Lögberg - 07.12.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.12.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELL. þýddi Á Philip var að verða eftirtakanleg breyting. Ef hann þá hefði komist undir góð áhrif og gætna handleiðslu, þá hefðu ástríður hans og þrek getað þroskast upp í eitthvað óvanalega þróttmikið og dygðaríkt. En það er máske satt, sem að Goethe segir einhvers staðar: „Reynsl- an eftir allt, er bezti kennarinn“. Hann hafði stöðugt taumhald á skapi sínu og hinum reik- andi vilja sínum, hann forðaðist að móðga móðir sína. En það einkennilega var, (sem var leyndardómur konuhjartans) að eftir því sem að hann lagði sig meira í líma fyrir móður sína, eftir því virtist kærleikur móðurinnar til hans kólna. Máske að hún hafi ekki í þeirri breytingu látið sér jafn hugarhaldið um hinn fyrri augastein sinn, sökum umhugsunarinnar um þann máttarminni sem hinar daglegu kvað- ir kröfðust meiri eftirtektar og umhyggju frá hennar hendi og sem dróg hann nær henni dag frá degi og er einnig sterkasta bandið á milli móður og barns, líka er hugsanlegt, að sökum þess, að Philip var sá drengjanna, sem vakti meiri aðdánu, heldur en innileika, að þá hafi aðdáunin þverrað með voninni sem hún var sprottin af og með henni gengið til þurðar. En hvernig sem þessu var varið, þá hafði Philip áður virst vera sá, sem eftirlætið hafði spillt og mest var dekrað við; en nú sýndist Sydney allt í öllu. Þannig var það, að hjá yngri syninum undir hjúpi lokkandi hæversku þroskaðist viss teg- und af sjálfsvirðingu, það bar ekki mikið á henni í fyrstu, hún tók á sig vingjarnlegt við- mót, hafði jafnvel á sér fegurðartöfra, en sýn- girni var það samt. í þessu var hann ólíkur bróður sínum. Philip var viljasterkur. Sydney sjálfselskur. Viss tegund af óframfærni í fari yngra bróðursins gjörði hann máske enn ksér- ari móður sinni, en hún hjálpaði líka til að rót- festa hjá honum hinn fyrrnefnda galla hans. í djörfu eðli, er að finna mikið af ófyrirhugaðri dyrfsku sem fyrirlítur alla sýngirni ósjálfrátt. Og þó þar sé að finna ótta, sem að hreyfir sér í viðkvæmu hjarta, þá er það aðeins meðlíðan með öðrum. Óttinn, sem býr í óframfærnu eðli, er ekkert annað en sjálfálit — þegar hann er eðlilegur er hann umhyggja fyrir eigin per- sónu manns, en þegar að hann er siðfræðilegur, fyrir eigin hagsmunum. í litlu herbergi í útjaðrinum á „H“ sat frú Morton við glugga og beið óróleg eftir póstin- um, því að hún vonaðist eftir svari frá bróður sínum, upp á bréfið, sem hún skrifaði honum. Klukkan var að ganga ellefu að morgni í júní- mánuði. Veðrið var heitt og loftið þungt, sem er sjaldgæft í Englandi í þeim mánuði. Flugna- pappír, rauður, hvítur og gulur, hékk niður úr loftinu í herberginu, var þakinn flugum, það voru flugur á loftinu, flugur suðuðu við glugg- ann, iðuðu um setubekkinn, um gluggatjöldin. Óþægindin og hitamolluna lagði að úr öllum áttum, frá veggjunum, gólfdúknum og jafnvel spegilglerinu, sem var á eldstæðinu og vafið var utan um gulu og gisnu líni. Við getum talað um að veturinn sé daufleg- ur; og veturinn er auðvitað rökkurstíð; en hvað í veröldinni er dauflegra fyrir augu, sem vön eru að líta lifandi blómanáttúruna: „Laufgaða skóga og græna akra“, heldur en loftlítið her- bergi í gistihúsi í útjaðri bæjar. Sólin hellir geislum sínum inn í hvert horn, ekkert er ferskt, ekkert kalt, ekkert ylmríkt sést, finnst, eða sem hægt er að anda að sér, alls staðar ryk, gljái, hávaði með ljóshjálmabúð — máske í næstu dyrum við hliðina á sér? Sydney var að klippa myndir úr myndabók út við gluggann, sem að móðir hans hafði keypt handa honum daginn áður. Philip, sem var tekinn upp á því að randa um göturnar — máske í von um að mæta einu af þessum gjaf- mildu eymdarlegu gamalmennum, sem hann hafði lesið um í gömlu reifurunum, sem allt í einu kæmi mönnum til hjálpar í heiðarlegri fátækt, eða sem líklegra var, sökum hans með- fædda eirðarleysis. Philip hafði farið að heiman strax eftir morgunmatinn. „Það er ljóti endemis hitinn í þessu her- bergi!“ sagði Sydney upp úr eins manns hljóði og leit upp frá því, sem að hann var að gjöra. „Förum við aldrei út í sveit aftur, mamma?" „Ekki sem stendur, elskan mín“. „Það vildi ég, að ég gæti fengið litla hest- inn minn; því get ég ekki fengið hestinn minn, mamma?“ „Vegna þess að hann var seldur Sydney“. „Hver seldi hann?“ „Föðurbróðir þinn“. „Hann er slæmur maður þessi föðurbróðir minn: Er hann ekki? En get ég þá ekki fengið annan hest? Það væri svo gaman núna í góða veðrinu!“ „Ó, minn kæri. Ég vildi að ég gæti staðið mig við það; en þú skalt fá að koma á hestbak núna í vikunni“. „Já“, hélt móðir hans áfram eins og að hún með Sjálfri sér væri að leita að einhverri afsökun fyrir slíkri eyðslu. „Hann lítur ekki vel út, blessað barnið! Hann verður að hafa hreyfingu“. „Á hestbak! Ó, Það' er líkt þér, elsku góða mamma", sagði Sydney og klappaði saman höndunum. „Á hesti, ekki á asna, þú skilur það mamma— litlum hesti. Það er maður niður með götunni sem leigir út hesta. Ég verð að fá hvíta hestinn með langa taglið. En heyrðu mamma! Segðu honum Philip ekki frá því, hann yrði afbríðissamur“. „Nei, ekki afbríðissamur, góði minn; því heldurðu að hann verði það?“ „Vegna þess, að hann verður alltaf reiður þegar ég bið þig um eitthvað. Það er óvingjarn- legt af honum, því að mér stendur á sama þó að hann fái hest líka, ef að það er ekki hvíti hesturinn“. Þegar hér var komið samræðunni heyrðist pósturinn berja að dyrum svo hart að frú Mor- ton brá og reis á fætur. Hún greip um brjóst sér með hendinni eins og að hún vildi reyna að stöðva slátt hjartans, sem barðist um í brjósti henni, og gekk hálf hikandi fram að herbergishurðinni og svo fram að stiganum og beið þar unz að þjónustustúlkan, sem var sein í hreyfingum og silaleg, kom upp stigann. „Fáðu mér bréfið, June, fáðu mér bréfið". „Einn skilding og átta pence — tvöföld borg- un undir það, gjörðu svo vel frú!“ „Þakka þér fyrir“. „Mamma, má ég ekki biðja Jane að ná í hestinn?“ „Ekki núna, elskan mín, sestu niður og hafðu þig hægan: Mér — mér líður ekki vel“. Sydney, sem var geðgóður og hlýðinn fór með góðu aftur út að glugganum og stundi við og fór aftur að klippa myndir úr myndabók- inni með skærunum. Ég bið lesarann engrar velvinrðingar á sendi bréfunum, sem ég verða að birta, því að eðlis einkenni manna koma oft skýrar fram í þeim en í samræðum. Svar hr. Rodgers Morton hljóð- aði þannig: „Elsku Katrín: — Ég hefi meðtekið bréf þitt frá 14. þ. m. og svara því tafarlaust. Ég get ekki skilið, að Beaufort heit. hafi hagað sér eins og fáviskusamur maður í því, að gleyma að gjöra erfaskrá og skilja börn sín eftir allslaus. Það er gott og blessað að tala um það, sem hann ætlaði að gjöra, en fyrirætl- anir einar, eru of léttar í maganum. Það er ekkert gaman fyrir mig, sem hefi stóra fjöl- skyldu sjálfur, og vinn fyrir mér og henni á heiðarlegan hátt, að taka að mér umsjá og upp- eldi á ríks mann börnum. Að því er sögu þína snertir um leynigiftinguna, hún getur, og getur ekki verið sönn. Þessi einskisverði maður hefir máske glapið þig, því lögleg gifting hefir það ekki getað verið. Og svo, eins og þú segir, þá hafa landslögin skorið úr því máli og því færri orð sem um það eru höfð, því betra. Það ber allt að sama brunninum. Fólk er ekki skyldugt til að trúa því, sem ekki verður sannað. Og, jafnvel þó að það, sem að þú segir sé satt, þá verðskuldar þú meir ásökun en meðlíðun, fyrir að þegja um þetta í öll þessi ár og varpa skugga vanvirðu á fjölskyldu sem alltaf hefir verið tal- in heiðarleg. Ég er viss um að konunni minni hefði ekki dottið í hug að gjöra slíkt, þó um hefði verið að ræða glæsilegasta manninn, sem nokkurntímann hefir í skóleður stígið. En hvað sem um þetta er, þá vil ég ekki meiða tilfinn- ingar þínar, og ég er viss um, að ég er reiðu- búinn að gjöra það sem rétt er og við á. Þú getur ekki ætlast til, að ég bjóði þér að koma á mitt eigið heimili. Þú veist að konan mín er ákaflega trúuð kona — það, sem kallað er evangelisk, en það er nú hvorki hér né þar. Ég verzla við alla — kirkjufólk og utan kirkju- fólk — jafnvel Gyðinga — og skipti mér lítið af andstæðum, eða mismunandi skoðunum. Ég á von á að margir vegir liggi til himna, eins og ég sagði við þingmanninn okkar hann hr. Thwates um daginn. En það er rétt að taka það skýlaust fram, að konan mín tekur það ekki í mál, að þú komir hingað og svo gæti það í sannleika spillt fyrir mér verzlunarlega séð, því að það eru ekki svo fáar giftar hefðarfrúr, sem kaupa léreft í búðinni minni sem þær gefa fátækum, og þær eru í meira lagi siðavandar, eins og þær eiga að vera auðvitað, því siðferðis- meðvitundin er vel vakandi í sýslunni og sér- staklega hér í bænum, þar sem að við borg- um mjög háan kirkjuskatt eða gjald. Ég er svo sem ekki að kvarta yfir því; því, þó að ég sé frjálslyndur, þá vil ég sjá og styðja ákveðið kirkjulegt starf, eins og líka er sjálfsagt fyrir mig að gjöra, því að presturinn verzlar meira við mig en nokkur annar. Hvað þig sjálfa snert- ir þá sendi ég þér hér með 10 pund og þú lætur mig vita þegar þau eru búin og ég skal þá sjá hvað ég get gjört meira. Þú segir að þú sért mjög óhraust, og þykir mér fyrir að heyra það, en þú verður að hressa upp hugann og fá þér eitthvað óvandað að gjöra, helzt sem að þú getir tekið heim til þín og svo held ég virki- lega að þú ættir að leita til hr. Roberts Beau- fort. Hann hefir gott almenningsorð á sér; og þrátt fyrir málið, sem þú höfðaðir á móti hon- um, sem að ég hafði aldrei neina trú á, ímynda ég mér að hann væri fáanlegur til þess að leggja þér til svo sem 40 til 50 pund á ári, ef að þú ferð vel að honum, sem ekki væri nema réttlátt fyrir hann að gjöra. Þetta um þig. Hvað drengina, vesalings föðurlausu skepnurnar, snertir. Það er í sannleika hart, að þeir skuli þurfa að líða slíka refsingu, alsaklausir. Konan mín er hjartagóð þó hún sé siðavönd, og hefir lofast til að láta mig alveg ráða hvað gjört sé í sambandi við þá. Þú segir að sá eldri sé nærri sextán ára og vel að sér. Ég get séð honum fyrir léttri atvinnu. Mágur minn, hr. Christop- her Plaskwith er bókavörður og ritfangasali í „R“. Hann er vitur maður og gefur út frétta- blað, sem að hann er svo góður að senda mér vikulega, og þó að mér falli það ekki allt í geð, þá er í því að finna stundum, heilbrigðar rit- gerðir og það er oft minnst á það í stórblöðum borgarinnar og nefna þau það „Samtíðar sveita- blaðið“. Herra Plaskwith skuldar mér peninga, sem að ég lánaði honum þegar að hann byrjaði blaðið, og hann hefir nokkrum sinnum boðist til að borga mér þá aftur með hlutabréfi í blað- inu. En sökum þess að það gæti farið á haus- inn og að ég vil ekki vera viðriðinn fyrirtæki, sem ég ber ekki skyn á, þá hefi ég ekki tekið því höfðinglega boði. Plaskwith skrifaði mér al- veg nýlega og sagði mér að hann þyrfti að fá stiltan, efnilegan og greindan ungling sér til aðstoðar sem nýsvein og bauðst til þess að taka elzta son minn, en við getum ekki mist hann. Ég skrifa Cristopher með fyrsta pósti, og ef að sonur þinn vildi skreppa til hans (hann getur fengið að sitja á toppnum á póstvagnin- um fyrir fáeina aura) og þegar hann kemur til „R“ að spyrja eftir hr. Plaskwith þá er ég ekki 1 neinum efa um að hann geti strax fengið vinnu. Það er að vísu lærlingsgjald, munt þú segja, sem borgast þurfi. Fást þú ekki um það. Gjaldið verður fært mér til reiknings, svo að sonur þinn þarf ekkert að borga. Þetta er arð- söm verzlun og mentun sonar þíns kemur hon- um að góðu haldi, svo að þú losnar við hann. Hvað yngri drenginn snertir, þá tek ég hann til mín tafarlaust. Þú segir að hann sé laglegur. Laglegur drengur er alltaf nothæfur í lértfs- sölubúð. Hann skal njóta sömu aðhlynningar og atlota og mín eigin börn og frú Morton sér um þvottinn á fötum hans og siðfágun“. Ég býst við (þetta er frú Mortons athugasemd) að hann hafi fengið mislingana, kirtlaveikina og kíghóstann, þú gjörir svo vel að láta mig vita það. Ef að hann kemur sér vel, sem á hans aldri að við getum séð um að hann geri, þá er fram- tíð hans borgið og þú laus við að sjá þeim báðum farborða, og því enga til að annast um nema þig sjálfa. Gleymdu ekki að skrifa hr. Beaufort, og ef að hann fæst ekki til að sinna þér neitt, þá er hann ekki sá öðlingur, sem að ég hélt að hann væri; en þú ert mitt eigið hold og blóð og þig sé ég aldrei svelta, því að þó ég sé ekki hlyntur því að maður í minni stöðu sé að ala á misgjörðum og ranglæti. En þegar menn hafa hrapað í heiminum, þá held ég að lítilsháttar hjálp sé meira virði en langar ræður. Konan mín heldur nú samt allt annað, og vildi hún senda áminningar og lífsreglur; en allir geta ekki verið fullkomnir. En slíkt er, eins og ég sagði áður, hvorki hér né þar. Láttu mig vita hvenær drengurinn þinn kemur, og eins um mislingana, kirtlaveikina og kíghóst- ann og eins hvort allt gengur eins og ætlað er í sambandi við Plaskwith. Ég vona að þér líði nú betur; ég er, elsku Katrín, þinn fyrirgefandi elskuríkur bróðir Roberi Morion. High Street, N.,— 13. júní“. „P.S. — Frú M. segir að hún skuli vera móðir litla drengsins þíns, og að þér væri betra að bæta nærklæðin hans áður en að þú sendir hann frá þér“. Þegar Katrín lauk við að lesa bréfið, leit hún upp og sá Philip. Hann hafði komið hljóð- lega inn og stóð steinþegjandi fram við her- bergisdyrnar og tók ekki augun af andliti móð- ur sinnar, sem ýmist roðnaði eða fölnaði við lestur bréfsins. Philip var ekki lengur snyrti- legi og glaðværi unglingurinn, sem lesarinn sá í fyrstu. Hann hafði vaxið upp úr snjáðu föt- unum sem hann var í, hárið, sem var kæruleys- islega haldið, hékk niður með kinnunum á hon- um, og augnaráð hans var áhyggjufult. Fá- tæktin sýnir sig hvergi eins ákveðið og í and- litsdráttum og metnaðar aðstöðu manna. Það leyndi sér ekki, að Philip þoldi nauðugur hina breyttu lífsaðstöðu sína, frekar en að hann sætti sig við hana, og þrátt fyrir óhreinu og snjáðu fötin sem hann var í og föla útlit, sem stakk mjög í stúf við æskuroða hans, þá staf- aði frá heildarsvip persónu hans ótamin og grimm glæsimenska, miklu áhrifa meiri. heldur en hið fyrra mikilmensku yfirlæti hans. „Nú, mamma“, sagði hann og í rómi hans var einkennilegt sambland af harðneskju og meðlíðun. „Nú, mamma, hvað segir bróðii þinn?“ „Þú skarst úr vandamáli fyrir okkur einu sinni áður, gerðu það nú aftur. En ég þarf ekki að spyrja þig, þú fellst aldrei á . . . .“ „Ég veit það ekki“, tók Philip fram í hálf utan við sig; „láttu mig sjá hvað það er, sem að við eigum að ráða fram úr“. Frú Morton var í eðli sínu hugrökk og and- rík kona, en veikindi og sorg hafði beygt hana, og þó að Philip væri ekki nema 16 ára, þá fann hún í honum styrk, sem allar konur, einkum þegar þær eru í vanda staddar, þrá að styðjast við. Hún rétti Philip bréfið, en fór sjálf til Sydney og settist niður hjá honum. „Bróðir þinn meinar vel“, sagði Philip þeg- ar að hann var búinn að lesa bréfið. „Já, en við getum ekkert gert, ég get ekki sent vesalings Sydney til — til og frú Morton brast í grát. „Nei, nei, elsku móðir, nei, það væri óþol- andi fyrir þig að skilja við hann. En bóksalinn hann Plaskwith — máske að ég geti séð fyrir ykkur báðum“. „En þú ætlar þér ekki, Philip, að fara til hans eins og lærlingur — þú, sem heiir verið alinn upp — þú, sem ert svo stór upp á þig!‘‘ „Mamma, þín vegna skyldi ég sópa göturn- ar. Fyrir þig, mamma, skyldi ég fara til hans Roberts Beauforts föðurbróður míns, með hatt- inn í hendinni og biðja hann um hálfan eyri. Mamma, ég er stoltur, ég vil vera heiðarlegur ef ég get — en þegar ég sé þig fölna eins og strá og svo breytta, þá hleypur djöfullinn í mig> og það fer um mig hrollur út af ótta fyrir því, að ég muni fremja einhvern glæp — hvað, veit ég ekki!“ „Komdu hingað, Philip — minn eigin Philip — sonur minn, von mín, frumburður minn!“ •— Og kærleikseldur móðurinnar frá fyrri dögum brann í hjarta hennar. „Þú gjörir mig hrædda“. Hún vafði Philip að sér og kysti hann innilega. Hann lagði andlitið brennandi heitt upp að brjósti móður sinnar og þrýsti sér upp að henni, eins og hann var vanur að gjöra, þegar eitt- hvað bjátaði á hjá honum í æsku. Svo stóðu þau þannig og töluðu ekki orð, en hjörtu þeirra skyldu hvort annað og drógu þrótt og hug- rekki hvort frá öðru, þar til að Philip sleit sig lausan og sagði með rólegt bros á.vörum sér: „Vertu sæl mamma, ég ætla að fara strax til hr. Plaskwith". „En þú hefir enga peninga til að borga farið þitt á strætisvögnunum með, herra Philip“, og hún rétti honum peningabudduna sína og hann tók fáeina skildinga með mestu eftirgangsmun- um. „Og mundu, að ef maðurinn er vondur við þig og að þér líkar hann ekki. — Þú mátt ekki þola honum neina ósvífni eða illmensku“. „Ó, þú getur reitt þig á, að allt fer vel“, sagði Philip og fór út. Það var komið kveld þegar Philip kom þang- að, sem hann ætlaði að fara. Hann sá bókabúð hr. Plaskwith og leit hún vel út að utan og á henni voru tvær dyr. Yfir öðrum þeirra stóð. „Christopher Plaskwith Bookseller and Stat- ioner“, en yfir hinum, sem voru prívatdyr - „Mercury Office Mr. Plaskwith“. Philip gekk að prívatdyrunum og drap á þær. Þokkaleg og lagleg stúlka, sem Phillis hét, kom til dyranna og fór með hann inn í litla skrifstofu og eftir fáar mínútur kom bóksalinn sjálfur inn til hans. Herra Christopher Plaskwith var lágur vexti en feitlaginn. Hann var í litljótum buxum og hafði leggbjargir með sama lit, í svartrif treyju og vesti, sem áberandi úrfesti hékk í með ótal signetum og innsiglum á, ásamt litlum lyklum og einkennilega gerðum handhringjum. Hann var fölur í andliti, en hárið stutt, dökkt og gljá- andi. Hann stærði sig af að vera líkur Napoleon Bonaparte og hafði vanið sig á að vera stuttur í spuna, aðsópsmikill og afgerandi, sem að hann vildi láta sýna ákveðna og afgerandi skap- gerð eins og fyrirmyndarmaður hans hafði. „Svo þú ert ungi maðurinn sem hr. Roger Morton mælir með?“ sagði hann og tók stóra vasabók upp hjá sér, lauk hanni upp í hægðum sínum, og horfði hvass á Philip, sem að hann áleit að ætti að vera gegnum smjúgandi og nákvæm athugun. „Þetta er bréfið. — Nei, þettar er pöntun frá hans háæruverðugheitum, Tómasi Champ- erdown á fimtíu eintökum af „Mercury“, sem að ræðan hans var prentuð í, er hann flutti á sýslunefndarfundinum. Hvað ertu gamall, ungi maður? — Aðeins sextán — lítur út fyrir að vera eldri. — Þetta er það ekki — þetta er það ekki, en þetta er það! Sestu niður. Já, hr. Roger Morton mælir með þér — einhver skyldleiki — erfiðar kringumstæður — vel mentaður — Ó ja. Jæja, ungi maður, hvað hefir þú að segja um sjálfan þig?“ „Geturðu haldið reikninga?“ „Ég kann dálítið í bókstafareikningi“. „Bókstafareikningi! hvað annað?“ „Frönsku og latínu“. „Nú, jæja! Það getur komið að notum. Þvi læturðu hárið á þér verða svona langt? Líttu á hárið á mér. Hvað heiturðu?" „Philip Morton“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.