Lögberg - 28.12.1950, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1950
Sex stunda ferðalag 29. júní 1950
Ferðasaga þessi er eflir Sigurð Baldvinsson pósfmeistara
í Reykjavík, en Ólafur Hallson léí Lögbergi handrilið í té
til birtingar og skal það að makleikum þakkað.
Ferðinni var heitið „austur
yfir fjall“. Lagt af stað kl. 13.30
frá Laufásvegi 24 í Reykjavík
(heimili óla J. ólasonar og
„Öddu frænku“ Óla Hallsonar).
Vorum sex í bifreiðinni: Óli
Hallson, Sigurður Baldvinsson,
Oktavía kona hans, fóstursynir
þeirra Garðar og Sigurður og
Sigfríð Tómasdóttir, Guðmunds-
sonar í Vestdal, er var nágranni
fjölskyldunnar á Grýtáreyri við
Seyðisfjörð, er Óli var ungling-
ur þar. — Heimili Óla J. Óla-
sonar er í því úthverfi Reykja-
víkur sem í daglegu tali er nefnt
„Kleþpsholt“. Fyrir 15 árum síð-
an voru þar fáein smáhús, flest
sumarbústaðir, nú eru íbúar
þessa hverfis á sjöunda þúsund-
inu. — Brátt rennur bifreiðin
yfir Elliðaárbrú. Einna merki-
legast við Elliðaárnar er það, að
þar eru taldir veiðast að jafnaði
árlega fleiri laxar en í nokkurri
annari á í Evrópu. — Leiðin til
Hellisheiðar liggur mjög nærri
því sem hestavegurinn var fyrr
á árum upp að Kolviðarhóli, en
þaðan litlu sunnar yfir heiðina.
Á „Sandskeiði“, sein er litlu nær
„Hólnum“ en Reykjavík, hefir
„Svifflugfélagið“ bækistöð. Þar
æfa ungir menn svifflug til und-
irbúnings framhaldsnáms í flug-
list. Notaðir eru bílar eða litlar
vélflugur til að draga svifflug-
urnar þar til þær „ná sér upp“.
Ein vélfluga var á Sandskeiði
en engin sviffluga sjáanleg á
lofti. Einn svifflugmaður flaug
svifflugu nýlega af Sandskeiði
til Vestmannaeyja. Talin mikil
glæfraför. — Til hægri handar
— á austurleið — við Sandskeið
rís Vífilsfell, heitið eftir fyrsta
búanda á Vífilsstöðum. Herma
munnmælasögur að Vífill hafi
daglega gengið upp á fjall þetta
til veðurathuguna. En hér mun
blandað málum, því svo er langt
frá Vífilsstöðum upp á fjall
þetta, að naumast hefði Vífill
komið miklu öðru í verk en fjall-
göngunni. — Austan Vífilfells
er Jósepsdalur, djúpur og þröng-
ur og sér eigi inn í af veginum.
Þar á glímu- og íþróttafélagið
„Ármann“ skíðaskála mikinn.
Sækja þangað hundruð ungs
fólks á vetrum til skíðaiðkana.
Frá Sandskeiði liggur leið um
Sómahraun og Bolavelli að Kol-
viðarhóli. Fyrr á árum var þang-
að talin góð dagleið frá Reykja-
vík, a. m. k. að vetrarlagi. Nú
er það % stundar ferð í bíl. —
Á Kolviðarhóli er nú reisuleg
bygging í gamla íslenzka stíln-
um. „íþróttafélag Reykjavíkur“
keypti „Hólinn“ fyrir nokkrum
árum síðan, og rekur þar í-
þróttaheimili og gistifiús að vetr-
inum en leigir að sumrinu fyrir
barnaheimili. Þegar ekið er frá
Kolviðarhóli upp til Hveradala,
blasir við fjallsbrún á vinstri
hönd, sem hefir það til síns á-
gætis fram yfir aðrar fjallsbrún-
ir á íslandi að kafli í henni er
mjög auðþekkt vangamynd, ef
að er gætt, af skáldinu mikla,
Matthíasi Jochumssyni. í Hvera-
dölum, vestast á sjálfri Hellis-
heiðinni, er skíðaskáli mikill, í
norskum stfl, er „Skíðafélag
Reykjavíkur“ reisti og er vetr-
arheimili skíðafólks en opinn al-
menningi allt árið til greiðasölu
og jafnvel gistingar. Jarðhiti er
þar nógur og brennisteinsþefur
mikill og er skálinn hitaður með
hveravatni. —
Af Kambabrún sást vel yfir
Suður-láglendið allt til Eyja-
fjallajökuls, en Vestmannaeyjar
risu í mildum bláma úr spegil-
sléttum haffletinum. ölfussveit-
in og Flóinn lá eins og landa-
bréf fyrir fótum okkar, — tjarn-
ir og ár eins og speglar í fagur-
grænni umgerð. Þar má líta stór
svæði í nýrækt og þar verða
reist nýbýli í tugatali. — Næst
undir heiðinni er Hveragerði,
eitt mesta og fjölbýlasta hvera-
svæði landsins. Framan af voru
þar einkum sumarbústaðir Reyk
víkinga, en nú skifta fastir íbú-
ar þar hundruðum. — Þar er
nú sérstök hreppsstjórn, nokkr-
ar verzlanir, veitingahús, ný-
reist stórt barnaskólahús og þar
er kvennaskóli Árnýjar Filippus
dóttur í myndarlegri byggingu
er hún hefir reist að mestu (eða
öllu) af eigin rammleik. Hún er
fjölhæf listakona og mun að
mestu hafa teiknað húsið sjálf
og málað innan. Þar, og upp eft-
ir dalnum fyrir ofan, er fjöldi
gróðurhúsa. Þar er líka Menta-
skólaselið, dvalarstaður nemend-
anna til líkamlegrar og andlegr-
ar hressingar. Þar hjá er sumar-
bústaður rektors. — öll hús eru
hituð frá hverunum, sem nú eru
yfirleitt virkjaðir þannig, að
orka þeirra er hagnýtt eftir þörf-
um en fer ekki framar út í veð-
ur og vind. — Ef á þarf að halda
og henda þykir, eru boraðar hol-
ur niður í melana og hitinn læt-
ur ekki á sér standa. Kemur upp
ýmist sjóðandi vatn eða gufa.
Ein borholan tók til að gjósa svo
kröftuglega meðan á borun stóð,
að borinn og allar tilfæringar
fór í loft upp en úr holunni stóð
30 metra há gossúla. Dæmi eru
til að hverir bæra á sér undir
húsunum og er þá ekki um
annað að gera en múra fyrir þá,
veita heita vatninu burt eða
flytja húsin. Útlendinga furðar
mjög á því að fólk skuli geta
sofið rólega á slíkum stöðum.
Ofanvert við þorpið er goshver-
inn „Grýta“, sem þannig hefir
verið umbúið að stór steinhella
með gati í miðju hefir verið
lögð yfir hverinn, og þéttað í
kring, svo að gosvatnið kemur
upp um gatið og stendur gos-
súlan þá beint upp í loftið 20—30
metra. Fyrr á árum gaus „Grýta“
nákvæmlega á klukkustundar
fresti, en nú hafa gosin strjálast
um helming a. m. k. Gegnum
Hveragerðisþorp fellur Varmá.
í árgilinu, og jafnvel í árfarveg-
inum, eru margir hverir. Fellur
svo mikið af heitu vatni í ána
að hún er vel volg er niður að
Sléttu dregur. Segja gárungarn-
ir stundum skrítnu ferðafólki að
„soðinn silungur“ veiðist í ánni'
í þvergili við ána rétt við þorp-
ið var gerð, fyrir forgöngu Lár-
usar Rist, stærsta úti sundlaug
á íslandi. Þar eru haldin sund-
námskeið og almenningur sækir
og laugina. Á stríðsárunum var
svo mikil aðsókn hermanna til
sunds þar að þeim voru heimil-
aðir sérstakir dagar í því skyni.
Hveragerði er byggt á landi
fornu Reykja í Ölfusi, sem eitt
sinn var kirkjustaður. — (Þar
mundi hafa verið auðvelt fyrir
prest að fá söfnuðinn til að lyfta
hug sínum til hæða svo grunnt
sem þar hefir jafnan verið á hit-
anum neðan frá). — Jörðina
Reyki og Reykjakot (að nokkru)
keypti Jónas Jónsson, er hann
var ráðherra, handa ríkinu fyr-
ir 100 þúsund krónur. Þótti ýms-
um það gert af lítilli fyrirhyggju
og risu af deilur nokkrar. Nú
mundi upphæðin naumast
hrökkva til fyrir góða 2ja her-
bergja íbúð í Reykjavík, en
Reykjatorfan verða metin á
tugi miljóna. —
Undir fjallinu ofan við Hvera-
gerðisbyggðina, á þeim slóðum
sem Reykjabærinn stóð forðum,
er garðyrkjuskóli ríkisins. (Áður
var þar um skeið starfrækt hress
ingarhæli fyrir berklasjúklinga).
Jafnframt er þar rekið kúabú.
Gróðurhús eru þarna mörg og
sum allstór og enn fleiri í bygg-
ingu. Þar er og nýreistur bústað-
ur skólastjóra. — Þarna fer fram
margvísleg ræktun og ræktunar
tilraunir. Ýmist sjóðheitt vatn
eða gufa leikur þar um pípur
misjafnlega víðar eftir hitaþörf-
inni og hitann er hægt að tak-
marka og auka eftir þörfum.
Fjölmargar blómategundir eru
ræktaðar og jarðávextir, bæði
innan húss og utan. Þarna eru
tómatar, agúrkur, gulrætur o. s.
frv. Mesta athygli vekur þó að
sjá fullvaxin bananatré og blóm
legan vínvið og loks citronuvið
og fíkjutré, sem allt virðist lík-
legt til að gefa góðan ávöxt. Til-
raunum verður vafalaust haldið
áfram með fleiri tegundir suð-
rænna ávaxta, bæði að Reykj-
um og víða annars staðar á land-
inu enda er gróðurhúsaræktun
orðin svo umfangsmikil að flat-
armál þeirra skiftir mörgum
tugum hektara á öllu landinu. —
Eftir skemtilega göngu um gróð-
urhús og reiti garðyrkjuskólans,
undir leiðsögn ungrar sólbrendr-
ar blómarósar í vinnufötum á
karla vísu, var keypt dálítið af
nýþroskuðum ávöxtum, girni-
legum til átu, var haldið af stað
frá Hveragerði. Skamt austan
þorpsins var snúið þvert af aðal-
veginum austur og lagt út á veg-
inn, sem nú er fullgerður og
tengir héruðin austan fjalls við
Reykjavík um Hafnarfjörð,
Krýsuvík og Selvog. Sá vegur
liggur allur mun lægra en Hell-
isheiði og er því jafnan mun
snjóléttari. Hins vegar er þessi
leið mun lengri (nál. 30 km). en
eigi aðsíður mjög vinsæl, bæði
vegna þess að hún liggur um
svæði sem fáum voru áður kunn
vegna torleiðis, og opnaði um
leið möguleikann til að heim-
sækja Selvoginn og Strandar-
kirkju og svo hins, að hún hefir
gert mjólkurflutningana til
Reykjavíkur mögulega er veg-
urinn um Hellisheiði lokast
vegna snjóþyngsla. Þarna lá nú
þessi nýi vegur þráðbeinn fram
undan og suðvestur Ölfusið með
myndarleg bændabýli á báðar
hliðar. — Sum húsin þarna —
eins og raunar víða á landinu nú
orðið — jafnast að stærð og
glæsileik á við það sem gerist í
betra meðallagi í borgunuum.
ölfusið er að mestu graslendi,
sumstaðar nokkuð votlent, en
þarna út með fjöllunum er þurr-
lendi, sumstaðar grýtt, en víða
mátti sjá að jarðvinnsluvélarnar
höfðu látið til sín taka, og ný-
rækt á góðum vegi. — En er
Hjallabæjunum sleppir taka við
hraunflákar, meira og minna
grónir. Þar var fundin fögur og
ylmandi, skjólsæl laut, skamt
frá veginum, og þar sest að kaffi-
drykkju og snæðingi því taska
var með í förinni hlaðin vistum.
— Þarna dró Óli Hallson andann
djúpt, fyllti brjóstið af ylmi
fósturjarðarinnar, féll fram og
myntist við íslenzka, angandi
jörð eins og barn, sem hverfur
í fögnuði og feginleik til móður
eftir langar skilnaðarstundir. —
Að lokinni hvíld og kaffidrykkju
var haldið þvert af leið á ruddan
veg, sem liggur um sannkallaða
eyðimörk, ógróinn sand og
nokkrar klappir, til Þorláks-
hafnar, söguríkrar útræðishafn-
ar (verstöðvar) í gamla tíman-
um. — Þar háðu vermenn harða
sókn til bjargar fyrr á árum og
fara af margar sögur og sagnir,
m. a. um drauga og margvísleg
kynleg fyrirbæri. — En nú er
Þorlákshöfn að breyta um svip.
Þar hafa þegar verið hlaðnir og
steyptir garðar allmiklir í sjó
fram til skjóls og brimvarnar og
verður við aukið svo að all-stór
skip megi brátt athafna sig þar
við bryggju. Þarna er allstórt
kælihús í byggingu og þegar
komin á fót dálítil fiskimjöls-
verksmiðja. Talsvert af fiski hef-
ir borist þar á land í sumar og
mátti sjá saltfiskstakkana í röð-
um á malarkömbunum undir
drifhvítum yfirbreiðslum og
mintu þeir, á sinn hátt, nota-
lega á fortíðina. Þess er vænst
að útgerð færist mjög í aukana
á Þorlákshöfn á næstu árum.
Hið þróttmikla Kaupfélag Ár-
nesinga mun nú eiga staðinn og
stýra þar framkvæmdum. —
Sjávarniður, fuglasöngur og
einkum þó æðarfuglinn, sem
vaggaði sér á bárunum við fjör-
urnar, seiddi hugi okkar eldra
fólksins aftur í tímann til æsku-
áranna. Þau áttu sannarlega, —
þrátt fyrir allt ágæti nýja tím-
ans, sinn unað, sína töfra, dá-
samlega fjarri forgyllingu tízku-
aldarinnar og afbökunar náttúr-
unnar eigin ágæti og unaðslegu
margbreytni. — Eftir að hafa
gengið þarna stundarkorn um
slóðir hinna horfnu sægarpa án
þess að trufla þá, sem þarna
voru sýnilegir, var haldið aftur
að farartækinu. — Víða liggja
leiðir, og þarna í fjörunni í Þor-
lákshöfn bárum við kensl á ung-
skipasmið, sem fæddist vestur
við Kyrrahaf fyrir rúmlega 20
árum síðan, en vann nú þarna
við endurbyggingu vélbáts, sem
brátt mun leggja út á hið ókyrra
Atlantshaf við suðurströnd ís-
lands. — Við þetta fyrirbæri brá
sem snöggvast fyrir vestur-
íslenzka hljóðinu í Óla Halls-
syni, sem hann er þó merkilega
laus við eftir 40 ára samfelda
útivist. — En nú var aftur ekið
út í eyðimörkina, sem raunar
teygir úr sér allt frá Ölfusárós-
um til Selvogs. Við erum sam-
mála um að megnið af þessum
fláka megi græða og gera að
graslendi, að klöppunum þó frá-
dregnum, enda eru sandgræðslu
tilraunirnar við Selvog, eins og
víðar, búnar að sannfæra menn
um þenna möguleika. — Þegar
yfir sandauðnina kemur á aðal-
veginn, breytir landið nokkuð
um svip. Skiftast á hraun, móar
og graslendi og undir fjallinu
eru reisulegir sveitabæir og vel
gróin tún. Við Selvogsheiði slitn-
ar byggðin en nú sést bæjarröð-
in á ströndinni og grænu túnin
við sjávarbakkann allt frá vit-
anum austanvert við byggðina
til Strandarkirkju vestast, en
þangað sækja nú þúsundir
manna eftir aldalanga einangr-
un þessa merka staðar. —
Ekki vanst tími til að kveðja
kirkjuvörð á vettvang, en kirkj-
an lokuð, og varð að nægja að
litast um utan kirkju og inn um
glugga. Það vekur eftjrtekt að
hóllinn, sem kirkjan stendur á,
hefir staðið af sér uppblásturinn,
svo sem hann hefir þó herjað
umhverfið. En hér hafa menskir
menn hjálpast að við forsjónina
með því að hlaða nokkru af
grjóti að hólnum. Á öðrum hól,
stutt frá kirkjunni, er nýreist
all-stórt líkneski úr ljósum
granítsteini, gert af Gunnfríði
Jónsdóttur myndhöggvara. — Er
það líking mannveru í síðum
kyrtli og heldur krossmerki að
hjartastað en horfir til hafs út
yfir Engilsvík, þar sem hina
nauðstöddu íarmenn bar forð-
um að landi úr hörmulegum sjó-
hrakningum að tilvísun dular-
fullrar veru er bar ljós fyrir
skipi þeirra, og þeir sigldu eftir,
en reistu síðan kirkju á staðn-
um, samkvæmt gefnu heiti sínu
á stund neyðarinnar, og sem
staðist hefir allar náttúruham-
farir síðan og fylgt svo sterkur
átrúnaður að fjöldi landsmanna
heitir enn á, sér til fulltingis og
heilla* Bera hinar miklu fjár-
hæðir, er kirkjunni áskotnast ár-
lega, þess ljósast vitni að fjöl-
mörgum verður að trú sinni.
Ella mundu áheitin niður falla
og átrúnaðurinn firnast. —
Á leið frá Strandarkirkju sér
að Vogsósum. Þar bjó séra Eirík-
ur er fjölkunnugur þótti og
margar sagnir ganga frá. — Þar
er Hlíðarvatn — allstórt — inn-
an sandrifja við sjó fram. í því
er silungsveiði nokkur. — Á
kafla með vatninu liggur veg-
urinn í fjallshlíð snarbrattri.
Auk ruðnings hefir nokkuð ver-
ið sprengt úr fjallshlíðinni til
þess að gera veginn öruggan. —
Þar næst er Stakkavík síðan
Herdísarvík, sem nú er varan-
lega fræg orðin vegna búsetu
hins mikla skálds Einars Bene-
diktssonar nokkur síðustu æfiár.
Þar býr enn frú Hlíf er dvaldi
með honum og hjúkraði af mik-
illi alúð í veikindum og elli. —
Þaðan liggur vegurinn með fljöll
um fram nokkuð gróinn með
köflum, til Krýsuvíkur. Austan
vert við Krýsuvík bar fyrir augu
sýn, sem Óli Hallson kvaðst sak-
laus af að hafa séð s.l. 45 ár, —
athygli verða, rammþjóðlega en
að sumu ömurlega. — Fé hafði
þarna verið smalað til réttar og
rúningar. Krakkar sátu þar á
réttarvegg og virtu fyrir sér ær,
og þó einkum litlu lömbin. Á-
hugasamir smalahundar lágu
fram á lappir sínar, mjög íbyggn
ir. Sennilega fundið til metnað-
ar yfir því áð hafa átt sinn þátt
í því að koma fénu í réttina og
jafnframt í varðhug um þennan
innikróaða hóp. Tveir hundanna
stóðti hvor móti öðrum skamt
frá réttinni, stífum fótum með
úfinn herðakambinn og ógn í
augum, segjandi hvor öðrum í
óblíðum tón að vissara væri fyr-
ir andstæðinginn að halda sér í
skefjum, ella væri sér að mæta
og létu skína í vígtennurnar til
frekari áherzlu, en færðu sig
síðan öfugsporum hver frá öðr-
um svo griðrof yrðu ekki fram-
in að óvörum. Litu loks með
djúpri fyrirlitningu hver á ann-
an er þeir nálguðust húsbænd-
ur sína. — (Alþekkt fyrirbrigði
frá mannamótum á íslandi fyrr
á tímum ekki sízt á kirkjustöð-
um við messur og mátti þá oft
vart á milli sjá hvort mætti sín
meira tón og sálmasöngur í
kirkju inni eða urr, gelt og
spangól utan við). — En þarna
voru nú sólbrenndir og hraust-
legir sveitamenn að einu, nauð-
synlegasta vorverki á íslandi. Á
sumum kindanna voru reifin
því nær laus og þurfti ekki meira
fyrir að hafa en annar héldi í
horn kindarinnar meðan hinn
svifti af ullinni. Sumar kind-
anna voru leiddar sárnauðugar
út úr réttinni ofbeldi beittar,
lagðar niður í grasið, bundnar
saman fætur' þeirra og ullin
ýmist rúin eða klppt af kroppn-
um. Þetta ásamt sáru jarmi litlu
lambanna, sem fráskila höfðu
orðið mömmu sinni — rann
mörgum til rifja fyrr á árum
þó út yfir tæki með fráfærurnar,
er lömbin voru tekin frá mæðr-
unum og rekin „grátandi“ ein-
stæðingar til fjalla. Þá vöknaði
títt viðkvæmum unglingi brá. —
En Óli Hallsson endurlifði nú
þarna einn æfafornan þátt úr
þjóðlífi Islendinga, mun áhrifa-
ríkari en margur Jazz-mengaður
hortittasöngur nútímans.
í Krýsuvík var forðum byggð
nokkur og útræði. Þar er jarð-
hiti mikill á köflum, eldur undir
en vatn og brennisteinn kraum-
ar þar í jarðopum og leggur upp
af reyki. Sunnanmegin í fjöll-
unum eru brennisteinsnámur
þær, er eitt sinn voru nýttar að
nokkru. — Hafnarfjarðarbær á
nú staðinn og efnir þar til jarð-
ræktar og hveravirkjunar í stór-
um stíl, en þarna uppi á miðju
Reykjanesinu er graslendi all-
stórt girt fjöllum að sunnan og
norðan og vestast í þessum fjalla
sal er hið mikla Kleifarvatn.
Liggur vegurinn að austan fyrst
um graslendi, síðan um sanda en
loks undir úfnum, gróðurlitlum
fjallgarði með háum björgum
að vatninu. Er vegurinn á ein-
um stað sprengdur í gegnum
klettarana en sumstaðar hlaðinn
upp í vatnsröndinni undir björg-
unum. Þar munu ýmsir kalla
draugalegt á skammdegisnótt-
um. Á þessum slóðum var nú
kvæðið um ólaf liljurós, þ. e.
„Ólafur reið með björgum fram“,
sungið við raust frá upphafi til
enda, enda þótt Ólafur sá, (Halls-
son), er nú „reið“ með þeim
björgum fram, væri í bifreið og
engin álfamær gerði sjáanlega
tilraun til að seiða hann til sín
inn í björgin. Enda máske þótt
sem allur liljurósarblær væri af
honum veðraður í Eriksdale
vestra! — Vegurinn út úr þess-
um bláfjallageim liggur um
skarð eitt mikið sunnan Löngu-
hlíða og þvert um hraunin sunn-
an Hafnarfjarðar á aðalveginn
til Suðurnesja. Og nú opnaðist
útsýn til vesturs um Faxaflóa
þveran til Snæfellsjökuls er
blasti við í kvöldkyrrðinni all-
greinilega, enda þótt skýja-
bólstrar nokkrir handan hans —
í áttinni til Ameríku, — viltu
nokkuð um, svo sumstaðar lék
vafi á um fjöll og skýjahallir,
en í norðri sá Esju, Akrafjall og
Hafnarfjall öll ífærð mjúkum,
dimmbláum kvöldkjól er féll að
nesjum og gjögrum svo hvergi
sá hrukku á. „Dásamleg sýn!
Dásamlegur dagur, himnesk
kvölddýrð“, sagði Óli Hallson.
Enginn mótmælti. — Bifreiðin
þaut yfir hraunið til Hafnar-
fjarðar, um eina steinsteypta
vegarkaflann á landinu í hjarta
borgar, um Kópavog, Fossvog,
Öskjuhlíð og heim að Flókagötu
15. Þennan síðasta áfanga var
fátt talað. Hugurinn vann eink-
um að því að fullgera mynd dags
ins og út úr bifreiðinni var stíg-
kl. 19.30 eftir nákvæmlega 6
stunda ferð, og samkvæmt áætl-
un. — Það sem fram fór innan
fjögra veggja þykir ekki tíðind-
um sæta né vert frásagnar hér.
Hvað Óli kann að segja, — ja,
hann um það! Um miðnætti sat
himnasólin í gullstóli í bjarma-
veldi sínu yfir Snæfellsnessfjall-
garði en geislar íslenzkrar júní-
nætur flóðu um haf og hauður.
„Dásamlegt", sagði Óli Halls-
son. —
Gunnar Erlendsson
Pianlst and Teacher
Studio — 636 Home Street
Thelephone 725 448
Rovatzos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Speclaltles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mhi K. Chrlstte, Proprletxess
Formerly with Robinson & Co.
GERANIUMS
18 VAtlEIIES 15c
Everyone interested in
houseplants should plant
a packet or two or our
Geranium Seed. We offer
a gorgeous collection
containing Dazzling Scar-
let, Flame Red, Brick
Red. Crimson. Maroon,
Vermilion. Scarlet, Sal-
mon, Cerise, Orange-Red.
Salmon - Pink, B r i g h t
Pink, Peach, Blush Rose,
White, Blotched, Varie-
gated, Margined. Easy to grow from seed
and often bloom 90 days after planting.
(Pkt. 15c) (2 for 25c) postpaid. Plant now.
SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5
pkts of other Choice Houseplant Seeds, all
different and easily grown in house.
Value $1.25, all íor 60c postpaid.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent 1 póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK