Lögberg - 12.06.1952, Síða 1
O Canada we stand on
guard for thee
íslendingar viljum vér
allir vera
65. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 12. JÚNÍ, 1952
NÚMER 24
Alþingi ráðstafar 20 þúsund
dollara fjárveitingu
til - íslenzku fræðadeildarinnar
við Manitobaháskóla
Forseti Manitöbaháskólans, Dr.
Gillson, hefir nýverið látið
birta í dagblöðum borgarinnar
yfirlýsingu um hina höfðing-
legu fjárveitingu Alþingis til ís-
lenzku fræðadeildarinar við há-
skólann, er nemur 20 þúsund
dollurum; tvær greiðslur hafa
þegar farið fram, hin síðari alveg
nýverið. Forseti hefir þegar
þakkað hr. Steingrími Stein-
þórssyni gjöfina og fagnar þar
hinu glæsilega skrefi, sem með
þessu sé stigið til enn aukinnar
samvinnu og skilnings milli ís-
lendinga austan hafs og vestan,
og þá um leið meðal íslendinga
og þjóðanna, sem álfu þessa
byggja.
Hér fara á eftir tvö bréf, sem
skýra sig sjálf,' er formanni há-
skólanefndarinnar, Dr. P. H. T.
Thorlakson hafa borist, hið
fyrra frá forsætisráðherra ís-
lands, en hið síðara frá Thor
Thors, sendiherra íslands í
Canada og Bandaríkjunum:
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
Reykjavík 9. apríl 1952
Herra yfirlæknir
Dr. Thorbjörn Thorlakson
Winnipeg
Eins og yður, herra yfirlæknir,
er kunnugt veitti Alþingi í
fyrra 80 þúsund íslenzkar krón-
ur til kennarastóls í íslenzkum
fræðum við háskólann í Mani-
toba. Þykir ráðuneytinu rétt að
skýra yður frá því, að á þessu
ári eru einnig veittar í sama
skyni 80 þús. krónur og jafn-
framt var ákveðið að veita enn í
tvö ár 80 þúsund krónur.
Islendingum hér er ljóst, að
þetta er eigi mikið framlag, enda
væntum vér að fyrst og fremst
verði litið á fé þetta sem vott
vinsemdar og þakklætis að
heiman fyrir elju og áhuga
Vestur-íslendinga á því að halda
tengslunum við land feðra sinna.
Steingr. Steinþórsson
Kosinn í
forsetaembætti
Séra Valdamar J. Eylands
Á nýafstöðnu ársþingi Þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi, var séra Valdimar J.
Eylands kosinn í forsetaem-
bætti; meðstjórnendur eru Dr.
Tryggvi J. Oleson, Grettir L.
Jóhannson, Grettir Eggertson,
frú Ingibjörg Jónsson, Finnbogi
prófessor Guðmundsson, Guð-
mann Levy, Ólafur Hallsson og
J. K. Laxdal.
LEGATION OF ICELAND
WASHINGTON 6. D.C.
Dr. Thorbjörn Thorlakson,
Winnipeg Clinic,
Winnipeg, Manitoba,
Canada
Kæri Dr. Thorlakson:
Utanríkisráðuneytið í Reykja-
vík hefir falið sendiráðinu að
greiða þér íslenzkar krónur
80,000.00, sem veittar eru til
kennarastóls í íslenzkum fræð-
um við háskólann í Manitoba á
fjárlögum ársins 1952.
Mér er ánægja að senda hér
með ávísun að upphæð U. S.
$4,901.96, og bið þig góðfúslega
að undirrita og endursenda hjá-
lagðar kvittanir.
Með beztu kveðjum og óskum.
Þinn einlægur,
Thor Thors
Failegt samsæti
Um miðja fyrri viku komu
hingað í kynnisför Thorolf
Smith fréttaritstjóri dagblaðsins
Vísis og frú, Hilmar Skagfeld
og frú og Guðmundur Þorvalds-
son bóndi á Litlu-Brekku í
Mýrasýslu og frú hans Guðfríður
Jóhannesdóttir; ferðafólk þetta
kom sunnan frá Florida; hinar
fyrrnefndu tvær konur eru
dætur þeirra Litlu-Brekkuhjóna;
frú Guðfríður var systir Ástu
heitinnar, konu Helga Johnson
frá Eskiholti í Borgarfirði.
Á þriðjudaginn efndi fram-
kvæmdarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins til dagverðarboðs í Fort
Garry hótelinu undir öruggri
forustu hins nýja forseta síns,
séra Valdimars J. Eylands, til
heiðurs við gesti þessa, og fór
samsætið hið bezta fram; auk
forseta tóku til máls Finnbogi
prófessor Guðmundsson, Einar
P. Jónsson og Thorolf Smith, er
þakkaði í drengilegri tölu þá
sæmd, er gestahópnum hefði
fallið í skaut með þessum vin-
gjarnlega mannfagnaði.
Smith-hjónin og hjónin frá
Litlu-Brekku, fara innan skams
til íslands, en Skagfeld-hjónin
eru búsett í Florida-ríkinu.
Fólk þetta fór suður til Banda-
ríkjanna í gær.
Háskólaprófessor
í heimsókn
Hingað kom til borgarinnar á
þriðjudaginn í stutta heimsókn
Gylfi Þ. Gíslason alþingismaður
og prófessor í viðskiptafræðum
við Háskóla íslands, en hann
hefir dvalið í Bandaríkjunum
síðan þann 19. apríl síðastliðinn
og þangað var hann boðinn af
utanríkisráðuneyti amerísku
þjóðarinnar; hann hefir heimsótt
ýmissar helztu mentastofnanir
sunnan landamæranna, svo sem
Harvardháskólann; er prófessor
Gylfi kom vestur í vor mintist
Lögberg að nokkru ættar hans,
mentunar og ævistarfs, og er því
engu þar við að bæta öðru en
því, að bjóða hann innilega vel-
kominn; megin erindi prófessors
Gylfa til Winnipeg var það, að
heilsa upp á föðurbróður sinn,
hr. Hjálmar Gíslason, 66 Mary-
land Street, og mun hann búa
á heimili hans hinn stutta við-
dvalartíma sinn hér um slóðir.
Stáliðnaðarverkfallið í Banda-
ríkjunum stendur enn yfir og
hefir þegar haft ískyggileg áhirf
á alt atvinnulíf þjóðarinnar; út-
flutningur stáls hefir verið bann-
aður að Canada undanskildu.
Endurkosinn í fram-
kvæmdarstjórn
Ásmundur P. Jóhannsson
Samkvæmt upplýsingum frá
Árna G. Eggertsyni, var Ás-
mundur P. Jóhannsson bygg-
ingameistari, endurkosinn til
tveggja ára í framkvæmdar-
stjórn Eimskipafélags Islands á
nýafstöðnum aðalfundi félagsins
í Reykjavík; var þetta falleg og
réttmæt viðurkenning fyrir
mikilvægt starf Ásmundar í
þágu félagsins og íslenzkra
menningarmála yfirleitt. Árni
lögmaður, sem enn á sæti í fram-
kvæmdarnefndinni, lét þess enn-
fremur getið, að félagið hefði á-
kveðið að greiða hluthöfum 4%
í arð fyrir árið, sem leið.
Framboðsfrestur til
forsctakjörsinsrcnn
út í gærkvöldi
Framboð séra Bjarna Jónssonar
lagi fram í gær siuit hæstu
leyfilegu meðmælendatölu fólks
af öllum stéttum og því sem
næst jafnt úr öllum kjördæmum
landsins.
Sat umdæmisþing
norskra
þjóðræknisfélaga
Dr. Richard Beck sat þing
fjórða umdæmis norskra þjóð-
ræknisfélaga í Fargo, N. Dakota,
föstudaginn og laugardaginn
6.—7. júní sem fulltrúi Grand
Forks deildar félagsskaparins
(Sons of Norway), en hann er
fyrrv. forseti hennar. Þingið
sóttu fulltrúar deilda félagsins
í N. Dakota, Montana, Alberfa,
Manitoba og Saskatchewan.
Dr. Beck var framsögumaður
aðalnefndar þingsins (“The Com-
mittee on Resolutions”) og var
einnig kosinn fyrsti af sjö full-
trúum umdæmisins, er ásamt
forseta þess og ritara, sitja alls-
herjarþing norskra þjóðræknis-
félaga 21.—23. ágúst í Minne-
apolis, en það sækja fulltrúar
víðsvegar úr Bandaríkjunum og
Canada.
Epli handa
íslendingum
Lagðir af stað í heimsókn til íslands
Með framboði séra Bjarna var
lögð fram hæsta leyfileg með
mælendatala fólks af öllum
stéttum og flokkum hvaðanæfa
af landinu og sem næst því hlut-
fallslega jafnt úr öllum kjör-
dæmum landsins. Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn standa þó fyrst og fremst
að framboði hans og hefir með-
mælendasöfnunin farið fram á
vegum þeirra. Þjóðin fylkir sér
nú með degi hverjum fastar um
séra Bjarna Jónsson. Enda er
það samboðið þeirri einingu, sem
á að ríkja um kjör forsetans.
Framboð Ásgeirs Ásgeirsson-
ar var einnig lagt fram í gær, en
blaðinu var ekki kunnugt um,
er það fór í pressuna, hvort fram-
boð Gísla Sveinssonar hefði
verið lagt fram.
—TIMINN, 25. maí
Að lokinni síðari heimsstyrj-
öldinni gáfu íslendingar Þjóð-
verjum mikið af þorskalýsi, og
einnig nokkuð af fatnaði og pen-
ingum. Var þetta notað einkum
til hjálpar þýzkum börnum.
Nú hafa Þjóðverjar vottað ís-
lendingum þakklæti sitt með því
að senda þeim þrjú tonn af úr-
valseplum. Amerísk flugvél var
fengin, fyrir milligöngu séra
John H. Deutschlander, sem er
í þjónustu ameríska flughersins,
til að fljúga með eplin til Is-
lands.
Myndin sýnir dr. Sigurgeir,
biskup Islands, þar sem hann
þakkar Deutschlander presti
fyrir eplin.
Gísli Jónsson
Síðastliðirtn þriðjudagsmorgun
lögðu af stað héðan úr borginni
flugleiðis til íslands, þeir G. F.
Jónasson forstjóri Keystone
Fisheries Limited og Gísli Jóns-
son ritstjóri; þessir ferðafélagar
koma til Reykjavíkur í dag, og
þar kemur Mr. Jónasson til
fundar við konu sína, sem þá
kemur til landsins með flugvél
frá Prestwick á Skotlandi, ásamt
G. F. Jónasson
frú Guðrúnu Blöndal, en þær
fóru til Evrópu með skipi frá
Montreal. Gísli mun verða ná-
lægt þrem mánuðum í ferðinni,
en Guðmundur er væntanlegur
heim um næstu mánaðamót.
Gísli er ættaður frá Háreksstöð-
um í Jökuldalsheiði, en Guð-
mundur er hér fæddur, en rekur
ætt sína til Hróarsdals í Skaga-
firði.
Fyrirlestur og
myndasýning
í Morden
Samkoma verður í .Morden
mánudagskveldið 16. júní kl.
8.30. (Ekki sumartími). Mun
Finnbogi Guðmundsson flytja
þar erindi en Áskell Löve sýna
litmyndir frá íslandi.
Fréttir af
þjóðræknisþinginu
Kvöldsamkoma Þjóðræknis-
félagsins, fór fram, eins og aug-
lýst var, á þriðjudagskvöldið í
Fyrstu lútersku kirkju, var hún
fjölsótt og tókst um alt hið
bezta. Próf. Tryggvi Oleson
stýrði samkornunni með lipurð
og háttvísi. Frú Alma Gíslason
söng nokkur lög við mikla hrifn-
ingu áheyrenda. Ungfrú Dorothy
Jónasson spilaði á fiðlu; hefir
hún lagt sérstaka stund á fiðlu-
nám við tónlistarskóla í Toronto
síðastliðið misseri, og augsýni-
lega tekið miklum framförum.
Með upplestri á íslenzkum
kvæðum skemmtu þeir Ragnar
Stefánsson og Óskar Sigvalda-
son, ungur sveinn frá Árborg,
vakti hið hreina tungutak hans
mikla hrifningu. Dr. Richard
Beck kynnti ræðumann kvölds-
ins, séra Friðrik A. Friðriksson,
prófast frá Húsavík. Flutti hann
skemmtilegt og fróðlegt erindi
með því fjöri og dramatiska
krafti sem honum er eiginlegur.
Frekari umsögn um störf
þingsins birtist í næstu viku.
Merkilegur
nómsferill
Og blærinn var svo Ijúfur og hagstæður
Eftir R. H. GRENVILLE
Lýkur prófi í
dýralækningum
Svo heiðskýrt var loftið og hagstæður blær,
sem heillandi skuggsjá ’hinn töfrandi sær.
Það engum gat hugkvæmst að ástin í burt
að óvörum fyki, sem visnandi jurt.
Það grunaði’ ei neinn um svo dýrðlegan draum,
að dvínandi bærist í ólgandi straum,
í ráðleysi hrektist að hrjóstrugri strönd
og hyrfi’ ei til baka í draumanna lönd.
Hver elskandi sál væri útsýn og spök,
sem eygði í byrjun, og fyndi því rök,
að ástin er hverful um æfinnar sæ,
og enginn á stöðugan, hagstæðan blæ.
Með þess konar útsýni ástvinir tveir,
— þó öldum og stórviðri mætt hafi þeir —
ei skelfast? — Þeir bíða eftir bjartari dag
og búast í æfilangt samferðalag.
Sig. JÚL Jóhannesson þýddi
Wilhelmina Jónsson Mabb, B.A.
Þessi unga kona lauk í vor
Bachelor of Arts prófi við Mani-
tobaháskólann og hlaut þá silfur
medalíu þessarar æðstu menta-
stofnunar fylkisins, en á Öðru
námsári sínu við háskólann
hlaut hún Sir Humphrey Gra-
ham námsverðlaun og árið eftir
önnur tvenn námsverðlaun,
Isbister og Andrew Browning
Scholarships.
Þessi ágæta námskona er
dóttir Þóru Jónsson frá Útey í
Laugardalnum og manns henn-
ar, Gísla Jónssonar frá Hólshjá-
leigu í Norður-Múlasýslu, en
þau hjón bjuggu um langt skeið
á Gimli.
Dr. Jóhann V. Johnson
ÞeSsi ungi og efnilegi maður,
sem nýlega hefir lokið með
ágætiseinkunn prófi í dýralækn-
ingum við háskólann í Toronto,
er sonur hinna merku hjóna Mr.
og Mrs. J. B. Johnson á Gimli;
hann er nú kominn til Spring
field, 111., og hefir tekist þar á
hendur embætti hjá landbúnað
ardeild ríkisins. Dr. Jóhann er
kvæntur maður og eiga þau
hjón kornunga dóttur.
íslendingur reisir
fyrirmyndar
stórhýsi
Hinn frábæri athafnamaður,
G. F. Jónassbn forstjóri og eig-
andi Keystone Fisheries Ltd.,
er byrjaður á að láta reisa stór-
hýsi á Alexander Avenue hér í
aorginni, er verður hvorttveggja
í senn frysti- og fiskflökunarhús;
þar verða einnig skrifstofur fé-
lagsins; þetta verður langvand-
aðasta bygging slíkar tegundar
í Sléttufylkjunum og þó víðar
væri leitað; byggingin er upp á
þrjár hæðir og er 90 fet á lengt
en 75 fet á breidd; í bygging-
unni verður tekið á móti fiski
og fiskur sendur þaðan til
markaðar; svo stórbrotið er
fyrirtæki Guðmundar, að hann
mun vera mesti fiskútflytjandi í
þessu landi; hann rekur jafn-
framt mikla fiskverzlun í bænum
Pas hér í fylkinu og á þar einnig
stórbyggingar.