Lögberg - 03.11.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950
3
Sigurður Vigfússon Melsted
Sigurður var glæsilegur mað-
ur að vallarsýn. Naumast meira
en meðal maður á hæð, fríður
sýnum, beinvaxinn, vel limaður,
frár á fæti, bar sig manna bezt,
og það var eins og lífsfjörið
spriklaði í hverri hans hreyf-
ingu.
Hann var prýðilega vel gáf-
aður og átti yfir að ráða óvana-
lega miklu andans jafnvægi, og
það var fátt sem að hann bar
ekki gott skyn á af hinum al-
gengu verkefnum mannanna,
þó að reikningsgáfan hafi máske
verið mest áberandi hjá honum
og hefði hann getað notið meiri
mentunar, eins og til stóð, hefði
hann óefað getað komist langt
í þeirri námsgrein, eins og
að hann sýndi sjálfur síðar, eins
og líka í öðrum námsgreinum,
því anclans janfvægi hans var
mikið, eins og sagt hefir verið.
í eðli sínu var hann nokkuð
skapbráður og skapríkur, þó að
fáir yrðu þess varir, því að hann
hafði gott vald á skapsmunum
sínum og svo var sálarylur hans
svo mikill og lífsskoðun hans
svo björt, að skapsmuna hans
gætti naumast í sambúð hans og
samneyti við aðra. Hann var um
fram allt maður bjartsýninnar.
Engir erfiðleikar svo miklir, að
ekki væri hægt að yfirstíga þá.
Ekkert ský svo svart, að hann
sæi ekki sólina á bak við það,
og í viðbót við þessar lyndis-
einkunnir Sigurðar, var við-
kvæm lund sem ekkert aumt
gat séð, án þess að leitast við
að bæta úr því; ákveðin lífs-
skoðun og hreint hjartalag.
Hann var maðurinn hreini og
hugljúfi, hvar sem að hann var
og hvert sem að hann fór.
Sigurður Melsted var fæddur
30. janúar 1876 á Ytri-Völlum í
Húnavatnssýslu á íslandi.For-
eldrar hans voru Vigfús Guð-
mundsson prests Vigfússonar á
Melstað og Oddný ólafsdóttir
Jónssonar dbrm. og þingmanns
á Stóru-Giljá og síðar á Sveins-
stöðum í þingi og var hann einn
af fimtán alsystkinum sem flest
er nú dáin. Þau, sem enn eru
á lífi, eru: Solveig Elínborg og
Elísabet Þórunn á íslandi og
Finna Margrét, ekkja eftir
Kristján Hjálmarsson í Winni-
peg. Einn hálfbróðir Sigurðar
heit. er á lífi, Oddur Vigfússon
í Vancouver í Canada.
Sigurður ólst upp við rauns
og myndarskap á heimili for-
eldra sinna, naut góðrar undir-
stöðumentunar. Fyrst í barna-
skóla, útskrifaðist frá gagn-
fræðaskóla og las svo í prívat-
kenslu eitt ár til undirbúnings í
annan bekk í latínuskólanum,
en þangað fór hann aldrei, því
árið 1891 misti hann móður sína
og faðir hans brá búi.
Sigurður kom til Winnipeg í
Canada 3. september 1892 með
þennan lærdóm sinn í veganesti,
16 ára að aldri. Æviferill hans
hér vestra er næsta eftirtektar-
verður og merkilegur. Hann
liggur aðallega um verzlunar-
lendur og viðskiptaóðul. Hann
gengur nálega strax í þjónustu
verzlunarmanna eftir að hingað
kom, og fetar sig upp og áfram
tröppu af tröppu unz að hann
er orðinn skrifstofustjóri og
síðar forstjóri einnar stærstu
húsgagnaverzlunar í Vestur-
Kanada, Banfields-verzlunarinn-
ar í Winnipeg, og hélt þeirri
stöðu um áraraðir. Ef til vill er
þetta ekki eins dæmi. Aðrir
^nenn hafa máske gjört það áður,
en þó má það þrekvirki heita af
ungum manni, sem að kemur
hingað frá framandi landi, ó-
kunnugur og mállaus. En Sig-
urður hafði meira til síns ágæt-
is en viljann og framsóknar ein-
heittnina. Hann hafði líka gáf-
urnar, sem að hann þroskaði svo
sérstaklega á sviði verzlunar og
reikningsfræðinnar, að þeir voru
ekki margir hér um slóðir, sem
hetur voru að sér í þeim grein-
um en hann.
í sambandi við verzlunarlega
°g reikningsfærslulega þekk-
ingu Sigurðar segir William P.
Cawkell ritari húsgagnaverk-
smiðjusambandsins í Kanada,-
þetta: „Hann er að mínu áliti
einn @f þeim allra hæfustu
reikningshöldurum, sem að nokk
urt verzlunarfélag getur kosið
sér að hafa í þjónustu sinni“.
Ekki slæmur vitnisburður um
drenginn íslenzka, sem kom alls
laus, ókunnugur og framandi
hingað til lands, frá þjóðkunn-
um manni, sem vissi vel um
hvað hann var að tala.
En listhæfni Sigurðar náði
lengra en til greina verzlunar
og viðskipta. Það var eins og
allt léki honum í höndum og
huga. Hann gat tekið hamar og
sög eða málarabursta og beitt
hvorutveggja, eins og vanir fag-
menn. Hann lagði líka gjörfa
hönd á myndasmíði og fullkomn
aði sig svo í þeirri list, að hann
tók verðlaun fyrir myndir sín-
ar í opinberri samkeppni við
hæfustu myndasmiði Winnipeg-
borgar.
í mannfélagsmálum tók Sig-
urður mikinn og ákveðinn þátt,
bæði á meðal enskumælandi
manna og íslendinga, og ávalt
sér og þjóðbræðrum sínum til
sóma og öðrum til uppbygging-
ar. Hann var ekki búinn að vera
hér í landi nema tiltölulega stutt
an tíma, þegar að hann gerðist
félagi í hljómsveit Dr. Adams
og ferðaðist með henni víða um
vesturhluta Manitoba-fylkis. —
Hann var og félagi í Evanson-
hljómsveitinni í Winnipeg og
síðar í Hibbins hornleikara-
flokknum, og ennfremur í horn-
leikaraflokki 90. herdeildarinn-
ar (Baritone). Hann var einnig
aðal hvatamaður að stofnun
Foresters hljómsveitarinnar,
sem síðar breytti um nafn og
nefndist Jubilec-hljómsveitin
til minningar um 50 ára ríkis-
afmæli Victoriu Englandsdrottn
ingar. Ennfremur var hann
hvatamaður að því, að sameina
Jubilec hljómsveitina og eftir-
stöðvar af boragar (Citizen)
hljómsveitinni í eina heild —
Winnipeg hljómsveitina. Hann
sat í verzlunarráði (Board of
Trade) Winnipegborgar frá 1918
—1930, eða í tólf ár. Var félagi í
Kiwonis klúbbnum — félagi sem
sérstaklega hefir tekist á hend-
ur að sjá um föðurlaus og van-
heil börn í 13 ár. í yfirstjórn
Forester lífsábyrgðarfélagsins í
Manitoba sat hann í mörg ár.
Hann var og forseti frjálslynda
stjórnmálafélagsins í Norður-
Mið-Winnipeg um skeið. öll
þessi störf kröfðust mikils tíma
og umstangs. En Sigurður Mel-
sted lét ekki þar við sitja, því að
hann tók mikinn og góðan þátt
í félagsmálum íslendinga í Win-
nipeg líka. Hann sat lengi í
safnaðarráði Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg og var vara
forseti þess safnaðar svo árum
skipti. Forseti Karmannafélags-
ins (Mens Club) í þeim sama
söfnuði, og einlægur og ágætur
félagi í söfnuðinum sjálfum.
Hann var ritari, stjórnarnefndar
maður og féhirðir Jóns Bjarna-
sonar skóla í 23 ár og ritari í
stjórnarnefnd Betels, heimilis
aldraða fólksins á Gimli um
skeið. Það má merkilegt heita,
hve víðtæk, drengileg og áhrifa-
rík að þátttaka Sigurðar var í
félagsmálum, þrátt fyrir tíma-
frekt og umsvifamikið aðalstarf,
sem að hann varð að vinna. En
þar sem viljinn er góður má
miklu afkasta.
Árið 1898 kvæntist Sigurður
Þórunni ólafsdóttur Ólafssonar
söðlasmiðs frá Sveinsstöðum í
Húnaþingi og konu hans Krist-
ínar Maríu Jónínu Kristjánsdótt
ur prests Kristjánssonar á
Breiðabólstað í Vesturhópi, á-
gætri konu. Þau leigðu sér íbúð
í Winnipeg fyrstu tvö árirí, en
fluttu svo til Milton í Norður
Dakota þar sem Sigurður gegndi
verzlunarstörfum í eitt ár eðá
frá 10. maí 1900 til 3. maí 1901,
er þau fluttu aftur til Winnipeg
Business and Professional Gards
Sigurður Vigfússon Melsied
og reistu sér heimili að 673
Bannatyne Ave. og bjuggu þar
nálega í hálfa öld. Heimili þeirra
Sigurðar og Þórunnar var fyrir-
myndarheimili. Á því héldust í
hendur góðvild, gestrisni, prúð-
menska og glaðværð og var þar
oft margment og glatt á hjalla,
í gamla daga. Þeim varð sjö
barna auðið sem öll prýddu
heimilið og juku á heimilis-
ánægjuna. Þau eru öll á lífi og
hér talin eftir aldursröð: Ólavía
Kristín, gift Sveini Indriðasyni
í Oxbow, Sask.; Guðrún Oddný,
ógift í Winnipeg; Sigurður Þór-
arinn, ógiftur í Winnipeg; Garð-
ar giftur amerískri konu, í Des
Moines Iowa í Bandaríkjunum;
Vigfús Hermann, giftur Ednu
Bjarnason í Flint Flon, Mani-
toba; Lárus Alexander, giftur
Edeth Jefforis, Winnipeg og
Anna Dorothes, gift Clement.
Desormeux, Winnipeg. Öll eru
þessi börn vel gefin, geðþekk og
efnileg, og auk þeirra eru 9
barnabörn og 2 barnabarnabörn,
sem að þessi merku hjón áttu.
Á meðan að síðara alheims-
stríðið stóð yfir var Sigurður
kvaddur til að skipuleggja sér-
stakt verk í Ottawa fyrir stjórn-
ina í Kanada svo að þau hjón
fluttu þangað um tveggja ára
skeið, en þegar þau komu aftur
úr þeirri ferð gekk Sigurður und
ir uppskurð all-alvarlegan, sem
að hann náði sér víst aldrei full-
komlega eftir, því að heilsu hans
fór hrörnandi upp frá því, og
svo bættist þar ofan á, að hann
misti konu sína, Þórunni, í fe-
brúar 1947, sem að hann tók
nærri sér og varð svo að yfir-
gefa heimilið, sem að hann hafði
dvalið svo lengi á sökum þess,
að stjórn barnaspítala bæjarins
þurfti á því að halda ásamt öðr-
um byggingum á því svæði til
nýrrar spítalabyggingar, sem að
líka hafði lamandi áhrif á hann,
og þó að börnin gerðu allt, sem
í þeirra valdi stóð, til að hlynna
að honum og létta honum lífið,
fór heilsu hans sí-hnignandi unz
að hann lézt 24. maí síðastliðinn
á Almenna sjúkrahúsi bæjarins
þangað sem hann hafði verið
fluttur, þegar að vatnsflóðið
mikla rak hann og börn hans,
sem aldrei þreyttust á að ann-
ast hann og að hlynna að hon-
um, út úr hinu nýja heimili
þeirra á Lyndale Dr. hér í borg-
inni.
Hann var jarðsunginn frá
Fyrstu lútersku kirkjunni í Win-
nipeg 27. maí af séra V. J. Ey-
lands að mesta fjölda fólks við-
stöddum. — Ég sem þetta rita,
átti ekki kost á sökum fjarveru
að kveðja þennan merka og
mæta mann þar, en ég geri það
nú með orðum skáldsins:
„Far þú í friði, friður guðs þig
blessi,
Hafðu þökk fyrir alt og alt“.
Jón J. Bildfell
Haustið er til
að
BIRGJA UPP
Um atS gera aS full-
nægja vetrarþörfun-
um strax. PantlS
vörur eftir
EIATON’S
Haust og Vetrar
VERÐSKRÁ
Fyrir f jölskylduna,
borgarheimiliö etSa
býlitS — á vertSi, sem
samrýmist gjaldþoli
yöar.
MUNID
"Ef eigi ánægðir með
vöru er peningum skilað
aftur að inniföldu
flutningsgjaldi."
T. EATON
CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frá að rjúka út
meö reyknum — Skrifið slmiö til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street, Winnipeg
Just north of Portage Ave.
Símar: 33-744 — 34-431 ,
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith Sl. Winnipeg
Phone 924 624
JOHN J. ARKLIE
Optometritt and Optician
(Eyes Examined)
Phone 95 650
MITCHELL COP? LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
liMÉ
JEWELLER5
447 Portage Ave,
Al$o
- 123
TENTH ST.
BRANDON
Ph, 926 385
Phone 21 101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
SJding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Slmcoe St. Winnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSHT BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Taislmi 925 826 Helmilis 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOingur i augna, eyrna, nef
oo kverka sjúkdómum
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
BérfrœOingur i augna, eyma,
nef og hálssjúkdómum.
«01 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslml 923 851
Heimaslml 403 794
HAGBORG
PHOME 21351
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
68 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone »2 8211
Uanager T. R. THORVALDSON
Tour patronage will be appreclated
G. F. Jonasson, Pres. A Mac. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Simi »25 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phome 926 441
Phone 927 02S
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON Jk CO.
Chartered Accountanta
505 Confederation Llfe Bldg.
Wlnnipeg Manitoba
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrisiers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 M1
JOHN A. HILLSMAN,
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OÍFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
8UITE 6 — 652 HOME ST,
Viötalsttinl 3—5 efUr hádegi
DR. E. JOHNSON
804 EVELINE STREET
Selklrk. Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 280
Offlce Phone Res Phone
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
628 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
DR. H. W. TWEED
Tannlæknir
608 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 926 952 WINNIPEG
Office 933 587
Res. 444 389
S. A. THORARINSON
BARRISTER and SOLICITOR
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Main Street
WINNIPEG CANADA
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
808 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgö.
bifreiöaábyrgö, o. a. frv.
Phone 927 638
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertscn
LögfrœOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frssh
and Frozen Fish.
811 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 828 Res. Ph. 78 917
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um *t-
farir. Allur útbúnaöur sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaröa og Iegsteina.
Skrifstofu talsimi 27 824
Heimills talsfmi 26 444
Phone 23 996 761 Notre D&me Ave.
Just West of New Maternlty Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cnt Flowers
Funeral Designs. Corsages
Bedding Plants
NeU Johnson Ruth Rowland
27 482 88 790