Lögberg - 05.07.1951, Side 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ, 1951
í
3
Hæsfi foss í heimi
Angelfossinn í Venezuela
Gamall málsháttur segir, að
ekkert sé nýtt undir sólinni. Og
það má gjarna segja um foss
þann, er hér verður sagt frá,
því að um þúsun^ir eða jafnvel
miljónir ára hefir hann verið til.
En hann er n„nýr“ að því leyti,
að það er aðeins nú fyrir skemstu
að menn hafa fundið hann. Og
þó er þetta hæsti foss í heimi.
Um mörg ár hefir verið talið,
að Ribbon-fossinn í Kosemite-
dalnum í Sierra Nevada, væri
hæsti foss í heimi. óslitin fall-
hæð hans er 1612 fet. Að vísu er
efri fossinn í Yosemite hærri,
eða samtals 2565 fet, en hann er
í tvennu lagi og er hærri foss-
inn 1430 fet.
Síðan flugvélarnar komu til
sögunnar, hafa menn aflað mik-
illar nýrrar þekkingar í sögu
jarðfræðinnar, því að flugvél-
arnar geta farið yfir það, sem
engum manni var fært áður.
Meðal annars var áður algjör-
lega órannsafeaður suðaustur-
hlutinn af Venezuela, milli fljót-
anna Orinico og Amazon. Eru
þar svo miklir frumskógar að
engum manni var talið fært að
brjótast í gegnum þá. En á þess-
um slóðum fannst nú hinn hái
foss, er ber langt af öllum foss-
um á jörðinni.
Árið 1935 var maður nokkur,
sem Angel hét, á flugi yfir þess-
um slóðum, og kom hann auga
á fossinn fyrstur manna. Þess
vegna er fossinn við hann kend-
ur og kallaður Angelfoss. En
ekki tókst Angel að mæla hæð
hans, og ekki heldur þeim öðr-
um flugmönnum er seinna fóru
þar yfir. Er það og hrein tilvilj-
un ef hægt er að sjá fossinn all-
an vegna hins mikla úða, sem
þar kemur upp og fyllir gljúfrin
fyrir neðan hann. Þokusamt er
einnig þarna í háfjöllunum.
Fyrstu myndirnar voru teknar
af fossinum 1947. Það gerði ung-
frú Ryth Robertson, sem þá var
að taka myndir fyrir fréttablöð,
en hafði áður verið stríðsfrétta-
ritari. Til þess að ná þessum
myndum varð hún að fljúga inn
í gljúfrin fyrir neðah fossinn,
og var það mjög hættulegt
vegna þess hvað þar var þröngt,
en flugvélin varð að snúa við
í gljúfrunum til þess að geta
flogið út úr þeim aftur.
Eftir þetta vaknaði mikill á-
hugi fyrir því að mæla hæð foss-
ins, en það var ekki unt nema
menn kæmust upp í gljúfrin. Þá
var það, að Mr. Lowrey, starfs-
maður hjá Socony Vacuum Oil
Company í Venezuela, tók sér
fyrir hendur að gera út leiðang-
ur þangað. Var það þó ekkert
áhlaupaverk. Þeir urðu að fara
eftir ánum í eintrjáningsbátum,
draga þá þar sem straumharðast
var, bera þá fram hjá fossum
og flúðum, og þó var lífsháski
að ferðast á þeim, því hvað af
öðru fyllti þá. Ekki gátu þeir
haft með sér annan mat en nið-
ursoðinn, því að vegna hita og
rigninga hlaut allt annað nesti
að skemmast. Rigningarnar voru
svo miklar að aldrei var á þeim
þurr þráður, og auk þessa ætl-
aði bitvargur (skæðar flugur) al-
gjörlega að gjöra út af við þá.
Ungfrú Robertson var með í ferð
inni. Komust þau að lokum að
fossinum í björtu veðri og tungls
ijósi, og segir hún að það hafi
verið svo dásamleg sjón að horfa
ú fossinn, að það hefði marg-
borgað alla erfiðleikana. En
okki máttu þau vera þarna leng-
ur en þrjá daga, vegna þess að
uiatvæli þeirra voru af skorn-
um skamti. Þó tókst þeim að
u^æla fossinn og gera ýmsar mik-
ils verðar athuganir á honum
°g umhverfinu. Þess má geta að
loiðangursmenn höfðu með sér
Rovafzos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG manitoba
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Specialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
MU* 1. ChrUtle, Proprietreu
Formerly with Robinson & Co.
loftskeytatæki og gátu því alltaf
haft samband við umheiminn.
Sýnir það vel hvað nú eru
breyttir tímar frá því er þeir
Livingstone og Stanley voru að
ferðast um frumskóga Afríku.
Mælingar sýndu að fossinn er
alls 3212 fet á hæð, en hann er
brotinn á einum stað. Bein fall-
hæð neðri hlutans er 2648 fet,
og er það meiri hæð en á efri
fossunum í Yosemite saman-
lagt. Hér er því um langsamlega
hæsta foss jarðarinnar að ræða.
Hve gífurleg þessi fallhæð er,
má marka á því, að hinn óbrotni
foss er þrisvar sinnum hærri en
Eiffelturinn í París, sjö sinnum
hærri en Viktoriafossinn í
Zambesi í Afríku, 19 sinnum
hærri en Niagarafossinn, og ætt-
um við að miða við eitthvað hjá
oss, svo sem Dettiíoss, þá þyrfti
að setja 11 slíka fossa hvern upp
af öðrum til þess að jafnast á
við neðri hluta Angel-fossins.
----☆-----
Fossar eru auðvitað algeng-
astir í fjöllum, en tveir af nafn-
toguðustu fossum heimsins, —
Viktoríafossinn og Niagarafoss-
inn, eru svo að segja á sléttlendi,
þar sem vatnið hefir hitt á lin
jarðlög og getað grafið sig nið-
ur. Niagarafossinn fellur fram
af brún, sem er úr hörðum kalk-
steini, en þar fyrir neðan hafa
verið lausari bergtegundir, sem
vatnið hefir unnið á. Sama máli
er að gegna um Viktoríafossinn,
nema að hann fellur fram af
hraunbrún.
Yosemite-fossarnir falla niður
1 djúpan farveg eftir skriðjökul.
Er sá farvegur sjö mílna langur
og þverskurður af honum er eins
og V í laginu og dýptin er
4—5000 fet.
Sums staðar hafa fossar mynd-
ast vegna þess að þröskuldar
hafa orðið í vegi fyrir vatns-
rennslinu. Verður þá stöðuvatn
fyrir ofan þröskuldinn, en vatn-
ið steypist fram af neðri brún
hans. Einkennilegastur af slík-
um þröskuldafossum er í St.
Johns ánni í New Brunswick.
Með fjöru fellur fossinn fram
til sjávar, en með flóði inn í ána.
—Lesb. Mbl.
Dánarfregn
Mrs. Guðrún Jónsdóttir Guð-
mundsson andaðist að heimili
dóttur sinnar og tengdasonar,
Mr. og Mrs. Davie, í Winnipeg-
borg, 11. júní árdegis. Hún var
fædd 30. des. 1862 í Hraun-
hreppi í Mýrasýslu og ólst þar
upp. Hún giftist Þorvaldi Guð-
mundssyni. Þau fluttu vestur um
haf 1887, settust brátt að í Sel-
kirk og bjuggu þar. Þorvaldur
andaðist í Selkirk 1936. —
Börn þeirra eru: Jón, til heim-
ilis í Selkirk; Einar, bóndi í
East-Selkirk; Helga, Mrs. Ólafur
Ólafsson, látin; Sigríður, Mrs.
Davie, Winnipeg; Hólmfríður,
Mrs. R. O. Romou, Winnipeg;
Jónína, Mrs. Johnson, Winnipeg;
Ella, látin 16 ára að aldri.
Guðrún heitin var þreklunduð
kona, er bar með stillingu erfiði
og áföll ævidags síns — og gerði
jafnan sit* bezta til að mæta öll-
um skyldum lífs síns. Hún naut
frábærrar heilsu til hárrar elli.
Útför hennar fór fram frá kirkju
Selkirk safnaðar þann 15. júní,
að fjölmennu ástvinaliði hennar
og mörgu fólki öðru viðstöddu.
S. Ólafsson
Presti nokkrum hafði verið
boðið að messa í nágrannabæ,
svo að hann fól aðstoðarpresti
sínum að prédika í sinn stað.
Þegar hann kom heim, spurði
hann konuna sína, hvernig ræða
aðstoðarprestsins hefði veríð.
„Ó, það er lélegasta ræða, sem
ég hefi nokkurn tíma heyrt“,
svaraði hún. „Það var ekki nokk
urt vit í henni“.
Seinna um daginn hitt klerk-
ur aðstoðarprest sinn og spurði
hann, hvernig hefði gengið.
Prýðilega“, var svaraði. „Ég
hafði ekki tíma til að útbúa
ræðu sjálfur, svo að ég tók eina
af þeim, sem þú hefir samið, en
varst ekki búinn að flytja“.
Sögulegur vitnisburður
„Við ráðum fyrst með sjónum
seinni ára, hvað sagan markar
rúnum blóðs og tára“.
Orð þessi er þeim einum leyft
að segja, sem með haukfránum
augum horfir yfir sögulega at-
burði fortíðarinnar. Má reynd-
ar kalla orð þessi og mörg önnur
sömu tegundar „Véfréttir“, sem
skáldum er gefið að segja.
Þetta verður auðsætt með því
að ryfja upp ýmislegt, sem sag-
an hefir sett á minnisspjöld sín.
Hún markar það „rúnum blóðs
og tára“. Það er næsta merki-
legt að flest af því, sem manns-
andanum hefir áunnist er mark-
að „rúnum blóðs og tára“. Það
hefir ávalt kostað ótal mann-
raunir og líflát. Menn voru fús-.
ir til að leggja allt í sölurnar til
þess að ryðja braut hugsjónum
sínum. Án þessa varð ekkert
komist. Mun þetta vera sígildur
sannleikur, sem skáldið er að
minna menn á. Nú er það víst,
að óteljandi eru þeir sem trú-
lega börðust fyrir hugsjón sinni
hvíla nú óskráðir og gleymdir
eftir að hafa skilað verkefni
sinu. Það er nokkur bót eins og
Benedikt Gröndal kemst að orði:
„Marmarinn enginn er yfir þeim
fallna her. Sólin akín samt á
hans daga“.
Það er raunalegur sannleikur
að tiltölulega fáir fá að njóta
viðurkenningar á samtíð sinni.
„Við ráðum fyrst með sjónum
seinni ára“ o. s. frv.
Það er aldrei létt að fórna öllu
fyrir hugsjón sína. Þeir, sem það
gera eru iðulega lýttir, lastaðir
og líflátnir. Þeir hafa sýnilega
unnið fyrir gýg.
Það virðist helzt að ætla, að
ævi slíkra manna hafi farið til
spillis, en þó verður dómur sög-
unnar allur annar.
Að vísu er dómur sögunnar
með tvennu móti. Til eru þeir
menn, sem gátu sér ódauðlegan
orðstír, en sá orðstír er í því
innifalinn að gera eyingargarð
sinn auðugan og öflugan án þess
að hafa hliðsjón af hagsmunum
annara. Menn, hraustir og her-
fráir, sem nálega unnu heim
allan þóttu ágætir á sinni tíð;
en nú er svo komið að þeirra er
sjaldan minst; frægð þeirra var
fólgin í því að gera þá sjálfa
fræga; nú er glæsimenska þeirra
að miklu leyti gleymd.
Menn, sem eitt sinn rituðu
með mikilli snild, svo að nálega
menn um víða veröld lásu rit
verk þeirra; nú muna fæstir eft-
ir mönnum þessum.
Líka getur sagan þeirra manna
sem blæddi í augum álit ann-
ara svo mjög, að þeir sviptu þá
lífi, eins og þegar Þorvaldur í
Vatnsfirði Snorrason svipti lífi
Hrafn Sveinbjarnarson, sem er
talinn einn af göfugustu leik-
mönnum á þeirri tíð.
Starfsemi þessara flokka hef-
ir sjaldnast reynst heiminum til
heilla og blessunar. Saga þeirra
er næstum í skúmaskoti, þar sem
hún vekur litla eftirtekt.
Aftur á móti hefir sagan skráð
óafmáanlegu letri nöfn manna
og minning, sem seint mun
gleymast. Svo voru menn þessir
ágætir, að „heimurinn átti slíka
menn skilið“. En all-sjaldnast
voru menn þessir í hávegum
hafðir af samtíðarmönnum sín-
um.
Við lesum um vinina þrjá, sem
getið er um í spádómsbók Daní-
els spámanns; þeir virðast fjær
viti sínu að bjóða byrginn hin-
um volduga konungi.
Nebúkanesar konungur lætur
gera líkneski kostulegt, og legg-
ur svo fyrir að allir menn skuli
falla fram og tilbiðja líkneskið.
Alþýða manna gengur að hinu
gullna goði, en svo kemur á-
reksturinn; þrír menn afsegja
með öllu að tilbiðja þessa gyltu
mynd.
Umtalið um þessa sérvitringa
berst til eyrna konungs; líf þess-
ara manna er í veði; þeir eru
dæmdir til aftöku, en bjargast
þó fyrir guðlega vernd og hjá-
stoð. Konungurinn verður for-
viða og allmjög snortinn af at-
burði þessum og skýlausum
vitnisburði um almætti hins lif-
andi guðs. En ekkl verður séð
að þessi hrifning konungs hafi
verið djúp eða varanleg; þess
vegna býður hans þungbærari
reynsla.
Sagan af mönnum þessum
staðfestir þann sannleika, að
Guð hefir aldrei látið sig án
vitnisburðar í hjörtum þeirra,
sem óttast hann og stunda af
hjarta, helgun og réttlæti. Það
sannast löngum, að „Guðsmanns
líf er sjaldan happ og hrós, held-
ur tár og blóðug þyrnirós .
Það mun sannast að samfara
trúnni er ætíð nokkur þjáning
eða jafnvel skilyrði til trúar-
legrar þroskunar.
Jóhannes skírari var einn af
þeim mönnum, sem var dæmd-
ur til að eyða dögum sínum ein-
mana og misskilinn. Menn könn-
uðust að vísu við ómælanlegan
andans þrótt hans og djörfung;
nokkrir skipuðust við hina
ströngu betrunar prédikun hans,
en sumir létu sér fátt um finn-
ast; flestum var hann ráðgáta,
hinn strangi boðskapur hans
kom sér víða illa; hann fór einn
síns liðs og var hataður af mörg-
um. Líf hans var ævilöng út-
legð; yfirgefinn og gleymdur
sleit hann ævinni mað því að
falla fyrir morðvopni hins versta
manns.
Fljótt álitið virðist að líf
þessa einangraða manns hafi
farið til spillis. Þó hlotnaðist
honum sá vitnisburður: „Eigi
hefir fram komið meðal þeirra,
er af konum eru fæddir, meiri
maður en Jóhannes skírari“.
(Matt. 11.).
Og nú þegar litið er til baka
er hægt að glöggva sig á sögu-
legri þjáningu fyrir æviferli
þessa einangraða manns.
Ávalt mun hann standa eins
og klettur úr hafinu, eins og
leiðarvísir og fyrirmynd öllum
þeim, sem vilja og dirfast að
ganga veg skyldu og réttlætis,
og láta ekki hugfallast að feta
braut þyrna og þistla. Því það
mun yfirleitt flestra vegur á
einn eða annan hátt. Flestum
mun sú leið kunn. En í sporum
þessara manna hafa oft sprottið
rósir svo fagrar, að þær gleðja
aldna og unga.
Ritverk þeirra í bundnu og
óbundnu máli lýsa um ókomnar
aldir.
Ekki þarf annað en að minn-
ast ljóða Hallgríms Péturssonar
og ótal annara fyr og síðar, sem
hafa átt samleið með honum.
„Við sjáum fyrst með sjónum
seinni ára. hvað sagar markar
rúnum blós og tára“.
Rúnir blós og tára er það sem
er ástæðan fyrir því, að sagan
geymir gullu letri nöfnin.
Það eru nöfn þeirra, sem með
ósérplægni og fórnfýsi — „sjálfs-
gleymsku“ svo að segja vörðu
ævidögum sínum öðrum til heilla
og blessunar.
Það hefir viðgengist frá upp-
hafi vega, að menn bera hróður
á hvern annan, titlar og tignar-
merki falla mönnum í skaut eins
og fífan, sem fellur af trjánum
að vordegi. En sagan sker úr
því, hvaða gildi alt þetta hefir
þegar fram líða stundir. Stund-
um virðist það vera víst: „Nafn-
bóta glansinn í felurnar fer. Þá
ferlegur nálægist dauði“.
Orðstír manna fylgir þeim iðu-
lega til grafar, og þá er sagan
öll.
s. s. c.
Business and Professional Cards
Gamanleikarinn, Willie Col-
lier, ferðaðist eitt sinn um með
leikflokki, og heppnin var ekki
með þeim. Eitt sinn var sýning
í þann veginn að hefjast í borg
nokkurri, og Willie stóð við
gægjugatið á tjaldinu og var að
telja áhorfendur.
„Hvernig er í húsinu?“ spurði
einn meðleikandinn.
„Fínt , fínt“, svaraði Willie.
„Það eru nokkrir þarna. En við
erum enn í meiri hluta, gamli
vinur, enn í meiri hluta“.
PHONE 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6—652 HOME ST.
ViStalstími 3—5 eftir hádegi
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ut_
vega peningalán og eldsábyrgfS,
bifreifSaábyrgð o. s. frv.
Phone 927 538
SARGENT TAXI
PHONE 722 401
FOR QUICK. RELIABLE
SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 EVEUNE STREET
Selkirk, Man.
Office Hours 2.30 - 6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœðingar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
CANADIAN FISH
PRODUCERS, 'LTD.
J. H. PAQE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
E
HAGBORG FliEL
PHOII 2ISSI
W\
Offlce Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m_ - 6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL
843 SHERBROOK STREET
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá beztL
Ennfremur seiur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talsími 26 444
Phone 23 996 761 Notre D&me Ave.
Just West of New Matemity Hospital
Nell’s Flower Shop
Weddlng Bouquets. Cut Floweri.
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson
27 482
Ruth Rowland
88 790
Office 933 587 Res. 444 389
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Maln Street
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með royknum.—Skrifið, simlð til
KELLY SVEINSSON
625 WaU Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Símar : 33 744 — 34 431
DR. H. W. TWEED
Tannlæknir
508 TORONTO GENERAL TRUSTS
BUBLDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIFEG
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 924 624
Phone 21101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Slmcoe St.
Wlnnlpeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 398
Talsími' 925 826 Heimilis 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfrœöingur í augna, eyma, nef
og kverka sjúkdómum
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
Sérfræöingur t augna, eyma, nef
og hálssjúkd&mum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 923 815
Hsimasími 403 794
447 Portage Ave.
Branch
Store at
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph. 926 885
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreclated
Minnist
CETCL
í erfðaskrám yðar.
Dr. P. H. T.Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg
PHONE 926 441
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accoontants
505 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG MANTTOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker. K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson
500 Canadlan Bank of Commeree
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone KJW
JOHN A. HJLLSMAN,
M.D., Ch. M.
332 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce 929 349 Res. 403 288
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Sími 925 227