Lögberg - 28.12.1950, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1950
3
MANNABÖRN
SMÁSAGA FRÁ DANMÖRKU
EFTIR GUSTAV WIED
AU SÁTU HÁTT upp í brekk-
unni á hlýju sumarkvöldi í
skjóli við útsprungna brumberj-
arunna og þyrna. Þau höfðu að
baktjaldi mannhæðarháan stein,
sem skagaði sléttur og flatur
fram úr gulum leirnum; upplit-
uð og veðurbarin fjöl, líklega
gamalt vagnsæti, lá þar á tveim
minni steinum, og á henni sátu
þau. Yfir þétt og grænt kjarr
lágvaxinna beyki- og asktrjáa
var útsýni út á hafið, sem velti
bláum og muldrandi öldum inn
yfir steinana undir brekkunni.
Þetta var afskekktur og kyrr-
látur staður, fjarri önnum og
ysi dagsins. Þau höfðu rekizt á
hann á göngu sinni eftir strönd-
inni, og þarna sátu þau nú. Hann
mælti:
„Já, hérna upp frá á húsið að
standa!-----Það á að vera hvítt
eins og skínandi mjöllin, og á
því á að vera hálmþak, en rósir
og vínteinungar eiga að vefjast
um gluggana og dyrnar.“
„Já,“ tók hún undir, „og það
eiga að vera eldgamlar, svolitlar
rúður á þeim, og yfir dyrunum
eiga að standa hornin af lang-
stærsta hirtinum í skóginum, og
svölurnar eiga að búa undir ups-
unum, og á hlöðugaflinum á
storkurinn að hafa hreiður á
hverju sumri.“
„En það eru engar engjar eða
mýrar hér nærri,“ tók hann fram
í, „hér hefði storkurinn ekkert
að éta.“
„Hann á samt að búa hér,“
svaraði hún eindregið; „ég vil
sjá hann koma fljúgandi heim
á kvöldin, og ég ætla að hlægja
að ungunum hans, þegar þeir
eru að tvístíga uppi á mæninum,
æfa langa og slyttulega fæturna
og baða út vængjunum, en eru
alltaf í þann veginn að detta
beint á hausinn niður á hlað.“
„Jæja, þá fáum við okkur
stork,“ sagði hann og kyssti á
litla hvíta hönd hennar, „en við
skulum engin börn eiga, — það
er svo dýrt, — aðeins stóran,
grænan páfagauk, sem situr á
priki í búri í borðstofunni og
segir: góðan dag, góðir hálsar/
þegar við komum inn að drekka
kaffið.“
..Já, páfagauk verðum við að
eiga,“ svaraði hún og kinkaði
kolli, „en líka ósköp lítið barn-
kríli!“
„En það verður þá að vera
fjarska lítið,“ sagði hann og
strauk henni um hárið brosandi.
„Já — auðvitað,“ sagði hún,
„svona líka dæmalaust lítið“ og
hún tók til stærðina með fingr-
unum.
Hann kyssti hana og hélt á-
fram:
„Og í borðstofunni eiga að
vera grænmálaðar þiljur allt í
kring, háar, grænmálaðar þiljur
með hillu efst, en á henni eiga
að standa gamlar, skrýtnar könn
ur og föt. Stólarnir eiga að vera
grænir, með stinnum tréskurð-
arbökum, máluðum dökkrauðum
blómum og sefi, en í einu horn-
inu eiga að standa gamlir eir-
munir á grænmáluðu borði.“
„Og stór, gömul, grænmáluð
klukka með krukkum ofan á,“
bætti hún við.
„Klukka með krukkum, já —
og eldgamall, ferhyrndur, vamb-
mikill járnofn með Adam og
Evu og syndafallinu á ofnhlíf-
inni og Faraó að drukkna í
Rauðahafinu!“
„En dagstofan?“ spurði hún.
„Dagstofan? Hún á að vera í
þrem stafgólfum og með útsýni
til hafsins yfir trén.“
„Þá fáum við líka alla síð-
degissólina.“
„Svo eiga að vera útskot full
af blómum og ilmjurtum, djúp
útskot, svo að sólin nái ekki inn
í stofuna, en kasti aðeins nokkr-
um löngum, gylltum geislarák-
um inn á gólfið og húsgögnin
Á miðju gólfinu á að standa
aflangt tinnuviðarborð með gild-
um, renndum fótum og lágir,
fóðraðir tinnuviðarstólar eiga að
vera þar, og flygill standa í
horninu næst innganginum. Á
miðborðinu á að standa heljar-
stór, breiðblaðaður pálmi í há-
fættri skál úr dökkrauðum,
brenndum leir.“
„Hvar á saumaborðið mitt að
standa?“
„Saumaborðið þitt? í mið-út-
skotinu, og rúðurnar í því eiga
að vera greyptar í blý og málað-
ar eins og fornar, virðulegar
kirkjurúður með helgimyndum
og dökkbláu, hárauðu og króm-
gulu letri. I gluggakistunni eiga
að vaxa burknar og bergfléttur,
og þar eiga að standa sverðliljur
og vatnsliljur í háum, mjóum
skrautkerum, og gljáfægður
stampur með spriklandi gullfisk-
um, sem narta brauð úr lófa þér.
Og dúfur verður við að eiga, —
snjóhvítar, bláar og ryðbrúnar
dúfur, sem þyrpast að þér í hóp,
þegar þú stendur á þrepum sval-
anna innan um rósir og vínvið-
arteinunga; þær eiga að setjast
á höfuðið á þér, handleggina og
axlirnar og tína korn úr lófa
þínum og munni. Þú átt að
standa þar hvítklædd með stutt-
ar, uppbrettar ermar og í bleik-
bláum sokkum og skóm, en um
hálsinn áttu að hafa band úr
rauðum kóröllum.“
Hún vafði höndunum um háls
honum, hallaði höfðinu að
brjósti hans og brosti hrifin.
„Svo er herbergið mitt og skrif
stofan þín,“ mælti hún.
„Herbergið þitt á að snúa í
austur,“ svaraði hann, „ og úti
fyrir glugganum á því á að
standa voldugt kastaníutré;
toppurinn á því á að vera eins
stór og á þúsund ára gömlum
sedrusviði í Líbanonsfjöllum, en
við rætur þess á að vera flötur
með iðgrænu, mjúku grasi; og
þar eiga að standa borð og stól-
ar úr bognum, birktum greinum.
Þar eiga líka að vera knattleikja-
áhöld handa gestunum okkar —
— og álnarlangur kíkir, sem
hægt er að snúa á standi, svo
að við getum fylgzt með skip-
unum á leið þeirra á hafinu.“
„En húsgögnin í herberginu
mínu?“
„Þeim skalt þú ráða,“ svaraði
hann, „þar ert þú húsráðand-
inn.“
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence YourBusiness Traininglmmediately!
For Scholatships Consult
\ /
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 69S SARGENT AV % WINNIPEG
f
„Nei“, svaraði hún, „—Þú ger-
ir það betur.“
„Hvít“, sagði hann og kink-
aði kolli, „já, hvít með grönnum,
útflúruðum fótum og mjóum,
gylltum rósum. Húsgagnafóðrið
á að vera ljósblátt, rósótt silki,
sem fest er með gulleitum, kúpt-
um nöglum, veggirnir fóðraðir
með bleikum leðurtjöldum, en
gluggatjöld og forhengi vera af
sama lit og efni eins og fóðnð
á húsgögnunum. — Og yfir
langa, ferhyrnda miðborðinu
með gullbryddu plötunni á að
hasflga glerkróna úr strending-
um, kúlum og stjörnum — allt
ógagnsætt móðugler eins og
gödduð mjólk.“
„Og eldstóin?“
„Eldstóin? Við höfum enga
eldstó, því að vor og sumar er
hlýtt og þá baðast allt í ljósi
og sól, en haust og vetur dvelj-
umst við í íbúðinni okkar í höf-
uðstaðnum!“
„Þá eigum við ekki annað eft-
ir en skrifstofuna þín,“ mælti
hún, — „og svo svefnherbergið “
„Eg bý við vesturgaflinn og
hef margra mílna útsýni inn eft-
ir sveitinni, þar sem ásar og
lægðir, skógar og vötn roða í
glóð kvöldsólarinnar. Þar á að-
eins að vera einn stór oddboga-
gluggi með þykkum fellitjöld-
um, bjarnarfeldur og úlfaskinn á
gólfinu og slétt og óbrotin eikar-
húsgögn. Á þiljunum eiga að
hanga veggtjöld, útsaumuð með
riddurum, gráum fyrir járnum,
og frúm og hefðarmeyjum,
klæddum silki og marðaskinn-
um; á veggjunum eiga líka að
hanga brynjur, sverð og skildir.
Svo eiga að vera leynidyr, sem
opnast, þegar stutt er á ryðgað-
an nagla á bak við bókahilluna.“
„Ó!“ sagði hún með hryllingi,
—„og hvert liggja þær?“
„Niður í dimma hvelfingu
neðanjarðar, þar sem hallareig-
andinn forni hefir verið greypt-
ur í múrinn öldum saman!-------
Eða þær geta líka legið upp í
kringlótta turnklefann, þar sem
þú hvílir í stóru og breiðu eik-
arrúmi. Þar hvílir þú og bíður
og hlustar og starir út í skugga-
legan klefann, og þar logar að-
eins á litlum olíulampa á marm-
araborðinu við höfuðlagið. Þú
hefur lagt hendurnar undir
hnakka þér, og dökkt hárið er
eins og umgerð um andlitið. Þú
þráir og hlustar og starir stórum
dreymandi augum út í bláinn.
-----Þá heyrir þú leynidyrnar
marra, þú brosir, ríst upp við
dogg og hlustar aftur. Þú heyrir
fótatak — hægt og gætilegt fóta-
tak, sem nálgast óðum. Þá legg-
ur þú bókina á borðið, leggst út
af á koddann og lokar augunum.
Hurðin er gætilega opnuð, and-
lit grúfist yfir þig, og með gleði-
ópi vefur þú örmum um háls
mér og þrýstir kossi á varir mér!
• Þannig óðu þau elginn, hjóna-
leysin, sem sátu á hlýju sumar-
kvöldi í skjóli við ilmandi brum-
berjarunna og þyrna og horfðu
yfir græn, mishá tré út á hafið,
sem velti muldrandi öldum upp
í flæðarmálið undir brekkunni.
En þegar sólin var setzt bak við
ásana í vestri og jörð tók að
döggvast, stóð hann á fætur og
mælti:
„Nú verðum við að fara að
hypja okkur heim; mamma þín
bíður eftir okkur með teið.“
Þögul og einkennilega lúin og
vandræðaleg löbbuðu þau hægt
af stacj ofan'eftir gegnum skóg-
inn að járnbrautarstöðinni.
Svo sagði hún allt í einu á leið-
inni:
„Ef við mættum nú borða
kvöldverð hér úti-----“
Hann hristi höfuðið og sótti
andann -djúpt:
„Þú verður að gá að því, elsk-
an mín, að--------“
„Já, já,“ svaraði hún að bragði,
um leið og hún hallaði vangan-
um að öxl hans, „mér bara datt
svona þessi vitleysa í hug,----
við höfum svo sem eytt nógum
peningum í dag.“
Svo héldu þau áfram þegjandi.
Þegar komið var að farmiða-
sölunni, leit hann feiminn und-
an og hálfhvíslaði:
„Förum við ekki á þriðja far-
rými heim?“
„Jú-ú,“ svaraði hún eindregið;
„jú auðvitað;-----það eru ekki
margir farþegar um þetta leyti,
— og við spörum okkur næstum
því eina krónu.
—Islendingur
JÓLALJÓSIÐ
Eftir Mrs. INGIBJÖRGU GUDMUNDSON
Það hljómar rödd frá hæðum:
hún boðar frið á jörð.
Og stjarnan lífsins ljómar,
sem leiðir Drottins iijörð;
til „Betlehems“ hún bendir,
þar barnið fæðast vann,
sem er eilífur andi;
inn til vor leitar hann.
Barnið breiðir út faðminn;
oss blessi ljósið hans,
sem skín um víða veröld
frá vöggu Frelsarans.
„Til sinna var hann sendur“,
son Guðs í þennan heim.
Vilt þú við honum taka,
vera 1 fylgd með þeim?
Enginn er undan skilinn,
til allra ljósið nær;
ef veitir því viðtöku
í vexti Guðs þú grær;
með ljóssins góðu gjafir
gakk fram á lífsins svið
og óttast ei Guðs andi
hann er við þína hlið.
•
Þótt háir turnar hrynji,
heimurinn sýnir sig.
Þitt hjarta gefðu Guði;
hann getur varðveitt þig.
Tak barnið inn í brjóst þitt;
það býr þér friðarskjól;
án þess getur þú eigi
öðlast Guðs himnesk jól.
Það ljós, sem aldrei eyðist
augu.þín megi sjá;
sú jólagjöf þér gefist
Guðs helgidómi frá.
Þá sigrar þú um síðir
og syngur lofsönginn,
sem hjarðsveinarnir heyrðu,
í hjörtu meðtekinn.
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfaj, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnir. Hitaeiningar- rör ný uppfynding. Sparar eldi- viö. heldur hita frá aö rjflka flt með reyknum — SkrifiÖ símiö til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Símar: 33-744 — 34-431 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 SSl
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. • RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUT^ONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. • • 332 Mefiical Arts. Bldg. Ot'FICE 929 349 Home 403 288
JOHN J. ARKLIE Optometrist and Opticia* (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalstlmt S—5 eftlr hádegl
Branch E Store at MLBSTOT 123 5T. BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON S04 EVELINE STREET Selkirk. Man Offlce nrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Ree. 230
Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Sidin? — Repairs Country Orders Attended To S32 Simcoe St. Winnipeg, Man. Offlce Phone Res Phone 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
DR. A. V. JOHNSON Dentiat 506 80MERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO OEN. TRUST8 buildino Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 962 WINNIPEQ
Talslmi 925 826 HeímiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN BérfrwOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h. Office 933 587 Res- 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA
DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i auyna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 851 Heimasimi 403 794 1 SARGENT TAXl Phone 722 401 FOR QUICK RELIAJBLE SERVICE
i^lVHAGBORG FHEL/Vyl |^|JF PHOME 2IS5I J- ( J. J. SWANSON & CO. LIMITED S08 AVENUE bldq wpq. Fastelgnasalar. Leigja hfls. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö, o. *. frv. Phone 927 538 n,
GUNDRY PYMORE Limited Brítlah Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Uanager T. R. THORVALDBON Your patronage wlll be appreclated Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfr<zóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO Portage og Oarry St. Phone 928 2ðl
G. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Simi #21 217 Wholeaale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOB, Managing Director Wholesale Distributors of Frseh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t Mary’s and Vaughan, Wp*. Phone 926 441 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK 8TREET Selur ltkklstur og annaat um dt- farir. Allur útbúnaöur sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsiml 27 324 HelmlUs talslml 26 444
Phone 927 0SB H. J. H. Palmason, C.A. H. 1. PALMASON * CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon LJfe Bld*. Winnipeg Manltoba Phone 23 998 7(1 Notre Dame Ave. Just West of New Materalty Hoepttal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cnt Flower* Funeral Designs, Corsages Bedding Plants NeU Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790