Lögberg - 03.11.1950, Síða 2

Lögberg - 03.11.1950, Síða 2
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950 íslenzk tónskáld og tómlætið Eflir séra HALLDÓR JÓNSSON, fyrrverandi sóknarprest að Reynivöllum I. Ég var nýlega við messugerð tvo sunnudaga í röð hér í Reykja vík. Við aðra þeirra voru í kirkj- unni, að mér taldizt til rúmlega eitt hundrað manns, en söfriuð- urinn, að því er ég hefi heyrt, sjö til átta þúsund manns. í hitt skiptið voru mættar fjörutíu og þrjár sálir, eða mjög nálægt því, en söfnuðurinn fráleitt minni en 4500 til 5000 manns á að gizka. Um messuflutning af hálfu beggja prestanna er það að segja, að mér féll hann prýðisvel í geð og fannst hann ágætur bæði fyrir altari og í stól. í ann- ari kirkjunni var prýðilegt hljóð færi og í hinni kirkjunni full- sæmilegt eftir atvikum og leystu báðir organistarnir sitt hlutverk prýðisvel af hendi. Nokkru síðar átti ég tal við sveitaprest, þar sem við messu- flutning hjá honum tiltekinn sunnudag voru 11 — ellefu manns að honum raunar með- töldum, en söfnuðurinn taldi alls um síðustu áramót 109 — eitt hundrað og níu sálir. Reikningsfróðir menn gætu nú gert samanburð á kirkjusókn inni á þessum umgetnu stöðum, í Reykjavík og við sveitakirkj- una og fljótlega séð, að Reykja- víkursöfnuðir höfðu vinninginn og vel það í tómlætinu. Nú ræddum við um orsakir hinnar mjög svo lélegu kirkju- sóknar og meðal annars það, hvort hættulegra væri íslenzkri kristni og kirkjulífi, bein and- staða við boðskap kirkjunnar eða tómlætið, og varð ég að vera honum sammála um, að tóm- lætið, sinnuleysið, væri allra verst. En nú víkur sögunni að nokk- uð öðru efni, sem þó er í ætt við boðskap kirkjunnar, ýmist beint eða óbeint. Og nú spyr ég? II. Hvers vegna þarf að þegja, svona yfirleitt, íslenzk tónskáld í hel af hálfu þeirra manna, sem alþjóð manna er vön að líta upp Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Speeialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Christle, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA KJÓSIÐ » MDRRÍSDN sem þingmann 1. kjördæmis í Pembína County í kosningunum þann 7. nóvember 1950 Hann mun aldrei bregðast trausti yðar! MORRISON ELECTION COMMITTEE CAVALIER; NORTH DAKOTA til, sem forystumanna í tónlist- arefnum? Hvers vegna af þeirra hálfu að fela fyrir fólkinu söngva ís- lenzkra tónskálda, sem birt eru á prenti? Vanalega eru það sömu lögin, sem farið er með, eins og alltaf hjakki í sama farinu, sem vitanlega ekki er. Það er eðlilegt, að fólkið, allur almenningur, miði viðhorf sitt í tónlistarefnum við álit þessara manna og er því ekki láandi, þó það gangi á snið við það, sem lærðir menn í tónlistarefnum steinþegja um, og telji þögnina sama sem áfellisdóm eða dóm um fánýti þessara hluta. Ég man eiginlega ekki eftir því, þó auðvitað sé ekki fyrir það loku skotið, að lærðir menn í tónlist- arefnum hafi yfir höfuð stung- ið niður staf til lofs eða lasts, er út var gefin söngvabók eftir ís- lenzk tónskáld. Ef nokkrir minnt ust á þær, eða starfsemi ís- lenzkra tónskálda, voru það ó- lærðir menn í tónlistarefnum, en sem höfðu mætur á þessum efnum og brjóstvitið helzt til að fara eftir. Eiginlega er þetta tómlæti um starfsemi íslenzkra tónskálda aðfinnslu og í rauninni vítavert af hálfu hinna lærðu manna og forystumanna á þessu sviði. Það skilja allir, hve það verkar lam- andi á starf tónskáldanna, að þeirra er að litlu eða engu getið, sem málsmetandi manna í menn ingarríki, eins og ísland gerir þó kröfu til að heita. Það virðist sjálfsögð skylda þeirra manna, sem fólkið telur til forystumanna um tónlistar- mál og sem allur almenningur er vanur að líta upp til, að leið- beina því, benda á það, sem vel þykir gert, og vara við því engu síður, sem illa þykir gert. Tóm- lætið er allra verst. Það er í rauninni óþolandi. Ef þesssir menn lyki upp sín- um munni í alþjóðaráheyrn um verk íslenzkran tónskálda, hvern ig svo sem dómur þeirra yrði, yrði þetta til þess að beina fólk- inu á, hvað til verður hverju, sinni. Að fella dóminn með þögn inni einni er allra skaðlegast. III. Nú ber þess að gæta, að það er fólkið, alþjóð manna, sem vel- ur og hafnar. Hún fellir dóminn, sem hlíta verður, hvort sem þyk ir Ijúft eða leitt. Hún kveður á um það, hvað lifir og hvað deyr, raunar ekki um öll ókomin ár og aldir, því álit manna í tón- listarefnum getur breytzt með tíð og tíma og hefir einnig gert það. En til þess, að fólkið geti valið og hafnað, þarf að benda því á, á hverju er völ, af hálfu þeirra manna, sem fólkið tekur sérstaklega mark á. Og fólkið, sem velur og hafn- ar, er ólærð alþýða í tónlistar- efnum með sitt heilbrigða brjóst vit eitt, óbundið af öllum kenn- ingum í tónlistarefnum. Hún tekur það á sína arma, sem henni þykir fallegt, en hafnar hinu. Og fólkið, það er piltur- inn og stúlkan við orfið eða hríf- una. Það er kona nvið rokkinn sinn eða prjónana, eða stúlkan við saumana. Það er sjómaður- inn við árina, bóndinn við gegn- ingarnar, verkamaðurinn á eyr- inni, iðnaðarmaðurinn, ungling- urinn við smalaprikið, embættia maðurinn, verzlunarmaðurinn, allur almenningur jöfnum hönd- um, án tillits til lærdóms, skoð- ana í landsmálum eða trúmál- um, stéttar eða stöðu. En til þess að einhverjir söngv ar geti lifað og komizt á sem flestra varir, þarf að láta fólkið vita, að þeir séu til, og þá af þeirra hálfu, sem fólkið er vant að líta upp til sem forystumanna í tónlistarefnum. Annars er hætt við, að fólkið líti ekki við þeim, að kalla. IV. Þegar sú skoðun er í ljós látin, að ekki sé nein þjóðarnauðsyn að þegja íslenzk tónskáld í hel, eða láta líða nokkra mannsaldra áður en við þeim er litið, þá ber þess að gæta, að yfir tómlætinu er kvartað, eigi þó vegna tón- skáldanna sjálfra persónulega fyrst og fremst, heldur vegna þjóðarinnar í heild'sinni í allra fremstu röð, en hún á heimting á að njóta þess, sem bezt er með hverjum manni. Hver mað- ur skuldar sinni samtíð og fram- tíð allt, sem bezt með honum býr og þá einnig þá söngva, ef hún vill þiggja, sem orðið hafa til í huga tónskáldanna. Það má auðveldlega hálfkæfa eða deyða listaneistann með tómlætinu, fáttumfinnslu al- mennings einu og trúna á per- sónulega listaköllun, en glæða hana hins vegar með samúðar- fullri athygli. Tómlætið getur þó ekki að öllu leyti deytt eða drepið það, sem er eilífs og ævarandi eðlis. Það lifir af sér tómlæti og fátt- umfinnslu, fitjun upp á nef sér og beina andstöðu, ár og aldir og fjölda kynslóða. Þó yfir það sjáist á líðandi tíð í önnum og umsvifum hins daglega lífs, vek ur það á sér athygli og viður- kenning af flestra hálfu, er sú fylling tímans kemur. Dómur sögunnar talar þar full komlega sínu skýra máli. Fáir litu við jafnvel hinum mestu snillingum meðan þeir lifðu. Það var fyrst eftir dauða þeirra og löngu, löngu síðar en þeir lifðu á þessari jörð, er þeim var veitt veruleg athygli og nú dáir þá menningarheimur allur, má heita. Að minnsta kosti ættu þetta að vita lærðir menn í tónlistar- efnum og láta sér að kenningu verða, því ekki er að vita, hvar hinn eilífi listaneisti leynist. TÍMINN k Ándrés Davíðsson (Fæddur 24. marz 1858 — Dáinn 30. janúar 1950) „Ef þig langar leyndardóma lífsins að sjá, og biðjirðu um þess barnagull og byrir á „Á“, og lest þar ekkert öfugt gegn um annara gler: þá vil ég feginn líka læra að lesa með þér“. Þ. E. Einn í skemtiferð á smóflugvél yfir hið breiða Atlantshaf Lendir í Keflavík á leið frá Minnesota til Sviss Ef þessi fögru orð skáldsins eiga við lýsingu nokkurs manns, þá var sá maður Andrés Davíðs- son. Þó hann væri ekki skóla- genginn maður, var hann samt sílesandi og leitandi: lesandi alt, sem hann náði í og leitandi að skýringum o|f skilningi á leynd- ardómum lífsins og tilverunnar. Þetta voru heldur engin und- ur: Hann átti til þeirra að telja í báðar ættir, sem fremstir hafa staðið á íslandi í leit að þeim lykli, sem að opni dyrnar að musteri skilnings og þekkingar, þar á meðal var Sæmundur fróði. Andrés var fæddur 24. marz 1858. Faðir hans var Davíð Davíðsson bóndi að Giljá í Vatnsdal. Hann átti Andrés áð- ur en hann kvæntist, með Guð- rúnu Magnúsdóttur Snæbjarnar sonar prests í Grímstungu, Hall- dórssonar biskups að Hólum. Guðrún móðir Andrésar var þremenningur við þá bræður dr. Pétur biskup og Jón Pétursson háyfirdómara í Reykjavík á ís- landi. Andrés átti föðurætt sína að rekja til Sæmundar fróða, eða Oddverjaættarinnar, sem kölluð var; en móðurætt til Guðmund- ar ríka á Möðruvöllum, og líka til Sæmundar fróða. Andrés fékk litla sem enga mentun í æsku; en var óvenju- lega vel sjálfmentaður. Hann var alinn upp af föður sínum og stjúpu og varð kornungur að bjargast á eigin spýtur, og taka hverju sem bauðst: Hann byrj- aði að stunda sjómensku 17 ára gamall, og lét honum það vel. Eftir nokkurn tíma varð hann stýrimaður á millilanda skipi, sem fór víða. í þeim ferðum kom hann til Englands, Dan- merkur, Nof’egs og víðar. í eitt skipti fékk hann heiðursmerki úr gulli fyrir það að bjarga lífi manna úr sjávarháska: Var það eftirlíking af stýrishjóli. Árið 1882 kvæntist hann Stein unni Jónsdóttur, Vigfússonar frá Búðum, og Kristrúnar Gísladótt- ur, systur konu Þórðar alþingis- manns frá Rauðkollsstöðum. Andrés flutti til Vesturheims með fjölskyldu sína árið 1904, en Víglundur sonur þeirra hjóna fór þangað árið áður. Þau hjón eignuðust fjögur börn: Tvo sonu og tvær dætur, öll fædd í Reykjavík á íslandi: 1. Víglund, sem var einn hinna allra mestu og ábyggilegustu stórathafna manna meðal Vestur íslendinga. Hann dó á bezta aldri, ókvæntur. 2. Trausla: Hann dó einnig á bezta aldri, frá konu og sex börnum. 3. Sigríði Katrínu Sigurrós: Hún er ekkja eftir Metúsalem Andrés Davíðsson Þórarinsson stór-athafnamann. Hann dó tiltölulega ungur, af slysförum. Sonur þeirra Sigur- steinn Alek, er lögmaður í Win- nipeg. 4. Guðrúnu: Hún er gift Hans Sveinssyni málara, fóstursyni séra Friðriks Friðrikssonar í Reykjavík á íslandi. Andrés dó hjá Sigríði dóttur sinni. Kona hans var látin fyrir nokkrum árum. Andrés Davíðsson var hraust- ur maður og vel bygður; glað- vær, en stundum glettinn; geð- ríkur en viðkvæmur. Hann var lesinn og fróður, þótt ekki væri hann skólagenginn. Eins og áður er sagt las hann alt, sem hönd á festi og auga eygði. Hann hafði lagt stund á smá- skamtalækningar og fékst við þær um alllangt skeið, fyrst heima á íslandi og síðar hér vestra. Nú er mikið gert að því að ryfja upp alt mögulegt í sam- bandi við landnám og landnema- líf íslendinga hér í álfu. Stuttar Laust fyrir klukkan 6 í gær kvöldi lenti smáflugvél — einhreyfils „Piper-Pacir“ — á Keflavíkurflugvelli eftir rúmlega 7 klukkustunda flug frá flugvellinum „Bluie West One“ í Grænlandi. í vélinni var einn maður, Max Conrad að nafni, sem er á skemmtiferðalagi og kemur frá Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum og er á leið til að hitta fjöl- skyldu sína í Svisslandi. Ferðalag hans hefir gengið að óskum til þessa. Þremur klukkustundum á undan áætlun frá Grænlandi Conrad lagði upp frá Græn- landi um 10-leytið í gærmorgun og var gert ráð fyrir að hann yrði um 11 klst. á leiðinni. En hann fékk góðan meðbyr og varð rúmlega þremur klst á undan á- ætlun til Keflavíkur. — Hann hyggst leggja af stað héðan, sennilega í dag, til Prestvíkur í Skotlandi. Flugvél hans er endurbætt gerð af svonefndum ,Piper-Cup‘ sportvélum, sem oft sjást á flugi hér yfir bænum. En áhugamenn hér eiga nokkrar slíkar vélar. Conrad lét setja aukabenzín- geyma 1 vél sína, þannig að hún getur tekið benzín til 26 stunda flugs. Átti hann nóg benzín eft- ir er hann lenti í Keflavík til að fljúga á til Skotlands, ef þurft hefði með. 9 harna faðir. Max Conrad er reyndur flug- maður. Hefir hann verið for- stöðumaður flugskóla í Banda- ríkjunum um margra ára skeið. Kona hans og 9 börn þeirra hjóna, sex stúlkur og þrír dreng- ir hafa verið búsett í Svisslandi í hálft annað ár og fer hann í heimsókn til fjölskyldu sinnar, en ætlar að fljúga á smáflugunni heim til Bandaríkjanna aftur síðar í sumar. Hefir hann ekki ákveðið enn, hvort hann fer nyrðri eða syðri leiðina vestur um haf. Höfðu ekki nógu litla mæla. Einu erfiðleikarnir, sem Con- rad sagðist hafa orðið fyrir á leið sinni frá Minneapolis var, að á flugstöðvunum gekk illa að mæla honum benzín, þar sem ekki voru til nógu litlir mælar. Einnig á hann inni smurolíu á flugvellinum í Grænlandi, þar sem hann gat ekki notað alla olíuna í einu, sem var í minnstu ílátunum, sem flytjast þangað. í Grænlandi var hann í tvo daga og beið eftir, að fá flug- leyfi. Flugstjórnin þar sendi skeyti í svo marga staði vegna flugs hans, að í nokkrum stöð- um kom neitun um að hann mætti halda áfram flugi sínu, en úr öðrum samþykki. Allt fór þó vel að lokum. Mbl. 7. sept. frásagnir þeirra sem enn eru ofan jarðar og sjálfir áttu þátt í landnámsleiknum, ættu að vera mikils virði þeim sem um þau efni rita. Það er annars ein- tekið sér fyrir hendur að skrifa rækilega um það verk, sem hér vestra var unnið af þessum ó- lærðu læknum og hjúkrunar- konum á landnámstímum ís- lendinga og fram eftir árum, á meðan engir skólagengnir lækn- ar eða hjúkrunarkonur voru til hér í íslenzku bygðunum, og fæstir hefðu haft efni á því að borga læknum þótt þeir hefðu verið til. Þessir óskólagengnu læknar og ólærðu hjúkrunar- konur lögðu oft mikið á sig til þess að reyna að hjálpa veiku fólki; og þótt það gengi misjafn- lega, eins og það gerir enn, jafn- vel hjá þeim, sem lærðir eru, þá er það víst að þetta fólk vann oftast af áhuga og góðvilja og lagði mikið á sig, oft fyrir lít- il laun eða jafnvel engin, enda var sumt af því miklum hjúkr- unarhæfileikum gætt, og hafði auk þess lesið heilmikið í lækn- ingabókum. Einn þessara manna þekti ég heima á íslandi, átti heima hjá honum hálft annað ár; það var Lárus Pálsson. Hann sat uppi daga og dimmar næt- ur lesandi alls konar lækninga- bækur á þýzku máli. Andrés Davíðsson var einn í Andrés Davíðsson Undir nafni hinna nánustu Við hlutum frá þér helgan arf: Þú hvílir eftir lokið starf; og friðardúfan veifar væng á verði kringum þína sæng. Með öll þín störf og öll þín ráð og alla þína stjórn og dáð og fyrirhyggju — þér sé þökk. Við þína minning geymum klökk. Að mentaskóla skaparans — 1 skilningsleit að gátum hans — þér lífið seldi lyklavöld um langan dag og fagurt kvöld. Að liðnum degi höfuð hljótt þú hneigðir sæll, með eyddan þrótt. í sönnum friði sof þú rótt, þig signi drottinn — Góða nótt. Sig Júl. Jóhannesson hópi þessara manna, enda veitti Jónasson landlæknir honum tak markað lækningaleyfi á íslandi- Það var aldrei gefið óskóla- gengnum læknum nema þeim sem allra beztir þóttu. Andrés var sterkur trúmaður, þótt hann feldi sig ekki við all- ar gamlar kenningar; hann vildi beita rökum og skynsemi við þau mál eins og öll önnur. Hann var líka sannur íslend- ingur; trúði því og óskaði þess að hamingjan héldi í hönd ís- lenzku þjóðinni við öll hennar miklu og góðu framfaramál. Hann tók heimilisréttarland í Geysis-bygðinni í Nýja-íslandi árið 1907; bjó hann þar í all- mörg ár. Hann var þó aldrei hneigður fyrir búskap: lét það betur að líta í bók eða blað. Hann hafði gaman af skáld- skap og næmt eyra fyrir þvi, hvort rétt var ort eða ekki. Hann var líka vel hagorður sjálfur og kastaði stundum fram stöku við tækifæri. En þær eru nú víst hvergi til: hann varð fyrir því óhappi að missa bækur, bréf og blöð í eldi. Þar glataðist ýmis- legt, sem hann hafði skrifað; tap- aðist þar heilmikið af skjölum og handritum; hefir þar óefað margt farist, sem fróðlegt var og hefði orðið síðar meir þeim til mikilla upplýsinga, sem nu eru eða framvegis verða að skrifa um viðburði liðins tíma Andrés fylgdist undra vel með flestum málum, sem uppi voru. til síðustu daga, bæði heima á íslandi, hér meðal okkar Vestur íslendinga og í umheiminum yfirleitt. Hann hafði mikla skemtun af því, að tala um ÞaU mál við vini sína og kunningja aftur og fram: að rekja það til rótar og kryfja það til mergjar, sem liðið var, en spá og spyrja um hið ókomna. Hann talaði oft um hin svo- kölluðu eilífðarmál og las mik- ið um þau. Mátti segja í sambandi vi hann eins og Þorsteinn Erlings son kvað til Tryggva Gunnars sonar háaldraðs: „Og þegar loks er tími til a hátta, þá tölum við um fagurt sólar lag“- Sig. Júl. Jóhannesson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.