Lögberg


Lögberg - 12.06.1952, Qupperneq 3

Lögberg - 12.06.1952, Qupperneq 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 12. JÚNÍ, 1952 3 Hann hefir skrifað margar bækur, sem einkum eru ætlaðar guðfræðideildinni. Síðustu stórvirki hans á þessu sviði eru skýringar hans á Markúsarguðspjalli og Israelssaga hans. Þegar þetta er skrifað, er hann staddur í Kaupmannahöfn, situr þar á söfnum og ritar Ævisögu Jesú, sem mun verða fyrsta vísindaritið, er fjallar um það efni á íslenzkri tungu. Þá er einnig gefið út mikið af eldri guðfræðibókum. Þrátt fyrir alla flokkadrættina og skoðanamun í trúarefnum, virð- ist þjóðin enn meta sína gömlu og mestu meistara, þá Jón Vídalín og Hallgrím Pétursson. Ritverk þeirra eru gefin út aftur og aftur í æ * skrautlegri útgáfum. Nú síðast hafa Passíusálmarnir verið gefnir út með orðalykli; muni menn orð eða vers einhvers staðar úr sálmunum, þá er hægt að finna staðinn samstundis með orðalyklinum. Þetta þarfaverk hefir prófessor Björn Magnússon unnið, og nú hefir hann tekizt í fang það, sem enn meira er, að semja Orðalykil að Nýja Testameniinu. Önnur blöð og tíma- rit, sem um trúmál fjalla og nefna ber, eru Bjarmi, sem á sér langa sögu, Víðförii, málgagn hinna íhaldssömu guð- fræðinga, 5. ár, gefinn út af prófessor Sigurbirni Einarssyni, Heimilisblaðið, Norðurljósið, Dagrenning, málgagn British ísrael stefnunnar, Gangleri, tímarit guðspekinga, en Morgunn, tímarit Sálarrannsóknarfélagsins, hefir áður verið nefnt. Auk þessa eru einstakir menn eða útgáfufyrirtæki öðru hverju að gefa út bækur um trúmál. Árið, sem ég var þar, komu út tvær bækur eftir vel þekkta lækna og vöktu þær allmikla athygli. Annar þeirra var próf. Dungal; nefndist bók hans Blekking og Þekking. Var bók þeirri víst ætlað að reka smiðshöggið á kristni landsmanna. Var haft mjög hátt um hana í auglýsingum, og hún nefnd bók bókanna, sem allir hefðu beðið eftir með eftirvæntingu. En það verð- ur ekki ævinlega mikið úr því högginu, sem hæst er reitt. Bókin olli, að sögn, almennum vonbrigðum, og mun lítið lesin. Páll Kolka, læknir á Blönduósi, kunnur kristindóms- vinur, sem einnig hefir skrifað allmikið um trúmál, skrifaði ýtarlegan ritdóm um bókina og komst í niðurlagi hans að þeirri niðurstöðu „að nályktin af doðranti þeim þyki ekki í húsum hæf“. Hin bókin, eftir dr. Árna Árnason, lét ekki nærri eins mikið yfir sér. Nefnist hún: „Þjóðleiðin iil ham- ingju og heilla." Bókin er trúvörn, sem byggist á víðtækri þekkingu og gjörhygli og lifandi sannfæringu um gildi kristinnar trúar. Merkilegur vottur um áhuga leikmanna á Islandi á kristilegum málum, virðist mér útgáfa Jobsbókar í ljóðum, eftir Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu, áður kennara og nú skrifstofumann. Hér er maður, sem á efri árum leggur á sig það feikilega erfiði að brjóta efni þessa stórbrotna skáld- rits til mergjar, hikar jafnvel ekki við það að læra að nokkru hebreska tungu til að geta komizt þeim mun betur inn í andrúmsloft frumritsins, og fær svo bókina í hendur þjóð sinni í ljóðum á óvenjulega fögru og kjarnmiklu máli. Dóm- bærir menn bera lofsorð á þýðingu þessa fyrir nákvæmni hennar í að þræða bæði hugsun, ljóðahætti og orðalag frumritsins. Á hinu glæsilega heimili biskupsins, Gimli, í Reykja- vík, er málverk eitt, meðal margra annarra, sem vakti at- hygli mína. Það er af íslenzkum sveitapresti við jarðarför í stórhríð. Allt er grátt og snævi þakið. Líkmennirnir híma á grafarbakkanum, reiðubúnir að leysa af hendi hinztu skyldu sína við hinn framliðna. Presturinn stendur þar berhöfðaður og flytur hinztu kveðjumál. Það gildir einu hvernig veðrið er, í öllum skilningi. Kirkjan þjónar þjóðinni í blíðu og stríðu. Mér fannst málverk þetta táknrænt um kirkju Is- lands. Hún stendur mitt í margvíslegum stormum, sem um hana blása, og það eru ekki allt vorvindar. Margvís- legur kenningaþytur lemur hana; hún er lítils metin af mörgum, ríkisvaldið, sem hún er háð, hefir í mörg horn að líta, skammtar henni úr hnefa. En þjóðinni þykir samt vænt um hana; söfnuðirnir vilja ekki fyrir nokkra muni missa prestana, eins og ljósast kom fram í umræðum Al- þingis um prestakallafrumvarpið, sem nú er nýlega afgreitt. Var í upphaflegri mynd þess ráðgert að fækka þeim að mun. En þjóðin reis á móti þessu og vann sigur. „Prest- inn megum við ekki missa,“ sagði gamall bóndi á Norður- landi við mig, „hann er okkar bezti maður.“ Þannig mun almenningur hugsa yfirleitt, og er það sízt að undra, því að prestarnir á íslandi hafa jafnan verið alþýðufræðarar og vinir fólksins, og auk þess fætt og fóstrað marga mestu áhrifamenn þjóðarinnar. Þessi stofnun á nú á að skipa fjölmennu og betur menntuðu starfsliði en nokkru sinni fyrr, og aldrei á síðari árum hafa jafnmargir ungir menn undirbúið sig fyrir hið kennimannlega embætti sem nú, enda eru nú laun prestanna orðin sambærileg við láuna- kjör annarra embættismanna landsins, en sú grilla er góðu heilli horfin, að prestvígðir menn séu um leið vígðir ævi- langri og sárri fátækt. Kirkja íslands stendur enn í storminum. En það er henni hollt. Hún stælist við það og styrkist. Það er hætt við að menn gerist latir og sofni í logninu. Prestarnir, sem ég kynntist á íslandi, voru hvorki latir né syfjaðir. Þeir voru glaðvakandi, áhugasamir um embætti sín og vel út búnir til svars og varnar fyrir skoðanir sínar, sem að vísu eru nokkuð sundurleitar. En kirkjan stendur róleg, umburðar- lynd, frjáls, en þó föst við þann málstað, sem hún er helguð: að þjóna Guði og flytja fagnaðarerindi Jesú Krists til lands- ins barna. Lífsmeiður þjóðkirkju íslands er enn traustur; á henni sannast það, sem skáldið segir um tréð, sem spratt af frækorninu smáa: „Það vantar ei ennþá hin ísköldu él, og orma, sem vilja þess rót naga í hel: en hvernig sem fella það farið er að, þeir fá því ei grandað, né eyðilagt það.“ —SAMEININ GIN Alþjóðleg sókn gegn krabbameini Fyrsta sunnudaginn í apríl má vænta þess að sjá í blöðum flestra menningarþjóða greinar um einn stærsta bölvald nútím- ans, krabbameinið. Hefir Alþjóða samband krabbameinsfélaga, sem á aðsetur í París, mælst til þess við félagsdeildir sínar víðs- vegar um heim, að þær þennan dag sérstaklega leiti til almenn- ings um að aðstoð í erfiðri bar- áttu við þennan sjákdóm. Skyldan til að berjast við mannskæðan s j ú k d ó m hvílir ekki aðeins á yfirvöldum, vís- indamönnum og læknum, heldur einnig á sérhverjum þegni þjóð- félagsins. Að sjálfsögðu verða læknar að hafa forgöngu í slík- um málum, en án stuðnings veru legs hluta þjóðarinnar ná þeir skammt. Sú aðstoð, sem almenn- ingur getur veitt í baráttunni við krabbameinið, er mjög mikils verð. Með samúð sinni og áhuga ljær hann þeirri baráttu öflugan síðferðalegan stuðning. Það er vísindamanninum, sem fæst við rannsókn meinsins, hvatning í starfi sínu að verða þess var, að því sé gaumur gefinn. Það er einnig hvatning lækninum í dag- legu starfi hans að vita það, að almenningur hafi augun opin fyrir því og geri til hans háar kröfur. Á fleiri vegu geta menn almennt stutt þessa baráttu, og er fjárhagslega aðstoðin ein leiðin til þess. Krab.bameinsfélögin vinna ein göngu að því að bæta aðstöðuna til varnar og sóknar í því stríði. Þau eru tengiliður milli almenn- ings, heilbrigðisyfirvalda og læk- na. Mörg verkefni þeirra krefj- ast fjár, og í því tilliti megna flestir að r é 11 a hjálparhönd. Loks er ótalið það stuðnings- atriði ,sem hver og einn getur og á að veita. Það er í því fólgið, að menn geri sér far um að kynnast þeim óvini, sem átt er í höggi við. Fáfræði er ekki vænleg til sig- urs. Það hefir mikla hagnýta þýð ingu, að menn flestir viti nokkur d e i 1 i á byrjunareinkennum krabbameins, viti það t. d. að það fer ævinlega hægt af stað og er meinleysislegt í byrjun. Upphafs einkennin eru alltaf óljós og geta átt við fjölmarga aðra sjúkdóma. Þau geta aðeins boðað mönnum það, að vissara sé að leita læknis í rannsóknarskyni. Fyrir þremur árum var fyrsta krabbameinsfélagið stofnað hér á landi. Nú eru þau þrjú og starfa sem deildir í Krabbameins félagi Islands, sem stofnsett var á síðastliðnu sumhi. Þessi félög hafa snúið sér til almennings um 'stuðning og vissulega hlotið góð- ar undirtektir. Þau hafa yfirleitt mætt skilningi og samúð. Fjöldi einstaklinga og félagshópa hafa styrkt þau fjárhagslega til starf- semi sinnar. Loks munu fjöl- margir læknar geta vottað það, að hin almenna fræðslustarf- semi félaganna hefir þegar orðið til þess að beina sjúklingum í tæka tíð til læknismeðferðar, að svo miklu leyti sem um slíkt verður dæmt á skömmum tíma. Allt þetta ber íslenzkri alþjóð fagurt vitni og gefur góðar vonir um, að baráttan gegn erkióvinin- um meðal sjákdóma geti með tíð og tíma orðið giftumikil hér á landi. Alfred Gíslason — TÍMINN, 6. apríl. París hituð með kjarnorku 1960 5 ára kjarnorkuáæilun hefst á þessu ári Frakkar kaupa þungl vain í Noregi París (UP). — Frakar ætla að vera búnir að koma fyrir kjarnorku-upphitun hér í borg árið 1960. Francis Perrin, er hefir með höndum yfirstjórn kjarnorku- mála Frakka, lét svo um mælt við fréttaritara UP fyrir skemmstu, að Frakkar muni fyrst og fremst hugsa um að nota kjarnorkuna til iðnaðar- þarfa. Með tilliti til þess verður hafin framkvæmd fimm ára á- NYTT "SEAL-TITE LOK Heldur vindlingatóbaki þínu fersku rr ætlunar á því sviði á þessu ári. „Þegar henni hefir verið hrundið í framkvæmd, munum við verða svo nærri því marki að framleiða kjarnorku fyrir iðnaðinn, að þá mun ekki taka nema tvö ár eða um það bil að reisa verksmiðjú, er framleiði og nýti þessa orkulind", sagði Perrin meðal annars. „Þá verður svo komið, að við getum hitað alla París með kjarnorku, eða nota hana til að knýja stór haf- skip.“ Brfeiar eru byrjaðir Brezka kjarnorkustöðin í Har- well byrjaði fyrir skemmstu að nota ýmis auka-efni, sem til falla, til að hita hús, en það er þó ekki í nærri eins stórum stíl og ætlunin er hjá Frökkum. Frakkar eru sjálfum sér nógir að því er úráníum snertir. Þeir eiga námur í miðhálendi lands- ins, en auk þess gera þeir ráð fyrir að hefja vinnslu í nýjum námum í N.-Afríku, Madagask- ar og V.-Afríku. Eiga þær að nægja þeim til framkvæmdar á fimm-ára-áætluninni. Kaupa „þungt vatn" Til þess að koma upp nýrri kjarnorkustöð til að hita París hafa Frakkar fest kaup á fimm lestum af þungu vatni í Noregi fyrir 500 milljónir franka, en Norðmenn fengu á móti hreinsað grafít. I „miðstöð“ þeirri, sem gera á fyrir París, verður hitinn yfir 20°C., en slíkri hitun stórra svæða fylgir mikill sparnaður á kolum og öðru eldsneyti, sem kemur sér vel fyrir Frakka. —VÍSIR, 3. april Business and Professional Cards 1 S. O. BJERRING Dr. P. H. T. Thorlakson Canadian Stamp Co. WINNIPEG CLJNIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih St. Winnipeg PHONE 924 824 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignaaalar. Leigja hfls. Ut_ vega peningalfln og eldsábyrgS, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21101 ESTIMATES H»hFF. J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repalrs * Country Orders AtteodeO To 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME 1 51 Firsl Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaðl, sem vitl er á. annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch. Funeral Direcior Phone—Business 32 Residence 59 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 28 — Res. 230 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 — Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Heimasimi 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Directcr Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 ComforÉex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Maithews. 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings. 38 711. Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 828 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 8 p.m. and by appolntment. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Fettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wili be appredated A. S. BARDAL LTD. FUKERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur fltbflnaCur sá bezti. Stofnaö 1894 Simi 27 324 Minnist í erfðaskrám yðar. Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. PHONE 927 025 Opposite Matemity Pavillion, General Hospital. H. J. H. Palmason, C.A. Nell’s Flower Shop H. I. PALMASON A CO. Weddlng Bouquets, Cut Flowers. Chartered Acconntante Funeral Designs. Corsages, Beddlng Plants 505 Confederation Life Bldg. Nell Johnson Res. Phone 27 482 WINNIPEG MANITOBA Offlce 933 587 Res. 444 389 PARKER, PARKER & THORARINSON & KRISTJANSSON APPLEBY Barristers - Solicitors BARRISTERS and SOLICITORS Ben C. Parker. K.C. 4th Floor — Crown Trust Bldg. B. Stuart Parker. A. F. Krlstjansson 364 Maln Street 508 Canadlan Bank of Commerce WINNIPEG CANADA Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 923 W1 SELKIRK METAL PRODUCTS G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeinlngar- Keystone Fisheries rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjflka öt Limited með reyknum.—Skrifið, slmið til Wholesale Distributors of KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnlpeg FRESH AND FROZEN FISH Just North of Portage Ave. 404 SCOTT BLK, Simi 925 227 Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir Bullmore Funeral Home 508 TORONTO GENERAL TRUSTS Dauphin, Manitoba BUILDING •Cor. Portage Ave. og Smith St. Bigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Phone 926 952 WINNTPEG Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. Kaupio Logberg 695 Sargenl Ave., Winnipeg Phone 21804

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.