Lögberg - 06.03.1952, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952
Langt í Burtu
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
„Gabríel rauf þögnina. „Hvernig pláss er
þetta til að eiga heima í, og hvernig er að vinna
fyrir þessa ungfrú?“ Gabríel hafði nokkurn
hjartaslátt þegar hann þannig var að leita upp-
lýsinga um það, sem áð honum lá þyngst á
hjarta.
„Við vitum ekki mikið um hana — ekkert
um hana. Hún er komin hingað, aðeins fyrir
fáum dögum. Föðurbróðir hennar veiktist og
læknirinn var sóttur með a'lla sína heimsvizku;
en hann gat ekki bjargað manninum. Mér skilst
að hún ætli að halda áfram að búa“.
„Ég býst við að það sé fyrirhögunin“, sagði
Jan Coggan. „Já, það er ágætis fjölskylda. Ég
skyldi eins vel vinna fyrir hana eins og hinn
eða þennan. Föðurbróðir hennar var mjög sæmi-
legur maður. Þekturðu hann, fjármaður? —
hann var ógiftur maður“.
„Nei, ég þekkti hann ekki“.
„Ég kom oft til hans þegar að ég var í til-
hugalífinu við fyrstu konuna mína, hana Char-
lotte, sem var mjólkurbústýra hjá honum.
Everdene var mjög góðhjartaður og ég
sem var heiðarlegur ungur maður, mátti koma
og finna hana og drekka eins mikið öl og ég
vildi, en ekki mátti ég taka neitt með mér,
nema það sem að innan í mér var, meina ég
vitanlega“.
„Já, já, Jan Coggan; við vitum hvað þú
meinar“.
„Svo þið sjáið, að ölið var aldeilis fyrir-
taks gott, og ég vildi sýna að ég kynni að meta
veglyndi hans og móðga hann ekki með þeirri'
ókurteisi að drekka aðeins fingurbjargar dropa
sem að sannarlega hefði verið meiri háttar
móðgun við hann“.
„Þú segir satt, meistari Coggan“, sagði
Mark Clark til samþykkis.
„ . . . Svo ég var vanur að éta mikið af
söltum fiski áður en að ég fór þangað, svo að
þegar að ég kom var ég orðinn eins þyrstur og
skrælnaður mosi, svo gjörsamlega þurr í kverk-
um og koki að ölið rann niður eins og olía —
Ó, það rann niður sætt og svalandi!. Það voru
ánægjulegar stundir! Himnesk sæla! Ógleym-
anlegar drykkjustundir, sem að ég naut í því
húsi! Þú manst eftir þeim, Jakob? Þú fórst
stundum með ‘mér þangað“.
„Ég man — ég man“, sagði Jakob, „og sú
sem að við nutum saman á annan í hvítasunnu
í Bucks Head, var engin ómynd heldur“.
„Nei, hún var það ekki. En engar fylliríis-
stundir af göfugri tegundinni, sem að færðu
þig ekki nær fjandanum, en þú áður varst, voru
líkar þeim, sem fram fóru í eldhúsinu á heimili
Everdenes bónda. Ekki eitt einasta blótsyrði
liðið, nei ekki minsti agnarvottur í þá átt, jafn-
vel ekki, þegar menn voru orðnir svo auga-
fullir, að þeir sáu ekki hver annan, nema eins
og í þoku, þó að glöðum sálum sé fróun í að
heyra gamla góða orðið „synd“ nefnt einstaka
sinnum þegar svo á stendur“.
„Satt“, sagði ölbruggarinn. ,Jíðlið krefst
blótsyrðanna á vissum tímum, og undir vissum
kringumstæðum, annars er það ekki sjálfu sér
samkvæmt; og óguðleg orðatiltæki eru lífinu
ómissandi“.
„En Charlotte“, hélt Coggan áfram, „leið
ekki eitt orð þeirrar tegundar; nei, það gerði
Charlotte £kki, og ekkert sem laut að því, að
leggja guðsnafn við hégóma . . . Vesalings Char-
lotte, skyldi hún hafa borið gæfu til að komast
í himnaríki þegar að hún dó! En hún hafði al-
drei af gæfu eða lukku að segja, vesalingurinn,
og það er eins líklegt að hún hafi farið niður
á við, eftir allt“.
„Þekkti nokkur ykkar foreldra ungfrú
Everdene?“ spurði fjármaðurinn, sem átti erfitt
með að halda samtalinu í skefjum, og stefna
því í þá átt, sem að honum var kærast.
„Eg þekkti þau dálítið“, sagði Jakob Smalll-
bury; „en þau áttu heima í bænum en ekki hér,
og þau eru bæði dáin fyrir mörgum árum. Faðir
minn, hvaða tegund af persónum voru foreldrar
ungfrú Everdene?“
„Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá,
en hún var dásamleg kona .Honum þótti vænt
um hana í tilhugalífi þeirra“, svaraði ölbrugg-
arinn.
„Hann var vanur að kyssa hana langa
kossa, svo „ tugum og hundruðum skipti, að
minsta kosti var svo sagt, hér og þar“, sagði
Coggan.
„Hann var mikið upp með sér af henni líka
þegar að þau giftu sig, eftir því sem að mér
hefir verið sagt“, sagði ölbruggarinn.
„Já“, sagði Coggan; „hann var svo hug-
fanginn af henni, að hann kveikti kertaljós
þrisvar sinum á nóttu til þess að horfa á hana“.
„Takmarkalaus kærleikur, mundi ég segja;
meiri en áður hafði þekkst!“ nöldraði Joseph
Poorgrass, sem oft hafði allmikið að segja þeg-
ar um siðíerðismál var að ræða.
„Já, vissulega“, sagði Gabríel.
„Já, það er satt, ég þekkti manninn og
konuna vel — Leve Everdene — það var nafn
mannsins, ef að ég man rétt. ,Mannsins‘ sagði
ég i gáleysi, en hann var hærra settur í lífinu
en það — hann var áæruverðugur skraddari,
sem var virði margra tylfta þúsunda. Og hann
varð Víðkunnur fyrir að verða gjaldþrota tvisv-
ar eða þrisvar sinnum“.
„Ég hélt að hann hefði verið eins og fólk
geirist flest“, sagði Joseph.
„Nei, nei, nei! Sá maður græddi summur af
peningum á gjaldþrotum sínum; hundruð í gulli
og silfri“.
Ölgerðarmaðurinn, sem nú var orðinn móð-
ur, þagnaði; en Coggan, sem hafði horft hugsi
á kolamola, sem fallið .hafði í öskubinginn, tók
nú til máls og deplaði augunum, eins og honum
einum var lagið að depla þeim.
„Jæja, nú, þið munduð varla trúa því, en
þessi maður — faðir okkar eigin ungfrú Ever-
dene, varð eftir tíma sá óverðugasti maður,
sem að lifað hefir. Mér skylst að það hafi ekki
verið ásetningur hans, en hann gat ekki við það
ráðið, vasalingsmaðurinn vildi vera konu sinni
einlægur og trúr, en hjartað var óstöðugt og
flögrandi, hvernig svo sem hann reyndi að
halda því í skefjum. Hann talaði við mig í raun-
um sínum út af þessu einu sinni: „Coggan“,
sagði hann. „Ég get ekki óskað mér að eiga
myndarlegri konu, en að ég á, en síðan að hún
fór að bera nafn mitt sem konan mín, þá get
ég ekki ráðið við hinar vondu hvatir hjarta
míns hvernig svo sem að ég reyni‘það“. Ég held
að hann hafi komist yfir þetta að síðustu, með
því að láta hana taka giftingarhringinn af
hendi sér, og ávarpa hana aftur með skírnar-
nafni hennar þegar þau sátu á kveldin saman
eftir að hann hafði lokað verkstæði sínu, og að
hann fór að ímynda sér að hún væri aðeins
unnustan hans, en aldeilis ekki konan hans.
Og undir eins og að hann gat sjálfur gjört sér
fulla grein fyrir því, að framferði hans væri
vítavert og í ósamræmi við sjöunda boðorðið,
þá fór honum að falla betur við hana, jafnvel
og honum hafði nokkurn tíma gjört, og þau
bjuggu saman í einingu, ást og friði“.
, „Já, það var ein hin allra óguðlegasta að-
ferð“, tautaði Joseph Poorgrass; „en við ættum
að vera mjög glaðir, eins og ég vildi segja að
hamingjan hélt því frá að verða verra en það
varð. Þið skiljið, að hann hefði getað lent á
glapstigum og lent inn á stigu lögleysunnar
alveg — ægilegrar lögleysu svo að segja“.
„Þú skilur“, sagði Billy Smallbury, „að
maðurinn vildi gjöra það sem rétt var, á því
er enginn efi, en hjarta hans var því mótfallið“.
„Hann bætti svo mikið ráð sitt, að hann
varð næsta trúrækinn á síðari árum, var hann
ekki?“ spurði Jan.
Joseph Poorgrass sagði> „Hann lét ferma
sig aftur á fullkomnari hátt og fór að segja
„Amen“ nærri eins hátt og meðhjálpari; og
honum þótti gaman að taka niður hugþekk
minningarerindi, sem letruð voru á minnis-
varðana í kirkjugörðunum. Hann var vanur að
halda á gjafadiskinum í „Láttu ljós þitt svo
skína“, og vera guðfaðir við skírn lítilla barna,
sem að komið hafa af tilviljun inn í heiminn;
og hann hafði ofurlítinn samskotastokk á borð-
inu hjá sér, og náði í skildinga frá fólki, sem
ekki vissi um það, þegar það heimsótti hann;
já, og hann löðrungaði ölmusudrengina þegar
að þeir hlógu í kirkjunni, þangað til að þeir
gátu varla staðið á fótunum, og leysti af hendi
önnur guðsþakkarverk, sem að helgi sinnuðu
fólki eru eðlileg".
„Já, í þá daga hugsaði hann ekki um neitt
nema þetta“, bætti Billy Smallbury við. „Einu
sinni mætti séra Thirdly honum og sagði við
hann: „Góðan daginn, hr. Evedene; það er gott
veðrið!“ „Amen“, sagði Everdene eins og í
leiðslu og hugsaði aðeins um trúarbrögðin á
meðan að presturinn var fyrir augunum á hon-
um. Já, hann var sannkristinn maður“.
„Dóttir þeirra var ekki laglegt barn þá“,
sagði Henry Fray. „Mér kom ekki til hugar að
hún mundi vaxa upp í eins myndarlega stúlku,
eins og hún er nú orðin“.
„Það er vonandi að hún sé eins geðgóð eins
og hvað hún er lagleg“.
„Já, en umsjónarmaðurinn hefir mest með
okkur og búskapinn að gjöra. Já!“ Henry hristi
höfuðið, horfði á öskuhrúguna og brósti íbyggi-
lega og háðslega.
„Ankannalegur kristinn maður, er eins og
fjandinn með hettu á hausnum, eins og komist
er að orði“, skaut Mark Clark inn í.
„Hann er það“, sagði Henry og gef með
svipbrigðum sínum til kynna að háðið yrði að
takmarkast innan vissra vébanda. „Á milli mín
og þín sagt, þá held ég, að hvor okkar sem væri,
mundi eins vel ljúga á sunnudegi eins og virku
dagana — það er mín fullkomin meining“.
„Nú eruð þið farnir að síga á það finnst
mér!“ sagði Gabríel.
„Satt er það“, sagði maðurinn duttlunga-
fulli og leit í kring á hópinn og hló mótþróa-
legum hlátri, sem að stafar frá gleggri skilning
á armæðu lífsins heldur en alment gerist.
það er fólk á mismunandi stigum, en þessi mað-
ur — guð varðveiti ykkur“.
Gabríel fannst vera kominn tími til að
breyta um umtalsefni. „Þú hlýtur að vera orð-
inn fjörgamall, hr. ölbruggari, að eiga son full-
vaxinn og svona aldraðann“, sagði hann.
„Faðir minn er svo gamall, að hann kann
ekki ára sinna tal“, sagði Jakob; „og svo er
hann orðinn allur skakkur upp á síðkastið“,
hélt hann áfram og leit á föður sinn, sem var
dálítið bognari, en hann sjálfur.
„Bogið fólk lifir lengi“, sagði ölbruggar-
inn, gretti sig og var ekki í sem beztu skapi.
„Fjárhirðirinn langar til að heyra ævisögu
þína, faðir; er það ekki, fjárhirðir?"
„Jú, það vildi ég gjarnan“, sagði Gabríel
með áherzlu, eins og hann hefði verið að þrá
það í marga mánuði. „Hvað ertu gamall, öl-
bruggari?"
Ölbruggarinn ræskti sig hressilega til þess
að gefa meiri áherzlu, því sem að hann ætlaði
að segja, gaut hornauga til öskustónnar og
sagði í lágum róm, sem var fyrirgefanlegt,
þegar að umtalsefnið var svo umfangs- og
áhrifamikið, að áheyrendurnir fyrirgáfu alla
ósiði í þeirri von að ræðumaðurinn kæmist að
efninu sem fyrst. „Jæja“, sagði ölbruggarinn.
„Ég man nú ekki hvaða ár að ég var fæddur,
en það getur verið, að ég geti komist að því
með því móti að reikna saman staðina, sem að
ég hefi verið í og fundið fæðingarárið á þann
hátt. Ég átti heima í Upper Long Puddle hérna
fyrir handan (og hann sveigði höfuðið til norð-
urs) þangað til að ég var ellefu ára. Ég átti
heima í Kingsbere í sjö ár (og hann sveigði
höfuðið til austurs) þar sem að ég gjörðist öl-
bruggari. Þaðan fór ég til Norcambe og brugg-
aði þar öl í tuttugu og tvö ár, og ég var þar í
önnur tuttugu og tvö ár að hlúa að gulrófum
og við uppskeru. Já, ég þekkti það gamla pláss,
Norcombe, löngu áður en að þú komst til sög-
unnar, Master Oak. (Oak brosti til samþykkis
þeim sannleika). Svo bruggaði ég öl í Durnover
í fjögur ár og hlúði þar að gulrófum í önnur
fjögur ár, og ég var fjórtán sinnum ellefu mán-
uði í Millpond St. Jude’s (og hann sveigði höf-
uðið norðvestur — og til suðurs). Hann gamli
Twill vildi ekki ráða mig, nema til ellefu mán-
aða í senn, til þess að ég yrði þar ekki sveit-
fastur, ef að ég skyldi meiða mig. Svo var ég
í þrjú ár í Melslock og hér hefi ég verið þrjátíu
og eitt ár á næstu Kyndilmessu. Hvað mörg ár
eru þetta til samans?“
„Hundrað og seytján“, sagði annar gamall
maður hlægjandi, sem var fljótur hugareikn-
ingsmaður en ekki margmálugur, og hafði setið
úti í horni og lítið haft sig í frammi.
„Það er þá minn aldur“, sagði ölbruggar-
inn ákveðið.
„Nei, nei, faðir!“ sagði Jakob. „Þú vannst
við gulrófurnar á sumrin, en bruggaðir ölið á
veturna á því sama ári, og þú átt ekki að telja
báða árhelmingana sem heilt ár, hvorn út af
fyrir sig, faðir“.
„Svei, svei! Ég lifði í gegnum öll þessi sum-
ur, gerði ég ekki? Ég spyr. Ég spái, að þú finnir
upp á því næst, að segja, að ég hafi aldeilis
ekki elzt, eða því sem næst“.
„Nei, það gerum við vissulega ekki“, sagði
Gabríel vingjarnlega.
„Þú ert orðinn fjörgamall maður, ölbrugg-
ari“, var vitnisburður Jan Coggan. „Við vitum
það allir og þér hefir ekki verið fisjað saman,
að þú skulir hafa 'getað lifað svona lengi. Er
það ekki satt, félagar?“
„Satt, satt, þú hlýtur að hafa haft sterkan
skrokk — þú hlýtur að hafa haft það; undur-
samlega sterkan“, sögðu þeir allir.
Bruggaranum, sem nú var orðið hughægra,
var jafnvel svo lítillátur, að hann sjálfviljug-
lega dró úr aldurs ára tölu sinni með því að
segja, að kannan, sem að þeir væru að drekka
úr væri þremur árum eldri en hann.
Á meðan að þeir voru að skoða könnuna,
tóku þeir eftir flautu Oaks, sem að stóð upp úr
sloppvasa hans, og Henry Fray sagði: „Ég sá
þig vissulega, fjárhirðir, blása 1 flautuna í
Casterbridge“.
„Já, þú gerðir það“, sagði Gabríel og roðn-
aði. „Ég hefi gengið í gegnum mikla erfiðleiká,
félagar, og var nauðbeygður til þess. Ég hefi
ekki alltaf verið eins fátækur og að ég er nú“.
„Láttu það ekki á þig fá“, sagði Mark Clark.
„Þú ættir að hrista slíkt af þér, fjárhirðir, og
þú nærð þér á strik aftur. En við værum þér
þakklátir fyrir eitt lag, ef að þú ert ekki of
þreyttur“.
„Ég hefi hvorki heyrt bumbuslátt né lúðúr-
hljóm síðan á jólum“, sagði Jan Coggan. „Láttu
okkur heyra eitt lag!“
„Já, það skal ég gjöra“, sagði Gabríel, dró
upp flautu sína og setti hana saman. „Ég er
enginn snillingur, félagar, en ég skal gera eins
vel og ég get, og ykkur er það velkomið“.
Oak hóf svo upp „Jockey to the Fair“, og
lék það hljómfagra lag þrisvar sinnum snilladr-
lega, beygði sig í rikkjum eftir hljómfallinu og
sló takt með fætinum á gólfið.
„Hann getur blásið vel i flautuna — það
getur hann“, sagði ungur nýgiftur maður, sem
sökum ómannborlegleika var kallaður maðurinn
hennar „Súsan Tall“. Hann hélt áfram með
aðdáun: „Ég vildi að ég gæti blásið í flautuna
eins vel og að hann gjörir“.
„Hann er flínkur maður og það er sönn
ánægja fyrir okkur, að hafa slíkan fjárhirði
á meðal okkar“, muldraði Joseph Poorgrass
lágt og lepjulega. „Við ættum að vera reglulega
þakklátir fyrir, að hann leikur ekki siðleysis-
söngva í stað þessara skemmtilegu sönglaga,
þvi að það hefði verið allt eins auðvelt fyrir
guð, að skapa þennan fjárhirðir lauslátan úr-
hraksmann — rangsnúinn mann, eins og við
segjum — eins og það sem að hann er. Sökum
eiginkvenna og dætra okkar eigum við að vera
þakklátir“.
„Satt, satt — verulega þakklátir!“ greip
Mark Clark fram í ákveðið, án þess að láta sig
nokkru skipta, þó að hann hefði ekki heyrt
nema þriðjunginn, eða rúmlega það, af því sem
Joseph sagði.
„Já“, bætti Joseph við og afstaða hans var
svipuð afstöðu biblíumannsins; „því hið vonda
hefir náð svo miklu valdi á samtíðinni, að þú
getur farið eins villt á bezt rakaða og bezt búna
manninum eins og á hinum töturlegasta flæk-
ing við tollhliðið, ef ég má svo að orði komast“.
„Já, ég man nú eftir andlitinu á þér, fjár-
hirðir“, sagði Henry Fray og virti Gabríel fyrir
sér, þegar að hann var að leika annað lagið. —
Já, nú þegar ég sé þig blása í flautuna þá þekki
ég þig fyrir sama manninn og að ég sá blása í
samskonar verkfséri í Casterbridge, því að
munnurinn á þér var skrúfaður upp og augun
í þér stóðu eins og í dauðum manni, eins og að
þau gjöra nú“.
„Það er aumkvunarvert, að maður skuli
verða eins og hræða við það að leika á flautu“,
sagði hr. Mark Clark ásamt fleiri athuga-
semdum um andlitsfalliSy á Gabríel, er
hann setti í allar þær stellingar, sem að lagið
„Dame Durden“ krafðist.
„Það var Moll og Doll og kæti,
og Dorothy drógst á eftir!
„Ég vona, að þú takir ekki ruddaummæli
Mark Clark um andlitsfall þitt illa upp“, hvísl-
aði Joseph að Gabríel einslega.
„Nei, aldeilis ekki“, sagði Oak.
„Því frá skaparans hendi ertu sérlega
myndarlegur maður, fjármaður“, hélt Joseph
Poorgrass áfram vingjarnlega.
„Já, það er áreiðanlega satt“, sögðu allir
hinir.
„Þakka ykkur fyrir“, sagði Oak hógvær-
lega, eins og kringumstæðurnar kröfðust og
hugsaði með sjálfum sér, að hann skyldi aldrei
láta Bathshebu heyra flautuspil sitt, og með
þeim ásetningi sýndi hann eins mikla dóm-
greind og sagt er, að hin guðdómlega Mínerva
sjálf hafi sýnt.
„Þegar að ég og konan mín vorum geffn
saman í hjónaband í kirkjunni í Norcombe“,
sagði ölbruggarinn, sem var orðinn leiður á að
vera utanveltu bísefi við umræðurnar. „Þá var
sagt, að við hefðum verið þau myndarlegustu
hjón í öllu nágrenninu — það sögðu það allir“.
„Þú lítur svei mér öðruvísi út núna, öl-
bruggari", hvein hátt við og hitti meistaralega
vel , mark. Hljóðið kom frá þögula gamla
mannínum, sem var úti í horni; hvers meinyrði
og einræningsháttur varð naumast afmáður
með millibils-þátttöku i almennum hlátri
hinna.
„Ó, nei nei“, sagði Gabríel.
„Þú skalt ekki leika meira á flautuna",
sagði maðurinn hennar Súsan Tall — nýgiiti
maðurinn, sem talað hafði einu sinni áður. „Ég
verð að fara, en þegar að músik er á ferðinni
þa er eins og ég sé festur með vír. Ef að ég
héldi að músikin héldi áfram, þegar að ég væri
iarinn, þá gæti ég ekki á heilum mér tekið“.
„Því ertu þá að flýta þér, Laban?“ spurði
Coggan; „þú varst vanur að sitja þangað til að
þeir síðustu fóru“.
„Ó, já, þú veist, nágranni, að ég er ný-
giftur — giftur konu, hún er nú herrann, svo
að þú sérð . . .“ Ungi maðurinn þagnaði vand-
ræðalegur.
„Nýir herrar og ný lög, eins og sagt er, á
ég von á“, sagði Coggan og gretti sig.