Lögberg - 06.03.1952, Blaðsíða 5
I
*******************
ÁHWGAMÁL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
LÍTILL LJÓÐLEIKUR
Eftir séra MATTHÍAS JOCHUMSSON
Hefir ekki áður birst á prenti svo vilað sé
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952
BRÉF FRÁ EDMONTON
Fyrir nokkru síðan skýrði
Miss Theodóra Herman mér frá
því, að hún ætti kvæði eftir
séra Matthías Jochumsson, er
hún héldi að ekki hefði áður
birst á prenti, og kvaðst fús að
láta kvennasíðunni það í té til
birtingar. Fanst mér mikill
fengur í þessu, og lagði því leið
mína suður til Miss Herman að
120 Lenore Str., hér í borg. Hún
sýndi mér gamla sálmabók, er
fósturmóðir hennar, frú Lára
Bjarnason, hafði átt; tók úr
henni lítinn samanbrotinn miða
og fékk mér; á honum var
kvæðið. „Þessi miði hefir verið
í sálmabókinni hennar mömmu
síðan ég man eftir mér“, sagði
hún, „og þetta er skrift pabba“-
(Dr. Jóns Bjarnasonar). — Ég
skoðaði bókina; á síðustu síðu
hennar voru rituð nöfn foreldra
frú Láru, Péturs Guðjohnsens,
dómkirkjuorganista, og konu
hans frú Guðrúnar (fædd Knud-
sen) og fæðingar- og dánardæg-
ur þeirra, ennfremur nöfn barna
þeirra, fimtán að tölu, ásamt
fæðingar- og dánardægrum,
þeirra. „Mamma skráði þetta ár-
ið sem hún dó, 1921“. sagði Miss
Herman. Næst síðasta nafnið á
listanum var nafnið Annikka
Emilie Constance Guðjohnsen,
fædd 2. des. 1861. „Hún var köll-
uð Milla“, sagði Miss Herman,
„falleg stúlka og í miklu uppá-
haldi hjá eldri systkinunum og
líka hjá séra Matthíasi, sem var
heimagangur á heimili afa og
ömmu. Þegar Millu fanst nóg um
dálæti þeirra og gaelur, sagði hún
oft ,Láttu mig vera!‘ Eins og
kunnugt er, var Matthías mjög
barngóður og hafði yndi af að
gæla við börn. Þegar Milla átti
fimm ára afmæli, 1866, kom
hann á heimilið sem oftar og
samdi þá þennan litla leik“. Þá
hefir skáldið verið um þrítugt.
☆
LÍTILL LEIKUR
eða
GESTURINN og MILLA
GESTURINN:
Hopp, hopp og hæ!
Hér sé guð í bæ!
Litla Milla mín,
má ég inn til þín?
Sólin skín á fjöll;
flúin eru tröll.
MILLA:
Láttu mig vera.
GESTURINN:
Nei, lof mér gratúlera.
Eitthvað gengur á
æi! lof mér sjá;
á stássið ég stara vil.
Stendur nokkuð til?
Eru aftur jól?
Áttu svona kjól?
MILLA:
Láttu mig vera.
GESTURINN:
Nei, lof mér gratúlera.
Vertu viðmótsgóð
við mig heillin rjóð.
Gyllta gimburskel,
glitað páfuglsstél
þetta gef ég þér
ef þú fer vel að mér.
MILLA:
Láttu mig vera.
GESTURINN:
Nei, lof mér gratúlera.
Unga elskan mín,
ævin renni þín
liðugt eins og lind,
létt sem fjalla hind,
signuð eins og sól,
saklaus eins og jól!
MILLA:
Nú máttu vera.
GESTURINN:
Nú er ég fyrst að gratúlera.
Blessuð herrans hönd
heims um kalda strönd
leiði litla snót,
léttan gjöri fót!
Blessi öll þín ár
alda faðir hár!
MILLA:
Nú máttu vera.
GESTURINN:
Nú er ég búinn að gratúlera.
-----------★------
MÁLSHÆTTIR
Gaman var að fá þessi vin-
gjarnlegu bréf og svo málshætt-
ina, sem M. í Dakota-dalnum
óskaði eftir; sennilega hafa fleiri
ánægju af þeim„ Ég sleppti úr
nokkrum, sem áður vooru
komnir. — Ritst.
Úr landahverfi í Vesturbænum,
Winnipeg.
Kæra Mrs. Jónsson:
Ég vona að þér mislíki ekki
þó ég sendi þér þennan samtín-
ing. Þú gerir þá svo vel og hend-
ir því bara í hann Rauð, ef þér
líkar svo.
Þakk fyrir þína góðu frammi-
stöðu í hverju, sem þú tekur
þér fyrir hendur; ég vona að
bónda þínum batni heilsan
bráðlega.
Lifðu vel og lengi,
í einlægni sagt,
Þ. Þ.
1. Hálfnað er verk þá hafið er.
2. Fullir kunna flest ráð.
3. Hafa skal holl ráð, hvaðan
sem þau koma.
4. Fáir vita hverju fagna
skal.
5. Ekki er alt bezt, sem barn-
inu þykir.
6. Sjaldan hlær hygginn hátt.
7. Þolinmæðin þrautir vinn-
ur allar.
8. Smátt er það, sem kattar-
tungan finnur ekki.
9. Lágur sess er lötum hægur.
10. Enginn ræður sínum næt-
urstað.
11. Fátt er það, sem full-
treysta má.
12. Kunnugum er bezt að
bjóða.
13. Kóngur er hver af klæð-
unum.
14. Sjaldan er Gíll fyrir góðu,
nema úlfur eftir renni.
15. Sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni.
16. Sjaldan er á botninum
betra.
17. Oft ratast málugum satt á
munn.
18. Sjaldan er gagn að göngu-
konuverkinu.
19. Sjaldan vantar óþrifna
konu áhald.
20. Aumur er öfundlaus maður.
21. Engum er alls varnað.
22. Glöggt er gests augað.
23. Oft verður góður hestur
úr göldum fola.
24. Flest er fátækum fullgott.
(Flest er í neyðinni nýt-
andi).
25. Sjaldan er flas til fagn-
aðar.
26. Holt er heima hvað.
27. Oft má satt kyrt liggja.
28. Lengi skal manninn reyna.
29. Sá er vinur, sem í raun
reynist.
30. Ekki er ein bára stök.
Kæra frú Jónsson:
Þó ekki sé ég kaupandi Lög-
bergs sé ég það samt vikulega,
því ég og vinkona mín hér skipt-
um blöðum; hún fær Lögberg,
ég Heimskringlu. Mér þykir
mjög varið í Kvennasíðu Lög-
bergs, og þótti því vænt um að
sjá þar þessa gömlu kunn-
ingja — málshættina. Ég skrif-
aði upp fáeina, sem komu í
huga minn, ef þú vildir nota þá
handa M. í Dakota-dalnum.
Með beztu óskum til þín og
Kvennasíðunnar.
(Mrs.) O. T. Johnson
☆
MÁLSHÆTTIR
1. Agirndin er rót alls ills.
2 Dygð er gulli dýrari.
3. Oft er holti heyrandi nær.
4. Oft er flagð undir fögru
slfinni.
5. Ekki er alt sem sýnist.
6. Fátt er svo með öllu ilt,
að ekki boði nokkuð gott.
7. Gott er góðan að gista.
8. Bljúg er barnslundin.
9. Margt smátt gerir eitt
stórt.
10. Hvað ungur nemur, gamall
temur.
11. Svo má brýna deigt járn
að bíti.
12. Gamlir skór falla bezt að
fæti.
13. Fyr má rota en dauðrota.
14. Betur sjá augu en auga.
15. Það er svo margt skinnið
sem sinnið.
16. Svo má illu venjast, að
gott þyki.
17. Allir dagar eiga kveld.
18. Lofa skal dag að kveldi,
nótt að morgni.
19. Sá er vinur, sem til vamms
segir.
20. Sami grautur í sömu skál.
21. Fánýtt er falsarans lof.
22. Blindur leiðir blindan.
------★------
Fáein orð um „ATHUGASEMD"
þá, sem ritstjóri Kvennasíð-
unnar í Lögbergi, gerir um grein
mína um ársritið ARDlS, sem
birtist í Kvennasíðunni 28.
febrúar 1952. Þar stendur að
greinin sé birt vegna „eindreg-
inna óska höfundarins og rit-
stjóra ritsins, en betur fer á því
að greinar fyrir Kvennasíðuna
berist beina leið til ritstjórans,
en fari ekki krókaleiðir“.
Til svars hefi ég það að segja,
að ég sendi greinina til frú Ingi-
bjargar (ólafsson af þeirri á-
stæðu, að hún er ritstjóri Ár-
dísar; sendi ég þá grein með
þeim sama formála og ég hefi
svo oft sent þær t. d. Lögbergi,
ef greinin er nothæf, þá að taka
hana, ef ekki þá komi hún til
mín aftur. Að þessu sinni er það
satt og rétt, að ég óskaði, að ef
alt væri með feldu, þá yrði grein
in send til Kvennasíðu Lög-
bergs, datt mér sízt í hug að
hér væri um neitt vanþóknan-
legt að ræða.
Frú Ingibjörg Jónsson bendir
einnig á, að ritið hafi verið tekið
til greina í áminstri deild Lög-
bergs. Rétt er það, en bæði var
það, að all-langur tími var um-
liðinn frá því, svo skeð gat að
það greiddi fyrir ritinu að minn-
ast á það aftur, sömuleiðis er það
ærið oft, að tveir menn skrifa
um sama rit. Já, fleiri en tveir.
Hér eru þá ástæðurnar til-
greindar fyrir þessum atvikum
og ég neita algerlega, að ég hafi
farið neinar „krókaleiðir“.
Ég bið ritstjóra Kvennasíðunn-
ar í Lögbergi að gera svo vel að
taka þessar línur.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
í gamla daga var það trú með
alþýðu manna, að allt dafnaði og
yxi, sem hæfist með nýju tungli.
Þess vegna var hyllzt til að fólk
gengi í hjónaband með vaxandi
tungli.
Mynni La Plata fljótsins er
breiðasta ármynni í heimi, eða
tuttugu mílna breitt. Þegar fljót-
ið hefur flætt yfir bakka sína,
geta þau undur skeð, að eyjar
sjáist á floti í ármynninu með
trjágróðri, nautgripum og jafn-
vel húsum.
Frá þjóðfundi . . .
Framhald af bls. 4
merkilegri hugvekju um félags-
skap og samtök.
Farast honum svo orð þar
m. a.:
„Aldrei sýnir menntun manna
fagrari ávöxtu en þegar mörgum
tekst að samlaga sig til að koma
fram mikilvægum og viturleg-
um fyrirtækjum. Sérhver sá,
sem þekkir náttúru mannsins,
veit, hversu nærri sjálfsþótti og
eigingirni liggur eðli hans og
lýsir sér með margvíslegum
hætti, sem bráðlega getur rask-
að eða sundrað félagskap, ef
menn vantar þann áhuga til að
framkvæma tilgang félagsins,
eða lag það og lempni, sem kann
að greina hið meira frá hinu
minna og meta það mest, sem
mest er vert. Á þessu verður því
meira vandhæfi, þegar hugleitt
er, að félagskapur verður að
vera byggður á jöfnum réttind-
um allra félagsmanna og hver
einn þó að hafa svo mikið ráð-
rúm, að hann geti varið öllu
sínu megni tilgangi félagsins til
framkvæmdar, ef því yrði við
komið.
☆
Menn hafa lengi verið vanir
að sitja hver á sinni þúfu og
þakka guði, þegar þeir hafa get-
að haldið sér og sínum við
nokkurn veginn neyðarlaust, en
lengra hafa fáir hugsað. En
þeir, sem hafa hugsað lengra,
hafa bæði sjálfir verið ókunn-
ugir því, sem mestu varðaði,
hafa vænt landinu allra heilla
frá stjórninni einni saman og
frá Danmörku og ritað þess
vegna á dönsku, ef þeir hafa
ritað nokkuð um málefni lands-
ins. Fyrir þessa skuld hafa
landsmenn hvorki vitað upp né
niður um nokkuð það mál, sem
miklu skipti, og ekkert um hag
landsins eða viðskipti þess og
Danmerkur.
Embættismennirnir hafa ver-
ið viðlíka farnir, og þó þeir hafi
verið kunnugri sumir hverjir,
hafa þeir annaðhvort verið
elskir að Danmörku, en ekki
séð neitt efni í íslandi, eða þeir
hafa skilið svo embættisskyldu
sína, að þeir ætti að leyna því
helzt, sem alþýðu varðaði mest
að vita. Allflestir, bæði æðri og
lægri, hafa þótzt sannfærðir
um, að landið væri hérumbil
svo langt komið sem eðli þess
leyfði, bæði að fólksfjölda og
allri atvinnu, og þó þeir hafi
séð fyrir augum sér, að landinu
hefir mikið þokað áfram um
seinasta mannsaldur, þá hafa
þeir tekið það sem fyrirboða enn
meira hruns og ógæfu, viðlíka
og þegar Thales spekingur
minnti Polykrates á öfund inna
sælu guða, sem yxi því meir
sem maður væri heppnari. Þeir
hafa ávallt haft augun á svarta
dauða, lurki, hvítavetri, stóru-
bólu, Heklu og Kröflu, en aldrei
iitið nema öðru auga til verald-
arinnar eins og hún er, eða til
Ándsins sjálfs eins og eðli þess
er og hvað úr því mætti verða
eða jafnvel hvað það hefir verið,
aegar bezt lét. Þetta er því
undarlegra sem menn vita, að
bæði Árni Magnússon og Páll
Vídalín, sem voru svo nákunn-
ugir högum íslands á sinni tíð
eins og nokkur Islendingur hef-
ir verið fyrr eða síðar, hafa
margsinnis sagt, að Island mætti
verða eins voldugt og margt
konungsríki, ef vel væri á hald-
ið, og var þó miður ástatt í
flestu á íslandi þá en nú er.
Hitt er annað, að landsmenn
þekkja ekki sjálfir krafta sína
og vita ekki, hversu þeir eiga að
beita þeim; hver einn hugsar,
að ekkert muni um sig, nema
hann gjöri allt einn saman, og
ekkert miði áfram, nema maður
gangi að með handafli eða með
oddi og egg, en til þess hafi hann
engan tíma. Fáir eru, sem gæta
að því, að mest er komið undir,
að sem flestir verði á eitt mál
sáttir og láti það í ljósi, en þessi
auglýsing vilja manns þarf ekki
að koma fram nema í litlum
hótum, ef margir styðja málið.
Þó maður gjöri ekki meira en
rita nafn sitt undir bænarskrá
um eitthvert mál, sem maður
er sannfærður um, að fram-
gang eigi að fá; eða kaupi rit-
gjörðir, sem honum þykir fara
næst því, sem honum líkar; eða
skrifi þeim mönnum til, sem
hann veit, að helzt skipta sér af
þjóðarmálefnum eða einhverju
því máli, sem hann vill einkan-
lega hafa fram, og gefi þessum
ftiönnum einhverjar bendingar
eða skýrslur um málið; eða mæli
fram með því við sveitunga Sína
að hugsa um nokkuð æðra jafn-
framt og um ær og kýr: þá er
slíkt svo mikilsvert, þegar hver
einn gjörir það í sinn stað víða
um landið, að það getur undir-
búið þjóðina á stuttum túpa til
mikilla framkvæmda, og þegar
slíkt fjör gerir vart við sig í
þjóðinni, getur hana aldrei vant-
að oddvita, sem ekki skortir
kraft og þor til að fylgja því
fram, sem allur þorri manna er
samdóma um, að frafngang eigi
að fá“.
Alþingismálið var tekið fyrir
á Hróarskelduþingi 1842, en
dróst á langinn og lyktaði ekki
fyrr en með konungsúrskurði 8.
marz 1843, þar sem ákveðið var
að efna til sérstaks þings á ís-
landi. Þingið skyldi vera ein
málstofa, skipuð 20 þjóðkjörn-
um og 6 konungkjörnum full-
trúum, er kysu sér forseta og
ritara. Konungur sendi fulltrúa
sinn á þingið, og skyldi hann
fara með öll stjórnarerindi.
Hann átti og að taka við erind-
um frá þinginu til stjórnarinn-
ar. Þing átti að koma saman 1.
virkan dag í júlí annað hvert ár
og sitja 4 vikur, nema þingsetn-
ingartíminn yrði sérstaklega
lengdur. Reykjavík varð þing-
staður.
Til stóð, að fyrsta þing yrði
kvatt saman sumarið 1844, en
reyndist þá ekki kleift, svo að
fresta varð því um ár. Liðu þess
vegna full fimm ár frá því er
konungur vakti máls á sérstöku
þingi til handa Islendingum og
þangað til það varð að raunveru-
leika heima á íslandi. Miklum á-
fanga hafði nú verið náð, en
menn voru samt ekki alls kostar
ánægðir. Fjölnismenn urðu fyr-
ir vonbrigðum um þingstað-
inn. Helztu Þingvallarmennirnir,
Tómas Sæmundsson og Bjarni
Thorarensen dóu -báðir sama
árið 1841, en þá þegar hefir þótt
sýnt, að þinginu mundi verða
valinn staður í Reykjavík. Og
því segir Jónas í ljóði, er hann
orti eftir Bjarna:
Hlægir mig eitt, það, að áttu
því uglur ei fagna
ellisár örninn að sæti
og á skyldi horfa
hrafnaþing kolsvart í holti
fyrir haukþing á bergi;
floginn ertu sæll til sóla,
er sortnar hið neðra.
Eins hafði danska stjórnin
ekki tekið ýmsar tillögur hinna
frjálslyndari Islendinga til
greina, og þingsköpin voru um
margt ófullkomin. Þá þótti sum-
um íslenzka embættismanna-
nefndin hafa gengið of skammt
í tillögum sínum. 1 Fjölni 1844
ritar Brynjólfur Pétursson um
alþingi og segir þar m. a.:
„Nú hafa íslendingar fengið
alþingi aftur“, segja menn. Rétt
er það. Þeir eiga að þinga um
það í Reykjavík, svo enginn
heyri, 19 jarðeigendur úr land-
inu og 1 húseigandi úr Reykja-
vík og 6 konungkjörnir menn
og Bardenfleth kammerherra,
sem ekki kann íslenzku, og Mel-
isted kammerráð, sem kann
dönsku, hve r ráð leggja eigi
stjórnarráðunum í Kaupmanna-
höfn um landstjórn út á Islandi;
og vér íslendingar eigum að
kalla þingið alþingi. Þingið verð-
ur að sönnu ekki mjög líkt því
þingi, sem íslendingar kölluðu
svo fyrir öndverðu, allsherjar-
þinginu við Öxará, þar sem þeir
réttu lög sín í augsýn allrar
þjóðarinnar og gjörðu nýmæli
og dæmdu dóma og urðu við það
betur menntir, um flesta hluti
og stjórnsamari en menn voru
á þeim öldum, þangað til vélar
Noregskonunga og ofríki kat-
ólskra klerka spilltu lögunum
og rengdu dómana. En þetta
þing, sem nú skal halda, verður
ekki heldur líkt því þingi, sem
alþing var kallað á átjándu öld
og ekki gjörði annað en dæma
nokkra óbótamenn til hýðingar
upp á dönsku, landinu til enn
minni nota en þó Danir sjálfir
hefðu gjört það, eins og nú er
komið. En samt sem áður er þó
rétt að kalla fulltrúaþing það,
sem nú er stofnað, alþingi.
Og síðar segir hann:
Það er sannfæring vor, að bót
á kjörum vorum íslendinga og
allar framfarir, líkamlegar og
andlegar, séu að miklu leyti
undir því komnar, að alþingi
verði annað en einbert nafnið
og komist í það horf, sem það
ætti í að vera, og því sé fyrst af
öllu kippt í lag, sem Reykjavík-
urnefndin hefir fært úr lagi, svo
vér fáum það þjóðarþing, sem
konungurinn hafði fyrirhugað
oss — ráðgjafarþing, sem ekki sé
lagað eftir öðru en þörfum Is-
lendinga."
Hið endurreista þing stóð að
sjálfsögðu til bóta, en það varð
einnig að fá að sýna, hvað það
gat. Ef litið er á fyrstu viðfangs-
efni þess, svo sem verzlunar-
málið og skólamálið, og hversu
því tókst að leysa þau, verður
ekki annað sagt en vel hafi tek-
izt og þingið lofað góðu. Fékk
það og brátt ærið að starfa.
í ársbyrjun 1848 urðu enn
konungaskipti í Danmörku:
Kristján 8. andaðist, en við tók
Friðrik 7. Birti hann brátt opið
bréf, þar sem lýst var yfir því,
að kvatt mundi saman allsherj-
arþing handa Danmörku og her-
togadæmunum og skyldi það
hafa ákvörðunarvald um sam-
eigmleg málefni allra ríkishlut-
anna. En ráðgjafarþingin, sem
fyrir voru, skyldu haldast ó-
breytt. Þessi skipan stóð þó eigi
lengi. 1 febrúar hófst bylting í
Frakklandi og fór eins og eldur
í sinu víða um lönd. Danakon-
ungur tók sér nýtt ráðuneyti og
afsalaði sér einveldinu. En þeg-
ar ljóst var, að hin nýja stjórn
ætlaði sér ekki ai^ taka í neinu
tillit til Slésvíktfrmanna, hófu
hertogadæmin uppreisn og sögðu
Danakonungi upp trú og holl-
ustu. Tók þá stjórnin að undir-
búa stjórnlagaþing, er semja
skyldi stjórnarskrá handa Dan-
merkurríki. Ný viðhorf höfðu
skapazt, og nú reið á fyrir ís-
lendinga að halda fast fram mál-
um sínum. Þegar Friðrik 7. hafði
birt hið opna bréf, settist Jón
Sigurðsson niður og reit hug-
vekju til íslendinga, er kom í
Nýjum Félagsritum 1848. Hefst
hún á þessu erindi úr upphafi
Bjarkamála:
Dagur er upp kominn,
dynja hana fjaðrar,
mál er vílmögum
að vinna erfiði.
Jón gerir fyrst grein fyrir
boðskap konungs og finnur á
sér, að skriðan verður ekki
stöðvuð, fyrst steinninn hefir
einu sinni verið tekinn úr henni.
Hann segir m. a.:
„Það er ekki tilgangur þessa
ritlings að liða í sundur boð-
skap konungs og leiða fyrir sjón-
ir, hvað þar sé vafasamt eða tví-
rætt eða hvað vanti á, til þess
að þjóðin geti notað sér réttindi
þau, sem tilgangur hans er að
veita. Það er nóg í þetta sinn að
halda sér fast við það, að kon-
ungur hefir sjálfkrafa afsalað
sér hið fulla einveldi, sem for-
feður hans hafa haft um nær-
fellt 200 ára. Það, sem á vantar,
til þess að þjóðin geti tekið full-
an þátt 1 stjórninni, kemur án
nokkurs efa vonum bráðara, því
í slíkum efnum verður ekki hætt
á miðri leið, sízt á þeim tíma.
sem nú er“. Framhald á bls. 8
/ l