Lögberg - 21.02.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.02.1952, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 u^e »»' TS XJaUfld<’T^-p. S'í A Complele 1 Cleaning Insliiution PHONE 21 374 iioti U<«,,e Clean R.VÚ*' ««"4 Síóí A Compleie Cleaning Insiitution 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR, 1952 NÚMER 8 Frónsmótið afar fjölsótf- og ónægjulegt AT EVENING Atlantshafsbandalagið Miðsvetrarmót „Fróns“, var haldið síðastliðið mánudags- kvöld, í fyrsta skiptið sem það hefir ekki verið samhliða þjóð- ræknisþinginu, sem illu heilli var fært fram í júní. En það sá ekki á, að „Fróns“- samkoman liði við það. Húsið var svo fullt, að fleiri gátu ekki með góðu móti komist inn. Fólkið vonaðist eftir góðri skemtun, og það varð ekki fyrir vonbrigðum. Frú Ingibjörg Jónsson, forseti „Fróns“, stjórnaði samkomunni með lipurð og háttprýði. í ávarpi sínu minntist hún tveggja nýlát- inna þjóðhöfðingja, Georgs VI. Englands konungs og forseta ís- lands, Sveins Björnssonar, og bað samkomugesti að rísa úr sætum sínum í virðingarskini við þessa vinsælu burtkvöddu leiðtoga. Norræni karlakórinn, sem skemt hefir íslendingum tví- vegis áður, bæði á ísl.d. síðast- liðið sumar og á „Fróns“-mótinu árið sem leið, skemti að þessu sinni einnig með söng sínum. Hann hefir mörgum góðröddum á að skipa, og er líklegur til að eiga góða framtíð ef haldið verður fram sem horfir. Mæðgurnar Lilja og Evelyn Thorvaldson sungu tvísöng yndislega vel og heilluðu alla. Skáldið frá Víðivöllum, G. J. Guttormsson skemti með upp- lestri frumsamdra kvæða í mörgum myndum, sem skemti áheyrendum hið bezta. Ræða hins kærkomna gests frá íslandi, próf. Finnboga Guð- mundssonar, kennara við ís- lenzku deild Háskólans í Mani- toba, var fræðimannlega samin og ágætlega flutt. Hún sýndi fram á baráttu íslenzku þjóðar- innar fyrir sjálfstæði sínu hvern ig hún átti í vök að verjasa gegn Alexander vísigreifi á heimleið Hinn mikilsvirti, fráfarandi landsstjóri í Canada, Alexander vísigreifi af Tunis, sem gegnt hefir hér konungsfulltrúaem- bætti í síðastliðin sex ár, sigldi frá Halifax áleiðis til Englands á sunnudaginn var; hann hefir verið skipaður hermálaráðherra í ráðuneyti Winstons Churchill, og tekur við embætti jafnskjótt og heim kemur. Nýi landsstjórinn kominn heim Rt. Hon. Vincent Massey, hinn nýskipaði landsstjóri í Canada, og fyrsti innfæddi Canadamað- urinn, sem þetta veglega em- bætti tekst á hendur, kom heim á mánudaginn eftir mánaðardvöl í Englandi; hann tekur embættis eið þann 28. þ. m., rétt áður en sambandsþingið kemur saman á ný. By EINAR P. JONSSON Translated by Prof. Skuli Johnson Now heaven’s sun her head lets sink On sea-bed billow-ringed; Alone I stand and stir not like An eagle broken-winged. But though from flight me frequently Enfetter icy bands, I yet in spirit love’s spring own And splendid wonderlands. I see where muster shadow-hosts O’er sound and dale and height; The last gleam puts on panoply For freedom’s holy fight. Though shadows all them range around The humble home of mine, Fresh sunshine-pow’r I seek for me v In heaven’s source divine. LÍFTÖLUR ÍSLENDINGA 1950: Aldrei færri mannslát, aldrei fleiri lifandi fædd börn ofurvaldi, ofríki og einokun að hvernig hún að lokum sigr- aðist á þeim, vann sigur og náði fullu sjálfstæði. Samkoman var að öllu leyti hin ánægjulegasta og bezta, og til heiðurs öllum sem að henni stóðu. D. B. Útför konungs Síðastliðinn föstudag var hinn ástsæli konungur brezka heims- veldisins, lagður til hinztu hvíld- ar í Windsor á Englandi að við- stöddu miklu stórmenni; kveðju- athöfnin var fögur og áhrifarík; öll brezka þjóðin fann til sam- eiginlegrar sorgar. Viðútförina voru staddir allir konungar Norðurlandaþjóðanna, konungur Grikkja og Júlíana drottning í Belgíu. Fyrir hönd Trumans forseta var viðstaddur útförina utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, en af hálfu Canada hermálaráð- herrann, utanríkisráðherrann og Crerar yfirhershöfðingi. Minningarathafnir um hinn látna konung voru eigi aðeins haldnar um brezka veldið þvert og endilangt, heldur einnig í Washington, Frakklandi og víð- ar; athafnirnar í Ottawa og Wmnipeg þóttu um alt hinar fegurstu. Kosningar í aðsigi Nú þykir nokkurn veginn sýnt, að þrennar fylkiskosningar fari fram í þessu landi á kom- anda sumri og að þær verði í Alberta, Saskatchewan og British Columbia. C. C. F.-sinn- ar fara með völd í Saskat- chewan, Social Credit flokkur í Alberta, en í British Columbia hélt samsteypustjórn völdum fram til skamms tíma, er stjórn- arsamvinnan með skjótum hætti rofnaði svo sem þegar er kunn- ugt um; vera má, að gengið verði einnig til kosninga í Quebec áður en langt um líður. En iala óskilgeiinna barna er hærri en nokkur dæmi eru iil fyrr eða síðar. Fjöldi lifandi fæddra barna 1950 var 28,3 á hvert þúsund landsmanna og hefir aldrei verið meiri síðan um alda- mót. En fjöldi óskilgetinna barna var 27,7 af hundraði Jihjspsfaeðinga og hærri en , dæmi eru til. Barnadauðinn var aðeins 22 af þúsundi lif- andi fæddra barna og hefir aldrei verið minni, en mann- dauðinn annars 7,9 af þús- undi landsmanna og hefir aldrei verið minni. Fjöldi lifandi fæddra barna á árinu var 4037. Frá 1920—1940 fór hlutfallstala þeirra lækkandi með hverju ári, en hefir hækkað mjög ört síðasta áratug. Var fjöldi lifandi fæddra barna ekki nema 20,5 af þúsundi lands- manna árin 1936—1940. Fjöldi andvana fæddra barna 1950 var aðeins 63 eða 15 af þús- undi barna alls fæddra á árinu og hinn sami hlutfallslega og árið 1947, en aldrei minni. Alls létust 1127 manns á árinu, hlutfallslega jafn margir og 1949, en aldrei færri, og 89 börn á fyrsta ári, hlutfallslega jafn- mörg og árið 1947, en aldrei færri. Óskilgetin fæddust 1135 börn, og er það hlutfallslega miklu hærri tala en vitað er til í öðr- um löndum og hærri en nokkru sinni áður hér. Óskilgetin fædd- ust hér á landi aðeins 14,4 af þúsundi allra fæddra barna árin 1926—1930, en í fyrra 27,7! Hjónavígslur og skilnaðir. Hjónavígslu,r voru 1207 — eða 8,5 á hvert þúsund landsmanna. Eru þær hlutfallslega mun fleiri en árið á undan og jafnmargar og 1948, en hafa aldrei verið fleiri. Hjónaskilnaðir voru 102 eða 0,7 á hvert þúsund lands- manna. Hlutfallstala þeirra var hæst árið 1947, 0,8, en að meðal- tali 0,7 fimm síðustu ár, þar áður lægri. Mannf jölgun. Fæddir umfram dána voru 2910 eða 20,4 á hvert þúsund landsbúa. Er það hærra hlut- fallslega en nokkurt undanfar- inna ára. Mannfjölgun var þó alls 22,8 á hvert þúsund lands- búa, og stafar mismunurinn af því, að fleiri fluttu til landsins en frá. Þessar líftölur íslendinga árið 1950 eru birtar í nýútkomnu hefti Hagtíðinda. Má telja þær mjög glæsilegar, þar eð hlutfalls- lega er fjöldi lifandi fæddra barna óvenjumikill, andvana fæddra óvenjulítill, barnadauði og manndauði almennt óvenju- lítill og mannfjölgun því með langmesta móti. —A. B. 27. okt. 1951 Frá Wynyard, Sask., 29. des. 1951 Einar minn: — Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár! Ég þakka þér og frú Jónsson fyrir margar góðar stundir: að „LÖGBERGI“ á liðnu ári! Ég máske læt eina eða tvær hendingar fylgja þessum miða. — „Og láttu þér nú líða vel! Og lifðu alla karla dauða!“ Vinsamlegast, Jakob J. Norman STAÐHÆFINGAR i. Að hamingja íslands sé Islendinga Áhuga-mál sem þeir verða að þinga: Hvar sem í heiminum höfuðskáld sungu Var hæsta nótan á íslenzkri tungu. Á þriðjudaginn hófst í höfuð- borg Portugals fundur í Atlants- hafsbandalaginu, sem engan veginn er ólíklegt að orðið geti næsta viðburðaríkur, því að minsta kosti kemur þar til yfir- vegunar og umræðu stórmál, sem haft getur víðtæk áhrif á Evrópumálin; er hér við það átt hvort takast muni að fella Vestur-þýzkaland inn í þann hervarnaramma, sem Vestur- Frægur rithöfundur látinn Á þriðjudaginn var lézt hinn víðfrægi rithöfundur norsku þjóðarinnar Knut Hamsun, sá, er eitt sinn hlaut bókmenta- verðlaun Nobels, 92 ára að aldri; ýmissar sögur hans hafa verið íslenzkaðar, og hefir að því unn- ið manna mest Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. í síðustu styrjöld var Hamsun grunaður um leynimök við her- námsliðið þýzka og rannsókn hafin á hendur honum 1945, en af frekari aðgerðum varð þó ekki, bæði vegna hins háa ald- urs hans og þeirrar sérstöðu, sem hann naut í ríki bókment- anna. Framtíðarheimili hertogans af Windsor Nú er mikið rætt um það í blöðum á Englandi, hvort her- toginn af Windsor muni koma heim og setjast að á Englandi ásamt konu sinni. Þegar hann afsalaði sér konungdómnum, fékk hann ekki lengur tekjur frá stjórninni, en talið er, að bróðir hans, George VI., hafi greitt honum af sínum eigin eignum, um $75.000 á ári. Ef að drotningin, Elizabeth II. ákveður að veita honum sömu tekjur, verður hún einnig að taka það fé úr sínum eigin sjóð. Sagt er að drotningunni þyki mjög vænt um föðurbróður sinn og einnig um konu hans, og að hún muni reyna að hafa áhrif á ömmu sína, Maríu ekkjudrotn- ingu, í þá átt, að hún taki Wallis, konu, hertogans af Windsor, í sátt við sig; eins og kunnugt er, hefir hún, Wallis, aldrei verið opinberlega viðurkend sem ein af konungsfjölskyldunni. Send á geðveikrahæli Mrs. Lillian McCullough, sem, ásamt manni sínum, var tekin föst og ákærð fyrir morð ungrar fósturdóttur sinnar, hefir verið skoðuð af læknum og telja þeir hana vitskerta; hún hefir verið sett á geðveikrahæli. veldin hafa á döfinni undir for- ustu Eisenhowers. Frakkar hafa illan bifur á Þjóðverjum og er þeim þáð ekki láandi; en á hinn bóginn leggja Bandaríkin kapp á að koma Þjóðverjum í varnar- sambandið og getur það riðið baggamuninn, því Frakkar eiga margt til þeirra að sækja eins og nú hagar til um fjárhag þeirra og framleiðslu. Tyrklandi og Grikklandi hefir verið veitt innganga í banda- lagið og er slíkt hið sama um ítalíu að segja. í ráði er að bandalagið kjósi sér fastan aðalritara, og hefir komið til orða, að Pearson utan- ríkismálaráðherra Canada verði fyrir valinu, en þá yrði hann vitanlega að láta af ráðherra- embætti. Beztu smjörgerðar- mennirnir Á mánudaginn hófst sextug- asta og sjöunda ársþing Mani- toba Dairy Association í Royal Alexandra hótelinu hér í borg. Mr. G. J. Sigurdson frá Maple Leaf Creamery, Lundar, hlaut fleiri verðlaun en nokkur annar smjörgerðarmaður; meðal þeirra voru De Laval werðlaunin — gullúr — fyrir að fá að meðal- tali hæst mörk; hann fékk einnig annað úr fyrir að hreppa Canadian Bank of Commerce verðlaunin. Einnig hlutu þessir Islending- ar verðlaun: L. Magnússon, Tre- herne; C. Jóhannesson, Ross- burn; S. Johnson, Riverton; hin- ir tveir fyrnefndu mörg verð- laun hver. Sala tóbaks þverrar Tóbaksframleiðendur í Ontario hafa viljað fara á fund fjár- málaráðherra sambandsstjórn- arinnar, Mr. Abbotts, og farið þess á leit, að söluskattur af vindlingum verði lækkaður þannig, að 20 vindlingapakki kosti ekki yfir þrjátíu cents í smásölu; svo ramt hefir kveðið að smyglun vindlinga sunnan úr Bandaríkjum, þar sem verðið er miklu lægra, að staðhæft er að yfir 15 miljón vindlinga hafi verið smyglað inn í Canada á síðustu þremur mánuðum; telja tóbaksframleiðendur iðnað sinn í stórhættu ef eigi verði sett hið bráðasta undir lekann; fram- leiðsla tóbaks í Canada hefir þorrið um 20 af hundraði upp á síðkastið. Mr. Abbott tók erindrekum tóbaksiðjunnar hið bezta, en kvaðst eigi geta gefið fullnaðar- svar að svo stöddu; slíkt yrði að bíða fjárlagafrumvarpsins, sem lagt yrði fram í þinginu við fyrstu hentugleika. Skálað úr fjarlægð Eitf- sfórflugslysið enn Síðastliðinn laugardag fórst brezk farþegaflugvél skamt frá Palermo á Sikiley með þeim hætti að hún rakst á fjallshlíð og splundraðist í agnir; vélin hafði þrjátíu og tvo menn innan borðs, er allir týndu lífi; hún var á leið til Austur-Afríku. II. Lífstefnu ónefndra íslenzkra manna — Áskil ég „Nýall“-a bókum að sanna: Að hvergi hafi í heimspeki risið Svo hátt og tyndrandi lífstefnu-blysið. III. Ég veit að þú Finnbogi verður oss nú Að viðreist, og íslenzkri tungu. Þú skilur ég vil ekki tefla um trú Á tungunni — leiddu þá ungu. — Því íslenzkan var okkur viti, sem ber Það vitni: Og því ert þú nú staddur hér. (1/1 1952) Jakob J. Norman Hækkuð f járveiting til skólahalds Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Douglas L. Campbell, hefir lýst yfir því í þinginu, að stjórnin hafi ákveðið að hækka á yfirstandandi fjárhagsári fjár- veitingu til skólahalds innan vé- banda fylkisins um 750 þúsundir dollara; sumum þykir skömm til þessarar upphæðar koma, en aðrir telja hana viðunandi og til mikilla bóta; sannast hér sem oftar hið fornkveðna, að enginn geri svo öllum líki. 50 ára Guðmann Levy Þú hefir verið, það ég tel, þjóðrækninni fengur. Þessum árum varið vel og „verið góður drengur". Það er mín og margra þrá, sem meir í fjarlægð draga: Að lyfta glasi; lukku spá og lengja þína daga. ★ ★ ★ Flösku eina fann ég hér — fjandi nærri tóma — Tók upp glas, og tæmdi, þér til heiðurs og sóma. R. A.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.