Lögberg - 01.11.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.11.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 7 U.M.F.Í. hefur sókn til varðveizlu og viðreisnar íslenzku þjóðerni og sjólfstæði Samþykktir sambandsráðs- fundar U.M.F.Í. og ávarp hans til íslenzku þjóðarinnar Sambandsráð Ungmennafé- lags íslands hélt fund í Reykjavík, og sátu hann tíu héraðsstjórar ungmenjja- sambandanna, auk stjórnar U.M.F.Í. Var á sambands- ráðsfundinum samþykkt á- varp til þjóðarinnar og ýms- ar samþykktir gerðar, með- al annars mælt eindregið með því af hálfu U.M.F.I., að norrænt æskulýðsmót verði haldið á Islandi sumarið 1953. Mannrækt og efling sjálfstæðis og þjóðræknisanda. Ávarp sambandsráðsfundar- ins hljóðar á þessa leið: 1 tilefni af dvöl erlends hers í landinu og í samræmi við stefnu ungmennafélagshreyfing- arinnar fyrr og síðar heitir sam- bandsráðsfundurinn á alla Is- lendinga að hefja öfluga sókn fyrir varðveizlu sjálfstæðis þjóð- arinnar, lagalegu og menningar- legu. Skorar fundurinn sérstak- lega á sína eigin félaga og ann- an íþrótta- og æskulýðsfélags- skap að taka þessi mál til al- varlegrar meðferðar, einnig skólamenn vora og aðra leiðtoga og þá ekki sízt á listamenn, skáld og rithöfunda. Sérstök nauðsyn er og á, að ríkisútvarp- ið hagi starfi sínu með hliðsjón af hættuástandi því, sem nú er og hafi sjónarmið mannræktar og þjóðernis fyrir höfuðmark- mið, til dæmis sé íslenzku- kennsla útvarpsins stórlega auk- in og bókmenntafræðsla. Þess er mikil nauðsyn að þjóð- in geri sér ljóst, að varðveizla sjálfstæðisins hvílir mjög á lífs- venjum vorum, skyldurækni við störf, gætni í fjármálum og sið- ferðisþreki gagnvart skaðhautn- um. Geta skólar vorir stuðlað að þessu með hagnýtu námi og þjóðfélagjð með því að greiða þær götur, sem liggja til höfuð- atvinnuveganna, og að þeir verði æskulýðnum sem eftir- sóknarverðastir. Starfsrækt og átthagarækt verður að eflast og leiðir til þjóðrækni og ættjarðar- ástar. Fundurinn skorar á stjórn- málamenn þjóðarinnar að efla bindindis- og æskulýðssamtök þjóðarinnar með auknum fjár- ráðum og bættum starfsskilyrð- um, um leið og hann þakkar það, sem áunnizt hefir m. a. á íþrótta- sviðinu. Væntir fundurinn þess, að leiðtogar vorir kaupi aldrei stundarafkomu ríkisins fyrir viðnámsþrek íslenzks æskulýðs á hættutímum þeim, sem nú eru, og er honum ríður á að vera vakandi og allsgáðum, né held- ur, að vinátta erlendra þjóða sé fengin með því að skerða hlut þeirra, sem eru og eiga að erfa landið. Öllum þarf að vera Ijóst, að bindindissamur æskulýður við skapandi nám starf, er vor bezta þjóðvörn. Þjóðinni þarf allri að verða það ljóst, að sjálf- stæði vort byggist á því, að vér skiljum sérstöðu vora, vanda vorn og skyldur og þá mun oss skiljast hver réttindi það eru að vera íslendingar. Vinnum íslandi allt! i trúi frá U.M.F.l. skuli vera í nefnd þeirri, er menntamála- Fundurinn samþykkti, að ] ráðherra hefir séð ástæðu til að landsmót ungmennafélaganna skipa til þess að endurskoða í- skyldi haldið að Eiðum næsta ] þróttalögin. Með tilliti til bréfs vor. Var stjórn Ungmenna- og ! íþróttalaganefndar til 4stjórnar íþróttasambands Austurlands; U.M.F.Í. lýsti fundurinn enn- falið að annast þar hópsýningar ! fremur yfir ánægju sinni með karla og kvenna. Ennfremur var J íþróttalögin frá 1940 og taldi ákveðið, að auk íþrótta skuli þar fara fram kennsla í nokkrum starfsgreinum, til dæmis dráttar- véla-akstri, mjöltum og að leggja á borð. • Heitið var á stjórnir héraðs- sambandanna að hefja sem fyrst þau og framkvæmd þeirra hafa verið með ágætum og enga þörf á breytingum á þeim lögum, hvorki efnislega né formlega. Hins vegar skoraði fundurinn á menntamálaráðuneytið að hefjast handa um stofnun áhuga undirbúning að þátttöku íþrótta i mannadeildar við íþróttakenn- manna og almennum hópferðum j araskólann á Laugarvatni. á landsmótið. íþróllalöggj öf in. Sambandsráðið bar fram mót- mæli gegn því, að enginn full- ÁfengismáL Stjórn U.M.F.Í. var falið að leita eftir því, að ríkið leggi til lögreglu á opinberar samkomur. Jafnframt lýsti fundurinn því yfir, að hann teldi algerlega ó- viðunandi, að lögreglustjórinn í Reykjavík leyfi vínveitingar «á opinberum samkomum æsku- lýðsfélaga og krafðist þess, að löggjöf og reglugerðir um sölu áfengra drykkja séu að fullu framkvæmdar. Taldi og fundur- inn og siðferðilega skyldu stjórn arvalda að stuðla að því, að skemmtanalífið sé með menn- ingarblæ. Kennari í þjóðdönsum. Samþykkt var á fundinum að athuga möguleika á því að ráða hingað til lands finnskan kenn- ara, sem kenndi þjóðdansa, ef um það getur tekizt samvinna við aðra aðila. — Loks var stjórn U.M.F.l falið að sækja um stór- aukinh styrk til almennrar menningarstarfsemi félaganna, einkum í bindindismálum. —TÍMINN, 10. okt. Sex íslendingar við söngnóm í ítalíu Rætt við Gunnar Óskarsson, sem þrettán ára söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur en stundar nú söngnám í ítalíu Ungur Reykvíkingur, Gunnar Óskarsson, sem stundað hefir tenór-söngnám í Italíu und- anfarin tvö ár, er nú stadd- ur hér heima í sumarleyfi. Kom hann hingað 7. ágúst sl. en mun hverfa aftur til námsins um miðj an sept. Gunnar er flestum lands mönnum að góðu kunnur sem söngvari. Hann er fæddur í Reyk javík 17. september 1927, sonur Óskars Árnasonar sjómanns, og konu hans Sesselju Þórðardótt ur, Framsveg 10, Þrettán ára gamall vakti hann mikla athygli, er hann söng ein- söng í kirkjukonsert með Karla- kór Reykjavíkur, því hann hafði óvenju fagra sópran-rödd. Hann kom þá einnig víða fram á skemmtunum og söng í útvarpið m. a. oft í barnatímum þess. 1 september 1949 fór hann til söngnáms til ítalíu og er nú kom inn, eins og áður segir, heim í stutt sumarleyfi. Blaðamaður frá Tímanum hitti Gunnar að máli í gær og spurðist fyrir um nám hans og fleira. Byrjaði ungur að syngja Þú hefir ekki verið hár í loft- inu, þegar þú byrjaðir að syngja? — Nei ,segir Gunnar, ég byrj- aði ungur að syngja. Fyrst í barnaskólanum hjá Jóni Isleifs- syni, en þegar ég var 13 ára gekk ég í barnakór Karlakórs Reykja- víkur, og það var mitt mesta happ. Þar kynnist ég Sigurði Þórðar- syni, söngstjóra, sem alla tíð síð- an hefir reynzt mér hin mesta hjálpaehella. Með barnakórnum söng ég í kirkjukonsert, en barna kórinn var þá styrktur með söng röddum . meðlima karlakórsins. Kom ég einnig víða fram á því ári, bæði á skemmtunum og í út- varpinu. Síðan færðust árin yfir mig og ég fór í mú^ur. Þá fékk ég mjög ljóta rödd og hélt jafnvel að ég gæti aldrei sungið aftur. En það smálagaðist með tíman- um. Þá gekk ég í Karlakór Reyk- javíkur, það var fyrir fimm árum og auk þess var ég einnig í tím- um hjá Sigurði Þórðarsyni, og hafði mjög gott af hvoru tveggja, KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið.^Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir wm eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU N DSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK þótt ég væri enn vantrúaður á röddina. En Sigurður var bjart- sýnn og sagði, að ef ég kæmist í söngnám erlendis myndi það lagast. Dýrt og erfitt söngnám En er ekki mjög dýrt að stunda söngnám eruendis? — Jú, það er það. En Sigurður var ekki af baki dottinn, og tal- aði við ýmsa menn, sem tóku málaleitun hans mjög vel og hafa þessir menn kostað nám mitt, og réynzt mér á allan hátt eins og ég væri þeirra eigin sonur. Og nú síðast hafa þeir leyft mér að koma hingað heim í sumarleyfi, til að hitta konu mína og börn, foreldra og aðra vini. En hvenær fórstu til ítalíu? — Til ítalíu fór ég í september 1949 og stunda námið í Milanó hjá Angelo Alborgoni, sem er prýðilegur kennari og kenndi m. a.'* Pertili, einum frægasta söngvara ítalía. Stunda m a r g i r íslendingar söngnám í Italíu? — Við munum vera sex, þar af fimm í Mílanó. Auk mín eru þar Ketill Jensson, Ólafur Ja- kobsson, Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson, en Guðmundur Baldvinsson stundar nám í Nap- oli. — Þess má geta að við njót- National Business Head Rene B. Perrault Photo—Copyright by Salmon Rene B. Perrault, Montreal, who has been elected President of The Canadian Chamber of Commerce at the national busi- ness organization’s 22nd Annual Meeting in Quebec City, Oct. 30 to Nov. 1. Mr. Perrault, promi- nent in business circles in East- ern Canada, is President of the automobile firm of Cumming- Perrault Limited, Montreal. Ac- tive in association, community and welfare work, Mr. Perrault has served on the Executive Council of the C a n a d i a n Chamber, on several Chamber Committees, and is a former Honorary - Treasurer of La Chambre de Commerce du Dis- trict de Montreal. He takes over from Dr. Francis G. Winspear of Edmonton, former President óf The Chamber of Commerce. um öll aðstoð góðra manna við námskostnaðinn. Ketill og Ólaf- ur voru k o m n i r til Milanó nokkru á undan mér, en Þuríður og Magnús komu þangað á þessu ári. Við stundum öll námið hjá Alborgoni, nemi Ólafur. Ketill er langt komin með námið, og kemur sennilega heim eftir ára- mótin. Við Magnús búum í sama húsinu, hjá prýðilegri fjölskyldu sem lætur það ekki á sig fá, þótt við höfum hátt, enda má segja, að sönglist og tónlist sé líf og yndi ítalía. Og svernig sækist námið? — Námið sækist yfirleitt vel. Okkar líkar mjög vel við kennar- ann og hann gefur okkur öllum góðar vonir. Erfitt nám Hvernig er náminu háttað? — Ég fer í söngtíma fimm sinn um í viku, klukkutíma í einu. Fyrst í stað fóru tímarnir mest í léttar æfingar, en síðan smá þyngdi Alborgoni námið, með skalaæfingum og þess háttar. Nú síðast voru kennslustundirnar þannig, að fyrri hálftímann voru æfingar, en síðan fékk ég að syngja lög, og rétt áður en ég fékk sumarleyfið var ég að æfa ó p e r u n a Ástardrykkinn eftir Donizelli. Þá æfir maður einnig með öðrum nemendum dúetta og fleira. Auk söngnámsins stunda ég einnig píanóleik og söngfræði, og þegar maður er ekki í tímum er æft af kappi. Stunda margir nám í þessum skóla? — Um 30 nemendur stunda nám hjá Alborgoni, en þetta er einkaskóli og kennir hann einn sönginn. Hvernig kanntu við þig í Ital- íu? * — Yfirleitt prýðilega. ítalir eru vingjarnlegir og varakonsúll Islands í Mílanó, Þjóðverjinn Zeeber, hefir reynzt okkur sér- staklega vel. Mikill munur er á veðráttunni á sumrin og veturna í Mílanó. Feykilegir sumarhitar eru, en aftur á móti mjög kalt á veturna, og mun kaldara, en við eigum að venjast hér á landi. Söng í útvarpið Þú átt að syngja í útvarpið í kvöld, ekki rétt? — Jú, en það vildi nú svo vel til, að ég söng inn á plötur fyrir nokkrum dögum. — Núna er ég svo kvefaður, að ég get varla tal- að — eins og þú heyrir. Senni- 1 e g a ‘loftlagsbreytingunni a ð kenna. Svo þú ætlar til ítalíu aftur í september? — Já, ég er hér aðeins í stuttu sumarleyfi, og fer út aftur um miðjan september. Ég á eftir að stunda námið í eitt til tvö ár enn, og nú bætist leiknámið við, en ekki er enn ráðið hjá hverjum ég stunda það. Og hvað ætlastu svo fyrir að námi loknu? — Það er nú kannske of fljótt PHILLIP (13. 12. 1835 Phillips Brocks var víðfrægpr amerískur kennimaður og rit- höfundur. Var hann borinn í Boston í Massachusetts-ríki í Bandafylkjanna. Hann var kom- inn afc góðum og gömlum kenni- mannaættum í báða liðu. For- eldri hans var William Gray Brooks og Mary Ann Phillips. Um móður hans er það kunnugt, að hún var gædd sjaldgæfu sál- arþreki og trúarstyrk. Gengu verðmæti þau að erfðum til Brooks og urðu meginþættirnir í hinu fagra og stórfengilega lífs- starfi hans. t Philips Brooks lauk námi í Harvard lærðaskóla 1855. Stund- aði hann síðan guðfræðinám í bænum Alexandria í Virginíu- ríki. Vígðist hann til djákna 1859 og prests við Adventu- kirkjuna í Philadelphiu 1860. Að þrem árum liðnum, 1862, varð hann prestur við kirkju Heilagr- ar þrenningar (The Holy Trinitv Church) í Philadelphíu. t Árið 1869 varð hann prestur við Þrenningarkirkjuna ( T r i n i t y Church) í Boston. Kendi hann þar afar fjölmennum söfnuði um tuttugu ára skeið, sunnudag eft- ir sunnudag, unz hann var kos- inn og vígður til biskups 1891 í mótmælendabiskupakirkjunni yfir Massachusetts-ríki. — í biskupsembættinu reyndist hann mikilmenni að stjórnsemi, rögg og dugnaði. Afkastaði hann víð- tæku og gagnsömu starfi í því umfangsmikla embætti, þótt hon um auðnaðist aðeins að I’fa í því vart hálft annað ár. Phillips Brooks er þannig lýst, að hann hafi verið hár maður vexti, vel á sig kominn og hraust- ur karlmaður. Var hann hreinn og beinn í skapi og látlaus, gæddur afburða dómgreind og skörpum næmleika fyrir fyndni og gamansémi. Allra manna var hann þurfsamastur og fljótastur til samúðar. Kennimannaskörungur v a r hann mikill og mælskumaður með afbrigðum. Þegar guðmóð- urinn kom á hann í stólnum fyr- ir sakir mikilleiks málefnisins, þá stóðst ekkert við; hreif hann þá menn með sér til hæstu himna eður niður í undirdjúp undirdjúpanna, hóf og lægði sál- ir þeirra, sem stormurinn og lognblíðar öldur hafsins, — vekti, hrygði, huggaði og gladdi. — Streymdu þá orðin af vörum hans með ofurhraða, þrungin spakmælum og líkingum. — Skoðanafrelsi hans í kenningum, tengt dýpstu sannfæringu um höfuðtrúarlærdóma kristindóms ins, andríki boðskaparins, sam- eináð æztu gagnsemi, skóp hon- um hin víðtækustu áhrif meðal allra kristinna trúardeilda. Var hann langt hafinn yfir hverja þrætu og akstur um erindin, sem tíðkast svo mjög milli sértrúar- flokka. Samúð hans og umburð- arlyndi við menn, sem fóru aðr- ar leiðir en hann sjálfur og hugsuðu öðru vísi og sannleika annarra kirkjukerfa, aflaði hon- um traustá og ástar manna með ýmislegum hugsunarhætti og skoðunum. Jók það alt saman mikillega vöxt og viðgang Bisk- upakirkjunnar. Var hann líf að tala um það. Síðan Þjóðleik- húsið tók til starfa, hafa mögu- leikarnir fyrir söngvara vaxið hér heima, og ef maður fær at- vinnu hér, væri það auðvitað bezt. En svo er annað. Það er alltaf vöntun á tenórum víða um lönd, svo ef til vill þarf ég ekki að kvíða atvinnuleysi. En á meðan ég man. Félagar mínir í Italíu báðu mig að skila kveðjum heim, en það er erfitt að ná til allra — eins og þú skil- ur — og auðvitað er bezt fyrir mig að biðja þig fyrir það í blað- ið. Sem sagt. Þeim líður öllum vel og biðja að heilsa ættingjum og vinum. — — TÍMINN, 26. sept. BROOKS - 23. 1. 1893) hennar og sál um sína daga, eða réttara sagt, andi Krists, sem tekið hafði sér bústað í mannin- um og í þjónustu sína náttúru- gáfurnar, er Drottinn hafði gætt hann. Kendi hann mönnum lífs- speki þá, sem aldrei fyrnist né úr gildi gengur, — lífsspeki hinnar kristilegu sannfæringar og reynslu, — lífsspeki hinna sönnu og varanlegu verðmæta, dífsspeki hins einfalda skilnings gleði og sorgar og þarfa hvers- dagslífsins, — lífsspeki þess skilnings, sem sér og veit, hvað gerir mennina glaða, hrygga, styrka, veika, sjúka, heilbrigða! Hann kendi mönnunum, hvað læknar þá og auðgar andlega, hvar hinar sönnu heilsulindir þeirra eigi upptök sín; hvar námur andlegrar auðlegðar eru fólgnar; hvar hinnar sönnu, var- anlegu hamingju er að leita. Hvar raddir friðar, ljóss og lífs þruma. — I skömmu máli — hann kendi mönnum að þekkja, skilja, meðtaka og elska Jesúm Krist. Phillips Brooks hafnaði að gerast kennari í kristilegri sið- fræði á Harvard-háskóla, er honum var boðið það, en hann tók að sér, og hafði á hendi um langa hríð, yfirumsjón guðs- þjónustunnar í háskólanum. Gerðist hann þar kennifaðir lærisveinanna. Voru trúaráhrif kenninga hans á þá bæði djúp og varanleg. Mótaði hann svo lyndiseinkunn þeirra að þeir bjuggu að því æ síðan. Mörg og mikil ræðusöfn voru gefin út eftir Phillips Brooks, sem vænta mátti. ^oru þau les- in grandgæfilega, íhuguð og rædd um þvert og endilangt landið. Fyrirlesari var hann hinn snjallasti og vinsælasti. Sóttust þúsundir manna eftir því að hlýða á hann, að gagntakast af andríki hans og auðgast af vizku hans. Hinir svokölluðu „Bohlen“-fyrirlestrar hans (1879) er hann nefndi: „Áhrif Jesú“, fengu hina beztu áheyrn og mikla útbreiðslu. — Phillips Brooks fékst nokkuð við kvæðagerð; fórst honum það vel úr hendi, sem alt annað, er hann lagði á gjörva hönd. Sálm- urinn: ;<Ó, litli bærinn Betle- hem“ (O, Little Town of Betle- hem), sem hér kemur fyrir al- menningssjónir, hefir náð afar mikilli útbreiðslu og alþjóðar hylli. Er hann lankunnastur af því, sem eftir Brooks liggur í bundnu máli. I borgarastyrjöldinni (1862—4) milli Norður- og Suðurríkjanna út af þrælahaldinu, hélt Phillips Brooks uppi drengilega og kröftuglega málstað Norðan- manna og Svertingjanna, — þótt hann á hinn bóginn væri einlægur friðarhöfðingi og al- gerlega mótsnúinn stríðum og styrjöldum. Af því sem nú hefir sagt verið þótt stutt sé og ófullkomið, má nokkuð þó marka, hvílíkur guðs maður, trúarhetja, og hversu sannur lærisveinn Jesú Krists Phillips Brooks var. Hann virð- ist hafa verið eitt hið mesta andans ofurmenni, sem kristni Bandaríkjanna hefir framleitt og því í tölu ágætustu sona þeirm. Þvílíkra manna þurfa þjóðirnar einkum við. Af þeim mega þær vera sannarlega stolt- ar. Að fótum þeirra geta þær sezt, — án þess að niðurlægja sig, — og lært af þeim í auð- mýkt hjartans alger bjargar- ráð — sönn vísindi. Það eru leið- togar, — forystumenn, — sem óhætt er og skylt að fylgja. Þeir eru engir falsspámenn og svika- kennarar ,sem upp rísa og af- vegaleiða marga. Þeir eiga hug- rekki heilagrar boðunar. Þeir fara fyrir þjóðunum sem eld- stólpar í náttmyrkrum raun- anna á torfærri göngu eyði- merkurdvalarinnar til himin- fjalla Guðs hjálpræðis. L. S.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.