Lögberg


Lögberg - 06.03.1952, Qupperneq 8

Lögberg - 06.03.1952, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952 Úr borg og bygð COOK BOOK Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg. Sími 929 037 ☆ KVÖLDVAKA sem Snæbjörn Jónsson, bók- sali í Reykjavík, gefur út, fimm eintök, fást til kaups á skrifstofu Columbia Press Ltd. — Þetta er misserisrit, afar vandað að frá- gangi og efnisvali. Árgangurinn, 2 hefti, kostar $2.00. Peningar fylgi pöntun. Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjurr sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 9. marz. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Gimli Lutheran Ladies Aid Launch Organ Memorial Fund The following letter has been circulated by the Lutheran Lad- ies Aid Society of Gimli, in an effort to raise money to purchase an organ. Dear Friend, When a neighbor or a loved one is called away by death, most of us feel a strong desire to express our sympathy with a floral tribute or memorial gift. Frequently it is difficult to se- cure flowers at short notice, or perhaps we feel that we want a more lasting tribute, whether it is large or small. With this in mind, the Luther- an Ladies Aid Society Framsokn established an organ memorial fund. When a gift is made to this fund in someone’s memory, a memorial indicating that you have remembered their loved one in this way, is sent to the bereaved family. And the name of the one mémorialized is re- corded and will be written into a permanent scroll which will be read out at the time of the organ’s dedication. Perhaps there is a friend or loved one, long departed, whom you would like to include in this memorial scroll. It appears to be wise to secure'the organ as soon as possible, and this letter is written with the hope that every friend of the Gimli Lutheran Church will make a memorial gift either to someone in particu- lar or to the Pioneer Founders of the congregation in general. It is perfectly proper also thus to memorialize some non-resident friend and especially some form- er citizen of this community. We sincerely hope that a gen- erous and wide support of this appeal will make it possible to install the much needed organ during this season. And what could be a more fitting memorial tfian an instrument of beautiful sacred music? It would be a splendid thing too if every per- son in our congregation during its histofy—and who has been called Home—would be repre- sented on the Memorial Scroll when the organ is dedicated. Cheques or cash—we don’t care as long as it’s negotiable currency— Cheques or cash may be mailed or turned over to Mrs. Anna Josephson, Treasurer of this fund, Gimli, Manitoba. GIMLI LVTHERAN SHURCH ORGAN MEMORIAL FUND In memory of : Mrs. Guðríður Thordarson, do- nated by the Gimli Lutheran Sunday School, $10.00; Mr. Jul- ius Björn Johnson, by Mrs. Lau- rence Stevens, $5.00; Mrs. Pet- rina Gottskalkson, by Gimli Lu- theran Ladies Aid, $5.00; Mrs. Sigríður Tergeson, by Mr. G. B. Magnusson, $5.00; Mrs. Guðríð- ur Thordarson, by Mr. G. B. Magnusson, $5.00; Miss Solveig Thompson, by Gimli Lutheran Ladies Aid, $5.00; Mr. and Mrs. Arni Gottskálson, by Mr. and Mrs. W. J. Arnason, Olof, Anna and Elin, $8.00; Clifford I. Thor kelson, by G. B. Magnusson, 5.00; Clifford A. Thorkelson, by Gimli Lutheran Sunday School, $5.00; Clifford I. Thorkelson, by Dr. and Mrs. George Johnson, $5.00; Th. Kardal, by Dr. and Mrs. Geo. Johnson, $5.00; Mr. Julius Björn Johnson, by Mr. and Mrs. J. B. Johnson, $5.00; Johann G. Johnson^ by Gimli Lutheran Sun day School, $5.00; Mrs. Maria Borgfjord, by Mr. and Mrs. Dick Howard, $2.00; Mr. Julius B. Johnson, by Mr. and Mrs. Oli N. Kardal, $13.00; Mr. Björn B. Johnson, by Mr. and Mrs. Oli N. Kardal, $13.00; Rev. Carl Olson, by Gimli Lutheran Ladies Aid, $5.00; Rev. Johann Bjarnason, by Gimli Lutheran Ladies Aid, $5.00; Margaret Thorvardarson, by Mrs. Clarke, Lára and Jorunn Thordarson, $5.00; Mrs. Thor- björg Paulson, by Mr. and Mrs. Elli Norfason, $5.00; Mrs. Guð- veig Egillson, by Harold Bjarna- son, $5.00; Mrs. Guðveig Egill- son, by Barney Egillson, $5.00; Rev. and Mrs. B. B. Jonsson, by Margret Scribner, $10.00; John Fisher, by Mrs. E. Howard, $2.00; Andres Marvin Erlendson, by Mr. G. B. Magnusson, $5.00; Guðríður Thordarson and Sigur- björg Bilsland, by Sigurður Thor darson, Laura and Joey, Mr. and Mrs. H. Clarke and Kenneth, $30.00; Andres Marvin Erlend- son, by Mr. and Mrs. J. H. Joseph son, $5.00. Anna Josephson, Sec. Treas. Fræðsluvika 2-8 marz Hentugur fími til að • Heiinsækja skólann • Aðstoða kennarana • Veita skólaráftlnu fu111i 111* i • Styðja að fræðslu útbreiðslu • Afla þér upplýsinxa um mikilvægi víðtækari mentunar Þeita er þitt áhugamál — Þínir peningar — Framtíð barns þíns Frá þjóðfundi . . . Framhald af bls. 5 Að svo búnu hvetur hann Is- lendinga til að vera á verði og sýnir þeim, hvernig farið getur, ef þeir láta Dani ráða fyrir sig í þessum efnum. Síðan víkur hann að réttindum íslands, byrj- ar á gamla sáttmála og rekur síðan samband vort og skipti við Noregskonunga og síðar Dana- konunga af frábærri þekkingu og skarpskyggni, sýnir, hvernig vér höfum staðið á hinum fornu réttindum vorum gegnum þykkt og þunnt, og þau væru sá grund- völlur, er vér yrðum að reisa kröfur vorar á og laga sam- kvæmt þörfum nýrra tíma. En Jón hefir ekki einu sinni lokið grein sinni, þegar spá hans í upphafi hennar hefur rætzt: konungur hefur orðið að taka sér nýtt ráðuneyti og afsala sér einveldinu að fullu. Efnt skal til stjórnlagaþings og ný stjórnar- skrá samin. En hver verður hlutur íslendinga á þessu nýja þingi? Því getur Jón ekki svar- að, en hvetur þjóðina enn sem fyrr að vera á verði og láta vilja sinn ótvírætt í ljós. Með vorskipum 1848 bárust þær fregnir til íslands, að kon- ungur mundi sjálfur skipa 5 ís- lendinga til að sitja stjórnlaga- þing það, er kjósa skyldi í Dan- mörku. Á fundi, sem haldinn var í Reykjavík 11. júlí, vair samin bænarskrá til konungs þess efnis, að landsmenn fengi sjálf- ir að kjósa 4 af þessum fulltrú- um á hið danska stjórnlagaþirrg. Voru það einkum háttsettir em- bættismenn, er stóðu að fundi þessum og bænarskránni. En stuttu síðar hófst önnur hreyfing, að undirlagi trúnaðar- manna Jóns Sigurðssonar, og gekk hún í þá átt, að hin nýja stjórnarskipan yrði lögð fyrir þjóðþing innan lands, skipuð kjörnum fulltrúum landsmanna. Hinn 5. ágúst var haldinn Þingvallafundur, fámennur að vísu, en í ályktun hans var þess farið á leit, að innlent þing fengi að fjalla um málið, en síðan var safnað undirskriftum um land allt í, anda Þingvallasamþykkt- arinnar, og rituðu undir bænar- skrána hálft þriðja þúsund manns. Var bænarskránni síðan kom- ið á framfæri með þeim árangri, að konungur svaraði í bréfi 23. sept. 1848. Segir hann þar m. a., að það sé ekki tilgangur sinn, „að aðalákvarðanir þær, sem þurfa kynni til að ákveða stöðu íslands í ríkinu að lögum, eftir landsins frábrugðna ásigkomu- lagi, skuli verða lögleiddar að fullu og öllu, fyrr en eftir að íslendingar hafa látið álit sitt um það í ljósi á þingi sér, sem þeir eiga í landinu sjálfu, og skal það, sem þörf gjörist um þetta efni, verða lagt fyrir al- þing á næsta lögskipuðum fundi.“ Var þetta bréf konungs stór- merkur áfangi og í rauninni réttargrundvöllur Þjóðfundar ís- lendinga í Reykjavík 1851. Á alþingi 1849 var gengið frá kosningalögum fyrir fundinn, og staðfesti konungur þau um haustið. Var í þeim ákveðið, að þjóðfundinn skyldu sitja 40 þjóð- kjörnir og 6 konungkjörnir full- trúar. Islendingar höfðu vænzt þess, að þjóðfundurinn yrði haldinn 1850, og voru fulltrúar kosnir í maí það ár. En þá kom konungs- bréf, sem kvaddi þjóðfundinn saman 4. júlí 1851. Vakti þetta að vonum gremju. En Danir áttu fullt í fangi heima vegna upp- reisnar í hertogadæmunum og vildu hafa vaðið fyrir neðan sig í skiptum sínum við íslendinga. Átti það og eftir að koma betur á daginn. Þingvallafundur var haldinn 10.—11. ágúst 1850 og þar samið ávarp til íslendinga um réttarstöðu þá, er þjóðfund- urinn skyldi krefjast íslandi til. handa, og aðalnefnd kosin til að sjá um frekari aðgerðir, en drög lögð að stofnun smærri nefnda víðs vegar um land. Efnt var til útgáfu Undirbún- ingsblaðs undir þjóðfundinn, þar sem birtar skyldu tillögur hinna ýmsu nefnda. Kom blað þetta út 1850 og 1851 og var um margt mjög merkilegt. En árið 1848 hafði fyrsta blaðið, Þjóðólfur, verið gefið út á íslandi, og lét það þjóðmálin mjög til sín taka. Urðu þessi blöð mjög til að kynna þjóðinni málstað hennar hverju sinni og skapa sterkt al- menningsálit. Um þessar mundir var Trampe greifi stiftamtmaður á íslandi. Virtist hann í fyrstu ætla að reynast Islendingum vel, en brást þeim algjörlega, þegar fram í sótti. I fyrsta lagi ritaði hann innanríkisráðherra Dana bréf í marz 1851 og bað hann að senda herskip til íslands og her- menn. Jafnfr^mt skrifaði hann, öllum sýslumönnum og báðum amtmönnum bréf og bauð þeim að koma i veg fyrir, að menn kæmu saman til álitsgerðar um stjórnskipunarmál landsins í umdæmum þeirra, þar eð hann teldi slíkar samkomur bæði skaðlegar og ólögmætar. Þegar því efnt var til Þingvallafundar sumarið 1851, ætlaði hann að banna fundinn. En Hannes pró- fastur Stephenáen að Innra- Hólmi fékk með festu sinni komið á fundinum, og varð hann mjög fjölmennur. Greip Trampe greifi þá loks til þess örþrifaráðs að hefta prent- frelsi íslendinga og lét banna prentun bæði Undirbúnings- blaðsins og Þjóðólfs. Var því varla von á góðu, þegar til sjálfs þjóðfundarins kom. Þjóðfundurinn var settur laugardaginn 5. júlí í hátíðasal lærða skólans. 37 þjóðkjörnir fulltrúar sóttu fundinn (3 vant- aði) og 6 konungkjörnir. Voru fulltrúarnir langflestir embætt- ismenn. Stjórnin lagði þrjú mál fyrir fundinn, um stjórnskipun- arlögin, þ. e. stöðu íslands í fyr- irkomulagi ríkisins, um verzlun og um kosningar til alþingis. Þjóðfundurinn fékk einungis afgreitt eitt þessara mála, verzl- unarmálið, en hin tvö komust í gegnum 1. umræðu og nefnd, en þá var honum slitið af Trampe konungsfulltrúa í byrjun 16. fundar. Á 9. fundi, 21. júlí, hófst 1. umræða og nefndarkosning í málinu um réttarstöðu íslands Daginn eftir skrifaði Trampe greifi forseta fundarins bréf, og kvaðst vona, að fundinum yrði lokið 9. ágúst. Mátti þar þegar renna grun í, hvað hann ætlaði sér. Lítum nú sem snöggvast á frumvarpið. Það hefst á þessa leið: Grundvallarlög Danmerkur- ríkis frá 5. júní 1849, sem tengd eru við lög þessi, skulu vera gild á íslandi. Sem sé, ísland er þeg- ar í 1. grein innlimað Danmerk- urríki. Síðan koma mörg á- kvæði um, hvernig meðferð einstakra mála skuli háttað, sem of langt yrði upp að telja hér. Loks skyldu íslendingar senda 4 fulltrúa á þjóðþing Dana og 2 á Landsþingið. íslendingar urðu, svo sem að líkum lét, fyrir miklum von- brigðum, því að frumvarp þetta stangaðist í flestum greinum við það, sem þeir höfðu hugsað sér. Enda létu hinir þjóðkjörnu fulltrúar þegar í ljós þá skoðun sína, að frumvarp þetta gæti einungis verið sett fram til at- hugunar. En þar var Trampe greifi á öðru máli og brýndi fyrir fundarmönnum að halda sér í álitsgerðum sínum innan þeirra takmarka, er frumvarpið hlaut að setja. I nefnd þeirri, er skipuð var til að athuga málið, áttu sæti níu menn, og lauk hún störfum 4. ágúst. En 7. ágúst kom frumvarp hennar og álit í hend- ur þjóðfundarmanna. Segir í 1. kafla frumvarpsins, að ísland hafi konung og kon- ungserfðir saman með Dan- mörku, en hitt sé samkomulags- atriði, hvaða málefni önnur skuli vera sameiginleg. ísland skal eiga erindreka af sinni hálfu hjá konungi. Skal hann vera íslenzkur maður og eiga setu og atkvæði í ríkisráðinu, ems og aðrir ráðgjafar konungs. í þeim málum, sem kunna að verða sameiginleg og ísland varða. Island skal taka jafnan þátt í löggjöf um hin sameigin- legu mál að tiltölu við aðra hluta konungsveldisins. Greiðir það kostnað til hinna sameigin- legu mála eftir fólksfjölda og efnahag, með samþykki alþing- is. I öllum öðrum málum, er ís- land varða, hefir það löggjafar- vald ásamt konungi, en íslenzkir ráðgjafar skulu fara með æðstu stjórnarathöfn í landinu og bera ábyrgð fyrir konungi og alþingi. Frumvarp nefndarinnar var allt byggt á þeim grundvelli, að ís- lenzka þjóðin hefði hið fyllsta jafnrétti í stjórnmálalegum efn- um við aðra aðalhluta Dana- veldis, með fullu fjárforræði og sérstakri stjórnarskipun. En þetta frumvarp stjórnar- nefndarinnar kom aldrqi til um- ræðu. Trampe greifi sléit þjóð- fundinum áður en til hennar kæmi. Hafði hann 9. ágúst kvatt sér hljóðs í fundarbyrjun, ávít- að fundarmenn fyrir slæleg vinnubrögð og talið þess enga von, að málunum yrði ráðið til lykta. Lauk hann ræðu sinni á þennan veg samkvæmt frásögn þjóðfundartíðindanna: „Til að baka landi þessu fleiri óþarfaútgjöld en orðið er finn ég alls enga ástæðu, og mun ég því samkvæmt þeim myndug- leika, sem vor allra mildasti konungur hefir gefið mér til þess og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. Og lýsi ég þá yfir í nafni konungs (Jan Sig.: Má ég biðja mér hljóðs til að for- svara aðgerðir nefndarinnar og þingsins? Forseti: Nei!) að fund- inum er slitið.“ Jón Sigurðsson: Þá mótmæli ég þessari aðferð. Konungsfulltrúi (um leið og hann og forseti gengu úr sæt- um sínum): Ég vona, að þing- menn hafi heyrt, að ég hefi slit- ið fundinum í nafni konungs. Jón Sigurðsson: Og ég mót- mæli í nafni konungs og þjóð- arinnar þessari aðferð, og ég á- skil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi! Þá risu upp þingmenn og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mót- mælum allir! Á meðan þessu fór fram, þok- uðust þeir konungsfulltrúi og forseti út úr þingsalnum, en er þeir voru komnir út, kallaði einn þingmanna: Lengi lifi kon- ungur vor Friðrekur hinn sjö- undi, og tóku þingmenn undir í einu hljóði. Síðan var gengið af fundi. Þjóðfundinum var nú lokið, en sjálfstæðisbarátta íslendinga hélt áfram. Á þjóðfundinum höfðu þeir gert eindregnari kröfur um réttindi sín en nokkru sinni áður, og þeir voru ráðnir í að hætta ekki fyrr en þeim yrði fullnægt. 1874 veitti konungur Islend- ingum stjórnarskrá, og 19Q4 fengu þeir sérstakan ráðherra, er búsettur skyldi á íslandi. Hvorttveggja var stórt spor í rétta átt. íslendingar hlutu æ meiri ráð yfir málum sínum og gátu beitt sér fyrir margs konar framkvæmdum til almennings heilla og þjóðþrifa. 1918 varð Island frjálst og fullvalda ríki í konungssam- bandi einu við Dani, er losnaði að fullu við stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Þau rúmu 100 ár, sem nú eru liðin frá þjóðfundinum, eru í senn merkileg og lærdómsrík. Þau sýna oss, hverju fámenn þjóð fær áorkað, oft við hin ströngustu kjör, ef hún aðeins vill og er trú hugsjónum sínum, hvað sem á dynur. Því er oss hollt að minnast þjóðfundarins og þeirra manna, er þar gengu fram fyrir skjöldu. I bjartsýni þeirra og trú á hinn íslenzka málstað var sá sigur fólginn, er síðar var unninn. Þess vegna hljótum* vér ávallt að blessa minningu þeirra. Hi-Sugar New Hybrid Tomato Sugar content so high they taste like grapes, eaten raw. Golf ball size, flery red, firm, perfect form, quite early. A table sensation for pickles, preserves, garnishing, salads, desserts, etc. Makes big heavy bearing plants growing up to six feet across, or can be staked. Single piants often yield a bushel of ripe fruit. A dis- tinctly n e w and unusual garden de- light. Pkt. of 35 seeds, 35c postpaid. FBEE—Our blg 1952 Seed and Nursery Factors Governing Malting Quality The factors responsible for malting quality in barley are region, weather, variety seed, diseases, cultural practices, harvesting and threshing. In Manitoba malting barley may be produced in all areas in some years, but certain regions consistently produce barley with higher extract. These are the southern slopes of the Riding Mountain, Portage Plains, Red River Valley and Northern Manitoba. The weather is the most important factor. It should be cool and moist during the growing period with slow ripening weather and a bright dry harvest. Certain varieties have been developed for malting. In Manitoba these are Montcalm and O.A.C.21. Since uniform germination is important the seed must be pure as to variety and free from weed seeds. Seed borne diseases such as the smuts, affect the malting quality. Therefore, seed should either be free from disease or treated with mercuric compoimds. To insure good quality, good cultural practices must be used such as early seeding, on well prepared land. If weeds develop treating with 2,4-D is essential. The crop should be allowed to become ripe before it is cut; the swath properly made, wide enough to make a rounded top with the heads exposed and laying well up on the stubble. It must be left in the swath until the grain is dried to at least 14.8% moisture. The cylinder speed and concave clearance must be carefully adjusted several times during the day to properly thresh the grain, remove the awns and not peel or crack the kernels. If conditions are favorable and the grower uses good judgment malting barley that grades high will result and be a profitable crop for the farmer, grain handling organization, maltster and the ultimate user. For further information write to BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. Seventh in series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed. by THE DREWRYS LIMITED MD-307

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.