Lögberg - 24.04.1952, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.04.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952 3 Sæslangan er meinlaus fiskur Business and Professional Cards PHONE 724 944 ll/íA R G A R sögur ganga um •U* hræðilegt kynjadýr í hafinu, sem sjómenn hafa kallað sæs- löngu, eða hina miklu sæslöngu. Sumir heldu að sögur þessar væri ekki annað en sjómanna- ýkjur, en svo komu mentaðir menn og staðfestu þessar sögur. Má þar til nefna prófessor A. C. Oudeman, sem birti ritgerð, er hann nefndi „Hin mikla sæ- slanga“ og hafði þar þessa lýs- ingu á henni eftir enskum skip- stjóra: „Hinn 28. ágúst 1852 um klukk- an hálfþrjú, vorum vér flestir undir þiljum og ætluðum að byrja máltíð, en þá kallar stýri- maður og biður oss alla að koma á þiljur ef vér viljum fá að sjá furðulega sjón. Um 500 yards frá skipinu sáum vér þá haus og háls á gríðarlegri sæslöngu upp úr sjónum og hún blés langar leiðir eins og hvalur. (Það er eitthvað málum blandað.) Á hankkanum og bakinu var kambur, líkastur hanakamb, og hún synti mjög hægt, en dró þó á eftir sér 50-60 yards straumrák. Hún var græn á litinn með ljósum blettum. “Hver einasti maður á skipinu sá hana, en þegar skipið nálgaðist seig hún í kaf.“ Enskur sjóliðsforingi segir svo frá (um 1852): „Yður mun öll furða að heyra að vér höfum'Séð hina miklu hæslöngu. Það urðu svo mikil köll og læti að ég helt fyrst að kviknað væri í skipinu. Ég rauk upp á þiljur og þá sá ég hina furðulegustu sjón, og skal nú reyna að lýsa henni. Slangan reis á að giska 16 fet upp úr sjón- um og hækkaði sig ýmist eða lækkaði. Á hankkanum og háls- inum var kambur líkastur gríðar mikilli sög. Fjöldi fugla hafði safnast að henni og vér heldum fyrst að þetta væri dauður hval- ur. En það stóð straumsog aftur af honum líkt og kjölfar eftir bát. Af stærð haussins og því sem vér sjáum af hálsinum gisk- uðum vér á að hún mundi vera um 60 fet á lengd, en hún getur vel hafa verið lengri. Þegar við áttum svo sem hundrað yards að henni stakk hún sér á kaf. Seinna kom hún þó upp aftur og einn af skipverjum teiknaði þá mynd af henni . . . Þessi mikla sæslanga er engin slanga heldur fiskur, sem á lat- ínu er nefndur ,Regalecus glesne1 en Englendingar kalla ‘oarfish,. Hann hefur lengi verið kunnur meðal vísindamanna, því að árið 1771 varð danskur náttúrufræð- ingur, Morten T. Brunnich, fyrst- ur til að lýsa honum. En fiskur- inn er mjög sjaldgæfur. Þeir fisk- ar, sem vísindamenn hafa náð að rannsaka, hafa ekki verið nema 10-12 fet á lengd, en miklu stærri fiskar hafa sést.— Þannig hefur Norbury lávarður sagt frá miklu stærra fiski sem hann sá 1848. Norbury var þá forstjóri nafn- kunnugs fiskkaupafirma í Edin- borg og hafði farið út með veiði- skipi. Hann segir að einhvern dag hafi sjómennirnir séð eitthvert ferlíki í sjónum, er helst líktist slöngu. Sjómennirnir voru ekk- ert hræddir við þessa furðu- skepu. Þeim tókst að veiða hana og koma henni upp á þilfar, en þá var hún svo löng, að hún stóð bæði aftur og fram af skipinu, en það var 60 fet á lengd. Nor- bury hafði eki skilning á því hve merkilega veiði skipið hafði feng ið. Honum leist ólánlega á fiskinn og skipaði körlunum að skera hann sundur og kasta honum fyr- ir borð. Það þótti honum þó merkilegt, að sjómennirnir undr- uðust ekki lengd skepnunnar, en sögðu að þeir hefði séð miklu stærri sæslöngu áður. I febrúarmánuði árið 1901 kom Indíáni nokkur heldur kampa- kátur til Newport í Kaliforníu og sagðist hafa veitt sæslöngu í brimgarðinum þ a r úti fyrir. Menn voru vantrúaðir á þetta, en hann hafði tekið með sér til sann indarmerkis sex feta langt flak, sem hann haldi skorið úr fiskin- um. Fólk fór þá að skoða þessa furðuskepnu og þótti heldur mik- ið til koma. Það var ekki neinum vafa undir orpið að hér var kom- in regluleg sjóslanga, og sumir giskuðu á að hún mundi vega um 500 pund. Nú voru fiskifræðingar kallaðir á vettvang og þótti þeim Indíáninn hafa farið heldur illa með góðan grip, því að hann hafði ekki einungis flegið hann heldur einnig höggvið hann og margsaxað í sigurvímu sinni. Þetta var ekki sæslanga, heldur Regalecus glesne, mjög stór og hefði verið dýrmætt fyrir nátt- úrugripasafn að fá hann. Talið er að þetta sé djúphafs- fiskur og muni vera dreifður um öll höf, vegna þess hvað hann hef ur víða sést. Hann syndir eins og áll og er oft uppi í sjó og hrekst stundum í hafróti á land. Norð- menn kalla hann síldarkóng og telja að hann fylgi stórum síldar- torfum. Fiskurinn er óætur því að allur búkurinn er eins og glit. Hann er smátentur og er hér því ekki um ránfisk að ræða, en ekki vita menn á hverju hann lífir. Hann er mjög fallegúr og telja s u m i r náttúrufræðingar hann skrautlegasta fisk í sjónum. Pró- fessor F. Wood hefur lýst svo síldarkóng sem hann sá suður í Indlandshafi: „Það var 28. október 1906 að vér lágum fyrir akkerum sunnan við eyna Sumbava. Klukkan 10 um morguninn sáum vér hvar stór og skrautlegur fiskur kom upp á yfirborðið rétt framan við skipið og teygði upp álkuna rétt hjá akkerisfestinni. Egndum öngl um var kastað fyrir hann, en hann hann lét sem hann yrði þeirra ekki var. Reynt var að krækja hann, en það tókst ekki. En í hvert skifti sem eitthvað snart hann reisti hann fagur- rauðan kamb upp úr hausnum og þessi kambur hefur líklega verið um þriggja feta hár. Svo seig hann í djúpið, en kom upp nokkru seinna og þá náðist hann á báti. Það var fögur sjón að horfa á fiskinn meðan hann var í sjónum. Kambur og uggar voru hárauðir og eins tveir taumar, sem lágu aftur með honum. Höf- uðið virtist blátt en búkurinn silfurlitur, og var hann skínandi fallegur á meðan hann vgf í sjónum.“ Mann þykjast nú vita með vissu, að síldarkóngurinn og hin mikla sæslanga sé einn og sami fiskur. (Úr Nature Magazine). í bókinni Fiskarnir lýsir dr. Bjarni Sæmundsson þ e s s u m kynjafiski mjög nákvæmlega og kallar hann síldakóng. Lýsingin er á þessa leið: — Þessi afar einkennilegi fisk- ur getur orðið mjög langur, 5,5 m. (18 fet) eða meira og sá eini; sem hér hefir verið mældur, var rúml. 3,8 m. (12% fet). 1 vexti er hann dálítið svipaður vogmeyu, en þó miklu langvaxnari og jafn- hærri og ekki eins þunnur. Höf- uðið er mjög lítið, snjáldrið stutt og ennið hátt, en munnurinn í öllu tiliti eins og á vogmey, nema að hann er alveg tannlaus. Aug- un eru miðlungsstór. Vangabeins röndin er mjög bogin, en tálkna- lokströndin gengur út í horn. Bolurinn er langur og lækkar jafnt fram að höfði. Stirtlan er miklu lengri en bolurinn, fer jafnlækkandi aftur eftir og endar í stuttri, snubbóttri totu. Bakugg- inn nær frá enni og aftur að stirtluenda; hann byrjar með 10- 15 löngum, fram sveigðum, ofan til aðskildum geislum, sem enda hver með sínu húðblaði að aftan- verðu; verður úr þessu einskonar „kóróna“; annars er ugginn allur jafn lágur lengi vel, en lækkar að lokum aftast, raufarugga og sporðugga vantar alveg. Eyra- ruggarnir eru mjög stuttir og rót þeirra skáhöll. Kviðuggarnir eru hvor um sig einn geisli, sem er bæði gildur og svo langur, að hann nær aftur undir rauf og endar með dálitlu húðblaði. Roð- ið er mjög líkt og á vogmey; þó eru 4 raðir af stærri hnökrum eftir hvorri hlið, ofan við rákina og ein með allstórum nöbbum eftir endilagnri neðri röð fisk- sins, framundir eyrugga. Rákin er óslitin frá höfði og aftur úr og liggur að mestu leyti á neðan- verðum fiskinum. Liturinn er líkur og á vogmey, silfurgljáandi með stuttum, óreglulega settum svörtum þverrákum og dílum framan til. Uggarnir eru blóð- rauðir og „kórónan“ líka. Heimkynni sildkóngsins virð- ist vera N-Atlantshafið, frá Finn- mörk og íslandi til Bretlandseya og eitthvað lengra suður. Hann hefir fengist við Bermudaeyjar og jafnvel við Góðravonarhöfiða og í Indlandshafi. Hér við land hefir hans áreiðanlega orðið vart einu sinni; hann rak hjá Gamla- Hrauni í Árnessýslu 23. sept. 1906, hérumbil óskaddaðan, og sennilegt að annan hafi.rekið á Traðafjöru í Staðarsveit í febrú- ar 1919. Alls hefir orðið vart við Á velrum deyja nær helmingi fleiri úr hjartabilun en á sumrin. EFNI þessarar greinar er tekið úr ameríska tímaritinu “This Week Magazine” og má vera að hún geti orðið mönnum til leið- beiningar hér um það að fara varlega með sig á meðan vetrar- veðráttan helst og umhleyping- ar, ekki sízt vegna inflúensunn- ar og eftirkasta hennar, sem gera menn móttækilegri fyrir öðrum kvillum. 1 greininni segir að það sé margsannað að hjartabilun leggi miklu fleiri menn að velli um vetrarmánuði en aðra tíma árs. Hafa læknaskýrslur í Bandaríkj- unum sýnt, að helmingi fleiri deyja úr hjartakvillun í janúar heldur en í maí, og ennfremur deyi þá fleiri úr lungnabólgu og gigtsótt, heldur en á öðrum tím- um árs. Þó hefir það komið í ljós, að ekki eru jafn mikil brögð að þessu þegar vetrarveðrátta er mild. Fyrir löngu hafa læknar tekið eftir því, að eitthvert samband er milli veðráttunnar og ýmissa sjúkdóma, svo sem hjartabilun- ar, lungnabólgu og inflúensu. En hitt vita menn ekki með vissu hvernig þessu er farið. Kuldi, myrkur, snjór, stormar og um- hleypingar allt stuðlar þetta að því að greiða götu ýmissa kvilla, og hin snöggu veðrabrigði hafa sérstaklega áhrif á hjartað. Þess vegna hefir “American Hearth Association” gefið út eftirfarandi fimm varúðarreglur handa almenningi, einkum með tilliti til þess að þeir hlífi hjart- anu við áreynslu á veturna. 1. Forðist þreyiu. Allt sem vér tökum oss fyrir hendur á vet- urna er erfiðara en á sumrin. Fótabúnaður er þyngri, fatnað- ur meiri og þykkri. Vér verðum að streitast gegn stormi og hríð, kafa fönn, eða hafa hvern vöðva spentan til þess að detta ekki á hálku. í skrifstofum er þá venju- lega mest að gera. Og heima bætist á menn snjómokstur og. erfiði við að setja keðjur á bíl- inn. íþróttaæfingar eru þá erf- iðari. Skíðamenn klífa þá hærri og brattari brekkur en endra- nær og gangan er erfiðari. Allt þetta og margt fleira getur leitt til þess að hjartað bili, ef menn ætla sér ekki af. — Menn eiga auðvitað að sinna störfum sín- um. En menn skyldu fara var- lega í að þreyta sig úti við, og sérstaklega ættu menn að gæta hófs um alla áreynslu í vetrar- íþróttum. 2. Sofið nóg. Þegar þú verður þreyttur, þá kemur þreytan ekki sízt niður á hjartanu. Hver hvíldarstund gefur hjartanu tækifæri til að jafna sig. Þreyta kemur oft af því, að menn hafa ekki fengið nægan svefn. Of lít- ill svefn er hættulegur. Þetta vita allir, en því miður skeyta allt of fáir um það. Vetrarmán- nær 100 fiska síðan á miðri 18. öld, 40 af þeim við Noreg, álíka marga við norðanverðar Bret- landseyar og hina á við og dreif. Veiðst hefir hann víst aldrei. (Það hyggja menn að síldar- kóngurinn muni vera eitt af því, sem menn hafa nefnt „sæslöngu“ og farmönnum hefir orðið svo tíð rætt um. Sumar lýsingar, sem menn hafa gefið af henni, gætu átt við síldakóng, sem sveimaði við yfirborð með „kórónuna“ eins og afturkemt hár eða fax). Um lífshætti síldarkóngsins vita menn ekkert, en sennilega er hann, líkt og vogmærin, mið- sævis djúpfiskur, sem berst við og við fyrir undirstraumum eða á annan hátt inn að löndum. Munnurinn bendir á, að hann muni lifa á samskonar fæðu og hún. Um hrygningu hans og vöxt er allt ókunnugt. Hann er talinn óætur og til engra nytja. uðina er það sérstaklega hættu- legt að fara seint að sofa. — Átta stunda svefn er þá það sem menn þurfa minnst. — Tíu stunda svefn er miklu betra. Menn ættu að hugsa um það fremur en gert hefir verið, að fá sér hvíld frá störfum á vet- urna. Máske er það ekki hægt vegna þess að þá hafa þeir oft mest að gera er fást við inni- störf. En menn geta notað frí- stundir sínar betur en þeir gera. 3. FitiS yður ekki. öll óþarfa fita veldur hjartanu auknu starfi og áreynslu. Vegið yður því oft og gætið þess að verða ekki þyngri en góðu hófi gegnir. Leitið læknis ef þér haldið að þér séuð að fitna um of. Neytið matar í hófi. Belgið yður ekki út á mat og drykk. Meltingin — eða „brennsla“ næringarefnanna — tekur á hjartað. Það er betra að fá sér bita við og við, heldur en eta sig of saddan. 4. Varið yður á kvefi. Ef þér fáið kvef eða illt í hálsinn, þá ættuð þér ekki að fara út, því þetta getur verið byrjun á ill- kynjuðum krankleik, sem leggst á hjartað. Það eru slæmir menn, sem þykjast hafa svo mikið að gera, að þeir megi ekki vera einn dag fjarverandi. Þeir gera ekki aðeins sjálfum sér illt með þessu, heldur smita þeir aðra. Menn komast ekki hjá kvefi þótt þeir búi sig vel, forðist dragsúg og sofi nægilega mikið. En þó hefir það mikla þýðingu að gæta heil- brigðra lifnaðarhátta, því að gigtsótt (Rheumatic fever) getur hæglega farið í kjölfar inflúensu og hálsbólgu. Þessi veiki er slæm, því að hún legst á liða- mótin og vöðvana og einkum á hjartalokurnar. Ef menn fá kvef og særindi í hálsinn og eru með slæma hálskirtla, þá er mjög hætt við gigtsótt og hún legst einkum á ungt fólk. Foreldrar verða því að vera vel á verði ef börn þeirra fá aðkenningu af kvefi og særindum í hálsi, gæta þess að þau reyni ekki mikið á sig og yfirleitt að leita læknis og fara alveg eftir ráðum hans. 5. Verið gætinn. Menn, sem hafa æðakölkun eða einhverja hjartaveilu ættu að gera sér ljóst hve mikið þeir mega bjóða sér. Og sérstaklega verða þeir að vera varkárir gagry/art loft- lagsbreytingum og þegar um- hleypingar ganga. Hjartakvillar gera ekki boð á undan sér, og margir, sem þykj- ast heilbrigðir, verða bráð- kvaddir. En þeir, sem vita að þeir hafa einhverja hjartaveilu, geta með gætni og læknisráðum haldið henni í skefjum og lifað lengi. Reynið með öllum mögu- legum ráðum að koma í veg fyrir það, að hjartað bili. En ef ein- hver veila kemur fram, þá verð- ið þið að hlífa hjartanu sem mest. Og sérstaklega á það við á vetrum. —Lesbók Mbl. Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. ViCtalattmi 3—5 eftir hádefri J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalax. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eidsábyrgC, bifreiCaábyrgS o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selktrk, Man. Öfflce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Offlce 26 — Ree. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LöglrætHngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Directar Wholeiale Diatributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 j SK HAGBORG FUEl/?wl PHOME 2ISSI ./ . ■ i Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnaö 1894 Sími 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilllon. General Hospltal. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Offlce 933 587 Res. 444 289 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viö, heldur hita frá aö rjúka út me6 reyknum.—SkriflC, slmiC til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. SSmar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED . Tannlœknlr 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21 101 ESTIMA TES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insolated Slding — Repairs Country Orders Atteodeð To 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsi Avenue Ný útfararstofa meö þeim full- komnasta útbúnaöi, sem völ er á, annast viröulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvaröa og legsteina. Alan Couch. Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2C2 398 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasfmi 403 794 Branch Store at 123 TENTH ST. BRAND0N 447 Portage Ave. Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORTALDSON Your patronage wili be appredated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CUNIC St. Mary'i and Vaughan. Wlnnipeg PHONE 928 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. B. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntaats 505 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislert - Solicilort Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanason 509 Canadlan Bank of Cemmerea Chambera Wlnnlpeg, Man. Phona «23 M1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 926 227 Bullmore Funeral Home , Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. LESB. MBL. * Veðrótta og heilbrigði #-----

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.