Lögberg


Lögberg - 09.11.1950, Qupperneq 1

Lögberg - 09.11.1950, Qupperneq 1
Bronze Plaque by Winnipeg Artist Will Honor Pioneer Prairie Mothers A memorial plaque, in raised bronze, dedicated to “The Prairie Mothers, who, pioneering in a hard land, have left us a noble heritage of their steadfastness,” is creating wide and favorable comment in Canadian art circles. Carol Feldsted The artist is Miss Carol Feld- sted, a Winnipeg-born member of the faculty of the Architec- ture and Interior Design Faculty of the University of Manitoba. This year Miss Feldsted is on leave of absence while taking post-graduate studies at the Uni- versity of California. Miss Feldsted’s new book, “Design Fundamentals”, is due off the press this week and is published by The Pitman Press, New York. Its material is study basis for some lectures in her faculty. The memorial plaque was ordered by a' group of Swift Cur- Kosinn í ráðherra embætti Hon. Valdimar Bjornson Við Bandaríkjakosningarnar, fram fóru síðastliðinn þriðju- dag, var hinn snjalli og kunni blaðamaður, Valdimar Bjornson, kosinn ríkisféhirðir, sem er sama og fjármálaráðherra, með afar- miklu afli atkvæða umfram gagnsækjanda sinn. Lögberg flytur Valdimar hjart anlegar árnaðaróskir. Kjörtímabil framlengt Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Rússa í öryggisráðinu gegn þ^ví, að aðalritarastarf Tryggve Líe’s yrði framlengt, fóru leikhr þannig, að allsherjarþingið á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, framlengdi starfstímabil hans sem aðalritara úm þrjú ár frá 1. febrúar næstkomandi að telja með 46 atkvæðum gegn 5, með öðrum orðum Rússa og leppríkja þeirra. rent, Sask., business men who are trustees for the late Charles Thoreson, a pioneer Norwegian- born resident of that area. It portrays, in bronze relief, a young pioneer prairie mother, with her child in her arms as the dominant note. The background proper is a Red River cart, to which is yoked a great, stolid ox. Above and behind the group is a crude prairie homestead shack. The foreground s h o w s sparsely- growing w h e a t plants and grasses while, in the east, the symbolic rising sun indicates the new day a-borning. The simple words, “Prairie Mother”, make an effective title. The plaque will be placed prominently in the new Museum and Library Building, of Swift Current Collegiate, to remind the youth of that area that their heritage was dearly bought. The Thoreson trustees, at their own expense, had Miss Feldsted make a bronze relief plaque of the donor of the Library build- ing setting out that he was “long a faithful servant of this city”. This latter plaque will be placed on an outside wall. Miss Feldsted is a graduate of the University of Manitoba and .a Master of Fine Arts. She has taken post-graduate studies in New York and Chicago. —The Winnipeg Tribune, November 4th, 1950. Minningarsamkoma um Jón biskup Arason Þann 7. nóvember voru liðin rétt 400 ár frá því að Jón biskup Arason og synir hans tveir voru hálshöggnir í Skálholti án dóms og laga af umboðsmönnum danska konungavaldsins. Jón Arason var síðastur kaþólskur biskup á íslandi, og barðist ótrauður, ekki einungis gegn siðaskiptunum, heldur og gegn danska konungsvaldinu, er ætl- aði að nota siðaskiptin til þess að sölsa undir sig íslenzkar kirkjueignir og auka völd sín á íslandi. Þess vegna lét hann lífið. Jón Arason hefir jafnan verið talinn einn af mætustu sonum íslands, mikill föðurlandsvinur og foringi, og mikið skáld. Síð- astliðið sumar var haldin veg- leg minningarhátíð um hann á hinu forna biskupssetri Norður- lands, Hólum í Hjaltadal, og var þá vígður mikill turn, er reistur hafði verið hjá kirkjunni, sem minnisvarði Jóns Arasonar. Það er /virðingarvert, að Win- nipegdeild Þjóðræknisfélagsins, Frón, lét ekki þessi tímamót fram hjá líða án þess að þeirra væri einnig minst af Vestur- íslendingum, og efndi hún til vandaðrar samkomu síðastlið- inn mánudag. Aðalræðuna flutti Dr. Richard Beck með sinni al- kunnu mælsku; er hið afar snjalla og glæsilega erindi hans birt á öðrum stað í þessu blaði. Forseti Fróns, Dr. Tryggvi Ole- son, stýrði samkomunni mjög fallega, mintist hann jafnframt sona Jóns biskups, Ara og Björns, er einnig létu lífið þenn- an dag, fyrir 400 árum. Ragnar Stefánsson flutti af mikilli snild, kvæði séra Matt- híasar Jochumssonar um aftöku Jóns biskups Arasonar. Séra Philip M. Pétursson, forseti Þjóð ræknisfélagsins, ávarpaði Dr. Beck og samkomugesti hlýjum orðum. Að lokum lék hinn ágæti Cello-leikari, Harold Jonasson nokkur lög, öllum til mikillar ánægju. Fulltrúar íslands á þingi sameinuðu þjóðanna 18B—26Vz centre Frá vinstri til hægri Thor Thors sendiherra íslands í Canada og Bandaríkjunum, og Jónaían Hallvarðsson dómari í hæztarétti íslands. — Á öðrum stað hér í blaðinu birtist stórfróðleg ræða eftir Thor Thors sendiherra um starfsháttu yfirstandandi þings sameinuðu þjóðanna, sem Lögbergi er sérstök ánægja í að koma á framfæri við lesendur sína; þakkar blaðið sendiherranum ræð- una, og eins G. L. Jóhannssyni ræðismanni, en um hendur hans barst blaðinu ræðan. — Ritstj. Merk íslenzk kona Ásdís Henriksson er fædd 5. maí 1858 í Svartárkoti, innsta af- dalakosti Báraðardals í Þingeyj- arsýslu á íslandi. Kotið má heita að standi í útjaðri Ódáðahrauns, en þótt umhverfi sé hrjóstrugt og autt, er þar ein hin einkenni-' legasta og fegursta fjallasýn, sem ísland á. — X Foreldrar Ásdísar voru: Sig- urgeir Pálsson Bardal og kona hans Vigdís Halldórsdóttir. — Ásdís dvaldi á þessum stað til 15 ára aldurs, og er enginn efi á, að umhverfi og útsýn, ásamt oft erfiðum lífskjörum, hafa gefið skaplyndi hennar þann þroska, festu og kraft, sem hún hefir búið að síðan. — Ásdís kom til Canada árið 1885; settist þá að í Manitoba og hefir dvalið í því fylki stöðugt til þessa dags. '— Eigi mun Ásdís, fremur en aðrir, hafa sloppið við erfið lífs- kjör, vonbrigði og ástvinamissi, en hún hefir aldrei látið slíkt. buga sig. — Þegar verið var að vinna að stofnun elliheimilisins Betel, tók Ásdís, ásamt öðru góðu fólki, þátt í því starfi, og þegar heim- ilið komst á laggir 1915, tók hún að sér störf þar sem hjálpar- hönd valinnar forstöðukonu, Miss Elenóru Júlíus, og þeirri stöðu hélt hún að mestu leyti óbreyttri til ársins 1932. En þá dró hún sig til baka frá aðal- störfum. Heimilið var þá orðið stærra og umfangsmeira og ald- ur hennar einnig orðinn hár, en heimilið þarfnaðist yngri starfs- krafta, vegna breyttrar aðstöðu. Síðan hefir hún dvalið sem vist- kona á Betel; er hún enn ern og við allgóða heilsu, eftir því sem hægt er að vænta. Sjón og heyrn enn í allgóðu lagi. Ásdís ber alltaf heill og hag heimilisins fyrir brjósti. Hún hefir, síðan hún hætti aðalstörf- um, haft á hendi umsjón og e f t i r 1 i,t „heimilisiðnaðarins“ (ullar- og prjónavinnu vist- kvenna) og unnið með ráðum og dáð að sölu þess iðnaðar í samráði við húsmóðurina. Einnig hefir hún, ásamt hús- móðurinni, eftirlit og ráðstöfun „prjónasjóðsins“, sem notaður er til greiðslu óvissra áfallandi smá útgjalda, heimili til hags og prýði. Lítir þú inn til Ásdísar Hen- rikssonar, mætir þér alltaf sama hýra brosið og alúðin; en ekki skaltu búast við að sjá gömlu konuna sitja auðum höndum! Annaðhvort er hún að lesa í ein- hverri góðri bók, eða hún er að prjóna hárfína vetlinga eða önn- ur smáplögg, aðallega fyrir yngstu kynslóð kunningjanna. Frágangur og útlit þeirrar vinnu má til listar teljast, þegar Stórmenni í ríki andans Frú Ásdís Henriksson, 92 ára tekið er tillit til þess, að fingur vilja stirðna til fínni verka, oft fyrr en aldri hennar er náð. — Ásdís Henriksson á tvö börn á lífi: Mrs. Sigfús Bergmann i Víðinesi við Húsavík og Jakob Henriksson, nú til heimilis í Edmonton, Alta. Einnig á hún á lífi tvö alsystkini: Arinbjörn Bardal útfararstjóra í Winnipeg og Mrs. Dr. Runólfur Marteinsson, einnig nú í Winni- peg. Hjá þeim og þeirra náustu dvelur hugur gömlu konunnar sér til ánægju í tómstundunum. Á aðfaranótt síðastliðins fimtu dags lézt að heimili sínu á Eng- landi George Bernard Shaw, írskrar ættar, 94 ára að aldri, einn hinn allra víðfrægasti og mikilvirkasti leikritahöfundur brezka heimsveldisins á síðari öldum; eftir hann liggja fimm- tíu og fimm leikrit, auk ógrynnis annars lesmáls; hann hallaðist mjög til vinstri í stjórnmálum, eins og raunar í lífsskoðunum yfirleitt; annað veifið kvaðst hann vera kommúnisti, en þrátt fyrir það efaðist enginn um holl- ustu hans við land og þjóð; í líkamlegum skilningi var Mr. Shaw tekinn að gerast ellihrum- ur, en hinum vitsmunalega styrk sínum hélt hann óskertum unz honum seig hinzti blundur á brá. Lady Astor, sem var aldavin- ur hans, heimsótti hann daglega í banalegunni, og við hana sagði hann þetta síðastra orða: — „Nancy, nú þarfnast ég svefns“ George Bernard Shaw kvænt- ist árið 1898 „græneygu gyðj- unni“ frá írlandi, Charlotte Payne - Townshend; þau áttu samleið í 45 ár, og var jafnan með þeim mikið ástríki; þeim varð ekki barna auðið. George Bernard Shaw dáði mjög Henrik Ibsen, enda svip- aði þeim saman um margt; þeir drógu báðir fram í dagsljósið skýrar og eftirminnilegar spegil- myndir af því, sem afkáralegast var í umhverfi hvorrar þjóðar um sig, uppskafningshættinum, saurlifnaðinum og hvers konar öðrum þjóðfélagslegum ófögn- uði. Mr. Shaw lifði megin hluta ævinnar á jurtafæðu, og hann neytti heldur aldrei áfengra drykkja; útför hans fór fram á mánudaginn að siðum ensku kirkjunnar, og að hans eigin fyrirmælum var lík hans brent. Bandaríkjakosningarnar Almennar kosningar lil neðri málslofu þjóðþings Bandaríkj- anna fóru fram á þriðjudaginn, auk þess sem þriðjungur öld- ungadeildarinnar var jafnframt kosinn; að loknum leik, halda Demokralar meirihluta í báðum málstofum, en við þverrandi fylgi. Thomas Devey var kjörinn í þriðja sinn til ríkisstjóra í N.Y. Valdimar Bjornson kosinn rík- isféhirðir í Minnesota, og Elmo Kristjánsson. 28 ára að aldri, dómsmálaráðherra í N. Dakota. Réttlátari skipu- lagningar krafist Bæja-og héraðsmálefnasamtökin hafa á fjölsóttum fundi krafist þess af stjórn Manitobafylkis, og í vissum tilfellum sambands- stjórn, að réttlátari skipulagn- ingu verði komið á en nú gengst við, varðandi útgjaldaliði þeirra gagnvart hinum æðri stjórnum; er meðal annars farið fram á það, að skólahéruð innan vé- banda Manitobafylkis verði endurskipulögð; að Manitoba standi straum af öllum kostnaði við mentun, að því undanskyldu, er skólahús áhrærir, eða ákveð- in nemendagjöld; að sambands og fylkisstjórn beri allan kostn- að af félagslegri þjónustu; að framlag af hálfu héraðsstjórna til fylkisakvega verði numið úr gildi; þá var og lögð áherzla á það, að stjórnin hlutaðist til um það, að komið yrði á lágmarks lögregluvernd fyrir hvert sveit- arhérað, ásamt vörnum gegn eldsvoða, og ábyrgðist, að slík- um fyrirmælum yrði stranglega framfylgt. Flestallir ráðherrar fylkis- stjórnarinnar voru mættir á áminstum fundi. Manitobaþingið Á þriðjudaginn var kom fylk- isþingið í Manitoba saman til aukafunda til fullnaðaraðgerða vegna þess viðhorfs, sem skap- ast hafði af völdum hins geig- vænlega áflæðis í Rauðárdalnum í vor, sem leið; gert er ráð fyrir, að þingið muni afgreiða sex mil- jón dollara fjárveitingu til úr- bóta því tjóni, sem af vatna- vöxtunum stafaði. Sigurvegari Efnilegur og vinsæll læknir Mr. Leo Johnson Við nýlega afstaðna Curling- samkepni, sem háð var í Edmon- ton, gekk flokkur Leos Johnson frækilega sigrandi af hólmi, og hlaut í verðlaun fjóra splunkur- nýja bíla. Mr. Johnson hefir um langt skeið gefið sig við þessari hollu íþrótt og getið sér frægð- arorð; hann er sonur þeirra Guð- jóns Johnson frá Hjarðarfelli og frú Oddnýju Johnson, sem bæði eru látin. Þessi bráðefnilegi og vinsæli læknir, er sonur hinna mikils- metnu hjóna, Mr. og Mrs. J. G. Johnson, sem búsett eru í þess- ari borg, og hér er hann fæddur þann 18. nóv. 1920; hér hlaut hann einnig alþýðuskólamentun sína, en lauk Science-prófi við Manitobaháskólann í maímán- uði 1941, og þann sama dag, er hann útskrifaðist, gekk hann í sjóherinn, og var sendur til Royal Roads Naval College að Esquimalt, B.C., í ágúst 1941. í janúar 1942 tók þessi ungi maður stöðu á skipi sem undir- foringi, en ári síðar var hann skipaður yfirforingi í sjóliðinu, og var þá kvaddur til frekari æf- inga og náms við Kings Naval College í Halifax; að loknu námi þar, var hann skipaður siglinga- Komst til ára sinna Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sonar síns hér í borginni 579 Burrows Avenue, Mr. Max Travis 102ja ára að aldri; hann var fæddur skamt frá borginni Odessa í Suður-Rússlandi, en fluttist hingað til lands 1914. Hann var klæðskeri að iðn. Mr. Travis sat víst sjaldan auðum höndum; í hjáverkum við sína daglegu iðju meðan jörð var auð og einhvers gróð- urs von, hamaðist hann í mat- jurtagarði sínum, er gaf af sér ríkulega uppskéru; hann reis jafnan úr rekkju fyrir sólarupp- komu, og lagði ríka áherzlu á það, að það væri vinnan, en ekki værðin, sem héldi í manni líf- inu. Dr. George Johnson fræðingur í þjónustu canadískra skipa handan við haf. Dr. Johnson kvæntist um ný- árið 1943 og gekk að eiga Miss Doris Blondal, dóttur Dr. Ágústs heitins Blondal og eftirlifandi ekkju hans, frú Guðrúnar Blön- dal; hjónavígslan fór fram í Kings College kapellunni í Hali- fax. Eins og fyr var frá skýrt, lauk George Johnson embættisprófi i læknisfræði með ágætiseinkunn í maímánuði síðastliðnum við háskóla þessa fylkis, og er nú praktisérandi læknir á Gimli við góðan orðstír og almannatraust; þau Dr. og Mrs. Johnson eiga þrjú börn. Dr. Johnson á þrjú systkini, Daniel Halldór, er nám stundar við Manitobaháskólann, Gloríu, kenslukonu í Dauphin, og Violu við miðskólanám í Winnipeg..

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.