Lögberg - 22.03.1951, Side 5
5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1951
AII4VHAI
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
BRÉF OG GREIN FRÁ GAMALLI VINKONU
Fréttabréf úr Skagafirði
Þar hafa verið óvenjuleg jarðbönn í vetur,
en þó minni í framsveitum
Það er nú orðið all-langt síðan
að birst hefir grein í þessum
dálkum eftir Kristínu Jóseph-
son, er gengur undir rithöfund-
arnafninu, Kristín frá Water-
town, en hún skrifaði talsvert
í blöðin á tímabili og höfðu
margir ánægju af greinum henn-
ar, sérstaklega endurminning-
um hennar frá íslandi og fyrstu
árunum hér í álfu. Þessi góða
sending gefur til kynna að hún
muni enn vera við góða heilsu,
þó hnígin sé nú allmjög að aldri;
munu vinir hennar fagna því.
I. J.
Kaera vinkona:
Mér kom til hugar að senda
þér þessa litlu grein í Kvenna-
dálkana, ef þér þykir greinin
þess virði; ég er svo þakklát fyr-
ir deildina og blöðin í heild
sinni. íslenzku blöðin í Winni-
peg eru með beztu blöðum
landsins, skemtandi, fræðandi
og mentandi. En það er ekki alt;
þau eru svo hreinlát, sviphrein
°g glaðlynd. Þetta elska ég. Al-
drei eru þar slúðursögur eða
morðsögur. Þetta verður þeim
farsæl framtíð, langlífi og auk-
in virðing.
Guð blessi ykkur.
Kristín Jósephson
HÚSIÐ MITT
Kona nokkur segir frá:
Þegar yngsta dóttir mín fór
frá mér var ég ein eftir í stóra
húsinu mínu. Ég gat ekki skilið
við heimili mitt; þar sá ég fyrst
börnin mín brosa, hjala hlægja,
ganga, tala, hlaupa; þar var
hjarta mitt svo glatt og fagn-
dndi, svo þakklátt við gjafarann
dUra góðra hluta. Húsið var fult
af endurminningum. Þegar ég
gskk inn í herbergi barnanna
komu mér í hug þær mörgu
gleðistundir, sem ég sat hjá
þeim og kendi þeim bænir og
Vers. Þau lásu fagra versið
okkar:
Jesús bróðir bezti
barnavinur mesti,
breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Þeim þótti svo vænt um að
®g var hjá þeim eftir að þau
fóru í rúmið. Þessar endurminn-
mgar voru mér gleði og hugg-
Un- Og svo var kirkjan mín og
Sunnudagaskólinn, sem ég elsk-
aði, og sem upplýsti börnin mín
í trú og trausti á Guði. Mín heit-
ssta ósk og bæn og von var að
börnin yrðu góðar og réttvísar
^ianneskjur. Þá verðum við að
Vera þeim fyrirmynd í öllu, sem
er rétt og gott. Það er einn veg-
Ur til þess, það eru orðin meist-
arans góða: leitið fyrst Guðsrík-
is, og hans réttlætið, þá mun alt
annað veitast yður. Þetta er satt
°g rétt, sagði pabbi.
Allar þessar endurminningar
v°ru mér svo kærar. Svo liðu
tímar fram, þá fór ég að finna,
að stóra húsið mitt varð of mik-
18 fyrir mig, svo ég réði af að
Se|ja það með ráðum barna
rciinna. Þetta var mikill missir
yrir mig; mér fanst ég vera að
skilja við góðan vin, sem ekki
vildi missa mig. Þetta er ein-
kennileg tilfinning, en fleiri
afa fundið þetta sama og ég.
Nú fór ég til dóttur mjnnar,
sem var langt í burtu og var
í eftirlæti, en samt var ég
e ki ánægð. Bara að ég gæti séð
úsið mitt og kirkjuna mína, svo
reði ég af að fara til dóttur
^ainnar, sem nú var sezt að í
J^inni gömlu borg. Nú leið mér
etur; ég gat séð húsið mitt, það
^afði verið málað og leit vel út.
s^° fér ég til kirkju minnar,
anm ævinlega er upplyfting og
ndle§ gleði.
m þetta leyti var verið að
byggja lítið hús skamt frá gamla
húsinu mínu. Mér leist svo vel
á húsið; ég fór þangað á kvöld-
in eftir að smiðir voru farnir
og dáðist að því hvað það var
vel innréttað og skemtilegt. Já,
Ameríkumenn eru hreinasta
fyrirmynd í byggingarlist, eins
og flestu öðru, hugsaði ég, húsin
eru ímynd frelsis, glöggskygni
og vandvirkni.
Nú liðu nokkrir dagar, þá kom
Mæðradagurinn í maí; þá þurfti
ég að sjá húsið mér til gleðiauka.
Þá var búið að fylla húsið með
fallegum húsgögnum. En nú
heyrði ég mannamál. Hvað á ég
að gera við sjálfa mig? Nú er
eigandi hússins kominn og
finnur mig hér. Ég vék út á pall-
inn, en þá voru þetta börnin
mín.
„Komdu inn, mamma, hvern-
ig fellur þér húsið?“
„Það er skínandi gull“, sagði
ég, „meistaraverk að öllu leyti“.
„Elsku mamma", sagði dóttir
mín, „húsið er þitt og alt, sem
í því er; við lögðum saman og
létum byggja það handa þér til
að gefa þér það á Mæðradag-
inn; okkur fanst það tilhlýði-
legt“.
Mér varð svo bilt við þessa
óvæntu gleðifregn, að ég gat
ekki sagt orð; ég settist á stól
og mig langaði til að gráta, en
þau komu og vöfðu mig að sér.
„Engin börn eiga jafngóða
mömmu!“
Þá stundi ég upp: „Guð blessi
ykkur fyrir mig“. Ég gat ekki
komið orðum að þakklæti mínu.
Svo fóru þau að syngja og
spila á hljóðfæri, en dóttir mín
og ég fórum til kirkju; þar
heyrðum við talað um Mæðra-
daginn með virðingu og þakk-
læti, og að móðurástin væri það
bezta, sem mannlífið ætti; hún
gengi nálægt elsku Guðs til
mannanna.
Skáldið segir:
Móðurhjarta hreina,
himindjúpa ást.
Lífsins elskan eina,
aldrei sem að brást.
Nú var ég að óska, að pabbi
gæti séð, hvað börnin eru góð
við mig; hann kvaddi okkur í
fullu trausti, að Guð væri okk-
ur alt í öllu.
Þegar heim kom, var húsið
fult af angandi blómum og ljúf-
fengur dagverður á borði. Nú
kysti ég börnin mín ástarkossi,
og sagði það sama við þau öll:
„Guð launar ykkur fyrir mig.
Húsið er svo viðfeldið og alveg
eins og mér líkar“. Ég hafði
gaman að teikna þegar ég var
ung; alt voru það lítil hús og
hentug. Nú vissu börnin, að ég
var þeim þakklát; mér fanst ég
vera ung í annað sinn og ég
vildi vinna fyrir Drottinn minn,
alt sem ég gæti til að efla hans
ríki.
Kristín frá Watertown
SMJÖR EÐA SMJÖRLÍKI
Hvort er betra fyrir börn?
Er smjör betra en smjörlíki?
Árum saman hefir staðið styr
um smjör og smjörlíki (smjör-
líki er unnið úr plöntufeiti, aðal-
lega úr soyabaunum og bóm-
olíu), þrátt fyrir tilraunir rann-
sóknarstofa á rottum og músum,
sem sýndi engan mismun, hvað
næringargildi snerti.
Árið 1944 fengu þrír læknar
í Chicago leyfi frá Landssam-
bandi smjörlíkisframleiðenda
Bandaríkjanna til að gera til-
raunir á mönnum.
Læknarnir völdu tvö munað-
arleysingja hæli, þar sem hægt
var að hafa strangt eftirlit með
mataræðinu. 120 börn fengu að-
eins smjörlíki með brauði, garð-
ávöxtum, kökum og steik. í hinu
hælinu voru 107 börn og var
þar notað smjör.
Eftir tveggja ára athuganir,
birtu læknarnir niðurstöður sín-
ar í „The Journal of the Ameri-
can Medical Association11.
Samkvæmt þeim var enginn
raunverulegur mismunur milli
hinna tveggja barnahópa, að því
er snerti hæð, þunga, rauða
blóðsins (hæmoglobin) og tölu
rauðu blóðkornanna. Almenn
heilbrigði vitist betri hjá börn-
unum, sem höfðu fengið smjör-
líki, en læknarnir gátu annarra
kosta þess með varkárni.
Tiðurstaða þeirra var þessi:
Það hefir ekki áhrif á vöxt eða
hreysti, hvort hluti fitunnar er
úr jurta- eða dýraríkinu. Smjör-
líki er góð matarfeiti fyrir vax-
andi börn.
í Heimskringlu 7. marz síðast-
liðinn, birtist ein sú fáránleg-
asta della, sem ég minnist að
hafa séð all-lengi í íslenzku
blöðunum okkar, sem er álykíun
S. Einarssonar á þjóðræknis-
málum okkar hér vestra. S. E.
finnst rangt, að þjóðræknis-
deildir úti í sveitum, hafi rétt
til að greiða atkvæði á þjóð-
ræknisþingi, eða senda fulltrúa
á þingið til að fara með atkvæði
sín, því ekki geta allir farið á
þing.
S. E. segir einnig, að lög Þjóð-
ræknisfélagsins séu sniðin eftir
lögum Bókmenntafélagsins ís-
lenzka, sem Jón Sigurðsson hafi
samið! en þá var Jón 5 ára gam-
all drengur á Hrafnseyri við
Arnarfjörð, en Bókmenntafé-
lagslögin voru samin 1816 af
Rasmus Rask, og líklega í sam-
ráði við Bjarna Thorsteinsson
og Grím Jónsson, sem báðir
voru kosnir ásamt Rask í stjórn-
arnefnd félagsins í Kaupmanna-
höfn það ár, og sem báðir urðu
amtmenn seinna. R. Rask sendi
svo lögin til Reykjavíkur með
vorskipum, því póstskip vöru
þá engin komin á gang né gufu-
skip, — og þar voru lögin sam-
þykt, óbreytt að heita mátti, af
séra Árna Helgasyn, Sigurði
Þorgrímssyni og Halldóri Þor-
grímssyni, er kosnir voru í
stjórnarnefnd Bókmenntafélags
ins, er það var stofnað 1816.
Stofnlögin giltu gvo óbreytt
að kalla í 95 ár, er Kaupmanna-
hafnardeild félagsins var lögð
niður og flutt til íslands 1911.
Þá voru þau endurnýjuð, og
breytt eftir ástæðum. Ekki kom
sá virðulegi Jón Sigurðsson þar
nærri, því hann var þá búinn að
hvíla í gröf sinni 32 ár. En for-
seti Bókmenntafélagsins var
hann í 28 ár með heiðri og sóma.
Lög Bókmenntafélagsins eru
mikið frjálslegri en lög Þjóð-
4410 farþegar um
Keflavíkurvöll í
janúar
í janúar síðastliðnum voru
farþegar með millilandaflug
vélunum, sem lentu á Kefla-
víkurvelli, semtals 4410.
Aðeins sárafáir urðu þar eft-
ir eða fóru þaðan, eða 137 og
157. Flutningur til íslands með
millilandaflugvélunum, s e m
voru 250 talsins, nam 23,711 kg.,
en flutningur héðan ham 8.540
kg-
Flugpóstur til Keflavíkurflug-
vallar var 519 kg. en frá vellin-
um 268 kg.
Flestar vélarnar, sem lentu á
vellinum, voru frá Flugher
Bandaríkjanna (98), þar næst
frá Tran-Canada Airlines (27),
síðan Pan-American Airways
(26), en brezka félagið BOAC var
fjórða í röðinni (23).
Mr. Th. Hallgrímsson fiski-
kaupmaður fór norður til Mikl-
eyjar á þriðjudaginn til að vera
við útför Miás Kjartansson, sem
þar fór fram daginn eftir.
Sumarið var að öllu saman-
töldu betra en í meðallagi. Gras-
spretta goð og nýting heyja
sæmileg — sums staðar ágæt.
Uppskera úr görðum í betra lagi.
Síðustu sumarvikurnar var tíð-
arfar rysjótt nokkuð, en skipti
um með vetrarkomu og gerði
ágætistíð, er hélzt óslitið að kalla
til nóvemberloka. Eftir það
gerði hríðar með verulegum
fannburði, svo að um 20. des.
var kominn óvenju mikill snjór
í héraðinu. Hagar voru þó all-
góðir víðast hvar. En rétt fyrir
jólin gerði frostleysu með mik-
illi rigningu, sem hélzt að vísu
skamma stund en þó nægilega
lengi til þess, að blotaði í rót og
ræknisfélagsins, þeim má breyta
með 3ja vikna auglýsingafresti,
ef atkvæði falla þannig, en Rögn
valdur sálugi reyrði svo saman
lög Þjóðræknisfélagsins, að það
þarf 3ja ára umhugsun eða frest
til að breyta hinu minsta í þeim
segir forseti oss.
S. Einarsson virðist hvorki
vita né skilja, að bændur og búa-
lið er öll þjóðin. Að bændur
eiga alt landið. Að bændur yrkja
alt landið og framleiða allar lífs
nauðsynjar þjóðanna, og gætu
svelt út allan borgarlýð á fáum
mánuðum. Og að bændur leggja
til flest-alla embættis- og fram-
kvæmdamenn þjóðanna, slíkt
er viðurkennt um allan heim.
Sjáið íslendingana hérna Vil-
hjálm Stefánsson, Josep Thor-
son, Skúla Johnson, T. H. John-
son, H. A. Bergman, Dr. Brand-
son, Byron Johnson og Banda-
ríkjaskörungana, alt bændasyn-
ir, af því þeir einir af öllum stétt
um hafa beztan líkama og sál.
En synir framtaksmanna borg-
anna, flestir sorglega lélegir.
Ég held að S. Einarsson hafi
samið álit sitt í Kringlu, „við
hræfareldaglóðir Hornafjarðar
mána“.
S. Baldvinsson
Skipastóll lands-
manna óx um 1150
lestir 1950
Tvö ný skip komu, sex voru
seld úr landi.
Skipastóll íslendinga nam
samtals 91,523 lestum nú
um síðustu áramót.
Þar af voru farþega- og flutn-
ingaskip 25, með 32.467 lestum.
Þá voru togarar samtals 48, eð
26.932 lestir að burðarmagni.
Fiskiskip yfir 100 lestir voru 52,
samtals 7925 lestir.
Ennfremur voru í eigu íslend-
inga 538 skip með þilfari undir
100 lestum, en þau voru samtals
16.950 lestir.
Fjögur varðskip voru í eigu
landsmanna, samtals 815 lestir.
Þá áttum við tvö olíuflutninga
skip, 1.106 lestir, eitt verk-
smiðjuskip (Hæring)), 4898 lest-
ir, eitt dráttarskip, 111 lestir,
eitt dýpkunarskip, 286 lestir, og
eitt mælingaskip 33 lestir.
Á árinu hafði skipastóllinn
aukizt um 1150 lestir. Ný skip
voru „Gullfoss“ og björgunar-
skipið „María Júlía“. Hins vegar
höfðu verið seld úr landi fjórir
vélbátar til Nýfundnalands,
„Grótta“, „Richard“, „Huginn
I.“ og „Huginn II.“, svo og tog-
ararnir „Gylfi“ og „Kári“, er
báðir voru seldir til Þýzkalands.
Loks var e.s. „Ófeigur", (áður
,,Snæfell“) höggvið upp í brota-
járn.
Síðan hefir flotanum bætzt
einn togari, „Harðbakur“, sem
gerður er út frá Akureyri, en
hann er ekki talinn með í fram-
anskráðu yfirliti.
VISIR, 15. febr.
krapaði mjög. Síðan fraus og
bræddi yfir. Varð þá haglítið
víða og haglaust.
Mishermi var það í útvarps-
fréttum héðan úr Skagafirði á
dögunum (annars má þar um
segja, að „sjaldséðir séu hvítir
hrafnar“, því að undarlega
sjaldan ber það við, að fréttir
úr Skagafirði komi í útvarpinu),
að jarðlaust væri með öllu um
héraðið allt, nema helzt á ein-
hverri rönd við sjóinn — eins
og mig minnir að komizt væri
að orði. „Við sjóinn“ hafa litlar
snapir verið — og víða engar.
En frammi í Skagafjarðardöl-
um hafa alltaf verið góðir hag-
ar. Nokkur jörð hefir verið og
er framan til í Tungusveit, en
þó einkum í Blönduhlíð og Við-
víkursveit. Þó má vafalaust
telja, að í héraðinu yfirleitt hafi
í annan tíma eigi komið öllu
lengri jarðbönn en nú er orðið,
og sízt svo snemma vetrar. Snjór
er þó eigi mikill nema í útsveit-
um, því að blotar hafa komið
og fönn sigið. Tíðarfar hefir
og mátt heita gott frá áramót-
um. En harðfenni og svellalög
hylja víða alla jörð.
Hrossahald Skagfirðinga.
Víðast hvar eru hross ýmist
öll í húsi eða sumum gefið út.
Þarf til þess mikil hey og mikla
vinnu, þar sem mörg eru hross.
En ranghermt er það einnig í
áður greindri útvarpsfrétt úr
Skagafirði, að þar væri víða um
og yfir 100 hross á bæ. Slíkt er
víðs fjarri öllum sanni. Mjög
fáir bændur eiga fleiri en 60—70
hross, og langflestir miklu færri.
— Rangar fréttir eru stórum
verri en engar fréttir. — En fyr-
ir sakir þess, hversu harðinda-
lega fór upp úr hátíðunum,
brugðu þeir, er óttuðust fóður-
skort, á það hyggilega ráð að
fækka hrossum í öryggisskyni.
Mun hafa verið lógað upp úr
áramótum um 220 folöldum og
ungum tryppum. Vár slíkt fjarri
því að vera nokkur neyðarkost-
ur, þar sem hrossin voru í góð-
um holdum og kjötið söluhæf
vara. Væri fleiprarinn við Þjóð-
viljann fullsæmdur af að hest-
húsa þess konar „horket“ og
mætti sleikja út um auk heldur.
Svo má kalla, að mjólkur-
flutningarnir til Sauðárkróks
hafi gengið án tilfinnanlegra
tafa. Þó hefir stundum orðið að
ryðja vegi með ýtum, einkum
vestan Héraðsvatna.
Byggingar.
Nokkuð var unnið við ný-
byggingar í héraðinu árið, sem
leið, — og þó mest við að ganga
frá húsum, er reist höfðu verið
árin 1$48 og 1949, en þau voru
mjög mörg. Hins vegar var mjög
mikið unnið að jarðabótum,
ræktun og framræslu.
Nú er senn fullgerð hin glæsi-
lega stórbygging Mjólkursam-
lags Kaupfélags Skagafjarðar,
og verður brátt tekin til notk-
unar. Á hinn bóginn miðar lítið
áleiðis hinu stóra slátur- og
frystihúsi, er K. S. hóf að reisa
fyrir 2V2 ári. Er sú orsök þess,
að fjárfestingai;leyfi hafa ekki
fengizt svo ört sem vonir stóðu
til. Er að þessu hinn mesti bagi.
Kjötfrystihús félagsins er gam-
alt og úr sér gengið. Ærið tjón
að þurfa að festa til langframa
stórfé — hundruð þúsunda — í
hálfgerðum húsum, sem eigi er
auðið að nota til neins. Enn kem-
ur svo til að Frystifél. Sauðár-
króks, hlutafélag, sem um ára-
bil hefir keypt fisk af sjómönn-
um til frystingar, hætti að taka
fisk á öndverðu s.l. sumri, mun
ekki hafa talið það vænlegt til
hagnaðar1. Þetta kom sér að sjálf-
sögðu illa fyrir sjómenn á staðn-
um. Aflabrögð voru að vísu lé-
leg í sumar og það, sem af er
vetri. Eiga þó sjómenn allt und-
ir því, að geta losnað við afl-
ann. Veltur og framtíð bæjar-
ins að verulegu leyti á því, að
unnt sé að stunda þaðan útgerð,
því að landvinna hrekkur hvergi
nærri til. Taldi því Kaupfélag
Skagfirðinga eigi annað fært en
að festa kaup í húseignum Frysti
félags Sauðárkróks h.f., svo að
útgerð þyrfti eigi að stöðvast
fyrir sakir þess, að sjómenn
gætu ekki selt fiskinn. Frysti-
húsið er að vísu lélegt og lítt
til frambúðar. Væntanlega mun
þó K. S. reyna að bæta úr bráðri
þörf og nota þá aðstöðu sem
fyrir hendi er — enda þótt all-
miklu fé þurfi til að kosta, unz
fullgert er frystihús þess hið
nýja.
TÍMINN, 6. febr.
Tíu ísl. togarar selja
ssfisk fyrir 15. þ. m.
Að því er Vísir hefir fregn-
að munu markaðshorfur í
Bretlandi fyrir ísfisk enn
vera allgóðar.
í dag selur Svalbakur í Grims-
by og Karlsefni í Hull, en á
morgun, fimmtudag, selja eng-
ir íslenzkir togarar ytra. Hins
vegar munu margir enskir tog-
arar selja á morgun. Á föstudag
selja Egill Skallagrímsson í
Grimsby, en á laugardag Helga-
fell í Grimsby og Jörundur í
Hull.
Á mánudag selja Uranus, Ing-
ólfur Arnarson og ísborg, á
þriðjudag Akurey og línuveið-
arinn Rifsnes og á miðvikudag
Askur.
Að því er Vísir hefir fregnað
munu brezkir togarar, sem veið-
ar stunda við Norður-Noreg,
Bjarnarey og í Hvítahafi, hafa
aflað fremur illa. Flestir stærstu
togarar Breta stunda veiðar á
þeim slóðum nú.
Sett í herkví
Höfuðborgin Teheran í Iran-
ríkinu, hefir verið sett í herkví
vegna vaxandi óspekta í borg-
inni og umhverfi hennar; eins
og vitað er, var forsætisráð-
herra þjóðarinnar nýlega myrt-
ur, og þess getið til, að setið sé
um líf eftirmanns hans og ann-
ara háttsettra embættismanna.
SMART SHORT HAIR
FASHIONS
Combined. With Amazing New
VITAMIZED FLUID
COLD WAVE
Regular $10.00. $C,00
Now Half Price. 9
OIL MACHINELESS
PERMANENTS
.75
Now $4
Open Wednesdays the Year 'Round
Evenings by Appointment '
WILLA ANDERSON WILL LOOK AFTER YOU
She Is Efficient and Artistic
GUey jdedtuf. BEAUTY SALON
PHONE 924 137
206 TIME BUILDING, 333 Portage Ave.
Corner Hargrave
Margt er skrítið í Harmonium!