Lögberg - 31.01.1952, Síða 3

Lögberg - 31.01.1952, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR, 1952 3 NÝÁRSÁVARP FORSETANS: Vér þurfum meiri sanngirni, meira umburðar- lyndi, meiri góðvild . . . Forseti íslands, Sveinn Björnsson, ávarpaði þjóðina í útvarpi frá Bessastöðum á nýársdag, eins og undanfar- in ár, og brýndi það fyrir mönnum, að til þess að skapa þjóðinni betri fram- tíð þyrfti að leggja meiri alúð við uppeldi ungu kyn- slóðarinnar. „Ræktun lýðs- ins“, sagði forsetinn, „er ekki vandaminni en ræktun landsins“; en „góð menntun, samúð og góðvild eru þau leiðarljós, sem munu leiða oss til betra lífs í landi voru“. — Nýársávarp for- setans er birt hér orðrétt. I^NN ER ÁR LIÐIÐ í aldanna ** skaut. Eins og önnur ár skil- ur það eftir misjafnar minning- ar, sumar sárar, aðrar ljúfar. Ég hefi ástæðu til að þakka sérstaklega fyrir gamla árið — alla þá alúð og hlýju, sem mér \ar sýnd sjötugum og í sjúk- leika mínum að undanförnu. Einnig vil ég þakka viðtökur þær, er ég hlaut á ferðum mín- um um landið. Ég kom á nýjar slóðir, hitti margt fólk, sem mér var ókunnugt áður eða kunnugt af afspurn einni. Náttúrufegurð Islands er róm- uð af útlendum og innlendum, formfegurð fjallanna hrífur hvern mann. Sífelldur breyti- leiki í línum og litum mætir auga ferðamannsins. En fulla nautn af fegurð landsins og ann- an skilning fá menn aðeins með því að kynnast fólkinu, sem byggir það. Þetta hefir verið fyrri reynsla mín á ferðum mínum um landið og staðfestist hún fullkomlega á ferðum mín- um 1 sumar. Kynni mín af fólk- inu voru mér mikil uppörfun og ollu mér aldrei vonbrigðum. Hvorki varð ég var við barlóm, vonleysi um framtíðina né van- trú á landið og gæði þess. Víða mátti sjá miklar framkvæmdir undanfarinna ára og fullur á- hugi ríkti um að halda í horfinu, bæta við, sækja á brattann. Á þetta við bæði um jarðrækt og aðrar verklegar framkvæmdir. Ég kom á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þótt fátt minni þar nú á bernskuspor hinnar miklu frelsishetju og aðeins standi eftir af baðstofunni, sem hann fæddist í, einn fallandi veggur, er enn ilmur úr jörðu á þessum stað. Byggðin þar er fámenn, og víða annars staðar þar sem ég kom hafði safnazt saman fleira fólk. En þarna var þó meira af ungu fólki, að því er mér virtist. Á Hrafnseyri er óbrotinn minnisvarði um Jón Sigurðsson. Það er gott að höggva í stein minningar um forna frægð og unnin afrek til örvunar síðari kynslóðum; en þjóð, sem horfir fram og vill ekki einungis una við ljóma liðins tíma, þarf fyrst og fremst að leggja ajúð við menntun og uppeldi æskulýðs- ins, sem innan stundar á að leysa hina eldri af hólmi. Nú á tímum heyrast oft raddir um það, sem miður er í fari ís- lenzkar æsku, hóglífi hennar, gleðifíkn og eyðslusemi. Margt af þessu er rétt og fullkomið á- hyggjuefni. En mér fihnst ekki ástæða til þeirrar bölsýni, sem stundum gætir í þessu sambandi. Vér skulum minnast þess, að slíkum dómum hefir ekki ein- ungis æska vorra tíma orðið að una. Æskuna og oss hin eldri, sem slíka dóma fellum, virðast stundum skilja mikil höf. Roskn- ir menn gleyma því sumir furðu fljótt, hvernig þeir voru sjálfir í æsku. Ég vil með þessum orð- um benda á, hve skeikulir dóm- ar okkar geta verið, og hvetja menn til að vera ekki miður skyggnir á kosti unga fólksins en galla þess, til að sýna skiln- ing og mildi í dómum og leita orsaka þess, sem aflaga fer. Vera má, að nokkur sök finnist hjá þeim, sem eldri eru. Þeir eru margir, sem vanda um við æsku- lýðinn, en hve margir eru þeir, sem hann getur með stolti tekið sér til fyrirmyndar? Ef menn krefjast reglusemi, elju og hófsemdar af fólkinu, sem er að vaxa upp, þá verður það að finna þessa kosti í fari þeirra, sem ráða fyrir því. Ann- ‘ars er engin von um árangur. Vér skulum gera oss ljóst, að æskulýður nútímans hefir ekki ástæðu til að vera hrifinn af allri sinni arfleifð. Vá og voði hafa sjaldan verið tíðari gestir í mannheimi. Þegar æskan og ell- in horfast í augu, þá er meiri á- stæða fyrir hina eldri að líta undan. Ef vér tileinkum oss meira af kjarna kristindómsins, þá myndi ferill mannkynsins ekki sýna eins miklar sjálfskapaðar hörm- ungar og ráun ber vitni. Vér þurfum að tileinka oss meiri sanngirni, meira umburðarlyndi, meiri góðvild, meira mildi. Vér þurfum að læra að bera meiri virðingu fyrir skoðunum hvers annars, þótt oss greini á, en ætla okkur ekki að dæma eða ráða einir. Það er trú mín, að þau vanda- mál séu fá, sem eigi er unnt að leysa með góðvild og gætni. Æskan og íramtíðin eru óað- skiljanleg hugtök. Ef vér viljum skapa þessari þjóð betri tíð en vér búum sjálfir við, þá þurfum vér að leggja alúð við uppeldi ungu kynslóðarinnar. Vér meg- um ekki láta oss nægja, þótt vér vitum, að oft vaxi styrkir stofn- ar umhirðulaust á víðavangi, því að kræklurnar eru miklu al- gengari við slík skilyrði. Rækt- un lýðsins er ekki vandaminni en ræktun landsins; en allir vita hvernig fer í þeim •efnum, ef menn leggja sig ekki alla fram. Hver kynslóð á að ala næstu kynslóð upp og láta hana njóta þess bezta, sem hennar eigin og fyrri kynslóða reynsla hefir skapað, gera hana skyggna á bresti, sem háðu fortíð og nútíð og benda á brautir, sem geta leitt til meiri farsældar. Góð menntun, samúð og góð- vild eru þau leiðarljós, sem munu leiða oss til betra lífs í landi voru, því að hvort tveggja er gott: landið og fólkið. í þessari trú árna ég öllum íslendingum árs og friðar. A. B., 3. jan. NOKKUR MINNINGARORÐ: Aðalsteinn Johnson Fæddur 21. apríl 1889 — Dáinn 30. okl. 1949 Það hefir dregist nokkuð að minnast þessa manns, sem þó að mörgu var merkur maður í sinni stöðu, góður bóndi, vellátinn ná- granni og vinur, og fyrsti frum- herjinn af íslendingum í sínu byggðarlagi og sem hefir eftir- skilið mikið og velunnið æfi- starf. Aðalsteinn (bezt þekkur: ,.Steini“) var fæddur á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Voru foreldrar hans Jakob Jónsson og kona hans Guðrún Egilsdótt- ir. Ungur var Steini tekinn til fósturs af móðurbróður sínum Ólafi Egilssyni og fyrri konu hans Guðrúnu Gísladóttur og með þeim fluttist hann vestur um haf 1893. Ólafur settist að í Argyle-byggð og dvaldi þar í 5 ár. Á þeim tíma missti hann konu sína. Næst flutti Ólafur á- samt Steina til Big Point (sem nú er almennt kallað við Lang- ruth)). Þar giftist hann í annað smn: Svövu Magnúsdóttur frá Bakka í Svarfaðardal í Eyja- fjarðarsýslu. Þau hjón eignuðust 4 börn: Davíð, Ólöfu, Svein og Guðjón, sem dó ungur. Ólst Steini upp með þeim systkinum, sem væri hann einn þeirra og hélst sú vinátta og samband til hins síðasta, þó vegir skildu, því þau systkini hafa öll heimili í eða nálægt Langruth. Steini sótti skólanám sitt á barnaskólann á Big Point. En snemma mun hann hafa farið að vinna, og ungur sótti hann vetrarvinnu nokkra vetur norð- ur að Narrows, og kynntist sá, er þetta ritar, honum nokkuð á því tímabili. En heimili sitt hafði hann ávalt hjá Ólafi móð- urbróður sínum og Svövu konu hans á Big Point. Árið 1912 giftist Steini Mar- gréti Helgason, dóttur Josephs Helgasonar bónda við Big Point og konu hans Guðrúnar. í tvö ár bjuggu þau hjón í Big Point-byggðinni og þar fæddist fyrsta barn þeirra, Thelma Guðrún. Big Point-byggð var þá al- byggð og þröngt um landkosti fyrir nýbyrjendur, svo þau hjón ákváðu að leita fyrir sér um meira landrými. Fluttu þau þá til Beaverdam Lake, eigi langt frá MacCreary. Munu nokkrir fleiri landar frá Big Point hafa flutt þangað um líkt leyti. Eftir að hafa dvalið þar eitt ár álitu Aðalsieinn Johnson þau plássið ekki hentugt sem framtíðar-gripaland og fluttu þá til Lonely Lake, þar sem heimili þeirra var ætíð síðan. Árið, sem þau dvöldu við Beaverdam Lake eignuðust þau tvíbura, tvær stúlkur, sem síðar verða nafn- greindar. Þegar þau fluttust til Lonely Lake var þar um engin þægindi að ræða, en auðsjáanlega nógir erfiðleikar framundan. Nágrann- ar fáir og strjálir og af öðrum kynflokkum, vegir bókstaflega engir, en torfærur nógar, fen, foræði og skógar, en þar höfðu þau fundið það, sem að var leit- að, nægilegt landrými til gripa- ræktar lítið og ekkert notað. Bjálkahús var réíst, sem víðar var í þá daga, en húsakynnin voru ekki verstu erfiðleikarnir, heldur að draga að sér og koma frá sér afurðum, þar sem ekki var til nokkur vegarspotti og stundum þurfti að höggva ill- færar brautir gegnum erfiða skóga til að komast kringum ó- fær fen. Hvað sem fyrir kom var öll læknishjálp með öllu ó- hugsanleg í slíkurú plássum. Það hefir því þurft meir en meðalkjark og áræði að taka sig upp frá vinum og vandamönn- um með 3 ung börn og setja sig niður á svo afskekktum og erf- iðum stað. Efni munu einnig hafa verið af mjög skornum skamti. Nokkrir gripir, þau hross sem nauðsynleg voru til vinnu og aðdrátta og allra nauðsynleg- ustu verkfæri. Þar bættust við 10 börn og má geta nærri að oft hafi verið erfiðleikar á því tímabili, og eins að hvorugt þeirra hjóna hafi legið á liði sínu, því þrátt fyrir fátækt, þungt heimili og alla aðra erfiðleika brutust þau áfram af eigin ramleik, og hafa altaf verið fremur veitandi en þiggjandi. En er fram leið lagaðist nokk- uð, fleiri settust að á þessu svæði, verstu ófærur voru lagað- ar svo nokkru léttara varð að komast um, þó verulegar vega- bætur kæmu ekki fyrr en fyrir tiltölulega fáum árum. En starf þeirra og áræði bar að lokum góðan árangur, því á seinni árum bjuggu þau þar stórbúi og höfðu byggt upp á- gætis heimili. En Steini sál. naut stutt ávaxt- anna af striti sínu. Hann var hraustur alla sína daga, en krabbamein lagði hann sem marga fleiri í gröfina fyrir aldur fram. Ég hefi reynt hér í fáum dráttum að gefa hugmynd um frumbyggjaár þessara hjóna og erfiðleika, þó þá sögu — þeirra og margra annara — mætti bet- ur segja og skýrar. En það er kjarkur, áræði og dugnaður slíkra frumbyggja sem mér finnst þess virði að halda á lofti, sem bending og fyrirmynd til hinna yngri. Samheldni og samvinna mun ætíð hafa verið góð á því heimili, bæði meðal hjóna og barna, sem einnig hefir átt sinn þátt í góð- um árangri. Ég sagði í byrjun, að Steini sál. hefði verið vellátinn og vin- sæll meðal nágranna og er ó- hætt að fullyrða að hann var það meðal allra sem kynntust honum. Ætíð kátur og spaugandi og oft orðheppinn, var þar oft glatt á hjalla, sem Steini var í hóp. Að kunnugra sögn var geð- prýði hans og jafnlyndi eins hversdagslega. Það var ekki há- tíðabúningur sem farið var í á mannamót heldur hans eðlilega framkoma. Er mér sagt, að hann hafi sýnt léttlyndi sitt og jafn- aðargeð til hins síðasta og borið sjúkdóm sinn vel. Veit ég það, að þá sjaldan fundum okkar bar saman á því tímabili, gerði hann alltaf lítið úr veikindum sínum, en var kátur og spaugandi, eins og honum var svo eðlilegt. Af 13 börnum þeirra hjóna eru 11 á lífi, mjög mannvænlegur og myndarlegur hópur. Elzti sonur þeirra Christopher Jón drukkn- aði ofan um ís á Manitobavatni rúmlega tvítugur. Mesti efnis- maður og vellátinn af öllum sem hann þekktu. Var að þeim hjón- um þungur harmur kveðinn við hið sviplega fráfall hans. Stan- ley Raymond, unglingspiltur, dó mánuði á eftir föður sínum. Á lífi eru: Thelma Guðrún, gift Elmer Taylor, Lonely Lake; Josphine Fjóla, gift Marino Erlendsson, hótelhaldara, Gladstone, Man.; Ólafía Pearl, gift R. Lundström, Red Lake, Ont.; Jsseph Soffaní- us, kaupmaður við Eddystone, Man., giftur Mettu Thorkelsson frá Árnes, Man.; Leonard Aðal- steinn, giftur Ethel Mailman frá Bay End, Man., bóndi við Lonely Lake; Lúella Margrét, gift Guð- jóni Finney, bónda við Coyer, Man.; Bertha Grace, ógift, til heimilis í Gladstone, Man.; Helgi Alexander, ágiftur, hótelhaldari í Gladstone, Man.; Freeman Leslie, ógiftur, heima hjá móður sinn; Fríða Joanne, heima hjá móður sinní; Audrey, símastúlka í Gladstone, Man. Aðalsteinn sál. hafði, sem und- anfarið ber með sér, bæði kjark og dugnað, var auk þess hraust' menni og afkastamaður, er mér sagt, að við vinnu sem önnur tækifæri hafi hann ætíð verið kátur og léttlyndur hvernig sem aðstaðan var. Hann var maður ráðvandur og ábyggilegur, og hjálpaði því til að halda uppi þeim heiðri, sem fyrstu Islendingar hér unnu sér að vera vandaðir og áreiðanlegir í öllum viðskiptum. Hans er sárt saknað af ekkj- unni, barnahópnum efnilega, fóstur-systkinum og fjölda vina og nágranna, og mun minning hans lengi lifa í hugum þeirra. J. R. J. Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—«52 HO.ME ST. Viötalatími 3—5 eftir hádetti J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. 0t_ vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Truat Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi- viB, heldur hita frá aS rjöka út metS reyknum.—SkrifitS, simiB til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlækn ir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphait Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræðingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Directer Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. . 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 28 328 Res. Ph. 73 917 áfK HAGBORG FUEl/?^ PHOME 21531 J- Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnaö 1894 Sími 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity PaviUion, General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns. Corsages, Bedding Plants NeU Johnson Res. Phone 27 482 GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsl Avenue N'ý útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch. Funeral Dixector Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2C2 398 DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur i augna, eyrna, nel og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Heimastmi 403 794 ÍIIDSIW JEWELLERS 447 Portage Ave. Brancn Store at 123 TENTH ST. BRAN00N Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettina 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wiU be appreciated Minnist CETEL í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 928 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntanta 505 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisfers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canaðlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 923 M1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Ðir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Rovalzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss t. ChrlsUe, Proprietress Formerly with Robinson & Co.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.