Lögberg - 28.12.1950, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DEsfeMBER, 1950
Högterg
QefJ8 út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNXPEG, MANITOBA
Utcmáskrift rltatjórant:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um 4rið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg" le printed and publlehed by The Columbla Preee Ltd.
69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada.
Authorlsed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Aðfinslur þurfa að vera réttmætar
Þó störf mannailn^ séu með mismunandi hætti
og misjafnlega af hendi leyst, getur það orðið tvíeggj-
að sverð, að fella dóma án þess að geta fært á það sönn-
ur hvernig eitt og annað hefði mátt betur fara; að-
finslur þurfa að vera réttmætar, eigi þær að ná til-
ætluðum árangri til úrbóta; þær verða að stjórnast af
umbótaþrá, en hvorki stærilæti né hefndarhug.
Ranglátar aðfinslur hafa tíðum leitt til þess, að
gott og heiðvirt fólk hefir veigrað sér við þátttöku í
opinberum málum, og er þá ver farið en heima setið.
Magnús Jónsson prófessor:
VIÐ GRÖF JESÚ
Dagbókarbrot frá ferð
um landið helga
VIÐ STÖNDUM nú milli stoð-
anna miklu, er lykja um
hringkirkju þá, sem reist hefur
verið yfir gröf frelsarans. Stoð-
irnar eru allar eins, stórar og
einfaldar. Þær standa í regluleg-
um hring og bera uppi hið mikla
hvolfþak. Við höfum séð stærri
kirkjur, til dæmis á ítalíu. £n
einhver dæmalaus og næstum
því lamandi tilfinning grípur
mann, þegar maður stendur hér
við innganginn í þennan forna'
helgidóm yfir sjálfri hinni helgu
gröf. Hér reisti Konstantínus
keisar iupprisukirkjuna, hið hiið
grafarkirkjunnar. —
Hér var það þá, á þessum stað,
sem hið mikla undur skeði það-
an sem birtu hefir lagt til millj-
óna manna um heim allan, upp-
sagnaritari sjálfur á það, þegar
grafarkletturinn kom í ljós.
Já, hérna var það, einmitt á
þessum bletti. Bara að klettur-
inn væri hér óskertur og garðui-
inn í kring, en hér er nú allt
garðurinn í kring, en hér er nú
allt fágaður og sléttur mamari.
Leifar klettsins voru höggnar til
og hafa verið fóðraðar marmara.
Við komum fyrst inn í liila
ferstrenda kapellu, sem kölluð
er kapella engilsins. Á miðju
gólfi er marmarastöpull og í
hann greiptur hluti af steininum
sem velt var frá gröfinni. Hér
logar á mörgum lömpum. ,
Inn úr þessari kapellu eru lág-
ar dyr. Það þarf að beygja sig
mikið til þess að komast inn um
þær. Og á þessum stað er maður
fús að beygja sigG lotningu, því
að nú er komið inn að sjálíri
•
Sé fullrar sanngirni gætt, mun reyndin að jafnaði
verðá sú, að þeir menn og þær konur, sem taka að sér
forustu mannfélagsmála, séu að minsta kosti í lang-
flestum tilfellum betur til slíks fallin en þeir, sem
sýnast gera sér það að skyldu’að fordæma og finna að.
Skáldjöfurinn norski, Bjornstjerne Bjornson,
komst einhverju sinni þannig að orði: „Við þurfum að
bera viröingu fyrir pólitíkinni, því eins og uppruni orðs-
ins pólitík bendir til, felst í því þrotlaus barátta fyrir
velferð allra manna“.
Það er síður en svo, að allir, sem gefa sig að opin-
berum málum, geri slíkt í eigingjörnum tilgangi; hitt
mun sönnu nær, að svo rík umbótaþrá sé þeim í blóð
borin, að þeir treystist eigi til að sitja hjá og láta mis-
fellurnar eiga sig; á hinn bóginn er það að vísu vitað og
viðurkent, að í þjónustu opinberra mála finnist misjafn
sauður í mörgu fé, er mesta áherzlu leggi á það, að
skara eldi að sinni eigin köku, þótt það verði jafnaðar-
iegast skammgóður vermir.
Á öllum tímum þarf mannkynið að eiga örugga
forustumenn, sem vegna málefnaástar sinnar ganga
fram fyrir fylkingar og sækja þess röskar fram, sem
leið liggur meir í fangið, þó slíks sé sé aldrei fremur
þörf en nú, er máttarstoðir siðmenningarinnar leika á
reiðiskjálfi; að veikja framsóknaraðstöðu slíkra manna
með öfund og tortryggni gengur glæpi næst og hefnir
sín grimmilega.
Þess er naumast að vænta, að hæfir menn bjóði
sig fram til þings eða opinberra embætta, eigi þeir það
á hættu að vera rægðir nótt sem nýtan dag þrátt fyrir
fórnfúst og allsendis óeigingjarnt starf í þágu sam-
ferðamanna sinna.
Mönnum hættir til að skella allri skuldinni á stjórn-
arvöldin ef ekki gengur alt eins og í sögu, og eitthvað
fer öðruvísi en í fyrstu var ætlast til, án þess að rann-
saka til hlítar hvort þeir sjálfir eigi ekki einhverja sök
á misfellunum; vel unnin störf á hvaða sviði, sem er,
verðskulda réttmæta viðurkenningu og almannaþökk.
í einræðisríkjunum má ekki finna að neinu; þar
verða allir að lúta valdboði svipunnar, eða eiga það á
hættunni að verða teknir úr umferð; öðru máli gegnir
um lýðræðislöndin, þar sem kjörseðillinn sker úr því,
hverjir með völd skuli fara það og það tímabilið; þar
má finna að öllum sköpuðum hlutum án þess að slíkt
komi að sök; en þá mega aðfinslurnar hvorki stafa af
öfund né illvilja, heldur af sannri og einlægri um-
bótaviðleitni.
Brusselfundinum lokið
Fundi þeim hinum mikilvæga, er á rökstólum sat
í höfuðborg Belgíu í fyrri viku, er nú lokið, en eins og
vitað var stóðu að honum utanríkisráðherrar þeirra
þjóða, sem Atlantshafsbandalagið mynda; fyrir fund-
inum lá eitt meginmál, með öðrum orðum það, hvernig
bezt mætti takast að tryggja öryggi Vestur-Evrópu í því
falli að á hana yrði ráðist að áustan; kunnustu hern-
aðarsérfræðingar áminstra þjóða sátu einnig fundinn,
sem sagt er að mótast hefði af nálega sérstæðu sam-
ræmi.
Fundurinn varð á eitt sáttur um það, að koma á
fót Vestur-Evrópuher, er eigi teldi færra en miljón
vígra manna; þetta var að sjálfsögðu nokkrum vanda
bundið, einkum er til þess kom, að innibinda Þjóðverja
í varnarbandalaginu; voru Frakkar framan af tregir
til að fallast á slíkt, sem heldur var ekki mót von, því
svo oft hafa þeir átt um sárt að binda af völdum þýskrar
herneskju; þó fór svo, vegna hinnar sameiginlegu
kommúnistahættu, að málsvarar þeirra féllust á aö
skerast ekki úr leik, heldur vinna í einingu með öðrum
vestrænum þjóðum að öryggi sínu og þeirra á hvern
þann hátt, er líklegastur yrði til fullverndar almennum
mannréttindum gegn brjálæði þeirra illræðisafla, er
á heimsdrottnun hyggja; öllum þeim, er fundinn sóttu
kom saman um það„ hve áríðandi það væri, að fá sem
fyrst fastan herstjóra fyrir hinn nýja frelsisher Vestur-
Evrópu, og varð það að ráði að General Eisenhower
yrði fyrir valinu, og nú hefir verið tilkynt frá Wash-
ington, að hann taki við sínum ábyrgðarmikla starfa
laust eftir áramótin; hefir fregninni um val hans verið
alment fagnað meðal lýðræðisþjóðanna.
risa frelsarans.
Mjúkir og veikir söngtónar
berast frá hægri og ofan að, og
veikan reykelsisilm leggur það-
an. Hér er messa sungin, lík-
lega uppi í sjálfri kapellunni á
Golgata, sem hlýtur að vera hér
fast við. Og í sömu svipan er
eins og þessir fornu steinar fái
líf. Hér 'er ekki neinn forgripur,
ónotaður og rykfallinn, gleymá-
ur og grafinn. Nei, hér er staður,
þar sem starfað er, lifandi stað-
ur, eins og hann er búinn að
vera um aldaraðirnar. Já, hér
eru sjálfar uppspretturnar, hér
er setið við sjálfan brunninn,
sístreymandi lind lífsins vatns
Við þennan brunninn þyrstur
dvel ég
þar mun ég nýja krafta fá,
segir Hallgrímur. Já, ef hann
hefði fengið að koma hingað! Ef.
hann hefði fengið að standa hér
og halla sér upp að Golgata og
horfa á gröfina, „þar sem þeir
lögðu hann“.
Við göngum inn milli súln-
anna og stöndum undir hinu
mikla og háa hvolfþaki. Það er
verið að gera við kirkjuna, og
vinnupallar eru reistir víða upp
með veggjum. En geimur þessi
er svo mikill, að það haggar ekki
verulega tign hans eða svip. Efst
uppi er kringlótt ljósop, og hef
ég víðar tekið eftir því, hve dá-
samlega fögur sú birta er, sem
fellur inn um slíkt ljósop í mið-
ju hvolfþaki, t.d. í Pantheon í
Róm. Ljósopið er svo fjarri, að
öll harka hverfur úr geislanum.
Birtan verður ekki mikil en ó-
trúlega drjúg, mild og mjúk.
Hér á hún vel við úr því á annað
borð var verið að gera þak á
þetta hús. Fróðir menn segja, að
kirkja Konstantíusar á þessum
stað, Anastasís, upprisan, hafi
verið súlnagöng ein, en ekkert
þak. Efast ég ekki um, að það
hefir verið fegursta byggingin,
sem á þessum stað hefir verið
reist um aldirnar.
En hvað gerir til um hjúpinn
úr því að kjarninn er hinn sami.
Þetta háa og víða rúm er alveg
tómt. Aðeins einn hlutur er þar.
Á miðju gólfi, beint undir ljós-
opinu, er dálítil kapella reist,
skrautleg og íburðarmikil, og
horfa dyr mót austri. Þar göng-
um við inn.
Hér á þessum bletti fann kon-
stantínus mikli hinn litla klett,
sem gröf Krists var höggvin í.
Kristnir menn höfðu ekki viljað
láta af að heimsækja þennan
helga stað, og lét því Hadrían
keisari hlaða múr mikinn urn-
hverfis hann og fylla upp í, en
ofan á öllu saman lét hann reisa
Venusarhof. Þóttist hann nú vel
og vandlega hafa tekið fyrir
þessa hjátrú. En jafnvel hinn
vitri Hadrian mátti ekki við
þeirri speki, sem hér var að
verki. Svo fór, að einmitt með
þessu varðveitti hann á tryggi-
legan hátt þannan stað meðan
kristnin var ung og ómáttug. En
Konstantínus lét byggingameist-
ara sína rífa allt burtu með
mestu varúð og horfði Evsebíus
gröfinni helgu. Hér er mjög lit-
ið rúm. Undir hægri vegg, þeg-
ar inn er komið, er gröfin, jafn-
löng veggnum. Um hana lyk]a
marmaraplötur. Hellan, sem
lögð var yfir gröfina, er brotin
í miðju og slitin af ástaratlotum
milljóna pílagríma. Við gröfina
er lágur knébeður og geta 3—4
menn kropið þar í einu.
Við krupum þegar niður og
tíminn leið *------.
Hvergi nokkursstaðaar þar
sem ég hef komið, hef ég fundið
til annarar eins helgi staðarins
og hér. Enginn minnsti efi
leyndist í hugum okkar, að hér
var gröf frelsarans. Hér var
sannarlega heilög jörð, þar sem
ekkert illt, lágt eða ljótt gat þrif-
ist. Hér var hann lagður til
hvíldar þegar mennirnir höfðu
gert við hann það, sem þeir vildu
og gátu. Hingað kom krafturinn
að ofan og tók hann úr greipum
heljar.
Ósjálfrátt hljómuðu hending-
ar Hallgríms Péturssonar í huga
mér mannsins, sem aldrei hafði
litið þennan stað augum líka-
mans, en séð hann því betur með
augum trúarinnar og andríki-
sins:
Hvíli ég nú síðast huga minn,
herra Jesú, við legstað þinn;
þegar ég gæti að greftran þín
gleðst sdla mín;
skelfing og ótti dauðans dvín.
Þarna stóð allt í einu svart-
klæddur maður fyrir innan okk-
ur. Fegurð og hreinleiki skein úr
ásjónu hans. Hann hafði komið
án þess að ég veitti því nokkra
eftirtekt, og hann var eins og
hluti af þessum helga stað. Hann
brosti til okkar og rétti okkur
tvö mjó kerti. Við keyktum á
þeim og stungum þeim á tvær
ljósastikur við höfðagafl graf-
arinnar. Enn sú kyrrð, sem
þarna var inni. Ekkert orð var
mælt. Það var eins og við læs-
um hugsanir hvers annars, það
er að segja, við vorum ekki til,
staðurinn var allt. Maðurinn,
eða mér liggur við að segja eng-
illinn, tók nú tvær rauðar
nellikkur úr keri, snart kistulok-
ið með þeim og rétti okkur þær.
Það lagði af þeim angan kirkj-
unnar. Eg vildi að ég hefði get-
að átt þetta blóm með angan-
inni og borið það með mér alla
ævi. Loks ýrði hann rósavatni á
hendur okkar.
Alveg er mér ómögulegt að
giska á, hve lengi við vorum
þarna inni, en það hefir víst
ekki verið mjög löng stund.
Þegar við komum út í dyr
kapellunnar hljómaði enn söng-
urinn frá Golgata og minnti okk-
ur á, að við vorum ekki komnir
úr helgidóminum þó að við hefð-
um orðið að yfirgefa hina
heilögu gröf.
Gengum við nú um og skoð-
uðum það. sem hér er inni, en
ég sleppi hér þeim kafla úr
dagbókinni.
Þegar við höfðum lokið athug-
unum okkar þarna inni gengum
við út milli nyrstu stoðanna. Er
þar dálítið svæði af markað ng
eru í gólfinu tveir hringar, gerð-
ir með tíglalist. Sá, sem nær er
gröfinni er mjög einfaldur, en
hinn, sem fjær er, er skrautleg-
ur og geislar út frá honum. Stað-
ur þessi og hringar eiga að
minna á viðburðinn, er Jesús
mintist Maríu Magdalenu eftir
upprisuna, og frá segir í 20. kapi-
tula Jóhannesarguðspjalls. Hér
eiga þau að hafa staðið, sem
hringarnir eru markaðir í gólf-
ið. Ferðabókin hefir nákvæma
fyrirsögn um það, hvar hvort
þeirra stóð en ég þykist sjá, að
sé ekki rétt með farið. Og hver-
nig á líka að átta sig á þessu
innan um allan þennan stein og
marmara. Bara að garðurinn
hans Jósefs frá Arímatíu væri
kominn hér aftur. Eg loka aug-
unum og reyni að sjá hann fyrir
mér. Eg veit hvernig landið fyr-
ir utan múrana er núna og eitt-
hvað svipað hefir það verið,
harður leirinn og smáklappir og
eitthvað ræktað. Þarna rétt hjá
huskúpuhæðinni er lítill klett-
ur og inn í hann er höggvin ný
gröf . . .
Eg hrekk upp af hugleiðingum
mínum við það, að ég heyri skær
an og hljómmikinn orgeltón,
rétt hjá mér. Mér verður litið
upp og sé ég þá, að orgel er
byggt inn í vegginn á móti, rétt
hjá okkur. Pallur er fyrir fram-
an það, og þar er maður eitthvað
að sýsla. Eg held að hann sé að
gera við hljóðfærið, því að alls-
staðar um kirkjuna er nú verið
að smíða og gera við.
En alt í einu og óvænt flæða
tónarnir frá orgelinu og berg-
mála í hvelfingum hinnar miklu
kirkju. Og í sama bili heyrist
söngur margra radda í fjarska.
Við hættum nú við brottförma
og staðnæmdumst hugfangir
milli súlnanna. Sáum við nú
skrúðgöngu mikla nálgast frá
þeim stað, sem við höfðum heyrt
sönginn áður. Fremst gekk klerk
ur einn, gamall og virðulegur í
hvítu rykkilíni með stólu, en
tveir klerkar í hvítum sloppum
gengu sinn til hvorrar handar
honum og veifaði annar þeirra
reykelsiskeri. Þá kom mikill hóp
ur munka í kuflum sínum og því
næst hópur ungra stúlkna í hvít
um klæðum. Sumir voru í tor-
kennilegum búningum með geisi
lega háa hvíta höfuðbúninga.
Allir gengu með logandi kerti í
höndum og sungu við raust ann-
arlegt og áhrifamikið lag. Það
var víst í einhverri fornri tón-
tegund, einfalt og máttugt cg
var söngurinn borinnuppi af
þunga orgelhjómsins.
Allur hópurinn staðnæmdist
fyrir framan kapelluna og gekk
presturinn gamli inn þangað, en
hópurinn, eða flestir krupu á
kné fyrir dyrum úti. Heyrðist nú
brátt veikur ómur af tóni prest-
sins inni í kapellunni, en hinir
svöruðu. Gekk þessi vígslsöngur
um hríð. En loks kom presturinn
út aftur og hófst þá skrúðgangan
að nýju og stefndi beint til okk-
ar. Vikum við til hliðar en hóp-
urinn allur gekk syngjandi fram
hjá okkur með kerti sín og
sveiflandi reykelsisker. En þetta
alt saman, staðurinn, skrúðgang-
an, söngurinn og hugblær okkar
frá komunni að gröf Krists var
svo áhrifamkið, að ég hef litla
von um að lifa nokkru sinni
framar jafndýrðlega stund á
þessari jörð.
—Lesb. Mbl.
Margar merkar bækur koma
út á vegum Norðra nú í ór
Norðri minnist 25 ára
starfsafmælis síns með
útgáfu rits um íslenzka
bóndann
1 ár eru liðin 25 ár síðan
bókaútgáfan Norðri gaf út
fyrstu bók sína, en það var
„Stórviði“ eftir norska skáld
ið Sven Moren. Síðan hefir
útgáfustarfsemi Norðra auk-
ist jafnt og þétt og hefir
Norðri nú gefið út hartnær
200 bækur, þar af allmarg-
ar í tveimur eða fleirum
bindum. Það voru gamlir
ungmennafélagar, sem upp-
haflega stóðu að Norðra, og
má vera að þangað sé að rek-
ja það, að Norðri hefir fyrst
og fremst gefið út bækur um
þjóðleg fræði og sveitalíf, en
um það síðarnefnda fjalla
t.d. flestar þær skáldsögur,
er Norðri hefir gefið út. Ald-
arfjórðungsafmælisins minn-
ist Norðri líka með því að
gefa út mikið rit um íslenzka
bændur, sem Benedikt Gísla
son frá Hofteigi hefir samið.
Saga Norðra
0PPHAF NORÐRA var á þá
leið, að nokkrir ungmennafé-
lagar á Akureyri mynduðu með
sér samtök um útgáfu nokkurra
bóka, sem þeim lá hugur til að
koma út. Hlaut félag þeirra nafn
ið Norðri. Þetta gerist haustið
1925. Félagarnir óskuðu þessu
nýja fyrirtæki sínu allra heilla
og vonuðu að því yrði auðuð
langra lífdaga og mætti færa
þjóðinni margar góðar bækur,
gagnlegar og skemmtilegar.
Norðri fór hægt af stað og gæti-
lega, valdi sér einungis góðar
bækur, þótt fáar væru fyrstu
aldursárin. En 1935 var svo kom-
ið, að þeir félagar töldu sér nauð
syn á að ráða sér aðstoðarmann,
búsettan í Reyjavík, er hefði
með höndum alla afgreiðslu á
Norðra-bókum í umdæmi Reyk-
javíkur og nágrenni. Fyrir val-
inu varð Albert J. Finnbogason,
vélsetjari í Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg. Var hann ráðinn for
stöðumaður Norðra 1942 og hefir
gegnt því starfi síðan. Albert er
búfræðingur frá Hólum. Hann
ann íslenzkum landbúnaði cg
þjóðlegum fróðleik, er dýravin-
ur mikill og hefir sérstakt dá-
læti á íslenzka hestinum, sem
hann metur mikils, enda hafði
hann hugsað sér að láta hans að
einhverju getið í íslenzkum bók-
menntum. Strax eftir útkomu
„Söguþættir landpóstanna“ er
Norðri gaf út 1942, fór Albert að
leita eftir færum manni til að
rita bók um íslenzka hestinn,
þátt hans í íslenzku þjóðlífi. Eft-
ir langa leit fann hann loksins
manninn, er hann treysti til
verksins í útvarpinu. Það var dr.
Broddi Jóhannesson, þá er hann
flutti erindi sitt, „Hestur á heim-
leið“ í útvarpinu. Þannig varð
bókin „Faxi“ til — hið mikla rit
um íslenzka hestinn, — sem pró-
fessor Stefán Einarsson segir
um, að sé óvenjuleg í íslenzkum
bókmenntum og afbragðsvel
skrifuð, og að höfundurinn virð-
ist hafa verið til þess fæddur og
í heiminn borinn í Skagafirði að
skrifa svona bók. — Þannig hafa
margar Norðra-bækur orðið til,
forlagið hefir sjálft valið sér-
staka hæfileikamenn til að sem-
ja bækur um ákveðið íslenzkt
efni, eða látið safna saman þátt-
um úr starfssögu íslenzkrar al-
þýðu. Ein slík bók birtist á þessu
ári og ber heitið: „íslenzki bónd-
inn.“
Fyrir fjórum árum síðan urðu
eigendaskipti að Norðra, en þá
gerðist Samband ísl. samvinnu-
félaga eigandi útgáfunnar og
hefir rekið hana síðan. Fram-
kvæmdastjóri var þó hinn sami
og áður, Albert Finnbogason. —
Af öðrum þeim, sem unnið hafa
að útgáfu Norðra og hún á vin-
sældir sínar að þakka, má sér
staklega nefna Sigurð Oddsson
prentsmiðjustjóra á Akureyri.
Eftir eigendaskiptin hefir útgáfa
Norðra viðhaldizt mjög í sama
horfi og áður, en þó bætt við
nýjum bókaflokki, er fjallar um
samvinnumál.
» Eins og áður segir, eru það
bækur um þjóðleg fræði og
sveitalíf, er sett hafa mestan
svip á útgáfu Norðra. Það ein-
kennir enn útgáfustarfsemi hans
Framh. á bls. 5