Lögberg - 22.03.1951, Page 6

Lögberg - 22.03.1951, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL. þýddi „Hvað hefir glatt þig, Sidney?“ Sidney brosti. „Ó! Það er leyndarmál — ég átti ekki að segja þér það. En ég er viss um að þú ert ekki eins vondur drengur, eins og hann segir að þú sért“. „Hann — hver?“ „Vertu ekki svona reiður, Philip: Þú hræðir mig!“ „Og þú kvelur mig. Hver gat verið að bera lastyrði á milli bræðranna?“ „Ó! Það var allt í beztu meiningu — það kom hérna ósköp elskulegur maður, sem að grét þegar að hann sá mig og sagðist hafa þekkt elsku mömmu. Hann hefir lofast til að taka mig heim með sér og gefa mér fallegan reiðhest — . svo fallegan — svo fallegan — Ó, eins fallegan og hægt er að fá. Og hann ætlar að koma aftur og segja mér meira: Ég held, að hann sé engill, Philip“. „Sagðist hann ætla að taka mig líka, Sid- ney?“ spurði Philip og settist niður fölur í framan. Sidney varð undirleitur við þessa spurningu. „Nei bróðir — hann sagði að þú ættir ekki að fara, og að þú værir vondur drengur — og að þú værir í félagi með vondum mönnum — og að þú lokaðir mig hér inni til þess að eng- inn gæti verið góður við mig. En ég sagði hon- um að ég tryði því ekki — já, það var það, sem að ég sagði honum“. Sidney reyndi að taka hendurnar á Philip, sem hann hafði falið andlitið í, frá því. Philip spratt á fætur og gekk hratt aftur og fram í herberginu. „Þetta“, hugsaði hann, „er annar sendimað- ur frá Beaufort — máske lögfræðingurinn: Þeir taka hann frá mér — það síðasta sem eftir er til að unna og binda von mína við. Ég skal sjá við þessu bragði þeirra“. — „Sidney“, sagði hann, „við verðum að fara héðan í dag, innan klukkutíma — nei undir eir^s“ „Hvað! í burtu frá þessum gamla góða manni?“ „Fari hann norður og niður! Já, í burtu frá honum. Gráttu ekki — það er ekki til neins. Þú verður að fara héðan“. Þetta var sagt í ómýkri róm, heldur en Philip var vanur að tala í við Sidney; og þegar að hann hafði sagt þetta, fór hann undir eins út úr herberginu til að borga það, sem að hann skuldaði húsfreyjunni, og taka saman hið fátæklega dót þeirra. Eftir örstutta stund voru bræðurnir farnir burt úr bænum. X. Kapíluli. Það var glaða sólskin og himininn var heið- ur á þessari ferð munaðarleysingjanna, eins og þeirri fyrri. Þeir sneiddu hjá almannavegum, eins og áður, og vegur þeirra lá yfir landsvæði, sem máske Gainsborough hefði verið hugfang- inn af. Síðustu litbrigði haustsins blikuðu við hér og þar. Nokkrar plöntur sáust enn á limagörðum og bláklukkur á stöku stöðum með fram veginum. Skot heyrðust stöku sinnum út á ökrunum frá byssum veiðimannanna, og fældu viltu sléttuhænurnar, sem komnar voru langt að og höfðu búið um sig í hinum nýju heimkynnum sínum til þess, að vera ónáðaðar alltof fljótt. Ferðamennirnir voru ekki með sama huga og þeir voru á hinni fyrri ferð sinni, þegar vonin gaf þeim‘ þrek til að þola þreytu og yfirstíga erfiðleikana. Sidney var nú ekki að flýja frá hörðum húsbónda og hann var ekki eins hvatur í spori, eins og þegar óttinn rak á eftir honum og vonin brosti fram undan. Hann var nú á ömurlegu þreytandi ferðalagi, hann skildi ekki hvernig á því stóð, né heldur hvers vegna, og það einmitt þegar að hann hafði eign- ast vin, sem hafði lofað honum svo miklu og góðu og, sem honum nú svall í huga. Hann var óánægður við Philip, og lallaði þungbúinn og þreytulegur á eftir honum; og Philip sjálfur var þungt hugsandi, og vissi ekkert hvar hann ætti að leita fyrir sér næst. Fyrsta kveldið í rökkrinu náðu þeir til lít- ils gistihúss, og var það ekki eins langt frá bæn- um, sem þeir fóru frá, eins og að Philip hefði óskað; en dagurinn var styttri nú, en að hann var á hinni fyrri ferð þeirra. Þeim var vísað inn í litla setustofu, sem að Sidney leist meira en lítið illa á, og honum leist ekkert betur á, þegar að gestgjafinn bar á borð fyrir þá kalt, þurrt og illa útlítandi kindaket og ekkert annað. Philip reyndi allt sem hann gat til þess að telja um fyrir Sidney og át sjálfur kjötið til að sýna, að það væri líka óhætt fyrir hann. Hann varð feginn þegar að lagleg herbergisþerna kom til að vísa þeim til sængur. Sidney fór með henni, en Philip var eftir í dagstofunni og hugsaði mál sitt. Upp að þessu þá hafði það verið Philip holt að hafa einhvern til að annast; ábyrgðartilfinningin hafði aukið þolgæði hans, staðfestu, þrek hans og von. En nú, kvíðafullur og hryggur, fann hann til skelfingar út af því, að bera ábyrgð á lífi annars, án þess að sjá nokkur ráð til að uppfylla ábyrgðina. Honum var ljóst, að það væri ekki líklegt, að hann mundi finna eins veglyndan húsbónda eins og hr. Stubmore hafði verið, og hvar sem að hann fór virtist ólánið elta hann. Hann tók upp fjársjóð sinn og raðaði peningunum á borðið fyrir framan sig og taldi þá aftur og afur; sjóðurinn hafði ekki vaxið mikið upp á síðkastið — síðan að hann fór að vinna fyrir hr. Stubmore, því Sidney hafði étið upp allt kaupið hans. Á með- an að Philip var að þessu voru dyrnar á setu- stofunni opnaðar og herbergisþernan kom inn með manni og sagði: „Þetta er eina herbergið, sem við höfum, herra“. Jæja, ég er ekki vandlátur: — Glas af brenni víni með vatni í, nokkuð sterkt, kalt út í, dag- blaðið — og vindil. Þú fyrirgefur þó að ég reyki, herra?“ Philip leit upp frá því að telja peningana og sá Kaftein de Burgh Smith standa við hlið- ina á sér. „Jæja“, sagði sá síðarnefndi, „happafund- ur!“ Stóð upp og lét aftur herbergishurðina, fór úr yfirhöfninni og settist við hliðina á Philip og hvesti augun með ágirndar-ákefð á peningana, sem Philip hafði raðað á borðið. „Þetta eru dálaglegir vasapeningar. — Pen- ingar í hendinni geta náð nokkuð langt, ef þeir eru skynsamlega ávaxtaðir. Þú hefir hlotið að vera meira en lítið heppinn. Jæja, ég á von á að þú sért hissa á að sjá mig léttivagns lausann?" „Ég vildi að ég hefði aldrei séð þig“, svaraði Philip ókurteislega, og lét peningana í vasa sinn. „Svik þín við hr. Stubmore og fullvissa þín við hann um að þú þekktir mig, hafa gjört mig að rekaldi á lífsins sjó“. „Eins mannslán, er annars böl“, sagði Kaf- teinninn spekingslega. „Það er ekki til neins að vera að barma sér. Ég er ekki betur staddur en þú, því svei mér, ef það var ekki Bow Street maður í bænum. Ég sá hann og hann gaf mér heldur en ekki illt auga, svo að ég flúði — fór til N . . . . Skildi þar eftir vagninn minn og fylgdarmanninn í bili, og kom svo til baka þvert yfir landið, til að villa þeim sjónar. Þú manst eftir laglegu stúlkunni, sem var með okkur í póstvagninum. Ég svei mér lék laglega á til- vonandi manninn hennar! Fékk lánaða hjá hon- um peningana hans með því yfirskyni að ég ætlaði að kaupa fyrir þá axíur í hinu mikla „Anti-dry-Rot“-félagi, heilt hundrað — er nú búinn að eyða síðasta skildingnum“. 1 þessu kom þernan inn með brennivínið og vatnið, blaðið og vindilinn, — Kafteinninn kveikti í vindlinum, saup vel á vínblöndunni og sagði glaðlega: „Jæja, nú skulum við slá saman reitunum; við erum báðir reköld, eins og þú segir. Bezti vegurinn til að standast stormana, er að styrkja taugarnar“. Philip hristi höfuðið af óánægju við félaga sinn og gekk til sængur. Hann tók peningana úr vasa sínum, lét þá undir koddann og lokaði dyrunum. Bræðurnir fóru af stað undir eins í dag- renning. Sidney var enn óánægðari en daginn áður. Veðrið var heitt og þvingandi. Þeir hvíldu sig í nokkra klukkutíma um miðjan daginn og héldu svo áfram um kvöldið. Philip hafði ásett sér að fara til bæjar, sem var inni í miðju veiðihéraði, þar sem að hann vonaði að hesta- þekking sín gæti komið sér að góðu liði; en til þess að komast þangað þurftu þeir að fara yfir hrjóstrugt, óbyggt landsvæði, sem hafði það þó til síns ágætis, að þeir gátu farið meðfram alfaraveginum án þess að vekja mikla eftir- tekt. En svo vildi til, að Philip var annað hvort sagt rangt til um gistihúsið, sem að hann ætlaði að gista á um nóttina, eða að hann fór fram hjá því; því það fór að rökkva og sólin settist án þess að hann yrði var mannabyggða. Sid- ney, sem var bæði fótsár og þreyttur, fór að gráta og sagðist ekki geta haldið lengur áfram, og á meðan að Philip, sem ekki fann til þreytu, stansaði svo að Sidney gæti hvílt sig, fór að þruma. „Það ætlar að koma óveður“, sagði hann áhyggjufullur. „Komdu Sidney — góði komdu“. „Það er svo harðneskjulegt af þér, bróðir Philip“, svaraði Sidney hágrátandi. „Ég vildi, að ég hefði aldrei — aldrei farið með þér“. Þrumuljós lýsti upp loftið og lék í kringum Sidney þegar að hann sagði þetta; og Philip kastaði sér yfir hann, eins og hann ætlaði að vernda hann, jafnvel frá náttúruöflunum. Sid- ney, sem varð hræddur, hélt sér dauðahaldi í bróður sinn; eftir stundarbið fékkst hann til að standa á fætur og halda ferðinni áfram. Náttmyrkrið óx og ekkert sást nema þegar skrugguljósin klufu loftið og blikuði í kring- um þá. Og að síðustu þegar fór að rigna þá var eins og himnarnir hefðu opnast og látið laust allt það vatn, sem þeir áttu yfir að ráða, svo að jafnvel Philip varð óttasleginn. Hvern- ig gat hann ætlast til að Sidney héldi áfram, þegar að veðrið var svo, að þeir gátu varla séð spönn frá sér? Það eina sem þeir gátu nú gjört var, að reyna að komast á aðalveginn í von um að þeir hittu einhvern, sem væri á ferðinni. Með hvíldum og við bjarmann frá skrugguljósunum tókst þeim að komast á veg- inn og stóðu að síðustu á veginum, sem að Rómverjar lögðu yfir auðnina, og sem að fót- sárir fátæklingar hafa fetað sig áfram á, og auðmanna-vagnar oltið yfir síðan. Philip hafði reitt utan af sér fötin til þess að skýla Sidney með; og það var honum ein- kennileg unun í myrkrinu að heyra Sidney stynja og mása. En jafnvel það hljóð dofnaði, varð veikara og þagnaði svo — og það var eins og að hann misti allan mátt. „í hamingju bænum“, sagði Philip, sem leiddi bróður sinn, „talaðu! talaðu, Sidney! — Segðu aðeins eitt orð. — Ég skal bera þig!“ „Ég held að ég sé að deyja“, svaraði Sidney í hálfum hljóðum. „Ég er svo þreyttur og út- taugaður, ég get ekki haldið lengur áfram. — Ég verð að leggja mig fyrir hér“. Hann hné niður á grasið rennandi vott við veginn. Rigninguna linaði smátt og smátt, og það rofaði til í loftinu — gráleit skíma þrengdi sér í gegnum myrkrið — skrugguljósin færðust fjær og skrugguveðrið leið fram hjá á sinni ægilegu braut. Philip kraup niður og hélt bróður sínum í fanginu og leit upp við og við til þess að athuga veðrið. Stjarna — ein stjarna sást í svip blika í gegnum skýin, eins og hún vildi hughreysta hann og hvarf svo. En til allrar hamingju sá hann rautt ljós blika í fjar- lægð, sem ekki hreyfðist, heldur var eins og ljós í húsglugga. Það var áreiðanlega ekki mýr- arljós, til þess var það of hreyfingarlaust. Þar var húsaskjól og miklu nær heldur en að hann hafði búist við. Hann benti á ljósið og hvíslaði: „Reyndu að rísa upp, við skulum gjöra eina atrennu enn — það getur ekki verið langt í burtu“. „Mér er það ómögulegt — ég get ekki hreyft mig“, svaraði Sidney, og skrugguljósið, sem reið af rétt í því að hann sagði þetta, sýndi að hann var fölur í framan og það sló eins og dauðaslikju á andlitið á honum. Hvað gat bróð- ir hans gjört? Vera hjá honum og sjá hann deyja? — Fara frá honum einum þarna við veg- inn og hlaupa heim að húsinu, sem hann sá ljósið í? Síðasta úrræðið var það eina hugsan- lega, en samt veigraði hann sér við því og hræddist það. Var þetta fótatak, sem að hann heyrði hinu megin við veginn? Hann hlustaði — maður færðist út úr dimmunni óg nær honum. Philip kallaði. ‘„Hvað er að?‘ var spurt og Philip fannst að hann kannaðist við málróminn. Hann fór á móti manninum, og þegar að hann kom til hans, fannst honum að hann þekkja að það væri Kafteinn de Burgh Smith. Kafteinninn, sem var orðinn vanari dimmunni, varð fyrri til tals. „Jæja, drengur minn, svo það ert þú? Þú gerðir mig dauðhræddan!" Þó að þessi maður hefði verið Philip ógeð- þekkur upp til þessa, þá var hann honum nú velkominn eins og vinur — hann tók í hend- ina á horftim og sagði: „Bróðir minn ungur er hérna og ég er hræddur um að hann sé að deyja af kulda og þreytu. Hann getur ekki hreyft sig. Vilt þú vera hjá honum — styðja hann í nokkrar mínútur, á meðan að ég fer heim að húsinu þarna sem ljósið er í — ég skal borga þér vel!“ „Það er ekki skemmtilegt verk, drengur minn, að vera hér eins og framorðið er: En hvar er barnið?“ Hérna, hérna! Flýttu þér og reistu hann upp! Þetta er gott! Guð blessi þig! Ég verð kominn aftur að vörmu spori“. Hann hljóp á stað, í gegnum víðirunnana, öslaði yfir keldur og polla beint í áttina á ljósið. Þó að kafteinninn væri óþokki, þá voru samt ærlegar taugar til í honum og þegar manns- líf — saklaust mannslíf, er í veði þá komast hjörtu, jafnvel hinna kaldsinnuðustu óþokka við. Hann bölvaði að vísu nokkrum sinnum, en hann tók drenginn í fang sér, tók upp pela með brennivíni í og helti dálitlu af því ofan í Sidney, og drakk svo það sem eftir var sjálfur. Vínið hressti drenginn; hann opnaði augun og sagði: „Ég held, að ég geti nú haldið áfram, Philip". Sögunni verður nú að víkja til Arthurs Beauforts. Hann var, þó að hann væri mildur, skapríkur og ekki laus við að vera drambsam- ur. Hann stóð upp, eftir að Philip fór, reiður í huga og rjóður 1 framan og hélt heim á hótel- ið, sem hann átti heima á. Þar mætti hann Spencer, sem var nýkominn úr heimsókninni til Sidney. Hann var hrifinn af hógværð og vingjarnlegu viðmóti sonar Katrínar, sem að hann hafði unnað, en tapað, og nærri klökkur út af því hversu líkur að drengurinn var móð- ur sinni, eins og að hún var þegar að hann sá hana síðast sextán ára gamla. Þessi lýsing hans af yngri bróðurnum, dró hugsanir Beauforts frá þeim eldri. Hann var alveg sammála Spenc- er með nauðsynina til þess að bjarga þeim yngri undan yfirráðum hins eldri, og svo var það líka drengurinn, sem Katrín hafði sérstak- lega falið umsjá hans. Hún hafði lítið minnst á þann eldri; hún hefir máske vitað um hið ástríðufulla og óviðráðanlega eðli hans og eins og Arthur Beaufort fannst, upprunalegu hneigð til ruddalegs og lágs framferðis. „Já“, sagði hann, „það er drengurinn, sem skal bæta mér raunir mínar og hina afvega- leiddu grimmd hins bróðursins. Hann skal drekka af mínum bikar, borða af mínu brauði og vera mér sem bróðir“. „Hvað þá!“ sagði Spencer og skipti lit. „Þú ætlar þér þó ekki að taka Sidney heim til þín og halda hann þar? Ég meinti, að ég ætla mér að taka hann í sonar-stað —r gjöra hann að uppeldissyni mínum!“ „Nei! göfuglyndur eins og þú ert“, sagði Beaufort og tók í hendina á honum, „þá hvílir þessi ábyrgð á mér — það er minn réttur. Ég er skyldur munaðarleysingjanum, og móðir hans fól hann í mína umsjá. En honum skal verða kennt að elska þig og virða eigi að síður“. Herra Spencer þagði. Hann gat ekki þolað umhugsunina um að tapa Sidney úr umsjá sinni, sem minnti hann á æskudrauma sína. Svo fór hann að hugsa um möguleikann til þess að ná Sidney á sitt vald, án þess að Arthur Beaufort vissi. Þqssi ráðagerð þeirra Arthurs og Spencers fór öll út um þúfur þegar drengirnir hurfu. Þeir réðu við sig að skipta sér og fara að leita að þeim. Spencer, sem var ekki eins öruggur og hinir, fékk Sharp sér til aðstoðar, en Beau- fort og lögfræðingurinn fóru saman. „Tveir ferðamenn í leiguvagni með tveim- ur hestum fyrir, voru á ferð á veginum, sem minnst hefir verið á hér að framan. „Ég held“, sagði annar þeirra, „að óveðrinu sé að linna; þetta er ekki skemmtileg nætur- ferð!“ „Óvanalega leiðinleg, herra“, svaraði hinn, „og átján mílur til næsta gististaðar. Þessar fjarlægu byggðir eru langt á eftir öðrum með allt. En ég held nú samt að við náum þeim núna“. „Ég er dauðhræddur um eldri drenginn, Sharp. Hann virðist vera svoddan flökku- ræfill“. „Þú sérð, herra, hann er í félagi við „Dashing Jerry“; þeir hittust í gærkveldi, og hafa sjálf- mælt sér mót. Það væri það bezta dagsverk, sem að ég hefi unnið lengi, ef að ég gæti bjarg- að yngri drengnum frá því að vera eyðilagð- ur. Hann er á réttum aldri til þess að vera handhægt verkfæri í höndum óþokkanna. Ef að þeir gerðust innbrotsmenn, þá væri hann þeim ekki óþarfur — skjóta honum inn um rúðuop í glugga eins og ketti“. „Minnstu ekki á það, Sharp“, sagði hr. Spencer og stundi við; „og mundu að ef við íinnum hann og náum honum, þá skalt þú ekki segja orð um það við Beaufort“. „Ég skil, herra; ég fylgi ávalt þeim mönnum að málum, sem haga sér eins og herramenn“. í þessari svipan heyrðu þeir hátt kall. „Guð almáttugur, ef að þetta skyldu vera ræningjar!" sagði Spencer og nötraði á bein- unum. „Það er öllu óhætt, ég er vopnaður. Hver er að kalla?“ Þeir stönsuðu og maður kom að vagnglugg- anum. „Fyrirgefið þið“, sagði ókunni maðurinn; „það er drengur hérna svo þreyttur og veikur, að ég held, að hann lifi það ekki af, nema ef þið vilduð gjöra svo vel og taka hann með ykkur til næsta bæjar“. „Veikur drengur!“ sagði Spencer og teygði sig yfir herðarnar á Sharp til að reyna að sjá út um gluggann. „Hvar er hann?“ „Ef að þið vilduð gjöra svo vel og skilja hann eftir í Kings Arms, þá væri það sannar- legt góðverk“, sagði maðurinn. Sharp kleip í herðarnar á Spencer og hvísl- aði að honum: „Þetta er Dashing Jerry. Ég ætla að far út úr vagninum“, og hann opnaði dyrnar og fór út á veginn. Eftir litla stund kom hann með Sidney í fanginu. „Er eklíi þetta drengurinn?" spurði hann Spencer lágt, og tók annað ljóskerið, sem var framan á keyrslu- vagninum og bar það upp að andlitinu á Sidney. „Jú! Jú! Guði sé lof“, sagði Spencer. „Gjörið svo vel að skilja hann eftir í Kings Arm; við komum þangað eftir einn eða tvo klukkutíma“. „Við hverjir?“ spurði Sharp óþýðlega. „Ég sjálfur og bróðir dengsins“. „Ó!“ sagði Sharp og reisti ljóskerið svo að Ijósið skein framan í hann. „Þú þekkir mig býst ég við, Dashing Jerry? Reyndu að verða á vegi mínum aftur, og berðu kveðju mína til félaga þíns og segðu honum, að ef hann haldi áfram að kvelja drenginn hér eftir, þá skulum við jafna sakirnar við hann, og hvað sjálfan þig snertir, þá ræð ég þér til að láta sem minnst á þér bera!“ Eftir að hafa gefið þessa aðvörun steig Sharp aftur inn í vagninn og skipaði öku- manninum að halda aftur á stað og flýta sér allt sem hann gæti. Tíu mínútum eftir að þeir fóru kom Philip og með honum voru tveir menn með börur, lukt og tvær ábreiður, sem heima áttu á bæn- um, er ljósið vísaði til. Staðurinn, sem hann hafði skilið Sidney eftir á, og hann þekkti aí mílupósti, sem var rétt hjá honum, var auður; hann kallaði óttasleginn og Kafteinninn svar- aði í nokkurri fjarlægð. Philip fór til hans og spurði eftir bróðir sínum.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.