Lögberg - 07.12.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950
7
Franskir gestir telja gufu og leirböð mik-
ið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn
Franskt forlag vinnur að útgáfu
skandinaviskrar ferðaleiðsögu-
bókar.
Tveir franskir gestir gistu
Akureyri um s.l. helgi og
lituðust um í bæ og ná-
grenni. Voru það M. Louis
Nagel og M. G. R. Martineau
frá útgáfufyrirtækinu Les
Editons Nagel í París, en
þetta fyrirtæki hefir nú í
smíðum leiðsögubók um
Norðurlöndin fimm, og mun
ísland þar hljóta 125 bls. af
600 bls. bók. Verða í kaflan-
um um ísland lýsingar á
landi og þjóð, sögu og menn-
ingu og aðstöðu erlendra
ferðamanna, sem hafa í
hyggju að koma til íslands.
Þetta og sitthvað fleira sögðu
hinir frönsku gestir, er Dagur
átti tal við þá að Hótel KEA á
laugardagskvöldið. Þeir höfðu
komið með flugvél á laugardags
morguninn og notað laugardag-
inn til þess að sjá umhverfið
hér, höfðu m. a. ekið austur á
Vaðlaheiði, skoðað Krossanes-
verksmiðjuna, bæinn sjálfan og
heimsótt Þórarinn Björnsson
skólameistara í Menntaskólan-
um. — Ferðaskrifstofan hér leið
beindi þeim og aðstoðaði.
Frakkarnir gerðu sér grein
fyrir því, að þeir hefðu ekki val-
ið heppilegasta tímann til þess
að heimsækja þennan hluta
landsins, en allt um það voru
þeir ánægðir með komuna hing-
að. Úrkomur höfðu verið miklar,
það sáu þeir hvarvetna, og raun-
ar rigndi eitthvað á þá á laugar-
daginn, en úrkomur eru ekkert
sérfyrirbrigði á íslandi á þessu
sumri. Tíðin í Frakklandi hafði
hreint ekki verið skemmtilegri,
sögðu þeir, sífelldar rigningar og
rysjutíð. Þannig hefði tíðin víst
verið um norðanverða Evrópu í
allt sumar og væri enn.
Gerðu þeir ráð fyrir, að úlkoma
leiðsögubókar þeirra mundi örva
ferðamannasiraum til íslands?
Því ekki það? Frakkar vita
lítið um ísland. Frá París til
Vichy er 6—7 stunda ferð með
járnbraut og þangað sækir fjöldi
fólks á degi hverjum til þess að
njóta heilsulindanna þar. Þær
eiga að vera sérlega góðar við
gigtveiki. En leiðin frá París til
íslands er ekki nema 7 klst. ferð
í lofti. Og hér eru dásamlegar
heilsulindir, gufu- og leirböð,
sem margan gigtveikan mann-
inn hafa læknað, að því er þeim
hafði verið sagt. Og þeir ætluðu
að líta nánar á þessar heilsu-
lindir í suðurleiðinni. Forseti Is-
lands hafði bent þeim á stað á
Reykjanesi, er þeir ræddu við
hann að Bessastöðum, og margir
fleiri staðir væru til. Líklega átt-
uðu íslendingar sig ekki á því,
hverjir möguleikar væru fólgn-
ir í þessu. Til væri margt fólk
í Frakklandi, sem hefði áhuga
fyrir þessu. En vitaskuld þurfti
þá að koma upp aðstöðu fyrir
þetta fólk á baðstöðunum. Það
skorti hér alveg. Frakkarnir
undruðust mjög að á heimsfræg-
um stöðum eins og Geysi í
Haukadal, skyldi tæpast vera
hægt að tala um nokkra aðstöðu
GERANIUMS
18 VARIETIES ISc
Everyone interejted in
houseplants should plant
a packet or two or our
Geranium Seed. We oífer
a gorgeous collection
containing Dazzling Scar-
let, Flame Red, Brick
Red, Crimson, Maroon,
Vermilion. Scarlet, Sal-
mon, Cerise, Orange-Red,
Salmon - Pink, B r 1 g h t
Pink, Peach, Blush Rose,
White, Blotched, Varie-
gated, Margined. Easy to grow from seed
and often bloom 90 days after planting.
(Pkt. 15c) (2 for 25c) postpaid. Plant now.
SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5
pkts of other Choice Houseplant Seeds, all
different and easily grown in house.
Value $1.25, all for 60c postpaid.
fyrir ferðafólk. — í sambandi
við ferðabókina taka þeir fram,
að hún nái ekki aðeins til Frakka
því að hún verði gefin út jafn-
fram á þýzku og ensku. Les
Editions Nagel er þekktasta leið-
sögubókaútgáfa í Evrópu, segja
þeir, og bækur forlagsins fjalla
um ferðalög til flestra eða allra
Evrópulanda, og að auki um
ferðir til margra landa í öðr-
um heimsálfum. Þeir efast ekki
um, að þáttur íslands í skand-
inavisku bókinni, muni vekja at-
hygli ferðamanna á þessu lítt
kunna en „interressant“ landi og
það muni bera á vöxt í fram-
tíðinni.
Hvað höfðu gestirnir að segja
um ferðina til Norðurlandsins?
in út fjögur vikublöð, og ekki
minnkaði undrun þeirra, er þeir
heyrðu að auk þeirra væru þó
nokkur tímarit og mikil bóka-
útgáfa. Eins og eðlilegt er um
Parísarbúa höfðu þeir veitt
klæðaburði fólks sérstaka at-
hygli. Þeim fannst fólkið vel
klætt. Hvar fáið þið efnin? Og
hvað kosta fötin? Eftir dálitla
útreikninga, þar sem krónum
er breytt í franka í skyndingu,
sjá þeir, að föt úr Gefjunar-
gabardine eru alls ekki dýr á
þeirra mælikvarða, en annars
finnst þeim yfirleitt dýrt hér á
íslandi og telja að það kunni að
hindra aðsókn ferðamanna.
Og að síðustu nefna þeir heim-
sókn í Menntaskólann og við-
ræðurnar við Þórarinn Björns-
son, sem einn skemmtilegasta
þátt dvalarinnar hér.
Ferðabókin kemur úr í vor,
segja þeir. Bjarni Guðmunds-
son blaðafulltrúi og Þorleifur
Þórðarson forstjóri skrifa meg-
inmálið um ísland, en auk þess
munum við leggja til nokkuð,
Þeir voru ánægðir. Þetta var
það lengsta norður á bóginn,
sem þeir höfðu komið um dag-
ana og bjuggust ekki við að bæta , ,
það met á næstunni. Þeim fannst 0§ Þ" vl8.j>a "T ’
vingjarnlegt umhverfi hér og
fólkið aðlaðandi — annars alveg
undarlegt, hvað mikið er af
dökkhærðu og dökkeygu fólki
hér um slóðir hér voru meira
að segja margar franskar typur.
Bókabúðir bæjarins höfðu vak-
ið sérstaka athygli þeirra, þær
voru í senn ótrúlega margar og
ótrúlega vel búnar. Það mundi
ekki ofsögum sagt af því, að Is-
lendingar væru bókamenn mikl-
ir. Jafn furðulegt þótti þeim, að
í svo litlum bæ skyldu vera gef-
sem við höfum fengið með komu
okkar hingað. Og í þeirri um-
getningu, verður Norðurlandi
alls ekki gleymt. Þeir vita þeg-
ar, að Norðurlandsferð tilheyrir
í áætlun ferðamannsins. Sem
sagt: Norðurlandsferðin var
stutt, eins og raunar íslandsferð-
in öll, en skemmtileg endur-
minning samt. — Væntanlega
stuðlar ferðabókin að því, að
fleiri suðrænir gestir eignist þá
endurminningu.
—DAGUR, 25. okt.
Hollywood Byline
Short Name For Star
Manitoba-born Thorsteinson becomes radio's Thor
By BOB WILLETT
A star by any other name
might not shine as brightly.
The switch of our young Mr.
Young from Angus to Alan has
the appoval of everyone exept-
ing his Scottish father.
Similary, the Canadian star
of the CBS radio show, “Broad-
way Is My Beat” wouldn’t grow
on many listeners if he was
identified as “Arnleifur Thor-
steinson”. Besides being a
mouthful for the announcer, it
would be hard to remember.
That’s why A. T. shortened it to
Larry Thor, long before he hit
Hollywood.
Larry started broadcasting on
CFAR in Flin Flon as a singer.
He graduated to writing an an-
nouncing, moved East and event-
ually auditioned for a job with
the CBC.
“They turned me down”, he
recalls, “because they thought I
sounded too American”. At that
time Larry had never been in-
side U.S.A. but, after gaining
prominence as a newscaster in
Montreal, he succumbed to the
lure of the film capital.
Thor achieved Hollywood suc-
cess others have been denied
through a series of lucky breaks.
After working for two indepen-
dent stations he landed a staff
job with the Columbia network,
working up to emcee duties and
then, the biggest break, winning
the audition for the role of de-
tective Danny Clover, who
covers the Broadway beat in the
weekly dramatic program launc-
hed two years ago.
A native of Lundar, Manitoba,
Larry can look back on a check-
ered career that saw him at
varying times a farmer, car-
penter, lumberjack and soldier—
figures this varied experience
helps him in his acting.
He now divides his time be-
tween the CBS mike and hie
wife and three sons at home.
“It’s the old story of the coun-
try boy moving to the city to
make enough so he could live in
the country”, he points out.
Farmer Thor’s California ‘ranch’
Larry Thor
boasts chickens and ducks,
“Good enough”, he says, “for a
start”. His radio show sounds
like a pretty good beginning, too.
If and when the Broadway
broadcast goes on television,
look for Mr. T. to be signed for
the movies as a result. “If that
happens”, Larry surmises, “the
studio will proably suggest that
I change my name to something
like Arnleifur Thorsteinson!”
The Vancouver Sun Magazine
Supplemeni.
November 25th 1950
Umslög gefin úf í
filefni af 400. úrtíð
Jóns Arasonar
í tilefni af 400. ártíð Jóns Ara-
sonar biskups verða gefin út sér-
stök frímerki, og koma þau út 7.
nóvember. Um þessar mundir
eru að koma í bókaverzlanir
umslög, sem sérstaklega eru ætl-
uð til notkunar með Jóns Ara-
sonar frímerkjunum.
Framan á umslaginu er kross
mark með biskupsmynd og eru
orðin In memoriam — Jón Ara-
son — 7. nóv. 1550—1950 skráð
ofan til við krossinn, en neðan
við hann: The last catholic
bishop in Iceland. — Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem slík um-
slög eru gefin hér út, og munu
þau sérstaklega verða eftirsótt
af frímerkjasöfnurum t. d. í sam-
bandi við fyrsta dags stimplun
Jóns Arasonar-frímerkjanna.
—Alþbl. 1. nóv.
Nýjar bækur Fræðafélagsins
Það má nálega furða heita hve
mikilli útgáfu bóka Fræðafélag-
inu tekst að anna, svo fáliðað sem
það er að starfandi mönnum. Af
Safni þess hinu forna mun nú
bráðlega að vænta síðasta bind-
is (að því er talið er), hins fjór-
tánda, en það er síðara bindið
af bréfum Bjarna Thorarensens.
Útgáfa þeirra bréfa hefir ekki
verið neitt áhlaupaverk, með
þeim kynstrum af fróðleik, sem
Jón Helgason hefir dregið sam-
an bréfunum til skýringar. Og
af hinu nýja ritsafni félagsins,
íslenzkum ritum síðari alda,
komu þrjú fyrstu bindin í fyrra:
Ármanns rímur ásamt Ármanns
þætti, Deilurit Guðmundar And-
réssonar (rímur hans, tvennar,
gaf Rímnafélagið út í fyrra, og
eru þar með öll hans rit komin
á prent), og Nikulás Klím í þýð-
ingu Jóns Ólafssonar frá Grunna
vík. Nú eru nýkomin tvö bindi
til viðbótar, Spánverjavígin 1615
og Móðars rímur ásamt Móðars
þætti. Á stokkunum eru þrjú rit
í þessu sama safni, þar á meðal
kvæði Halls Magnússonar, og
munu ýmsir bíða þeirra með eft-
irvæntingu, svo frægt sem nafn
hins auðnulitla höfundar er.
Bók sú, er hlotið hefir nafnið
Spánverjavígin 1615, hefir inni
að halda sögu þessara ægilegu
hrannmorða eftir Jón Guðmunds
son lærða, og svonefndar Vík-
ingarímur um sama efni. Hefir
ungur maður, Jónas Kristjáns-
son, gert útgáfuna úr garði og
er það hans fyrsta verk í þágu
bókmenntanna. Ýmislegt í henni
virðist benda til þess, að góðs
kunni að vera af honum að
vænta í þessari starfsgrein þeg-
ar honum eykst aldur, þekking
og þroski, en óskemmtilegt var
fyrsta verkefnið, sem honum
var í hendur fengið. Því að þetta
er líklega andstyggilegasta bók
er rituð hefir verið á íslenzka
tungu, sökum þess, hve efnið er
ljótt. Og furðulega er það mikið
guðlast, sem komist hefir fyrir
í ekki stærra ljóðabálki en Vík-
ingarímur eru. Þar hefir nafn
Jesú Krists eins og oftar verið
óspart notað til þess að lýsa vel-
þóknun guðs á hinum hroðaleg-
ustu og guðlausustu níðingsverk
um. Og viðeigandi hlutverk má
segja að hann leiki þarna full-
trúi guðs kristni í landinu, séra
Jón Grímsson prestur í ögur-
þingum. Það hallast ekki svo
mjög á þar sem hann er öðru-
megin og fulltrúi „réttvísinnar“
og ríkisvaldsins, Ari Magnússon,
hinu megin. Allt frá fyrstu tím-
um eru sögur okkar fullar af níð-
ingsverkum, en vart er þar að
finna annað slíkt, jafnvel ekki á
sjálfri Sturlungaöld, sem þetta,
er 31 varnarlaus skipbrotsmað-
ur var á hinn hroðalegasta hátt
ráðinn af dögum, sumir í grið-
um, flestir án efa alsaklausir og
aðrir fyrir litlar sakir og, eins
og Páll Eggert Ólason réttilega
tók fram, þannig til komnar að
lífsnauðsyn knúði þá til. Og svo
var mannvonzkan ægileg og ó-
stjórnleg að jafnvel lík þessara
manna — sumir þeirra voru ber-
sýnilega frábærir ágætismenn —
voru gvívirt og limlest á hinn
hræðilegasta hátt eftir að búið
var að fletta þau blóðugum spjör
unum, og þeim síðan varpað af
björgum fram í sjóinn.
Enginn mundi segja að Ari
Magnússon hefði látið hrann-
myrða þessa vesalings menn
sér til fjár. En ætli ekki að hann,
þessi mikli fjárplógsmaður, hafi
munað eftir því, að fá mundi
hann sín umboðslaun af strand-
góssinu og það ekki fara óskert
til konungs. Sannleikann um
Ara verðum við að lesa á milli
línanna hjá Jóni Guðmunds-
syni, en á hitt dregur hann enga
dul, að margir morðingjanna
myrtu þarna sér til fjár — að
því er þeir hugðu. Við grátum
þau málalok þurrum tárum að
þeir ftrngu ekkert nema blóð-
spjarii nar af líkum hinna myrtu
manna.
Og að segja sannleikann um
þetta eftir á, þorði vitanlega eng-
inn. Jón Guðmundsson uppskar
þann ávöxt, sem vænta mátti
fyrir að tæpa á honum. Hann
varð að flytja slyppur og snauð-
ur. En það er nú líka tíðast, að
þess eðlis séu launin fyrir að
þjóna sannleikanum.
Svo er fyrir að þakka, að um
þessi mál voru þeir áður búnir
að rita nokkuð, Ólafur Davíðs-
son (Tímaril XVI) og Páll Egg-
ert Ólason (Safn V) og greiða úr
þeim. Því þvæluleg er frásögn
Jóns. Þetta mundi útgefandi
væntanlega færa sér til afsökun-
ar á vanrækslu sinni að gera
það. En þarna var þó staðurinn
og tækifærið til þess að gefa nú
ljóst yfirlit yfir þau eins og þau
líta út af sjónarhóli sagnfræð-
innar.
Óumflýjanlega verður þessi
útgáfa borin saman við útgáfu
Páls Eggerts af Fjölmóði. Ekki
getur sá er þetta ritar, almúga-
maður, sagt hverjar ályktanir
„vísindin“ muni draga af þeim
samanburði. En fjarkalega verða
útgáfur Ólafs (Spönsku vísur) og
Páls miklu skynsamlegri í aug-
um leikmannsins. Jónas fylgir
þarna nýju tízkunni, og ekki
verður honum, ungum manni
og óreyndum, álasað fyrir það.
FYRSTA BÓK Menningar- og
fræðslusambands alþýðu, þegar
það nú hefur útgáfustarfsemi
sína á ný eftir allt of langt hlé,
er hin nýja skáldsaga Guð-
mundar Daníelssonar frá Gutt-
ormshaga, „í fjallskugganum".
Það er svo vel heppnað val.
Þetta er langbezta skáldsaga
Guðmundar, sem nú fer fyrir
flokki yngri rithöfunda þjóðar-
innar og sýnir og sannar, að það
er ástæðulaust að kvíða framtíð
skáldsagnagerðarinnar á íslandi.
„í fjallskugganum“ er ágæt-
lega byggð skáldsaga, römm og
heilsteypt og vel unnin. Sögu-
fólkið er gætt lífi og þrótti, sér-
stæðir og eftirminnilegir ein-
staklingar, sem mynda áhrifa-
mikla heildarmynd. Þorgils
Þrándarson, Hallfríður Þórs-
mörk, Elín Torfadóttir, Anna
Þorgilsdóttir og bræðurnir Ang-
antýr og Geir eru listasmíð.
Fóstursynir Þorgils, Þóroddur
Torfason og Freyr Eiríksson,
rækja og snilldarvel það hlut-
verk, sem höfundurinn fær
þeim í sögunni. En bezt er þó
lýsingin á Eiríki í Byrgi, enda
mun hún reynast langlíf í sögu
íslenzkra samtíðarbókmennta.
Þar er mikil þraut meistaralega
leyst. Atburðarásin er sömuleið-
is hröð og órofin frá upphafi til
söguloka, höfundurinn rekur
baráttu Rauðstaða Þorgils við
umhverfið annars vegar og sjálf-
an sig hins vegar, lýsir honum
í senn sem sigrandi hetju og tví-
ráðum manni, gerir hann að
möndli sögunnar. Sálarlífslýs-
ingarnar eru vandasamar, en
hugkvæmni og dirfska höfund-
arins tryggir honum sigur. Þetta
er sögufólk,, sem lesandinn man,
— jafnt mynd þess, orð og at-
hafnir.
Guðmundur Daníelsson hefir
aldrei beitt samlíkingum eins oft
og vel og í þessari sögu. Og nátt-
úrulýsingar hennar eru frábær-
ar. Lesandanum finnst, að hann
sjái fjöllin há og vötnin ströng,
heyri gný þeirra og klið og
skynji angan jarðar, því að frá-
sagnargleði höfundarins tekur
hug hans fanginn. Stíll sögunnar
er fjölbreyttur og litauðugur, og
hinn rammi safi rennur frjáls í
gegnum rót hennar, sem stendur
djúpt í jörðu. Skáldskapur Guð-
mundar er orðin eik, sem naum-
ast bognar, hvað sem á dynur.
Hún er traust og laufmikil.
____+____
„í fjallskugganum" er mikill
og verðskuldaður listasigur. Guð
En hvaða gagn er hugsanlegt af
þessum takmarkalausa sparða-
tíningi, þar sem með lúsarlegri
nákvæmni er verið að tilfæra
út í ystu æsar stafsetningarmun
ungra og illra handrita, sem ekki
eru einu sinni eiginhandarrit
höfundanna? Þarna sýnist tízk-
an vera komin út fyrir takmörk
skynseminnar — en vitanlega
ekki „vísindanna".
Jón Helgason hefir gefið út
Móðarsritin. Þar er að sjálfsögðu
sama nákvæmnin, ekkert eftir
skilið, og greinargóð er inn-
gangsritgerð hans, eins og vænta
mátti. En þó gott sé að fá þetta
þjóðsagnadót út gefið, þá er
samt ekki fjarri sanni að ein-
hverjum kunni að blöskra, að
einn hinn fremsti og snjallasti
lærdómsmaður okkar á bók-
menntir þjóðarinnar skuli fórna
tíma sínum í svona lítilfjörlegt
verkefni, þar sem hin mikilvæg-
ustu mál (t. d. útgáfa af ritum
Hallgríms Péturssonar) bíða
þess, að einhver, sem til þess er
fær, taki þau til meðferðar, eink-
um þar sem þessir færu menn
virðast vera svo raunalega fáir.
Þökk skulu þeir memr+iafa,
sem þarna hafa að unnið, enda
þótt hér sé ekki á allt litið frá
þeirra sjónarmiði. Og marg-
falda þökk skal Fræðafélagið
hafa fyrir sín miklu afrek í þágu
sögu íslands og bókmennta.
mundur Daníelsson hefir hlotið
sína skírslu og látið rætast þær
vonir, sem hann gaf strax með
fyrstu skáldsögu sinni. En vafa-
laust á hann eftir að gera enn
betur í framtíðinni. Hann leysir
vanda aðalatriðanna svo vel í
þessari nýju skáldsögu sinni, að
honum ber skylda til að rækja
aukaatriðin af ríkari kostgæfni.
Stíll hans er áhrifamikill og sér-
stæður, en samt auðnast Guð-
mundi ekki að meitla sérhverja
setningu svo, að hún hitti beint
í mark, þó að sannarlega sé hann
beinskeyttur, ef hann gefur sér
nægan tíma til að miða. Málið
á hinni nýju skáldsögu hans er
ekki aðeins gott. Það er oftast
sterkt og sviptigið. En þó eru á
því blettir, sem gaumgæfnin ein
fær hreinsað. Og Guðmundur
verður ekki síður að leggja á-
herzlu á að sitja skáldfákinn vel
en fara geyst. En víst er skylt
að játa það, að Guðmundi Daní-
elssyni er þetta bersýnilega
ljóst. Mál hans og stíll hefir ger-
breytzt til batnaðar. Sú breyt-
ing er þó fremur þróun en bylt-
ing. Þessa Róm byggir enginn
rithöfundur á einum degi, enda
þótt skáldsaga hans sé rík og
starfsþrótturinn mikill. En nú
skortir Guðmund aðeins herzlu-
muninn. Og þegar þraut hans er
unnin, mun Guðmundur Daní-
elsson auðga íslenzkar bókmennt
ir að skáldsögum, sem taka „í
fjallskuggum" fram, enda þótt
hún sé slíkt listaverk, að hana
beri tvímælalaust að telja meðal
beztu afreka íslenzkra rithöf-
unda.
„1 fjallskuggum" er mjög snot-
urlega út gefin bók, nema hvað
prófarkalesturinn er of hroð-
virknislega af hendi leystur.
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu á þakkir skilið fyrir að
gefa út þessa ágætu og skemmti-
legu skáldsögu, enda mun hún
áreiðanlega auka á vinsældir
þess, sem þó voru miklar fyrir.
Það ætti að halda áfram á sömu
braut. Skáldsagnatekjan af bóka
akri haustsins er annars svo
blómleg, að maður lítur fram-
tíðina með björtum augum, og
þó er öðru nær en að uppskeru-
tími ársins sé ennþá um garð
genginn. En stærstur og beztur
er laukurinn úr skák Guðmund-
ar Daníelssonar.
Helgi Sæmundsson
—Alþbl. 28. okt.
Sn. J.
—Mbl. 21. okt.
Hinn rammi safi rennur frjóls