Lögberg - 28.06.1951, Síða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1951
7
Alaska er ónumið land
í Alaska er lalið að séu líísskilyrði fyrir 10 milljónir manna
en þar eru nú læplega hundrað þúsundir.
Alþjóðabankinn veitir íslandi 40 milljón króno
lón til virkjana Sogs og Laxór
Rætt um möguleika á láni til byggingar áburðar- og sements-
verksmiðju og til landbúnaðar
Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra kom heim úr utanför vegna
þessara mála í gærmorgun og skýrir lesendum Tímans frá við-
ræðum og erindislokum í viðtali.
Ég lagði af stað vestur um haf ásamt Jóni Árnasyni banka-
stjóra hinn 17. maí s.l. og var förinni heitið til Washington
til þess að ræða við forráðamenn Alþjóðabankans, sem þar
hafa aðsetur sitt, sagði Eysteinn Jónsson, fjármálaráð-
herra, er tíðindamaður blasins hitti hann að máli í gær,
nýkominn heim.
Hér birtist grein um Alaska
eftir danskan blaðamann, Th.
Gorgius, þar sem brugðið er upp
mynd af víðáttu og ríkidæmi
þessa mikla og að mestu óbyggða
lands, sem hernaðarleg viðhorf
hafa dregið augu margra að nú
sem stendur.
Varnir Banadríkjana
og Alaska.
Eisenhower segir aldrei margt,
— og þess vegna er tekið eftir
því, sem hann segir. Fáum dög-
um eftir að hann sagði, að víg-
búnaði Bandaríkjanna h e f ð i
hrakað verulega kom tillaga
hans um að efla varnir landsins.
Þær voru í fjórum liðum.
1. Efla skyldi varnir Alaska
°g flugvallanna miklu þar gegn
árásum fallhlífasveita.
2. Koma skyldi upp föstum
her í Alaska, vel æfðum og vel
búnum og hafa þar radartæki
svo þétt, að fylgjast mætti með
flugferðum.
3. Loftherinn skyldi aukinn.
4. Koma skyldi upp sérstök-
um vörnum gegn kafbátahern-
aði.
Með þessu var lögð ný og auk-
in áherzla á þýðingu Alaska.
Jafnt Norðurlöndum.
Alaska er mikið land, 1,5 millj.
km. Þetta land er því álíka stórt
og Noregur, Svíþjóð og Finn-
land með svo sem 10 Danmerk-
ur til uppfyllingar. Það á vel við
að jafna landinu við Noreg, Sví-
þjóð og Finnland, því að það
liggur á svipuðu breiddarstigi,
60—70 gráðu norðurbreiddar.
Osló, Stokkhólmur og Helsing-
fors eru á sextugasta breiddar-
stigi en norðurendi Skand-
inavíu teygir sig yfir 70. breidd-
arbaug. En þar sem Noregur,
Svíþjóð og Finnland hafa 11, 15
°g 10 íbúa á ferkílómetra hefir
hver Alaskaíbúi til jafnaðar 19
ferkílómetra til að spóka sig á.
Þessi mikli skagi er því eitthvert
strjálbýlasta land jarðarinnar.
Það eru um það bil 94 þúsund
manns í Alaska. Það eru hvítir
unenn, Indíánar, Eskimóar og
Aleutar. Landfræðilega er AI-
aska skagi, en stjórnfræðilega
er það eyja, sem heyrir til Banda
ríkjunum. Alaska er nýlenda
Bandaríkj amanna og það þarf
margt að breytast þar til eðli-
lega má kalla það 49. fylki Banda
ríkjanna.
Landið. sem Rússar seldu.
Ræðum ekki hér um það, hver
fyrstur fann Alaska. Vel mætti
það verða til að kveikja deilur
um milliríkjamál. Rússneskur
leiðangur, sem Daninn Vitus
Bering stjórnaði kannaði strönd
ina við St. Elias og lifnaðarhætti
Aleuta 1741.
Alaska hefir aldrei verið mik-
ils metið land, nema þá í hern-
aðarlegu tilliti. Rússland helg-
aði sér þetta nýja land, en varnir
þessa fjarlæga lands í annarri
heimsálfu voru þá svt/’ óhægar,
að keisarinn leysti sig frá þeim
vanda með því að selja Banda-
ríkjamönnum Alaska fyrir lítinn
Pening. Kaupverðið var 7,2 millj.
dollara. Rússar sjá áreiðanlega
sárlega eftir þessari verzlun í
dag. Bæði hafa flugsamgöngur
raskað öllu mati á fjarlægðum,
°g svo var verðið hlægilegt. Það
vita Bandaríkjamenn a 11 r a
^anna bezt nú orðið. Árið 1867
toku þeir við landinu og síðan
Jafa þeir grætt meira en tvo og
dalfan milljarð dollara á því eða
o50 sinnum meira en kaupverð-
lnu nam. Gróða sinn hafa þeir
engið í fiski, loðskinnum, málm
um 0g timbri.
Af Rússa hálfu hefir stundum
verið rætt um að fá Alaska aft-
ur. Ameríkumenn ljá ekki máls
? Hið mikla verðmæti lands
lns verður mönnum alltaf betur
°g betur ljóst. í heimsstyrjöld-
lnni seinni óttuðust menn að
Japanir kynnu að fá þá hug-
^ynd að hertaka Alaska til að
§era þaðan loftárásir á iðnaðar-
orgir Bandaríkjanna. Kæmi
Þriðja heimsstyrjöldin g æ t u
menn haft tillögur Eisenhowers
til hliðsjónar.
Fallbyssur, sem snúa
að Kanada.
Árið 1933 var allur herafli
Bandaríkjanna í Alaska 245
menn. Þeir höfðu bækistöðvar í
grennd við landamæri Kanada
og af gömlum vana sneru fall-
bys'sur þeirra hlaupum sínum að
Kanada!
Alaska hefir ekki enn orðið
styrjaldarvettvangur. En tvennt
var þó gert, sem verða mátti til
öryggis og rauf einangrun lands
ins. Lögð var akbraut frá Banda-
ríkjunum til Alaska, svo að land
ið væri ekki algjörlega komið
upp á flutninga á sjó. Þúsund
km. löng olíuleiðsla var lögð frá
næstu olíulindum í Kanada. Sú
leiðsla var þó misheppnuð og
kom aldrei að notum. Sumir
segja, að olíufélögin hafi ekki
viljað missa atvinnu fyrir tank-
skipin og þess vegna hafi þau
fengið menn til að gera leiðsl-
una sviksamlega.
Nú hafa fundizt olíulindir 1
Norður-Alaska, og því þarf ekki
langar leiðslur til að birgja land-
ið upp. Þar eru líka mörg önn-
ur ónytjuð náttúruauðæfi. Hing-
að til hefir auður Alaska yfir-
leitt verið fluttur úr landi og
þeir, sem nutu gróðans festu
hann í fjarlægu landi. Á þann
hátt verður ekki lífvænlegt þjóð-
félag byggt upp. Nú eru að verða
straumhvörf í þessum efnum í
sambandi við það, að landið verð
ur vígbúið sem útvirki Ame-
ríku.
Framtíðarland.
Lífsskilyrði eru góð í Alaska.
Þar er ekki heimsskautaloftslag
nema nyrzt í landinu. Þrír
fjórðu hlutar landsins eru að
veðráttu og náttúrufari jafn vel
byggilegir hvítum mönnum og
Svíþjóð eða Noregur. Ræktað
land í Noregi et álíka mikið og
tíundi hluti af ræktanlegu landi
í Alaska. Auk þess eru þar beit-
arlönd mikil fyrir hreindýr.
Skógur er níutíu sinnum víð-
áttumeiri þar en í Svíþjóð. Gull-
vinnsla er þar mikil og kopar-
námur miklar. Ekki er fyllilega
kannað, hvort járnnámur eru
þar, en þar er bæði kol og marm-
ari. Laxveiði og selveiði er rek-
in þar í stórum stíl.
1 stuttu máli er Alaska gott
og auðugt land, sem bíður vinn-
andi handa, svo að það verði
nytjað. Árið 1937 var talað um
það í fullri alvöru, að Alaska
fengi að liggja sem ónumið land,
eins konar ósnortinn náttúru-
garður, sem Ameríkumenn gætu
skroppið til endrum og eins í
tómstundum sínum til að leika
landnámsmenn meðan leyfið
stæði.
Draumaland flóllamanna
í Evrópu.
Það eru samt allt öðruvísi
landnámsmenn, sem Alaska þarf
á komandi árum og bíður eftir.
öllum er nú ljóst að landið verð-
ur að byggjast. Það er heldur
ekki hægt að verja það, nema
það sé byggt. En til þess að það
byggist þarf innflutning í stór-
um stíl. Og hvaðan eiga menn
að koma? Frá Bandaríkjunum
sjálfum? Það væri ekki að
undra, þó að hinn gamli land-
námshugur væri nú tekinn nokk
uð að dofna.
Frekar myndi ástæða til að
snúa sér í aðra átt eins og sakir
standa. Nú er talað um það,
hvort heimilislausir flóttamenn
í Evrópu geti ekki fengið hæli
í Alaska. Er þá lífsþróttur þeirra
manna brostinn? Geta þeir num-
ið sér land? Yrðu þeir í raun-
inni góðir frumbýlingar. Þessu
svara sérfræðingarnir þannig,
að beztu frumbýlingarnir séu
alltaf þeir, sem ekki eigi neinar
brýr að baki. Frá því sjónarmiði
eru Evrópubúar þeir, sem hrakt
ir hafa verið frá heimilum sín-
um og staðfestu álitlegasta land-
námsfólkið.
Hvað er þá hægt að gera ráð
fyrir að Alaska taki við mörg-
um innflytjendum? Eflaust væri
þar rúm fyrir fullar 10 milljónir
íbúa. Sennilega vildi stjórn lands
ins ekki opna það fyrir hverjum
sem er. En heimilislausum millj-
ónum Evrópumanna, sem hrekj-
ast stað úr stað, mætti vel unna
nýrra tækifæra í ósnortnu landi.
Það væri hollt fyrir hina ungu
kynslóð, sem annars virðast all-
ar leiðir lokaðar, og það væri
sannarlega heppilegt fyrir Ev-
rópu, þar sem margs konar erf-
iðleikar þrengja nú að.
Með slíku móti yrði Alaska
áreiðanlega fljótlega 49. fylkið
í Bandaríkjunum. Þá væri lokið
beinni nýlendustjórn frá Wash-
ington. Alaska fengi þá heima-
stjórn, eigin lög og eigin skatta
til eigin mála. Alaska yrði sér-
stakt menningarríki, með þeim
kostum og göllum, sem því
fyigja-
Jóhann sál. Þorkelsson, dóm-
kirkjuprestur, var ágætis mað-
ur, glaðvær og fyndinn, sem títt
er um slíka menn. — Eitt sinn,
er hann kom úr kirkju, að lok-
inni messu, mætti hann alþing-
ismanni á götu og segir við
hann: „Ég var að biðja fyrir Al-
þingi!“ „Gott er nú það“, svaraði
þingmaðurinn. „En mér finnst
að þið prestarnir ættuð að biðja
fyrir Alþingi oftar en á hátíðum
og tyllidögum“. — „Er það nú
orðið svo slæmt!“ svaraði
prestur. —
Prestar munu vera skyldir að
lögum. til að biðja fyrir þjóð-
inni, þjóðhöfðingja, þingi og
ríkisstjórn af prédikunarstóli í
hverri messu er þeir flytja. —
Þá er og föst regla hér á landi,
að þingmenn gangi í kirkju og
hlýði messu og bænagjörð áður
en þing er sett og störf þess
hefjast. — Hvers vegna? Er hér
um venju eina eða sið að ræða,
eða hafa löggjafarnir trú á fyrir-
bænum? Ætla verður að svo sé,
enda hafa ætíð átt og eiga enn,
sæti á þingi margir góðir og trú-
hneigðir menn, sem raunveru-
lega vilja njóta handleiðslu
æðri máttarvalda, vilja þjóð
sinni vel, vilja heill og heiður
lands síns og að þegnarnir njóti
jafnréttis og lífvænlegra kjara
í hvívetna.
Hinu er ekki að leyna, að fjöl-
mörgum mun þykja lítt til ann-
ars horfa í gerðum þingsins og
margt óblítt orð fellur í þess
garð. Telja jafnvel ýmsir, að
virðing Alþingis hafi mjög
rýrnað og traust þjóðarinnar á
því sé á förum.
Þá er og ríkisstjórn, hvernig
sem skipuð er, jafnan mæld í
sama mæli af æði mörgum. Er
ekki að ástæðulausu, þó sú
spurning hvarfli að: Er það í
samræmi við þessa gremju-
þrungnu hugi manna, að beðið
sé fyrir þingi og stjórn í kirkjum
landsins — eða er hjartalagið í
þeirri mótsetningu við orðin,
sem töluð eru, að þar leynist
einlægur vilji til að biðja fyrir
óvinum? —
Hversu sem þessu kann að
vera farið, er víst að mörgum
er jafnan óljós sá vandi, sem
fylgir lausn vandamála í ann-
arra höndum. Sú er tíð, að krefj-
ast mikils af öðrum. Kröfur og
áróður er tímans tákn um þessar
mundir. — Launakröfur eru
jafnan mest áberandi og hávær-
astar. Undir launum, þ. e., sem
menn bera úr býtum fyrir starf,
eru lífskjörin að mestu komin.
Allir krefjast þfess, sem þeir
telja jöfnuð og réttlæti. — Jöfn-
uð og réttlæti vilja menn láta
tryggja með lögum. Því enn er
mönnum svo gjarnt til óréttar
og ójafnaðar, að skorður verður
við að reisa. — Reynt hefir ver-
ið að skapa jöfnuð og réttlæti
í launakjörum opinberra starfs-
manna, hjúanna á ríkisheimil-
inu, og gera þau ánægð. — Heim
ili, sem ójöfnuður og misrétti
ríkir á, er ekki líklegt til vel-
farnaðar. En störf eru svo marg-
vísleg, að erfitt verður alltaf að
— Erindið vestur var aðallega
tvíþætt. Annar þáttur þess var
að semja við bankann um ríkis-
lán til þess að standast kostnað
'í Evrópugjaldeyri við hinar
nýju virkjanir Sogs og Laxár.
Hinn þátturinn var að ræða
við bankann um möguleika á
meta hvenær óréttlátlega sé
launað í sambandi við annað.
Slík verður afstaða þings og
stjórnar og niðurstaða kann að
verða sú, að byggt verði á til-
lögum og umsögnum ráðsmanna
er sjálfur húsbóndinn hafi ekki
aðstöðu til að meta og sannprófa.
Geta launalög því orðið stað-
festing misréttis og ójafnaðar,
enda ein af þeim lögum, sem
beinlínis skipa mönnum í hóp
eftir þeim verðleikamælikvarða,
sem þingi og stjórn sýnist að
leggja á störf — og menn. —
Slík lög verða ^sjaldan gömul
áður en séðir verða ýmsir mis-
brestir og endurskoðunar og
umbóta talin þörf til þess að mis-
rétti og ójöfnuður verði leiðrétt.
Nýju launalögin eru ekki gömul.
Þó mun þykja, sem sitthvað af
nefndum göllum hafi í ljós kom-
ið við þá nýbreytni núv. fjár-
málaráðherra, að láta launaskrá
fylgja fjárlögum. —
Hvarvetna er þörfin til að
bera mikið úr býtum til staðar.
Launahæð þó hvergi einhlít til
velfarnaðar. Hitt jafnvel meira
um vert, að laun komi að hag-
kvæmum notum. Fastlaunamenn
eru að ýmsu tryggari í samfé-
laginu og eigi má því gleyma,
hve tvísýn afkoma hinna er oft,
sem eiga laun síns erfiðis að
miklu eða öllu undir gjafmildi
náttúrunnar, duttlungum henn-
ar, ríkjandi ástandi í umheim-
inum og eiga allt á hættu er
harðindi og óáran gengur yfir.
Á hverju, sem gengur, er þó
eitt, sem öllum þarf að vera
ljóst í samanburði við það, sem
hér er ádrepið, — og raunar í
hvívetna, — og aldrei má gleym-
ast, þ .e. hve rík skylda hvílir á
hverjum einstaklingi til að vera
góður þegn, — reynast traustur
máttarviður í byggingu samfé-
langsins, því og sjálfum sér til
heilla og öryggis.
Nú hefir verið ákveðinn alls-
herjar bænadagur. Skal beðið
fyrir heimsfriði í öllum kirkj-
um landsins næstkomandi sunnu
dag. „Er það nú orðið svo
slæmt“ ástandið á jörðu, að allir
sjái að fyrirbæna sé full þörf,
oftar en á hátíðum og tylli-
dögum?“
Almennur bænadagur fyrir
friði á jörð á að verða göfgandi
nýbreytni og trúræknir menn
vænta vafalaust góðs árangurs.
í sambandi við þetta má þó
sízt gleymast þeim, sem mikið
mæðir á um heillaríka afkomu
einstaklings og þjóðfélags, að
þjóðfélög eru heimili, sem skapa
alþjóðaheild, eins og heimilin
innan hvers einstaks þjóðfélags
mynda þjóðarheildina, og hitt
því síður, áð réttlæti, jöfnuður
og friður þarf fyrst og fremst
að ríkja í hverju þjóðfélagi, til
þess að það geti orðið virðuleg-
ur og áhrifaríkur aðili að heims-
friði og átt sinn góða þátt í
blessunarríkri framtíð alls mann
kyns. Hinn almenni bænadagur
gæti orðið þýðingarmikill.
Sigurður Baldvinsson
—TÍMINN, 28. april
láni til þess að standast erlendan
kostnað við sementsverksmiðju,
kostnað í Evrópugjaldeyri við
áburðarverksmiðju og um lán
til landbúnaðarframkvæmda.
— Er lánsþörf vegna verk-
smiðjanna brýn nú þegar?
Já, að nokkru leyti. Ef gert er
ráð fyrir, að sementsverksmiðja
yrði byggð árið 1953, þarf að
vita á þessu ári hvar við stönd-
um með fjármagn til fram-
kvæmda, þar eð afhendingar-
frestur á vélum til hennar er svo
langur .Annars er hætta á að
framkvæmdin tefjist.
Um áburðarverksmiðjuna er
það að segja, aðalkostnaðurinn
við byggingu hennar greiðist í
dollaragjaldeyri, og verður hann
greiddur með Marshallframlagi,
sem kunnugt er.
En lítinn hluta hans þarf þó
að greiða í Evrópugjaldeyri, og
þurfti að athuga lánsmöguleika
til þess.
Lán til landbúnaðar-
framkvæmda.
Þá var það einnig erindi að
ræða við Alþjóðabankann um
möguleika á láni eða lánum til
landbúnaðarframkvæmda, sum-
part á þessu ári, ef horfið yrði
að því ráði að taka þar fyrir-
hugað lán nú að einhverju eða
öllu leyti, og sumpart með tilliti
til framtíðarinnar.
Ýiarlegar viðræður.
— Stóðu viðræðurnar lengi?
— Samningar og viðtöl fóru
fram um þessi mál frá því föstu-
daginn 18. maí til föstudagsins
15. júní. Með mér unnu að þess-
um málum þeir Jón Árnason,
bankastjóri og Thor Thors, sendi
herra. Ennfremur starfaði Pétur
Eggerz, fulltrúi, oft með okkur
og fleira starfsfólk sendiráðsins.
Það er til marks um hve fljót-
ar og góðar samgöngur eru nú
orðnar, að við lögðum af stað
vestur 17. maí, og um miðjan
dag daginn eftir vorum við
komnir á fund í Alþjóðabank-
anum.
Samningum um lántöku til
virkjananna lokið.
— Lauk samningum um lán-
tökur til virkjananna?
— Já, það mál hafði haft tölu-
verðan undirbúning. Jón Árna-
son hafði áður lagt fram láns-
beiðni fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar og kynnt bankanum mál-
ið. Síðan hafði bankinn látið sér-
fræðinga sína athuga fram-
kvæmdaáætlanir, svo sem hans
er vandi og hafði tilkynnt, að
samningar um lántökuna gætu
hafizt.
Þessum samningum lauk síð-
an að fullu áður en ég fór frá
Washington, en vegna formsat-
riða, sem eftir var að koma í lag,
voru lánsskjölin ekki undirrituð
fyrr en í gær.
— Hvað er lánið hátt?
Það er 875 þús. sterlingspund
eða tæplega 40 milj. ísl. króna
og er það 5 mijl. kr. hærra en
upphaflega var farið fram til
virkjanarma. Lánið er til 22 ára,
afborgunarlaust fyrstu fimm ár-
in og vextir 4%%.
Ýtarlegar viðræður um
aðrar lánlökur.
— En hvað leið viðræðunum
um hin málin þrjú, lán til verk-
smiðjanna og landbúnaðarfram-
kvæmdanna?
— Þau voru ýtarlega rædd við
bankann. Eins og ég gat um
áðan, lætur bankinn alltaf fara I
fram rækilega sérfræðilega at-
hugun á fyrirhuguðum fram-
kvæmdum, sem sótt er um lán
til frá bankanum. Sendir bank-
inn fulltrúa sína ætíð til slíkra
athugana, áður en ákvörðun er
tekin. Nokkur athugun hafði
farið fram af bankans hendi á
áætlunum um sementsverk-
smiðju og áburðarverksmiðju,
en ekki til hlítar. Verður þeim
athugunum nú hraðað.
Landbúnaðarsérfræðingur
kemur hingað.
Jafnframt ákvað bankinn að
senda sérfræðing í landbúnaðar-
málum til íslands vegna óska
frá okkur um lán af hendi Al-
þjóðabankans til eflingar ís-
lenzkum landbúnaði. Kemur
hann til landsins í sumar, vænt-
anlega nú fljótlega og er það
hans hlutverk að kynna sér á
sama hátt fyrirhugaðar fram-
kvæmdir í landbúnaði hér hjá
okkur, sem væntanlegum lánum
£ að verja til, og aðrir sérfræð-
ingar frá bankanum kynna sér
virkjanirnar og væntanlegar
verksmiðjubyggingar. Þ e g a r
þessum athugunum er lokið
verður umræðum um þessi mál
haldið áfram við Alþjóðabank-
ann og væntum við að það verði
fyrir haustið.
— Hvað álítur þú um fram-
tíðarviðskipti við bankann?
— Ég hefi trú á því, að sú
lántaka, sém nú hefir endanlega
verið gengið frá hjá Alþjóða-
bankanum, verði upphaf meiri
viðskipta milli íslands og bank-
ans.
Við þurfum á erlendum lán-
um að halda til góðra fyrirtækja,
sem auka framleiðsluna. Að
sjálfsögðu ber að stilla lántökum
í hóf og auka sparnaðinn til þess
að fá innlent fjármagn til fram-
kvæmda, en þótt við gerum það,
verðum við á næstunni að leit-
ast við að afla okkur nokkurs
erlends lánsfjár til þess að
greiða erlendan kostnað við arð-
vænleg fyrirtæki svo sem fyrir-
hugað er.
1 því sambandi ber okkur að
minnast þess, hve lánstraustið
er dýrmætt og því má ekki glata.
Til þess að halda lástraustinu
verður þjóðin að hafa fjármál sín
í lagi — hvað sem það kostar.
Til þess verður að ná jafnvægL
í þjóðarbúskapnum og vinna
bug á verðbólgunni. Auka fram-
leiðsluna og gera hana fjölbreytt
ari, .svo að öruggt sé að þjóðin
geti af henni lifað án styrktar-
fjár og geti einnig greitt vexti
og afborganir af lánum þeim,
sem tekin eru til framkvæmd-
anna og um fram allt eyða ekki
meiru en aflað er.
Alþjóðabankinn
mikilvæg stofnun
í viðreisnarsamvinnu
þjóðanna.
— Er starfsemi Alþjóðabank-
ans orðin mikil?
— Já, mjög mikil og fer sí-
fellt vaxandi. Hann hefir þegar
veitt mörgum þjóðum lán til
nauðsynlegra framkvæmda og
viðreisnar og er vaxandi stofn-
un. Aðilar að bankanum eru 48
þjóðir sem lagt hafa fram stofn-
fé til hans, og eru starfsmenn
og ráðamenn frá flestum þessara
þjóða.
—TÍMINN, 21. júní
Á geðveikrahælinu.
Vitfirringur: — Finnst þér
ekki hræðilega leiðinlegt hérna,
kunningi? Þetta sífelda tilbreyt-
ingarleysi.
Einn af órólegu deildinni: —
Jú, það segi ég satt. Ef ég verð
látinn vera hérna einum degi
lengur, þá verð ég vitlaus.
Rovatzos Flower Shop
253 Notre Damc Ave.
WTNNTPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res Phone 36 151
Onr Specialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESK3NS
Miss i . ChrlstTe, Proprletresc
Formerly with Robinson & Co
„Er það nú orðið svo slæmt?"