Lögberg


Lögberg - 28.09.1950, Qupperneq 5

Lögberg - 28.09.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. SEPTEMBER, 1950 5 ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRDfS Arsrlt Bandalags lúterskra kvenna, XVIII. hefti. Ritstjórar: Mrs. Ingibjörg J. Ölafsson, Selkirk, Man.; Mrs. ThjóCbjörg Henrickson, Winnipeg, Man. Nýlega er komið út átjánda hefti ársritsins Árdís. Munu margir fagna því; það flytur, fyrst og fremst, fregnir af starf- semi Bandalagsins, en einnig mikinn fróðleik annars efnis, prýðilegar greinar og kvæði. Þegar blaðað er í ritinu, vekur það strax athygli hve margir hafa lagt til efni í það; mér telst svo til að þeir hafi verið nítján, vitanlega stuttar greinar frá mörgum, en með þessu móti verð ur ritið bæði fjölbreytt að efni og í efnismeðferð. Það er líka á- nægjulegt að sjá hve margir meðal Islendinga taka sér penna í hönd þegar til þeirra er leitað, og það er gróði bæði fyrir þá og aðra, að gefa þeim tilefni til að rita. En það liggur í augum uppi hve mikið verk ritstjórarnir hafa lagt á sig, að viða að sér efni frá svona mörgum; til dæm- is, í kaflanum „Kallaðar heim“, þar sem minst er níu látinna fé- lagskvenna, hafa ritstjórarnir látið sér annt um, að fá þá til að skrifa, sem bezt þekktu til. Ritið hefst með því að Ingi- björg J. ólafsson minnist að nokkru fjórðungsaldar afmælis Bandalagsins og birtir kvæði, er Ingibjörg Guðmundsson hefir ort, í tilefni af afmælinu. Þessi skáldkona á heima í California, en hefir samt mikinn áhuga fyr- ir starfi Bandalagsins, og hafa áður birst kvæði eftir hana í ritinu. Ingibjörg J. Ólafsson skrifar um hana fallega grein. Lengstu greinarnar í ritinu eru eftir íslandsfarana, Margréti Stephensen og Lilju Eylands, sú fyrri á íslenzku og nefnist „Blárra tinda blessað land“. Sem kunnugt er heimsótti frú Mar- grét ísland, sumarið 1949. Þótt hún dveldi þar tiltölulega stutt- an tíma, hefir hún frá mörgu skemtilegu að segja, því athygl- isgáfa hennar er næm — gests- augað glöggt. — Grein frú Lilju „Impressions of Iceland“ fjallar aðallega um menningu þjóðar- innar á sviði hljómlistar og og myndlistar. Ennfremur lýsir hún Útskála-prestakalli og dvöl- inni þar og er henni sérstaklega niinnistæð Hvalsnes kirkjan, þar sem sálmaskáldið Hallgrím- ur Pétursson þjónaði fyrst. Greinin er fróðleg og skemtileg. Thjóðbjörg Henrickson á undurfagra grein í ritinu, „Re- surrection". Hún sér í huganum viðburðina, sem gerðust í gras- garði Jósefs frá Arímaþeu, cg iýsir þeim og umhverfinu snild- arlega. Sagan um páskaliljurnar sem fléttast inn í frásögnina er yndisleg. Þá munu margir hafa ánægj ai að lesa greinarnar um Ell heimilin, „Dagur á Betel“, stu §rein eftir forstöðukonuna, Mr Ágústu Tallman og lengri grei »Heimsókn á Borg“ eftir Laug Heir; er sú grein með ágætu fjörlega rituð. Ennfremur er í ritinu fallej >.brot“ úr jólasögu eftir Ing björgu J. ólafsson; stutt gre Urn hina vinsælu prestkon frú Bentínu Hallgrímsson, í t; efni af heimsókn hennar í vc eftir Ingibjörgu Jónsson; Br rá fyrrverandi ritara Band agsins, Lilju Guttormson, „Le er from Norwey“, og smágrei »The Red River Flood 1950“. C síðustu skýrslur embætti J^anna: forseta Bandalagsir rú Ejólu Gray; forstöðukor Unrise Lutheran Camp, f: Ugibjargar J. ólafsson, og fc , anns stjórnarnefndar suma .,^anna> S. O. Bjerring. Þin 1 indi Bandalagsins var ek að birta í þessu hefti, þ þinginu var frestað vegna flóðs- ins mikla. Mikill fjöldi mynda prýða ritið, þar á meðal myndir af þremur kunnum gullbrúðhjón- um; frú Vigfúsínu Beck áttræðri og frú Björgu V. ísfeld, forseta Manitoba Registered Music Teachers’ Assóciation. Ritið er vandað að frágangi, prentað á ágætan pappír. Yfir því hvílir mildur og kærleiks- ríkur andi. Árdís fæst hjá Mrs. B. S. Ben- son, Columbia Press, 695 Sar- gent Ave., Winnipeg; Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning Str., Winni- peg; ennfremur hjá kvenfélög- um Bandalagsins. Verðið er 65 cents. RÁÐ GEGN ÆÐAHNÚTUM Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist í nýútkomnu Frétta- bréf um heilbrigðismál, og er það gefið út af Krabba- meinsfélaginu. Æðahnútar eru með algeng- ustu sjúkdómum, einkum hjá konum. Þótt þeir séu yfirleitt ekki hættulegir geta þeir valdið miklum óþægindum og ávalt eru þeir til lýta. Langoftast koma þeir á fótleggi og læri, einkum hjá konum, sem staðið hafa í barneignum. Blóðið safn- ast fyrir í bláæðunum, af því að það á erfitt um afrás úr gang limunum, og þegar til lengdar lætur gefa æðaveggirnir eftir og víkka út, svo að pokar myndast í æðunum, og það eru hinir svo- kölluðu æðahnútar. Allir geta fengið þetta, vegna þess, að blóð- ið á hvergi eins erfitt um afrás og frá fótunum. Maðurinn er nefnilega ekki ennþá búinn að laga sig eftir þeim kröfum sem blóðrásin gerir til hans síðan hann fór að ganga uppréttur. Blóðþunginn frá fæti til hjarta hefir aukist mikið frá því að gengið var á fjórum fótum og má því lítið út af bera til þess að styrkleika æðarveggjanna sé ekki ofboðið. Þegar fóstrið þrýstir að grindaræðum konunn ar á seinni hluta meðgöngutím- ans aukast enn erfiðleikar blóðs- ins, sem þarf að komast frá gang limunum og alla leið upp í hjarta. En mikið er hægt að gera til þess að forðast æðarhnútana á fótum og gildir það jafnt um karla og konur. Aðalboðorðið er að forðast að standa lengi kyrr. Ekkert hjálpar blóðrásinni úr fótum eins áfram og hreyfing. Kona, sem stendur kyrr við eld- húsborðið, þvottabalann eða strauborðið, fær þreytuverk í fætur þegar hún hefir staðið lengi kyrr í sömu sporum. Blóð- ið rennur þá svo illa frá gang- limunum, að vöðvar og vefir fara að líða af súrefnisleysi. Ef hún tekur eftir því, að æðar á kálfum hennar og lærum eru farnar að víkka út undir húð- inpi, ætti hún að forðast að forðast að standa lengi kyrr í sömu sporum, hreyfa sig heldur öðru hvoru til að koma blóðrás- inni í gang, og ef um ófríska konu er að ræða ætti hún að taka sér smáhvíldir oft á dag, því að með því að leggjast út af þótt ekki sé nema í 2—3 mín- útur er það nóg til þess að koma blóðrásinni 1 eðlilegt horf. Gott er fyrir slíkar konur að sitja þannig að hafa fót eða fætur uppi á stól þegar því verður við komið, því að það léttir svo mik- ið fyrir blóðrásinni. Með því að gæta þess að létta þannig fyrir blóðrásinni strax Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu móli og fyrst fer að bóla á útvíkkun á æðum, má oft koma í veg fyr- ir að æðahnútar myndist. Blóð- rásin jafnar sig og æðarnar, sem voru að byrja að þenjast út und- an stöðugum þrýstingi, taka sig aftur. Ef ekkert er gert halda æðarnar áfram að útvíkka unz komnir eru stórir útvíkkaðir pokar á æðarnar, sem verða til mikilla lýta og venjulega meiri og minni óþæginda. Þegar til lengdar lætur hættir konum til að fá útbrot á fótleggina, vegna þess að holdið nærist svo illa, að skinnið verður mótstöðulítið og kemur krónísk bólga (exem) Tuttugasta og sjötta þing Bandalags Lúterskra Kvenna, sem var haldið dagana 15., 16. og 17. sept. að Lundar, var fjölment og skemtilegt og allir fundir vel sóttir af erind- rekum. Á kvöldsamkomunum tveimur var hvert sæti skipað af bæjar- og bygðarfólki, auk erindréka og þinggesta. Kvenfélagið Björk tók rausn- arlega á móti gestum sínum. Mrs. K. Byron, forseti félagsins, fórst vel af hendi alt þessu við- víkjandi og var gestrisni Lundar búa hin mesta ónægja öllum, sem nutu góðsemi þeirra. Áður en skýrt verður frá fundargjörðum vildi ég minn- ast kirkjunnar á Lundar þar sem þingið var haldið. Eins og í flestum bygðum ís- lendinga varð ég fljótt vör við að á Lundar eru tvær íslenzkar kirkjur, sem benti á að ekki væru allir á sömu skoðun; en hvað sem trúmálum viðvíkur sýndist þó ríkja eining að öðru leyti meðal bæjarbúa. Virtist mér fallega, stóra samkomuhús- ið bera þess vott og þangað var öllum boðið til kaffidrykkju af Kvenfélaginu Björk eftir sam- komurnar tvær. Lúterska kirkjan, sem er snyrtileg bygging innan og ut- an, stendur á stórum grænum velli, með ræktuðum blómum sólarmegin. Félagshús á Kven- félagið Björk á næstu grösum og voru allar máltíðir fram- bornar þar. Prestsheimilið er þar nálægt líka. Söngflokkur kirkj- unnar, undir forustu Vigfúsar Guttormssonar, var með afbrigð um góður. Almenn guðsþjónusta var haldin kl. 2 e. h. á sunnu- daginn og messaði prestur safn- aðarins, séra Jóhann Friðriks- son. Forseti Bandalagsins, Mrs. Fjóla Gray, Winnipeg, setti fyrsta fund þingsins á föstudag- inn kl. 2 e. h. Séra Jóhann Frið- riksson las biblíukafla og bæn og ávarpaði þingið. Tuttugu kvenfélög og átta ein- staklingar tilheyra Bandalaginu. Sátu fjörutíu og einn erindreki þingið. — Þrjár prestskonur, þær Mrs. Jóhann Friðriksson, Mrs. S. Ólafsson og Mrs. V. J. Eylands. Skýrslur embættis- kvenna voru lagðar fyrir þingið og samþyktar, en þær voru: Skýrsla forseta, Mrs. Fjólu Gray; skrifara, Mrs. B. Gutt- ormson; féhirðis, Mrs. Rósu Jó- hannson; forseta Sunrise Camp- nefndarinnar, Mr. S. O. Bjer- ring; féhirðis þeirrar nefndar, Mrs. Önnu Magnússon; ráðskonu Árdísar, Mrs. J. S. Gillies, síðan voru lesnar skýrslur kvenfélag- anna. Starfsfundir voru fjórir og sýndu konur mikinn áhuga á málum, sem lágu fyrir fundum: Árdís, rit B. L. K., Sunnudaga- skólamál, Sumarbúðirnar Sun- rise Lutheran Camp, Húsavick, Man., sem er eitt stærsta fyrir- tæki bandalagsins, Hannyrða- sýningar, Temperance og svo fleira. Öll þessi mál voru íhuguð frá öllum hliðum og svo afgreidd á heppilegan hátt. Ársritið Árdís sýndi góðan ár- angur og var það gefið út þetta ár með sama hætti og áður nema skýrslu þingsins í ár var í það, með sárum, sem erfiðlega gengur að fá til að gróa. Allt þetta má losna við með því að forðast kyrrstöðurnar. Gildir þetta jafnt um ófrískar konur sem togaraskipstjóra, sem standa klukkutímum saman á stjórnpalli. Sá, sem gengur um í stað þess að standa kyrr, fær miklu síður æðarhnúta. Vanfærar konur og hver sem þarf að hafa miklar stöður, ættu að hyggja að því í tíma, að hugsa vel um blóðrás fóta sinna, því að of seint er að gera það þegar æðarhnútarnir eru komnir. TÍMINN Mrs. Fjóla Gray slept, þar sem að ekki var hægt að halda þingið á vanalegum tíma, í júní s.l., vegna flóðsins mikla í Winnipeg. Viðvíkjandi sumarbúðunum var það tekið fram, að nauðsyn- legt væri að byggja fleiri skála (huts) þar sem að aðsókn sé ár- lega að aukast, einnig var at- hygli veitt bókasöfnum fyrir sumarheimilið þar sem enn vant ar sérstaklega þær bækur sem hæfar eru fyrir börn og ungl- inga. Sunnudagaskólamálin verða afgreidd með líkum hætti og að undanförnu. Hannyrðasýningin var haldin í samkomuhúsinu Björk; gaf þar á að líta margvíslega handa- vinnu eftir konur úr hinum ýmsu bygðarlögum. Nafna- ábreiða með útsaumuðum nöfn- um þeirra, er þingið sátu í júní 1949, og sem var búin til af Mrs. S. O. Bjerring og gefin Sunrise Lutheran Camp, vakti sérstaka athygli. Nafnaábreiða með nöfn- um þingkvenna er búin til ár- lega í litum bústaðanna, ljós- bláum og ljós-gulum, með sólar- uppkomu tákni sambúðanna (Camp emblem) sem aðalmunstr ið. Þessar ábreiður eru teiknað- ar af konunum sjálfum og sýna mikla snild og smekkvísi. Mrs. Margrét Bardal, Winni- peg, fulltrúi bandalagsins í stjórnarnefnd Manitoba Temp- erance Alliance, flutti fróðlegt erindi um starf M. T. A. og var hún endurkosin fulltrúi á næsta þing þess. Þingið greiddi $15.00 í sjóð þess félagsskapar. Á fyrri skemtifundinum, sem haldinn var, talaði Mrs. V. J. Eylands um „My Impression of ,Iceland“, og Mrs. O. Stephenson frá Winnipeg um ferðalag sitt á íslandi og nefndi það „Blárra tinda blessað land“. söngflokkur bygðarinnar undir forustu Mr. V. Guttormsson söng mörg lög. Var Miss Irene Guttormsson við hljóðfærið. Á síðari skemtifundinum töl- uðu þær Miss Salóme Halldórs- son um Álftavatnsbygðina, en Mrs. H. G. Henrickson um Sun- rise Lutheran Camp, erindið nefndi hún „Our Camp“, einnig skemtu með söng nokkrar ung- ar stúlkur undir forustu Miss Irene Guttormsson, framsögn Carl Björnson, Trió þrír drengir Dicky Peterson, Ronnie Peter- son og Lommy Breckman, Duet, Evelyn Ganton og Rúna Paul- son, Sóló, Lorne Foster, og söng- flokkur — nokkrir drengir undir forustu Mr. Felix Sigurdson. Að Dr. Helgi Péiurs var einn hinn fjölmenntaðasti íslendingur sinnar tíðar, spak- vitur að eðlisfari og sá ritsnill- ingur að hann átti fáa sína jafn- oka á meðal samtíðarmanna. Um hreinleik, ljósleik og látleysi má stíll hans lengi verða ungum mönnum til fyrirmyndar. Það er illa farið ef mikill dráttur verður á því að safna saman rit- gerðum hans í heild og gefa þær út. Það safn mundi verða hin mesta gersemi. Þar ætti að réttu fátt undan að felli, því jafnvel þorri blaðagreina Helga er þess verður að geymast í ritsafni hans, og tímaritagreinar líklega án nokkurrar undantekningar. Það væri góðum og athafnasöm- um forleggjara sómi, að láta þetta mál til sín taka. Dr. Helgi Péturs náði 77 ára aldri. Á 75 ára afmæli hans bár- ust honum margar kveðjur. Þessi er ein þeirra: Hafa árin engan þunga, er þú fislétt ber, glæsimennið ávalt-unga? Ætíð sýnist mér vorblær hrinda húmi og drunga hvar helzt sem þú fer. Og sjaldan átti íslenzk tunga ástvin líkan þér. Úr bréfi Jóns Sigurðssonar til Eggerts Ó. Briems sýslu- manns 1846. „Ég sendi Magnúsi Einarssyni til jarðabótafélagsins í Önundar firði ný verkfæri til að skera þúfur og skurði og til að taka upp úr skurðum með. Sjáðu um að þau verði kunnug, ef ykkur þykir nokkuð til þeirra koma. endingu þakkaði Mrs. Louisa Gíslason, Morden, fyrir hönd Bandalagsins góðar viðtökur og framúrskarandi gestrisni. I lok þingsins fóru fram kosn- ingar. Var Mrs. Fjóla Gray, Win- nipeg, endurkosin forseti. Kosn- ar voru í önnur embætti og nefndir. Heiðursforseti til lífs- tíðar Mrs. Ingunn Marteinsson. Heiðursmeðlimir: Mrs. Hansína Olson, Mrs. Ingiríður Jónsson, Mrs. Stefanía Sigurdson, Mrs. Stefanía Leo, Mrs. Sigrún Thor- grímsson, Mrs. Helga Bjarnason, Mrs. Rannveig K. G. Sigbjörn- son. Fyrv. forseti Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, Selkirk. Varaforset- ar Mrs. Guðrún A. Erlendson, Arborg, Mrs. Elizabeth Bjarnar- son, Langruth. Skrifari Mrs. Helga Guttormsson, Winnipeg. B. v. skrifari Mrs. Clara Finn- son, Wpg. Féhirðir Mrs. Rósa Jóhannsson, Wpg., varaféhirðir Mrs. Halldóra Bjarnason, Win- nipeg. Meðráðanefnd: Mrs. Margrét Bardal, Wpg., Mrs. María Sivert son, Wpg., Mrs. Sigríður Bjer- ring, Wpg., Wpg., Mrs. Sigrún Sigurdson Glenboro, Mrs. Clara Johnson,Brú. Útgáfunefnd Árdísar — rit- stjórar: Mrs. Ingibjörg J. ólafs- son, Selkirk, Mrs. O. Stephen- sen, Winnipeg, og Mrs. H. G. H^nrickson, Wpg. Ráðskona, Mrs. Inga Gillies, Winnipeg, að- stoðarráðskonur Mrs. Flora Ben- son, Wpg., Mrs. S. A. Sigurdson, Arborg, Mrs. M. Oliver, Selkirk og Mrs. V. Bjarnarson, Langruth. Board of Directors: — Sunrise Camp. Dr. F. Scribner", Gimli, Mrs. H. G. Henrickson, Wpg. Mrs. S. Ólafsson, Selkirk, Mrs. Guðlaug Arason, Húsavick, Mrs. Gerða Ólafson, Wpg., Mrs. Sig- ríður Sigurgeirsson, Foam Lake, Mr. Sigurður Vopnfjörð, Ar- borg, Mrs. Kári Byron, Lundar. Bókasafnsnefnd: Mrs. F. Scrib ner, Gimli, Mrs. C. Tómasson, Hecla, Mrs. Clifford Stevens, Gimli. Sunnudagaskólanefnd: Mrs. B. Bjarnarson, Langruth, Mrs. Pauline Johnson, Lundar, Mrs. Hlíf Thompson, Langruth. Virðingarfyllst, Helga Guttornisson, skrifari. I Félagsritum kemur lýsing á þeim með uppdráttum“. Matríalisminn. „Fjarkalegur doði og deyfð yfir öllu andlegu lífi. Ég er alveg ráðalaus í því, hvað gera skuli. Ef ekki væri annað en að skipta um presta, þá væri það ekki það versta, en hitt er ennþá lakara, að ekki virðist svo mikið út á þá sett blessaða. — Hitt er lak- ara — vildi ég sagt hafa — að menn virðast blátt áfram talað ekki finna þörf hjá sér fyrir neina andlega næring. Drepandi matríalismi er að heltaka alþýðu. — Flestir í mesta basli, og ætla það hnossið eina, að fá eitthvað af skilding- um handa í milli, og þeir, sem fé hafa til umráða sem færri eru, taka nú óðum að beita því eftir nýjustu tízku, þannig að brjóta undir sig og lifa fyrir gullið með líkama og sál. Þetta er sá matrí- alismi sem ég tala um. Menn hafa ekki fyrir því, flest-allir að mynda sér fasta lífsskoðun, hverju nafni, sem hana mætti nefna“. (Úr bréfi að norðan. Nýtt Kbl. 1910). Enn um Símon Dalaskáld Símon Dalaskáld gisti eitt sinn í Austurhlíð í Biskupstungum. Þar var á bænum roskin mey- kona, er Vigdís hét. Einhverjir glaðsinna unglingar, eggjuðu Símon mjög að vitja kerlingar, þegar allir voru gengnir til náða og sofnaðir í baðstofunni. Þeg- ar Símon hyggur, að hin hent- uga stund sé komin, fer hann á kreik, kemst að rúmi kerlingar og vill upp í hjá henni, en við það vaknar hún og rekur upp öskur mikið, svo að allir vakna. Þá kveður Símon viðstöðulaust þar sem hann stendur á nær- klæuunum, við rúmstokkinn: Vigdís rak upp voða hljóð, vakti fólk úr svefnadvala, þegar nakið faðma fljóð fjörugt vildi skáldið Dala. Var á kodda varla hlý, vonsku öskri spúði úr munni. Viður þennan voða gný, vaknaði allt í baðstofunni. Eftir sögn Þórðar Magnúss. frá Hvítárh. S. H. Eitt sinn gisti Símon að Hvít- árholti. Var þar á bæ gömul vinnukona, er Jórunn hét. Var Símoni ráðlagt að heimsækja hana um nóttina, sem hann gerði líka er fólk var sofnað, en hún ýtti honum frá sér með hægð og gerði engan hávaða. Hefði enginn vitað um þetta árangurs- lausa ferðalag ef Símon hefði ekki sjálfur sagt frá því daginn eftir. Um Jórunni kvað Símon þetta: Dugleg hetja, dyggða fetar veginn, Jóni getin Jórunn kær, jómfrú metin ofan í tær. Eftir sögn Þórðar Magnúss. frá Hvítárh. S. H. —AKRANES Gamall, 40, 50, 60? — Maður, en slík flónska Gleymdu árunum. Púsundir manna eru spprækastir um sjötugrt og hressa sig á Ostrex. Útilokar deyfö og þreytukend, sem stafar frá járnefnaskorti, sem menn og konur kenna aldri um. Reynið Ostrex-töflur nú þegar fyrir aðeins 60c. Fást í öllum lyfjahúðum. Minnist BETCL í erfðaskrám yðar JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVI ÁRSÞING Bandalags Lúterskra Kvenna

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.