Lögberg - 31.01.1952, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR, 1952
Leystur úr viðjum blóu sýkinnar
HORFT UM ÖXL
Hefir nú engan „púls" í vinsira
úlnlið, en finnst hann hafa
endurfæðzt í fyrra
Á Hofteig 6 hér í bænum er
15 ára gamall drengur, sem
segir þó, að sér finnist, að
hann hafi fæðzt í fyrra. Þá
losnaði hann við þær hörm-
ungar, sem fylgja því að
vera „blátt barn“, aflvana og
að nokkru leyti ósjálfbjarga,
óhæfur til að hlaupa og
leika sér með félögum sín-
um og án vonar um að verða
hraustur og starfhæfur mað-
ur, jafnvígur við aðra menn.
Hann losnaði 19. desember
í fyrra úr heljargreipum
„bláu sýkinnaH' með þeim
hætti, að handleggsslagæð
hans var tengd lungnaslag-
æðinni. Þessi piltur heitir
Ólafur Þórhallsson, og það
er alls ekki ólíklegt, að hann
muni framvegis líta á 19.
desember sem eins konar
afmælisdag sinn.
Blaðamaður frá Tímanum
hitti Ólaf að máli í gær á heim-
ili hans ásamt foreldrum hans,
Þórhalli Þorkelssyni, verka-
manni frá Brjámsstöðum í
Grímsnesi og konu hans, Hall-
dóru ólafsdóttur frá Fossá í
Kjós, og fékk hjá þeim ýmsar
upplýsingar um þetta sérstæða
tilfelli. Að vísu þjást ýmsir af
þessari svonefndu bláu sýki á
mismunandi háu stigi, en slík
læknisaðgerð, sem hér um ræðir,
hefir ekki verið gerð á íslenzk-
um mönnum fyrr, nema kannske
einum eða tveim, enda er hér
um aðgerð að ræða, sem ekki
var farið að framkvæma fyrir
tíu árum.
Mæddisl við hverja
minnstu áreynslu.
Ólafur þjáðist af bláu sýkinni
frá fæðingu. Snemma bar á því,
að hann mátti ekkert á sig reyna.
Hann mæddist afskaplega við
hverja minnstu áreybslu, gat
ekki leikið sér og ekki gengið
nema mjög hægt, ekki sótt skóla,
og að vetrinum varð hann að
liggja í rúminu langtímum. Af
þessu leiddi, að hann þroskaðist
ekki eðlilega líkamlega, var rýr,
vöðvalítill og fjörlaus. Við á-
reynslu blánaði hörund hans,
eyrun bólgnuðu og vanlíðan
hans var mikil á allan hátt.
Blóðið komsl ekki til
lungnanna.
Þetta stafaði af því, að blóðið
komst ekki í eðlilegum mæli til
lungnanna. — Lungnaslagæðin
flutti það ekki nógu ört, einkum
við áreynslu. Það komst ekki
þangað til að hreinsast og taka
súrefni, það fór fram hjá þeim
í nokkrum mæli, fór óhreint út
til sumra líkamshluta og líffæra,
og flutti þeim ekki nægilegt súr-
efni og endurnýjun lífsins. Lík-
aminn reynir að vísu að bæta
þetta upp, t. d. með óeðlilegri
fjölgun rauðra blóðkorna, en
það nægir ekki, og afleiðingin’
verður sjúkleiki og vanlíðan,
þreyta og mæði. Hið óhreina
blóð gaf húðinni hinn bláleita
lit, sem nafn sjúkdómsins er
dregið af.
Lílil von ialin um baia.
Framan af var lítil von talin
um bata fyrir Ólaf. A b^rns-
SUGAR-GIANT
GROUND CHERRY
An entirely new type
oí the popular Ground
Cherry, but a jumbo tn
size; richer and sweet-
er. Grows from seed
the first year and pro-
duces an abundance of
golden yellow íruits up
to 2% inches in dia-
meter 1 i k e medium
tomatoes in papery
husks. Take little garden space. Make
delicious pies, preserves and marmalades.
Quick, early, thrives everywhere. Be sure
to enjoy this valuable new fruit in your
garden this season. Pkt. 25c postpaid.
Fp r P OUR BIG 1952 SEED
iv C C AND NURSERY BOOK
aldri stundaði Kristbjörn
Tryggvason læknir hann aðal-
lega en síðar hjartasérfræð-
ingur.
Aðgerðir við þessar veiki voru
taldar ólíklegar þá, og lítil von
um, að nokkur bót fengist, og
Ólafur yrði að búa við hinn
meinlega sjúkdóm sinn alla ævi.
En þetta breyttist, og nýjungar í
hjartalækningum gáfu nýjar
vonir.
Fyrir milligöngu Jóhanns Sæ-
mundssonar læknis var ákveðið
að senda (Ólaf til Svíþjóðar til
heimsfrægs hjartaskurðlæknis,
sem undanfarin ár hafði gert all
marga vel heppnaða uppskurði
við bláu sýkinni.
Tveggja mánaða
rannsókn fyrst.
í fyrrahaust lögðu þeir svo af
stað til Svíþjóðar, Ólafur og
faðir hans, og Ólafur var falinn
á hendur Clarerise Crafoord,
hinum fræga hjartaskurðlækni
við hjartalækningadeild Suður-
sjúkrahússins í Stokkhólmi. Nú
hófst langur og erfiður reynslu-
tími, því að miklar og marg-
brotnar rannsóknir þurfti að
framkvæma áður en læknisað-
gerðir væru ákveðnar. Stóðu
þær rannsóknir í fulla tvo mán-
uði, en að þeim loknum var upp-
skurður ákveðinn.
Skurðurinn 45 sm.
Ólafur var nú lagður á skurð-
borðið hjá Crafoord lækni og að-
stoðarmönnum hans. Gerðu þeir
á honum 45 sm. langan skurð,
er náði aftan frá herðablaði
vinstra megin, lá á ská fram á
brjóstið og fram fyrir hjartað.
Síðan er blóðinu veitt til lungn-
anna á eftirfarandi hátt:
Frá líkamsslagæðinni liggja-
slagæðar til heilans og sín út í
hvorn handlegg. Skurðlæknir-
inn tekur þá slagæðina sem bet-
ur liggur við, sker hana sundur,
sveigir hana niður á við og
tengir hana beint við lungna-
slagæðina.
Með þessum hætti er meira
af blóðinu neytt til að fara gegn
um lungun og ganga þar í gegn
um hina nauðsynlegu hreinsun.
Engin slagæð í vinstra úlnlið.
Og nú ber svo við, að ef við
tökum um úlnlið Ólafs og leitum
eftir slagæðinni, púlsinum, sem
allir kannast við, finnst hún
hvergi. ólafur hefir sem sé enga
aðalslagæð þar lengur. Læknir-
inn tók vinstri handarslagæðina^
og tengdi hana við lungnaslag-
æðina.
En hvernig fer þá fyrir vinstri
handleggnum? Hleypur ekki í
hann blóðeitrun eða hann visn-
ar upp af blóðleysi? Nei. Líkam-
inn kann ráð við því. Handlegg-
urinn fær blóð eftir öðrum
æðum, og þær smærri taka að
sér hlutverk slagæðarinnar. Eft-
ir nokkurn tíma er blóðrennslið
til hans orðið nógu mikið og
þroski hans verður eðlilegur.
Gerbreyíing að Iveim
stundum liðnum.
Hin mikla skurðaðgerð stóð
lengi, en tveim stundum eftir að
henni lauk, vaknaði Ólafur. Þá
var orðin á honum gerbreyting.
Þrotinn í eyrunum var þegar
farinn að minnka, andardráttur-
inn orðinn hægari og litur húð-
arinnar orðinn eðlilegur. Gegn-
um hlustpípuna mátti heyra,
hvernig blóðið þaut með þung-
um nið um hina nýju leið sína
til lungnanna.
Fór á fætur á níunda degi.
Þetta gerðist 19. desember,
eins og fyrr segir, og eftir upp-
skurðinn fór Ólafi dagbatnandi.
Honum fannst hann blátt áfram
hafa endurfæðzt. Skurðurinn
greri fljótt, og á níunda degi,
fékk jólafur að klæðast. Næstu
tvo mánuði dvaldi hann þó á
sjúkrahúsinu, og þeir feðgar
komu heim í febrúar.
Skjótar framfarir.
Eftir heimkomuna hefir Ólaf-
ur tekið svo skjótum framför-
um að undrun sætir. Nýtt afl og
líf hefir færzt í alla vöðva hans,
og hann hefir nú þegar krafta í
kögglum. Honum hefir aldrei
orðið misdægurt eftir heimkom-
una, en fyrsta árið eftir upp->
skurðinn á hann að hafa hægt
um sig og hugsa um það eitt að
hvílast og safna kröftum. Það
verður því varla fyrr en með
vorinu, sem Ólafur verður orð-
inn fær í flestan sjó og getur
orðið þátttakandi í lífinu með
eðlilegum hætti. Það tekur sinn
tíma að vinna upp hin glötuðu
sjúkdómsár á mesta þroskaskeiði
jnannsins.
En Ólafur er nú orðinn eins og
unglingar á hans aldri eiga að
sér að vera. Hann er í meðallagi
stór, og er nú að fá það afl og
fjör í hreyfingar, sem ungling-
um er eðlilegt.
♦
Maður ársins 1950.
Clarence Crafoord er amerísk-
ur læknir, en hefir alllengi verið
í Svíþjóð. Það var fyrir sex ár-
um, sem hann gerði fyrsta hjarta
uppskurðinn til að lækna bláu
sýkina, og sjúklingurinn var tíu
ára gamall drengur frá Kiruna.
Nú er hann fullhraustur ungl-
ingur. Fyrir þessa uppskurði er
Crafoord orðinn heimsfrægur
maður, og árið 1950 var hann,
kjörinn „maður ársins“ í Sví-
þjóð eða sá maður, sem sænska
þjóðin dáði mest og virti. Nú
hefir hann gert fjölmarga slíka’
uppskurði, sem hér hefir verið
sagt frá, og bláa sýkin er ekki
lengur ólæknandi mein, sem
heldur fórnarlömbum sínum í
helgreipum alla ævi. í mörgum,
tilfellum tekst uppskurðurinn,
fullkomlega. Crafoord segir, að
bezt sé að gera uppskurðinn á
aldrinum 6—10 ára, en það hefir
einnig tekizt vel á tvítugu fólki
eða eldra.
Hræddist aldrei.
Allir, sem kynntust Ólafi í
þessum sjúkdómsraunum, hin-
um löngu og erfiðu rannsóknar-
aðgerðum og við uppskurðinn,
dáðust að því, hve mikla still-
ingu og þrek hann sýndi. Hann
hræddist aldrei, lét aðeins í ljós
áhuga um að ljúka hverjum á-
fanga sem fyrst og færast nær
því marki að losna við vanheilsu,
sína og fá úr því skorið, hvort
vonirnar um bata, mundu
rætast. —TÍMINN, 8. des.
„ÓDÁÐAHRAUN“ heitir bók
ein nýútkomin. Er bókin á-
nægjuleg aflestrar og uppbyggi-
leg öllum sem kynnast vilja ís-
lenzkum öræfum. Má með sanni
segja, að nú sé ekki lengur felu-
staður útilegumönnum í Ódáða-
hrauni; svo er ítarleg lýsing þess
í bókinni.
Höfundurinn, Ólafur Jónsson,
segir líka frá hestagöngum á
Mývatnsfjöllum.
Minnist ég sögu, sem gamall
maður, skilgóður og margfróður,
sagði mér þegar ég var drengur;
er sagan á þessa leið:
Eitt sinn voru margir hestar
á Austurfjöllum, hafði gengið
góð tíð að undanförnu, en svo
gekk í slydduhríð með miklum
snjógangi. Svo herti frostið og
gekk í afspyrnurok. Var vitjað
um hrossin eftir bylinn; þá stóðu
margir hestar • beinfrosnir og
fastir niður á töglunum. Ekki
þori ég að fara með tölu hross-
anna, sem fórust, en þau voru
mörg. Sýnilega hefir höf. ekkert
vitað um sögu þessa.
Ég er viss um, að .saga þessi
er sönn þó gleymd sé, því hann
sagði ýmislegt annað, sem ég las
um seinna; stóð það heima við
sögu gamla mannsins.
Þessi gamli maður var Jón
Tómasson, hinn eldri, á Kálfa-
strönd við Mývatn. Hann var
bróðir Sigurðar, sem bjó eitt
sinn á Kálfaströnd. Jón var skil-
góður, greindur og minnugur
vel. Hann gekk með skotthúfu
með rauðum og svörtum rönd-
um, og setti upp svartan og
barðastóran hatt þegar hann fór
í ferðalög, og var þá hinn kempu
legasti á velli.
Kona Sigurðar á Kálfaströnd
hét Elín; var hún sögð mikil
kona og væn. Jón Hinriksson,,
skáld á Helluvaði, var létta-
drengur hjá þeim hjónum. Var
hann eitt sinn að prjóna og
kvað:
„Mér er sem í eyrum hljómi,
þá Elín kemur inn,
kallandi hvellum rómi,
hvar er nú sokkurinn.
Er hann ei enn búinn?
Ef þú ei að þér herðir,
í kvöld svo búinn verði,
vís skal þér vöndurinn".
Höf. minnist á eyðibýli í Mý-
vatnssveit að sunnanverðu vatns
ins, en minnist ekki á eyðibýli
að norðanverðu. Þar var Sand-
fell norðvestur af Belgjarfjalli.
Þar bjó Hallur, sem ekki vildi
gefa dóttur sína Þorsteini Vara-
staf fyrir konu. Leiddi það til ill-
inda og manndráps, eins og segir
í Vígaskútusögu.
Vémundarsaga Kögurs getur
um Hraunás, þar sem bjó kona,
Þorgerður að nafni, með syni
sínum Þorkatli, eins og 'segir 1
Vémundarsögu. Sagt er að
Hraunás hafi verið austur frá
Arnarvatni við Mývatn.
Þá var og á síðustu öld búið
í Hrauney, sem er grasigróinn
hrauntangi, sem liggur austur úr
Neslandatanga. Þar bjuggu þau
hjónin, Björn og Sigríður. Jarð-
næði þetta var afar rýrt og lítið.
Túnblettur lítill og lélegur og
stóðu hraunnybbur hér og þar
upp úr. Björn hafði fáeinar
kindur að vetrinum.í beitarhús-
kofa norðan við vatnið, sunnan
undir svokölluðum Fagranes-
hólum; þar var beit illskárri en
heima, þó léleg væri. Þarigað
varð hann að brjótast dag hvern
í misjafnri færð og veðrum, og
stóð þar yfir fénu. Var alllöng
leið þangað.
Bústofninn var nokkrar kind-
ur og ein kýr vanalega. Efnin
voru því lítil, en börnin mörg.
Mun björgin aðallega hafa verið
dropinn úr kúnni og ef að fékkst
branda úr vatninu.
Þau Björn og Sigríður dóu til-
tölulega ung, og menn tóku
börnin.
Varð þeirri hugsun naumlega
varist að aldur þeirra hjóna
styttist vegna örðugra lífskjara.
Ekki er sú hugsun án sársauka,
að hjón þessi skyldu neydd til
að framfleyta lífi sínu og sinna
á svo bágbornu jarðnæði. Vel
voru þau hjón látin og börn
þeirra.
I þriðja bindi „Ódáðahrauns“
er minst á Sveinunga Jónsson
frá Hóli í Kelduhverfi. Mun það
ekki ofmælt að Sveinungi var
þrekmaður.
Einn vetur eftir hátíðar lagði
Sveinungi einn síns liðs suður
í Mývatnssveit. Leið hans lá
suður yfir Reykjaheiði, sem er
langur vegur og torsóttur og
bygð engin. Þegar heiðina þrýt-
ur tekur við afrétt Mývetninga.
Þegar Sveinungi lagði upp
var veðrið sæmilegt en tvísýnt.
Hann var kominn nokkuð langt
áleiðis þegar veður tók að
versna. Það byrjaði að hríða og
hvessa og gerði iðulausan byl.
Þótti Sveinunga, að hann væri
kominn of langt áleiðis, til þess
að snúa aftur; stefnu sinni gat
hann haldið eftir veðráttunni.
Hann komst um síðir suður í
afrétt Mývetninga. Þá var orðið
dknmt af nóttu. Sunnanvert við
Gæsafjöllin hitti hann fyrir sér
hellisskúta, og með því að enn
var langur vegur til bygða af-
réð hann að láta fyrirberast í
skútanum. Stakk hann niður
göngustaf sínum fyrir utan hell-
inn; honum þótti tvísýnt að hann
myndi lifa af um nóttina, og
bjóst við að menn myndu taka
eftir stafnum. Skreið svo Svein-
ungi inn í hellinn, og fjárhundur
Á ríkisráðsfundi í gær gerð-
ust þau tíðindi, að kona var
skipuð héraðslæknir í
Bakkagerðislæknishéraði í
Norður-Múlasýslu. Er þetta
í annað sinn hér á landi, að
kona er skipuð héraðs-
læknir.
Nýi héraðslæknirinn.
Hinn nýskipaði héraðslæknir,
frú Inga Björnsdóttir, hafði áður
gegnt embættinu frá því í júlí
í sumar og getið sér góðan orð-
stír. Hún er ættuð af Jökuldal
og uppalin á Austurlandi, og
hyggja íbúar læknishéraðsins
hans varði fætur hans frá kali
með því að liggja til fóta hans.
Köld og dimm var þessi gist-
ing langt frá mannlegum híbýl-
um og hjálp.
Úti óskraði hinn hræðilegi
miðsvetrarbylur í fannfergjunni
og kvað sín grimmu gróttuljóð
um hörmung og dauða; en félag-
arnir tórðu samt af þessa nótt.
Með morgni skánaði veðrið, og
gerði allgott veður og bjart. Var
nú haldið áfram í áttina þar til
komið var suður á Skjólbrekku,
sást þaðan til ferða Sveinunga,
kom mönnum mjög á óvart að
sjá til mannaferða, þar sem
engra manna var að vænta um
hávetur; var farið niður til
Grímsstaða, sem er næsti bær,
til þess að segja frá ferð þessa
manns. Þegar þangað var kom-
ið var Sveinungi þar fyrir. Var
hann mjög illa til reika, en ó-
kalinn. Var honum hjúkrað sem
bezt; hresstist hann fljótt og var
ferðafær að þrem dögum liðn-
um. —
Einn atburður verður mér á-
valt í minni frá þeirri tíð þegar
þeir bræður, Sigurjón faðir
minn og Pétur bjuggu á Gríms-
stöðum við Mývatn. Fé þeirra
bræðra gekk saman á veturna;
gætti sauðanna maður við beit-
arhús, annar var með lömbin og
þriðji gætti ánna. öllu var fénu
beitt í góðu veðri. Einn dag hafði
faðir minn orð á því, að menn
færu ekki með féð langt til beit-
ar, því hann bjóst við vondu
veðri. Veður var bærilegt þar
til seinnipart dags, en þá gekk
í óveður með a-fspyrnustormi,
snjógangi og frosthörku. Sauða-
maðurinn fékk bjargað fé sínu
í hús; lömbin rak undan veðr-
inu í hlé við hraunkamb; þar
voru þau stöðvuð og staðið yfir
þeim um nóttina. Sá, sem átti að
gæta ánna, réði ekki við neitt,
og veðrið sleit þær út úr hönd-
unum á honum.
Þegar líður á vetur koma vana
lega eyður í Mývatn og svo var
í þetta sinn; var komin allstór
eyða sunnantil í vatnið. Óveðr-
ið stóð beint yfir eyðuna og fór
með ærnar með sér. Get ég skil-
ið að þeim bræðrum hafi ekki
verið rótt innanbrjósts þessa
voðanótt. Daginn eftir var nokk-
uð stiltara veður, en þó dimmt
loft. Þá kom forustusauður, sem
faðir minn átti, með tvær eða
þrjár kindur; töldu menn lík-
legt og sjálfsagt, að hinar ærnar
hefðu farið í vatnið.
En til þess að gera langa sögu
stutta, fóru menn að grennslast
eftir því hvort nokkuð af kind-
unum hefði komið fram sunnan
við vatnið. Vitnaðist þá að smá-
hópar hefðu skilað sér á ýmsa
bæi og staðið af sér veðrið þar
til því slotaði.
Það var álit manna, að snjó-
burðurinn og frostgrimmdin
hefði verið svo mikil, að jafn-
skjótt og renndi í eyðuna hefði
snjórinn orðið að þykku krapi
svo hörðu eða þéttu, að það hélt
uppi fénu þegar það hentist
undan storminum; kom féð allt
til skila nema ein gamalær, mó-
rauð, sem fórst í eyðunni.
Mun naumast sú ályktun fjar-
stæða, að guð átti sinn þátt í
„ferðasögum“ þessum báðum.
s. s. ,c.
gott til þess, að hún staðnæmist
við læknisembætti í Borgarfirði.
eystra.
Fyrsta konan í héraðs-
læknisembælii.
Fyrsta konan, sem skipuð var
í héraðslæknisembætti, var
Katrín Thoroddsen. Hún var
héraðslæknir í Flateyjarhéraði í
Breiðafirði frá ársbyrjun 1924
til miðsumars 1926.
Aðrar konur en þessar tvær
hafa ekki verið skipaðar héraðs-
læknar hér á landi.
—TÍMINN, 8. des.
Snörp vindhviða endasteypti
stórri óætlunarbifreið
Farþegarnir sluppu með
skrámur
Bíllinn var á leið frá Reykjavík
til Stykkishólms
Stykkishólmi, 5. des.: — Sá
einstæði atburður gerðist
hér í gær, er Stykkishólms-
áætlunarbíllinn frá Reykja-
vík var á leið vestur, að svo
snörp vindhviða reið yfir
bílinn, að hann tókst á loft
að framan og steyptist aftur
yfir sig. Kom hann niður á
aðra hliðina fyrir utan veg-
inn. Framendinn, sem áður
sneri til Stykkishólms, vís-
aði nú til Reykjavíkur.
Áætlunarbíllinn var á móts
við Hólsland í Eyjarhreppi, er
þetta gerðist, en veður hafði ver-
ið hvasst og snjóhraglandi alla
leiðina.
Farþegarnir skrámuðust.
í bílnum voru átta farþegar
auk bifreiðarstjórans, Guðmund
ar Gunnarssonar. — Má furðu
gegna, hve lítið þeir meiddust.
Var ekki nema um smáskrámur
að ræða.
í skjólri svipan.
Bíllinn endasteyptist í svo
skjótri svipan, að hvorki bif-
reiðarstjórinn né farþegar gerðu
sér grein fyrir því, að svo hefði
verið. Aftur á móti sést það
greinilega á skemmdunum á
afturenda bílsins, að hann hefir
risið up á endann.
Leitað aðstoðar.
Þegar bíllinn tókst á loft,
tókst Guðmundi bílstjóra að
drepa á vélinni og koma þannig
í veg fyrir þá hættu að í honum
kviknaði. Guðmundur og einn
íarþeginn komust út um rúðu
er upp sneri. Brutust þeir þegar
til bæjar í hríðinni og náðu í
hjálp. Kom bíll frá Gröf fólkinu
til aðstoðar eftir rúma klukku-
stund.
Ekki meint af volkinu.
Nokkuð erfiðlega gekk að ná
fólkinu út úr bílnum, sérstak-
lega einum manni, sem er stór
og mikill. Farið var með farþega,
að vegamótum og gistu þeir þar
í nótt, en komu til Stykkishólms
í dag. Varð engum meint af
volkinu, en meðal farþeganna
voru þó tvær konur nýkomnar
af sjúkrahúsi.
Snemma í morgun var náð 1
farangur í bílinn, en ekki hreyft
við honum. Er hann allmikið
skemmdur að aftan og á annarri
hliðinni. 34 rúður eru brotnar.
Á. H.
—Mbl., 6. des.
Kona skipuð héraðslæknir
í annað sinn á íslandi
%