Lögberg - 28.12.1950, Side 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 28. DESEMBER, 1950
íslenzkur biskup ó suðurgöngu
Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup segir frá ýmsu
úr ferð sinni iil Rómar á hinu helga ári.
Úr borg og bygð
DESIGN Fundamentals
eftir Carol Feldsted
Þessi stórmerka bók, sem afl-
að hefir höfundi sínum mikils
hróðurs, er ein sú ákjósanleg-
asta jólagjöf, sem hugsast getur.
Bókin kostar $5.00 auk 25 centa
burðargjalds utanbæjar. Pant-
anir sendist Feldsted Jewellers
Opticians 447 Portage Avenue
eða Björnsson’s Book Store 702
Sargent Avenue.
☆
Matreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunK-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og geiið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. A. MacDonald
11 Regal Ave. St. Vital
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limiied,
695 Sargent Ave.
Sími 21 804.
☆
BRÉF FRÁ INGU
Útgefandi Soffanías Thorkelsson
Þetta er stór bók, nálega 400
blaðsíður að stærð, og vönduð
mjög að frágangi; innihald henn-
ar er harla fjölbreytt, og þeir
margir, er láta til sín heyra
handan móðunnar miklu.
Þessarar nýju bókar verður
frekar minst á næstunni: Þetta
er afar ódýr bók, kostar aðeins
$3.50 í bandi. Ágæt jólagjöf. —
Pantanir sendist Björnsson
Book Store, 702 Sargent Ave.,
Winnipeg.
EYJÓLFUR MAGNÚSSON,
LJ ÓSTOLLUR
Hann var einn af þessum ein-
kennilegu mönnum, sem nú eru
svo að segja að hverfa úr sög-
unni. Hann var að ýmsu leyti
allvel gefinn og eitthvað mennt-
aður. Hann var t. d. farkennari
um mörg ár, m. a. hér á Leirá.
Hann kom oft á Akranes, var þá
oft mikill „sláttur á honum,“ svo
að strákar voru hræddir við
hann, þó að þeir væru að stríða
honum. Það var þá einhverju
sinni, að Magnús Ólafsson ljós-
myndari, dubbaði bann upp í
„uniform“ og tók þanníg mynd
af honum. Eyjólfur taldi sig eig-
inlega sýslumannsson, en þannig
stóð á því, að faðir hans hafði
verið sýsluskrifari og sjálfsagt
einhvern tíma settur sýslumað-
ur.
Vegna umferðakennslu sinnar
sótti Eyjólfur um styrk úr lands
sjóði, og sendi landshöfðingja
Magnúsi Stephensen umsókn.
En neðan á umsóknina skrifaði
Eyjólfur eftirfarandi vísu:
Ekki skelfir Eyjólfs haus
íslands valdatyrkinn;
fer úr höftum fjandinn laus
fái ég ekki styrkinn.
Hann fékk engan styrk.
Eitt sinn, er mikið var þrefað
um breytingar á stjórnarskránni
á þingi, kvað Eyjólfur þetta:
Stirð er þessi stjórnarskrá
stendur œ til bóta,
konunghollir ofan á
ístrubelgir fljóta.
Á.STARJÁTNING RASKS TIL
ÍSLENZKUNNAR
„Eg læri íslenzku til þess að
hugsa eins og maður til þess að
útrýma þeim kotungsanda, sem
mér hefir verið innrættur frá
| Mr. Helgi Tómasson kaupmað-
| ur frá Hecla, dvaldi í borginni
um jólin ásamt fjölskyldu sinni;
ferðafólk þetta hélt heimleiðis
á annan í jólum.
☆
Hildur Snjólaug Sigurjónsson,
ekkja Sigurbjörns Sigurjónsson-
ar 803 St. Paul Ave. lézt að
heimili sínu á fimtud. 21. des.,
73 ára að aldri. Hún lætur eftir
sig átta börn og nítján barna-
börn. Hún var gagnmerk kona,
sem vann dagsverk sitt með trú-
mennsku. Hún var jörðuð frá
Fyrstu lútersku kirkju á laugar-
dag fyrir jól (Þorláksmessa) að
viðstöddu fjölmenni.
☆
ÞAKKARORÐ —
Okkur er það bæði ljúft og
skylt, að þakka vinum okkar
öllum, sem heiðruðu okkur með
veglegu samsæti í tilefni af silf-
urbrúðkaupi okkar; við þökkum
símskeyti, bréf og verðmiklar
gjafir frá vinum okkar í Winni-
peg og Vancouver, og þá ekki
sízt nefndinni, er svo mikla fyr-
irhöfn lagði á sig til að samsæt-
ið yrði sem allra ánægjulegast.
Virðingarfylzt,
Carl og María Finnbogason
Vancouver, B.C.
☆
Mrs. B. S. Benson og Miss
Ruth Benson dóttir hennar, fóru
austur til Fort William á föstu-
daginn í jólaheimsókn til Mr. og
Mrs. Harald Sigurdson, en Mrs.
Sigurdson er Norma dóttir Mrs.
Benson; þær mæðgur Mrs. Ben-
son og Miss Ruth Benson komu
heim á miðvikudagsmorguninn.
☆
Skömmu fyrir jólin gekk Arni
G. Eggertson, K.C., undir alvar-
legan uppskurð á Almenna
sjúkrahúsinu hér í borginni;
lánaðist læknisaðgerðin hið
bezta, og er Mr. Eggertson vænt-
anlegur heim innan fárra daga;
hann er manna vinsælasiur og
sá hópur því stór, er fagnar
heilsubót hans.
blautu barnsbeini— til þess að
stæla sál mína, að hún kjósi
miklu heldur að skilja við líka-
mann en að breyta móti nokkru
því, sem hún veit, að er satt og
rétt.“
Mikið á hin íslenzka þjóð að
þakka Rask. Einnig nokkrum
öðrum ástvinum íslenzkrar
tungu og bókmennta. En fáir
erlendir menn, né heldur inn-
lendir, hafa látið henni í té
meira eða máttugra hrós en
fellst í þeim setningum sem hér
voru tilfærðar eftir vin vorn
Rask. Því meira eru þær verðar
sem hér talar enginn sveins
stauli, heldur maður, sem kunni
til hlýtar um 50 tungumál. Það
er auðheyrt að hér slær hjarta að
baki, sem ætlar sýnilega ekki
mörgum þjóðtungum þennan
veglega sess.
☆
Dómarinn: — Þú ert ákærður
fyrir að hafa hent félaga þínum
niður af smíðapallinum.
Sá kærði: — Já, fyrirgefið,
herra dómari. Þetta orsakaðist
þannig, að við Karl urðujn ósátt-
ir, og þá tók ég hann og lét hann
hanga utan við pallinn, og þá
sagði hann: — Ef þú sleppir mér
ekki, kalla ég á lögregluna. Nú,
þá sleppti ég honum, því að ég
kærði mig ekki um að komast í
tæri við lögregluna.
☆
Gagnleg skólaganga.
Faðir: Eftir þessi fjögur ár, sem
þú ert búinn að vera í háskólan-
um, ertu ekkert nema svallari
og gerir ekkert nema drekka og
drabba. Þú hefir ekki gert ein-
asta gagnlegan hlut á skóla-
göngu þinni“.
Sonurinn: „Jæja, læknaði hún
kannske ekki mömmu af að
grobba af mér?“
Hið heilaga ár kaþólskra
manna er senn á enda, og hinar
helgu dyr Péturskirkjunnar í
Róm verða múraðar aftur á jóla-
nóttina. Talið er, að um 3 millj.
pílagríma hvaðanæfa úr heim-
inum hafi farið til Rómar á ár-
inu, og ítölum þykir ferðamanna
gróðinn góður, svo að heyrzt
hafa raddir um, að ekki væri úr
vegi að ‘fjölga hinum helgu ár-
um, þótt þar liggi að líkindum
meiri gróðavon að baki en um-
hyggja fyrir andlegri velferð.
Einn þeirra sjö íslendinga, sem
réðust til suðurgöngu á þessu
ári, var Jóhannes Gunnarsson
Hólabiskup, og hefir hann sagt
fréttamanni Tímans lítillega frá
því, sem fyrir augu og eyru bar
á ferð hans.
Norrænir pílagrímar.
Ég læt ferðasöguna eiginlega
byrja í Kaupmannahöfn, segir
biskupinn, því að þar sameinuð-
umst við íslendingarnir flokki
norrænna pílagríma, sem suður
fóru á vegum danskrar ferða-
skrifstofu. Þetta var þriðji hóp-
urinn, sem suður fer frá Norð-
urlöndum í sumar. í þessum
hópi voru um 90 menn, flestir
Danir, 20—30 Norðmenn, og ein
stúlka frá Færeyjum.
Leiðin lá með lest suður yfir
Danmörku og yfir Þýzkaland og
varla gat heitið, að staðar væri
numið fyrr en komið var til
Sviss. Ferðin hófst 8. okt. 1 Luz-
ern og nágrenni dvöldum við
tvo daga.
Sögnin um Pílalus.
Við fórum eins og fleiri ferða-
langar upp á hinn fræga Píla-
tusartind og gistum þar í gisti-
húsi eina nótt. Gömul þjóðsögn
segir, að tindur þessi hafi fengið
nafn Pílatusar af því, að þegar
Pílatus féll í ónáð hjá rómversk-
um keisara, hafi hann farið upp
á tind þennan og kastað sér nið-
ur af honum. Hvað, sem um
sanngildi þeirrar sagnar er að
segja, fannst okkur tindurinn
geigvænlegur. Daginn eftir fór-
um við í siglingu á fögrum vötn-
um í dásamlegu veðri.
Austræn áhrif á kirkjustíl.
En ferðaáætlunin leyfði ekki
langa dvöl. Næstu áfangar voru
Mílanó með öllum sínum há-
vaða og ringulreið og Feneyjar.
Þar gistum við tvær nætur og
skoðuðu mborgina, og þá fyrst
og fremst Markúsarkirkjuna. 1
hinum fagra byggingastíl henn-
ar sjást ljósast áhrif Austur-
landa og línur hennar minna á
tyrkneskt musteri.
Dýrlingur fundvísinnar.
Frá Feneyjum var haldið til
Padova, borgar hins heilaga
Antónusar, sem hefir verið mjög
kunnur dýrlingur síðustu 3—4
aldirnar. Hann var af grámunka
reglunni og um hann ganga
margar sagnir. Hann er eins
konar dýrlingur fundvísinnar,
því að á hann þykir þeim, sem
týnt hafa dýrmætum munum,
einkum gott að heita. í kirkju
hans las ég messu.
Fegurðarþráin í blóðið borin.
í þessari borg sáum við eins
og raunar í öðrum ítölskum
borgum, hve fegurðarþráin er
ríki í blóði ítalanna. Varla er
nokkurt hreysi, sem byggt er
sem mannabústaður, svo aumt,
að ekki sé eitthvað gert til að
skreyta það, oftast einhver súla
eða bogi. Eitthvað til fegurðar-
auka á mannabústað er í þeirra
augum eins mikil nauðsyn og
hið hagnýta. Þeim er þetta í
blóð borið frá gamalli tíð.
Erindi pílagrímsins.
En nú lá leiðin til Rómar og
þangað komum við síðla hins 12.
okt. Við fengum húsnæði skamt
frá Vatikaninu, og þar hitti ég
norskan biskup, er ég þekkti,
Ólaf Smith. Hann er nú starf-
andi við Vatikanið. Nú var að
því komið að leysa af hendi hið
eiginlega erindi pílagrímsins, en
einn þáttur þess er að sjálfsögðu
að fá aflát.
Næsta morgun var haldið til
Péturskirkjunnar. Hinn norræni
hópur hélt saman. Við hófum
gönguna 'og í fararbroddi var
borinn svartur, flatur trékross.
Var gengið yfir Péturstorgið,
sem nú úði og grúði af fólki.
Voru þar margir flokkar á ferð
á sömu göngu og við, fólk af
ólíkum þjóðernum. Var gengið
inn um dyrnar helgu inn í Pét-
urskirkjuna að kapellu, þar sem
sakramentið var veitt. Þaðan lá
leiðin út á mitt gólfið þar sem
afgirt dæld er, kölluð confessio,
og er þar talið að gröf Péturs
Postula sé. Þar sungum við trú-
arjátninguna fullum hálsi og
danskan sálm, og þar var kross-
inn lagður.
Fjórar höfuðkirkjur.
í Róm eru fjórar höfuðkirkj-
ur kaþólskar. Auk Péturskirkj-
unnar eru það Maria Maggiore,
Pálskirkja og Laterano-kirkjan,
sem er hin eiginlega páfakirkja,
þær heimsóttum við allar með
svipuðum hætti og Péturskirkj-
una. Maríukirkjan á margt dýr-
gripa m. a. er talið, að þar sé
geymdur hluti úr jötunni, sem
frelsarinn fæddist í. 1 kirkjunni
er komið fyrir mosaik-myndum
af öllum páfum, sem uppi hafa
verið. Nú er aðeins eftir rúm
fyrir sjö myndir á vegg þeim,
sem til þess er ætlaður, og marg-
ir trúa því, að lengri verði dagar
heimsins ekki.
Páfanum heilsað.
Páfinn veitir aðeins viðtal
tvisvar í viku almennum píla-
grímum, á miðvikudögum og
laugardögum. Við fengum sér-
staka aðgöngumiða að slíkri mót-
töku og nú var laugardagur. Var
okkar hópi ákveðinn viss staður
í kirkjunni. Við komum tveim
stundum áður en móttakan hófst
en þó var allt fullt fyrir utan
Péturskirkjuna, og verðir sögðu
okkur, að við kæmum of seint
og ómögulegt væri að komast
inn og dugðu okkur engir að-
göngumiðar. Eftir langa mæðu
komumst við þó inn um bakdyr.
Ég tók mér stöðu með öðrum
biskupum öðrum megin til hlið-
ar við hásæti páfa, og þennan
dag voru 60—70 biskupar við-
staddir. Svo líður tíminn og fólk
ið bíður.
Allt í einu lýstur fólkið upp
ópi miklu og teygir fram hend-
ur, því að páfastóllinn er borinn
inn. Páfinn sezt í hásæti sitt og
ávarpar mannfjöldann. Hann
snýr sér að hinum ýmsu þjóð-
flokkum og ávarpar þá, því að
hann hefir fengið yfirlit um það,
hvar hver þjóðflokkur er í kirkj-
unni. Að því loknu kemur hann
til biskupanna, heilsar þeim
hverjum og einum og talar við
þá nokkur orð. Ég hafði áður
rætt við páfa og vildi ekki biðja
hann um einkaviðtal að þessu
sinni til að tefja ekki tíma hans,
þar sem ég átti ekki við hann
brýnt erindi að þessu sinni.
Hefir borið sár Krists í 32 ár.
Ferðafélagar mínir fóru nú
flestir suður til Napólí og Kaprí,
en ég hélt kyrru fyrir í borg-
inni og las messu í katakomb-
Minnist
CETEL
í Jóla og Nýársgjöfum yðar
unum. Síðan héldu þeir norður
á bóginn, en ég lagði enn lykkju
á leið mína.
Ég hafði heyrt getið um merki
legan prest í klaustri einu í smá-
bæ á Mið-ítalíu, og langaði mig
til að sjá hann og kynnast hon-
um. Prestur þessi er þekktur
undir nafninu Padre Pio og tel-
ur sig þafa haft sáramerki Krists
á höndum, fótum og síðu í 32
ár. Á seinni tímum hafa verið
uppi fjölmargir menn og konur,
sem telja sig hafa slík sármerki,
en kaþólska kirkjan tekur öllu
slíku með varfærni, og raunar
má segja, að slíkir menn hafi
hálft í hvoru verið. ofsóttir af
Róm. Alltaf getur verið um svik
að ræða, og kaþólska kirkjan
vill ekki útbásúna slíkt. Þess
vegna er reynt að hafa hljótt
um slíka menn. Padre Pio hefir
til dæmis orðið að loka sig mjög
frá heiminum að skipun frá
Róm, og er bannað að syngja
opinberlega messur. Hann má
ekki sýna sár sín, og gengur með
.hanzka nema þegar hann mess-
ar 1 klaustrinu. Fyrir meðal-
göngu góðra presta tókst mér
að fá að hitta hann og ræða við
hann. Þetta er geðþekkur og
yfirlætislaus maður og fæst ekki
til að ræða um sjálfan sig. Hann
er nú 63 ára að aldri. Fyrir 32
árum fékk hann sár þau, sem
hann hefir borið síðan og hafa
ekki gróið. Sumir hafa viljað
skýra þetta á þann hátt, að eitt-
hvað væri óeðlilegt við efnasam-
setningu í blóði hans, svo að sár
gréru ekki á honum. En fyrir
nokkrum árum var hann skorinn
upp við botnlangabólgu, og það
sár greri eðlilega. Sár þessi eru
alltaf opin og blæðir öðru hverju
úr þeim.
Sést á fjarlægum stöðum.
Á seinni árum hefir myndazt
mikil trú á þennan mann. Fólk
álítur jafnvel, að það fái bót
meina, ef það hugsar til hans
eða hefir mynd af honum hjá
sér. Hann þykir mjög góður
skriftafaðir, og menn sækjast
mjög eftir að fá að skrifta hjá
honum. Einnig er talið, að hann
hafi þann eiginleika að geta sést
á stöðum sem eru víðs fjarri
þeim stað, er hann sannanlega
dvelur á. En hvað sem um þetta
er að segja, er Padre Pio geð-
þekkur maður og margt fólk
leggur á hann mikla trú.
Messa á ferjunni.
Síðan hélt ég heim á leið, þótt
ég hefði gjarna viljað dvelja
lengur. Ég vildi um fram allt
vera kominn heim fyrir 400. ár-
tíð Jóns Arasonar. Ég náði
ferðafélögum mínum á Norður-
ítalíu og ferðin norður gekk
greitt. Við fórum á sunnudags-
morgni á ferjunni yfir Stóra-
belti og var brugðið af venju og
flutt messa. Heim kom ég með
Gullfaxa eftir ágæta för, 22.
október. —
—TÍMINN, 16. nóv.
Ferðalok
eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur.
Kostar í gyltu bandi $3.75 í
kápu $2.75. — Falleg bók og
hentug fyrir jólagjöf.
Útg. Gísli Jónsson 910 Bannig
St. Winnipeg.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir;
Axel Sigmar
Hann andaðist að heimili sínu
í Winnipeg 11. nóv. s.l. eftir lang
varandi heilsuleysi 67 ára að
aldri. Hann var fæddúr að Hóli
í Reykjadal í Þingeyjarsýslu 1.
júlí 1883. Foreldrar hans voru
þau Sigmar Sigurjónsson frá
Einarsstöðum í Reykjadal og
Guðrún Kristjánsdóttir kona
hans. Þau fluttu til Vesturheims
1883. Var Axel þá á fyrsta árinu.
í Argyle Settust þau að árið 1884
og þar ólst hann upp, og vann
með föður sínum framan af ár-
um. 1910 giftist hann Jónínu
Sigríði Björndóttur Björnssonar
frá Sæunnarstöðum í Hallárdal
í Húnaþingi og Guðnýjar. Ein-
arsdóttur ættuð úr Þingeyjar-
sýlu. Bjuggu þau að Grashóli í
Argyle upp á eigin spýtur til
ársins 1935, þá fór hann til Win-
nipeg og var þar til dauðadags.
Stóð heilsa hans í mörg ár mjög
á völtum fæti. Bar hann sitt
sjúkdómsok með mesta þolgæði
og stillingu. Hann var einn af
hinum nafnkunnu Sigmars syst-
kinum, og eru nú á lífi Sigurjón
(S. J. Sigmar í Vancouver, Al-
bert Björn og Friðrik í Argyle,
George, Margrét (Mrs. Jón Ólaf-
son) og Sigrún í Winnipeg og
Dr. Haraldur Sigmar, fyrrum
forseti lúterska kirkjufélagsins,
nú í Seattle, Wash., Kristján,
fyrrum kaupmaður í Glenboro
og Winnipeg og Stefán er bjó á
ættaróðalinu í Argyle eru dánir.
Auk ekkjunnar syrgja hann
2 börn: Guðrún (Mrs. Berouille)
í Winnipeg og Sigmar Axel, sem
er giftur hérlendri konu, til heim
ilis í Brandon.
Axel var spakur í lund og bezti
drengur; hann tók virkan þátt
í kirkjulegu starfi og íslenzkum
félagsmálum. Hann sat lengi í
safnaðarráði í Argyle. — Axel
var jarðsunginn frá Fyrstu lút-
ersku kirkju 14. nóv. af séra V.
J. Eylands. Séra Eric H. Sigmar
bróðursonur hans flutti einnig
kveðjuorð og söng einsöng (Nú
legg ég augun aftur). Margir vin-
ir og ættingjar fylgdu honum til
grafar, og kistan var þakin
blómum frá vinum og ættingj-
um.
G. J. Oleson
I
s
I
I
1
I
i
«!*icfets«íwis!«tewiei«tc!eiciew!«is«ic#s<8«eí€!eteí«íetc!g!ete«ie«i«i€*í6i€w!«:!cíe«ei«íeiei«®*
Wishing All
the
Compliments
of the
Season
SHEA’S WINNIPEG BREWERY LTD
5
MD 275
Til fróðleiks og skemmtunar
í Ijóðum og lausu móli