Lögberg - 31.01.1952, Side 6

Lögberg - 31.01.1952, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR, 1952 Langt í Burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BILDFELL þýddi Þegar að mjaltatíma dró, stóð Oak á vakt, eins og að hann var vanur og tók ekki augun af fjósinu. Að síðustu fór honum að kólna, svo að hann fór og bar hey í ríflegum mæli undir ærnar, fór svo heim að kofa sínum og inn í hann og lét meiri kol í eldavélina. Vindurinn blés undir hurðina á kofanum, og til þess að bæta úr því dró hann kofann lítið eitt til suðurs, en þá blés vindurinn inn um loftræstingar gatið á hliðinni — slík göt voru tvö, sitt á hvorri hlið. Gabríel hafði alltaf vitað, að þegar eldur var í eldavélinni og kofadyrnar voru aftur, að þá varð annað þetta vindauga að vera opið — alltaf það sem var hlémegin á kofanum. Eftir að hann lokaði því sem að vindurinn stóð upp á, sneri hann sér að hinu tii að opna það, en sá sig um hönd og réði við sig að setjast niður og bíða með að opna vindaugað þangað til að hlýtt væri orðið í kofanum. Hann fékk ákafan höfuðverk, og hélt að hann stafaði frá þreytu og vökum frá kveldinu áður. Hann ásetti sér að rísa á fætur og opna vindaugað, áður en að hann sofnaði, en sofnaði áður en hann kom því í framkvæmd. Hann hafði enga hugmynd um hve lengi að hann lá meðvitundarlaus. Þegar að hann fór að ranka við sér varð hann var við ýmislegt, sem að hann átti ekki von á. Hundurinn hans var ýlfrandi, sjálfur hafði hann óþolandi höfuðverk, það var verið að tosa honum til, og einhver var að losa um hálsmálið á skyrtunni hans. Þegar að hann lauk upp augunum varð hann var við að komið var fram á rauða nótt. Unga stúlkan með geðþekku varirnar og snjó- hvítu tennurnar var hjá honum og meira en það — höfuðið á honum lá í kjöltu hennar, hann fann að andlitið á honum var allt vott og háls- inn líka og að hún var að afhneppa kragann á skyrtunni hans. „Hver ósköpin ganga að?“ spurði Oak eins og út á þekju. Stúlkan virtist ætla að fara að hlæja, en stillti sig. „Ekkert nú“, sagði hún; „af því að þú ert ekki dauður. Það eru mestu undur að þú skyld- ir ekki vera kafnaður í hér þessum kofa þínum“. „Já, kofinn!“ tautaði Gabríel seint og dræmt. „Ég borgaði tíu pund fyrir hann. En ég skal selja hann og sitjá í fjárkofunum með stráþakinu, eins og að þeir gerðu í gamla daga, og sofa þar á hálmi! Þessi kofi var nærri búinn að leika á mig sama bragðið hér um daginn!“ sagði Gabríel og til frekari áherzlu barði hann hnefanum ofan í gólfið. „Kofinn átti nú ekki algjörlega sök á þessu“, sagði stúlkan í þeim málróm, sem sýndi, að hún var það afbrigði í hópi kvenna, sem að hugs- aði út setninguna áður en hún hóf máls á efni því, sem í setningunni átti að felast. „Þú hefðir, held ég, átt að hugsa um, að vera ekki svo heimskur, að skilja lokuna eftir fyrir vind- auganu“. „Já, ég býst við að ég hefði ekki átt að vera það“, svaraði Oak eins og utan við sig. Hann var að reyna að ná og njóta ánægjunn- ar, sem að hann fann til í návist hennar með höfuðið í kjöltu hennar, áður en atburður sá leið fram hjá og út í djúp hins liðna og gleymda. Hann óskaði að hún fyndi til eða skildi þá kend sína, en honum kom ekki til hugar að leitast við að skýra henni frá þeim tilfinningum sín- um, sem allar voru reykandi, á máli sem að hann vissi að þeim hlaut að vera ósamboðið. Hún lét hann setjast upp, og hann fór að þurka sér um andlitið og hrista sig. „Hvernig á ég að þakka þér?“ sagði hann að síðustu þakk látur og nokkuð af hinum eðlilega roða færðist aftur í andlit hans. Ó, fást þú ekki um það“, sagði stúlkan bros- andi og hélt áfram að brosa þangað til að Gabríel veittist tími til að segja eitthvað, hvað svo sem það var. „Hvernig fannstu mig?“ „Ég heyrði hundinn þinn ýlfra og krafsa á dyrnar á kofanum þegar ég kom að mjólka (það var heppilegt, því Daisy er orðin nærri geld, og ég kem hér ekki eftir þessa eða næstu viku. Hundurinn sá mig, kom til mín og tók með kjaftinum í pilsið á mér. Ég fór með hon- um hingað að kofanum og leit í kringum mig; það fyrsta sem ég tók eftir var, að báðar lok- urnar voru fyrir hliðargötunum. Föðurbróðir minn átti einu sinni kofa sem var líkur þessum og ég hafði heyrt hann taka fjármanni sínum vara fyrir að fara ekki að sofa með bæði vind- augun lokuð. Ég opnaði dyrnar og þú lágst þar eins og að þú værir steindauður. Ég skvetti mjólk yfir þig, af því að ég sá ekkert vatn, en gleymdi að hún var volg og áhrifalaus“. „Ætli ég hefði dáið?“ sagði Gabríel, meira við sjálfan sig en hana. Nei, nei!“ svaraði stúlkan. Hún virtist ekki vilja hugsa um svo alvarlegar afleiðingar; að hafa bjargað mannslífi frá dauða krafðist þess, að tal hennar væri í fullu samræmi við verkn- aðinn — en um það kærði hún sig ekki. „Ég hald að þú hafir bjargað lífi mínu, ungfrú. — Ég veit ekki hvað þú heitir. Ég veit hvað frænka þín heitir, "en ekki þú“. „Ég vil eins vel ekki segja til nafns míns — vil síður gjöra það. Það er heldur engin ástæða til þess, að ég gjöri það, vegna þess, að þú hefir líklega aldrei mikið saman við mig að sælda“. „Ég vildi samt heldur vita það“. „Þú getur spurt hana frænku mína að því — hún segir þér það“. „Ég heiti Gabríel Oak“. „En ég heiti það ekki. Þér sýnist mikið til nafns þíns koma, Gabríel Oak, þú leggur svo mikla áherzlu á það“. „Þú skilur, að það er það eina nafn, sem að ég nokkurn tíma ber, og ég verð að gjöra eins mikið úr því og mér er unt“. Mér finnst alltaf að mitt nafn sé einkenni- legt og óaðgengilegt". „Ég skyldi halda, að þér væri innan handar að fá nýtt“. „Herra minn! — Þær «ru ekki fáar hug- myndirnar, sem þú gjörir þér um annað fólk, Gabríel Oak“. „Já, ungfrú — fyrirgefðu — ég hélt að þær væru þér ekki á móti skapi. En ég get ekki deilt orðum við þig, ég get skapað myndir í huga mér, en er innantómur þegar til útskýr- inganna kemur. En ég þakka þér. Komdu og taktu í hendina á mér!“ Hún hikaði dálítið og var á báðum áttum með hvað hún skyldi gjöra með það. „Nú, jæja“, sagði hún og rétti honum hendina og herpti saman varirnar. Hann tók í hendi hennar í svip og sleppti henni svo eins og hann væri dauðhræddur. „Mér þykir fyrir“, sagði hann með eftir- sjqparhreim í rómnum. „Fyrir hverju?“ „Að sleppa hendinni á þér svona fljótt“. „Þú getur fengið að taka í hana aftur, ef þú vilt: hérna er b,ún“, og hún rétti honum hendina aftur. Oak hélt nú lengur í hana — satt að segja undarlega lengi. „Hversu mjúk að hún er — og það þó að hávetur sé — engar sprungur eða hrufur, eða neitt þess hátíar!“ sagði hann. „Svona, þetta er nú nóg“, sagði hún, en dró þó ekki að sér hendina. „En ég býst við að þú sért að hugsa um að kyssa á hana. Þú mátt gjöra það ef þú vilt“. „Mér kom ekki neitt slíkt til hugar“, sagði Gabríel blátt áfram; en ég skal . . . .“ „Það verður nú samt ekki af því!“ sagði hún og kippti að sér hendinni. Gabríel fann að hann hafði aftur gert sig sekann í taktleysi. „Komstu nú að því, hvað ég heiti“, sagði hún kankvíslega og fór. IV. KAPÍTULI Þeir einu yfirburðir konunnar, sem að karl- mennirnir vanalega geta liðið, eru ósjálfráðir; en sjálfráðir yfirburðir geta stundum vakið möguleika um sigur hjá manni, sem er minni- máttar. Þessi geðþekká stúlka hafði fljótt áhrif á viðkvæmis-tilfinningar Oaks bónda. Ástin er sterkur orku-máttur, tilfinning um óhóflegan andlegan gróða, í sambandi við að gefa og þiggja eiginorðstryggðir af innstu rót hjartna sinna; líkur óhófsokri í verzlunarvið- skiptum, og er undirstaðan undir þeim við- skiptum hjá lægri stéttum mannfélagsins). Til- finningar Oaks á hverjum morgni voru eins næmar, eins og peningamarkaðurinn er, í sam- bandi við hugar tækifæri sín. Hundurinn hans beið eftir mat sínum á sama hátt og að Oak beið komu stúlkunnar, og þegar líkingin, sem að hann gat ekki annað en veitt eftirtekt, varð honum ljós, gat hann ekki framar litið hundinn réttu auga. En samt hélt hann áfram að horfa á hana í gegnum limagarðinn þegar að hún kom að mjólka kúna og fór heim með mjólk- ina; og velvildarhugur hans til hennar fór vax- andi án þess að hann hefði nein áhrif á hana. Oak hafði ekki hugsað sér neitt ákveðið til að segja ennþá, hafði ekki tekist að setja saman ástarjátningu, sem að endar þar sem að hún hefst; á eldheitum orðum. — Full af eldi og^ ákefð — en meinar ekki neitt — svo að hann þagði. Hann komst að því að stúlkan hét Bath- sheba Everdene og að kýrin yrði orðin geld eftir sjö daga. Hann kveið fyrir áttunda deg- inum. Að síðustu rann áttundi dagurinn upp. Kýrin var orðin geld, og Bathsheba Everdene var hætt að koma upp hæðina. Gabríel var kom- inn að því takmarki í lífi sínu, sem að honum hefði ekki dottið í hug stuttu áður, að hann mundi nokkurn tíma komast að. Honum var orðið hugljúft, að segja „Bathsheba“ í staðinn fyrir að blístra, sem honum var áður tamt; láta sér þykja svart hár fallegt, þó að hann hefði alltaf haldið upp á jarpt hár síðan að hann var drengur; einangraði sjálfan sig þang- að til að hann var nærri kominn út úr öllum mannlegum félagsskap. Ástin getur verið styrk- ur mitt í verulegri karakter-veiklun. GÍftingin breytir áhugaleysinu í alvöru, og máttur henn- ar, sem ætti að vera og er oft í sama hlutfalli og alvöruleysið, kemur þá í staðinn. Oak fór nú að sjá ljós í þessari átt og sagði við sjálfan sig: „Hún skal verða konan mín, eða þá, að ég er einskis virði!“ Hann var allan þennan tíma að hugsa um, hvaða erindi að hann gæti gjört sér til að heim- sækja frænku Bathshebu. Erindið kom upp í hendur honum þegar að ær drapst hjá honum og skildi eftir lifandi lamb. Svo morgun einn, íjanúar, í frosti en hægu og björtu veðri og glaða sólskini lét Oak lambið í heiðarlega sunnudagakörfu og lagði á stað með það heim til frú Hurst, frænku Bathshebu — og á eftir honum labbaði hundurinn, George, alvarlegur pijög á svipinn út af því að honum fannst að slíkur útbúnaður og slík ferð væri einkenni- legar fjárhirðis-athafnir. Gabríel hafði horft á bláleita viðarreykinn lyppast upp úr reykháfnum með einkennilegar hugsanir í huga. Á kveldin heima hjá sér hafði hann setið og í huganum fylgt reyknum ofan reykháfinn, að upptökum hans og sá þar eld- stæðið og Bathshebu hjá því í vinnufötunum sínum, því í þeim hafði hann séð hana úti á hæðinni og þau voru óaðskiljanlega sameinuð henni sjálfri í huga hans og hjarta, og virtist á þessu stigi ástardrauma hans vera óaðskilj- anlegur hluti þess, sem í huga hans var Bath- sheba Everdene. Búningur Oaks var smekklega valinn — hann var samsafn af geðþekkum þokka og hirðulausrar viðhafnar — eitthvað á milli fágaðs verzlunardagsbúnings og þess búnings, sem menn velja sér á sunnudögum í rigningu. Úrfesti hans, sem var úr silfri, var vandlega fægð, hann hafði sett nýjar reimar 1 skó sína og fægt koparaugun í reimargötunum í skón- um, fór lengst inn í skóg og fékk sér göngu- staf, sem hann tegldi til á leiðinni út; tók nýjan vasaklút upp úr fatakassa sínum, fór í skraut- legt vesti, sem var alsett myndum af blómum — rósum og lijum, sem samsvöruðu sér í feg- urð sinni, án þess að missa neitt af hinni sér- kennilegu fegurð, og bar svo alla hárolíuna, sem að hann átti, í hár sér, sem að vanalega var þurt, rauðgult og ákaflega hrokkið, unz að hann hafði komið á það ágætum nýstárleg- um lit, sem var mitt á milli fugladrits og róm- versks sements og lá fast og slétt að höfðinu eins og fjöl við fjöl, eða blautt þang við stein, eftir að fallið er út. Það var kyrt og hljótt í kringum húsið og ekkert heyrðist nema tístið í nokkrum svölum, sem að sátu á þakrennunum, og maður gat hugsað sér að umræðuefni þeirra væri hneyksl- 'is- og gróusögur, ekki síður en þeirra, sem að undir þakinu bjuggu. Sá fyrirborði sýndist eins óviðeigandi og fyrstu móttökur Oaks voru, því þegar að hann kom að garðshliðinu, þá sá hann kött fyrir innan það með kryppuna upp úr bakinu, skyrpandi og látandi öllum illum látum, þegar að hann sá hundinn. Hundurinn skipti sér ekkert af þeim látum, því að hann var kom- inn á þann aldur, að honum fannst að óþarfa gelt og ill læti væri óþörf og heimskuleg. — Satt að segja þá gelti hann aldrei — jafnvel ekki að kindunum, nema þegar að honum var skipað það, og þá gerði hann það með svip afskiptaleysisins, eins og nokkurs konar hót- unar þjónustu, sem að hann varð að fram- kvæma, þó að honum væri það ógeðfelt, við og við til að hræða hjörðina, henni til betrunar. Mannamál heyrðist á -bak við lárviðarrunna, sem að kötturinn hafði farið inn í. Vesalingurinn! Ætlaði óhræsis hundurinn að drepa þig — ætlaði hann að gjöra það, vesal- ingur!“ „Fyrigefðu“, sagði Oak við málróminn. „George labbaði á eftir mér eins hægur og hann gat verið“. Oak var naumast búinn að sleppa orðinu þegar að hann fékk eftirþanka um hver það mundi vera, sem að hann var að tala til. Það svaraði enginn, en hann heyrði, að persónan, hver sem að hún var, gekk lengra inn í skóg- inn. Gabríel fór að hugsa og hugsanir hans voru svo alvarlegar, að það komu hrukkur á ennið á honum. Þegar að árangur samtals er eins líklegur að leiða til ógæfu eins og ánægju þá er allt það, sem að truflar vonina ástæða til nagandi kvíða og ófara. Oak gekk upp að dyr- , um hússins dálítið hikandi. Það sem hann hafði hugsað sér að segja og virkileikarnir eins og að þeir blöstu nú við honum, áttu ekkert sam- eiginlegt. Frænka Bathshebu var heima. „Viltu segja ungfrú Everdene að einhver sé kominn, sem væri glaður að fá að tala við hana?“ sagði Oak. — Að hann nefndi sjálfan sig aðeins einhver, en gaf ekki upp nafn sitt, má ekki skiljast sem skortur á siðfágun sveita- fólksins. Það á upptök sín í fullkomnari sið- fágun heldur en bæjarfólkið, með sín nafn- spjöld og tilkynningar, ber nokkurt skyn á. Bathsheba var úti. Málrómurinn, sem að hann heyrði, hafði auðsjáanlega verið málrómur hennar. „Viltu koma inn, hr. Oak?“ „Þakka þér fyrir“, sagði Oak og fór með henni inn að arninum. „Ég kom með lamb handa ungfrú Everdene. Ég hélt að henni mundi þykja gaman af að fá eitt til að ala upp; stúlk- um finnst það oft gaman“. „Máske“, sagði frú Hurst glaðlega, „þó að hún sé aðeins gestur hérna. Ef þú vilt bíða dá- lítið, þá kemur hún inn“. „Já, ég skal bíða“, sagði Gabríel og settist niður. „Þetta lamb var ekki aðalerindi mitt, frú Hurst. 1 fáum orðum sagt, þá ætla ég að spyrja hana að, hvort að hún vildi gifta sig“. „Þú varst virkilega?“ „Já, því ef hún vill gjöra það, þá skal ég giftast henni með mestu ánægju. Veiztu hvort að nokkrir ungir menn eru að hanga í kringum hana?“ „Látum okkur sjá“, sagði frú Hurst og skaraði í eldinn þó að hún þyrfti þess ekki . . . „Já, blessaður vertu, ótal margir. Þú skilur, Oak bóndi, að hún er falleg og ágætlega vel að sér, þar að auki ætlaði hún að verða kennslu kona einu sinni, skal ég segja þér, en hún var of vilt. Þessir ungu menn eru ekki á hælunum á henni hérna — en hamingjan góða, sam- kvæmt kvenlegu eðli, þá hlýtur hún að hafa að minnsta kosti tólf unga menn, sem allir til- biðja hana!“ „Það er óheppilegt“, sagði Oak og horfði beint niður á brest í steingólfinu með sorgar- svip. „Ég er nokkurs konar hversdagsmaður, og eina tækifærið, sem að ég hafði, var að vera sá fyrsti . . . Jæja, það er þá ekki til neins fyrir mig að bíða, því það var aðalerindið mitt hing- að. Svo það er bezt að ég hafi mig heim til mín, frú Hurst“. Þegar Gabríel var kominn svo sem tvö hundruð faðma áleiðis heim til sín, heyrði hann að kallað var: „Hæ, hæ!“ á eftir sér í hvellari og hærri róm, heldur en vanalegt var, þegar kallað var á þennan hátt. Hann leit við og sá stúlkuna, sem kom hlaupandi á eftir honum og veifaði hvítum klút í hendinni. Oak stansaði — þá sem á eftir kom bar brátt að. Það var Bathsheba Everdene. Blóðið hljóp fram í kinnarnar á Gabríel. Hún var þegar kafrjóð, ekki samt af innri hugarhræring eftir því sem út leit, heldur af hlaupunum. „Oak bóndi. — Ég . . . .“ sagði hún og þagn- aði svo, því að hún var móð eftir hlaupin, og stansaði rétt fyrir framan hann, lagði undir flatt og stakk höndunum á síðurnar. „Ég var rétt áðan heima hjá þér og ætlaði að finna þig“, sagði Gabríel. „Já — ég veit það“, sagði hún og másaði upp og ofan kafrjóð í framan og sveitt af á- reynslunni, eins og döggvott blóm, sem hefir ekki enn þornað. „Ég vissi ekki að þú varst kominn til að biðja mín, ef að ég hefði vitað það, þá hefði ég komið inn undir eins. Ég hljóp á eftir þér til þess að láta þig vita, að frænka mín gjörði rangt í því að senda þig í burtu og varna þér frá að kynnast mér . . .“ Það fór að glaðna yfir Gabríel. „Mér þykir fyrir að ég var orsök í að þú þurftir að hlaupa svona hart, mín kæra“, sagði hann með hlakk- andi von um væntanlega velgengni í máli sínu. „Bíddu dálítið og jafnaðu þig“. . . . „Það var algjörlega rangt af frænku minni að segja þér að ég ætti marga unga elsk- huga nú þegar“, hélt Bathsheba áfram — „ég á engan elskhuga og hefi aldrei átt og mér fannst, eins og gengur þjá kvenfólki, að það væri niðurlægjandi að láta þig halda að ég ætti marga“. / „Það gleður mig sannarlega, að heyra það!“ sagði Oak bóndi og brosti einu af þessum löngu og sérkennilegu brosum sínum og roðnaði af ánægju. Hann rétti út hendina til að taka í hendina á henni, sem að hún hafði tekið af síðunni og lagt á brjóstið til að stöðva óstyrk- leik hjarta síns. Undir eins og að hann snerti hendina á henni lét hún hana aftur fyrir bakið, svo að hún slapp í gegnum handtak hans, eins og áll.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.