Lögberg - 06.03.1952, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952
7
Yngstra konungsríki veraldar
Fyrsta ríkið sem stofnað er með atbeina S. Þ.
í eyðimörk Norður Afríku við
strönd Miðjarðarhafsins var síð-
ustu daga desembermánaðar
stofnað nýtt ríki, Sameinaða kon-
ungsríkið Libía. Þetta er fyrsta
ríkið, sem stofnað er beinlínis
fyrir atbeina Sameinuðu þjóð-
anna.
Þrjú landssvæði, sem mikið
komu við sögu í síðustu heims-
styrjöld, Cyrenaika, Trípólitanía
og Fezzan, hafa nú verið samein-
uð undir konungsstjórn Idris I.
eða Sayds Múhammeds Idris el
Mahdi el Senussi, emírs af Cyr-
enaika, sem um langt skeið hefur
verið andlegur og stjórnmálaleg-
ur leiðtogi Múhammeðstrúar-
manna á þessum slóðum.
í Trípóli og Benghazi, sem eru
tvær stærstu borgir hins nýstofn-
aða ríkis, sátu til fornu skatt-
landsstjórar Fönikíumanna, róm
versku keisaranna og Ottóman-
anna og enn má sjá víða í land-
inu ýmsar menjar nýlenduveldis
Mússólínis.
Libía á það sammerkt með
öðru ungviði í arabíska heimin-
um, að hún er fædd í örbirgð og
vanþekkingu. Möguleikar lands-
ins til að. verða bjargátna í sam-
félagi þjóðanna eru ekki miklir
og án hjálpar er slíkt óhugsandi.
En þrátt fyrir það eiga fákunn-
andi íbúar landsins sitt sjálf-
stæðishugtak — istiqlal. — Því
miður virðist flest skorta, til þess
að það geti orðið að veruleika í
þe^su hrjóstuga landi, sem er lít-
ið annað en sandur og nokkrar
menningarsnauðar, hrörlegar
borgir við sjávarsíðuna,
í landinu eru engir æðri skólar
og menntaskólalærðir menn eru
taldir vera innan við 20 meðal
þeirrar þjóðar, sem byggir land-
ið. Talið er, að þar séu 3 lögfræð-
ingar, en enginn líbískur læknir,
verkfræðingur eða lyfjafræðing-
ur fyrirfinst. Af rúmlega einni
milljón landsmönnum kunna að-
eins 250,000 að skrifi nafnið sitt.
Hinir nota fingraför sín til undir-
skriftar. Augnasjúkdómar herja
meiri hluta þjóðarinnar og eru
eigi færri en 10% landsmanna
blindir af þeim sökum.
Þjóðartekjurnar eru lægri en í
nokkru öðru Arabaríki og síðan
á dögum Mússólínis eru italskir
menn ennþá allsráðandi á ýms-
um sviðum atvinnulífsins. í land-
inu, sem Mússolíni ætlaði að
gera að fyrirmyndar nýlendu
dveljast tæplega 50,000 ítalir og
hafa þeir með höndum mörg
hæstlaunuðu störfin, eiga beztu
býlin og stjórna arðvænlegustu
fyrirtækjum landsins. Af Líbíu-
mönnum eru um það bil 4/5
hlutar bændur eða hjarðmenn,
sem reika um eyðimörkina milli
vinjanna með búfénað sinn.
Milli Trípólí, stærstu borgar
landsins, og Fezzan sem er stærst
hinna þriggja fylkja ríkisins, er
hvorki talsíma-. ritsíma- né út-
varpssamband og yfirleitt má
segja að úlfaldinn sé enn aðal-
samgöngutæki landsmanna. Þótt
undralegt megi virðast eiga fylk-
Klukkusláttur mótar allt vort líf
og alla hegðun
Einna alvarlegastur allra sjúk-
dóma er án efa taugaóstyrkleik-
inn. Sá sjúkdómur kostar þjóð-
félagið ótaldar upp hæðir, bæði
vegna vinnumissis og tapaðrar
vinnuorku. Auk þess sviptir
hann stóra hópa trúnni á að lífið
sé í raun og veru vert þess að
lifa því.
Staðreynd er, að hægt er að
bæta marga lífræna sjúkdóma
sem að meira eða minna leyti
stafa af sálrænum orsökum, með
því að afhvíla líkamann. Gefur
það því auga leið, að sú læknis-
aðferð ber ríkulegan ávöxt þegar
henni er beitt gegn taugaóstyrk-
leika.
„Sjúkdómur vorra tíma“
Sænski sálfræðingurinn, John
Agerberg yfirlæknir í Östersund
kallar taugaóstyrkleikann „sjúk-
dóm vorra tíma,“ Hann segir að
þessir sjúkdómar sé afsprengi-
siðmenningarinnar — að minnsta
kosti að mjög verulegu leyti.
Kínverjinn Lin Yutang full-
yrðir, að geðveiki sé miklu sjald-
gæfari meðal Kínverja en Evr-
ópumanna og telur hann það
stafa eingöngu af því að meira
jafnvægi sé í lífsvenjum Kín-
verjans en Evrópumannsins.
I bók um sálfræðileg efni segir
John Agerberg að fullvíst sé að
menningarlíf Vesturlanda geri
meiri kröfur til manna en lífið 1
Austurlöndum og að af þeim sök-
um séu sálrænar truflanir tíðari
meðal Vesturlandabúa.
Afleiðingarnar eru margs konar
Taugaóstyrkleiki getur auð-
veldlega verið orsök verks í aug-
um, sársauka í hjarta eða annars
in þrjú fátt eitt sameiginlegt og
hafa aldrei verið undir sameigin-
legri stjórn fyrr en Mússólíni
kom til skjalanna. í Trípólítaníu,
sem er fjölmennasta fylkið, búa
um 800,000 manns, í Cyrenaika
um 300,000 og innan við 50,000 í
Fezzan.
Aðdragandi þess að sjálfstætt
ríki hefur nú verið stofnað í
Líbíu undir handarjaðri Samein-
uðu þjóðanna er í stuttu máli
þessi: Smáríkin á þingi Samein-
uðu þjóðanna undir forystu Ar-
abaríkjanna og rómönsku land-
anna í Ameríku fengu sam-
þykkta ályktun árið 1949, þar
sem gert var ráð fyrir, að sjálf-
staðar í líkamanum, máttleysis
eða svima. Aðrir kvarta yfir að
þeir eigi erfitt með að einbeita
huganum eða þeir eigi erfitt með
að skilja auðvelda hluti og enn
aðrir kvarta sífelt yfir rótleysi
sínu. Ef allt þetta eða eitthvað
af því leiðir til þess að vinnu-
gleðin minnkar, þjáist maður í
raun og veru af sjúkdómi.
Þjóðfélagið að verða að stórri vél
Tíðarandinn, segir dr. Ager-
berg, hefur mjög mikil áhrif á
taugar nútímamannsins. Véla-
tækni nútímans hefur leitt eitt-
hvað það inn í líf vort, sem áður
var þar, óþekkt—segir dr. Ager-
berg.—Þróun þjóðfélagsins mið-
ar að því að það verði ein stór
vél,—nákvæm vél—sem krefst
þess að hver einstaklingur leysi
sinn þátt í starfseminni af hendi.
Og fyrst og fremst hefur þetta
orðið til þess að breyta skilningi
alls þorra manna á hugtakinu
„tími.“ Allur okkar vinnutími
miðast við slátt klukkunnar og
til þess að vera nýtur þáttakandi
í starfsemi þjóðfélagsins er nauð-
synlegt að geta leyst af hendi
eitthvað visst, fyrirfram ákveðið
verkefni á tilsettum tíma. Véla-
menningin hefur gert tímann að
verzlunarvöru sem metin er í
peningum.
Kapphlaupið við klukkuna
Nútímamaðurinn er nízkur á
tímann. Það kemur m. a. fram í
því, hvernig við eyðum frístund-
unum. Sumarfrí og helgar eru
notuð til hins ítrasta. Hin hrað-
skreiðu samgöngutæki auka á
nízku okkar, hvað tímann snert-
ir. Ef við ekki viljum sóa tíman-
um, athugum við gaumgæfilega,
hvernig við komumst frá einum
staðnum til annars.
Þá má einnig bæta því við að
jafnvel hinn eftirsótti og heilsu-
samlegi kostur að fá íbúð í út-
jaðri borga og bæja eykur á
þessa gífurlegu ferð sem maður-
inn er kominn á. Reynt er að
komast af og til vinnustaðarins,
helzt án þess að tapa nokkurri
sekúndu, svo ekki sé minnzt á
mínútur. Það er hollt að eyða
kvöldstundinni úti í húsagarðin-
um í hæfilegri fjarlægð frá um-
ferðarskvaldrinu, en glansinn fer
af þeim þægindum, ef flestir í
fjölskyldunni fá hjartaslag af
hlaupunum á morgnana þegar
keppzt er við strætisvagninn eða
stimpilklukkuna.
I
Listin að afhvílast •
Það fólk, sem þannig verður að
berjast fyrir tilverunni, verður
innan skamms tíma fórnarlömb
taugaóstyrkleikans, og því er
nauðsyn að læra listina að afhvíl
ast. Það hefur verið sögð lær-
dómsrík saga um Persa einn, sem
var í Lundúnum. Honum var
skýrt frá því hvernig hann gæti
áunnið sér fimm mínútur með
því að fara úr strætisvagninum
og í neðanjarðarbraut og síðan
að yfirgefa hana á réttum stað
og taka strætisvagn á ný. Hann
svaraði undrandi:—Og til hvers
á ég að nota þessar fimm mínút-
ur?
Hann hefur bersýnilega ekki
vitað mikið um gildi þess að af-
hvílast. — MBL. 30. jan.
STÍPPmOUT\
W ITH
Catalogue Numbers 44-21 and 04-127, Page 3.
Pretty and proud, this pert young miss is stepping out smartly in
....................... .................. ............ hii
the new “scaled-down” pyramid style “Breefér,” with matching
coolie hat. A delightful combination and only one of the many
refreshingly different fashions presented in EATON'S latest book.
By choosing this season’s outfits from EATON'S Spring and
Summer Catalogue, you, too, can step out in style, at prices designed
to fit today’s value-minded budgets.
^T. EATON C?m™
WINNIPEO CANADA
EATON ORDER OFFICES IN MANITOBA
Brandon
The Pas
Dauphin - Flin Flon • Fort Churchill • Portage la Prairie
ln Winnipeg, Phone or visit the Sales Room in The Mail Order Bldgs.
Tíminrt er orðinn að verzlunar-
yörU/—sem metin er til fjár
Var Masaryk/ utanríkisráðhr.
Tékkó-SlóvakíU/ myrtur?
Gögnum, sem benda til þess, hefur verið
laumað úr landi
stætt ríki yrði stofnað í’ Líbíu
eigi síðar en 1. janúar 1952. Sam-
einuðu þjóðirnar sendu síðar um
boðsmann sinn á vettvang, Holl-
endinginn Adrían Pelt, sem ver-
ið hefur aðstoðarritari Samein-
uðu þjóðanna. 1 fylgd með hon-
um var hópur sér fræðinga, sem
vann undir stjórn hans að undir-
búningi að stofnun nýja ríkisins.
Kallað var saman bráðabirgða-
þing 60 Líbíumanna, 20 frá
hverju fylki, þár sem ákveðið
var, að stofna konungsríkið Líb-
íu. Samþykkt var uppkast að
stjórnarskrá, sem sniðin var eftir
stjórnarskrám vestrænna lýðræð
isríkja og ráðgert að stofna til al-
mennra kosninga í landinu. Þá
var og ákveðið á þinginu, ágrein-
ingslaust, að Múhammeð Idris
skyldi tekinn til konungs.
Idris konungur er 62 ára að
aldri, lærður maður og vel kunn-
andi og hefur verið leiðtogi Sen-
ussi-ættbálksins í tveim styrjöld-
um gegn ítölum. Hann hefur nú
búið sér konungshöll úr gömlum,
ítölskum hermannaskálum í ná-
grenni Benghazi. Idris er hlyntur
Vesturveldunum og byggir vonir
sínar að verulegu leyti á aðstoð
þeirra. Hann er sagður hafa litla
trú á Arababandalaginu, en vill
þó að Líbía gerist aðili að því
vegna sameiginlegra hagsmuna-
mála og fyrir frændsemissakir og
trúarbragða. Konungurinn hefur
þegar ákveðið að tvær skuli vera
höfuðborgir ríkisins, Trípólí og
Benghazi.
Vesturveldin hafa fullan hug
á, að hjálpa Líbíumönnum yfir
byrjunarörðugleikana og Bretar
hafa þegar valið sér hlutverk
„stóra bróðurs“ þessa unga og
vanþroska ríkis. Þeir hafa sqnt
hóp kunnáttumanna og sérfræð-
inga á vettvang, til að skipu-
leggja stjórnarbáknið og lagt
fram 6,000,000 dali vegna tekju-
halla á fjárlögum ríkisins.
Frakkar hafa einnig sent sér-
fræðinga til Fezzan og heitið
500,000 dala framlagi á ári hverju
fyrst um sinn.
Þegar lýst var yfir sjálfstæði
ríkisins í Líbíu var stofnað til
þriggja daga hátíðahalda í höfuð
borgunum tveim.------Opinberar
starfsmenn Líbíu höfðu veg og
vanda af undirbúningi hátíða-
haldanna, en þeim var ekki hægt
um vik sökum þess hve samgöng-
ur eru örðugar milli borganna.
Sameinuðu þjóðirnar hjálpuðu
þá, sem fyrr, up á sakirnar og lán
uðu flugvél. Einhvers staðar
halla á fjárlögum ríkisins. Frakk
tókst að útvega fallbyssu og gam
all Tyrki, sem taldi sig kunna að
hleypa af, var fenginn til að
skjóta 101 hátíðaskoti í tilefni af
stofnun konungsríkisins.
Óbreyttir arabiskir borgarar á
markaðstorginu í Trípólí eða
sandauðnum Fezzan höfðu næsta
óljósa hugmynd um hvað var að
gerast, en á sama hátt og þeir
hafa jafnan átt orð, sem þýðir
sjálfstæði, eiga þeir líka orð yfir
það, sem er þeim óskiljanlegt—
inshalla—sem þýðir: Verði guðs
viiji- ,— MBL. 11. des.
JAN MASARYK, utanríkisráð-
herra Tékkó-Slóvakíu, lézt 10.
marz 1948. Margir hafa glímt við
þá ráðgátu, með hverjum hætti
dauða hans bar að höndum.
Morð eða sjálfsmorð
Það hefir aldrei verið dregið í
efa, að Jan Masaryk hafi fundizt
dauður í garðinum úti fyrir íbúð
sinni, sem var á þriðju hæð utan-
ríkisráðuneytisins. En menn hafa
löngum spurt, hvort um morð
eða sjálfsmorð hafi verið að
ræða.
Stjórn kommúnista, sem held-
ur grímu launungarinnar yfir
dauðdaga þessa manns, bjó Mas-
aryk virðulega útför, en stendur
á því fastara en fótunum, að
hann hafi framið sjálfsmorð af
örvilnun, er átt hafi rætur sínar
að rekja til þeirra ásakana er-
lendra vina hans, að hann hefði
svikið hugsjónir sínar.
Margir vinir Masaryks í Vest-
urlöndum, bæði í Tékkó-Slóvak-
íu og utan, trúðu því, að hann
hefði framið sjálfsmorð. Hefði
hann viljað leiða athygli heims-
ins að hinni óhamingjusömu þjóð
sinni á þenna hræðilega hátt.
En margir hafa líka allt af
vísað hugmyndinni um sjálfs-
morð á bug. Hefði slíkt aldrei get
að hent Masaryk. Hann hafi ekki
stokkið út um gluggann, heldur
hafi hönum verið varpað niður
eftir að horium hafi verið mis-
þyrmt.
Þeir, sem halda, að hann hafi
verið myrtur, hafa þó aldrei fært
beinar sönnur á mál sitt, en nú
hefir ritstjóri New York Times
um utanríkismál, C. L. Sulzberg-
er, veitt eftirtektarverða vitn-
eskju í málinu. Segir hann, að
óyggjandi sönnun um morðið
hafi verið laumað úr landi. Hafi
ýmsir sérfræðingar Vesturlanda
þegar farið höndum um þessi
Plögg.
Athuganir lögreglulœknisins
Þetta er skýrsla dr. Teplys lög-
reglulæknis, sem starfaði í Prag
10. marz 1948, þegar Masaryk
lézt. Hann var kunnur sakamála-
fræðingur og gaf skýrslu þessa
fáum mánuðum eftir lát Masar-
yks og rétt fyrir dauða sinn. Nú
hefir loks tekizt að koma skýrsl-
unni til Vesturlanda.
í henni segir dr. Teply, hvern-
ig hann var vakinn upp kl. 5 að
morgni. Það var síminn frá inn-
anríkisráðuneytinu, sem fer með
málefni leynilögreglunnar.
Hann fékk fyrirmæli um að
fara þegar í stað til utanríkis-
ráðuneytisins. Þegar þangað kom
var honum sýnt lík undir ábreiðu
Lögreglumaður dró brekánið til,
og dr. Teply þekkti sér til skelf-
ingar lík Masaryks, utanríkisráð-
herra, klætt náttfötum.
Og skýrslan heldur áfram:
„Ég gaf lögreglumanni skipun
um að hneppa náttfötunum frá
líkinu, og sá ég þá víða á því á-
verka eftir högg og skrámur, sem
greinilega stöfuðu af líkamsárás.
í hnakkanum var sár, sýnilega
skotsár eftir byssu með 7.65 mm
hlaupvídd. Og fyrsta hugsunin,
sem skaufupp í huga mínum var
„Hér hefir verið framið, and-
styggilegt og villimannlegt
morð.“
Við líkamsrannsóknina, sem
var yfirborðskennd m. a. vegna
þess, að ljósið var mjög lélegt, sá
dr. Teply enn fremur, að fæturn-
ir voru brotnir, sýnilegra fengið
högg af hamri eða einhverju
öðru þungu verkfæri. Hendur
hans báru líka merki örvænting-
arfullra baráttu.
Nosek og Clementis á vettvang
Líkið var flutt aftur í íbúð
Masaryks, og þangað fylgdi dr.
Teply því.
Rétt áður en hann gekk inn í
húsið sá hann stóran, svartan bíl
renna upp að því. Út úr honum
komu þeir Vaclov Nosek, innan-
ríkisráðherra og yfirmaður leyni
lögreglunnar, og Vladimar Clem-
entis, er seinna varð utanríkis-
ráðherra, en situr nú í fangelsi.
Þeir flýttu sér í lyftuna og kom-
ust í íbúð Masaryks á undan
Teply.
Leyndardómsfull heimsókn til
hins dauða
Þegar hann kom inn í íbúðina,
voru þeir, sem á undan fóru, í
óða önn að færa alt til betri veg-
ar og afmá tummerki hins æðis-
lega bardaga, sem hafði verið
háður þar inni. Teppin voru færð
úr stað, húsgögnum velt, stól-
fætur brotnir frá, einkum var
allt á tjá og tundri í svefnher-
bergi Masaryks.
Þegar lögreglumennirnir höfðu
lagað dálítið til í rúminu, var
líkið lagt þar. Nosek gekk að
glugganum, starði út og sagði al-
varlegur í bragði: „Sjálfsmorð."
Þegar dr. Tepsy hreyfði mótbár-
um, skipaði ráðherran honum að
hverfa til vinnustofu Masaryks
og bíða þar.
Tuttugu mínútum seinna kom
einhver maður með handklæði á
handleggnum, hvíslaði nokkrum
orðum að Clementis og Nosek og
gekk í áttina til svefnherbergis-
ins. Þegar lögreglumaður ætlaði
að varna honum inngöngu, hratt
sá aðkomni honum til hliðar og
sagði hrottalegra: „Verið þér
ekki að gera yður merkilegan,
maður minn, ég fer þessa leið.“
Þessi ókunni maður dvaldist
hálftíma einn inni hjá líkinu, því
næst kallaði Nosek alla í íbúð-
inni saman og lét þá sverja, að
þeir hefðu hvorki séð né heyrt
neitt markvert.
Sýning á íslenzkum lisf-averkum
í Brussel í marz næstkomandi
Óskað 70 lislaverka héðan
á sýninguna
Menntamálaráð hefir ákveð-
ið að taka boði belgisku
stjórnarinnar um að efna til
íslenzkrar listsýningar í
Brussel. Sýningin hefst þann
29. marz n.k. og verður opin
í þrjár vikur.
Snemma á þessu ári kom til
orða, að belgiska stjórnin geng-
ist fyrir íslenzkri listsýningu í
Brussel. Vegna forgöngu sendi-
herra Belgíu í Osló, Charles
Vierset, voru sendir tveir þst-
frömuðir frá Brussel til Oslóar
í febrúarmánuði s. 1. til þess að
kynnast íslenzku listsýningunni
þar.
Nú er ákveðið, að listaverkin
verði send héðan með einhverju
skipa Eimskipafélagsins, sem
fara til Antwerpen. Listaverkin
verða að vera tilbúin hér til af-
hendingar þann 20. febrúar n. k.
Fyrir þann tíma þarf dómnefnd
að hafa úrskurðað, hvaða lista-
verk skuli senda. Frestur til þess
að afhenda listaverkin til dóm-
nefndarinnar hefir því verið á-
kveðinn til 1. febrúar.
Svo sem áður hefir verið til-
kynnt, hafa listamennirnir Gunn
laugur Scheving, Jón Þorleifs-
son og Þorvaldur Skúlason tek-
ið að sér að velja listaverkin á
sýninguna. Ásmundur Sveins-
son og Sigurjón ólafsson verða
þeim til aðstoðar um val högg-
mynda.
Það er ráðunautur belgisku
ríkisstjórnarinnar í listmálum,
Em. Langue, sem fyrir hönd
belgisku stjórnarinnar hefir
þetta sýningarmál með höndum.
Hann óskar eftir, að á þessari
fyrstu íslenzku sýningu, sem
Áhrifanna gætir
Þremur mánuðum eftir dauða
Masaryks, dó dr. Teply í skrif-
stofu sinni í aðalbækistöðvum
lögreglunnar. Látið var heita, að
hann hefði gefið sjálfum sér
ranga innspýtingu. Og mönnum
verður að spyrja: Hafði vitund
Clementis um atburðina 10. marz
ekki einhver áhrif á öflög hans
seinna meir? Það hefir óreiðan-
lega ekki verið neinum hollt,
þegar frá leið, að vita of mikið
um atburðina í utanríkisráðun-
eytinu.
Eftir þessa yfirlýsingu Sulz-
bergers má gera ráð fyrir, að
skýrsla dr. Teplys verði birt í
heild. , „„
— MBL. 22. jan.
væntanlega verður haldin í
Belgíu, verði um 70 listaverk,
málverk og litlar höggmyndir.
Þau listaverk, sem send verða
til dómnefndarinnar, eiga að af-
hendast í Listasafn ríkisins í
þ j óðmin j asaf nsbyggingunni.
—A. B.