinn álpast á þetta? En „vitið kom aftur að morgni til mín“ og í formálanum eru þetta blátt áfram „austfirzk ljóð.“ Nú má Akranes halda áfram brýningunni til þeirra héraða, sem enn hafa ekki gert skil. Héð- anaf er það engu héraði skamm- laust að sitja hjá. Þau sem það gera, sanna ömurlegt forustu- leysi, því alls staðar er skáldin að finna. Ef þessi héruð eru svo vesöl, að þau eigi ekki for- ustumenn á meðal sinna eigin sona, þá sé ég ekki betur en að sá frábæri röskleikamaður, Helgi Valtýsson, verði að halda áfram starfi sínu þó að kominn sé á áttræðisaldur. Þá mundi það verða unnið — og unnið vel. Svo þegar héruðin hafa hvert í sínu lagi innt lögskil, þá á að hefja nýja söfnun og gefa út Ijóð alþjóðar. Það verður bæði mikið safn og merkilegt, ef rétt er á haldið. En þá verð ég kom- inn í himnaríki, þ. e. a. s., ef Pétur hleypir mér inn. „Fyrir guðs náð munum við í dag tendra það kerti á Eng- landi að ég ætla, að aldrei muni á því slökkt verða,“ sagði Latim- er biskup, þegar hann stóð með Ridley á bálkestinum. Þar logar enn á kertinu hans eftir fjórar aldir. Það gæti farið svo, að lengi brynni það kerti, er Þórarinn Stefánsson tendraði, þegar hann gekkst fyrir útgáfu Þingeyskra Ijóða. Nú er svo langt komið, að héðan af mun þjóðin ekki láta verkið niður falla. Það væri ó- mennska, er mjög styngi í stúf við þetta tiltak Helga Valtýsson- ar, er svo var rösklega unnið. Ennþá finna íslendingar sjálfa sig í vísunum — hvergi annars staðar betur. Þegar svo hættir að vera, eru þeir orðnir önnur þjóð og ómerkari. Til allrar hamingju mun sá dagur langt undan. En það má bæði hlúa að ljóðhneigð þeirra og Ijóðgáfu, og líka troða hana í aurinn með tómlæti. Mig hefur lengi undrað, að enginn forleggjarinn skyldi háfa fram- tak til þess að stofna til ársrits, er eingöngu flytti kveðskap og ritgerðir um kveðskap. Skálda- þingið væri ekki illa valið heiti á slíku riti. Og ef leitað væri til fólksins — en að gera svo, væri fyrsta og sjálfsagðasta skilyrðið — þá mundi ritinu ekki verða efnis vant. Þarna mætti líka margt það segja, er ungum skáld um og hagyrðingum væri gott að nema. Ritgerðir svipaðs eðlis og sú, er Jón prófessor Helgason ritaði í Frón 1944, „Að yrkja á íslenzku,“ hafa mikið menntun- argildi, og umræðuefnin eru ó- tæmandi. Aðrar þjóðir eiga tíma rit lík því, sem ég hefi hér stung- ið upp á, svo að það er ekkert frwmlegt við þessa hugmynd mína. En fyrst og síðast: þau héruð, sem ekki hafa enn staðið þjóð- inni skil á ljóðum sínum, ættu nú að fara að rumska. Nóg er þegar sofið. —Sn. J. —AKRANES Brezkur togari siglir vélbát í kaf Það slys vildi til um kl. 10.30 í fyrradag, að brezkur tog- ari „York City“ frá Grims- by, rakst á v.b. Gunnar Há- mundarson, um klukkutíma siglingu vestur af Skaga, með þeim afleiðingum, að vélbáturinn sökk. Mannbjörg varð, sem betur fór, en sjö menn voru á „Gunn- ari Hámundarsyni", sem undan- farið hefir stundað reknetja- veiðar á Faxaflóa og haft ágæt- an afla. Fimm skipverjum var bjargað um borð í „York City“, en tveim bjargaði vélbáturinn „Ingólfur“ frá Keflavík. Skip- verjar höfðu verið í sjónum um 20 mínútur, er þeim var bjarg- að. Höfðu þeir krækt til sín lóða belgjum, en skipverjar á brezka togaranum köstuðu út línum og bjargbeltum og björguðu með þeim hætti. VÍSIR, 30. ágúst Þakkarorð Með innilegu þakklæti og bljúgum huga minnumst við allra þeirra, er á einn eða annan hátt sýndu okkur hluttekning í hinu sviplega fráfalli okkar elskulega sonar og bróður, Jóns Bjarnasonar, er druknaði í Win- nipeg-vatni 29. ág. s.l. Við þökk- um fyrir yndælu blómin sem vinir okkar og hans sendu á kistuna, vinsemdina og hlýleik- ann, sem okkur barst í samúð- arskeytum og ástúðlega hlut- tekning allra er samhryggðust okkur J. okkar miklu scgrg. Sér- staklega viljum vér nefna Mr. Norman Stevens, séra Sigurð Ólafsson, organista og söng- flokk Lút. kirkjunnar, líkmönn- um, Gimli-deild 182 Canadian Legion og Langville Furneal Home. Ólafur og Feldís Bjarnason og f jölskylda, Gimli, Man. heitins Sæmundssonar fyrrum vígslubiskups á Akur- eyri; þann stutta tíma, sem hann verður í borginni, nýtur hann gistivináttu Kristjáns J. Backmanns læknis og frúar hans, en þau dr. Alexander og frú Backmann, eru frændsystkini. Bretar prófa nýtt lyf London (UP-. — Brezkir vís- indamenn eru að prófa nýtt lyf gegn virussjúkdómum í mönn- um. Hefir lyfið verið reynt á til- raunadýrum og gefizt vel, sva að menn gerðu sér vonir um, að það mundi orsaka byltingu á boirð við þá, sem penicillin or- sakaði á sínum tíma. Það hefir m. a. reynzt vel við kvefi en frekari rannsóknir standa yfir. Það er nefnt C.F.-9. Finnbogi niræður Seigur lítið svignar hann seint er tjöldum slegið. Fyrir oddinn Finnbogann fékk ei ellin dregið. P. Guðm. Hafnfirðingar meiri skógræktarmenn en Reykvíkingar Það er víðar mikill áhugi fyr- ir skógrækt og á því að klæða landið en hér í Reykjavík. Hafnfirðingar hafa í vor verið miklu stórvirkari okkur Reyk- víkingum við gróðursetningu trjáplantna í landi Skógræktar- félags Hafnarfjarðar. Þar hafa verið gróðursettar um 16.000 trjá plöntur í vor. Voru flestar — eða um 10.500 fura, 800 voru rauðgreni og 4.700 birki. — Þrátt fyrir þetta segir Hamar, blað sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, að illa hafi gengið að fá fólk til að mæta við gróðursetninguna. VISIR, 20. ágúst Business College Education In these modern tinies Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT 'AVT. WINNIPEG Kaupið þennan stóra PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða Mestu kjörkaup hjá EATON'S á fötum! Qalonia Tvennar buxur með hverjum fatnaði Hundruð af nýjum alullar- fatnaði af nýjustu gerð og fullkomnum að öllu leyti. “Your Best Buy is an Eatonia” 4 slykkja nýtízku fatnaðir $49.50 FÁST MEÐ AFBORGUNUM The Men’s Clothing Section The Hargrave Shops for Men, Main Floor <*T. EATON C?,„,TED

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.