Lögberg - 22.03.1951, Page 7

Lögberg - 22.03.1951, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1951 7 Skýrsla Póls Kolka læknis til Þjóðræknis- félagsins á órsþingi þess 1951 Heiðruð stjórn Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi: Kæru landar og vinir: Á stjórnarfundi Þjóðræknis- félagsins, sem ég mætti á skömmu eftir áramótin, gaf ég stutta skýrslu um ferðir mínar á vegum félagsins og benti á ýmis verkefni, sem mér, að ferð- ferðum þessum afstöðnum, virt- ist vera aðkallandi. Ég lofaði þá að gefa þessa skýrslu skriflega og vil hér með sýna á því nokk- urn lit. I. Starf mitt á þessum ferðum mínum var tvíþætt, annars veg- ar fólgið í fyrirlestrahaldi og kvikmyndasýningu, hins vegar í persónulegu kynningarstarfi, viðræðum við fólk að samkom- um enduðum og heimsóknum til landa eftir því, sem komið varð við. Um samkomurnar sjálfar er það að segja, að þær voru mjög misjafnlega sóttar, án þess að ég vilji leggja á það dóm, að hvað miklu leyti léleg á hverjum stað að því er snertir hentugan fundardag og um fundarboð, og veltur þá auðvit- að á mestu, að deildarstjórnirn- ar sýni bæði áhuga og hug- kvæmni í því að fá menn til að mæta, einkum hið yngra fólk. Tel ég heppilegt vegna þess, að útdráttur úr erindunum sé gef- inn á ensku, en þann hátt hafði ég á samkomum á Kyrrahafs- ströndinni og í Wynyard og tel það eina ástæðuna til ágætrar aðsóknar á þessum stöðum. Um val á kvikmyndum er það að segja, að ánægjan af þeim er ekki fyrst og fremst undir því komin, að þær sýni nýjustu framfarir á íslandi, svo sem stór- hýsi, verksmiðjur og þess hátt- ar, þótt það sé gott með öðru góðu. Fólk, sem að einhverju eða öllu leyti er alið upp á Is- landi, gleðst mest yfir því að sjá myndir, sem vekja hjá því bernskuminningar t. d. af skepn- um, en þær voru æskuvinir flestra, sem ólust upp í sveit. Að lokum skal þess getið í fundarsókn var óviðráðanlegum _ sambandi við samkomurnar, að ástæðum að kenna, en auðvitað ' áttu uppskeruannir stóran þátt í því á sumum stöðum. Á öðrum stöðum var fundarsókn langt fram yfir það, sem hægt var að búast við, t. d. í Vancouver, en þar hafði stjórn félagsdeildar- innar sent öllum skrásettum nieðlimum sérstakt fundarboð. Til athugunar eftirleiðis vil ég láta þá skoðun uppi, að ef kost- að er til slíkra ferða sem þessar- ar, en það tel ég mjög æskilegt, þá þarf að vanda mjög til alls undirbúnings, hafa sem nánasta samvinnu við deildastjórnirnar Rovatzos Flower Shop 253 Not.re Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Pbone 21 989—Res. Phone 38 151 Our Speclalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miss K. Chrlstle, Proprletress Eormerly with Robinson & Co Minnist í erfðaskrám yðar. Modern Jetvellers 678 Sargent Avenue Repairs to all makes oj WATCHES, CLOCKS, JEWELLERY AND RONSON LIGHTERS vestur á Kyrrahafsströnd töldu sumir aðgangseyririnn hafa ver- ið of lágan og að aðsókn hefði alls ekki orðið minni, þótt hann hefði verið heill dollar í stað hálfs, en um það tel ég mig ekki dómbæran. Þó vil ég benda á, að með þvi hefði sennilega fengist upp kostnaðurinn af ferð minni, jafnvel þótt ýmsu aldur- hnignu og félitlu fólki hefði ver- ið sendir aðgöngumiðar ókeypis. Annar þáttur ferðalags míns var fólginn í persónulegri kynn- ingarstarfsemi. Á flestum stöð- unum var kaffisamsæti eftir fundina, þar sem mér gafst tæki- færi til að heilsa fólkinu og spjalla nokkur orð við ýmsa, auk þess sem þá voru jafnan sungin íslenzk þjóðlög. Þetta tel ég mjög þýðingarmikið at- riði, bæði fyrir fyrirlesarann og áheyrendur, sem margir þrá ekki aðeins að heyra rödd frá gamla landinu, heldur að taka í útrétta íslenzka hönd og fá per- sónulegar fréttir frá Islandi, þar sem því verður viðkomið. Ég var stórhrifinn af þeirri á- nægju og gleði, sem skein út úr andlitum blessaðra landanna, þegar gamalkunnu íslenzku ljóðin og lögin voru sungin. Til þess að halda við tryggðinni til „ástkæra, ylhýra málsins" er ekkert ráð betra en að syngja það inn í hug og hjarta fólks. Um hinn þátt þ’ess persónu- lega kynningarstarfs, heimsókn- irnar á einstök heimili, er það að segja, að fátt hefir fengið mér eins mikillar gleði á ferð minni eða verður mér ógleym- anlegra. Veldur þar nokkuru um forvitni mín í að kynnast högum og heimilislífi íslend- inga vestan hafs, en engu síður sú gestrisni og einlæga hlýja, sem hvarvetna mætti manni. Því miður var tíminn víða af of skornum skammti til þess að sinna þessu eins og skyldi. Eink- um harma ég það, að mér gafst ekki tími til að heimsækja hina ágætu íslendinga í kringum Glenboro, Hayland og Riverton, en á síðasta staðnum var veðrið einnig til fyrirstöðu. I Árborg, North-Dakota, Seattle og Blaine hafði ég aftur á móti góðan tíma til að koma á mörg heimili og hafði þar prýðilega leiðsögu- menn, sem fórnuðu miklum tíma til fylgdar mér. Verða þeir dagar mér ógleymanlegir, sem ég ók um með þeim um blóm- legar íslendingabyggðir og mætti gestrisni og gleði, hvar sem barið var að dyrum. Það skal og tekið fram, að gististað- irnir, sem mér voru útvegaðir, voru hver öðrum yndislegri, og væri ég ekki bundinn í báða skó heima á Islandi, hefði þess- ari ferð minni sennilega lokið með því, að ég hefði gerzt flakk- ari að gömlum sið og orðið nokkurs konar Sölvi Helgason eða Símon Dalaskáld í Islend- ingabyggðunum hér vestan hafs. II. DEHORN YOUR CATTLE and Avoid the Marketing Penalty Plan Dehorning Campaigns — Caustic Young Calves Consult your Agricultural Representative or write to The Live Stock Branch TREAT ALL CATTLE FOR WARBLES Secure Warble Fly Powder through your Municipal Office. Get started on this job now — It will pay dividends. CONTROL CONTAGIOUS ABORTION (Bang’s Disease) Plan vaccination campaigns in your district. Consult a registered veterinarian and arrange for his services. A grant of $1.00 per head payable on all calves vaccinated. Improve the Quallty of Your Cattle By using a Pure Bred Bull Department provides 20% of Purchase Price. Maximum grant not to exceed $80.00. Policy available to owners of grade herds only. AUCTION SALES WINTER FAIR BUILDING, BRANDON BRED SOW SALE THURSDAY, APRIL 5th —12:30 P.M. PURE BRED BULLS AND FEMALES FRIDAY, APRIL 6th— 12:00 NOON Sales under auspices of the SWINE AND CATTLE BREEDERS’ ASSOCIATIONS II For further particulars apply to the E STOCK BRANCH, Department of Agriculture, Legislative Building, Winnipeg, Manitoba. Þá vil ég leyfa mér að benda stjórn Þjóðræknisfélagsins á ýmislegt, sem ég tel horfa til bóta og rétt að taka til athug- unar, ef starf Þjóðræknisfélags- ins á að geta náð fullum ár- angri. Verkefnin eru mörg og sum mjög erfið, en hafa aftur á móti svo mikið framtíðargildi, að varla er hægt að ganga fram hjá þeim. Mun ég í því sem- bandi benda á það, sem mér þyk- ir ábótavant í starfi félagsins, og vona ég, að það verði ekki tekið illa upp. Ég hef hitt hér marga landa, sem ta'la ágæta íslenzku, eins góða eða jafnvel betri en geng- ur og gerist heima á Fróni, en það fær heldur ekki dulizt, að íslenzkan er hvorki töm tungu né eyra alls þorra þess fólks, sem er af þriðju kynslóðinni hér vestan hafs og á þetta eink- um við um Winnipeg. Mér virð- ist, að víða hafi hvorki foreldr- ar né börn áttað sig á því, hversu dýrmætur arfur íslenzkan er, og er þetta ekki tilfinningamál ein- göngu, heldur blátt áfram praktiskt atriði. Það er hverj- um og einum gott veganesti að leggja út í lífið með menntun og fátt er jafn menntandi í víð- tækum skilningi eða gefur jafn góð skilyrði til menntunar eins og að læra íslenzku, eina lifandi klassiska málið, sem nú er talað á vesturhveli jarðar og er ekki aðeins móðir hinna skandinav- isku málanna, heldur og móður- systir ensku, þýzku og hol- lenzku. Þar að auki er íslenzk- an lykill að bókmenntum, sem öldum saman sköruðu langt fram úr því, sem skapað var á sama tíma og af sama tagi með- al hins hvíta kynstofns, og enn þann dag í dag eru á því máli skapaðar bókmenntir, sem þola samanburð við bókmenntir flestra annara landa. En íslenzk- an er erfitt mál og því er það mikill fengur að geta lært hana fyrirhafnarlítið af munni for- eldra sinna. Fyrsta og jafnvel önnur kynslóð íslendinga hér vestan hafs var sjálfmenntuð, af því að hún hafði drukkið ís- lenzkt mál með móðurmjólk- inni, og íslenzku landnemarnir stóðu því sem heild á hærra bókmenntalegu menningarstigi en nokkurt annað þjóðarbrot hér. Þessir yfirburðir eru því miður óðum að tapast. Frændur okkar, Skotar, hefðu haldið bet- ur á sínu, ef þeir hefðu átt sitt sérstaka og sameiginlega móð urmál og aðrar eins bókmenntir | á því eins og íslendingar. Þjóð- ræknisfélagið þyrfti að koma ungu fólki af íslenzku kyni í skilning um það, að hér getur það varla talizt dyggð gagnvart hinu nýja fósturlandi að afneita menningararfi feðra sinna, þótt það teljist vottur um þjóðholl- ustu í einræðisríkjum að ofur- selja foreldra sina í böðla hend- ur, ef svo stendur á. Sem betur fer eru Islendingar hér vestan hafns nú að koma upp háborg íslenzkrar menning- ar í Vesturheimi, þar sem er kennarastóllinn í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskóla. Sú háborg verður að komast upp og standa, þótt íslenzkan hverfi sem mælt mál meðal al- mennings, en æskilegast er, að íslenzkan lifi sem lengst á tungu fólksins, svo að kennarastóllinn verði ekki eins og „kirkja á öræfatindi“. Sú þjóð, sem nú bygir Island, telur ekki nema helming þess mannfjölda sem drepinn var í loftárásunum á Dresden á 24 klukkustundum, samkvæmt því, sem ég las í nýju hérlendu læknatímariti. Samt sem áður myndi ásýnd menningarinnar í heiminum breytast og verða svipminni, ef íslenzka þjóðin væri þurrkuð út. Það er af því, að íslendingar eiga sérstæða og sjálfstæða menningu og hana eiga þeir fyrst of fremst því að þakka, að í tæka tíð voru uppi menn, sem skráðu sögur fyrstu kynslóðanna í landinu. Ég trúi því, að amerísk menning eigi mikla framtíð fyrir sér, en þó því aðeins, að ekki sé kastað á glæ minningunni um landnám og lífsbaráttu fyrstu kynslóða hvítra manna hér í álfu. Það er skylda fólks af íslenzku kyni og þá Þjóðræknisfélagsins fyrst og fremst að varðveita frá glöt un allar leifar hins íslenzka landnáms hér og leggja með því fram íslenzkan skerf til fram tíðarmenningar Vesturheims. Til þess þarf að bjarga öllu því, sem bjargað verður viðvíkjandi lífi og starfi landnemanna og fyrstu kynslóðanna, ná mynd- um af þeim, upplýsingum um ætterni þeirra og ættartengsli við gamla landið, sögum af afrekum þeirra og séreinkenn- um. Nú á sú villimennska sér stað meðal íslendinga hér í álfu, að ljósmyndum af landnemum og fágætum, dýrmætum bókum á íslenzku er ýmist brennt eða þeim hent út á sorphaug. Merk- ur maður hér skýrði mér ný- lega frá því, að hann hefði fund- ið fágætar , íslenzkar bækur á sorphaugnum utan við bæinn, sem hann býr í. Mér var einnig skýrt frá því, að við dauða eins íslendings, sem áratugum sam- an hafði safnað bókum, blöðum og tímaritum, hefði öllu safni hans verið brennt, af því að það var stórt fyrirferðar. Þjóð- ræknisfélagið verður að fá góða menn í hverri íslendingabyggð til að bjarga því, sem hægt er, af gömlum bókum og gömlum ljósmyndum, að ég nú ekki tali um kirkjubókum úr söfnuðum íslendinga. Sama er að segja um gömul íslenzk örnefni, sem fullt er af, einkum í N-ja-Islandi. Það eru síðustu forvöð með margt af þessu, en betra er seint en aldrei. Kveðja til þjóðræknisþingsins Eftir dr. RICHARD BECK, forseta. frceOafélagsins „The Society for the Advamcement of Scandinavian Study“. Herra forseii! Kæru landar! Ég vil hefja mál mitt með því að flytja þjóðræknisþinginu hugheilustu kveðjur og óskir háskóla míns, ríkisháskólans í Norður-Dakota, og forseta hans, dr. John C. West; en hann er, eins og kunnugt er, heiðursfé- lagi Þjóðræknisfélagsins og hef- með mörgum hætti sýnt í ír verki góðvild sína í garð íslend- inga. Sem forseti Norræna fræða- félagsins ameríska, „The Society for the Advancement of Scand- inavian Study“, er mér það einn- ig sérstaklega kært hlutverk.að mega færa þingheimi innileg- ustu kveðjur og velfarnaðarósk- ir þess félagsskapar; og það því fremur, sem umrætt ferðafélag stendur nú á fertugu. Á félagið því langa, og óhætt má segja, harla merka sögu sér að baki, sem er fyllilega þess virði, að hún sé hér rakin í nokkrum megindráttum. Eins og nafn þess bendir til, vinnur „The Society for the Advancement of the Scandinav- ian Study“ að eflingu og út- breiðslu norrænna fræða vest- an hafs; nær starfssvið þess til Norðurlandanna allra, sögu þeirra, bókmennta og menning- ar, að fornu og nýju. Félagsfólk þess, sem skiptir allmörgum hundruðum og er að finna bæði í Bandaríkjunum og Canada, þó fleira sé af því sunnan landa- mæranna, er einnig af öllum þjóðstofnum Norðurlanda. I þeim hópi eru, sem vænta má, háskólakennarar í norrænum og germönskum fræðum víðs- stein í framtíðarbyggingu ame- rískrar menningar, þá eru þeir ættlerar, lélegir synir feðra sinna og enn þá lélegri feður af- komenda sinna. Ég álít það höfuðnauðsyn, að Þjóðræknisfélagið hafi fastan erindreka í þjónustu sinni, sem ferðaðist um allar íslendinga- byggðir, safni saman gömlum íslenzkum ljósmyndum og bók- um, skrásetji merkilegar frá- sagnir frá landnámsöldinni hér, skrifi upp eða öllu heldur ljós myndi allar kirkjubækur, sem til eru, og reyni að hafa upp á ættum þeim, sem komnar eru af landnemunum. Það þarf að glæða áhuga manna í hverju byggðarlagi fyrir þessu og að sjálfsögðu að hafa um þetta sam vinnu við fræðimenn á íslandi, þegar um er að ræða ættfærslu eða annað, sem ræturnar standa að þar heima. Ef þetta tekst, þá mun Þjóðræknisfélagsins verða minnst hér í landi öldum saman og nafn þess verða skráð bæði menningarsögu íslands og Ameríku. -☆- Hér vestra er margt ágætra íslendinga, en það þarf að skipu- leggja og samræma krafta þeirra í þessum tilgangi og það verður Þjóðræknisfélagið að gera, annars verður það ógert. Til þess þarf auðvitað fé, en það ætti að vera auðfengið, ef vilj- vantar ekki. Bláfátækir landnemar sameinuðu krafta sína þegar á fyrstu árunum til þess að koma sér upp kirkju 1 hverri sveit, launa presta og gefa jafnvel út blöð og tímarit. Ef allar þær þúsundir manna af íslenzku kyni, sem nú búa í þessari heimsálfu, fást ekki til að leggja fram nokkur þúsund dollara árlega til þess að bjarga íslenzkum menningarverðmæt- um frá glötun og leggja með því Ég get því miður ekki varið lengri tíma til dvalar hér vest- an hafs, þótt mér hefði þótt vænt um að fá að mæta sem gestur á ársþingi Þjóðræknis- félagsins. Ég vil því biðja stjórn þess að koma á framfæri inni- legu þakklæti mínu til allra þeirra mörgu, sem á einn og annan hátt hafa gert mér dvöl- ina hér ánægjulega og ógleym- anlega og sýnt mér gestrisni og vináttu. Ég þakka stjórn Þjóð- ræknisfélagsins af heilum hug boð hennar, ágæta samvinnu og allan höfðingshátt hennar minn garð. Ég fer héðan betri íslendingur en ég kom, því að ég er snortinn af þeirri fölskva- lausu og einlægu ást til gamla ættlandsins, sem ég hef fundið meðal svo margra, sem ég hitti, en ekki eiga tækifæri til að líta það öðru vísi en í anda. Holl- vættir íslands haldi hendi sinni yfir þeim og yfir starfi Þjóð- ræknisfélagsins í nútíð og 1 framtíð. vegar um þessa álfu, og einnig fjöldi karla og kvenna, sem á- huga hafa á bókmenntum og menningu Norðurlanda og vilja varðveita þá menningararfleifð sína sem lengst og gera hana sem arðbærasta í andlegu lífi hérlendis. Hér er því í rauninni um allsherjar norrænt menn- ingarfélag að ræða. Stjórn fé- lagsins hafa einnig skipað og skipa fræðimenn úr flokki allra Norðurlandaþjóða, og stundum einnig áhugasamir leikmenn í þessum efnum. I meir en 30 ár hefir félagið gefið út fræðiritið Scandinavian Studies (áður Scandinavian Studies and Noles), er nú kemur út sem ársfjórðungsrit, og flyt- ur það í anda stefnuskrár félags- ins, ritgerðir og ritdóma um bókmenntir, sögu og menningu Norðurlanda, og hefir eigi lítill hluti af því efni snert ísland og íslenzkar bókmenntir, ekki síst fornbókmenntirnar. Á ársfundum félagsins, sem löngum eru haldnir á einhverj- um háskóla þar sem norræn fræði eru kennd, eru alltaf flutt allmörg erindi um norrænar bókmenntir eða málfræðileg efni, og eru það engar ýkjur, þó sagt sé, að ísland hafi þar sannarlega ekki orðið útundan. Eru þeir líka margir í hópi hinna amerísku fræðimanna, sem mest hafa komið við sögu félags- ins og staðið þar og standa í broddi fylkingar, er lagt hafa sérstaka rækt við íslenzk fræði og eru einlægir vinir og velunn- arar Islands og íslendinga. Þó að tími leyfi eigi að nefna nöfn slíkra fræðimanna að þessu sinni, því að þau skipta tugum, tel ég mér skylt, og er það að sama skapi ljúft, að minnast á- huga þeirra á islenzkum fræð- um og starfs þeirra á því sviði, á þessum merku tímamótum í sögu Norræna fræðafélagsins ameríska, sem þeir og aðrir sam- herjar þeirra stofnuðu fyrir 40 árum. Ég veit, að vér erum öll sam- mála um það, að þeir ágætu fræðimenn, sem þar eiga hlut að máli, hafi innt af hendi hina þakkarverðustu menningar við- leitni í vora þágu. En það fræði- starf þeirra, erlendra manna, og starfsemi Norræna fræðafélags- ins ameríska í heild sinni, er tekur um svo margt til íslands, getur einnig verið oss áminning um það, hve auðuga bókmennta- og menningararfleifð vér höfum að erfðum hlotið. Það eitt sér, að tugir fræðimanna og kvenna (því konurnar hafa einnig lagt þar fram sinn góða skerf) í hin- um merkustu menntastofnunum víðsvegar um Vesturálfu láta sér sérstaklega um það hugað að kenna og túlka íslenzkar bók- menntir og menningarsögu, er ærinn vottur um viðurkennt gildi þeirra menningarverð- mæta vorra. I því felst eigi að- eins áminnig, heldur eggjan ti) vor íslendinga. Því hefir mér einnig þótt sæma að draga athygli yðar landa minna að sögu og starfi Norræna fræðafélagsins ame- ríska, um leið og ég í nafni hinna mörgu norrænu bræðra og systra vestan hafs, sem fylla flokk þess og styðja það að starfi, tel mér mikinn sóma að því að flytja þjóðræknisþinginu 1 bróðurlegar kveðjur og heilla- óskir. Fullviss er ég þess, að þær kveðjur slá á næma strengi í brjóstum ykkar, því að óhögg- uð standa orð Einars Benedikts- sonar í kvæði hans til danska stúdentaflokksins aldamótaárið: Winnipeg, 25. janúar 1951 P. V. G. Kolka „Vor forna tunga’ á auð af góðum orðum, og uppruninn hann tengir þjóð við þjóð. Vor forna saga’ er ættfróð eins og forðum; í ættum okkar rennur frænda- blóð‘

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.