Lögberg - 28.02.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.02.1952, Blaðsíða 7
f t LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28 FEBRÚAR, 1951 7 Fréttir frá Churchbridge Washingf-on Ég hef verið að bíða til þess að sjá hvort enginn skrifaði eitt- hvað héðan frá Churchbridge — það er að segja fréttir úr bygð okkar. En í hvert sinn, er Lög- berg kemur, þá er það alltaf það sama — engin grein héðan. Mér þykir þetta leiðinlegt vegna þess, hvað margir hér eru mér miklu færari að skrifa. Meðan séra Jóhann Friðriksson var hjá okk- ur þjónandi prestur, þá gjörði hanrí þessu góð skil með því að skrifa bygðarfréttir, en síðan hann fór hefir þessu ekki verið sint. Það er ekki af því hvað mikið gjörist hér eða hvað af- reksmikil við erum; en ég hugsa oft til þeirra, sem flutzt hafa héðan og langar til að vita hvort íslendingar og bygð eru lifandi eða fyrir löngu dauð. Mér þykir altaf gaman að frétta hvað geng- ur og gerist í öðrum bygðarlög- um. Jæja, nú ætla ég að reyna að myndast við að skrifa svolitla fréttagrein, þótt léleg verði og bið þig, herra ritstjóri, að birta hana í blaði þínu, Lögbergi, ef þú vilt gjöra svo vel. Tíðarfarið fyrir árið liðna var öðruvísi en við bændur hefðum kosið — það er að segja eftir miðjan ágúst; en fram að þeim tíma var það gott nema hvað það var altof kalt. Samt var vöxtur á grasi og á ökrum ágætur, en eftir miðjan ágúst byrjaði að rigna og hélst sú bleytutíð að meira eða minna leyti þar til fór að frysta í haust. Eldra fólk hér man ekki eftir slíkri ótíð. Það horfði til vandræða með heyskap. Margir bændur mistu mikið af heyinu í vatn, bæði í ljá og uppdríluðum hringum. Eins var með annað fóður, svo sem græna hafra og clover — það stórskemmdist. Nú í vetur eru margir bændur fóðurlitlir. Sumir minkuðu við sig skepnur eða reyndu að kaupa fóður þar sem hægt var til þess að kom- ast af. Ekki batnaði þegar akra slátt- ur og þresking byrjaði, það var með herkjum að sláttur klárað- ist. En þresking eða combining kláraðist ekki, því margir eiga mikið bæði af „s\yath“ og stúk- um undir snjó. Það er mikið undir vorinu komið hvað verður hægt að varðveita af þessu korni sem liggur úti. Svo eru þeir sem höfðu það af að þreskja sitt en sitja með það blautt í geymslu undir þökum eða úti í hrúgum, því illa gengur að losna við það vegna plássleysis í “elevatorum” og ekla á járnbrautarvögnum. Það er því hætta á að mikið af þessu korni stórskemmist hjá bændum. Jæja, nú er ég búinn að jagast nóg út af hvað okkur fannst tíðin erfið. En ekki tæki betra við ef við menninir færum að ráða og stjórna, því sannarlega geta ekki mennirnir gortað af því hvað vel þeir stjórni því, sem minna er en náttúran. Veturinn hefir verið góður fram að þessu, lítill snjór og kyrt veður, en gaddur hefir verið nokkuð mikill með köflum. Það er farið hér á bíl- um tafarlaust hvað snjó snertir og brautir víðast hvar góðar. íslendingum fer smám saman fækkandi hér og smátt og smátt minkar íslenzkt félagsstarf hjá okkur. Mér þykir leiðinlegt að svo skuli vera, en það er alveg óhjákvæmilegt, þar sem ungl- ingarnir hafa lítið tækifæri að læra annað en enskt mál, og er ekkert rangt við það, þar sem þau fæðast og alast upp hér í Canada og enskan er aðalmálið. Þá verður enskan þeirra mál. En ^skemtilegt er að vita, að unga kynslóðin gleymir ekki því, sem íslenzkt er og er stolt af því að vera af íslenzku bergi brotin. Kirkjustarfið gekk ágætlega meðan við höfðum prest. En eins og kunnugt er þá var séra Jó- hann Friðriksson hér í 2 mánuði og á þeim tíma virtist koma nýtt líf í allt. Messur voru vel sóttar, oft full kirkja. Messurnar voru fiuttar á ensku, en oft sungnir íslenzkir sálmar. Ræður séra Jóhanns voru áhrifa góðar og vel fluttar. Það er marg sannað að kirkjan er máttarstoð hverrar bygðar. Ef kirkjustarfið gengur vel, þá gengur allur annar fé- lagsskapur vel. Söngæfingar voru haldnar reglulega á hverju miðvikudagskveldi og voru vel sóttar; á flestum æfingum var séra Jóhann með okkur og var mjög hjálpsamur. Meðlimatala flokksins hélst ágætlega vel. Vanalega 12 til 14 að tölu. Marg- ar ánægjustundir höfðum við af að koma saman í hverri viku. Það var ekki aðeins ánægjan að syngja, heldur líka að koma sam- an og kynnast. Eitt sunnudags- kveld var haldin söngsamkoma “Song Service” í Concordia kirkjunni og var kirkjan troð- full. Vanalega höfum við slíka samkomu einu sinni á ári, og þá er öðrum kirkjum boðið að taka þátt í þessari athöfn og hver kirkja þiggur boðið með þakklæti, og þarna undir sama þaki njótum við hvers annars gleði hverrar trúar sem við erum. Séra Jóhann veitti sam- komunni forstöðu og leysti það prýðilega af hendi. Ánægjulega stund höfðum við líka suður í dal á Hólaskóla, var það við kvöldmessu, er séra Jó- hann hafði þar og söngflokkur- inn fór með og söng. Svo að lok- inni messu var hafður samsöng- ur og allir sungu og höfðum við yndislega kvöldstund. Svo að endingu voru frambornar veit- ingar og kaffi af konum bygðar- innar. Ekki veit ég hvernig verður að sumri með að fá prest fyrir 2 eða 3 mánuði. Séra Jóhann hefir lát- ið það í ljósi, að hann verði ekki fáanlegur að sumri, vegna þess hvað tími hans verður upptek- inn hjá Lundar prestakalli. — Okkur langar til að fá íslenzk- an prest, þótt messur fari fram á ensku máli; vegna þess að gamla fólkið sem ekki kemst til kirkju og sem ekki myndi hafa not af enskri messu, þá gæti prestur- inn, ef hann væri íslenzkur, far- ið á heimili þeirra og talað við það á íslenzku; það myndi gleðj- ast svo mikið yfir því , og þess vegna finst mér það vera bráð- nauðsynlegt, að fá íslenzkan prest ef mögulegt er. Mér þætti heppilegt ef við gætum komist 1 samband við Vatnabygðabúa að hafa prest á millum okkar, ef við ekki getum verið með Lund- ar. Tíminn líður óðum og þessu máli verður að sinna sem fyrst. Kvenfélagið TILRAUN starf- ar allt af jafnt og þétt, hefir sína reglulegu fundi og gjörir þeim gott er bágt eiga. Það gefur líka mikið til annara starfa. Árið sem leið, giftu sig þrír ungir íslenzkir menn í bygð okkar. Þeir eru: Einar Johnson sonur Jóns Björnssonar (John- son) og Rósu konu hans. Einar kvæntist Doreen dóttur' þeirra Ingjaldsson hjóna er búa við Tantallon. Séra Jóhann Friðriks- son gifti og var haldin vegleg veizla á heimili brúðarinnar. Ungu hjónin tóku við búi for- eldra Einars. Jón og Rósa bygðu sér lítið hús hinu megin við brautina skamt frá gamla húsinu. Snemma í nóvember gifti sig Kelly sonur Daníel Westman og konu hans Rúnu. Kelly átti stúlku af skoskum ættum frá Saltcoats. Þessi ungu hjón tóku við gamla búinu, en Daníel keypti sér hús í Churchbridge og fluttu þangað í haust. Á liðnu sumri heimsóttu okkar bygð góðir gestir víða að. Mrs. Friðriksson, kona séra Jóhanns, er dvaldi hér um mán- aðartíma hjá manni sínum, og okkur þótti vænt um hvað hún var fús að vera með í félags- störfum okkar. Svo kom Mrs. Lauga Jóhannesson frá Winni- peg og var hjá okkur nokkra daga. Lauga og Vala kona mín eru systkinabörn. Eins og kunn- ugf er, er Lauga dóttir Jónasar Helgasonar að Baldur er lézt á síðastliðnu sumri. En Vala er dóttir Hólfríðar Helgadóttur Josephson að Sinclair, Man. (systir Jónasar) dáin fyrir mörg- um árum. Lauga hafði með sér uppskrif- aða ferðasögu sína til íslands og las hún hana upp eftir messu, og var gjörður góður rómur að, svo heimsótti hún gamalt fólk á 2 heimilum, er gátu ekki verið við messu og skýrði þar frá ferða- sögu sinni. Annað þetta heimili er hjá Mr. og Mrs. Ágúst Magnús syni, þar sem Eyjólfur Hinriks- son dvelur og er búinn að vera blindur í mörg ár. Hitt var á heimili Mr. og Mrs. Brandur Eyjólfsson, þar sem Konráð fað- ir Brandar og Elísabet systir Konráðs dvelja. Hafði þetta gamla fólk mikla skemtun af komu Laugu. Svo var á ferð séra S. S. Christopherson fyrverandi prest- ur okkar. En hann var á hraðri ferð svo að fáir fengu að sjá hann. Vestan frá hafi voru á ferð Mrs. Ingibjörg Olson, dóttir hennar Kristín og Miss Sigríður Markússon í heimsókn til skyld- fólks og vina. Sömuleiðis Mr. og Mrs. Ingi Benson og dætur frá Winnipeg í heimsókn til Mr. og Mrs. M. Bjarnason og Thorberg- ur Thorbergsson í heimsókn til systur sinnar, Mrs. Frank Gísla- son. Einnig voru á ferðinni Mrs. Rúna Jónasson frá Winnipeg og dætur hennar. Rúna er dóttir Eyjólfs Hinrikssonar, er getið var um hér á undan. — Kristinn Oddson, hveitikaup- maður frá Tyner, Sask., og kona hans Vera dvöldu hjá okkur í nokkra daga. Frá Foam Lake komu í heim- sókn til Mrs. O. Helgason, Mr. og Mrs. Hjálmar Loptson og sonur þeirra, Helgi, kona hans og börn. Frá Point Arthur, Ont. voru á ferð Mr. og Mrs. Árni Eyjólfsson og sonur þeirra, Clifford. Árni er sonur Konráðs Eyjólfssonar, sem áður er nefndur og konu hans Maríu, sem dáin er fyrir nokkr- um árum. En Hrefna, kona Árna, er dóttir Gunnars heitins' og Gróu Gunnarsson. Mrs. Anna Finnson frá Win- nipeg dvaldi nokkra mánuði í fyrravetur hjá systur sinni Mrs. Jónínu Johnson í Churchbridge. Mrs. Borga Hedman, kona Robert Hedman, fór vestur til Vancouver í sumar er leið til að vera við giftingu dóttur þeirra, Emilíu, og dvaldi þar mánaðar- tíma. Svo komu ungu hjónin hingað austur í skemtiferð til ættingja og vina. Mr. og Mrs. Magnús Bjarna- son póstmeistari fóru í 3 vikna listitúr til Winnipeg og Mikley. Létu þau vel yfir því hve tíðin var góð á eyjunni, þar sást varla ský á lofti, meðan við hér vorum að sullast í regni og bleytu. Þau höfðu orð á því hve alt væri ís- lenzkt þar og allir töluðu ís- lenzku og hvað viðmót var gott. Sunnudaginn 25. nóvember s.l. söfnuðust saman skyldmenni, nágrannar og vinir Mr. og Mrs. Guðmundar G. Sveinbjörnsson- ar á heimili þeirra til að gleðjast með þeim á 40 ára giftingaraf- mæli þeirra. Börnin þeirra stóðu fyrir þessu samsæti, sem var hið skemmtilegasta að öllu leyti. Þar tóku til máls Björn Hinriksson, Dan Westman, Magnús Bjarna- blaði eða blöðum, og langar mig til að þessu sinni að geta bygð- arkonu okkar ,Mrs. Helgu Ward, son og Ásmundur Loptson. Á milli ræðnanna var sungið glatt og tóku allir þátt í því. Heiðurs- hjónunum voru gefnar gjafir frá börnum, skyldfólki og vinum. Það er venjulegt þegar ein- hverjir skara fram úr í einhverju sérstöku, þá er þeirra minst í fædd og uppalin hér og er ís- lenzk í húð og hárTHún er dóttir Sigurðar og Pálínu Jónsson, er bjuggu hér í Þingvallasveit í mörg ár. Helga giftist manni af hérlendum ættum, Tom Ward að nafni, og er hann einhentur en duglegur til vinnu þótt fatl- aður sé. Fyrir nokkrum árum fóru þau að ala „Turkeys“ og hefir sú atvinnugrein aukist með ári hverju og hafa þau nú milli 300 og 400 „Turkeys“. 1 haust, er leið, sendu þau bæði lifandi og dauða (dressed Turkeys á sýn- ingu, er haldin var í Moose Jaw, “All Canada Show”. Á þessari sýningu fengu þau fyrstu verð- laun “Grand Champion” fyrir lifandi turkey og einnig mörg fleiri verðlaun fyrir bæði lifandi og “dressed” fugla. Svo langar mig líka til að geta þess, hvað Helga stendur framarlega í mörgu öðru. Hún er góðum hæfi- leikum gædd og hefir gefið sig mikið að málverkum og hefir málað fjölda margar myndir af mikilli list og prýða þær mörg heimili fjær og nær. Nú man ég ekki eftir fleiru til að bæta við þessa fréttagrein. En ég hef víst einhverju gleymt og ef svo er þá er það alveg ó- viljandi. Svo læt ég þetta duga í þetta sinn. Með beztu óskum um allt hið bezta til allra vina okkar nær og fjær á þessu ný- byrjaði ári 1952. Th. Marvin Fró Seattle, Ritstjóri Einar P. Jónsson: Góði fornvinur og ágæti Islendingur: — Erindi mitt til þín að þessu sinni er, sem fylgir: — Þann 7. jan. s.l. andaðist í Reykjavík „einn af merkismönnum íslenzku þjóðarinnar og fyrir margar á- stæður elskaður og virtur fyrir hans andlegu hæfileika á mörg- um sviðum. Það er p.óstmeistari: Sigurður Baldvinsson hrepp- stjóra frá Stakkahlíð í Loð- mundarfirði. — Hann var aðal- póstmeistari íslands í meir en tuttugu ár og starfið leysti hann af hendi með trúmensku og prýði; um þennan ágæta mann finst mér hafa verið of mikil þögn í vetur í íslenzkum blöð- um þ. e. Heimskringlu og Lög- bergi — og af því mér er kunn- I DAG verður til moldar borinn, Sigurður Baldvinsson, póstmeist ari í Reykjavík. Ég kynntist honum fyrst árið 1930 þegar ég kom hingað til Reykjavíkur til þess að starfa hér á pósthúsinu. Sigurður Baldvinsson hafði þá verið skipaður póstmeistari hér í Reykjavík. Ég vissi þá lítið um hann ann- að en það, að hann hafði áður verið póstmeistari á Seyðisferði, en um ætt hans eða önnur fyrri störf hans hafði ég litlar sagnir. Það er heldur ekki tilgangur minn með þessum fáu minningar orðum að rekja æfisögu hans, né tilgreina opinber störf hans, önn- ur en póstmeistarastörfin. Ann- ara opinberra starfa hans verð- ur vafalaust minnst af þeim, sem betur þekkja til. Ég leyfi mér þó auk þess að benda á það, sem alþjóð var kunnugt, að Sig- urður Baldvinsson var vel rit- fær maður. Ég vil minnast á þá megin- þætti í sálarlifi Sigurðar heitins Baldvinssonar, póstmeistara, sem mér mér verða minnisstæð- astir eftir margra ára samveru og sem að mínu áliti leiða að réttustum skilningi á honum. Maður þurfti ekki að hafa langa kynningu við Sigurð Bald- vinsson til þess að finna það, að hann var mjög listhneigður mað ur. Hann fékkst við ljóðagerð, tónsmíðar og málaralist. Hann orti á yngri árum mörg gaman- kvæði sem urðu landfleyg og mjög vinsæl. Síðar mun ljóða- gerð hans hafa tekið breyting- um. Hvað eftir hann kann að liggja af ljóðum eða öðrum list- rænum verkum, er mér lítt kunnugt. Ef til vill eru verk hans á þeim sviðum að einhverju leyti ekki fullgerð. Sigurður Baldvinsson var Aust firðingur og hef ég fáa menn þekkt, sem áttu meiri átthaga- tryggð en hann, enda var sem listhneigð hans væri þessum landshluta órjúfanlega tengd og bundin að miklu leyti. Það var sem trygð hans til austfirzkra manna og ást hans og aðdáun á átthögunum rynnu saman í eitt. Hann átti í endurminningunni um Austurland sinn fegurðar- heim; þar dvaldi hugur hans löngum. Fagrir eru vormorgnar Aust- urlands, e n d a ógleymanlegir þeim, sem þeirra hafa notið. Sig- urður Baldvinsson var sannur og heill sonur Austurlandsins og unni því og allri fegurð þess af lífi og sál og þangað rakti hann alla listhneigð sína. En listhneigð og listamanns- lund Sigurðar Baldvinssonar, póstmeistara varpaði einskonar kastljósi yfir allt líf hans og fas. Hann var maður örlyndur, skapheitur, næmgeðja. Hann gafc tekið nærri sér á augnablikum alla misklíð í samlífi hans við aðra menn, samstarfsmenn sína og aðra, en var réttsýnn, sann- gjarn og sáttfús er öll mál skýrð ust. Hann var fullþroskaður og ugt um kynni þín og Sigurðar frá fyrri dögum og í heimför þinni í boði ríkisstjórnarinnar, þá sendi ég þér hér með minn- ingarorð um hinn góða og merka Islending, eftir einn af samverkamönnum hans við pósthúsið í Reykjavík um lang- an tíma, og vil ég í allri ein- lægni, að þau séu endurprentuð í Lögbergi — þó þar séu ekki nógu greinileg skil gerð fyrir ævistarfi og hæfileikum þessa ágæta og listræna manns, því hann var bráðgáfað ljúfmenni, en þrátt fyrir það slær minningargrein- in eftir Hannes Björnsson í Morgunblaðinu nokkru ljósi yfir karakter og hæfileika Sigurðar Baldvinssonar póstmeistara. Með vinsemd, H. E. Magnússon fastmótaður maður um lífsskoð- anir og skapferli þekar ég kynnt ist honum fyrst, þegar hann, eins og áður er sagt, var að taka við stjórn pósthússins hér í Reykja- vík. En á hvaða grundvelli byggði Sigurður Baldvinsson það starf sitt að hafa stjórn á stórri opin- berri stofnun í rúma tvo tugi ára? Stofnun, þar sem oft og tíð- um er mikill ys og þys, mikill hraði, þar sem yfirmaðurinn hlýtur mörgum störfum að sinna vegna stofnunarinnar, bæði út- ávið og innávið. Að því er snert- ir stjórn hans innávið, þ.e. stjórn hans á öllum þeim mörgu mönn- um, sem unnið hafa á pósthús- inu hér í Reykjavík þann tíma, sem hann var póstmeistari þar, má segja að hún var mjög frjáls- leg og mótuð af þeirri skoðun hans á mönnum, að það ætti að máli að þau færu sem bezt úr hendi án þess að vera undir stöð- ugu eftirliti yfirboðara síns. Að gera starfsmenn sína að einskon- ar aktaskrifurum var algerlega andstætt lífsskoðun Sigurðar Baldvinssonar. Hann sýndi þeim fullt traust í starfi þeirra. Þetta var höfuðeinkenni á stjórn Sig- urðar Baldvinssonar á starfs- mönnum sínum, Slíkri stjórn una flestir vel. Það mætti skrifa langt mál um persónuleika Sigurðar Bald- vinssonar, póstmeistara. Mér fannsa margt einkenna hann öðr- um mönnum fremur, en þó sér- staklega hin ríka samúð hans með öllu lífi, öllu, sem lífsanda dró, en þó einkum í mikilli bar- áttu þess eða vanmætti. Þessi samúð hans náði jafnt til manna og málleysingja. Hann var ó- venjulega m i k i 11 dýravinur, skildi þau flestum betur og hafði margar merkar sagnir af þeim að segja. Eins var um sam- skipti hans við menn. Hvar, sem honum fannst, einhver ætla að verða hart úti, vera í vanda staddur, þurfti hjálpar við, þar gefa þeim sem mest tækifæri til þess að leggja sig sem bezt fram af sjálfsdáðum við fyrirskipuð störf, gera sér það að metnaðar- var alltaf samúð hans að mæta, Honum var ljúft að geta gert mönnum persónulegan greiða. Hvað, sem annars kunni að hafa á milli borið við menn, var þráð- ur mannlegra tilminninga auð- rakinn milli hans og þeirra. Nú þegar andlát Sigurðar Baldvins- sonar ber að og margar samveru- stundir rifjast upp í hugum þeirra, sem þekktu hann lengi, þá er það því mannúð hans, sem þar ber hæst. Vissulega hefur sumarsól Aust urlandsins náð að skína inn að hjarta hans á dögum æskunnar og gefið því þann yl, sem honum entist til æfiloka. Ég votta konu Sigurðar Bald- vinssonar, frú Oktavíu Sigurðar- dóttur, og öðrum vandamönnum innilega samúð mína við fráfall hans. Hannes Björnsson NYTT "SEAL-TITE LOK Heldur i vindlingatóbaki þínu fersku rr Sigurður Baldvinsson póstmeistari F. 20. 2. 1887 — D. 7. 1. 1952 ♦ f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.