Lögberg - 01.11.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.11.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 Högtets Oefl8 Ot hvern ílmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA UtanAskrift ritstjórans: HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” Is prlnted and publlshed by The Columbla Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Skipt um sf-jórnarforustu E)ins og þegar er vitað, fóru fram almennar kosn- ingar til brezka þjóðþingsins síðastliðinn fimtudag og lauk þeim á þann veg, að íhaldsflokkurinn undir forustu Winstons Churchills, bar sigur úr býtum og hefir nú tekið við völdum. Kosningabaráttunni var hið bezta stilt í hóf, eins og jafnan hefir verið venja til á Bret- landi, þar sem þingræðið er á hærra þroskastigi en nokkurs staðar annars staðar í víðri veröld; aðallega voru það meginflokkarnir tveir, íhaldsflokkurinn og flokkur óháðra verkamanna, eða þáverandi stjórnar- flokkur, er leiddu hesta sína saman í áminstum kosn- ingum og háðu úrslitaglímuna; svo mátti segja, að í pólitískum skilningi væri þjóðin nálega klofin til helm- inga, eins og úrslitin svo afdráttarlaust leiddu í ljós. Þingmeirihluti sá, er Mr. Churchill af eigin ram- leik styðst við, nemur aðeins átján þingsætum; þessu til viðbótar getur Mr. Churchill nokkurn veginn með fullri vissu reiknað upp á þingfylgi þeirra sex Liberala^ er náðu kosningu; en þegar þess er gætt, að tala þing- manna nemur sex hundruð tuttugu og fimm verður það sýnt, að stýra þarf stjórnarskútunni af fylztu varúð ef takast skal að sigla heilu og höldnu fram hjá þeim mörgu skerjum, sem framundan bíða. Jafnaðarmannastjórnin með Mr. Attlee í broddi fylkingar, hafði setið að völdum í sex ár; hið fyrra kjör- tímabil sitt átti hún nægu þingfylgi til að tjalda; öðru máli gegndi eftir kosningarnar 1950, er hún í rauninni gat naumast talist starfhæf, og studdist aðeins við sex þingsæta meirihluta; hún hafði þjóðnýtingu samgöngu- og framleiðslutækja efst á stefnuskrá sinni og hratt. ýmsum þeirra þegar í framkvæmd; en í hinum nýaf- stöðnu kosningum lét Mr. Attlee þess getið, að í því falli að flokkur sinn yrði ofan á, myndi hann láta frekari þjóðnýtingu liggja í láginni um nokkurt skeið; og víst er um það, að lengra verður ekki haldið í áttina tií þjóð- nýtingar fyrst um sinn því svo trúaður er Mr. Churchill á samkepnina og einstaklings framtakið. Mr. Churchill á Liberölum að miklu leyti kosninga- sigur sinn að þakka, því sennilega var það fylgi þeirra við hann, sem reið baggamuninn; í þetta skipti sann- færðust þeir að minsta kosti um það, að þeir ættu sam- eiginlegan, pólitískán óvin, er koma skyldi fyrir kattarnef. Kommúnistar höfðu nokkra frambjóðendur í kjöri, sem töluðu digurbarkalega og bárust mikið á meðal á kosningahríðinni stóð, en að loknum leik, er atkvæði voru fulltalin, kom það í ljós, að hver einasti og einn þeirra tapaði framboðsfé sínu. Svo fór um sjóferð þá. Frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er, verða naum- ast deildar meiningar um það, að Mr. Churchill, sé einn sá fjölhæfasti stjórnmálavíkingur, sem nú er uppi í mannheimi; það er ekki einasta, að hann sé afburða snjall rithöfundur og mælskumaður, heldur er hugrekki hans slíkt, að til verulegra undantekninga má teljast; hann er stoltur af þjóð sinni og sættir sig illa við að skuggi falli á nafn brezka veldisins, eða að dregið verði úr áhrifum þess á vettvangi heimsforustunnar; og að því er viðkemur stefnu hinnar nýju stjórnar í utanríkis- málum, má víst telja, að breyting verði til batnaðar, minna um hik og efa. Úrslit áminstra kosninga ber miklu fremur að skoða sem persónusigur Mr. Churchills, en traustsyfir- lýsingu á stefnuskrá íhaldsflokksins, þótt eitt og annað hafi hún til síns ágætis. Falleg og þakkarverð landkynning Hinn mikilhæfi sendiherra íslands í Washington, Hon. Thor Thors, sýndi ritstjóra Lögbergs þá vinsemd, að senda honum nóvemberheftið af hinu vandaða og gagnmerka tímariti The National Geographic Maga- zine, sem gefið er út í New York, en það hefir inni að halda stórfróðlega ritgerð um ísland, er nefnist Iceland Tapestry eftir Deena Clark, sem heimsótti landið í sumar, sem leið, og fór víða um; er hér um svo ná- kvæma og laukrétta frásögn að ræða, að íslenzka þjóð- in stendur í stórri þakkarskuld við höfundinn og hið glæsilega tímarit; drepið er á landnám Ingólfs Arnar- sonar þar sem öndvegissúlum hans skolaði á land við Reykjavík, vikið er að ævintýri Leifs Eiríkssonar varð- andi fund Vínlands og Þorfinns Karlefnis minst; rit- gerð þessa má telja þakkarvert, menningarsögulegt heildaryfirlit yfir þróun íslenzku þjóðarinnar í stjórnar- farslegum, andlegum og afkomulegum efnum, þar sem sögulegt sannmat er lagt á hvert atriði út af fyrir sig; lýst er glögglega erfiðleikum landbúnaðarins vegna þess hve Iandið er hrjóstrugt, en á hinn bóginn dáðst að gullkistunni umhverfis strendur landsinfe, þar sem fiskiveiðar nú eru stundaðar í stórum stíl með þeim fullkomnustu veiðiaðferðum og áhöldum, sem tækni nú- tímans býr yfir. Mentamálakerfi landsins eru í ritgerðinni gerð hin beztu skil og hið sama er um listir og vísindi að segja; höfundur hefir auðsjáanlega orðið hrifinn af íslenzkri Siðbótar hugleiðing Eftir séra VALDIMAR J. EYLANDS „— En Lúters efldur andi, skal aldrei dauðann sjá, en lýsa þjóð og landi sem leyftur himni frá“. M. J. Siðbót Lúters er stundum kölluð „endurfæðing evangel- iskrar kristni“, og er það mak- leg skilgreining, og að mörgu leyti rétt. Með þeim orðum er gefið til kynna að hér hafi ekki verið um nýjan flokk eða kirkju- deild að ræða, heldur einskonar endurfæðingu andans, aftur- hvarf til hins einfalda boðskap- ar sem ^ristur flutti, og postul- ar frumkristninnar, sem síðar var skrásettur í hinum ýmsu ritum Nýja Testamentisins. Frá því er þessi endurfæðing hófst í heimi andans eru nú liðin 434 ár. Á þeim tíma hefir mikið af vatni runnið undir margar brýr; síðan hefir heimssagan frá mörgu að greina, og ýmsir þætt- ir þeirrar sögu eru miður glæsi- legir. Oft hefir verið dimt í lofti á þessu tímabili, og ennþá hættir bölsýnum mönnum, sem þó telja sig raunsæismenn, til að andvarpa: „Hvergi greinir skýja- skil, skelfing er af myrkri til“. Hin tilfærðu orð Matthíasar hér að ofan hljóma ekki mjög spámannlega á þessum dögum. En spámannleg eru þau engu að síður, eins og sagan sýnir. Löngu fyrir hans daga var einskonar moðsuða hafin af þeim mönnum sem voru óánægðir með hið tvö- falda þrælahald sem lýðir allra landa voru háðir á þeirri tíð. Annars vegar var vald konungs og keisara, og hins vegar vald kirkjunnar. Hvorutveggja höfðu þessir aðilar fengið allan al- menning til að trúa því að þeir hefðu þegið vald sitt fyrir guð- lega tilskipun. Þetta vald náði bæði yfir tíma og eilífð; kon- ungsvaldið þjarmaði mönnum líkamlega og hélt þeim til hlýðni með lögreglu- og hervaldi. Páfa- kirkjan greip einnig gráðugum höndum inn á hið tímanlega verksmið manna hvar sem hún fékk því við komið, og ógnaði þeim auk þess með helvíti og eilífum kvölum, ef þeir ætluðu sér þá dul að dansa ekki í öllu eftir hennar nótum. Það var sízt að undra þótt að syði undir niðri í hugum skynbærra manna. Þá var það að Lúter kom fram og kveikti neistann sem síðar varð logandi bál, sem brenndi, og vill enn brenna öll h^t af anda mannsins og gera hann fullkom- lega frjálsan til hugsana og at- hafna með Guðs orð eitt að leið- arljósi í stafni. Sjálfur var Lúter af*elþýðufólki kominn, hann var stoltur af þeirri stétt og skyldi kjör hennar og baráttu mæta vel. Enda þótt hann hefði ekki að jafnaði bein afskifti af stjórn- málum, og héldi fram aðskilnaði ríkis og kirkju, er það þó al- mennt viðurkennt af sagnfræð- ingum að siðbót hans, eða aftur- hvarf hans til kenninga alþýðu- mannanna frá Galileu varð fyrirrennari og undirrót hins lýðfrjálsa stjórnarskipulags sem allar þjóðir vilja búa við. Kenn- ing hans um hið almenna prests- dæmi kristinna manna leiddi af sér viðleitni sem miðaði smátt og smátt að sjálfsforræði þjóð- anna, og til stjórnarmyndunar „af fólkinu og fyrir fólkið“, sem væri ekki eingöngu höfðingjum og valdsmönnum í vil. Frá kenn- ingu Lúters um frelsi og mann- réttindi einstaklingsins má rekja þræðina sem leiða til vaxandi sjálfsforræðis og þátttöku í al- mennum mannfélagsmálum af hálfu alls þorra manna. Á öld- unum síðan eru liðnar hefir konungsvaldið stöðugt rénað, en lýðræðið aukist að sama skapi. Eins og allir vita fékk rómversk kaþólska kirkjan svo mikið áfall við siðbótina að hún bíður þess aldrei bætur. Hins vegar má segja að siðbótin hafi orðið henni til blessunar, því einmitt hennar vegna hefir þessi vold- uga stofnun hreinsað til hið innra hjá sjálfri sér svo miklu munar, þótt enn sé mikið eftir af hé- góma og hindurvitnum í kenn- ingu hennar og háttsemi með- lima hennar. Naumast er hægt að segja að Lúter sé faðir lýðræðisins eins og það nú tíðkast. Hér er um langa framþróunun að ræða. Að vísu eru grundvallaratriðin frá honum komin, og eru þau þáttur í hinni dýrkeyptu arfleifð sem við höfum þegið frá honum og öðrum forystumönnum í mann- félagslegri framþróun aldanna. En lýðræðis fyrirkomulagið er ekki byggt á guðlegri opinber- un 1 þeim skilningi sem þau orð eru venjulega notuð. Eins og það skipulag nú kemur okkur fyrir sjónir er það sprottið upp af þörf þjóðanna, og ber vott um æ þroskaðri skilning manna á hlutverki einstaklingsins og samfélagsheildarinnar. Að því und^nteknu að Lúter var upp- hafsmaður hreyfingar sem hvorki hann eða samtíðarmenn hans gátu gert sér fulla grein fyrir hvert leiða mundi, er ekki hægt að leggja sigra eða ósigra lýðræðisskipulagsins að dyrum hans. En þessi frækorn sannleik- ans um göfgi mannsins, rétt ein- staklingsins til sjálfsákvörðunar, köllun hans til þess andlega vaxtar og þroska sem hann kann að vera hæfur til, hafa orðið feiknastórt tré sem breitt hefir lim sitt yfir lönd og höf, og í skjóli þess vilja allir menn dvelja, sem í námunda við það hafa komist. Miklar fórnir hafa verið lagðar fram til þess að þessar hugsjónir megi halda velli, og eins til þess að afnema þær af jörðunni og leggja fjötra á mennina. Sú barátta stendur enn. „Lúters efldur andi skal aldrei dauðann sjá“. Við tökum allir undir þessi orð, og vonum að þau reynist sönn. En hitt er okkur ljóst að þótt andi Lúters hafi ekki séð dauðann, þá hefir hann að minsta kosti séð skugga dauðans í ýmsum löndum, og sá skuggi virðist vera að teygja sig með geigvænlegum hraða um heim- inn. í stað lýðræðisins á að koma einveldi byggt á ofbeldi, í stað einstaklingsfrelsis undir- lægjuháttur; í stað Heilagrar Ritningar eiga að koma ritning- ar Marx, Lenins, Stalíns og Co.; í stað landsins Helga og þeirrar menningar sem þaðan er runnin á að koma Gerzka Æfintýrið. Það fer hrollur um vestræna menn við tilhugsunina um fram- gang þessarar stefnu, og þau á- tök sem þurfa muni til að stemma stigu fyrir þessari flóð- öldu. Eru mannkyninu þau ömurlegu örlög sköpuð að þurfa nú aftur að hverfa inn í myrkur miðaldanna, og glata öllum þeim verðmætum sem fram til þessa hafa verið svo dýru verði keypt í blóði og tárum? Þær þjóðir sem enn eru að mestu ósnortnar af dauðaskugga hins austræna ógnarvalds svara þeirri spurningu neitandi, og hervæðast af miklu kappi. — Vopnavaldið er því miður nauð- synlegt. En það er aldrei þroska- meðal í sjálfu sér. Þegar bezt lætur getur það aðeins skapað skilyrði og möguleika til þroska Þótt vopnin geti skakkað leikinn í bili þarf meira til að koma. Þar kemur til greina, afl andans, máttur hugsjónanna. En vaxtar- máttur hugsjónanna er kominn undir trúmennsku og fórnarlund þeirra sem játa fylgi við kristin- dóminn, hinn einfalda boðskap sem Lúter hvarf aftur til úr öllu kenningamoldviðri sinnar tíðar. Stundum ræða fræðimenn um það hvort réttara sé að telja starfsemi Lúters siðbót, eða að- eins siðaskifti. Sagan ber þess vott að um hvorttveggja var að ræða á hans dögum og lengi síð- an þar sem áhrif hans náðu til. Þegar þau ógnarský eru nú greidd sem í lofti blika yfir heiminum, með hverjum hætti sem það verður, þarf að koma ' ný siðbót, og ný siðaskifti, einn- ig í evangeliskum löndum. Sið- bót Lúters er ekki fullnægjandi fyrir alla tíma og tíðir. Mikið hefir hlaðist utan á kristindóm þjóðanna síðan hann tendraði bálið og brenndi sorann og sindr- ið á sextándu öld. Það þarf að tendra nýtt bál, og efna til stórr- ar brennu. Það þarf að brenna hrokann en efla auðmýktina, hatrið en stunda kærleikann, samkeppnina en stuðla að ein- ingu. Allar andlegar hártoganir þurfa að fara á bálið svo að menn geti beint sálarsjón sinni að uppsprettulind mannlegrar ham ingju um tíma og eilífð — Kristi sjálfum, án þess að setja fyrst upp gleraugu hinna ýmsu sér- trúarflokka. Lúter vildi ekki stofna sértrúarflokk; hann vildi aðeins stuðla að endurfæðingu evangeliskrar kristni, og það gerði hann. En í því fólst bæði siðbót og siðaskifti, sá andi sem aldrei skal dauðann sjá, „en lýsa þjóð og landi sem leyftur himni frá“. Til þess að andi Lúters geti lifað þarf nú nýja „endurfæðing evangeliskrar kristni“, nýtt aft- urhvarf til hins einfalda boð- skapar Nýja Testamentisins. Það er engin önnur leið fyrir ein- staklinga eða þjóðir til farsæld- ar og öryggis. Það er annaðhvort,— ellegar. Sæmileg afkoma ríkissjóðs fyrstu sex manuði órsins Búist við lakari afkomu síðari hluta ársins. 1 seinustu Hagtíðindum birtist yfirlit um tekjur og gjöld ríkis- ins til júníloka. — Verður hér á eftir getið nokkurra helztu niðurstöðutalnanna. Tekjur ríkissjóðs námu alls 162.6 millj. kr., en námu á sama tíma í fyrra 106.6 millj. kr. og 1949 100.7 millj. kr. Hæsti tekju- liðurinn var verðtollurinn, er hann 49.7 millj. kr. og er næst- um helmingi meiri en tvö næstu árin á undan (1950 26 millj. og 1949 25.6 millj.). Næst hæsti tekjuliðurinn voru tekjur af rík- isstofnunum 42.5 millj. kr. og er það 3 millj. kr. hærra en 1949. Tekjur af söluskatti námu 37.2 millj., en námu á sama tíma i fyrra 15.3 millj. kr. og 10.6 millj. kr. árið 1949. Rekstrarútgjöld ríkisins til júníloka námu 123.3 millj. kr., en 1950 námu þau 96.4 millj. kr. og 1949 87.9 millj. kr. — Hækk- unin stafar mest af hækkuðum kaupgreiðslum. T. d. nema út- gjöldin vegna kennslumálanna einna nú 22.5 millj. kr., en 1950 námu þau 15.5 millj. kr. og 1949 12.8 millj. kr. Kostrtaður, við dómsmála- og lögreglustjórn nam 8.1 millj. kr. og er það 1.7 millj. kr. hærra en 1950 og 3.3 millj. kr. hærra en 1949. Kostn- aður við heilbrigðisstjórnina nam 8.9 millj. kr., og er það 2.7 millj. kr. hærra en árið áður og 3.9 millj. kr. hærra en 1949. Þannig hafa flestir útgjaldaliðir aukizt og stafar það fyrst og fremst af hækkuðu kaupgjaldi. Samkvæmt framansögðu nam tekjuafgangurinn fyrstu sex mánuði ársins 39.2 millj. kr., en á sama tíma í fyrra nam hann 13 millj. kr. og árið 1949 12.8 millj. kr. Af þessu er þó ekki hægt að draga neinar ályktani'r af því, hver verður endanleg af- koma ríkissjóðs á árinu. Inn- flutningur hefir verið mikill framan af árinu, og getur því orðið minni síðari hluta ársins. Mörg útgjöld eru hærri á síðari árshelmingi en þeim fyrri, t. d. færist miklu meira af kostnaði við ýmsar framkvæmdir á síðari árshelminginn. Um þessar mundir er verið að undirbúa fjárlögin og benda þær athuganir, sem gerðar hafa verið í sambandi við þau, til þess að ríkisútgjöldin munu mjög auk- ast á næsta ári, einkum vegna hækkaðs kaupgjalds og verðlags. Fjármálaráðherra mun væntan- lega gera nánari grein fyrir þessu, er hann leggur fjárlögin fyrir þingið í byrjun næsta mánaðar. —TIMINN, 1. sept. Samvinna Norð- manna, íslendinga og Dana um síldarrannsóknir Samkvæmt fregnum útvarps- ins í Osló, flutti blað í Bergen þá fregn í gær, að Norðmenn, íslendingar og Danir hefðu gert með sér samkomulag um að hafa mjög nána samvinnu og samstarf í síldarrannsóknum í Norður-Atlanzhafi framvegis. Segir blaðið, að þjóðir þessar muni leggja til sitt skipið hver til þessa rannsóknarstarfs. — Leggja íslendingar til hafrann- sóknarskipið Maríu Júlíu, Danir skipið Dana og Norðmenn G. O Sars, sem kunnugt er hér af rannsóknum í grennd við landið. Rannsóknarstörf þ e s s i fela m. a. í sér að kortleggja allt haf- ið vestan Noregs og vestur fyr- ir ísland norður í íshaf og að Jan Mayen og austur að Sval- barða, Bjarnarey og Finnmörk og á kortlagning þessi að sýna síldargöngur á ýmsum árstím- um og árum. Einnig er ráðgert að skipin gefi öll sem eitt veiðiflotum þessara þjóða þær upplýsingar er hvert og eitt ræður yfir um síldargöngurnar og sendi út til- kynningar um það efni. Hér er um mjög merkilegt, samstarf að ræða, en Tíminn náði því miður ekki tali af þeim mönnum hér á landi í gær- kveldi, sem helzt vita um samn- inga þessa. —TÍMINN, 17. okt kvöldfegurð og norðurljósunum sem svo fagurlega er lýst í kvæði Einars Benediktssonar: „En við úthafsins skaut, er alt eldur og skraut af iðandi norðurljósum“. Ritgerð þessa prýðir fjöldi hrífandi mynda, myndir í náttúrulitum og margar litmyndir; ánægjuefni er það, ekki sízt þeim, er þekkja til, að sjá myndir biskupshjón- anna teknar á hinu vingjarnlega heimili þeirra, þar sem frú Guðrún í þjóðbúningi heldur á kaffikönnu í hend- inni; heimsókninni á listasafn Einars Jónssonar er fagurlega lýst, og eins er þeirra Jóhannesar Kjarval og Jóns Engilbertz hlýlega minst; myndin af Akureyri með háturna hinnar nýju kirkju, er ógleymanlega fögur, og íhyglisvet’ð er einnig myndin af Siglufirði þar sem ham- ast er við að gera síldina að markaðsvöru; þótt hér sé aðeins stiklað á steinum, nægir þessi fáorða greinar- gerð til að færa lesendum heim sanninn um það, hve fróðleg áminst ritgerð er, og hver fengur þeim er að henni, sem ant láta sér um þekkingu á íslandi og ís- lenzkum þjóðháttum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.