Lögberg


Lögberg - 03.11.1950, Qupperneq 5

Lögberg - 03.11.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950 5 AHLG/iMAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON „ÉG ÆTLA AÐ VELJA ÍSLENZKUNA“ Einræðisríkin taka yeikleika og varnarleysi sem heimboð til órósar Frásögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra frá fundum Atlantshafsráðsins í fréttaauka útvarpsins á laugardagskvöld flutti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra eftirfarandi frásögn af fundum Atlantshafsráðsins, sem nýlokið er í New York. Gerir hann grein fyrir þeim aðalstefnumiðum, er þar ríkja. Laugardagsskóli Þjóðræknis- félagsins er byrjaður, en börnin eru fá, alt of fá. Við kennararnir vorum fremur daprir í bragði síðastliðinn laugardag, þegar við vorum að bíða eftir að börnin kæmu; við mændum vonaraug- um á dyrnar, en þau voru svo sárafá, sem inn komu. — Svo hófum við kennsluna, og það var skemtilegt, því börnin eru öll skörp og námfús, og brátt vék vonbrigðistilfinningin fyrir gleð inni yfir börnunum, sem komu; og víst mun verða haldið áfram starfinu eins lengi og nokkuð barn, nokkur unglingur, vill þiggja aðstoð okkar við að læra okkar fögru og hjartkæru feðra tungu, íslenzkuna. Svo kom fyrir atvik, sem hlýj- aði mér um hjartarætur. Ég var að ræða við einn drenginn um hinn væntanlega kennslustól í íslenzku og íslenzkum bókment- um við Manitoba háskólann. Þessi drengur hefir sótt laugar- dagsskólann í nokkur ár og skil- ur nú og les íslenzku allvel.' „Ef ég kemst nokkurn tíma í há- skólann“, sagði hann, „þá skal ég víst velja íslenzkuna, sem eina af námsgreinum mínum, því í henni hefi ég nú fengið nokkra undirstöðu". Þeir, eru nú orðnir allmargir, unglingarnir, sem sótt hafa Laugardagsskólann á liðnum ár- um, og hafa þannig öðlast nokkra kunnáttu í íslenzku, þó hún, af eðlilegum ástæðum, geti ekki verið mjög mikil, ekki sízt vegna þess hve kennslustundir eru fáar á hverju ári; en hafi kennslan, sem unglingarnir hafa notið þar, glætt hjá þeim löng- un til framhaldsnáms í málinu, hefir starfið við Laugardagsskól- ann ekki verið unnið fyrir gíg. Og ég var svo djörf að láta niig dreyma að, ef til vill, myndi þessi piltur eða einhver annar nemandi Laugardagsskólans, fylla þann hóp, er Dr. Alexand- er Jóhannesson mintist á, þegar hann skýrði frá því, að eitt af markmiðum kennslustólsins í ís- lenzku við Manitoba háskólann yrði það, að undirbúa prófessors efni, er tekið gæti að sér em- bætti í íslenzku deildum ann- ara háskóla í þessari álfu. Hvort sem sú hugmynd verð- ur að veruleika eða ekki, þá er eitt víst, að öll íslenzku kennsla, hvort sem hún fer fram á heim- ilunum eða í skólum eins og Laugardagsskólanum, h e f i r sterk áhrif í þá átt að hvetja unglinga til að færa sér í nyt kennsluna í íslenzku, sem hafin verður í nálægri framtíð við Manitoba háskólann. Við hikum ekki við að biðja alla, sem unna íslenzkri tungu, að styrkja Laugardagsskólann með því að hvetja börn og ungl- inga til þess að sækja hann. — Skólinn er í Sambandskirkjunni á Banning Street, og byrjar kl. 10 á laugardagsmorgna. - -f ♦ -t ♦ Siarfsiíðindi — HÚSFREYJAN — „Húsfreyjan heitir nýtt kvennablað, sem hóf göngu sína síðastliðið vor, á íslandi. Útgef- andi Kvenfélagasamband ís- lands, er svo til ætlast að blaðið homi út fjórum sinnum á ári og er markmið þess, svo sem fé- lagsins sem að baki stendur, að ^lytja fræðslunaál um bætt heim- ilishald, bætt lífsviðurværi og annað er þar að lýtur og aukið utsýni á ýmsum sviðum en sér- staklega bætt heimili í það heila tekið. Þetta fyrsta eintak ræðir eðli- lega mikið þann vöxt, sem það er komið af. Þó er ýmislegt þess utan, sem horfir um heim, bæði í og úr landssýn. I ritinu eru myndir íslenzkra kvenna, sumra þeirra, er bygt hafa upp þennan félagsskap og sem mikil ánægja er að sjá og lesa um. Á fram- síðu er mynd af glæsilegri konu/ frú Ragnhildi Pétursdóttur for- manni félagsins og er hún klædd peysufötum. Um hana skrifar Aðalbjörg Sigurðardóttir fall- ega grein, ræður að líkindum, er maður sér myndina, að grein- in sé á góðum rökum bygð. Þá er ávarp Guðrúnar Péturs- dóttur og síðar mynd þeirrar konu, er einnig vottar, að þar líka fari vel saman mynd og sál. „Óður starfsins“, heitir stutt en sérlega fallegt ljóð. Hvell hvöt til göfugra starfa eftir S. S. Nokkrar fleiri myndir merkis- kvenna ásamt stuttu æviágripi, er þarna. Sumar eru horfnar af heimssviðinu síðan þetta sér- staka starf var byrjað, aðrar, og þær eru fleiri, eru starfandi hér enn. „Húsfreyjan ræðir heilbrigðis- mál, samvinnumál, hjálparstarf- semi, það síðastnefnda nokkuð á nýjum grundvelli en sannarlega mannúðlegum og stór nauðsyn- legum. Soffía Ingvarsdóttir skrif ar um það. Jón Sigurðsson borgarlæknir skrifar um einn þátt smithættu. Ágæt hugvekja. Mynd af lækn- inum fylgir með greininni. Ef til vill þykir fleirum en mér ánægja í að sjá mynd af Rannveigu Þorsteinsdóttur lög- manni og þingmanni, konu úr flokki alþýðunnar, er hefir hafið sig til slíkra menta sem tilgreind ar menningarstöður segja frá, hafið sig þannig upp heima á föðurlandi voru. „Norræna bréfið“ ritar dönsk blaðakona Edith Rode að nafni. Greinin lýsir hjartahlýju og viðurkennir með hreinskilni veikleika manna. Greinarhöf- undur ber mikið traust til sam- vinnu og samstjórnar. Þá er ein mynd þarna, sem kemur hjarta manns til að slá hraðara — því við það hnýtur. Það er „Reitur úr refli í danska þjóðminjasafninu, sem talið er að Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti hafi saumað“. Ártal- ið á reflinum er 1630. Þegar mað ur horfir á myndina af þessu teppishorni, er sem maður finni andardrátt aldanna fara um garðinn. Heill sé „Húsfreyjunni“ ís- lenzku. Megi henni auðnast að veita gæfu og gengi á brautir þeirra er hún skiptir við. ♦ ♦ ♦ ♦ Tóvinnuskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð Þegar við minnumst á ein- staklingsframtakið og litumst um heima á ættjörð vorri finn- ur maður fríða röð þeirra manna og kvenna, sem orkað hafa miklu fyrir fyrst og fremst með- fætt manntak. í þeirri röð er Halldóra Bjarnadóttir,, þjóð- kunn sómakona fyrir margþætt starf landi sínu til góðs. Fröken Halldóra er í fyrstu skólakenn- ari, svo stofnandi, eigandi og rit- stjóri hins vel þekta kvenna- blaðs „HLÍN“. Auk þess hefir fröken Halldóra verið mlkið í fararbroddi um kvenfélagsstofn- anir og ýmisskonar starfsemi og samtök á því sviði. Hlín hefir flutt fréttir um alt land af slík- um störfum, fræðslumál um flest það er að heimilishaldi lýtur, stuttar frásagnir um sér- stök atriði úr virkilegu lífi þjóð- arinnar, blaðagreinar merkra manna og kvenna um svo margt sem að menningu lýtur að al- drei verður það talið upp í einni, stuttri blaðagrein. Við hér, lás- um mikið í Hlín síðastliðinn vet- ur okkur til mikillar ánægju. Svo margt sá maður þar. Tvent ætla ég að minnast á, það er: Signingin eftir séra Sigurð Gísla son, Þingeyri og tvær greinar eftir Ingibjörgu Hóseasdóttir við Mozart, Saskatchewan, Jóla- minning og Móðurminning, báð- ar inndælar. Nú er fröken Hall- dóra Bjarnadóttir orðin fyrir löngu, heimilisiðnaðarráðunaut- ur. Virðist það vera mjög eðli- legt. Síðasta þrekvirki Halldóru, sem ég hefi heyrt um upp að þessum tíma, er Tóvinnuskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð. Hann var stofnsettur 25. janúar 1946 og er Halldóra Bjarnadóttir stofnandi hans en Rannveig H. Líndal forstöðukona. í reglugerð skólans er þetta fyrsta greinin: „Markmið skólans er að vekja skilning nemanda og áhuga á öllum þjóðlegum verðmætum“. Öll reglugerð skólans vottar áhuga fyrir velferð nemend- anna, nákvæmni og samvizku- semi í kenslu og allri meðferð þess unga fólks er þangað kem- ur. Mörgum Vestur-íslendingum er fröken Halldóra Bjarnadóttir að góðu kunn síðan hún var á ferð hér vestra, 1937—’8, minnir mig það væri, og sýndi okkur þá dásamlega hluti til nota og prýðis, sem vinna má úr ís- lenzkri ull. Það er mikið og verðmætt starf, sem Halldóra Bjarnadóttir hefir lagt og leggur enn í skaut þjóðar sinnar. Megi starfsdagur hennar verða langur og heilla- ríkur enn. Rannveig K. G. Sigurbjörnsson Leifs Eiríkssonar dagur í Los Angeles, Calif. Kveldið hinn 7. október s.l. komu saman í Los Angeles Breckfast Club, um tvö þúsund manná til þess að heiðra minn- ingu Leifs heppna og fund Vín- lands hins góða fyrir um 950 árum síðan; en jafnvel þótt að samkomur af þessu tagi hafi ver ið háðar hér á mörgum undan- förnum árum, þá er það í fyrsta skipti sem íslendingar í Suður- Californíu hafa tekið lifandi þátt í þeim, en það væri synd að segja, að þeir ekki væru tneð í þetta sinn, þar sem að þátttaka þeirra var mjög áberandi. Jó- hannes Newton var með í stjórn inni. Sumi Swanson hélt aðal- ræðuna um fund Ameríku og Leif Eiríksson, Stanley Ólafs- sqn kom fram sem Konsúll Is- lands, Eileen Christie (Christop- hersson) söng af mikilli snild, en hún vann nýlega Atwater Kent verðlaun, sem að námu tveimur þúsund dollurum, en nú mun hún vera í þann veginn að komast inn í hréyfimyndir í Hollywood. Snoka Thordarson var ein af 18 prinsessum, en hún var klædd íslenzkum fald- búningi, en þrjár ungar konur frá íslendi, hér búsettar, gengu um beina og voru þær klæddar íslenzkum búningi. John Shield kom fram í búningi Þorfinns Karlsefni, er hann mikill vexti og fallega vaxinn, frammistaða alls þessa fólks var til fyrir- myndar. Olive Swanson og Nína Sæmundsson höfðu hönd í bagga með öllum undirbúningi. Mannfjöldinn á samkomu þess ari mun einkum hafa verið af ættum Skandinava, enda bar út- lit fólksins ljósan vott um það. Um fimmtíu íslendingar munu hafa verið þarna. Frá Victoria, B.C. voru þau Sigrún og Soffan- ías Thorkelsson; frá íslandi Baldur Bjarnason, Guðm. Sveins son, Þorbjörn Karlsson og kona hans amerísk, líka Kristrún systir hans. Dansað var til kl. tvö um nótt- ina úti og inni, og vel var veitt eins og Skandinavar veita þá bezt lætur. Skúli G. Bjarnason Af hálfu útvarpsins hefur þess verið farið á leit við mig, að ég segði nokkur orð um för mína vestur um haf, er ég kom úr hinn 28. þ. m. Erindi mitt var að sitja fundi Norður-Atlantshafsráðsins. — Voru þeir fundir 15., 16, 18. og 26. september, en á milli þeirra sótti ég syo, eftir því sem við varð komið, fundi Sameinuðu þjóðanna. Innrásin í Kóreu orkaði mjög á hugi manna. Mest áberandi á þessum fund- um var, hve mjög innrásin í Kóreu hefur verkað á hugi manna. Flestar eða allar ræður í hinum almennu umræðum á fundum Sameinuðu þjóðanna fjölluðu að verulegu leyti um innrásina. Voru allir sammála um að fordæma hana, nema þeir fáu, sem fyrirfram var vitað um að myndu verja allar aðgerðir þeirra, sem á bak við innrásina stóðu. Fulltrúar allra frelsis- unnandi þjóða voru sammála um, að með því að snúast til varnar gegn innrásinni og hrekja innrásarliðið nú á brott, hefðu Sameinuðu þjóðirnar sannað til- verurétt sinn. Bevin sagði t. d. í ágætri og eftirminnilegri ræðu, að á síðastliðnu ári hefði hann nokkuð verið farinn að efast um framtíð samtaka Sameinuðu þjóðanna. Nú væri sá efi ekki lengur fyrir hendi. Þó að mönnum þannig að von- um þyki mikils um vert, að ör- uggt er orðið, að þessari árás verður hrynt, viðurkenna þeir, að það er í raun réttri aðeins slembilukka. Allsherjarþingið sjálít komi í stað Öryggisráðsins. Ástæðan til þess, að Öryggis- ráðið gat látið málið til sín taka og gert í því löglega ályktun var sú ein, að Rússar vöru þar þá ekki á fundum, því ella hefðu þeir beitt neitunarvaldi sínu. En eins og kunnugt er höfðu Rúss- ar vegna ágreinings um fulltrúa Kína í Öryggisráðinu ekki sótt þar fundi um nokkurra mánaða skeið, og komu þar ekki aftur fyrr en í ágúst, en þá var ör- yggisráðið búið að gera þær á- lyktanir, sem úrslitum réðu. Auk þess telja menn, að litlu hafi munað, að innrásarherinn gæti tekið allt landið. Og þótt nú sé sýnt, að landið muni frels- ast úr óvinahöndum, hefur það kostað miklar fórnir, bæði lands manna sjálfra og annarra. Af þessum sökum hneigjast menn nú mjög að því að búa svo um í framtíðinni, að sjálft alls- herjarþingið geti látið slík mál til sín taka, þannig að þjóðirnar eigi ekki jafnmikið undir ör- yggisráðinu. Svo sem kunnugt er gildir neitunarvaldið aðeins í Öryggisráðinu en ekki á alls- herjarþinginu. Til þess að þetta geti orðið, þarf að búa svo um, að allsherjarþingið geti komið saman með mjög skömmum fyrirvara og eigi þess kost að fylgjast vel með, þar sem árás er talin yfirvofandi. Hitt óttast menn ekki svo mjög, þótt allsherjarþingið sjálft, geti ekki á sama veg sem ör- yggisráðið beint skyldað ríki til aðgerða. Oftast mundi nægja að allsherjarþingið mælti með til- teknum aðgerðum á sama veg og Öryggisráðið gerði út af inn- rásinni í Kóreu. Slík meðmæli eða beiðni mundi yfirleitt full- nægjandi, því að skilningur manna fer nú mjög vaxandi á jví, að arinað hvort hafi allar ^jóðir frið eða engar. Árásaröflin þurfa að skilja, að árásir koma þeim sjálfum í koll. Þeir, sem unna friði og frelsi, telja, að eina ráið til þess að halda friðnum við sé að koma árásaröflunum í skilning um, að tiltektir þeirra komi þeim sjálf- um í koll, vegna þess að styrk- leiki friðar- og lýðræðisaflanna sé svo yfirgnæfandi. Einn þátt- urinn í því er að mynda sameig- inlegan her, sem geti verið til taks til að hrynda árás, hvar sem hún kann að verða gerð. Jafnframt er mönnum þó ljóst, að utanaðkomandi her kemur oft um seinan. — Þess'vegna verða nægar varnir að vera til á helztu hættustöðunum. Þessar hugsanir komu fram með einum eða öðrum hætti í flestum þeim ræðum, er ég hlýddi á á fundum Sameinuðu þjóðanna eða las eftir á. Sameiginlegur her. Þær aðgerðir, sem menn komu sér saman um á fundum Norður- Atlantshafsráðsins, eru af sömu rót sprottnar. — Svo sem skýrt hefir verið frá var aðalákvörð- un ráðsins nú sú, að koma hið fyrsta upp sameiginlegum her. Framkvæmd þeirrar ákvörðunar er hugsuð þannig, að hver þjóð um sig, sem um það er fær og til þess treystir sér, leggi til lið- styrk í þennan her. Herinn verð- ur undir einni yfirstjórn og stað- settur þar, sem samkomulag verður um, en auðvitað hvergi nema sú þjóð, sem hlut á að máli, samþykki. Það fer ekki dult, að ráðgert er, að þessi her verði fyrst og fremst staðsettur í Vestur-Ev- rópu og þá sérstaklega í Þýzka- landi. Bandaríkin hafa þegar heitið að flytja stórum aukið lið á þessar slóðir. Er það mjög í samræmi við óskir þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli. Hafa Frakkar einkum lagt áherzlu á það, að ef verja eigi tiltekið land svæði, verði varnir að vera þar fyrir hendi, en of seint sé að flytja lið til varnar, ef árásar- herinn sé búinn að taka það land, sem átti að verja. Lið Bandaríkjamanna ásamt liði Kanadamanna og Breta verð ur vafalaust í fyrstu kjarninn í hinu sameiginlega liði. Allar þær bandalagsþjóðir, sem heri hafa, munu þó hver um sig einn- ig reyna að leggja nokkuð af mörkum. Fer það auðvitað eftir ákvörðun hverrar þeirrar um sig. Aðstaðan breyil gagnvari Þjóðverjum. Það, sem sýnir bezt þá miklu breytingu, sem orðið hefur í hug um manna, er sú staðreynd að ráðgert er að Þjóðverjar í þeim hluta Þýzkalands, sem hefur lýð ræðisstjórn, taki með einum eða öðrum hætti þátt í þessum framkvæmdum. Hvernig því verður fyrir komið, er enn ekki ákveðið. En það, að t. d. frænd- þjóðir okkar, Danir og Norð- menn, sem svo nýlega hafa orð- ið fyrir árás Þjóðverja, geta nú hugsað sér að vopna Þjóðverja á ný, sýnir betur en allt annað, hversu gífurlega þeir telja hætt una vera. Það er hverju orði sannara, sem Lange utanríkisráðherra Norðmanna sagði á Atlantshafs- ráðsfundinum í London í vor að á meðan lýðræðisríkin eru veik og einræðisríkin sterk horfir ekki friðvænlega í heiminum. Heimboð iil árásar. Einræðisríkin hafa fyrr og síðar sýnt, að þau taka veikleika og varnarleysi sem beint heim- boð til árásar. Innrásin í Kóreu hefur vakið almenning um heim allan til vit- undar um þennan sannleika. Má raunar segja, að sú kennsla hafi verið dýru verði keypt, ekki sízt fyrir Kóreuþjóðina sjálfa. Varnarleysi hennar varð til þess, að óteljandi Kóreubúar hafa nú látið líf og eignir. Frelsi þeirra yirðist nú að vísu vera tryggt á ný. En þær þjóðir, sem kynnst hafa hörmungum innrásar, kunna að vísu vel að meta verð- mæti þess að verða frelsaðar frá óvinum sínum. Hitt meta þær þó miklu meira, að komið sé í veg fyrir, að á þær verði ráðist. Öll viðleitni hinna frelsis- unnandi þjóða gengur nú í þá átt að reyna að tryggja að árásir verði ekki gerðar, með því að koma upp svo sterkum og sam- feldum vörnum, að auðsætt sé, að árás sé fyrirfram vonlaus. Hvort þetta tekst og þá einkum, hvort árásaröflin gefa hinum tíma og tóm til þess, verður auðvitað ekkí nú sagt um. Eindreginn friðarvilji lýðræðisþjóða. Hitt er víst, að friðarvilji lýð- ræðisþjóðanna er óumdeilan- legur. En góður vilji þeirra einna stoðar því miður ekki. Þess vegna verður hver friðelsk- andi maður, hvar sem hann er, að íhuga hvað hann getur lagt af mörkum til að koma í veg fyrir, að árásaröfl hleypi heims- byggðinni enn á ný í bál og brand. Mbl. 1. okt. Flóðgarðar Nú er svo komið, að því er síðast fréttist, að flóðgarðar þeir, sem eiga að varna því að önnur eins firn þjaki kosti Win- nipegborgar og útjaðrahverfa hennar eins og í síðastliðnum maímánuði, eru nú í þann veg- inn að verða fullgerðir; eru þeir þrjátíu mílur á lengd, og eiga að varna ágangi Rauðár,, Assini- boineár og Seineárinnar; að þess um miklu mannvirkjum hefir unnið mikill fjöldi manns undir umsjón frægustu verkfræðinga. Á frívaktinni Stefán Stefánsson, sem lengi var kaupmaður og afgreiðslu- maður Bergenska gufuskipafé- lagsins á Norðfirði, var eitt sinn á ferð með „Novu“ frá Noregi til íslands. Er þeir nálguðust Færeyjar, lentu þeir innan um fjölda færeyskra róðrarbáta, sem voru að veiðum. Brytanum á „Novu“ þótti hér vel bera í veiði með öflun nýmetis, sneri sér til Stefáns og spurði hann, hvort hann gæti ekki útvegað sér fisk hjá Færeyingunum. Jú, Stefán kvað það sjálfsagt, bað skipstjórann að hægja ferð- ina og var það gert. Stefán gekk þá út að borðstokknum og kall- aði: — Jogvan, Jogvan, okkur vantar nýjan fisk. Einn af bátunum kom þegar að skipshliðinni og brytinn fékk fiskinn. Þegar lagt hafði verið af stað aftur, kom brytinn til Stefáns og spurði undrandi, hvort hann hefði þekkt mennina á bátnum. Stefán leit kýminn á brytann og svaraði: — Veistu ekki, maður, að fjórði hver Færeyingur heitir Jogvan, og þar sem fjórir Fær- eyingar eru á bát, hlýtur alltaf einn að heita Jogvan. ☆ Hermaður (var að segja frá stríðinu): — I sama bili dundi afskaplegt kúlnaregn á okkur. Fanney litla: — Hafðirðu ekki regnhlífina þína, pabbi?

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.