Lögberg - 21.02.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR, 1952
5
▼
tyyyfrfyyyyyf
N Al l i AUAI
IWI NSA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
BRÉF ÚR DAKÓTA DALNUM
7. febrúar 1952
Kæra Mrs. Jónsson:
Oft hefir mig langað til að
senda ykkar góða blaði línur,
en ekki orðið af því fyr. Ég veit
ekki hvort að þið viljið gefa
þessu pláss, en af svo væri þá
þætti mér vænt um það.
Með þessum línum vil ég
þakka innilega fyrir Kvenna-
síðuna; hún er sérstaklega fróð-
leg og skemtileg. Og ekki sízt
vil ég þakka manni þínum fyrir
ágæta ritstjórn við blaðið. Lög-
berg er kærkominn gestur hjá
mér, og ég vona og óska, að það
megi lengi lifa. Eins vona ég að
blessað fagra málið okkar, —
íslenzkan, megi eiga langa og
fagra framtíð hér í landi. Ég
hefi sérlega gaman af fréttabréf-
um úr ýmsum bygðum, væri
gaman að fá fleiri af þeim; eins
eru kvæðin indæl.
Nú er ég að komast að efn-
inu, sem er tilefni þessa bréfs.
Mér hefir altaf þótt gaman að
málsháttum, og datt mér því í
hug að senda ykkur fáeina, líka
í þeirri von að fá fleiri frá ein-
hverjum, sem vildi svo vel gera:
1. Hverjum degi nægir sín
þjáning.
2. Sá hefir nóg sér nægja
lætur.
3. Vertu ei hálfur, en heill.
4. Það, sem verður að vera,
viljugur skal bera.
5. Betra er hjá sjálfum sér að
taka en sinn bróður að biðja.
6. Ekki er alt gull, sem glóir.
7. Aldrei er góð vísa of oft
kveðin.
8. Ekki er kálið sopið, þó í
ausuna sé komið.
9. Tvö höfuð eru betri en eitt.
10. Ekki skal mig kynja þótt
keraldið leki, þegar botninn er
suður í Borgarfirði.
11. Mikið vill meira.
12. Margur heldur mig sig.
13. Löngum hlær lítið vit.
14. Margur er knár, þó hann
sé smár.
15. Mikið má, en meira skal.
16. Oft kemur skin eftir skúr.
17. Betra er seint en aldrei.
18. Hver lítur sínum augum
á silfrið.
19. Hverjum þykir sinn fugl
fagur, þó hann sé bæði ljótur og
magur.
20. Betur má, ef duga skal.
21. Ungur má, en gamall skal.
22. Gott er Faðir-vorið, en ekki
er vert að hamast á því.
M. frá Dakola dalnum
, *
Kæra þökk fyrir bréfið, vin-
samleg ummæli og svo máls-
hættina. Hér læt ég fylgja fá-
eina, sem mér komu í hug:
1. Það tjáir ekki að æðrast
um orðinn hlut.
2. Margt er það í koti karls,
sem kóngs er ekki í ranni.
3. Þangað sækir klárinn, sem
hann er kvaldastur.
4. Þegar stríðið ekkert er,
enginn bíður sigur.
5. Sjaldan kemur dúfa úr
hrafnsegginu.
6. Sá skal vægja, sem vitið
hefir meira.
7. Þungt er þegjandi böl.
8. Sjaldan launa kálfar of-
eldi.
9. Morgunstund gefur gull í
mund.
10. Nýir vendir sópa bezt.
11. Það verður ekki bæði slept
og haldið.
12. Blindur er bóklaus maður.
13. Ber er hver að baki nema
bróður eigi.
14. Hægra er að kenna heil-
ræðin en halda þau.
án þess að hann viti til þess sér-
staka ástæðu, ætti að láta lækni
athuga, hvort augu hans eru í
lagi. Ýmsir ofreyna augu sín
daglega án þess að verða þess
varir og einmitt það getur or-
sakað mjög sterka þreytutilfinn-
ingu. (Úr „Poliíiken")
—. A. B.
NOKKUR GÓÐ RÁÐ VIÐ OFÞREYTU
Eðlileg afleiðing af því að hafa
lagt of mikið á sig í lengri tíma
er ofþreyta.
Reynið fyrst og fremst, þegar
svo er komið, að losa yður á ein-
hvern hátt úr mesta öngþveit-
inu. En það er staðreynd, að
þreyttu fólki finnst það einatt
ekki geta slegið neitt slöku við,
það verði að halda áfram. Nokk-
urra daga hvíld er náttúrlega
það bezta; en sé hreint ekki
hægt að koma því við, þá reyn-
ið að minnsta kosti að eyða hin-
um fáu frístundum ykkar skyn-
samlega: Farið í gönguferðir,
glímið við krossgátur, lesið létt-
ar skemmtilegar bækur, eða
saumið krosssaum. Yður er
nauðsynlegt að losa yður undan
álagaþunga hins þreytandi
starfs.
Þreytan er margvísleg og þarf
því mismunandi ráða við. Það
er ekki nóg að segja þreyttum
manni, að hann verði að sofa í
10 tíma. Ef til vill hefir hann
alveg nógan svefn.
Við skulum athuga ýmiskon-
ar þreytu og hver ráð finnast
við henni.
Líkamleg þreyta.
Séuð þér líkamlega þreyttar,
t. d. eftir stórþvott eða hrein-
gerningar eða eftir erfiðan dag
við ritvél eða íþróttakeppni, þá
er gott ráð að fara eins fljótt og
unnt er í vel heitt bað stutta
stund. Það hefir góð áhrif á hina
strengdu vöðva, og ef þér hafið
misst matarlyst við áreynsluna,
þá gætið þess að leggja yður út
af í hálfa klukkustund áður en
þér farið að borða.
Þreyta efiir sjúkdóma.
Eftir veikindi á fólk oft erfitt
með að safna kröftum. En þá er
ýmislegt hægt að gera til hjálp-
ar. Sofið reglubundið 9—10 tíma
í sólarhring. Farið á hverjum
degi í hæfilega gönguferð í góðu
lofti. Borðið léttan mat og ekki
of mikið í einu. Gætið þess, að
í herbergi yðar sé gott loft. Biðj-
ið lækni yðar um eitthvert
styrkjandi lyf. Allt þetta hjálp-
ar mikið.
Leiðinleg vinna.
Mjög einhliða starf veldur oft
þreytu og vinnuleiða. í slíku
starfi óska margir eftir að mega
vinna í skorpum, stundum
meira, stundum minna, í stuttu
máli: þrá tilbreytingarmeira
starf.
Sé ekki hægt að skipta um.
starf, en sú er oft reyndin, er
ekki um annað að ræða en að
reyna að gera tómstundir sínar
sem fjölbreyttastar. Leitist við
að finna yður skemmtilega tóm-
stundavínnu (hobby) og grípið í
hana, þegar dagsins strit er á
enda.
Svefnleysi.
Séuð þið þreytt, af því þið
sofið illa á nóttunni, þá minnist
þess, að hvíldin er næstum eins
góð og svefn. Verið ekki óróleg
og eirðarlaus, þó að þið vakið
að nóttu til. Neyðið ykkur til
að liggja hreyfingarlaus og gerið
alla vöðva slappa, þannig að
yður finnist hver limur blý-
þungur.
Varizt að borða of mikið eða
drekka vín, kaffi eða te áður en
þið gangið til hvílu. Og ef þið
getið komið því við, þá takið
volgt bað áður en þér háttið.
Munið ennfremur, að ein svefn-
tafla ekki mjög sterk skapar
enga óhollustu og fer betur með
taugar en óróafull andvaka.
Að síðustu ein almenn ráð-
legging: Sá, sem er oft þreyttur
IN MEMORIAM
Adolph Carl Dalsted
Kveðja fró
Dr. Richard Beck
Mrs. Einar P. Jónsson,
Forseti Þjóðræknisdeildarinnar
„Frón“, Winnipeg.
Kæra Mrs. Jónsson:
Þar sem ég hef í átján vetur
samfleytt sótt Þjóðræknisþingin
og samkomur þess, hvarflar hug-
ur minn eðlilega til ykkar á
„Fróns“-mótið í ár. Þykir mér
stórleitt, að skyldustörfin leyfðu
mér eigi norðurför að þessu
sinni, því að vissulega- hefði það
verið mikið ánægjuefni að hlýða
á ræðu hins unga starfsbróður
míns og kvæði míns gamla vin-
ar, skáldsins á Víðivöllum, að
ógleymdum öðrum kræsingum,
menningarlega talað, sem verða
að vanda á veizluborði ykkar
„Fróns“-verja. Vel sé ykkur fyr-
ir það, að halda svo vel í horf-
inu og sýna það svart á hvítu,
að enn lifir glatt í þjóðræknis-
eldum okkar, sé aðeins að þeim
skarað.
Minningarnar frá liðnum þjóð-
ræknisþingum og „Fróns“-mót-
um sækja fast á hugann; orð
skáldsins verða mér að lifandi
veruleika:
„svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg“.
Hugurinn fyllist þakklæti til
samherja og vina, sem staðið
hafa manni við hlið í starfi og
félagsmálum, og um leið verður
minningin um hið liðna að
áminningu um framhaldandi
trúnað við göfugar erfðir og
góðan málstað, og eggjan til
dáða. '
Látum orð annars skálds, töl-
um beint til okkar, verða að
áhrínsorðum:
„Við höldum ennþá hópinn,
þótt hafið skifti löndum“.
í þeim anda þakka ég ykkur
fyrir síðast og sendi ykkur
hjartanlegar kveðjur. Verið þið
blessuð og sæl!
Einlæglega,
Richard Beck
16. febrúar 1952
Funeral services were held
Friday, December 29, 1951, from
Petér’s Church at Svbld for
Adolph Carl Dalsted of the
Svold community who died in
Cavalier on Friday, December
22, after a long illness. He was
þorn May 12, 1881, near Moun-
tain and lived in Pembina coun-
ty all his life. He served 'as
township constable for many
years.
He was the son of Bjarni Dal-
sted and his wife, Sigridur, who
died when Carl was five years
old. His father passed away in
1939.
He was married to Laura Aak-
run March 8, 1908, who survives
with two sisters, Mrs. Nels Kamp
of Ray and Mrs. John Olson of
Langdon, and four brothers, J.
O. Dalsted of Grand Forks, T. V.
Dalsted of St. Paul and John and
G. P. Dalsted of Backoo.
Rev. E. Fafnis of Mountain
conducted the funeral service
and sang a solo, “Going Home”.
The choir sang two hymns.
Burial was in the Svold ceme-
tery.
Pallbearers were Alvin, Sig
and John Dalsted, Ervin Thor-
darson, Edmund Thordarson and
Helgi Jackson.
Those from a distance who at-
tended the services were T. V.
Dalsted of St. Paul, Minn., Mrs.
Ferguson Stewart of Fargo,
Leonard Dalsted of Bismarck,
Mr. and Mrs. J. O. Dalsted and
Mrs. H. W. Vivatson of Grand
Forks, Mrs. Goodman Johnson of
Grafton, Walter Kamp of Ray,
Mr. and Mrs. John Olson, Barney
Olson, Mrs. A1 Gramm and Sol-
veig of Langdon, Mr. and Mrs.
Cliff Frovarp, Mr. and Mrs.
Vernie Larson, Mr. and Mrs.
Lloyd Larson, Mrs. Fitzsimonds,
Lawrence Olson, all of Park
River, Mr. and Mrs. Walter
Olson of Walhalla and Vic Stur-
laugson of Langdon.
Innumerable f r ie n d s and
neighbors will remember Carl
Dalsted as a true friend and a
good neighbor whose constant
smile and entertaining attitude
lighténed the burden for many
of his associates. Carl was a
great “mimic” and while he
never used this talent to degrade
his victims he lightened the at-
mosphere for his associates on
MINNINGARORÐ:
oAnna (joodman
F. 25. júlí 1874 — D. 8. jan. 1952
Hinn 8. janúar síðastliðinn
andaðist á sjúkrahúsinu í Minot,
N. D., Anna Phillip Goodman,
77 ára að aldri. Hún var fædd á
Höfðaströnd í Skagafirði 25.
júlí 1874. Foreldrar hennar voru
Jón Filip og kona hans, Ólöf Ás-
grímsdóttir. Anna fluttist til
þessa lands, ásamt foreldrum
sínum og einum bróður, þegar
hún var níu ára gömul, og byrj-
aði fjölskyldan búskap í bjálka-
húsi IV2 mílu frá Mountain,
N. Dak.
Árið 1890 giftist hún Guð-
mundi Goodman; eignuðust þau
fjórtán börn og eru ellefu á lífi
en þau eru: Walter Goodman,
Bantrý; Steve Goodman, Bantry;
Alex Goodman, Bantry; Mrs.
Virgil Reed, Phoenix, Arizona;
Mrs. Wm. C. Hahn, Gardena;
Mrs. Nolan Anderson, Bismark;
Mrs. Arnold Haugerud, Bot-
tinau; Barthi Goodman, Bantry;
Mrs. Nobel Wedar, Maxboss;
Kris Goodman; v Bantry; Oliver
Goodman Bantry. Ennfremur
lætur hún eftir sig tuttugu og
sex barna-börn og tólf barna-
barna-börn.
Anna sáluga var stórmyndar-
leg kona; henni féll sjaldan verk
úr hendiog hún var jafnan glöð
í geði við vinnu sína. Hún var
kona vel kristin og seinustu ár
ævinnar las hún sálma og biblí-
una yfir og yfir aftur, og var
% x, *
. - *»% _ *-»,
Þakkarorð frá
husmóourinni
á Betel
Þessi fögru og hlýju þakkarorS
hinnar &gætu forstötSukonu Elli-
heimilisins Betel, bárust blatSinu
á tilætluöum tíma, en af einhverj-
um öfyrirsjáanlegum ástæSum
lentu þau um stundarsakir i glat-
kistuna. Á þessari yfirsjón, er for-
stööukona stofnunarinnar beöin
afsökunar. —Ritstj.
Adolph Carl Dalsted
many occasions where one or
more were gathered in his com-
pany. For many years in the
early part of the present century
Carl was one of the “key” mem-
bers of the Dalsted crop thresh-
ing crew, having operated the
threshing separator while his
brother John ran the steam en-
gine and his other brother Paul
acted as general manager for the
crew. The two younger brothers,
Ole and Steini, were also mem-
bers of this memorable threshing
crew. The total crew consisted
of about twenty men and even
though in those “olden days” the
regular working days consumed
long hours of work Carl was
never too tired to entertain his
“buddies” with funny stories
and mimicing, often reproducing
lively arguments between two
or more acquaintances whose
manner of presentation provided
a fertile field for such entertain-
ment. Carl was never too busy
to lend a helping hand to a
worthy friend.
During the extended illness
which preceded his passing on to
the Great Beyond, Carl’s con-
genial disposition permitted him
to remain cheerful in spite of
intense pain. In other words he
accepted his lot cheerfully with
an obvious faith and trust in
Almighty God, whom he had
long since accepted as a full
scale partner.
While Carl and his wife Laura
were not blessed with a family,
nevertheless t h e i r congenial
home-life relationship was of
such a nature as to be an in-
spiration to their associates and
in line with that theme Mrs.
Dalsted deserves much credit for
the constant and loving care she
rendered to her beloved husband
during the long illness which
preceded his death. She left no
stones unturned with respect to
giving her husband all the care
and comfort that human hands
could provide.
The many friends and neigh-
bors of the late Carl Dalsted
wish to express their grateful
appreciation to Mrs. Dalsted who
survives for the many acts of
kindness and help they rendered
to tl\e members of their com-
munity of which they were a
vital part. Blessed be the memo-
ry of Carl Dalsted.
Langdon, N. Dak.
Victor Sturlaugson,
Mr. Einar P. Jónsson,
ritstjóri Lögbergs:
Ég gat ekki látið þessa jóla-
hátíð fara fram hjá án þakk-
lætisorða frá mér sem húsmóður
Betels. — Ég hefi þessi jól tekið
á móti miklum og indælum gjöf-
um fyrir hönd heimilisins —
eins og líka hin jólin, sem ég
hef verið hér. — Er ég vitni
þess hvaða gleði þetta flytur
einstaklingnum, eins og líka
heimilinu í heild sinni. Það
styður okkur, sem störfum hér,
í verki okkar. Það gleður hjörtu
þeirra sem ’gjafirnar eiga. (Og
erum við, starfsfólkið, ekki látið
vera út undan!)
Ég nafngreini ekki hér gjafir
eða gefendur, það opinberast á
öðrum stað í blaðinu áður en
langt líður.
Kært þakklæti leggur frá
hjörtum okkar, sem þiggjum og
gleðjumst — til ykkar, sem gefa
og gleðja. — Góður Guð blessi
ykkur öll. —
(Mrs.) J. Augusta Tallman
húsmóðir á Betel.
SUGAR-GIANT
GROUND CHERRY
1} An entirely new type
of ihe popular Ground
Cherry, but a jumbo in
‘ vsize; richer and sweet-
. p er. Grows from seed
1 !;j the first year and pro-
duces an abundance of
/ golden yellow fruits up
to 2% inches in dia-
meter 1 i k e medium
tomatoes in papery
husks. Take little garden space. Make
delicious pies, preserves and marmalades.
Quick, éarly, thrives everywhere. Be sure
to enjoy this valuable new fruit in your
garden this season. Pkt. 25c postpaid.
FD E C OUR BIG 1952 SEED
IV C E AND NURSERY BOOK
For VIGOR, SIZE,
Disease Resistance,
Heavy Production
of Big Brown Eggs—
GET THE NEW R.I.R. xB.R.
CROSS,—BRETGOLDS
— A worthy addi-
tion to the popular
line of
&
Bred for
Production
CHICKS
Unsexed
100 50
19.00 10.00
19.00 10.00
18.50 9.75
18.50 9.75
18.50 9.75
21.00 11.00
21.00 11.00
18.50 9.75
20.00 10.50
20.00 10.50
20.00 10.50
22.50 11.75
Before Apl
15.00 8.00
3.00 2.00
8.00 4.50
100% live
APPROVED
Pullets
100 50
32.00 16.50
32.00 16.50
34.00 17.50
35.00 18.00
35.00 18.00
34.00 17.50
34.00 17.50
Bretgolds
White Rocks
New Hamps
Austra x White
Hamp x Leg.
Light Sussex
Blk. Australorps
R.O.P. SIRED
White Leg. 36.00 18.50
Barred Rocks 34.00 17.50
New Hamps 36.00 18.50
R.I. Reds 36.00 18.50
Lt. Sussex 36.00 18.50
COCKERELS
. 1 After Apl. 1
Heavy Breed 18.00 9.50
Leghorn 5.00 3.00
Cross Bred 10.00 5.50
arr. gtd. Pullets 96% acc.
PIONEER HATCHERY
416 Corydon Ave. Winnipeg, Man.
Producing High Quality Chicks
Since 1910.
Anna Goodman
það hennar ljós á lífsleiðinni;
hún vissi að hún mundi bráðum
verða kölluð heim til Guðs.
Útför Önnu Goodman fór fram
frá Melankton Lutheran Church,
Upham, N. D., laugardaginn 12.
janúar, að fjölmenni viðstöddu.
Rev. Richard Torgerson flutti
kveðjumál; Kris Goodman söng
ásamt söngflokki kirkjunnar.
Líkmenn í virðingarskyni voru
Ásmundur Benson, Wm. David-
son, Oscar Benson, T. J. Thor-
leifson, John Ásmundson og
Ernest Goodman, en kistuna
báru: Edward, Marvin, Richard,
James, John P. og Donald R.
Goodman. Jarðað var í Upham
grafreit.
Verðmæti...
Eigendur þessa kornsölu samvinnufélags
hafa ávalt haft opin augu fyrir hinum
mikilvægu verðmætum góðrar þegnholl-
ustu — þegnhollustu grundvallaðri á
samvinnu, sem leiðir til þroskaðri og
betri félagssamtaka.
UNITED GRAIN GROWERS LTD.
Winnipeg
Saskaioon
Calgary
Edmonion