Lögberg


Lögberg - 28.06.1951, Qupperneq 1

Lögberg - 28.06.1951, Qupperneq 1
64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1951 1 NÚMER 26 íslenzku byggðarlögin vestan Manitobavatns veita kenslustólsmólinu einhuga fylgi Eins og skýrt hefir verið frá, var séra Egill H. Fáfnis, forseti lúterska Kirkjufélagsins, nýlega sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar, og fór afhending orðunnar fram á lýðveldis- hátíðinni að Mountain, þ. 18. júní. I því sambandi var mynd þessi tekin, og sýnir það, er dr. Richard Beck, vararæðis- maður íslands 1 N. Dakota, óskar séra Agli til hamingju, eftir að hafa afhent honum heiðursmerkið. Lýðveldishátíðin að Mountain, N. Dak. Eins og skýrt hefir verið frá í tveimur síðustu blöðunum ís- lenzku* eru nú íslenzku byggð- irnar hver af annari að taka ís- lenzka háskólastólsmálið upp á arma sér, ekki einungis stærstu og fjölmennustu eða elztu og kunnustu byggðirnar, heldur og fámennari og afskektari byggð- irnar líka. Mikið fagnaðarefni er það, að geta skýrt frá því, að nú hafa íslendingar við norðvestur strönd Manitobavatns hafist handa um að leggja fram sinn skerf til þessa mikla menning- armáls. Þessir íslendingar búa í Reykjavík, Wapah, Lonely Lake og Bay End. Þessar byggð- ir liggja saman og eru þar alls um 26 íslenzkar fjölskyldur. Þótt þessi hópur sé ekki stór að tölu þá er hann stórhuga. Síðastliðinn laugardag, 23. júní, boðuðu byggðarbúar til fundar í hinu myndarlega samkomu- húsi, Rancher’s Hall, sem þessar fjórar byggðir reistu með sam- eiginlegu átaki fyrir fáum árum. Mr. J. Ragnar Johnson frá Wapah skýrði frá tilgangi fund- arins, sem var sá, að athugá möguleika til þess, að íslending- ar á þessu svæði yrðu stofnend- ur að íslenzku kensludeildinni við Manitobaháskóla með þús- und dollara fjárframlagi eða meira. Mælti hann vel og drengi- lega með því máli, og kynti síð- an fyrir fundarmönnum fjóra gesti, er komnir voru frá Winni- peg til að sitja fundinn fyrir hönd framkvæmdarnefndarinn- ar, þau W. J. Lindal, dómara og Mrs. Lindal, og Einar Pál Jóns- son, ritstjóra og Mrs. Jónsson. Bauð Mr. Johnson gestunum að taka til máls og það gerðu þeir og útskýrðu þá hugsjón, sem að baki liggur kenslustólsmálinu; ennfremur gerði Lindal dómari glögga grein fyrir því, á hvert stig málið er komið og hve æski- legt það væri að afla ekki ein- ungis fjár til að koma því í framkvæmd, heldur og góðvilja allra íslendinga í garð þess. Þá ræddi byggðarfólk málið og kom fljótt í ljós mikill góð- hugi og eining. Athyglisvert var það, að fólk af öðrum þjóðflokk- um, sem gift er íslendingum, hafði ekki síður áhuga fyrir þessu málefni en landarnir og lögðu því gott til. Ákveðið var að kjósa fimm manna nefnd í málið og gefa henni heimild til að bæta fleirum í hana. Þessir voru kosnir: J. Ragnar Johnson, frá Wapah, formaður; Miss Margrét Sigurd- son, frá Reykjavík, skrifari; Mrs. Rúna Mailman, frá Bay End, vara-skrifari; Mrs. Alfred Klein, frá Lonely Lake, féhirðir; og Mrs. Ingvar Kjartanson. frá Reykjavík. Nefndin ákvað að taka til starfa sem fyrst og fundi var slitið með því að allir sungu Eldgamla ísafold. ----☆---- Stuti ferðasaga. Ferðafélögunum frá Winnipeg rnun lengi verða minnisstæð þessi ferð; þeir voru í rauninni að kanna ókunna stigu. Lagt var af stað í blíðviðri stuttu eftir klukkan 9 á laugardagsmorgun- inn vestur til hins gamla og söguríka sléttubæjar, Portage la Prairie og þaðan norðvestur til Neepawa, sem er snotur bær með um 2500 íbúum. Síðan var ekið í hánorður um 60 mílur til Ste. Rose da Lac. Var fagur^ út- sýni á þeirri leið, grænir akrar til beggja handa og Riciing hæðirnar í nokkurri fjarlægð 1 vestri. Ste. Rose er franskur bær; hinn silfurmálaði turn ka- þólsku kirkjunnar ber við him- inn, en að öðru leyti er þorpið fremur lákúrulegt. Nú var snúið austur og ekið eftir ágætum möl- bornum vegi með smávöxnum poplarskógi og mýraflóum til beggja handa. Þrír viltir dýra- kálfar hlupu yfir brautina. Það er einkennilega heillandi að ferðast gegnum þennan frum- skóg. Eftir 30 mílna akstur koma í ljós heylönd og nú sjást mynd- arleg bændabýli. Við erum kom- in til Lonely Lake, um 225 míl- ur frá Winnipeg. Við förum fram hjá samkomuhúsinu og rétt í því mætum við tveim bíl- um og verður þar fagnaðar- fundur, því þar eru komnir kunningjar og vinir, þær syst- urnar Regina og Margaret Sig- urdson frá Winnipeg, sem eru þar í heimsókn hjá bróður sín- um, og Mr. og Mrs. J. Ragnar Johnson, öll á leið til fundar- staðarins og þar hittum við fyrir Mr. og Mrs. Kristján Alfred, sem áður höfðu átt heima í Win- nipeg. Smám saman bættust fleiri og fleiri í hópinn og tók alt þetta fólk okkur opnum örmum. Að loknum fundi, er enn hald- ið áfram norðaustur að vatríinu áleiðis til Reykjavíkur og nú er búsældarlegt um að litast; við ökum meðfram afrétt þar sem mörg hundruð gripir eru á beit. Bændur eiga eða leigja þessa af- rétt sameiginlega. — Á þessum slóðum er aðallega lögð stund á griparækt og eiga flestir bænd- ur hátt á annað hundrað gripi og þar yfir, þar að ^uki hafa þeir um vetur afnot af vatninu til fiskjar. — ,Við erum boðin í kveldverð hjá Mr. og Mrs. Ingvar Kjartanson póstmeistara í Reykjavík. Á borð er borin rúllupylsa, hangið kjöt, reyktur fiskur og margt annað góðgæti og tökum við heldur en ekki hraustlega til matar. Hjá þeim hjónum dvelur móðir Ingvars, frú Sigríður Kjartansson, skýr kona og fram- úrskarandi ungleg eftir aldri, mun hún elzta íslenzka konan í byggðinni. Var sérstaklega á- nægjulegt að tala við hana. Ekki máttum við fara án þess að heilsa upp á öldung byggðar- innar, Ingimund Ólafsson. Strax eftir kveldverð kvöddum við með þökkum Kjartansons fjöl- skyldunni og fórum norður til sonar Ingimundar og tengda- dóttur Mr. og Mrs. Guðm. Ólafs- son. Ingimundur var kátur og hress og fylgist svo vel með öllu, sem er að gerast í stjórnmálum og öðrum málum, að unun var að skrafa við hann. Nýtur hann mikillar virðingar í byggð sinni. í stofunni hékk fagurt málverk, sem dóttir hjónanna hefir gert, Lillian Ólafsson. Dáðumst við mikið að því. En nú var tími okkar orðinn naumur. Við hefðum viljað heimsækja Wapah og Bay End, og allar íslenzku fjölskyldurnar á þessum slóðum, en til þess gafst enginn tími. Margir höfðu þá um daginn boðið okkur gist- ingu og þáðum við boð Mr. og Mrs. Kristjáns Alfred að Lonely Lake. Það heimili var á heim- leiðinni. Við fórum til baka suður Reykjavíkur-tanga; eygðum að- eins fyrstu landnámsjörðina — Ingimundar Erlendssonar. Á vatnsbakkanum, þar sem beygt er vestur til Lonely Lake, býr Jón Erlendsson, sonur Guðjóns Erlendssonar landnámsmanns. Þangað lítum við snöggvast inn og heilsum upp á hann og konu hans, sem er skólakennari byggð arinnar, og bróður hans, Gústaf, svo og hin fallegu börn þeirra, sem öll eru að hlakka til að fara á útiskemtun mikla 1 Ste. Rose næsta dag. Hjá Alfreds hjónum og hinum gjörfulega syni þeirra, Stanley, njótum við ágætrar hvíldar og næsta morgun kveðjum við þessar vingjarrílegu byggðir, þessar lítt þekktu byggðir. I þessum afskektu en fögru byggðum stendur nú hagur fólksins í miklum blóma. Öll hemilin, sem við hemsóttum, voru nýleg og falleg, búin nýj- ustu þægindum og tækjum. Það sem mest hefir háð fólkinu á undanförnum árum hefir verið einangrun og örðugar samgöng- ur. En nú eftir 50 ár lánaðist það loks, að fullgera akveginn frá Ste. Rose svo fær væri yfirferðar hvernig sem viðraði. Þessar byggðir hafa ávalt þráð að sam- tengjast íslenzku byggðunum hinu megin vatnsins bæði vegna þess að samgöngur með bílferju eða brú, myndi veita þeim greið- an aðgang að þjóðræknislegum samkomum og auk þess stytta veginn að Winnipeg-markaði fyr ir framleiðslu þeirra um nálega hundrað mílur. Mjósundið er að- eins hálf míla á breidd, og ís- lenzka fólkinu beggja megin við sundið er það vafalaust áhuga- mál að það verði með einhverj- um hætti brúað. Eins og í öllum frumbyggðum íslendinga vestan hafs, áttu fyrstu búendurnir við ramman reip að draga; þeir voru, eins og forfeður þeirra, af traustum, nor rænum stofni komnir, er færðist í ásmegin við eldraun hverja. Og hvað gaéti hugsast fegurra en það, að afkomendur þeirra reistu því lifandi minnismerki, er þeir unnu mest: íslenzkunni, ísle’nzku bókmentunum og ís- lenzkri sögu? Margt manna víðsvegar úr Is- lendingabyggðinni á þeim slóð- um, og víðar að, sótti lýðveldis- hátíðina að Mountain, N. Dak., þ. 18. júní, þrátt fyrir rigningar- legt útlit fram að samkomubyrj- un; en þá heiddi í lofti og varð hið fegursta veður, er hélst þar til samkomunni lauk. Guðmundur J. Jónasson, forseti þjóðræknisdeildarinnar „Bárunnar“, er stóð að hátíða- haldinu, setti samkomuna og las upp frumort kvæði, er vel var tekið; síðan kvaddi hann dr. Richard Beck til þess að hafa samkomustjórn með höndum. Rak nú hver ræðan aðra, með söng milli þeirra til tilbreyt- ingar. M. F. Björnsson, bæjarstjóri á Mountain, bauð samkomugesti velkomna í skemmtilega rímuðu ávarpi. Bað samkomustjóri því- næst hljóðs F. M. Einarsson rík- isþingmanni, er, með hlýjum orðum, kynnti hátíðargestum ríkisstjórann í Norður-Dakota, herra Norman Brunsdale, sem sýnt hafði íslendingum þá vin- semd og sæmd að sækja hátíð- ina og flytja þar ræðu. Mælti ríkisstjórinn fögrum viðurkenningarorðum í garð Is- lendinga og vottaði frumherjun- um virðingu sína og þökk; en annars fjallaði ræða hans um þegnskyldur og þegnskap, og var máli hans ágætlega fagnað. Sem íslenzkur vararæðismað- ur í Norður-Dakota flutti sam- komustjóri síðan kveðju ríkis- stjórnar íslands og heimaþjóðar- innar, sem féll að vonum í frjóan jarðveg hjá tilheyrendum. Eins og tilkynnt hafði verið, fór fram á samkomunni afhend- ing fálkaorðunnar íslenzku, sem forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, hafði stuttu áður sæmt séra Egil H. Fáfnis, sókn- arprest í N. Dakota og forseta Kirkjufélagsins lúterska. En áður en sú athöfn færi fram, af- henti frú Bertha Beck, með nokkrum velvöldum orðum, frú Ellen Fáfnis fagran blómvönd í nafni íslenzku vararæðismanns- skrifstofunnar. Að því loknu ávarpaði vara- ræðismaðurinn séra Egil, þakk- aði honum, fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar íslenzku og heima- þjóðarinnar, unnin störf í þágu vestur-íslenzkra kirkjumála og annarra menningarmála, árnaði honum framtíðarheilla, og af- henti honum síðan riddarakross fálkaorðunnar, eftir að hafa les- ið upp útnefningarskjalið, er fyigdi. Séra Egill þakkaði fögrum orðum þann sóma, sem ríkis- stjórnin íslenzka og heimaþjóðin hafði sýnt honum með orðuveit- ingunni, og flutti síðan snjalla ræðu um efnið: „Hvers vegna ég vil vera íslendingur“, og færði mörg rök og sterk málstað sínum til stuðnings. Frú Hólmfríður F. Daníelson frá Winnipeg, sem stödd var í byggðinni á vegum þjóðræknis- deildarinnar, hélt þvínæst góða ræðu, er einkum fjallaði um fræðslustarf hennar (íslenzka söngkennslu) meðal barna og unglinga, á vegum deildarinnar. Milli ræðnanna skemmtu með einsöng frú Morris Jónasson og frú Sam Ólafsson, en með tví- söng frú W. G. Halldórsson og frú G. S. Goodman, en undirleik önnuðust þær frú V. Ólafsson og frú S. Samson. Einnig voru sungnir íslenzkir og amerískir ætt j arðarsöngvar. Var ágætur rómur gerður að ræðum og söng. En í samkomu- lok buðu íslenzku söfnuðirnir öllum hátíðargestum til kaffi- drykkju í samkomuhúsi Moun- tainbæjar, og var þar veitt ai: mikilli rausn og með þeirri prýði, sem íslenzkum konum er eiginleg. Mun óhætt mega segja, að há- Gestir frá íslandi Um miðja viku komu hingað systkini, Dr. Sigurður Jónsson, prófessor í lyfjafræði við New England School of Pharmacy í Boston, og Ragnhildur Jónsdótt- ir, er starfar á skrifstofu í Min- neapolis; þau eru ættuð úr Flat- ey á Breiðafirði. Dr. Sigurður stundaði nám við ríkisháskólann í Delaware, og hlaut þar doktorsgráðu í efna- vísindum; þessi prúðu og glæsi- legu systkini komu til borgar- innar þeirra erinda, að heim- sækja frænku sína frú Þórdísi Fisher. Síðastliðið laugardagskvöld komu hingað frá höfuðborg ís- lands, Þorbjörn Jónsson iðju- höldur, ættaður úr Borgarfirði hinum syðra, og frú hans Svan- hildur Jóhannsdóttir, ættuð frá Ólafsey í Breiðafirði. Þorbjörn er bróðir frú Vilborgar konu Peters Andersonar kaupmanns, og dvelja þau hér fram eftir sumri í gistivináttu þeirra hjóna. Fimtugsafmæli Síðastliðinn þriðjudag átti W. J. Jóhannsson, leikhússtjóri í Pine Falls hér í fylkinu fimtugs- afmæli, og munu margir hugsa hlýtt til hans í tilefni af þessum merka æviáfanga. W. J. Jóhannsson er fæddur í Winnipeg, sonur hinna kunnu merkishjóna Ásmundar P. Jó- hannssonar byggingarmestara og fyrri konu hans frú Sigríðar Jónasdóttur; mentunar sinnar naut hann í þessari borg, en hug- ur hans hneigðist snemma inn á svið viðskiptalífsins; hann er kvæntur Kristínu, dóttur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Thorvardson, sem lengi hafa verið búsett í jessari borg, hinni mestu mynd- arkonu; þau Walter og Kristín eiga eina glæsilega, fulltíða dóttur, Lorraine að nafni, sem starfar í Winnipeg. Walter J. Jóhannsson er skýr- leiksmaður, drengur góður, og manna vinfastastur eins og hann á kyn til. Lögberg óskar afmælisbarninu langra lífdaga og framtíðar- heilla. Risavaxið fyrirtæki Nýlega hefir tekið til starfa risavaxið fyrirtæki í East St. Paul skamt frá Winnipeg, ný olíuhreinsunnarstöð, sem Im- perial Oil hefir hrundið af stokk- um; að koma þessu bákni á lagg- ir, er veitir fjölda manns stöð- uga atvinnu, hefir kostað 10 miljónir dollara; hráolíunni er veitt til verksmiðjunnar alla leið frá Alberta; gert er ráð fyrir að ársframleiðslan nemi um 50 miljónum dollara. Frá Kóreu Þó undanfarna daga hafi all- mikið verið talað um vopnahlé í Kóreu, eru þó daglega háðar þar mannskæðar orustur, þar sem veltur á ýmsu og viðhorfin breytast á víxl frá degi til dags; þó mun herjum sameinuðu þjóð- anna hafa veitzt í flestum til- fellum nokkru betur en komm- únistum. tíðin ha’fi verið hlutaðeigendum til mikils sóma, enda var það mál manna, að hún hefði um allt verið hin ánægjulegasta. í nafni okkar hjónanna þakka ég úndirritaður ágætar viðtökur og gestrisni, og aðrir aðkomu- menn og konur taka vafalaust einnig í sama streng. Richard Beck Ingibjörg Jónsson Ungu prestshjónin í Seattle, Washington Séra Eric H. Sigmar og frú Svafa Sigmar Hér gefur að líta hin ungu og glæsilegu prestshjón Hallgríms- safnaðar, er gefin voru saman í hjónaband þann 14. þ. m. Frá brúðkaupinu var ítarlega skýrt í fyrri viku.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.