Lögberg - 07.12.1950, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950
Úr borg og bygð
BRÉF FRA INGU
Úígefandi Soffanías Thorkelsson
Þetta er stór bók, nálega 400
blaðsíður að stærð, og vönduð
mjög að frágangi; innihald henn-
ar er harla fjölbreytt, og þeir
margir, er láta til sín heyra
handan móðunnar miklu.
Þessarar nýju bókar verður
frekar minst á næstunni. Þetta
er afar ódýr bók, kostar aðeins
$3.50 í bandi. Agæt jólagjöf. —
Pantanir sendist Björnsson
Book Store, 702 Sargent Ave.,
Winnipeg.
☆
ÐESIGN Fundamentals
eflir Carol Feldsted
Þessi stórmerka bók, sem afl-
að hefir höfundi sínum mikils
hróðurs, er ein sú ákjósanleg-
asta jólagjöf, sem hugsast getur.
Bókin kostar $5.00 auk 25 centa
burðargjalds utanbæjar. Pant-
anir sendist Feldsted Jewellers
Opticians 447 Portage Avenue
eða Björnsson’s Book Store 702
Sargent Avenue. .
☆
Þeir B. S. Johnson frá Glen-
boro og Hjalti Sveinsson frá Brú,
sem báðir eru sveitarráðsmenn
í Argyle, voru staddir í borginni
í fyrri viku og sátu hér fund
sveitahéraða-samtakanna í Mani
toba. ☆
Þeir B. J. Lifman frá Arborg
og Árni Brandson frá Hnausum,
voru staddir í borginni um miðja
fyrri viku.
Greið leið að senda
PENINGA
YFIR HAFIÐ
CANADIAN PACIFIC
EXPRESS
til útlanda
Er þér viljið senda pen-
inga til ættingja eða vina
handan hafs þá skuluð
þér fara á næstu Canad-
ian Pacific skrifstofu —
greiða upphæðina, sem
þér ætlið að senda að við-
bættum afgreiðslukostn-
aði, og fáið kvittun. Can-
adian Pacific setur sig
strax í samband við um-
boðsmann sinn erlendis.
Viðtakandi fær greidda
peningan um leið og hann
leggur fram persónuleg
skilríki um að hann sé
réttur aðilji. Er þér næst
þurfið að senda peninga,
skilríki um að hann sé
þá notið þessa öruggu
aðferð.
GxMoJkfiMQuifcc
Gjafir til Elliheimilisins
„Höfn" Vancouver
Mrs. Eva Johannson, Van-
couver, $5.00; D. E. ólafson,
Vancouver, $5.00; Kvenfélagið
Vonin, Markerville, Alta., $25.00;
Kvenfélagið Sólskin, Vancouver,
B.C., $146.67.
I síðasta gjafalista féll úr hjá
mér, „þakkir til gefenda"; um
leið og ég bið afsökunar vil ég
hér með votta innilegt þakklæti
til allra, sem svo vingjarnlega
hafa gefið til Eilliheimilisins
Höfn.
G. F. Gíslason,
forseti
Dr. B. T. H. Marteinsson,
féhirðir
911 Medical Dental Bldg.
Vancouver, B.C.
☆
Séra Eric Sigmar frá Glenboro
var staddur í borginni í fyrri
viku; hann kom norðan frá
Riverton, en þar flutti hann guðs
þjónustu undangenginn sunnu-
dag.
☆
— GIFTINGAR —
Laugardaginn 23. september
s.l. voru þau James E. Bennett
og Thora Einarsson gefin saman
í hjónaband að heimili foreldra
brúðarinnar 1440 Humboldt St.
Bellingham, Wash. Brúðurin er
dóttir þeirra merku hjóna Ein-
ars Einarssonar og konu hans
Margrétar, eru þau hjón vel þekt
á meðal íslendinga hér um slóð-
ir fyrir þeirra miklu þátttöku í
öllu íslenzku félágslífi. Brúðgum
inn er af enskum ættum, mesti
myndarmaður.
Brúðhjónin voru aðstoðuð af
Mr. og Mrs. Daníel Laxdal; eftir
giftinguna var sétin vegleg
veizla að heimili þeirra Einars-
sons hjóna, framtíðarheimili
ungu hjónánna verður í Belling-
ham.
Séra Guðm. P. Johnson gifti.
☆
Fimtudaginn 12. október s.l.
voru þau Kenneth D. Freese og
Bernice Mclvor gefin saman í
hjónaband að heimili brúðarinn-
ar Mr. og Mrs. Mclvor að 526
Blv. Street, Bellingham, Wash.
Brúðgumi og brúður bæði af
enskum ættum; framtíðarheim-
ili þeirra verður í Bellingham.
Mjög myndarleg veizla var set-
in eftir giftinguna, mun þar hafa
verið samankomið milli 60 og 70
manns. Séra Guðm. P. Johnson
gifti.
☆
The Womens Association of
the First lutheran Church will
hold its regular meeting in the
Church Parlor on Tuesday
December 12th, at 2.30 p.m.
Ferðalok
eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur.
Kostar í gyltu bandi $3.75 í
kápu $2.75. — Falleg bók og
hentug fyrir jólagjöf.
Útg. Gísli Jónsson 910 Bannig
St. Winnipeg.
☆
Þriðjudaginn 7. nóvember s.l.
andaðist að Whatcom County
Hospital Mr. James Mclvor eft-
ir langvarandi heilsubilun; hann
var jarðsunginn laugardaginn
11. nóvember frá útfararstofu
Westford & Beck hér í Belling-
ham að fólksfjölda viðstöddum.
Mr. Mclvor hafði verið mörg ár
við timburverzlun og var dug-
Ólafur Hvanndal
finnur upp
heyþurrkunarhjall
Ólafur J. Hvanndal prent-
myndagerðarmeistari, sem nú
dvelst á Akureyri, hefir í sumar
fundið upp og útbúið heyþurrk-
unarhjall, sem hann telur að
komið geti að góðu liði í óþurrka
tímum, eins og var fyrir norðan
í sumar. Einnig má þurrka í
þess konar hjalli mó og skán,
svo og jarðávexti.
Bygging hjallsins er mjög ein-
föld, og öll gerð hans þannig, að
auðvelt er að setja hann upp og
taka hann niður á skammri
stundu. Grid hjallsins er tvær
hliðar negldar saman með 4 lang
böndum, sem falla í gróp. Önn-
ur hlið hjallsins er nokkru hærri
og er þar komið fyrir renniskýlu,
sem draga má upp og niður, og
myndar hallandi þak, er skýlir
því, sem þurrka skal, fyrir regni.
Þegar þurrviðri er, er skýlan
dregin upp. Grindur eru í hjall-
inum, sem auðvelt er að taka út
og renna inn á þverlistum, og á
þær er heyið látið. Ein auka-
grind fylgir, og þegar snúa þarf
heyinu, er einhver greindin
dregin út og aukagrindinni
hvolft yfir heyið, en síðan er
grindunum snúið við, og verður
þá sú hliðin, er niður vissi, ofan
á, og er henni síðan rennt inn
aftur, og verður þannig fyrri
grindin laus til að snúa heyinu
á hinum grindunum líka. Nóg
er að hafa eina aukagrind til
snúnings heyi, þó um marga
hjalla væri að ræða á sama stað.
— Hvanndal gerir ráð fyrir að
hjallarnir verði af mismunandi
stærðum. Hjallur sá, sem smíð-
aður hefir verið, er þriggja
metra langur og einn og hálfur
á breidd, en þessum hlutföllum
má breyta eftir vild.
—Alþbl. 26. okt.
Hentug og hagkvœm jólagjöf
Það er ekki eins vandasamt og sumir ætla, að velja við-
eigandi jólagjöf, því flestir kjósa sér þá gjöfina, sem er
nytsömust. — Hin ágæta og fullkomna Matreiðslubók, sem
Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar nýlega gaf út, er jóla-
gjöf, sem hverju heimili verður kærkomin og gagnleg.
Verð $1.50 að viðbættu 10 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði, sendist:
Mrs. A. MacDonald, 11 Regal Ave. St. Vital, Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock, 9 St. Louis Road, St. Vital, Sími 209 078
eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave., Slmi 21 804
Frestið eigi
ferð yðar
um
annað ór!
Setjið yður það að fara heim nú meðan
á sparnaðarórsfíðinni stendur—
Þegar ferðin kostar minna!
Já, árin líða fljótt, og áður en
þér vitið, ef þér hafið ekki komið
heim I fimm, tíu, fimtán ár, eða
jafnvel lengur.
Dragið ekki ferð yðar á langinn. Þér getið ferðast yfir
sparnaðarárstíðina frá september til aprílloka fyrir svo mik-
ið minna. Fargjöld jafnvel þriðjungi lægri. Hagkvæmt pen-
ingagengi, er eykur gildi dollarins, og þér getið komið
heim með $500 virði af vörum tollfrítt. Því ekki að skipu-
leggja jólaferðina nú þegar. Sé það ekki hægt, þá festið í
minni, að sparnaðarárstíðin endist fram í apríl yður til
fiagsmuna.
Finnið næsta ferðaumboðsmann yðar. Hann leiðbeinir
yður við undirbúning og sparar yður peninga.
ICELANDIC CONSULATE GENERAL
50 BROAD STREET, NEW YORK ClTY
Member of European Travel Commission
BELGIUM FRANCE GREECE ITALY NETHERLANDS SWEDEN
AUSTRIA GERMANY ICELAND LUXEMBOURG NORWAY SWITZERLAND
DENMARK GREAT BRITAIN IRELAND MONACO PORTUGAL TURKEY
UNDERSTANDING . . . THROUGH TRAVEL IS THE PASSPORT TO PEACE
legur maður meðan heilsan
leyfði. Hann lifa kona og 7 dæt-
ur og fjöldi af nánu skyldfólki
bæði í Bellingham og víðar í
Bandaríkjunum. — Séra Guðm.
P. Johnson jarðsöng.
☆
Icelandic Woman
Celebrates Birthday
Many friends called at the home
of Mrs. Jonina Johnson, 9718 94
st. Friday on the occasion of her
90th birthday.
Mrs. Johnson, with her hus-
band and their family, came to
Canada 57 years ago when many
other Icelandic families settled
in Selkirk, Man. In 1906 the
family came west to Edmonton
and have lived here since.
She has two sons, Mr. Thomas
Johnson and Mr. Joseph Johnson
of Edmonton. She is living here
with her daughter, Mrs. M.
McKeon. /
Mrs. Johnson, still active,
enjoys reading, crocheting and
helping with the housework.
Among the friends who called
on her birthday were Mrs. Row-
land Neil, Mrs. C. Smith, Mrs.
H. Cunningham, Mrs. P. Maines,
Mrs. Thomas Griffiths, Mrs. G.
Forbes, Mrs. T.- Watson, Mrs.
Thomas Johnson.
Mrs. John Barton, Mrs. James
Barton, Mrs. Verne Simmonds,
Mrs. James Hale, Mrs. Wesley
Thoreson, Mrs. Rudolf Hopner
of Leduc, and Mrs. W. John-
stone.
Mrs. McKeon served tea, as-
sisted by Mrs. R. Neil.
Til at-hugunar
20. nóvember 1950
Ritsijóri „Lögberg"
Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
Herra ritstjóri:
Fyrir nokkrum dögum síðan
gerði ég kvæði, sem ég sendi til
Lögbergs. Þegar kvæðið birtist
í blaðinu 16. nóv. s.l., bar kvæð-,
ið annað nafn, en það, sem ég
hafði, sem höfundur þess, gefið
því. Þar að auki var orðum og
efni breytt í kvæðinu, svo að
hvorki rím né hugsunar-þættir
kvæðisins náðu skynsamlegum
grundvelli. Ég rita alt, sem ég
sendi blaðinu, eins og öll önnur
bréf mín, á ritvél, og fyrir þær
ástæður, hefi ég altaf nákvæmt
afrit af því sem ég rita, svo að
allur efi um misritun á mína
hlið, er útilokaður.
Afrit þessa kvæðis ber það
með sér, að ég kallaði það: „Al-
þýðuskáldið", en í blaðinu er
þessu breytt í: „Um skáld“, sem
í raun og veru hefir skilda merk-
ingu, en sem þó í eðli og anda
á ekki við kvæðið í þeim skiln-
ingi sem ég ritaði það.
Fyrsta línan í kvæðinu er eins
og hér greinir: „Hann sækir ekki
efni í hulda himins geima“, en
eins og það er prentað í blaðinu
er það: Hann sækir oft efni í
hulda himins geima“, sem bæði
eyðileggur rímfegurðina, og er
langt frá því, að standa í sam-
ræmi við efni kvæðisins.
Má ég, ritstjóri góður biðja
þig um, að birta þetta bréf sem
leiðréttingu í blaði þínu.
Það er til saga um það, að C.
Coolidge fyrverandi forsætisráð-
herra Bandaríkjanna hafi einu
sinni farið til kirkju, en fyrir
einhverjar ástæður var konan
hans ekki með honum. Þegar
hann kom heim til hennar,
spurði hún:
„Hvað var umtalsefni prests-
ins?“
Coolidge þagði langa lengi en
svaraði svo:
„Presturinn talaði um synd“.
„En — hvað sagði hann um
syndir?“ spurði Mrs. Coolidge.
„Hann var á móti synd!“ sagði
forsætisráðherrann eftir nokkra
þögn. —
Ég er á móti því, að þú eða
prentþjónar þínir uppnefnið
kvæðin mín, eða fyrir góðvilja
í minn garð, enduryrkið þau!
Með vinsemd og virðingu, er ég
þinn í einlægni
Pálmi.
Pageant To Be
Presented
A pageant in colored pictures,
“The Symbol of Iceland,” will be
presented by the Jón Sigurdson
Chapter, I.O.D.E. in the First
Lutheran Church, Victor St., on
Monday evening, December 11,
at 8.30 p.m. in support of the
fund for the Chair in Icelandic
Language and Literature in the
University of Manitoba.
This is a full reproduction in
pictures and souind track, of the
pageant presented by the Chap-
ter last March in Winnipeg and
is an exquisite miniature histor-
ical panorama depicting in a ser
ies of colorful tableaux, the
preservation, throughout the
ages, of Iceland’s literature and
other cultural traditions.
As part of the continuity of
the pageant, several Icelandic
songs, solos and duets, are sung
by Mrs. Rosa Vernon and Alvin
Blondal, accompanied by Mrs.
Aida Hart, violinist and Bjorg
Violet Isfeld, pianist. Commen-
tary by Holmfridur Danielson.
Dr. P. H. T. Thorlakson, chair-
man of the Founders’ committee
of the Icelandic Chair, will give
a short address.
A group of songs by Mr. El-
mer Nordal.
Vocal Duet by Mrs. L. T. Sim-
mons and Mr. E. Nordal.
Dr. L. A. Sigurdson will show
some very interesting colored
films.
The audience is cordially in-
vited to a social hour after the
entertainment, in the lower aud-
itorium.
A colleclion will be taken.
Tell your friends.
— DÁNARFREGNIR —
Laugardaginn 7. október s.l.
andaðist að Bellingham sjúkra-
húsi hin vellátna gæðakona Sig-
ríður Stefánsdóttir Paulson, eft-
ir stutta legu. Hún var jarðsung-
in miðvikudaginn 11. október frá
íslenzku lútersku kirkjunni í
Blaine að viðstöddu mörgu fólói.
Hennar verður nánar getið síðar
í íslenzku blöðunum. — Séra
Guðm. P. Johnson jarðsöng.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda-
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á epsku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir;
☆
— Argyle Preslakall —
Sunnudaginn 10. desember.
Grund — kl. 2 e. h.
Baldur — kl. 7 e. h.
(Enskar messur).
Allir boðnir velkomnir.
Séra Eric H. Sigmar
☆
Lúlerska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 10. des.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
Gunnar Erlendsson
Pianist and Teacher
Studio — 636 Home Street
Thelephone 725 448
Rovaizos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Specialties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlu K. Chrlstle, Proprletreu
Formerly with Robinson & Co.
(ars by Themselves are nol Killers
The modern automobile, given reasonable attention and
care, is mechanically safe. But you can’t always trust the
man or woman at the wheel.
Most of the traffic accidents this season — by a wide
margin — will be due to HUMAN FAILURE . . . not anything
going wrong with the car itself. Drivers will fall asleep.
They will pass on hills and curves. They will take their eyes
off the road; they will do other foolish things, forgetting that
the impact of collision at 60 miles per hour is precisely the
same as driving a car off the roof of a fourteen-storey building.
DEATH IS TOO HIGH A PRICE TO PAY
FOR CARELESSNESS
BE CAREFUL — THE LIFE YOU SAVE
MAY BE YOUR OWN!
Published in the interests of public safety
by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-272
j ^epptleg íolagjof!
Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin;
það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu
og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna,
og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn-
ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára
skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr-
ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn-
aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara-
legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita
óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa-
ráðgátan verður gieiðast leyst með því að kaupa Lögberg
og senda það vinum bæði hér og á íslandi.
FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ:
THE COLUMBIA PRESS LIMITEI)
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
SendiÖ Lögberg vinsamlegast til:
Nafn...........................................
Áritun.........................................
Hér með fylgir $5.00 ársgjald fyrir blaöiö
Nafn gefanda...................................
Áritun.........................................