Lögberg - 05.07.1951, Page 7

Lögberg - 05.07.1951, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ, 1951 7 „Heklu"-förin 1905—Fjörufíu óro minning Eftir SNORRA SIGFÚSSON, skólastjóra Dánarfregnir Líklega hefir aldrei verið ann- ar eins eða sannari vorhugur með íslenzkri þjóð og upp úr síðustu aldamótum, og þá alveg sérstaklega meðal æskunnar í landinu. Ungmennafélagshreyf- ingin ber þessa vott. Hún her- tók hugi æskunnar um land allt. Einkunnarorð U. M. F. í. „ísland allt“, voru heilög orð í munni félaganna. Hópar stétta og flokka sáust ekki. Þar var ein hjörð: íslendingar. — Og stjórn- frelsið, síminn o. fl. o. fl. fylla hugina og skapa ótrúlega bjart- sýni. Og satt hygg ég það, sem sagt hefir verið, að ekki muni á öðrum tíma hafa verið yndis- legra að vera ungur en þá. Og þó var heimur æskunnar, sem hún ólst upp í, ótrúlega fátæk- ur af vísindum og tækni og svo- kölluðum þægindum. En það kvartaði enginn um það. Það var unnið í 12—16 klst. á dag með gleði og trúmennsku, og samt varð tími afgangs til fé- lagsvinnu. Lífsgleðin var mikil og birta framundan, — trú á landið, þjóðina og framtíðina. Já, þá var gaman að verá ung- ur. Og einmitt hin fyrstu aldur ár var hér á Akureyri starfandi söngflokkurinn Hekla, sem nafn- frægur varð af för sinni til Nor- egs 1905. Þar voru samankomnir ýmsir.hinir beztu söngkraftar, sem völ var á hér, og stjórnand- inn var Magnús Einarsson, org- anisti við kirkjuna og aðalsöng- kennari hér um langt skeið. — Vitanlega voru hér góðir söng- menn, sem ekki voru í Heklu, t. d. Pétur og Friðrik Þorgríms- synir o. fl., en margir voru þeir ekki. Mun Hekla hafa orðið til aldamótaárið, og vísir af henni þó fyrr, en það ár var líka starf- andi hér blandaður kór undir stjórn M. E., sem Gígja hét og hafði verið það all-lengi, og það ár söng hún hér við hátíðahöld- in á Oddeyrinni. — En úr alda- mótunum verður Gígju ekki vart, en Hekla tekur þá til að „gjósa“ af miklum móði. Út um sveitir fór mikið orð af þessum flokkum M. E., og var það heitasta ósk ýmissa „hljóð- belgja“ að fá að heyra þá syngja. Og það mun ýmsum hafa tekizt, og voru þó mörg ljón á þeim vegi. Akureyri var þá langt í burtu, t. d. fyrir unglinga út 1 Svarfaðardal. Því til bæjarins að vetri til varð ekki komizt nema róandi, máske á 8—11 klst., eða gangandi, á skíðum, 12—16 klst. gang. Um annað varð ekki talað. — Og svo var að fá sig lausan frá vinnunni, tóskap og gegningum, og það var ekki allt- af auðgert, því þá þurftu ungl- ingarnir að vinna, — vinna og standa sig. En Hekla söng og söng og dró til sín söngþyrstar sálir. Og al- drei held ég að ég hafi orðið hrifnari en þá er ég heyrði hana fyrst syngja hér í gamla leik- húsinu, sem nú mun vera í eign Péturs Lárussonar kaupmanns. ^að var 1902 um haustið. Og rúmu ári síðar komst ég líka í flokkinn. Og svo er það um haustið 1904 að utanlandsför kemur í hugann, bæði í gamni °g alvöru, en þó mun þetta þá hafa þótt slík fjarstæða, að varla væri vogandi að hafa orð á því, enda fór það svo leynt, að bær- inn vissi ekkert um þessa fyrir- ætlun fyrr en um sumarið 1905. Við munum nú hafa gaman af ýmsu frá þessum dásamlegu dögum, þegar við héldum leyni- fundinn niðri á Tanga og ætl- uðum alveg að springa af spenn- ingi, öllu rósamálinu, öllum bollaleggingunum um fé og frægð o. s. frv. Já, þá var nú maður á Heklungunum, eins og þeir voru þá kallaðir, og ekki trútt um að sumir þeirra þættust nokkuð! — En á leynifundinum er förin ráðin, þó þannig, að söngstjórinn skyldi fara utan um sumarið og athuga þessa möguleika í Noregi, og skyldi svo hans úrskurði hlíta, er heim kæmi. Þessa för fór M. E. og afréð, að flokkurinn færi utan um haustið. Og um miðjan septem- ber byrjuðu svo söngæfingar af kappi, og mátti heita að æft væri og sungið allan daginn. Nú leizt mönnum ekki á blik- una. Það dundu á M. E. úrtölur. Þetta væri eintóm vitleysa. Al- drei hefði nú annað eins heyrzt: að ætla til útlanda til að syngja. Hekla væri kannske nokkuð góð, en þetta væri þó of mikið af því góða. Og þetta gæti orðið landi og þjóð til skammar. Og líklega ætti að banna flokknum að fara. — Um þetta var þannig talað mjög víða, bæði í bænum og í grendinni. En M. E. sat váð sinn keip og æfði af kappi, enda mun sr. Geir Sæmundsson, sem allra manna bezt bar skyn á verðleika Heklu, sízt af öllu hafa latt far- arinnar. — Og svo voru saumuð svört klæðisföt á hópinn, öll með sama sniði, og húfur búnar til, skyggnishúfur með hvítan koll og blárri gjörð, og var harpa saumuð í miðju, en „ísl. kór“ báðum megin við. Þá var og prentað mikið af söngskrám og textar þýddir á dönsku. Og svo var allur hópurinn líftryggður hjá „Standard“ og leiddur inn í Góðtemplararegluna, e n d a skyldi það tryggt, svo sem háegt var, að Bakkus grandaði ekki fararheill og hamingju! Það þótti mikill viðburður hér í bæ, er Hekla söng nokkuð af söngskránni á Hótel Oddeyri degi fyrir brottförina. Það varð að syngja tvisvar eða þrisvar, svo að allir kæmust að sem vildu. Og nú voru menn orðnir spenntir. Líklega tækist það. Þeir væru býsna sprækir og syngju bara vel. En flokkurinn yrði líka að standa sig. Hann yrði að vera bænum og landinu til sóma. Þegar lagt var af stað frá Höpfnersbryggjunni einn morg- uninn seint í október á hinu nýja skipi Thorefélagsins, Kong Inge, og sungið lag Lindblads, „Nú er ferbúið fley“, var flokkurinn kvaddur með velfarnaðaróskum fjölda manns. Sungið var í Húsavík og á nokkrum stöðum á Austfjörðum, alls staðar við mikla aðsókn og mikið klapp og kapó! Og svo var lagt á hafið, og gekk ferðin vel. Síminn var þá ekki kominn til íslands, og þess vegna var ekki hægt að senda boð á undan sér. Norðmenn vissu að flokksins var von, blöð- in höfðu getið þess um sumarið, en hvenær um haustið vissu menn ekki. Þess vegna komum við óvörum til Bergen seint um kvöld, réðumst til vistar á eitt af betri gistihúsum borgarinn- ar, Samby’s Hotel, og þóttust margir þar komnir 1 paradís! Þegar komið var svo út á göt- urnar daginn eftir með hvítu húfurnar, var heldur en ekki uppi athyglin. Og blöðin höfðu þá tal af söngstjóranum og gátu um komu flokksins, er vakti mikla athygli í borginni. En raunar höfðu Norðmenn í ýmsu óvenjulegu að snúast þetta ár, eins og kunnugt er. Þeir höfðu þá um sumarið slitið sig úr öll- um tengslum við Svía, en áttu nú eftir að ákveða sitt stjórnar- form og stjórnarforseta, og fór atkvæðagreiðslan fram um stjórnarformið og konunginn fyrripart nóvembermánaðar þetta haust. En við þetta allt var hugur þeirra fast bundinn, sem vonlegt var. Tíminn var því eigi sem heppi legastur fyrir hinn erlenda söngflokk, enda varð hann m. a. af þessum ástæðum, að bíða nokkra daga í Bergen áður en heppilegur söngsalur fékkst. En strax var byrjað að æfa, og var einum helzta söngstjóra borgar- innar boðið að hlusta á flokkinn. \7irtist hann mjög ánægður með sönginn, enda hefir hann máske ekki búizt við miklu. En það sannaðist, er opinber samsöngur Heklu hófst og blöðin tóku að dæma um sönginn, að flokkur- inn hafði sigrað. Dómur blað- anna var yfirleitt sá, að þessi litli flokkur ætti mikinn radd- styrk bg væri vel þjálfaður og samræmi raddanna gott. Einn félaginn þuldi nýlega upp úr sér byrjunina á fyrsta söngdómnum, og sýnir það bet- ur en flest, í hvers konar jarð- veg sá dómur féll. En sú byrjun er svona: Det var med spenningi og inkje utan otta at me venta paa fyrste. konserten deira, men mann turva inkje meir en höyra de fyrste strofarne, so var den sorgen slökt. Mátti því með sanni segja, að flokknum væri ágætlega tekið. Og þegar eftir fyrsta samsöng- inn, sem endaði með ræðum og húrrahrópum, byrjuðu boð og veizluhöld. Varð nú hópurinn brátt hinn hressasti, enda hafði kvíðinn fyrir hinum fyrsta sam- söng verið mikill, því allir fundu til þungrar ábyrgðar, ef illa færi. Nokkrum sinnum var sungið í Bergen, þá í Stafangri og Haugasundi, alltaf við góða að- sókn og ágætar undirtektir. Og í Stafangri var okkur haldin dýrlegasta veizlan, þar sem allt stórmenni borgarinnar var sam- ankomið. Þar munum við fyrst hafa kynnzt svokölluðu „stand- andi borðhaldi“. í Haugasundi buðu ýmsir fyrirmenn bæjarins okkur að búa hjá sér kostnaðar- laust, og 1 veizlu sem þar var haldin til heiðurs Heklu var til- kynnt, að bæjarbúar ■ myndu senda kórnum gjöf til íslands til minningar um þessa fyrstu söng- för. Kom sú gjöf sumarið eftir, og var það hinn kunni Heklu- fáni með áletrun. Er fáninn nú í vörzlum Sambands norðlenzkra karlakóra, sem nefnir sig Heklu og afhentur því af Heklungum að M. E. söngstjóra látnum. En leysist það samband upp, mun fáninn verða afhentur minja- safni, ef til verður hér norðan- lands. Þótt kórinn fengi alls staðar ágætar viðtökur, munu þær þó hafa verið hjartanlegastar í Vqss, en þangað fór hann frá Björgvin og söng þar einu sinni. Þar hélt Lars Eskeland, lýðhá- skólastjóri, ræðu, sem erfitt verður að gleyma. Og þegar ég tveim árum síðar kom til Voss í skóla, var Hekla enn í fersku minni, og varð ég oft að syngja sum lögin, sem einna mest höfðu hrifið fólkið, t. d. Systkinin og Kirkjuhvoll eftir Bj. Þorsteins- son. Og ýmis fleiri lög varð ég að kenna bæði á Voss og Storð, en frá kennaraskólanum þar höfðu nokkrir farið til Bergen til að hlusta á kórinn. Síðar heyrði ég í'Bergen haft eftir Lars Söros söngstjóra, að H e k 1 a hefði sungið „Ólaf Tryggvason“ betur en norskir kórar almennt. En hvað sem um það er, fannst mér jafnan er ég söng þetta lag með Norðmönn- um, að Hekla hefði haft á því ágæt tök, og skilningur íslenzka söngstjórans á því sízt lakari en þeirra. Eftir viðtökurnar á vestur- ströndinni hefði vafalaust verið óhætt fyrir flokkinn að halda til Oslóar, enda höfðu blöð þar búist við því. En úr því varð nú ekki, enda var það 1 raun og veru aldrei tilætlunin. Jafnframt trufluðu einnig margs konar fyrirhuguð hátíðahöld í sam- bandi við væntanlega komu kon- ungsins til landsins allar slíkar áætlanir, og gerði allt áfram- hald í raun og veru ómögulegt. Þó var um það nokkuð deilt í flokknum. Og vildu sumir halda enn lengra en til Oslóar. En til þess vantaði einkum allan undir- búning, því það var þá þegar komið í ljós, að ferðalög og uppi- hald tók á budduna, svo að sýnt var, að förin yrði ekki nein gróðaför. Hefði nú á tímum vafalaust verið sótt um styrk til bæjar og ríkis til slíkrar farar, en það hefði verið þýðingarlaust þá. Sjálfir urðu meðlimir kórs- ins því að bera allan kostnað, og þess vegna var allt reynt að spara, m. a. það, að hafa sér- stakan framkvæmdarstjóra, sem var án efa mjög nauðsynlegt. — Það varð því ofan á að halda heim frá Bergen. Með því varð með vissu vitað, að flokk- urinn ók heim heilum vagni. Þessi litli hópur frá hinurn norð- lenzka höfuðstað hafði brotið ís- inn, sungið fyrstur íslenzkra kóra á erlendum vettvangi, og haft sæmdir af. Þetta var og verður aðalatriðið. Þess vegna héldu flestir eða allir glaðir heim, þrátt fyrir allt. — Og Magnús Einarsson hafði unnið þrekvirki. Heim var svo haldið með gamla Agli, litlum eimkugg, sem O. Wathne átti, og margir eldri menn munu kannast við. Sú för gekk seint og sögulega, því að skipið hreppti aftakaveður í hafi og laskaðist, enda var það 10 daga til Austfjarða, og þótti mörgum nóg um. Var þó sungið í Þórshöfn á Færeyjum við mikla hrifningu bæjarbúa. Og líklega hafa sjaldan sárþjáðir farþegar fagnað landtöku meir en Heklungar í þetta sinn, því bæði hafði sjóveikin og sjó- hræðslan þjakað þá flesta. — En Austfirðingar tóku þeim tveim höndum og slógu Seyð- firðingar upp dansleik þeim til heiðurs. Og einn hálfgerðan stórhríð- armorgun rétt fyrir jólin, kast- aði Egill gamli akkerum á Akur- eyrarhöfn, og þótti ófrýnilegur á s ý n d u m vegna klaka og skemmda, er hann hafði hlotið í skammdegishríðum og stórsjó Enginn sími gat þá flutt fregn um það, að Hekla væri með. Þess vegna komum við á óvart. En í grárri morgunskímunni fylkti Hekla liði á þiljum uppi og söng af miklum krafti hina alkunnu vísu Jóns Ólafssonar: Guð minn, þökk sé þér, þú að fylgdir mér aftur hingað heim, hér vil ég þreyja, o. s. frv. — Og er ómar söngsins bárust upp í bæinn vissu menn, hvers kyns var: Hekla var komin heim. — En á bátum varð að fara í land, og þótti mönnum það óvirðuleg- ur endir á glæsilegri og skemmti legri för. Og gott var að vera kominn heim. Eftir því sem bezt verður vit- að, eru nú, eftir 40 ár, fallnir í valinn: einn úr 1. tenór, þrír úr 2. tenór, þrír úr 1. bassa, og söngstjórinn, alls 8 menn. Fjór- tán munu vera á lífi. En hvað skyldu margir lifa 50 ára af- mælið? En hvort sem þeir verða marg- ir eða fáir, sem minnast þess af- mælis, þá hefir Magnús Einars- son skráð nafn sitt og Heklu á spjöld sögunnar með hinni fyrstu söngför, sem varð honum og landinu til sóma. Jóhann Brandson var fæddur á Seyðisfirði á íslandi þ. 5. júní 1897. Hann dó 2. júní s.l., þá 53 ára gamall. Foreldrar Jóhanns voru hjón- in Jón Brandson og Þorgerður Árnadóttir, bæði frá Vestmanna- eyjum. Jóhann kom til Ameríku með foreldrum sínum árið 1904, sjö ára gamall. Hann var*hjá þeim á heimili þeirra á Siglunesi, Manitoba, þar til hann innritað- ist í herinn 1917 og fór til Frakk- lands. Foreldrar hans fluttu til Lund- ar, Man. Faðir hans dó 1942, en móðir hans, öldruð, á enn heima í litla húsinu sínu í bænum. Systkini hans eru: Sigurður, til heimilis á Lundar; Valgeir, í Selkirk og Mrs. S. Stubb í Win- nipeg. Jóhann giftist þ. 29. marz 1926 Kristínu Reykdal, dóttur Sigríð- ar og Jóns H. Reykdal, sem lengi áttu heima við Lundar, þau eignuðust þrjár stúlkur og einn dreng: Jóhanna, Mrs. K. Simkin; Oddný, Mrs. J. Perkins; og Gloria, allar í Winnipeg; og Kenneth John, heima hjá móður sinni. Börnin ætluðu að halda upp á 25 ára giftingarafmæli for- eldra sinna í vor, en frestuðu því vegna veikinda föður síns. Jóhann stundaði ýms störf; hann var fiskimaður, trésmiður, en lengst af bóndi og undi bezt hag sínum í faðmi náttúrunnar. Jóhann var ástríkur eiginmaður og elskulegur faðir. Við munum svo vel eftir litlu börnunum þeirra, fyrir mörgum árum síð- an, full af fjöri og barnsgleði léku þau sér í kringum heimilið. Nú eru þessi börn fullorðin, prúðmannleg og kurteis, alt í fari þeirra vitnar um góða for- eldra og elskuríkt heimilislíf. Jóhann heit. var borinn til hvílu frá Lútersku kirkjunni s.l. 6. júní. Séra Jóhann Fredriksson jarðsöng. ----☆----- Guðjón Árnason var fæddur í Argyle-bygðinni í Manitoba þ 8. júní 1889. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Lang- ruth þ. 15. júní s.l. 62 ára gamall. Hann var sonur hjónanna Mar- grétar og Páls Árnasonar frá Minna-Mosfelli í Grímsnesi. Faðir Guðjóns dó þ. 17. janúar 1912 og móðir hans 15. des. 1930. Hann átti sex systkini, tvö á lífi, Pál^ bónda við Langruth og Mrs. Guðmann Bjarnason við Glad- stone, Manitoba. Guðjón heitinn var einhleyp- ur. Hann var duglegur og for- sjáll bóndi og bjó myndarlegu búi sjö mílur norðvestur *af Langruth. Guðjón var fremur fáskiptinn, þó félagslyndur- og kom sér vel. Jarðarförin fór fram frá Lút- ersku kirkjunni í Langruth þ. 19. júní s.l. að miklum mann- fjölda viðstöddum. Séra Jóhann Fredriksson jarðsöng. ----•☆•--- Sigurður Johnson Mýrdal var fæddur á Kothól á Álftanesi þ. 13. nóv. 1856. Hann dó á heimili sínu þ. 19. júní s.l. 95 ára gamall. Sigurður heitinn giftist heima á íslandi Sigríði Guðmundsdótt- ur frá Jarðlaugsstöum. Sigurð- ur dó þann 8. marz 1950. Þau hjónin komu til Ameríku árið 1900 og settust fyrst að í Winnipeg. Haustið 1904 tóku þau sér land í Grunnavatnsbygðinni í Manitoba og bjuggu þar í tvö ár. Árið 1906 fluttu þau sig til Vestfold, Man. og bjuggu þar í 16 ár. Þau brugðu búi 1922 og fluttu til Kára Byrons tengda- sonar síns og önnu dóttur sinn- ar og voru hjá þeim til æviloka. Sigríður og Sigurður eignuð- ust fjögur börn, þrjár stúlkur og einn dreng: Mrs. K. Byron á Lundar; Mrs. W. Bradley, Win- nipeg; Mrs. F. Masson, Winni- peg, og Hallur í Vancouver, B.C., 12 barnabörn og 7 barnabarna- börn. Sigurður heitinn var sérstak- lega hraustur maður á yngri ár- um. Hann stundaði sjó á ára- bátum í mörg ár. Það þurfti karlmensku og dug að sækja út á Svið og suður með nesjum um hávetur, á opnum bátum, og lenda í hafnleysum, oft í aftaka- veðrum. Sigurður var stálminn- ugur alt undir það síðasta og kunni frá mörgu fróðlegu og skemtilegu að segja frá bernsku árum. Það var gaman að hlýða á hanri og fylgjast með endur- minningum gamla mannsins frá fornum æskustöðvum. Það var siður gamalla sjómanna heima að lesa bæn þegar farið var úr vör. Sigurður hélt þessum sið til dauðadags og las húslestur eins lengi og hann gat. Hann elskaði gömlu sálmana. Nú seinustu ár- in, blindur og örvasa, var hann í huganum ýmist á æskustöðvun- um, þar sem gleði unglingsins blasti við honum, eða í framtíð- arlandi eilífðarinnar, þar sem hann þráði samfundi ástvina, sem á undan hafa farið. Fyrir rúmu ári síðan sat ég við sæng konunnar hans sál. Hún gat aðeins hvíslað. Ég beygði mig að eyra hennar til að heyra það, sem hún vildi segja. Hún vissi nú að hún var að kveðja og segir: „Ég er að fara heim. — Ég óttast ekkert, en þykir slæmt að geta ekki tekið blessaðan manninn minn með mér“. Nú hefir Drottinn svarað bæn henn- ar og hjartans þrá og elsku vin- urinn hennar er nú kominn heim. „Hví er þá sál mín með gleðibrag ég á þegar eilífa lífið“. Sigurður heitinn var borinn til hvíldar frá Lútersku kirkj- unni á Lundar þ. 21. júní s.l. og jarðsunginn við hlið konu sinnar í Lundar-grafreit af séra Jó- hanni Fredriksson. Jóhann Fredriksson Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi ef með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sqm koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér serr. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir tsm eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnír að snúa sér til mfn. BJÖRN GUÐMUNDSSON BARUGATA 22 REYKJAVIK Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. • Commence Your Business TraintngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.