Lögberg - 24.04.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.04.1952, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952 LAngt í Burtu frá HEIMSKU MANNANNA - • Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Bathshebu kom ekki til hugar að maður- inn, sen> að hún í hugsunarleysi hafði gletzt við, væri að eðlisfari eins og vellandi hver. Ef að hún hefði vitað það, þá hefði ásökun hennar væri hræðileg og bletturinn, sem á hana hafði fallið með þessu tiltæki, óafmáan- legur. Ennfremur ef að hún sjálf hefði vitað um vald það, sem að hún hafði yfir þessum manni til góðs eða ills, þá hefði ábyrgðartil- finning hennar gert hana skelkaða. Til ham- ingju fyrir hana í svipinn, en til óhamingju fyrir sálarró hennar í framtíðinni, þá hafði hún ekki gjört sér grein fyrir hvaðamann Boldwood hafði að geyma. Enginn vissi um það til hlýt- ar; þó menn gætu getið sér til um skapeld hans, sem óglögg merki mátti sjá um, þá hafði enginn séð hann loga. fioldwood gekk út að hesthúsdyrunum — og leit út yfir sléttan akurinn. Fyrir utan fyrstu girðinguna var limagarður og hinum meginn vdð garðinn engjaland, sem að Bathsheba átti Það var snemma vors — sá tími, þegar fé er sleppt til beitar á engjarnar, áður en þeim er lokað til grassprettu og sláttar. Vindurinn, sem hafði verið á austan í nokkrar vikur, var nú genginn til suðurs, og mið-vor komið allt í einu þegar í vorbyrjun — sá tími þess, þegar að við getum hugsað okkur að skógargyðjurnar séu að vakna til vorsins. Allt í gróðurheimin- um hreyfist og fer að vaxa, safinn að rísa, þar til í djúpri þögn einmanalegu garðanna og endalausu sáðlandanna, þar sem allt sýnist vera hjálparlaust eftir bönd og greipar frosts- ins, fer að, eða taka á með samtaka tilþrifum og lyfta með samtaka afli, sem að afl lyfti- trananna og togafl háværra borga er eins og dvergaátak hjá. Boldwood leit út yfir engjalandið í fjar- lægð og sá þar þrjár persónur. Það voru ungfrú Everdene, fjárhirðirinn Oak og Chainy Ball. Þegar að Boldwood kom auga á Bathshebu birti í huga hans, eins og þegar tunglsbirta lýsir upp háan turn. Líkami mannsins er eins og skel eða skuggsjá, sem að sál hans skín í gegn- um eftir því hve dulur, opinskár eðá örgeðja og einbeittur að hann er. Það var orðin breyt- ing á ytri háttum Boldwoods frá hinni fyrri ósveigjanlegu framkomu hans, og á andliti hans mátti- sjá, að hann var farinn að veita atvikum lífsins utan múrveggja þeirra, sem hann hafði byrgt sig innan í, eftirtekt í fyrsta skipti á ævinni, en þó með kvíða fyrir því, að hinar einkennilegu eðlishneigðir hans kæmu í ljós. Það er hin algenga reynsla karakter mik- illa manna þegar þeir eru orðnir ástfangnir. Að síðustu komst hann að niðurstöðu og hún var sú, að fara yfir til þeirra og spyrja hana sjálfa. Einveran og skortur á sameiginlegum áhugamálum hafði sett mark sitt á hann eftir öll þessi ár. Það hefir verið tekið fram, oftar en einu sinni að ástamálin séu aðallega til- finningamál og Boldwood var ímynd þess sann- leika. Hann átti enga móðir, sem að hann gat leitað til með vandamál hjarta síns, enga systir til að hugsa um og unna, og engin sambönd til að létta á huga sínum. í huga hans og hjarta brann nú einlægur eldur ástarinnar. Hann kom að hliðinu á girðingunni á engjabletti Bath- shebu. Fyrir innan girðinguna heyrðist seið- andi vatnsniður, en uppi í loftinu kliður læ- virkjanna, sem að jarmur kindanna blandaðist saman við. Ungfrúin og fjárhirðirinn voru að venja lamb undir á, sem að misst hafði lamb sitt — tvílembing. Gabríel hafði flegið dauða lambið, eins og vanalegt er, og var að festa skinnið á undiralninginn, en Bathsheba hélt opinni hurð á dálitlu skýli, þar sem ærin, er misst hafði, og undiralningurinn áttu að vera, þangað til að ærin tæki hann í sátt. Bathsheba leit upp, þegar ærin og lambið voru komin inn, og sá Boldwood við hliðið, þar sem að hann stóð undir limi á tré, sem var í fullum blóma. Gabríel, sem hélt andliti henn- ar í huga sér, eins og fögrum, en óvissum apríldegi, og veitti hinum minstu svipbrigðum hennar eftirtekt, sá undir eins að hún varð fyrir einhverjum áhrifum utan að frá og að hún roðnaði. Hann leit upp og sá Boldwood líka. Hann setti þessar svipbreytingar undir eins í huga sér í samband við bréfið, sem að Bold- wood hafði sýnt honum. Gabríel grunaði hana um einhverja óaðgætni í þessu efni, sem að hún hefði gert sig seka í, en á hvern hátt vissi hann ekki. Boldwood var sér meðvitandi um þennan. einkennilega hugsanaleik, og það að þau vissu um nærveru hans, og niðurstaða hans varð sú, að hann með þessari heimsókn væri að opin- bera of mikið af tilfinningum sínum. Hann var enn á brautinni og með því að halda áfram vonaðist hann eftir því, að hvorugt þeirra mundi taka eftir að hann hefði ætlað sér í fyrstunni að fara inn til þeirra. Hann fór fram hjá með yfirgnæfandi tilfinningu um vanþekk- ingifteimni og efasemdum. Máske að í atburð- um hennar hafi verið einhver vottur um að hún hefði viljað finna hann — máske ekki — hann gat ekki lesið hugsanir og hugrenningar konunnar. Brennipunkturinn í óvissu hugar- fræði hans virtist fela í sér hina kærustu mein- ingu, sem leitaði villandi framrásar. Hver hreyfing, tillit, orð og áherzla, fól í sér leyndar- dóm gagnstæðan því, sem að hann var vanur og sem að hann hafði aldrei þurft að ráða fram úr, þar til nú. En Bathsheba var ekki blinduð af þeirri ímyndun að Boldwood bóndi hefði aðeins geng- ið þar fram hjá í vissum erindum, eða þá á skemmtitúr. Hún athugaði málið frá ýmsum hliðum og hún var ekki í neinum vafa um, að það hefði verið hún sjálf, sem að dró Boldwood þangað. Hún var óróleg, því lítill neisti, kveikt- > ur í hugsunarleysi, getur valdið miklu báli. Bathsheba var enginn giftingarbraskari, og ekki heldur sú tegund kvenna, sem að gamni sínu leikur sér að ástarhug manna, og gagnrýn- andi, eftir að virða fyrir sér verulegt daður- kvendi, hefði verið hissa á, hversu Bathsheba gæti verið ólík slíkum konum, en samt svo lík því, sem búist er við að daðurskonur séu. Bathsheba ásetti sér, að hún skyldi aldrei framar með augnaráði eða atviki raska lífsró þessa manns. En ásetningur til þess að koma í veg fyrir ógæfu er sjaldan tekinn fyrri en að hún er orðin svo róttæk, að undan henni verður ekki komist. XIX. KAPÍTULI Boldwood heimsótti Bathshebu að síðustu. En hún var þá ekki heima. „Auðvitað ekki“, sagði hann. Þegar að hann var að hugsa um Bathshebu þá gleymdi hann að taka það með í reikninginn að hún væri búkona, sem stjórn- aði stóru kornræktarbúi eins umfangs miklu og hans eigin, og að hún væri eins líkleg til að vera úti við eins og heima hjá sér um þetta leyti árs. Þessi, og aðrar slíkar yfirsjónir voru eðlilegar fyrir Boldwood, og ennþá eðlilegri þegar tekið er tillit til kringumstæðnanna. Hin mikla undiralda ástamálanna og hugardýrkun voru hér til staðar: að sjá hana í fjarlægð og skortur á félagslegu sambandi við hana — hug- myndaþekking en viðræðu ókunnugleiki. Hinir minniháttar eiginleikar voru eins og faldir; smámunirnir, sem geta verið svo þýðingarmikl- ir í lífi alls þess er lifir og hrærist, voru faldir af tilviljun bæði fyrir elskhuganum og þeim, sem að hann elskaði sökum þess, að þau höfðu ekkert samneyti — hittust ekki einu sinni, og Boldwood kom naumast til hugar, að hún hefði við neina svekkjandi heimiliserfiðleika að stríða, eða að hún, eins og allir aðrir, væri háð algengum athöfnum, þegar að hún var í mestri f jarsýn, var hún mest töfrandi fyrir ímyndunar- aflið. Á þennan hátt myndaðist nokkurs konar gyðjutilbeiðsla í huga hans, þar sem að hún liíði og hrærðist í sjóndeildarhring hans, óró- leg eins og hann sjálfur. Það var síðast í maí, að Boldwood bóndi á- setti sér að láta enga smámuni aftra sér lengur eða efasemd. Hann var nú orðinn vanur því að vera ástfanginn; ástamálin ógnuðu honum nú minna, jafnvel þegar þau kvöldu hann mest, og honum fannst að hann væri undir það búinn að láta til skarar skríða. Þegar að hann spurði eftir Bathshebu heima hjá henni, var honum sagt að hún væri úti í gjárgerði þar sem verið væri að baða fé, og þangað fór hann að leita að henni. * Baðkerið var grafið niður í flöt á engja- bletti í landareign Bathshebu og byggt upp al- veg kringlótt með múrsteini, og var barmafullt af silfurtæru vatni. Þessi baðpollur hefir hlotið að vera sjáanlegur fuglum loftsins á flugi sínu, þar sem að á hann glitraði eins og spegilgler, er endurspeglar himinblámann í fjarlægð'eins og „Cyclobs“-auga í greinu andliti. Grasið í kringum pollinn, á þessum tíma árs, bar minni- háttar mynd, sem ekki var þó auðvelt að gleyma. Það mátti nærri því sjá það drekka i sig vökvann úr jörðinni, með berum augum. í kringum þessa baðlaug gat að líta margresi engjalandsins, þar sem að hvert blóm, sem ekki var sóley, var baldursbrá. Áin leið fram þögul eins og skugginn, vaxandi störin og stargresið myndaði mjúkan garð meðfram rökum bökk- um hennar. I norðurátt frá enginu voru tré með nýútsprungnum laufum, mjúkum og safa- miklum, sem að sólin hafði ekki enn náð til að stæla eða sverta — gul lauf við hliðina á grænum og græn við hliðma á gulum. Frá út- jöðrum þessara gróðurhnappa heyrðust hávær hljóð gaukanna. Boldwood gekk hugsandi ofan hallann og horfði niður á skóna á fótum sér, sem gult sáldur frá sóleyjunum hafði koparlitað á hinn smekklegasta hátt. Kvísl frá aðalánni rann í gegnum baðlaugina. Við laugina voru: Oak fjár- hirðir, Jan Coggan, Moon, Poorgrass, Cain Ball og nokkrir aðrir, allir saman rennandi votir frá hvirfli til ilja, og Bathsheba stóð þar hjá í nýjum reiðfötum — þeim fallegustu, sem að hún hafði nokkurn tíma átt, og hafði smeygt beizlistaum hestsins upp á handlegg sér. Flösk- ur með eplavíni stóðu og lágu hér og þar á flötinni í kring. Coggan og Mathew Moon ýttu fénu út í laugina, þar sem að Gabríel stóð með verkfæri sem var eins og hækja í laginu og þrýsti fénu á kaf ofan í vatnið, einnig notaði hann þetta verkfæri til þess að hjálpa fénu upp úr lauginni, þegar það varð of þungt á sér og ætlaði að sökkva. Fénu var ýtt út í laugina á móti straumnum og varð einnig að fara á sama hátt út úr henni, svo að öll óhrein- indi gætu runnið út á bak við það. Við útgöng- una voru þeir Cainy, Bill og Joseph, en þeir hjálpuðu fénu til að komast út og voru þeir ver leiknir að því er vosbúðina snerti en allir aðrir. Vatnið rann í lækjum úr fötum þeirra. Boldwood kom til þeirra og bauð Bathshebu góðan dag svo fálátlega, að hún hélt að hann hefði komið þangað til þess að sjá hvernig að böðunin gengi, en hefði alls ekki átt von á að mæta henni þar; og í tilbót hélt hún, að hann væri nokkuð þungur á brúnina og augnaráð hans hvikult. Hún fór undir eins í burtu með fram ánni, og eftir að hún var komin ærinn kipp, varð hún þess vör, að hann kom á eftir henni, og var hún þá ekki í neinum vafa um hvert erindi hans mundi vera. Án þess að hika eða líta við hélt hún áfram í gegnum sefið, en Baldwood sýndist nú vera full alvara og hélt áfram á eftir henni unz að þau voru komin fyrir bugðu, sem þar var á ánni, en heyrðu samt enn hláturinn 1 mönnunum og skvampið í lauginni á bak við sig. „Ungfrú Everdene!“ sagði Boldwood. Bathsheba, sem skalf eins og hrísla, sneri sér við og sagði: „Góðan daginn!“ Rómur hans var svo gjörólíkur því, sem að hún hafði vonast eftir í byrjun. Hann var lágur en áherzlumik- ill og áherzlan lögð á meiningarþunga orðanna, en val þeirra hins vegar af handahófi. Þögnin er oft máttugt í að sýna sig eins og sjálfstæða sálartilveru, sem reikar um án hinna ytri um- búða sinna, og það er þá, sem að hún er áhrifa- meiri en orðin sjálf. Á sama hátt geta fá orð opinberað meira heldur en heil ræða. Boldwood sagði allt, sem að honum bjó í hugo í þessum tveimur orðum. Eins og imyndunin eykst við að komast að raum um það, sem að hún hélt að væri vagnhjólaskrölt, var í raun réttri þrumu- gnýr, þannig fór innfalls hugboði Bathshebu. „Mig brestur nærri hug til að hugsa“, sagði Boldwood alvarlega. „Ég hefi komið til þess að tala við þig vafningalaust. Líf mitt hefir ekki verið jsjálfs mín eign síðan að ég sá þig, ungfrú Everdene. — Ég kom til þess að biðja þig um að verða konan mín.“ Bathsheba reyndi að halda jafnvægissvip á andliti sínu, og allár þær hreyfingar, sem á því urðu, voru að láta aftur varirnar, sem áður höfðu verið lítið eitt opnar. „Ég er nú fjöutíu og eins árs gamall,“ hélt Boldwood áfram. „Ég hefi alltaf verið talinn ákveðinn einlífsmaður, og ég var það. Mér datt hjónaband aldrei í hug á yngri árum mínum, og ég hefi heldur aldrei hugsað neitt um það síðan ég varð eldri. En við breytumst öll og breyting- in á mér í þessu sambandi varð þegar að ég sá þig. Ég hefi fundið meira og meira til þess, að núverandi lifnaðarhættir mínir eru mér ekki hollir. En um fram allt annað, vil ég fá þig fyrir eiginkonu.“ „Mér finnst, hr. Boldwood, að þó að ég vxrði þig mikið, að þá geti ég ekki — tilfinn- ingar mínar séu ekki þær, að ég geti tekið boði þínu“, stamaði hún út úr sér. Þetta, að launa vegsemd með vegsemd virt- ist leysa málfæri Boldwoods úr hafti, sem að hann áður hafði haldið því í. „Lífið er mér byrði án þín“, sagði hann lágt. „Ég vil fá þig — ég vil fá þig til þess að geta sagt aftur og aftur að ég elski þig!“ Bathsheba svaraði ekki og hesturinn, sem að hún hélt enn í tauminn á virtist svo hrif- inn að hann leit upp og hætti að bíta grasið. „Ég vona, að þér þyki nógu mikið til mín koma til þess að hlusta á það, sem að ég hefi að segja!“ • Bathshebu datt í hug í svipinn, þegar að hún heyrði þetta, að spyrja hann að hvers vegna að hann vonaði það, en þá mintist hún þess, að það var aldeilis ekki ósanngjörn krafa frá Boldwoods hálfu, heldur væri það alvarleg ígrundun byggð á undirferlislegum forsendum, sem að hún sjálf hefði gefið tilefni til. „Ég vildi að ég gæti talað fagurlega til þín“, hélt Boldwood áfram í óþvingaðri róm, „og fært tilfinningar mínar, sem eru róttækar, í glæsilegri búning, en ég hefi hvorki lærdóms- gáfu né elju á að læra slíkt. Ég vil fá þig fyrir eiginkonu og í því efni er mér svo mikil al- vara, að allt annað er mér einskisvert; en frá þessu hefði ég aldrei sagt, ef mér hefði ekki verið gefxn ástæða til að vona.“ „Bréfið aftur! Ó, þetta bréf!“ sagði Bath- sheba við sjálfa sig, en minntist ekki einu orði á það við hann. „Ef að þú getur unnað mér, þá segðu mér það, ungfrú Everdene. Ef ekki — þá segðu ekki nei!“ „Hr. Boldwood, það hryggir mig en ég verð að segja, að ég er svo hissa, að ég veit ekki hvernig að ég á að svara þér svo sæmandi og virðulegt sé — en ég get aðeins sagt þér frá til- finningum mínum — ég meina meining minni: að ég er hrædd um, að ég geti ekki gifst þér þrátt fyrir alla þá virðingu, sem að ég ber fyrir þér. Þú ert of veglegur til þess, að ég geti verið hæfileg kona handa þér, herra.“ „En, ungfrú Everdene!“ „Ég — ég vissi ekki. — Ég veit, að ég hefði aldrei átt að láta mig dreyma um að senda þetta bréf — fyrirgefðu mér herra — það var fyrirlitlegt tiltæki, sem að engin kona ineð nokkra sjálfsvirðingu hefði átt að láta henda sig. Ef að þú aðeins villt fyrirgefa það hugsun- ar leysi mitt, þá skal ég lofa að gera slíkt aldrei . . . .“ „Nei, nei, nei! Segðu ekki hugsunarleysi! Láttu mig halda, að það hafi verið eitthvað meira — að það hafi»verið eitthvert spámann- legt innfall — byrjunin á hlýhug til mín. Þú kvelur mig með því að segja, að það hafi verið hugsunarleysi. — Ég hugsaði aldrei um það frá því sjónarmiði, og ég fæ ekki afborið það. Ó, ég vildi að ég vissi hvernig að ég ætti að fara að því að vinna ást þína, en það gjöri ég ekki — ég get aðeins spurt þig að, hvort þú sért mín nú þegar. Ef að þú ert það ekki, og að það sé ekki satt, að þú hafir komið ósjálfrátt til mín, eins og að ég hefi komið til þín, þá get ég ekki sagt neitt meira.“ „Ég hefi ekki fellt ást til þín, hr. Bold- wood — það verð ég vissulega að segja.“ Hún brosti ofurlítið, þegar að hún sagði þetta, svo að sá í snjóhvítar tennurnar og á fagurmynd- aðar varirnar, sem að minnst hefir verið á, er minntu á kaldlyndi, sem kom þó í beina mót- sögn við hið hýra augnaráð hennar. „En þú gjörir samt svo vel að hugsa um það — á vingjarnlegan og einlægan hátt — hugsa um hvort að þú getir ekki aðhyllst mig fyrir eiginmann! Ég óttast að ég sé orðinn of gamall fyrir þig, en trúðu mér, ég skal sýna þér meiri umönnun heldur en að margir yngri menn mundu gera— menn, sem eru á aldur við þig. Ég skal vernda þig og bera umönnun fyrir þér af öllum mínum mætti — svo sannarlega skal ég gjöra það! Þú skalt ekki þurfa að ergja þig yfir neinu — engum heimilisáhyggjum, svo að þú getur lifað þægilegu og hægu lífi, ungfrú Everdene. Ég skal fá mér mann til að veita mjólkurbúinu forstöðu — ég get vel staðið mig við það. Þú skalt ekki einu sinni þurfa að líta út úr húsdyrunum á meðan á heyönnunum stendur, eða að hugsa um veðrið á meðan á kornuppskeru stendur. Ég hefi t^kið nokkurs konar ástfóstri við keyrsluvagninn vegna þess, að það er sami vagninn, sem að faðir minn og móðir áttu, en ef að þú fellir þig ekki við hann, þá skal ég selja hann og þú skalt fá létti-hesta- vagn handa sjálfri þér. Ég get ekki sagt hvað langt að þú ert hafin yfir allar aðrar hugsanir og efni veraldarinnar í huga mér — það veit enginn — guð einn veit hvað mikið þú meinar til mín!“ Bathsheba var ung og viðkvæm og hún fann til einlægrar meðaumkvunar með þessum eðlisríka manni, sem að talaði svo blátt áfram. „Segðu það ekki: gerðu það ekki! Ég þoli ekki að heyra meira um tilfinningar þínar, þar sem að ég í þessu efni er tilfinningalaus. Svo er ég hrædd um, að þeir veiti okkur eftir- tekt, hr. Boldwood. Viltu láta mál þetta liggja eins og komið er? Ég get ekki hugsað í sam- hengi. Ég vissi ekki að þú ætlaðir að tala um þetta við mig. ó, ég er óþokki að hafa valdið þér slíks sársauka!“ Hún var bæði skelkuð og óróleg út af ákafa hans. „Segðu þá að þú neitir mér ekki algjör- lega. Gefðu mér ofurlitla von.“ get ekki gjört neitt. Ég get engu svarað.“ „Ég má tala við þig aftur um þetta?“ „Já.“ „Ég má hugsa um þig?“ „Já, ég býst við að þú megir hugsa um mig.“. „Og vonast eftir að fá þig?“ „Nei — gerðu þér enga von! Við skulum fara.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.